Tíminn - 16.05.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.05.1931, Blaðsíða 2
134 TlMINN ■honum hafi verið nokkur vorkun þó að hann gætti ekki sem bezt verka sinna. Gaman væri að sjá framan í ólaf ef það ætti fyrir honum að liggja að koma í Eyjafjörð og standa augliti til auglitis frammi fyrir samvinnubændunum þar. Hann kann ekki að skammast sín, ef hann getur litið upp á nokkum mann þar um slóðir. Það munu vera fleiri en bændumir í Eyja- fii-ði, sem minnast þessa tiltækis íhaldsforingjans, við kjörborðið í sumar, og launa að makleikum. B. Sk. ----o---- Framsóknarfélag Borgfirðinga hélt aðalfund í fyrradag. I því eru nú félagar úr öllum hreppum Mýra- og Borgarfjarðarsýslna, að Innra-Akraneshreppi einum und- anskildum. Fundurinn var haldinn í Borgamesi og fjölsóttur mjög. Svofelld tillaga var samþykkt rneð 120 samhljóða atkvæðum: „Aðalfundur Framsóknarfélags Borgfirðinga lýsir yfir eindregnu þakklæti og trausti til stjórnar og þingmanna Framsóknarflokks- ins á síðasta þingi fyrir fram- komu þeirra í málum þjóðarinnar og ekki sízt fyrir það að rjúfa þingið og leggja þannig undir dóm þjóðarinnar leynisamninga þa um gjörbreytta kjórdæmaskip- un, er andstöðuflokkarnir höfðu gjört‘;. Þeir Ólafur Thors og Sigurður Eggerz, sem staddir voru á fundi í Borgamesi um sama leyti með nokkrum íhaldsmönnum sendu boð til féiagsstjómarinnar og óslc- uðu eftir almennum kjósenda- fundi um kvöldið. Svaraði fund- urinn þeirri málaleitun með því að samþykkja tillögu frá Jóni bónda í Deildartungu þess efnis, að aðalfundur Framsóknarfélags- ins hefði öðrum s.törfum að gegna, og gæti eigi sinnt fleiru þann dag. I stjórn félagsins voru kosnir: Jón Hannesson bóndi í Deildar- tungu (fonnaður), Vigfús Guð- mundsson bóndi á Bjargi, Bjöm Jakobsson bóndi á Varmalæk, Guðbrandur Sigurðsson bóndi á Hrafnkelsstöðum og Andrés Eyj- ólfsson bóndi í Síðumúla. Frambjóðandi Framsóknar- flokksins í Mýrasýslu, Bjami Ás- geirsson fyi*v. alþm., var mættur á fundinum. Námsskeið Norræna félagsins. Á hverju sumri efnir Norræna félagið til móta og námskeiða, fyrir kennara, stúdenta, skóla-, verzlunar-, og verkafólk o. fl. Námskeiðin standa venjulega yfir frá viku til hálfan mánuð og eru mjög ódýr, og stundum ókeypis með uppihaldi. Er ætlast til með mótum þessum, að þeir, sem ástæðu hafa til og vilja, geti átt kost á að njóta sumaiieyfis síns með fólki, sem hefir lík áhugamál og samtímis fengið ýmsan fróð- leik. Á þann hátt getur sumar- leyfið í einu orðið til mikils gagns og gleði. í sumar heidur félagið 2 nám- skeið í Vennalandi í Svíþjóð, ann- að fyrir skólafólk, frá 3.—13. júlí. Uppihald meðan á náms- skeiðinu stendur, ásamt mörgum skemmtiferðum, er ókeypis. Hitt námsskeiðið er fyrir verkafólk 16.—23. ágúst. Námsskeið þetta er í samráði við Menningarsam- band verkamanna í Svíþjóð. I Noregi eru 2 námsskeið, ann- aðað fyrh' bóksala og starfsmenn bókaverzlana, í Osló og Lölle- hammer frá 2.—II. júlí. Hitt fyrir verzlunai- og bankameim í Osló 7.