Tíminn - 13.05.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.05.1931, Blaðsíða 2
182 TlMINN um fyrir mjög hóflegt gjald. Góður klæðskeri veitir saumastof- unni forstöðu, svo trygging er fyrir því að menn fái þar góða vinnu. Saumalaun (ásamt „til- leggi“) verða kr. 57,00 á karl- mannsfatnað og kosta þá fötin uppkomin kr. 83,00—118,00, eft- ir verði dúkanna. Þegar þess er nú gætt, hve endingargóðir og útlitsfallegir dúkar verksmiðjunn- ar eru, þá tel ég engan efa á því, að fjöldi manna muni notfæra sér þetta úrræði. — Á sama hátt setjum við upp saumastofu við verksmiðjuna á Akureyri, en sú saumastofa byrjar að líkindum ekki fyr en í sumar, því væntan- legur forstöðumaður hennar er nú erlendis. 1 ráði er einnig að Kaupfélag Ámesinga á Selfossi setji upp saumastofu í vor og væntanlega verður þetta gert á fleiri útsölustöðum verksmiðj- unnar á næsta hausti. Ég vona að menn skilji það, að hér er ekki um neitt gróða- bragð að ræða frá hálfu þeirra stofnana, sem hlut eiga að máli, og ég er þess fullviss, að allir samvinnumenn landsins og allur almenningur annar, muni styðja þennan vísi til innlends iðnað- ar eftir föngum, vegna þess, að með því skipulagi sem hér hefir verið lýst, er mönnum tryggð ein- tegund þeirra nauðsynja, sem enginn getur án verið, eins vönd- uð og kostur er á og með eins lágu verði og frekast er unnt. Jón Árnason. ---o--- Suðurför norrænna kennara. undir forustu Bengt Lundbergs í Lundi, verður enn í sumar eins og undanfarið. Lagt verður upp frá Málmey 27. júní, dvalið í Kon- stanz við Bodenvatn rúmar 3 vik- ur, farið til Italíu gegnum Sviss, allt til Napoli, 21. júlí—4. ágúst, og er þá leiðangrinum slitið í Feneyjum. Ferðin kostar með öllu 550 sænskar krónur. Ef einhver Islendingur vildi taka þátt í för- inni, getur hann snúið sér til B. Lundberg, Karl Xl.-gatan 8, Liuid, Sverige, eða þá til mín eða Egils Hallgrímssonar, Hverfisgötu 16, Rvík. Þeir, sem seinna kynnu að vilja komast í slilía för, geta fest sér þetta í minni og snúið sér til einhvers af ofangreindum mönn- um hvenær sem er. Helgi Hjörvar. ---o--- Símkveðja til Kristleifs Þorsteinssonar á Stórakioppi á sjötugsafmæli hans 5. apríl 1931. Sendi ég símkveðju sjötugum öldung, fræðaþul og frænda Braga, gáfum gæddum og göldrum Snorra. Sendu enn lengi þinn sagnaranda, lát hann gull grafa úr gleymdum skræðum. Gefi það giftan að Grettistökum megir um æfi enn mörgum lyfta. Kynstór og kynsæll kominn af Agli óg beztu höldum Borgarfjarðar. Dáð og drenglund þér dag hvem fylgdu. Mættirðu endast sem Metúsalem. Lundi 5. apríl 1931. Sigurður Jónsson. -------- Til formanns Stúdentaíélags Rvíkur. Tímanum heiir borizt eítiríaranda „Svar við fyrirspum. í 33. tölublaði „Timans" skýrði ég með öríáum ox’ðum írá ástæðunni til í Tímanum koma uuglýsingar fyrir ttugu fleiri manna, en í nokkru öðru blaði landsins Skflastjlmlaiai við héraðsskólann 1 Reykholti er laus. Umsóknir sendist undirrituðum fyrir 30. júní þ. á. þess að Stúdentaíélag Reykjavíkur