Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 1
(^)aíbferi og afgvctt>slumctí>ur Címans er Hánnceig þor s t einsöóttir, fcœíjargötu 6 a. XevfjaDÍf. iSjgreibsla í t :n a n s er t £cef jaraötu 6 a. (Dptn öaglega fl. 9—6 Sími 2353 XV. árg. Reykjavík, 23. maí 1931. 42. blað. Frambjóðendur Fratnsóknarflokksins víð kosningarnar 12. júni 1931 Ásgeir Ásgeírsson íyrv. þm. V.-ísaf. Ásgeir er fæddur 13. maí 1894 og er yngstur allra, er sátu á þingi síðasta kjörtímabil. Hami tók stúdentspróf 1912 og em- bættispróf í guðfræði 1915. Síðan dvaldi hann um hríð utanlands, en vann svo í Landsbankanum, en 1918 varð hann kennari við Kennaraskólann, settur fræðslu- ínálastjóri 1926 og og skipaður í það embætti næsta ár. Ritstjóri og útgefandi „Menntamála" frá 1924. Ásgeir var kosinn á þing 1923 í Vestur-Isafjarðarsýslu og end- urkosinn 1927. Hefir hann verið einn hinn mesti atkvæðamaður á Alþingi, og einkum hefir hann gefið sig við fjármálum og menntamálum, enda hefir hann átt sæti í fjárhagsnefnd og menntamálanefnd. Árið 1925 var hann kosinn í milliþinganefnd í bankamálum, og fór þá utan í er- indum þeirrar nefndar, en var jafnframt fulltrúi íslands á nor- rænum kennarafundi og á fundi norrænna þingmanna í Finnlandi. Árið 1930 var Ásgeir kosinn for- seti sameinaðs Alþingis og varð það hans hlutskipti, að hafa aðal- stjórnina á Alþingishátíðinni. Mun flestum vera kunnugt hve prýðilega honum fórst það úr hendi, enda er hann hið mesta glæsimenni. Ásgeir er kvæntur Dóru Þór- hallsdóttur biskups. Kosning Ásgeirs í Vestur-ísa- fjarðarsýslu er alveg viss eins og áður, enda þótt báðii andstæð- ingaflokkarnir leggi allt kapp á að fella hann. Mun Ásgeir njóta trausts og vináttu kjósenda sinna flestum þingmönnum fremur. Benedikt Sveinsson fyrv. þíngm. N.-pini). , Benedikt Sveinsson er fæddur í Húsavík 2. des. 1877. Hann tók stúdentspróf 1901 og fór þá þeg- ar að gefa sig við stjórnmálum. Hann var einn af aðalstofnendum Landvamarflokksins 1903, og síð- an jafnan einn hinn ákveðnasti og ötulasti af foringjum Sjálf- stæðisflokksins, en er sá flokkur leystist upp, gekk Benedikt í Framsóknarflokkinn. Benedikt hefir einkum fengizt við blaðamennsku, ritstörf og bókaútgáfu. Hann var ritstjóri „Ingólfs" 1905—1909 og aftur 1913—1915, „Fjallkonunnar" 1910—1911, hefir gefið út Sturl- ungu og margar íslendingasögur. Var fovseti Þjóðvinafélagsins 1918—1920. Hann var aðstoðar- vörðnr við Landsbókasafnið 1915 —1916 og aftur 1931. Settur bankastj óri við Landsbankann 1918—1921. Auk þessa hefir hann gegnt fjöldamörgum öðrum opinberum störfum. í utanríkis- málanefnd á hann sæti og er þar formaður. Benedikt var kosinn á þing 1908 og hefir jafnan verið endur- kosinn síðan. Hefir enginn núver- andi frambjóðanda setið jafnlengi á þingi, nema Þorleifur Jónsson. Hann var forseti neðri deildar 3920—1930, en annars hefir aðal- starf hans á þingi verið í þágu sjálfstæðismálsins. Er hér ekki rúm til þess að rekja hina löngu þingsögu hans. Hann er kvæntur Guðrúnu Pét- ursdóttur úr Reykjavík. Bergur Jónsson sýslumaður. og heimspekisprófi við háskólann. Árið 1923 lauk hann embættis- prófi í lög'fræði við háskólann. Sama ár varð hann fulltrúi hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Gegndi hann því starfi til 1927, og stundaði seinni árin málaflutn- ingsstörf jafnframt. Haus+tð 19~7 var hann settur sýshimaður í Barðastrandarsýslu. og hefir gegnt embætti þar síðan. Við kosningarnar, sem fram eiga að fram 12. júní n. k., er Bergur sýslumaður frambjóðandi Framsóknarflokksins í Barða- strandarsýslu. Fylgi hans í kjör- dæminu er mikið og kosning hans af flestum talin viss. Umbætur þær, sem hann hefir gjört á em- bættisfærslunni í sýslunni og samvizkusemi hans og dugn- aður í hvívetna hafa þegar aflað honum almennrar virðingar og vinsælda í héraðinu. En það er margra manna mál, að eins og Barðstrendingum þótti mjög skipta um til hins betra um yfir- vald, er Bergur kom þar í hérað- ið, svo muni þeim og þykja góð fulltrúaskiptin á Alþingi eftir kosningarnar. Bergur sýslumaður er annar yngsti frambjóðandi Framsóknai'- flokksins nú, en jafnframt er hann eirm ^eirra ailra álitlegustu. lúuin er írjálslyndur maður í skoðunun:, ræðumaður góður og rnenntur í bezta lagi. Beri Barð- strendingar gæfu til að fela hon- um umboð sitt, sem