—15. júní. Þátttakendur verða gestir félagsins. Uppihaid, ásamt mörgum skemmtiferðum, verður því alveg ókeypis. í Danmörku eru 2 námsskeið annað fyrir landbúnaðai'kandi- data og búfræðinga. Verður það haldið í Kaupmarmahöfn og á Hindsgavl, hinni fögru höll fó- lagsins, 4.—14. júni. Hitt er fyrir kennara í dönsku og í öðr- um Norðurlandamálum; haldið á Hindsgavl 19.—30. júií. Umsóknir um þátttöku í náms- skeiðum þessum sendist sem íyrst, í seinasta lagi fyrir 1. júní. Þátttökugjaldið, sem er kr. 12,30 ísl., sendist með umsókn- inni til ritara félagsins. — Allar nánari upplýsingar gefur ritari Norræna félagsins, Guðl. Rósin- kranz, Fjölnisveg 11, Reykjavík. Sími 1237. Prentvilla varð í augl. frá Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað í 34. tbl.; þar stóð að skóla- gjaldið væri 1000 krónur, en átti auðvitað að standa 100 krónur. það tekið fram, að þessi ummæli eru alveg tilhæfulaus . Búnaðarbahki Islands. Páll Eggert ólason.“ „Út af ummælum ólafs Thors í útvarpið í gærkvöldi og dylgjum fleiri Sjálfstæðismanna í ræðu og riti um að Kaupfélag Eyfirðinga hafi fengið 300 þús. kr. lán hjá Búnaðarbanka íslands, vottum við undirritaðir að kaupfélagið hefir ekki fengið einn eyri að láni hjá útbúi bankans á Akur- eyri. - Bernh. Stefánsson útbússtjóri. Brynleifur Tobíasson, gæzlustjóri. Undirskriftirnar staðfestir: Dagbjört Einarsdóttir, símastúlka.“ JÞíngrolið í útiendum blöðum. Morgunblaðið hefh' verið að hælast um, að útlend blöð for- dænFÍ ve; k 'Tryggva Þórhallsso.i- ar þá er hann rauf Alþingi. En hvernig stendur á þessutm um- mælum ýmsra erl. blaða ? Því er þar til að svara, að það eru eingöngu ummæli stjómarand- stæðinga sjálíra. Þetta verður lika mjög skiljanlegt þegar mað- ur veit hvermg þær upplýsingar eru, sem útlendu blöðin hafa fengið héðan. 1 þeim útlendu blöðum, sem ég hefi séð, og hefi ég þó lesið mörg af stærstu Norðurlanda- blöðunum, er skýrt frá atburð- unum hér, um og eftir þingrofið, aðeins frá sjónarmiði stjórnar- andstæðinga. Það sem stjómin og fylgismenn hennar hafa haft fram að bera, er ekki nefnt. Það er ekki að furða, þó einn útlend- ur blaðamaður skrifi og spyrji: „Hvernig er það með þessa skeytafréttastofu ykkar í Reyk- javík?“ Fréttastofumar eiga þó að véra hlutlausar. Annar sendir mér svohljóðandi skeyti: „Sánd upplysningar krisen. Telegram- men uppenbart partiska. Pálit- ligare utlandsnyheter önskvárda“ (Á íslenzku: Send upplýsingar um óeirðimar. Skeytin sýnilega hlugdræg. óskandi að fá áreiðáhr legri nýjungar til útlanda). — Margir blaðamenn, sem eitthvað hekkja hér til hafa og óskað eft- ir að fá sannari fregnir. Svo mikil er heiftin að ein- hliða og villandi skeyti hafa verið send til útlanda. Ætli það hafi verið af um- hyggju fyrir íslandi að „ættjarð- arvinimir" láta ósannindasögur berast út yfir pollinn, eins og t. d. að einn af ráðhermnum hafi vísvitandi gefið falskar skýrslur um efnahag ríkisins, og að það hafi ekki verið minna en 14 milj. króna skuld, sem undan hafi ver- ið dregin. Þá hafa „ættjarðarvinirair“ sagt frá því, að stjómin hafi fals- að landsreikningana til þess að kjósendumir yrðu ekki varir við hve hún hafi eytt miklu. Það