tók ekki með íundarsamþykkt aí- stöðu til þess iivoit þingrof stjórnax-- innar 14. april s. 1. hefði verið stjóxnarskráx'hrot eða ekki. þessi um- mæli hafa valdið því, að ritstjóxi „Timans" h.eíir beint þeirri iyrir- spum tii min hvort ég teldi þá réttmætt hjá þingmönnum Sjálfstæð- isílokksins að lýsa yíir því að þing- x'oíið væri stjói'narskrárbrot. Enda þótt ég sé þess fullvís, að xitstjóra „Timans" sé ljóst, að ai- staða þingmannanna til þingroísins sé öll önnur en afstaða Stúdentaíé- lagsins, og þvi i rauninni óþaríi að svai’a þessari iyrirspurn, vil ég þó taka þetta iram: Með þingroísúrskurðinum voi'u allir alþingismennirnir, að hinum landkjörnu þingmönnum einum und- anteknum, sviíth' þingmannsrétti sínum, þeim rétti, sem að lögum er bundinn við þingmennsku. þeim hlaut því að vera rétt að taka af- stöðu til þess hvort þessi svifting réttindanna væri lögmæt eða eliki, og það því fremur, sem ætla verður að þingmennirnir, sem eru löggjaf- ar þjóðarinnar, þekki betur stjórn- skipunarlög landsins en allur al- menningur, þ. á m. stúdentar. þing- menn allra stjórnmálailokkanna tóku og afstöðu til þessa. Er ekki annað vitað en að þingmenn Fi-am- sóknarílokksins, sem telja þó aðeins einn lögfræðing í sínum hóp, haii tekið afstöðu til málsins með því að lýsa yfir, að þingrofið væri ekki stjómarskrárbrot, en þá virðist aug- ljóst, að þingmönnum Sjálfstæðis- ílokksins, sem eiga þó fjórum lóg- fi’æðingum á að skipa, sé ekki síður lieimilt að taka þá afstöðu til máls- ins, er þeir telja réttasta. Leiðrétting mín heíir auk þessa komið ritstjóra „Timans“ til þess að ráðast á Stúdentafélag Reykjavíkur, þannig að ekki má láta óátalið. Segir blaðið að félagið hafi nú lengi undanfarið starfað sem pólitískt flokksfélag íhaldsmanna. þessum ummælum blaðsins leyfi ég mér að mótmæla sem rakalausum og ósönn- um. Stúdentafélag Reykjavlkur, liefir aldrei starfað sem pólitískt fé- iag. Sönnun þessa verður bezt feng- in með því að benda á hverja stjóm- ir félagsins hafa fengið á síðastliðrx- um árum til þess að gerast máls- hefjendur ínnan félagsins. Hefi ég farið yfir fundarbók félagslns siðustu fimm árin, og hafa þessir menn verið frummælendur á þexm tíma: Vilhjálmur þ. Gíslason magister, Héðinn Valdimarsson, alþingismaður, Mattliías þórðarson, formnenjavörð- ur, Jón Ófeigsson, yfirkennari, Jak- ob Möller, bankaeftirlitsmaður, Einar Benediktsson, slcáld (tvívegis), Dr. Kort Kortsen, Ludvig Guðmundsson, skólastjóri, Jónas Jónsson, fyrv. ráðherra, þorlákur Helgason, stud. I’olyt. (tvívegis), Joannes Patursson, kongsbóndi, Thor Thors, lögfræðing- ur (tvívegis), Sigurður Nordal, pró- fessor, Ásgeir Ásgeirsson, alþingis- maður, Guðmundur Kamban, ritliöf- undur, Einar B. Guðmundsson, lög- fræðingur, Pétur Halldórsson, bæjai'- fulltrúi, Ólafur Thors, alþingismað- ur, Maggi Júl. Magnús, læknir, Berg- sveinn Ólafsson, stud. med., Björn þórðarson, lögmaður, Einar H. Kvaran, rithöfundur, Jón þorláksson, íilþingismaður. Má af þessu sjá, að menn þessir hafa verið valdir án nokkurs tillits til stjói'nmálaskoðana. þetta vita og allir íélagsmenn, þ. á m. ritstjón „Tímans". Að endingu vil ég geta þess, að engu blaði hefir verið sendar tillögur þær, er samþykktar voru á síðasta fundi Blöð .