Tíminn - 06.05.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1931, Blaðsíða 1
©faíbferi oq, afgvcit'íluiTta&ur Cimans et . X a n tr d e t g þorstetns&óttir, &cfjárgðtu 6 a. 2?evfjaDÍf. ', i m a n s er t €a»f jaraötu 6 a. (Dpin bagleau fL 9—6 Simi 2353 XV. árfr. Reykjavík, 6. maí 1931. 38. blað. Málið mikla Kj örd æmask ipunin Eftír Guðbrand Magnusson. Reynsla er fyrir því að hægt er að lifa á landbúnaði á Islandi. Landbúnaðurinn ihefir að kalla verið eini atvinnuvegur íslend- inga um þúsund ár. Og reynsla er ennfremur fyrir því, að lifa má menningarlífi í skjóli þessa atvinnuvegar, og að því valda ekki hvað sízt sjálfir atvinnuhættir hans. Á allra síðustu árum er risin upp stóriðja í landinu, stóriðja í fiskveiðum og þá sérstaklega frá höfuðstað landsins, Reykjavík. Þangað hafa nú safnazt meir en fjórði hver maður þjóðarinn- ar. Um Reykjavík má segja að hún sé enn sem komið er einna á- þekkust bráðabirgða gullnemabæ. Hún er enn svo ung sem stór- borg, að allt hennar ráð er á hverfanda hveli. Henni hafa bor- izt áhrif með innflytjendunum úr hinum dreifðu byggðum landsins. Henni hafa einnig borizt áhrif után yfir pollinn og ærið misjöfn að vonum. Allt á þetta eftír að setjast til, fá á sig svip, festu — verða að menningu. Ofan á bætist það að á þessum 20—30 árum, sem Reykjavík hef- ir verið að skapast, hafa yfir gengið hinir mestu umróts-tímar, tíraar heimsstyrjaldarinnar. Verð- gildi peninga hefir stórraskazt og reynsluleysi þjóðar og einstak- linga í fjármálaefnum hefir leitt af sér hin gífurlegustu töp, og svo stórfelld hlutfallslega, miðað við fólksfjölda, að hreinn háski er að. Hinar 33 miljónir sem horfnar eru í súginn frá opinber- um lánastofnunum á síðasta ára- tug eru stórt en lítt rannsakað óhappamál. Hvað hefir orðið um allar þessar miljónir? Æði mikið mun hafa tapazt að óþörfu fyrir of miklar gróða- vonir, svo sem þegar megihhluti ársframleiðslu af síld varð verð- laus fyrir þá sök að eigendurnir — spekulantar — vildu fá 100 krónur fyrir hvern síldarstrokk og höfnuðu því 95 króna boðum! Og skiljanlega hefir æðimikið fé horfið í ófyrirséðar verðbreyt- ingar á erlendum markaði. En vísast hefir mikið af þess- um mörgu miljónum horfið í beinan tekjuhalla þess eyðslulífs sem lifað hefir verið við sjávar- síðuna og þá jafnframt orðið til þess að skapa þá dýrtíð sem þar á sér stað, — dýrtíð, sem hvergi er meiri né háskalegri en einmitt í Reykjavík. Og allt hefir þetta gerzt á svo skömmum tíma og með svo skjótri svipan, að enganveginn er upplýst, hvort eigi haldi enn á- fram að glatast miljónir í þenn- an sama tekjuhalla-svelg. íslenzkt sveitarframfæri hefir valdið áhyggjum og erfiðleikum gegnum aldirnar. En þó bendir margt til þess að tilkostnaður við það hafi um heilar aldir með þjóðinni allri nurnið minna verð- mæti heldur því sem einstakir menn hafa orðið að fá upp gefið Frh. á 4. síðu. Stefnuskrá Framsóknarflokksins Samþykkt á flokksþmgi Framsóknarmanna, sem hád var í Reykjavík dagana 29. marz til 9. april 1931 Á flokksþinginu voru gjörðar eftirfarandi ályktanir um: UTANRlKISMÁL. 1. Að það sé alveg sjálfsagt mál að sambandslagasamningnum verði sagt upp eins fljótt og lög standa til og að vinna að þyí að svo megi verða. Telur flokkurinn þetta alþjóðarmál, er hafið sé yfir flokkadeilur. 