er skammarræða Jóns Þorlákssonar eða útdráttur úr henni, sem hef- ir verið send Engum vörnum frá hendi stjómarinnar í þessum málum hefir verið getið. Þannig er nú heiðarleikinn. Þessum og þvílíkum sögum hefir verið sagt frá í útlendu stórblöðunum um þessai- mundir. Halda stjóm- arandstæðingar að svona sögur bæti fyrir um áiit landsins og lánstraust? Það ætti að vera nóg aö dreifa blekkingum út heima iyrir, þó það sé ekki líka gert í útiöndum. Um lagaskýringu Einars Am- órssonar skrifar einn útiendur vísindamaður, og spyr: „hvernig getur prófessor í stjórhiagafræði lánað sig til slíkra hluta. Hvernig er það með heiðarieikaun á íslandi ?“ — Slíkum spurningum er beint til Isiands. Þrátt fyrir þær uppiýsingar, sem héðan hafa borizt um þingrofið, tildrög þess og eftir- köst, hafa þó sumir blaðamenn, sem hér þekkja til, skýrt málin frá báðum hliðum. Þeir hafa sagt frá hatri íhaldsmanna gegn Jón- asi Jónssyni, frá Kleppsmálinu, frá hinu opinbera leyndarmáh, sem þeir kaiia, að tiiraun var gerð af íhaldinu um að koma með vantraust á stjórnina á sjálfri Alþingishátíðinni. Þetta og fleira hafa þeir rætt 1 sam- band til þess að reyna að skýia ástæðuna til heiftarinnar út af þingrofinu. Gl. R. -----o---- Meðmæli 01. Thors Það er kunnara en frá þurfi að segja þeim mönnum, er nokkuð fylgjast með almennum málum hér í landi, að íhaldsmenn fjand- skapast mest og hrópa hæst að þeim vérkum stjómarinnar og Framsóknarmanna sem eru bezt og líklegust til að hafa veruleg og varanleg áhrif meðal þjóðar- innar. Samvinna bændanna — saga og starfshættir Kaupfélags Eyfirð- inga — er einhver þarfasta bók sem út heíir verið gefin á Islandi nýlega. Aldrei hefir máttur samtaka og samvinnu birtzt fyr í svo glæsilegri mynd hér á landi sem í K. E. A. Samvinnuþroski ey- firskra bænda er til fyrirmyndar. Saga félags þeirra er saga mik- illa og góðra viðburða, stórmann- legrar bjartsýni og karlmannlegs áræðis. Slík gæti og orðið saga allra kaupfélaga á landinu ef ekki stæði þroskaleysi og sundurlyndi meðlimanna sjálfra starfsemi þeirra og vexti fyrir þrifum. — En megi nú ekki saga Kaupfé- lags Eyfirðinga vera hinum allt of mörgu áhugalausu og tvíráðu kaupfélaga meðlimum um land allt til vakningar og verulegi-a- hvatningar, þá megnar ekkert að vekja þá. Þeir eru þá ofurseldir samkeppnisandanum og íhalds- umhyggjunni og félagsandi á meðal þeirra á sér enga lífs von. En það þarf varla að gera ráð fyrir að svo fari. Ólafur Thors gaf bókinni sín beztu meðmæli, og þau munu varla gleymast. Vanmáttug heift hans og reiði gegn samviimustefnunni og sjálfsbjargarviðleitni bænda gat ekki komið skýrar í ljós en þeg- ar hann reif bókina í sundur, að þingheimi ásjáanda. Vesalings Ólafur! hann er þegar orðiim frægur að endemum um allt land. Fólska hans og fljótfæmi hleyp- ur jafnan með hann í gönur, þeg- ar hann rekur sig sem áþreifan- legast á vöxt og viðgang sam- vinnustefnunnar. Vera má líka, að honum hafi orðið hugsað til H.f. Kveldúlfur, þegar hann svo áþreifanlega var=- minntur á öfl- ugasta samvinnufélag landsins, og þá rennt grun í, að