þau, er birtu tillögurnar hafa sjálf fengið þær hjá félaginu og hefir því „Tímanum“ ekki verið sýndur neinn óréttur. Er ritstjóra „Tímans“ heimilt að fá tillögurnar til birtingar ef hann óskar þess. Raykjavík, 1. maí 1931. F. h. Stúdentafélags Reykjavíkur Einar B. GuSmundsson p. t. formaður Viðvikjanda framangreiudu svari yðar vil ég taka þetta iram: 1. Ég tei það vel fariö, að þér lýsiö yfir því enn einu sinni, að Stúdenta- léiag Reykjavikur „tók ekki afstöðu til þess, hvort þingroí stjómarinnar 14. apríl s. L heiði veriö stjórnar- skrárbrot eða ekki“. Z. Mér er ekki kunnugt um, aö „þingmenn Framsóknarílokksins “ haii geíið neina yfirlýsing um, að þingrofið sé ekki stjórnarskrárbrot, þó að þeir hinsvegar hafi sýnt það i vex’ki, að þeir telji x’ikisstjórnina haía haft fagalegan rétt til að rjúia þingið. 3. Mér virðist það mjög undarleg rökfærsla hjá yðui’, ef þór hafið kom- ízt að þeirri niðux-stöðu, að þingmenn íhaldsliokksins séu öðrum fremur hærir til að dæma um, hvort stjórn- arskrárbrot hafi verið íx’amið, af því að þeir séu sjálfir aðilar í málinu. Slík rökfærsla virðist mér minna tals- vert á nokkuð umtalaðan flokksbróð- ur yðar og stéttai’bróður, sem vikið var úr sýslumannsemhætti, en setti þá sjálíur rétt og úrskurðaði, að hann ætti ekki að víkja úr embæit- inul 4. Ég veit ekki, livaða merkingu þér leggið i orðatiltækið að „þekkja" lög. Ems og allir vita liefir ekki verið um það deiit, hvað í stjórnarskrármi standi heldur, hvernig eigi að skýra það, semi lienni stendur. Og ég trúi ekki, að yður sé það alvara, að ófög- lærðir fyrv. alþingism. í ihaldsflokkn- um, t. d. Hákon Kristófersson eða Jón Ólafsson, svo að einhverjir séu nefnd- ir, hafi betur við á lögskýringum en lögi'ræðinganir i Stúdentafélagi Reykjavíkur. Ástæðan til þess, að iögfræðingarnir töluðu ekki um „stjórnarskrái’brot" í tillögunum, var vitanlega sú, að þeim þótti ekki ráð- legt, að skriía undir yfirlýsingu fiokks- bræðra sinni í þinginu, en vildu hins- vegar ekki ganga í móti þeim opin- berlega. 5. „Sönnun“ yðar íyrir pólitísku hlutleysi Stúdentaíélags Reykjavíkur er mjög óheppilega valin. Skýrsla yð- ar sýnir nl„ að af þeim mönnum, sem i'élagsstjórnin heíir valið sem frummælendur í málum síðastl. 5 ár eru a. m. k. 13 viðurkenndir íhaldsmennn, en aðeins 4 Framsókn- armenn og 1 jafnaðarmaður. 