2. Að segja beri upp Spánarsamningnum, þegar er Örugt þykir, að atvinnuvegum landsmanna stafi eigi hætta af. 3. Að vinna beri að samhug og kynning við nágrannaþjóðirn- ar og að haldið sé áfram rannsóknum viðvíkjandi upptöku Islands í Þjóðabandalagið. MENNTAMÁL. 1. Að efla heimilismenningu og að haga skólum landsins og menningarstofnunum svo sem bezt fullnægir þörfum almennings og kröfum lífsins. 2. Að veita afburðanemendum styrk til framhaldsnáms. 3. Að stofnað verði til ríkisútgáfu kennslubóka fyrir barna- skóla. 4. Að stefnt vei'ði að fjölgun heimavistarskóla fyrir börn í sveitum. 5. Að kennaramenntun verði bætt með hærri undirbúnings- kröfum og auknum kennslufræðum og að bæta kjör kennarastétt- arinnar. 6. Að reist verði heimavist fyrir kennaraefni og nýr kennara- skóli, og komið upp fullkomnu kennslutækjasafni og fræðslumála- bókasafni við hann. 7. Að efla barna- og unglingafræðsluna með bættri aðbúð og aukinni vinnu- og íþróttakennslu. 8. Að séð verði fyrir fullkominni sérfræðilegri athugun og meðferð vandræðabarna og unglinga, sem gerzt hafa sekir um afbrot. 9. Að sett verði heildarlöggjöf um iðnfræðslu, húsmæðra- fræðslu og alþýðubókasöfn. 10. Að styðja að fjárframlögum og lánveitingum til skóla- bygginga. 11. Að efla Háskólann þannig, að hann verði ekki eingöngu embættismannaskóli, heldur og þjóðskóli, sniðinn eftir almennum þjóðarþörfum. 12. Að efla frjálsa vísindastarfsemi, listir og bókmenntir. 13. Að bókaútgáfu Menningarsjóðs verði hagað svor að hún komi að sem almennustium notum. 14. Að greiða fyrir útbreiðslu útvarpsins.gera ríkar menning- arkröfur um starfsemi þess og nota það til fræðslu og vakningar fyrir þjóðina, einkum um tungu hennar og bókmenntir, atvinnumál og markverðar nýjungar. 15. Að vinna að því að kennsla í félagsmálum og hagfræði, verði upp tekin eða aukin í sem flestum skólum landsins, í því skyni að borgarar ríkisins verði sem færastir um að rækja skyldur sínar í þjóðfélaginu. LANDBUNAÐARMÁL. 1. Að efla almenna alþýðumenntun og sérþekkingu húsmæðra og bænda í verklegum og bóklegum búnaðarfræðum og að koma upp við annanhvorn bændaskólann framhaldsmenntun fyrir starfsmenn búnaðarsambandanna og aðra. 2. Að unnið sé að því að Búnaðarfélag Islands og félagsleg samtök bænda á öðrum sviðum fái notið sín sem bezt. 3. Að hvert býli hafi iunan 10 ái*a nægilega stórt ræktað land og véltækt þar sem staðhættir leyfa. 4. Að efla garðrækt svo að hún fullnægi neyzluþörf landsmanna og hagnýita jarðhita til þess, þar sem því verður við komið. 5. Að auka hverskonar hagnýta fjölbreytni búfjártegunda og að efla búfjárræktina með kynbótum, bættri fénaðar- og fóður og búfjártryggingum. Gerð sé tilraun með innflutning sauðfjái' til slátur- fjárbóta undir ströngu eftiriiti ríkisins. 6. Að efla hverskonar vísindalegar rannsóknir og tih-aunir í þágu landbúnaðarins. 7. Að ábúðarlöggjöfin sé endurbætt svo að leigulíðar fái notið sín til fulls. 8. Að unnið sé að því af alefli að byggja upp sveitirnar (bæi og önnur hus). 9. Að mönnum sé gert sem greiðast að stofna nýbýli og íbú- um kaupstaða og þorpa að fá land til rækitunar. 10. Að flýta sem mest fyrir fiskirækt í vötnum og ám. 11. Að vinna að skógrækt og sandgræðslu. Að öllu þessu sé unnið fyrst og fremst með því að efla fram- tak og samvinnuþroska hjá þjóðinni, svo og með bættri löggjöf, ríf- legu fjárframlagi úr ríkissjóði og hagkvæmum lánum. SJÁVARUTVEGSMÁL. 