Tíminn - 06.05.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN toll- og skattheimtu eru ótaldir, en það vita þeir, sem kunnir eru þeim máluifi, að þar er eigi um smáupphæðir að ræða. Ég get ekki stillt mig um að tilfæra í þessu sambandi ummæli, sem Jón JÞorláksson hafði í ræðu þeirri, er hann ætiaði að flytja í sameinuðu þingi 14. apríl s. 1. Hann sagði: „Stjómin hefir ekki getað haft neinn hemil á tilhneigingum sín- um til aukningar árlegra útgjalda með því að bylta um og breyta til á þjóðarbúinu, og með fjölg- un starfsmanna“. Síðan fer hann hörðum orðum um þá útgjalda- aukningu, sem þetta atferli stjórnarinnar hafi haft í för með sér. Svipuð ummæli hafði Jón Þorl. í ræðu þeirri, er hann flutti hér í gær. Hvað á J. Þ. við með þessum ummælum, sem hann kastar fram órökstuddum. Á hann við stofnun Skipaútgerðar ríkisins, sem komið hefir því til leiðar þegar á 1. starfsári, að reksturs- halli Esjuimar lækkaði um 27 þús. kr. þrátt íyrir óhagstæðai’i að- stöðu til útgerðar en undanfarin ár, og að útgerðarstjórn strand- ferðaskipanna beggja og ýmsra flóabáta kostaði mun minna en útgerðarstjórn Esjunnar einnar kostaði áður. Á hann við rekstur ríkisprent- smiSjunnar, sem á fyrsta ári hef- ir um 80 þús. kr. tekjuafgang, sem er beinn sparnaSur á prent- unarkostnaði ríkisins. Á hann við rekstur LandsmiSjunar, sem á 1. ári liefir um 23 þús. kr. tekjuaf- gang, sem er beinn sparnaSur á lcostnaSi þeim, er ríkiS hefir ár- lega af viSgerSum á skipum sín- um, byggingu brúa o. fl. Á liann viS endurbæturnar á reksti Áfengisverzlunarinnar, bætta toll- gæzlu og skattheimtu, breytingu á lögreglu- og bæjarfógetaem- bættunum í Revkjavík, sem hvert um sig hefir annaShvort stór- lega aukiS tekjur ríkissjóSs eSa sparaS útgjöld. Fjölda margt fleira mætti nefna í þessu sam- bandi, sem ber þess glöggan vott, aS Framsóknarstjórnin hefir unniS meS góSum árangri aS endurbótum í öllum greinum ríkisrekstursins. ÞaS hlýtur aS teljast koma úr hörSustu átt þeg- ar sá flokkur, sem fyrir tæpum 4 árum skildi við’ ríkisbúskapinn í því hörmunarástandi, sem al- þjóS er nú kunnugt orSiS, hefir í frammi umvandanir út af því, sem gert hefir veriS til þess að leiSrétta lians eigin villur. Þá hefi ég aS nokkru minnst notkunar þess ljár, sem Fram- sóknarstjórnin hefir notað viS ríkisreksturinn. Mun ég þá drepa á niSurstöSur rekstursins og á- hrif hans á hag ríkissjóSsins. í árslok 1927 voru skuldir rík- issjóSsins vegna hans eigin fyr- irtækja 12.3 milj. 1 árslok 1930 voru þessar skuldir 15.1 milj. Hækkun skulda ríkissjóSsins, sem stafar af hans eigin relcstri er því 2.8 milj. Samkvæmt þeim heimildum, sem fyrir hendi eru, verður að gera ráð fyrir, að sjóð- eign ríkisins í árslok 1930 hafi verið um 1.8 milj. hærri, en lmn var i árslok 1927. Af þessu verS- ur ljóst, aS þaS hefir þyngt á rík- issjóSnum um 1 milj. vegna rekst- urs hans síðasta kjörtímabil. Á Efnahagsreikningi verður niður- staðan sú, að skuldir aukast á tímabilinu um 2.8 mlij., en á móti kemur c. 1.8 sjóðaukn., enn- fremur allar þær eignir, sem rík- issjóður hefir aflað sér fvrir það fé, sem notað hefir verið á kjör- timabilinu. Eru þar á meðal sumar beinlínis arðgefandi, svo sem símastöðin nýja í Rvík og skrifstofubygging ríkisins. Þessi niðurstaða sýnir það, að ef rekst- ur ríkissjóðsins sjálfs liefði einn liaft áhrif á efnahag hans, hefði hann batnað, sem svarar mis- muninum á þeirri 1 milj. er skuldir liafa aukizt umfram sjóð- eign, og öllum þeim verðmæt- um, sem aflað hefir verið síðastl. 