munur mundi vera á stefnu og starfs- háttum. Mun þá margur mæla að fjandakap, en Framsóknarfl. ætíð fulia nærgætni og samúð, alveg eins og öðrum vinnandi stéttum þessa lands. Og Framsóknarfl. hefir gert mikiu meira fyiir ísl. verkamannastétt heidur en allir „foringjar verkamanna“ til sam- ans. Höfuðfjendur verkamanna eru braskarar og fjársvikalýður- inn í iandinu, sem jafníramt eru aðalmáttarstoðir íhaldsins. Fram- sóknarstjórnin hefir gengið milii bols og höfuðs á svikurunum og hafa þar hvorki hlíft gylitir hnappar, ímyndaðar mannvirðing- ar né stórir fiskstaflar. Þessari baráttu við svindlið er ekki næni því lokið enn, og takist þeim Héðni og Jóni Bald. að lyfta Jóni Þorlákssyni og félögum hans í valdastólinn á ný, þá rís upp ný blómaöld fjárglæfra og svika á íslandi og má þjóðin einkum þakka það „foringjum verka- manna“. Hvað hafa „foringjarnir“ látið verkamönnum í té, sem endur- gjald fyrir það pólitíska vald, sem verkamenn hafa lagt þeim í hendur? Þeir þakka sér togara- vökulögin, en þau eru mest að þakka Jónasi Jónssyni og öðmm Framsóknarmönnum. Þá þakka þeir sér, og það með réttu, að kaup verkamanna hefir hækkað hin síðari ár. Þetta hefir verið aðalmál „foringjanna". Þeir hafa gleymt öllu öðru. Kaupstreitan er þeirra „evangelium", sem alit annað á að lúta fyrir. Nú er það hverjum heilskygnum manni ljóst, að gagnslítið er þó kaupið sé hátt, ef allar nauðsynjai’ stíga að sama skapi. En það er ófrávíkjanleg regla, að óeðlilega hátt kaup. gjald veldur dýrtíð og atvinnu- leysi. Við Framsóknarmenn litum þessvegna svo á að lækkun dýr- tíðarinnar sé einhver veigamesti þátturinn til að skapa hinum vinnandi stéttum sæmileg lífsskil- yrði. Þessvegna álítum við það skyldu okkar að berjast við dýr- tíðina bæði hér í Reykjavík og annarsstaðar á landinu, einkum þó í Reykjavík, því þar er dýr- tíðin mest og afleiðingar hennar ömurlegastar. Hvemig líta „for- ingjar verkamanna“ á baráttuna við dýrtíðina? Þegar Jónas Jóns- son gat um þetta mál í útvarps- ræðu, sem hann hélt nýlega, snú- ast „foringjarnir“ illa við og telja allt tal um dýrtíð og baráttu gegn henni hina mestu fásinnu. Skrifar einn „foringinn“, sem kaliar sig „Proletar“, langa grein í Alþýðu- blaðið 9. þ. m. Kallar ha.nn tillög- ur og viðleitni Fi’amsóknarflokks- ins til að vinna bug á dýrtíðinni skottulækning, og telur engar af tillögum Framsóknarmanna nokk- urs virði. Sjálfur bendir hann ekki á neitt, nema aukna vinnu og hækkað kaup. En slíkt hefir litla þýðingu eins og nú er ástatt um verðlag á framleiðslu- vörum landsmanna. Hinsvegar liggur það í augum uppi, að það er hið mesta nytsemdarverk, ef hægt væri að benda á leiðir til þess að lækka verð á lífsnauð- synjar fólks og það hafa Fram- sóknarmenn gert eins og nú mim sýnt fram á. Einhver allra dýrasta, en um leið algengasta fæðutegund hér í Reykjavík er fiskur, bæði nýr og saltur. Hefir verð á fiski jafnan verið 2—8 sinnum hærra hér í Reykjavík en hægt hefir verið að fá fyrir hann á erlendum mark- aði, og ekki dæmalaust að sumar fisktegundir hafa verið seldar 5—6 sinnum hærra verði en