Tíminn - 09.05.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.05.1931, Blaðsíða 3
TÍMINN 129 Fatnaður ogvefnaðarvörur er fjölbreytt og' ódýrt í SOFFÍUBÚÐ. — Sérstaklega er mælt með: FYRIR DÖMÚR: Kasmirsjöl, tvöföíd, frá 51,50 til 94 krónur, einföld frá 28,50. Tvílit sjöl, mjög smekkleg, bezta tegundin á 69.50. Peysu- fatakápur, bezta snið, frá 45,50 stykkið. Peysufatasilki frá 15,75 til 21.50 meterinn. Peysufata-alklæði, 4 tegundir, frá 8,50 til 16,50 met- erinn. Silkisvuntuefni og Slifsi, afar fjölbr. úrval. Upphluts-bolsilki og skyrtuefni í ýmsum litum. Sumarkápur — Sumarkjólar — Charmeu- kjólar — Leðurkápur — Gúmmíkápui- — Ryk- og Regnkápur. Ullar- tauskjólar, ýmsir litir, frá 11,75 stykkið. Silkinærfatnaður, 25 teg- undir, sérstaklega ódýrt. Sokkar, ullar, ísgarns og silki, allir litir. Korselett, Lífstykki, Millipils, Nærbolir, Jer'sybuxur. FYRIR KARLMENN: Reiðbuxur, Reiðjakkar, Sportsokkar, Karl- mannaalklæðnaðir, bæði blá Cheviotföt, frá 58 kr. og mislitir alklæðn- aðir frá 85 kr. Höfðuföt, Nærfatnaður, Manchettskyrtur, Hálstau og Sokkar, Ryk- og Regnfrakkar frá 36.00 til 132 kr. Unglinga- og drengjaföt og frakkar. Álnavara, hverju nafni sem nefnist, hvort heldur er til fatnaðar eða heimilisþarfa. Biðjið kunningja yðar í Reykjavík að velja fyrir yður vörur i Soffíu- búð, og fá þær sendar gegn póstkröfu, eða gefið yður túna til að !,ima sjálf í miðbæinn, því mesta úrvalið og bezta verðið er alltaf í SOFFÍUBIJÐ S. JÓHANNESDÓTTIR. REYKJAVÍK og ÍSAFIRÐI. sókn er Páll Zophoniasson fram- kvæmdi, virðist einsætt, að leigj- endur í Reykjavík, greiði nú um 2 miljónir króna á ári í aukaskatt fyrir háa húsaleigu, og að leigan mætti sem því svaraði, án þess að húseigendum væri íþyngt ósanngjarnlega. I öðru lagi þarf að halda áfram með hugmyndina um skipulags- bundna bústaði handa efnaminna fólki við sjóinn, hliðstætt Bygg- ingar- og landnámssjóði fyrir sveitimar. I þriðja lagi þarf að lækka hið óeðlilega háa verð á allri nauð- synjavöru. Algeng matvara er oft til muna dýrari í búðum í Reykja- vík, en út um land í kaupfélögun- um. Húsa- og lóðaleigan hér á mikinn þátt í því. Móti þessari dýrtíð í verzlunannálunum dugir ekkert nema öflugur samvinnu- félagsskapur. Af hálfu samvinnu- manna er nú hafinn undirbúning- ur í því skyni og fyrir haustið verður byrjað á aðgerðum, sem tryggir áreiðanlegu fólki sann- virðisverzlun, líka í Reykjavík. og út á landi, þar sem erfiðast er um fiskkaup, þessar aðgjörðir sýna, að samvinnumennirnir skilja dýrtíðarmál Reykjavíkur og kunna tök á því að koma á nýju og betra skipulagi. Fjórði stóri og óeðlilega hái liðurinn í dýrtíðinni hér er verðið á fatnaði, einkum saumalaun. Nú hafa samvinnumenn keypt hina góðu klæðaverksmiðju Gefjunni. Og að tilhlutun Sambandsins verður sett á stofn verkstæði á nokkrum stöðum í landinu til að sauma eftir máli karlmannafatn- að úr innlendri framleiðslu. Það er fyrirfram vitað, að þessi að- gerð mun læklta útgjöld þessi til fata, sem skifta við þess- ar saumastofur, álíka mikið og Þórsfiskurinn hefir breytt