3 ár. Þó er eitt atriði, sem verð- ur ljóst af þesum niðurstöðum, sem ef til vill gefur einna mest tilefni til íhugunar, og þá sérstak- lega í sambandi við þær aSfinnsl- ur um fjármálastjórn siðustu ára, sem fram hafa komið frá íhalds- flokknum. Skuldir ríkissjóðs (vegna hans eigin fyrirtækja) í árslok 1927 voru 12.3 milj., eins og fyr er getið. Það mun láta nærri, að af þessum skuldum hafi verið greiddar 1.5 milj. í vexti síð- ustu 3 árin. Það er því með öllu ljóst, að e/ ríkissjóður hefði eigi haft þennan skuldabagga að dragast með, þá hefði hann getað komið á öllum stórvirkjum síð- ustu ára, án þess að taka til þess nokkurl lán, og lieí'ði því getað búið skuldlaust með sinn eigin rekstur. Þá vaknar hjá mönnum sú spurning: Hvernig stóð á skuld- um þeim, sem hvíldu á ríkissjóði í árslok 1927? Hverjir stofnuðu til þeirra. Hverjar voru ástæð- urnar fyrir ])ví, að þær mynduð- ust ? Þessum spurningum er auð- svarað. Skuldir þessar mynduð- ust því nær allar á árunum 1917 - ’22, og mennirnir, sem sátu á þeim árum í sæti fjármálaráð- herra, voru þeir Björn Kristjáns- son, Sigurður Eggerz og Magnús GuSmundsson, en .Jón Magnússon var stjórnarformaður. Allir þess- ir fyrverandi fjármálaráðlierrar eru nú í íhaldsflokknum, og láta mikið á sér bera. ÁstæSurnar fyr- ir myndun skulda þessara voru ekki framkvæmdir ríkissjóðs á þessum árum. Þær mvnduðust vegna þess, að tekjur ríkisins hrukku ekki fyrir daglegum venjulegum útgjöldum þess. Þesir menn vanræktu svo gjör- samlega skyldu sína sem fjár- málaráðherrar, að þeir skeyttu því ekki að afla ríkissjóði tekna til nauðsynlegustu útgjalda, held- ur tóku lán, greiddu með þein, tekjuhalla, og eftirlétu umbóta- mönnum síðustu ára að greiða eyðslu sína, ásamt því að annast um þær framkvæmdir, sem þeir höfðu vanrækt að koma á. Hver veit, hve lengi þessir fjármála- menn íhaldsflokksnis hefðu hald- að áfram að eyða umfram það, sem aflað var, ef Tryggvi Þór- lialllsson hefði eigi vakið athygli á sukki þeirra með skrifum sín- um um fjáraukalögin miklu. Þessi aðvörun Tr. Þ. varð til þess, að á þinginu 1923 voru fjár- lögin gerð svo úr garði, að þau gáfu í reyndinni 1% milj. króna tekjuafgang. Árið 1924 voru sið- an með atbeina allra flokka, lögð fullkomin drög til tekjuöflunar fyrir rikið með þeim árangri, að á árinu 1925, eftir góðærið 1924, var mikill telcjuafgangur. Á árinu 1924 varð Jón Þorláksson fjár- málaráðherra. Allir flokkar i þinginu studdu hann til tekju- öflunar og góðæri fór í hönd. Virtist aðstaSa lians til þess að stjórna fjármálunum vera hin bezta. En niðurstaðan varð öll önnur en búist var við. Jón Þor- láksson leiddi yfir landið gengis- hækkunina, og sneri með því góðæri í illæri. Enn þá eru fram- leiðendur þessa lands, og aðrir, sem notuðu lánsfé, og höfðu myndað skuldir á lággengistím- unum, að strita undir klyfjum þeim, sem J. Þ. lagði á þá með gengishækkuninni. En J. Þ. lét eigi þar við sitja. Á árinu 1926 lækkaði hann tolla á útgerðar- vörum eftir kröf.u flokksmanna sinna, sem þann atvinnuveg stunduðu. Afleiðing