6. Viðvíkjanda síðasta lið í svari yðar læt jeg nægja að vísa til þess, að iundarstjóri bar upp tillögu urn að birta gjörðir fundarins „í Morgun- blaðinu og Vísi“. þó að félagsstjórnin kunni fyrir hönd blaðamanna að hafa „fengið“ tillögumar hjá sjálfri sér, skiptir það engu máli. Rltstj. ----O*----- Aumastir allra! Helgi bóndi Hannesson á Sum- arliðabæ í Holtum gaf á fundin- um á Ægissíðu nokkuð eftir- minnilega lýsingu á fyrv. þing- mönnum Rangæinga. Kvaðst hann hafa farið um flestar sveitr ir þessa lands og átt tal við fjölda þingmanna úr öllum flokkum, og væri sér hvarvetna núið því um nasir, að Rangárvallasýsla ætti tvo lélegustu fulltrúana á Alþingi. Lét Helgi svo um mælt, að skemmtilegast hefði verið þeirra vegna og héraðsins, að „losna við þá þegjandi“, en að öðrum kosti vildi hann vænta þess að Rangæ- ingar hefðu eigi skap til að „stilla upp“ slíkum „fígúrum" í þingsöl- unum framvegis til spotts fyrir allan landslýðinn. J. Þ. á „lensinu“. Nýlega komst Jón Þorláksson svo að orði í Mbl., að þingrofið hafi „sennilega verið gjörræðis- verk“. Hann virðist ekki vera alveg eins viss í sinni sök nú og á dögunum þegar gífuryrðin dundu þéttast um stjórnarskrár- brot og „tröðkun þingræðisins“. -----o----- Síðumúla 1. maí 1931 Andrés Eyjólfsson pt, form. skólanefndar Osannindi Morgunblaðsins Sunnudaginn 26. f. m., sagði Morgunblaðið frá fundi sem Framsóknarfélag Skagfirðinga hefði haldið að Læk. Það segir þar aðalvígi flokksins og er gleitt yfir hv'emig fundurinn hafi farið. En meginið af því sem af fundinum er sagt, er „Mogga- sannleikur“. Ihaldsmenn af Sauðárkrók fóru á 6 bílum yfir að Lónsbrekkum en þaðan gengu þeir að Læk. Morgunblaðið telm’ Sauðkræklinga 6, og villist á bíla og manna tölu. Eða það telur bílana eins góða til fundarsóknar og íhaldsmenn Sauðárkróks, en svo skömmótt hélt ég ekki að það væri um sína menn, að gera þá að sálarlausum bílskrokkum. Þegar svona vel var smalað af Sauðárkrók var von að þeir íhaldsmenn héldu að þeir gætu fengið samþykkta tillögu er lýsti vantrausti á stjórnina og vítti þingrofið, enda segii- Morgunblað- ið tillöguna samþykkta með 48:37. En sannleikurinn er að tillagan var felld með 40:34. Þrátt fyrir bílhlössin 6, vorn aðeins 34 með henni. Ski-ifarar voru kosnir tveir á fundinum, og bókuð fundargerð. I lok fundarins var hún lesin upp og samþykkit athugasemdalaust, og úr henni eru tölumar 40:34 teknar. Af þessu geta menn séð hve Morgunblaðið er óskammfeilið. Það veigrar sér ekki við að skýra þveröfugt frá fundum, þar sem eru fyrir hendi samþykktar fund- argerðir, sem vitna á móti því. í dag, 1. maí, segir það frá fundi á Norðfirði. Þar getur það ekki einusinni sagt rétt frá heit- um ræðumanna, hvað þá, að rétt sé sagt frá öðm. Þetta er ekki nýtt með rit- stjóra Morgunblaðsins. Menn munu muna hvernig það fyrir nokkra var sannað í Vísi, að engu orði Morgunblaðsins væri trá- anda. Það gæti ekki sagt rétt frá neinu. Ekki einu sinni frá skemmtunum hér kringum bæinn, hvað þá öðru. Það er nú svo komið „að hvert mannsbam á íslandi veit“, að engu orði Morgunblaðsins er trú- í anda. Þessvegna er það lítt verj- andi fyrir heiðarlega íhaldsmemi ; að lesa það, og til skammar fyrir | útgefendur, að reyna að fá menn til að halda það óskeikult. Staddur í Reykjavík 1. maí 1931. Skagfirðingur. ----o---- Bankastjóri í „salemisstíl“. Jón Ölafsson bankastjóri og