fisk- verðinu í Reykjavík. Þegar Magnús heitinn Krist- jánson skipaði Helga P. Briem skattstjóra í Reykjavík í stað Einars Arnórssonar gerbreyttust útsvörin í Reykjavík, á þann hátt að þau urðu léttari á hin- um efnaminni stéttum, en þyngri á eyðslustéttinni. Helga tókst að koma miklu áleiðis í þessu efni, jafnvel meðan íhaldið var í meira- hluta í skattanefnd, af því að rök hans voru svo sterk móti því ranglæti, sem framið var gegn hinum vinnandi stéttum með út- svarsálagningu, að íhaldið lét undan síga. Og' þegar íhaldið var komið í minna hluta í nefndinni, þá viðurkenndi það með þögn- inni að grundvöllur þess hefði verið gersamlega rangrn-. En all- ur almenningur í bænum hefir nú í undanfarin ár staðið í skjóli við þessa réttarbót Framsóknar í framkvæmd útsvarsálagningar- innar. Umbót Helga Briem og Eysteins Jónssonar var fyrsta á- takið sem Framsóknarflokkurinn gerði til að lækna hina óeðlilegu dýrtíð í höfuðstaðnum. Hinir flokkarnir, íhaldið og socialistar, hafa sýnt lítinn skiln- ing á þessu máli. 1 blöðum þeirra hefir dýrtíðannál bæjarins yfir- leitt ekki verið til umræðu á al- mennum grundvelli. Sennilega er enginn maður til meðal leiðtoga þessara tveggja flokka, sem skil- ur að dýrtíðin í Rvík er að merg- sjúga hinar vinnandi stéttir, og á góðri leið með að eyðileggja fjármálasjálfstæði landsins. Það má eftir eðli málsins afsaka Mbl— menn fyrir ást þeirra á dýrtíð- inni, því að kjarni flokks þeirra, hin iðjulausa eyðslustétt speku- lantanna, er kjarni í íhalds- flokknum. En leiðtogar verka- manna ættu að skilja þessa hættu. Eyðslustéttin getur látið sína leiðtoga flýja land frá skuldun- um, þegar allt er komið í óefni. En hinar vinnandi stéttir flýja ekki. Þær verða með þungum gjöldum að endurgreiða hin miklu eyðslulán hinnar iðjulausu stéttar. Leiðtogar socialista hafa einblínt á kauphækkun og ekki séð neina sáluhjálp í öðru. Hinu hafa þeir gleymt að ef lóðir, hús, matvara, fatnaður og útsvör hækka meira en sem svarar kaup- hækkuninni, þá versnar afkoma verkamanna. Undantekning í þessu efni er þó ísafjörður, þai' sem leiðtogar verkamanna hafa látið „verkin tala“, og í raun og veru sýnt hvað vel hæfir verka- mannaleiðtogar geta gert fyrir almenning. Hvorki íhald eða soci- i listar í Reykjavík sýna lit á hvað þá heldur meira, að vinna móti dýrtíð þeirri, sem er að sliga hin- ar vinnandi stéttir í landinu. Framsóknarflokkurixm verður að taka forustuna í þessum efnum. Hann hefir skilið þetta vandamál á undan liinum flokkunum. Haim' hefir sýnt viðleitni að lækna þetta mein. Öll von um að geta læknað dýrtíð Reykjavíkur er bundin við að Framsóknai’flokk- urinn hafi aðstöðu til að beita sér verulega í dýrtíðarmálunum. Framsóknarflokkurinn heíir stýrt umbótabaráttu síðustu ára. Bygð- ir landsins bera þess merki í hverju héraði. Almenningur í kauptúnum landsins hefir fengið óvænta hjálp í atvinnuleit sinni, og ef sjómenn og verkamenn skilja sinn vitjunartíma, getur skipulagið á síldarmálunum, og hinn byrjandi útflutningur á kældum fiski, fyrir forgöngu samvinnufélaga, orðið