þessa varð sú, að tvö síðustu árin, sem í- haldsflokkurinn fór með völdin í landinu, varð tekjuhalli á þjóð- arbúinu, sem samanlagður nam 1.7 milj. króna. Af því, sem hér hefir verið rakið, kejnur glöggt fram, að ástæðan til þess, að rík- issjóður gat eigi annast allar sínar framkvæmdir á árunum ’28 -30, án þess að taka lán, eru eyðsluskuldir íhaldsmannanna, sem á ríkissjóðnum hvíldu og hvíla enn. En það merkilegasta við framkomu íhaldsmanna i þessum málum er það, að þeir mennirnir, sem bera ábyrgS á eyðsluskuldunum frá 1917—’22 og' sá maðurinn, sem valdur var að gengishækkuninni og tekjuhallan- um 1926—’27, ganga fram fyr- ir skjöldu og reyna að telja þjóð- inni trú um, að þeir séu þeir einu, sem skilning hafi á fjár- málastjórn landsins. Slíkt verSur að teljast ofrausn. Nú hafa verið raktar niðurstöð- ur af rekstri ríkissjóðsins árin 1928—’30, og dregnar af þeim nokkrar ályktanir. Er þá næst að rekja niðurstöður þeirrar starfsemi, sem ríkissjóður hefir þurft að annast fyrir banka landsins og önnur sjálfstæð fyr- irtæki. 1 árslok 1927 voru skuldir þær, er ríkissjóður hafði stofnað til vegna bankanna kr. 15.5 milj., og átti ríkið þá inni hjá stofn- unum þeim, er það hafði lánað féð, sömu upphæð, og átti því hvorki að annast vexti eða afborg- anir af skuldum þessum. 1 árs- lok 1930 voru þessar skuldir rik- issjóðs orðnar 25 milj., og eru þá meðtaldar 1.3 inilj., sem ríkis- sjóður lánaði Síldarbræðsluunni. Hækkun skulda í þessum flokki er því um 9.5 milj. Þessum 9.5 milj. króna hefir verið þannig varið: Til Landsbankaus upp í stofnfé ............ 3 milj. Til Síldarbræðslunnar 1.3 ____ — Búnaðarbankans . . 3.6 ____ — iilutafjárkaupa í Útvegsbankanum ... 1.5 ____ Til þess að komist verði að niðurstöðu um áhrif þessa á liag ukissjoðs þarf að gera grein fyi'ii' verðmæti eigna þeirra, sem ríkissjóður hefir myndað á móti skuldum þessum. I Búnaðar- bankanum og Síldarbræðslunni iiefir ríkið myndað inneignir, sem eiga að endurgreiðast og á- vaxtast þannig, að þau lán, sem ríkið liefir tekið vegna þeirra stofnana valdi ekki neinum þyngslum á ríkissjóðnum. Móti láni því, sem rikissjóður tók til hlutabréfakaupa í tJtvegsbankan- um liefir ríkið nú eignazt hluta- bi'éf i bankanum, og ennfremur varð ríkið að sætta sig við að fá afhentar 3 milj. króna í hluta- bréfum upp í tilsvai’anda hlutaaf inneign þeirri af enska láni Magn- úsai’ Guðmundssonar, sem það átti inni i íslandsbanka, er hann komst í þrot á síðastliðnu ári. Ríkissjóður á þvi nú 4% milj. króna í lilutabréfum Útvegsbank- ans. Það mun eigi þurfa að bú- ast við arði af eign þessari fyrst um sinn, og þykir sýnt, að ríkis- sjóður þurfi í náinni framtíð að greiða vexti og afborganir af þeim 4% milj. kr., sem farið hafa til bréfakaupanna. í Landsbank- anum hefir ríkissjóður eignazt stofnfé, 3 milj. Af þessu fé á bankinn að greiða 6% vexti ef bankareksturinn gengur sæmi- lega, en afborganir af því láni, sem tekið var til stofnfjárfram- lagsins þarf ríkissjóður áreiðan- lega að greiða. Niðurstaða þeirr- ar starfsemi, sem rikissjóður hef- ir þurft að liafa með höndum fyrir bankana er því sú, að á honum hefir þyngt um 4*4 niilj. vegna gjaldþrota Islandsbanka, og ennfremur á liann það víst, að þurfa að standa straum af af- borgunum af 3 milj. króna láni