stórútgerðarmaður í Reykjavík var á miðvikudaginn var mættur fyrir íhaldið á fundi austur í Rangárvallasýslu. Aldrei mun „salernisstíllinn", sem kunnur er úr blöðum íhaldsins, hafa náð jafn mikilli fullkomnun og í ræð- um þessa stórhöfðingja úr höfuð- staðnum, sem þama var að láta ljós Reykjavíkurvaldsins skína heima á æskustöðvum sínum. Þeir sem viðstaddir voru á fundinum, fullyrða, að svo klúrt orðfæri og ósmekklegt hafi aldrei áður heyrzt í opinberum umræðum. Ferflamenn, sem koma til Reykjavíkur, geta fengið ódýrasta gistíngu á Hverf- isgötu 32. A vídavangL Fundii’ á Eyrarbakka og StokkseyrL Félag ungra íhaldsmanna í Rvík, Heimdallur, boðaði til fundai’ á Eyrarbakka sl. sunnu- dag og bauð þangað ræðumönn- um frá Félagi ungra Framsókn- armanna og Félagi ungra Jafn- aðarmanna. Mættu íhaldsmenn og kommúnistar úr Rvík fjölmennir á fundinum (30—40 frá hvor- um), til þess að tryggja lófa- klapp og ókyrrð á fundinum. Lítinn sóma höfðu þó íhaldsmenn af fundinum og er það til marks, að þegar síðasti ræðumaður þeirra, Guðmundur Benediktsson, fyrv. ritstjóri Sigurðar Eggerz hóf mál sitt, fóru allir fundar- menn út að fjóram undanteknum. Þuldi Guðmundur stjórnspeki þeirra íhaldsmanna yfir galtóm- um salnum, og hentu margir gaman að. Skömmu eftir að fund- ur hófst, laumuðust nokkrir úr liði íhaldsmanna austur á Stokks- eyri og efndu þar til fundar, en fengu litla áheyrn. Þegar fregnin um leynifund þennan barst til Eyrarbakka, komu einnig full- trúar frá hinum flokkunum og varð þá fátt um vamir hjá Heim- dellingum. Stóð fundur á Stokks- eyri til kl. að ganga 8 um kvöld- ið. Varð fátt um kveðjur, er Heimdellingar óku brott, söfnuð- ust þorpsbúar margir saman við fundarhúsið og báðu þá aldrei þrífast. — Framsóknarmennimir fengu góðar viðtökur á báðum fundunum, og stoðaði lítt, þó að klapparar íhaldsins úr Rvík reyndu að gjöra óp, að ræðum þeirra. En líklega eiga Jafnað- armenn mest fylgi í þorpum •þessum, eða hafa haft, hvað sem nú verður, er foringjar þeirra hafa gjört bandalag við íhaldið. „Guð má vita, hvernig kosningarnar fara!“ Einn af ræðumönnum stjómar- andstæðinga á fundinum á Eyrar- bakka, deildi á foringja íhalds- flokksins fyrir það, að þeir hefðu ekki haft kjark til að halda þing- inu áfram, eins og þeir marg- sinnis hefðu lofað á götufundum í Rvík. Þótti ræðumanni framtíð bandaflokkanna nú heldur dapur- 'leg, „því að guð má vita, hvemig kosningamar fara“, sagði hann. Foringjar stjórnarandstæðinga óttast það nú sýnilega, að við- leitni þeirra til að ófrægja Fram- sóknarflokkinn fyrir þingrofið og í'jármálastjórnina muni reynast haldlaus í kosningunum, að kjós- endur í hinum dreifðu byggðum landsins muni vera stjórninni þakklátir fyrir að hafa stöðvað framgang leynisamninganna, og að þjóðin muni senda hreinan Framsóknarflokks meirahluta inn á Alþingi þann 12. júní næstkom- anda. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Ásvallagötu 27. Sími 1246. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.