til að gera heimih sjómanna og verkamanna að mestu óháð valdi spekulant- anna. Og nú byrjar hið nýja starf, baráttan við dýrtíðina í Reykja- vík. Það hlýtur að verða einvígi milh Framsóknannanna og hinna iðjulausu og eyðslusömu í Reyk- javík. Nú sem stendur eru leið- togar verkamanna í Reykjavík í málefnabandalagi við eyðslu- klæmar. En verkamennirnir sjálfir hafa óbeit á þessu banda- lagi, og að líkindum gefa þeir leiðtogum sínum þá ráðningu, að Ólafur Thors og Héðinn Valdi- marsson hætti áður langt um líður að vera í einum flokki, þar sem verkamenn eru sérstök deild. Málin horfa þessvegna þannig við nú, að baráttan er að réttu lagi milli kjarnans í Mbl.flokkn- um í Reykjavík, hinna eyðslu- sömu og iðjulausu, við alla, sem vinna í sveita síns andlitis, bæði í Reykjavík og annarsstaðar á landinu. Verkefni næstu ára er að dugnaðarmenn landsins taki höndum saman, lækki dýrtíðina, kreppi að eyðslustéttinni og kenni henni að fara að vinna gagnleg störf og gera jörðina og gæði hennar sér undirgefin, í stað þess að lifa á eyðslulánum, sem ófædd- ar kynslóðir verða að borga. ----o--- Heil sýsla getur ekki komið að einum þhigmaimi? Hannes Jónsson kaupfélagsstj. á Hvammstanga sagði á fundi þar nýlega, við þá fóstbræður Héðinn og Pétur Magnússon, að eftir hinni nýju kjördæmaskipun þeirra, þar sem Strandasýsla, Húnaþing, Skagafjörður, Akur- eyri, Eyjafjörður og Suður-Þing- eyjarsýsla ætti að vera eitt kjör- dæmi, væri ekki unnt fyrir Vest- ur-Húnavatnssýslu að koma ein- um fulltrúa að, þó að allir inenn í sýslunni veittu honum fylgi, ef hann væri ekki kosinn í öðrum kjördæmum. Mikil er trú íhaldsins. Það býðm- fram í Vestur-Húnavatns- sýslu mann úr Reykjavík, Pétur Magnússon. Iiann er með öllu ó- kunnur í héraðinu. Hann hefir engin afskipti haft af málum þess og engan áhuga sýnt um neina þá hluti, sem sérstaklega koma við Vestur-Húnvetningum. Eftir samningana við sósíalista á Vestur-Húnavatnssýsla að hætta að hafa þingmann 1932. Pétur á þessvegna að vera fulltrúi hér- aðsins eitt einasta ár. En á þessu ári á hann að gera aðeins eitt verk fyrir héraðið. Að eyðileggja líf þess kjördæmis sem hann er fulltrúi fyrir. Ihaldið sendir þennan ókunna mann til Vestur- Húnvetninga í þessu eina skyni. Og það biður meirililuta bænd- anna í sýslunni að kjósa Pétur, lofa honum að vera síðasti þing- maður Vestur-Húnvetninga. Hann á að starfa fyrir héraðið eitt ár — aðeins eitt ár. En það ár á að vera örlagaríkt, bæði fyr- ir héraðið og bygðir landsins yf- irleitt. A víðavaiigí. Leynisaniningarnir játaðir. íhaldsmönnum hefir orðið felmt við, er upp komust leynisamn- ingar þeirra við sósíalista, við- víkjandi kjördæmaskipun lands- ins og vefst þeim nú tunga um tönn á kosningafundum, þegar minnst er á svikráð þeirra við bændastéttina. Einkum má slík framkoma teljast hastarleg og ó- drengileg gagnvart þeim sveita- kjördæmum, sem hingað til hafa verið svo óheppin að senda í- haldsmenn á þing, svo sem Skagafj örður, Rangárvallasýsla, Dalasýsla, Borgarfjarðai’sýsla og Snæfellsnes. Ihaldið