handa Landsbankanum, og ef til vill þarf liann einnig að greiða vexti af upphæð þessari. Ef dregnar eni saman niður- stöður af rekstri ríkissjóðsins og milligöngu hans vegna bankanna kemur i ljós, að skuldir þær, sem rikissjóður stendur straum af, liafa á síðustu 3 árum vaxið um 10.3 milj. (Landsbankastofn- féð þá talið með). Þar á móti kemur sjóðaukning c. 1.8 milj. og liefir þvi þyngt á rikissjóðn- um um 8.5 milj., en þar af eru 7.5 milj. af banka landsins. Þetta sýnir, að þvi nær öll þau 125 Bráðapesta rbóluef ni Eins og að undanförnu hef ég undirrituð útsendingn og sölu á bráðapestarbóluefni Prófessors C. 0. Jensen. Æskilegt að pantanir komi sem fyrst. Ásta Einarsson Túng. 6 þyngsli, sem á rikissjóðinn hafa bæzt síðasta kjörtímabil stafa af þeim framlögum, sem bankarnir hafa fengið, og þá aðallega þvi fé, sem rikissjóður varð að leggja fram vegna gjaldþrota Íslands- banka. Ríkissjóður þarf nú að greiða árlega um 550 þús. króna i vexti og afborganir af því fé, sem lagt var fram vegna þess banka, og er það mun hærri upp- hæð en veitt er á fjárlögum fyr- ir yfirstandanda ái’ til nýbygg- inga, vega og brúargerða. Eftir að orsakirnar til skulda- aukningar ríkisins hafa verið raklar hygg ég, að mönnum verði ljós ástæðan til þess, að íhaldsmenn óska að túlka fjár- fjármálaniðurstöður síðustu ára á annan veg, en ég hefi gert. Þeir vilja loyna fyrir almenningi or- sökum skuldaaukningarinnar. Undir eins og Einar Árnason hafði i fjármálaræðu sinni birt niðurstöður ársins 1930 fór Jón Þorláksson á stúfana og kvað skuldaslciptingu hans, sem getið hefir verið hér að framan, eigi gefa rétta hugmynd um fjár- hagsástandið. Kvað hann það vera hina einu réttu skiptingu á skuldum rikissjóðs, að flokka þær eftir því, hvort ríkissjóður stæði straum af þeim eða eigi, en hitt þyrfti eiga að koma í ljós af skuldaskránni, af hvaða á- stæðum skuldirnar væru stofnað- ar. Ástæðan til þess, að Jón Þor- láksson fann að þeirri skiptingu skuldanna, sein Einar Árnason viðhafði gat eigi verið sú, að eigi kæmi í ljós af hvaða skuldum rík- issjóður stæði straum og liverjum ekki. Frá þessu var skýrt í fjár- lagaræðunni, enda kemur það þar að auki greinilega fram i fjárlaga- frumvörpum og landsreikning- um. Ástæðan fyrir þessu frum- lilaupi Jóns Þorlákssonar er sú, að með skiptingu þeirri á skuld- um rikisins, sem Einar Árnason notaði, kom það greinilega i ljós, að skuldaaukning ríkisins var að langmestu leyti vegna bankanna. Jón Þorláksson og flokksfélagar hans vita það fullvel, að almenn- ingur í þessu landi skilur það og metur að maklegleikum, að rílcis- sjóði er nú stórlega íþyngt vegna þátttöku þeirrar, sem hann hefir orðið að liafa í greiðslu þeirra 33 millj. króna, sem baukarnir töp- uðu á stjórnartímumíhaldsflokks- ins. Forvígismönnum íhalds- flokksins er það einnig ljóst, að almenningur i landinu veit það fullvel, að þau 33 millj. kr. töp, sem fram hafa komið á siðasta kjörtimabili eru ekki mynduð á þeim tíma, sem Framsóknarflokk- urinn hafði ílilutunarrétt um, eða bar ábyrgð á bankastarfseminni í landinu. Þessi töp eru mynduð á þeim tímum, sem íhaldsflokkur- inn bar ábyrgð á meðferð banka- málanna. Ihaldsmenn hafa opin- berað sekt sína í þesum efnum áþreifanlega með því að gera allt, sem i þeirra valdi stendur, til