1. Að unnið verði að aukinni samvinnufræðslu og eflingu sam- vinnufélagsskapar meðal sjómanna og útgerðarmanna um útgerð og verzlun. 2. Að tekinn verði upp útflutningur á ísvörðum fiski með at- beina rikisns, þar sem samvinna myndast um útflutninginn í ver- stöðvunum, en samband slíkra sölusamlaga, byggt að samvinnuhátt- um, tekur að sér reksturinn. Verði þá jafnframt gjörðar ráðstafanir til þess að nauðsynleg ísgeymsla og kælihús vei'ði reist. 3. Að leitað verði færis um myndun söluamlags, fyrir aðrar útfluttar fiskiafurðir verstöðvanna, byggt að samvinnuháttum. 4. Að leitað verði markaðai* og sölumöguleika fyiir afurðir hákarlaveiða. 5. að unnið verði að því að hlutskipti og hluttaka í arði varð- veitist og komizt á meðal sjómanna og útvegsmanna. 6. Að keppt verði að því að fá landhelgina rýmkaða. 7. Að gjörðar verði ráðstafanir til þess að hefta misnotkun loftskeytatækja til stuðnings eða yfirhilmingar landhelgisbrotum. 8. Að hlynnt verði að ræktunarsarfsemi útvegsbænda í um- hverfi verstöðva, með lánveitingum og öðrum í'áðum. BANKAMAL. 1. Að verðfesta krónuna í núveranda gengi. 2. Að seðlaútgáfan komist sem fyrst í hendur Landsbankans að fuliu. 3. Að bankarnir beini ekki útlánsstarfsemi um hendur fárra einstaklinga, eins og virðist hafa verið stefnan undanfarið, heldur fái framleiðendur til lands og sjávar greiðari aðgang að lánsfé. 4. Að bankar og aðrai- lánsstofnanir gangi eftir fullum skilum skuldunauta sinna við hverskonar atvinnurekstur sem er. 5. Að bankarnir hafi umboðsskrifstofur í þeim héruðum, þar sem við verður komið og ekki eru úitbú, til þess að greiða fyrir þeim sem í fjarlægð búa um lánsútvegun. 6. Að skerpa eftirlit með bönkum og sparisjóðum. 7. Að efla hag bankanna eftir föngum, svo að þeir geti sem bezt innt af hendi hlutverk sitt í athafnalífi þjóðarinnar. VIÐSKIPTA- OG SAMVINNUMÁL. 1. Að efla og styðja samvinnustarfsemi í landinu í atvinnu- málum meðal annars með því: a. að efla samvinnumenntun í landinu og glöggva skilning lands- manna á því, að alla verzlun beri að reka sem umboðsstarf fyrir almenning. b. Að styðja að því, að upp verði teknir samvinnuhættir í framleiðslustarfsemi landsmanna. 2. Að vinna að því, að sett verði, af löggjafarvaldsins hálfu, strangari skilyrði en nú gilda, um leyfi til að stofna og reka verzlun. 3. Að verjasti útlendri og innlendri viðskiptaþvingun, ef með þarf með ríkiseinkasölu, þar sem samvinnufélagsskapur í landinu megnar ekki að reisa rönd við. SAMGÖNGUMÁL. 1. Að fyrst um sinn verði mest áherzia lögð á vegagei'ðir í byggðum landsins og að leggja skuli akvegi að sveitabæjum, þar sem ekki eru góðar samgöngur á sjó. 2. Að samgöngumál iSuðurláglendisins verði leyst með fullkomn- um vetrarvegi yfir Hellisheiði og að vatnsföllin á undirlendinu verði brúuð svo fljótt sem unnt er. 3. Að ferðir flóabátanna verði að fullu samræmdar við strand- ferðirnar og hinu nýja póstferðaskipulagi landsins hrundið í fram- kvæmd. 4. Að símakerfi verði lagt um sveitir landsins á sem flesta bæi. 5. Að snjóbílar með kraftmeiri vélum en nú geiast, yerði starfræktir þar sem fært þykir og þörf er á. 6. Að áður en flugferðir hér á landi verði styrktar til muna, af opinberu fé, verði ítarlega rannsökuð skilyrði og kostnaður við rekstur flugvélanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.