ætlai' nú að launa íbúum þessara héraða lið- veizluna með því að taka af þeim að meira eða minna leyti þann rétt, sem flokkurinn var feginn að nota sér, meðan hann treysti eklri á Reykj avíkurvaldið ein- göngu. Nauðugir viljugir hafa ræðumenn íhaldsins nú verið knúðir til þess hver af öðrum, að játa leynisamninginn. Pétur Magnússon lýsti yfh’ því, sem „sinni skoðun“ á fundum í Borg- arfirði og á Norðurlandi, að landinu ætti að skipta í nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosn- ingu. Á fundi á Ægissíðu síðastl. miðvikudag játaði Magnús Guð- mundsson, að þessi úrlausn kjör- dæmamálsins hefði vakað fyrir flokknum, er hann studdi stjórn- arskrárnýmælið um, að kjör- dæmaskipuninni mætti breyta með einföldum lögum. Samskon- ar yfirlýsingu og þó öllu ákveðn- ari gaf Ólafur Thors á fundi á Stórólfshvoli sama dag, er Guð- mundui’ bóndi á Stóra-Hofi beindi til hans fyrirspurn um þetta efni. Einna vandræðalegust var vörn Jóns Þorlákssonar í útvarpsum- ræðunum síðastl. mánudag. Ját- aði J. Þ. að hann og flokkur hans vildi láta tölu atkvæða ráða þing- mannafjölda, án þess þó að taka þingmenn af sveitunum og flytja til Rvíkur (!) En þetta tvennt g-etur auðvitað ekki samrýmst. Annaðhvort verður höfðatalan að ráða — og þá fjölgar fulltrúum Rvíkur en byggðir landsins missa vald sitt að sama skapi — eða núverandi kjördæmaskipun verð- ur haldið í aðaldráttum — og þá ræður atkvæðatalan ekki. — Af vitnisburði þessara manna, til viðbótar því, sem áður er fram- komið, eru sönnuð áform flokksins um að flytja þungamiðju hins pólitíska valds úr sveitunum til Reykjavíkur. Úrelt ásökun. Við kosningarnar 1927 voru bornar fram á hendur íhalds- stjórninni þungar ásakanir um óheppilega fjármálastjórn. Fjár- málastjóm íhaldsmanna varð að- alfótakefli þeirra við kosningarn- ar. Þá voru þó ekki öll kurl til grafar komin. Þjóðin vissi þá miklu minna en nú um hina gengdarlausu eyðslu íhaldsmanna á veltufé bankanna og töpin miklu — 33 miljónir — voru þá ekki á almenningsvitorði. Á þing- inu 1927 útvegaði íhaldsstjómin sér heimild til að taka 9 milj. kr. lán í Ameríku handa Islands- banka, en að nafninu til átti Landsbankinn að taka lánið. Kosningamar 1927 hindruðu, að lánsheimildin væri notuð nema að litlu leyti. En þegar stjómar- skiptin urðu, var 1 miljón komin inn í íslandsbanka, og stóð þar inni þegar bankinn varð gjald- þrota í ársbyrjun 1930. Þjóðin var óánægð með íhaldsstjórnina, af því áð hún hafði eytt of fjár, án þess að lífsskilyrði almenn- ings hefðu batnað hlutfallslega. Þessvegna urðu ásakanirnar um fjármálastjórnina svo biturt vopn í höndum Framsóknarmanna 1927. Nú virðist íhaldið ímynda sér, að ásakanir um slæma fjár- málastjóm eigi jafnt við í öllum kosningum. En munurinn er sá, að nú heíir fénu ekki verið eytt að þarflausu. Nú hafa lífsskil- yrði þjóðarinnar batnað hlut- falislega við notkun fjánnun- anna. Kjósendur landsins vita að síðastliðið kjörtímabil hafa verið lagðir vegir fyrir hátt á 5. milj. og brýi' og símar fyrir meira en 3 miljónir, hálfri annari miljón varið