þess að dylja fyrir mönnum hinar réttu orsalcir þess, að skuldir rik- issjóðsins hafa aukizt síðasta kjör- tímabil. Þeir finna það réttilega, að ef menn taka eftir þeirri stað- reynd, að langmestur hluti af skuldaaukningu síðustu ára er bein afleiðing hinnar óverjandi misnotkunar þeirra á fé því, sem bankar landsins liöfðu til útlána, og þá einkum íslandsbanki, að þá er barátta þeirra til þess að uá aftur yfirráðunum i stjórnmálun- um og þar með yfir veltufé lands- ins háð til einskis. Framkoma íhaldsflokksins gagnvart Islands- banka sýnir glöggt, að flokkurinn liefir fundið greTnilegá til þess að bankinn var þeirra öruggasta pólitiska vígi. Ihaldsmenn gengu fram fyrir skjöldu á Alþingi til þess að afla bankanum sérrétt- inda, og lilynna að lionum á alla lund. Barátta íhaldsmanna fyrir íslandsbanka og andúð sú, er þeir í sama mund sýndu Landsbankan um varð skiljanleg þegar „þrota- búið mikla“ var tekið til uppgjörs. Það kom þá í ljós, sem inenn aður höfðu liaft liugmynd um, að fjöl- íhaldsflokksins skulduðu bankan- margir af helztu máttarstoðum um liærri upphæðir, en nokkur von var til að þeir gætu greitt aft- ur. Það kom einnig í ljós að mörg- um af þessum mönnúni liafði ver- ið lánað stórfé eftir að heilskyggn- um mönnum hefði átt að vera það ljóst, að það fé kæmi aldrei frá þeim aftur. Þegar þetta varð upp- víst þá skyldu menn af hverju íhaldsflokkurinn á Alþingi hafði Jiarist á móti þvi, að rannsókn færi íram á liag íslandsbanka. Síðasta tilraun íhaldsmanna á Al- þingi til þess að bjarga hinuni út- lenda liluthafabanka Islandsbanka var sú, að þeir lögðu til, að rikis- sjóður tæki ábyrgð á bankanum að fullu og öllu, bankanum, sem nú er upplýst, að búinn var að tapa varasjóði sinum og hlutafé öllu, og þar að auki 3% milj. kr. — Fyrir harðfylgi Framsóknar- manna varð því afstýrt, og mál- um komið svo, að 6 millj. króna fengust frá öðrum aðiljum en rik- issjóði, til þess að mæta töpum. En ríkissjóður hlaut að leggja fram 4% milj. króna, þar með taldar 3 milj. króna af þvi fé, sem Magnús Guðmundsson lagði bank- anum til 1921 með vafasömum lieimildum eftir því sem síðar er fram komið. Enginn veit hvað mikið af þessu fé er tapað ,með öllu. En hitt er víst, að ríkissjóður þarf a. 111. k. fyrst um sinn að greiða 5—600 þús. krónur á ári vegna þeirrar þátttöku, er hann neyddist til að hafa í greiðslu þess fjár, sem Islandsbanki hefir tapað á viðskiptamönnum sinum með þeim liætti, sem að framan er drepið á. Það kemur úr allra hörð- ustu átt þegar þeir sömu menn, sem bera ábyrgð á þvi, að banka- málum landsins var komið i síikt öngþveiti og raun bar vitni um, koma fram og álasa mönnum þeim, sem orðið liafa tii þess að gera nýskipun og endurbót í þess- um málum, fyrir söfnun skulda, sem stafar beinlínis af þeirra eigin framkomu í bankamálum lands- ins. Islendingar! Við Framsóknar- menn skorum á ykkur að rann- saka þessi mál til hlítar eftir þeim beztu gögnum. Athugið hvað þið liafið fengið í aðra hönd fyrir það fé, sem notað liefir verið siðasta kjörtímabil. Gerið ylilcur ljósar orsakir þeirr- ar skuldaaukningar, sem orðið liefir siðustu árin. Ef þið kynnið ykkur þessi mál þá vitum við Framsóknarmenn hver dómur ykkar verður 12. júni. ----o-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.