sams- konar fiskur hefir selst fyrir er- lendis. Fyrverandi dómsmálaráð- herra, Jónas Jónsson, tók upp á því snjallræði að láta eitt varð- skipanna veiða, jafnframt því, sem það leit eftir á miðunum. Fiskurinn var svo seldur í bænum fyrir gangverð á útflutningsfiski. Við þetta lækkaði fiskverðið stór- kostlega í bænum, og jafnframt er hér bent á leið til þess að hafa not af varðskipum ríkisiits, jafn- framt því, sem þau annasl strand- vömina. — Engir hafa liaft meira gagn af lækkun fiskverðsins held- ur en verkamenn, sem erfiðast eiga með að framfleyta sér og sínum. En „foringjar verka- manna“ vanþakka. Þá hefir Framsóknarflokkurinn látið rannsaka húsaleiguna hér í Reykjavk og við þá rannsókn kom í ljós að öll húsaleiga í bænum er óhæfilega há. Stjómin lét und- Verkamenn Reykjavikur og dýrtíðín Hvað gera „foringjar verka- manna“? Þegar Alþýðublaðið talar um þá Jón Baldvinsson, Héðinn, Har- ald og Ólaf Friðriksson, kallar það þá ætíð „foringja verka- manna“. Þetta er dálítið skop- legt, þegar þess er gætt, að eng- inn þessara manna er verkamað- ur og enginn þeirra vinnur erfið- isvinnu. Þessir menn hafa tillt sér í valdasess hjá verkamönnum, ekki aðeins í Reykjavík heldur og um allt ísland. Að vísu em „undirforingjai,“ bæði hér og í smærri bæjunum, en þeirra gætir lítið. Þessir áðumefndu menn eru þingmenn verkamannaflokks- ins og ritstjórar. Þeir ráða stefnu flokksins í þjóðmálum og þeir veita móttöku trúnaðarstöðum og vegtillum í skjóli verkamanna, sem standa að baki þeim. Ef um þá næðir kul frá andstæðingum berja þeir sér á brjóst og hrópa til verkamanna: „Fylkið ykkur um foríngja ykkar!“ Allt þetta „foringjahjal" er næsta kátbroslegt. Eðlilegra væri það óneitanlegra, ef þessir menn skoðuðu sig þjóna eða starfsmenn verkamanna. En þegar betur er athugað sambandið milli „for- ingjanna“ og verkamarna, þá er skiljanlegt, að þeir Héðinn, Jón Bald. og hinir, skoði sig „for- ingja“. Það eru sem sé þessir menn, sem hafa haft mest upp úr samtökum verkamannanna, alveg eins og „foringjar" víkinganna á víkingaöldinni. Þeir hafa öðlast það vald, með aðstoð verkamanna, | að þeir geta sem stendur ráðið j því nokkumveginn, hvor flokkur- j inn, Framsóknarfl. eða íhaldið, ; fer með völd í landinu. Þeir hafa sýnt það í verki,að þeim er alveg sama hvort þeir vinna með íhald- inu eða Framsóknarfl.,það sannar bandalag það, sem Héðinn og Jón hafa nú gert við íhaidsflokkinn. Nú væri ekkert við þessu að segja, ef þessir menn, sem sjálf- ir hafa gert sig að „foringjum", hefðu einhverja átillu til að ætla að íhaldið sýndi málefnum verka- manna einhverja liðsemd, en framkoma íhaldsmanna, stefna þeirra og innræti er allt fjand- samlegt verkamönnum og hags- munamálum þeirra. Snúningur Héðins og Jóns er með öllu óskilj- anlegur út frá öðm sjónarmiði en því, að nú álitu þeir sig vera búna að ná hjá Framsóknarfl. öll- um þeim fríðindum fyrir sjálfa sig, sem fáanleg eru, en eiga eft- ir að reyna örlæti íhaldsins. í þágu verkam. var ekki snúizt. Ihaldið hefir ætíð sýnt þeim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.