til jai’ðabótastyrkja, pen- ingar lagðir í hafnargerðir, vitá, jarðyrkjuvélar, mjúlkui’bú o. s. frv., alþýðuskólar fyrir 400 manns reistir í sveitum landsins, svo að fátt eitt sé taiið. Þess- vegna geiga vopn íhaldsmanna nú í baráttunni. Ásökunin um slæma fjármálastjóm á ekki við nú, því að þjóðin hefir sjálf fyrir aug- unum verðmætin, sem hún hefir fengið fyrir peningana. Jón Þor- láksson stjórnaði eftir sinni eigin kenningu, sem fram kom í Lög- réttugreininni frægu 1908. Þar hélt iiann því fram, að íhalds- flokkar kærðu sig ekki mn að leggja vegi, brýr og síma eða gjöra aðrar umbætur til almenn- ingsheilla. „Þeir hugsa mest um sinn eigin hag“, sagði J. Þ. Fram- sóknarflokkurinn hefir stjórnað með hag þjóðariimar fyrir aug- um, og notað peningana til að bæta landið í stað þess að veita þeim gegnum bankana til eyðslu- stéttarinnar í Rvík. Ú t vaipsumi’æður um stjómmái fóru fram 4., 5. og 6. þ. m. og hófust kl. 8 e. h. alla dagana. Ræðutíma var skipt jafn milli ilokka þeirra, sem full- trúa eiga á þingi. Ræðutími hvers flokks var 35 mín. í fyrstu um- ferð 15 mín. í annari og 5 mín. í þriðju. Á mánudagskvöld töluðu: fyrstur Jón Baldvinsson af hálfu jafnaðai’manna, þá Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra af liálfu Framsóknarflokksins og loks Jón Þorláksson af hálfu íhaldsmanna. Á þriðjudagskvöld töluðu: Ey- steiim Jónsson skattstjóri (og síð- ar um kvöldið Jónas Jónsson alþm.) af hálfu Framsóknar- flokksins, Ólafur Thors af hálfu íhaldsmanna og Stefán Jóh. Stefánsson af hálfu jafnaðar- manna. Á miðvikudagskvöld töl- uðu Magnús Jónsson og Sig. Egg- erz fyrir íhaldsfokkinn, Ólafur Friðriksson fyrir jafnaðarmemi og Jónas Jónsson fyrir Fram- sóknarflokkinn. — Kommúnistar fengu 25 mín. ræðutíma síðasta kvöldið, og talaði Brynjólfur Bjarnason kennari fyrir þeirra hönd. Ofaníát emt! Mbl. og fleiri íhaldsblöð hafa margendurtekið þau ósannindi, að í Tímanum hafi staðið, að af nýja láninu færi „hver einasti eyrir til landbúnaðar“. Fyrir nokkrum vikum skoraði ritstjóri Tímans á Mbl. að birta þessi til- færðu ummæli úr Tímanum, ef til væru. Síðai’ ítrekaði ritstj. Tím- ans þessa áskorun persónulega á fundi á Akranesi, þar sem Sig- urður hinn vestfirski var nær- staddur. En eins og við var að búast hefir Mbl. ekki getað fund- ið þessi ummæli í Tímanum, en tilfærir í þeirra stað kafla úr grein, þar sem talað er um, að lánið eigi að fara til ýmiskonar framkvæmda, þ. á. m. jarðræktar, húsabóta og bústofnsaukningar (gegnum Búnaðarbankann). Mbl. ritstjóramir, sem hvað eftir ann- að voru búnir að birta hina til- búnu setningu um „hvern einasta eyri til landbúnaðarins" innan til- I vitnunarmerkja eru nú ennþá einu sinni orðnir sér til minnk- unar fyrir óráðvendni frammi fyrir þjóðinni. Hjónabönd. Nýlega hafa verið gefin saman hér í bænum ungfrú Hlíf Böðvai-sdóttir og Guðmundur Gísla- son kennari, bæði til heimilis á I.augarvatni, ennfremur ungfrú Guð- björg Sveinbjarnardóttir og Arnþór þorsteinsson framkæmdastjóri í Rvík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.