vísí er talið, mun eigi þeirra hlutur eftir liggja á löggjafarþingi þjóðar- innar, fyrst um sinn. Bernh. Stefánsson fyrv. 2. þm. Eyf. Hann er fæddur 24. sept. 1898. Foreldiar: Sigríður Hjaltadóttir og Jón Jensson háyfirdómari í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík 1919 Hann er fæddur á Þverá í Öxna- dal 8. jan. 1899. Foreldrar: Þor- björg Friðriksdóttir frá Syðra- Gili í Skagafirði og Stefán Bergs- son bóndi á Rauðalæk á Þelamörk Bemhavð lauk prófi við Flens- borgarskólann vorið 1908. Eftir það var hann í 14 ár kennari í öxnadalshreppi. Oddviti Öxna- dalshrepps varð hann 1915, sýslu- nefndarmaður 1922, og kjörinn var hann í stjórn Kaupfélags Ey- firðinga árið 1921. Árið 1923 kusu Eyfirðingar Bernharð á þing ásamt Einari Árnasyni. 1927 var hann endur- kosinn með miklum meirahluta, og nú er þeim frambjóðendum Framsóknarflokksins talin kosn- ingin vís í Eyjafirði. Á Alþingi hefir Bernharð eink- um látið landbúnaðarmálin til sín taka og átt sæti í landbúnaðar- nefnd neðri deildar. Þá hefir hann átt sæti í milliþinganefnd- inni í landbúnaðarmálum, og hef- ir sú nefnd unnið mikið starf og merkilegt. En þó að áhugamál hans séu fyrst og fremst á því sviði hefir hann jafnan haft vak- anda auga á umbótaþörf sjávar- síðunnar í kjördæmi sínu og borið slík mál fram með því harðfylgi, sem honum er lagið. Sumarið 1930, þegar útbú Bún- aðarbankans var stofnað á Akur- eyri var B. St. falin forstaða þess. Bernharð er kvæntur Hrefnu Guðmundsdóttur, hreppstjóra á Þúfnavöllum. r Bjarní Asgeirsson fyrv. þm. Mýramanna. Hann er fæddur á Knararnesi á Mýrum 1. ágúst 1891. Foreldr- ar: Ragnheiður Helgadóttir, bónda í Vogi á Mýrum og Ásgeir Bjaraason bóndi í Knararnesi. Bjami lauk prófi í Verzlunar- skólanum í Reykjavík 1910 og í bændaskólanum á Hvanneyri 1913. Rak hann búskap í Knarar- nesi 1915—'21. Árin 1916—'17 dvaldist hann við landbúnaðar- nám í Noregi og Danmörku. Árið 1921 fór hann að búa á Reykjum í Mosfellssveit og hefir búið þar síðan. Er búskapurinn þar einn hiim myndarlegasti á landinu. Hafa þar verið reist gróður- hús mikil með hverahita og eru þar ræktuð blóm og ýmsar mat- jurtir, sem eigi þrífast hér á landi við venjuleg skilyrði. Á ræktunin á Reykjum ekki sinn líka annarsstaðar á landinu. Árið 1927 kusu Mýramenn Bjama á þing. Hefir hann á þingi einkum beitt sér fyrir- landbúnaðarmálum og átt sæti bæði í landbúnaðarnefnd og fjár- veitinganefnd neðri deildar. 1 ut- anríkismálanefnd hefir hann átt sæti, síðan hún var stofnuð. 1928 var hann á Alþingi kosinn í bankaráð Landsbankans. í ársbyrjun 1930 var hann skipaður bankastjóri við hinn ný- stofnaða búnaðarbanka og hefir gegnt því starfi síðan. Ýms fleiri trúnaðarstörf hefir Bjami haft með höndum. I stjórn Búnaðai félags Islands hefir hann átt sæti og á enn, tvívegis endur- kosinn af Búnaðarþingi. Héima fyrir hefir hann einnig haft opin- ber s^örf með höndum, t. d. í stjóra Mjólkurfélags Reykjavík- ur og sveitarstjórn í Mosfells- sveit. Bjarni er einn af glæsilegustu fulltrúum á Alþingi. Ræðumaður er hann góður og skáldmæltur vel. Hann er kvæntur Ástu Jóns- dóttur, skipstjóra í Reykjavík. Björn H. Jónsson skólastjóri. Björn H. Jónsson skólastjóri, frambjóðandi Framsóknarflokks- ins í Norður-lsafjarðarsýslu, er fæddur á Torfustöðum í Miðfirði 24. júní árið 1888. Foreldrar hans eru Jón bóndi Jónsson og Ólöf Jónasdóttir á Torfustöðum, búa þar enn. Björn ólst upp með foreldrum sínum. Þegar hann var 16 ára gamall innritaðist hann í Fiensborgarskólann og lauk þar námi. Tvítugur fór hann til Dan- merkur, dvaldi þar í 6 ár og lengst af við nám. Stundaði hann nám í Askov og á Friðriksborgar- lýðháskóla. Árin 1914—20 var iiann skólastjóri við barnaskólann í Vestmannaeyjum. Fluttist þá að Hjarðarholti í Dölum og veitti þar forstöðu unglingaskóla um nokkur ár. Þaðan fluttist hann til Isafjarðar, varð kennari við bamaskólann á ísafirði, en skólastjóri við þann skóla varS hann á síðastliðnu ári. Tvímælalaust er Bjöm H. Jóns- son lang álitlegasti frambjóðand- inn í Norður-lsafjarðarsýslu nú við kosningarnar. Hann er glæsi- lega máli farinn og djarfmann- legur í framgöngu, bjartsýnn hugsjónamaður og frjálslyndur í skoðunum. Kvæntur er hann Jónínu Þór- nallsdóttur frá Bakka á Sel- tjarnarnesi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.