Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 139 H&Ildór er óvenjulega skýr maður, harður og einbeittur í hVerju máli, enda er hann með átkvæðamestu mönnum þingsins og er maður, sem íslenzkum bændum er sómi að eiga fyrir fulltrúa, enda er enginn vafi á að Norðmýlingar munu kjósa hann til bingmennsku, ekki aðeins við þær kosningar, er nú fara í hönd, heldur jafnan meðan hann gefur kost á sér til þiagsetu. Halldór er tvíkvæntur. Fyrri kona hans, Björg dóttir Halldórs- bónda Benediktssonar á Skriðu- klaustri lézt 1921. Seinni kona hans er Halldóra Sigfúsdóttir frá Hofströnd í Borgarfirði eystra. Hallgr. Jónasson kennari í Vestmannaeyjum. Hann er fæddur á Fremri Kot- ilm í Skagafirði 30. okt. 1894. Foreldrar: Þórey Magnúsdóttir og Jónas Hallgrímsson bóndi í Fremri Kotum. Hallgrímur stundaði nám í Kennaraskólanum og lauk prófi þaðan vorið 1920. Eftir það var hann nokkurntíma við nám í Dan- mörku, fyrst á Kennaraháskólan- um og síðar á Askov og víðar. Árið '1921 varð hann kennari við barnaskólann í Vestmanna- eyjum og hefir gegnt því starfi síðan. Ennfremur hefir hann átt sæti í skólanefnd og verið bóka- vörður bæjarbókasafnsins lengst af síðan hann kom til eyjanna. Hefir ennfremur haft á hendi sem aukastarf, kennslu við ung- lingaslíólann þar. Nú við kosningarnai' er hann frambjóðandi Framsóknarflokks- ins í Vestmannaeyjum. Hallgiímur er vel gefinn mað- ur, víðsýnn og frjálslyndur í þjóðmálum. En eins og að líkum má ráða, eru uppeldismálin eitt hans aðaláhugaefni. Væri skólum landsins mikill fengur að því, að hann fengi aðstöðu til að neyta áhrifa sinna á Alþingi. Hann er kvæntur Elísabetu Ingvarsdóttur frá Akureyri. Hannes Jónsson fyrv. þm. V. Hún. Hannes Jónsson er fæddur í Þórormstungu í Vatnsdal 17. nóv. 1893, yngstur þingmanna, síðasta kjörtímabil, næst Ásgeiri Ásgeirs- syni. Stundaði nám við Gagn- fræðaskólann á Akureyri og við Samvinnuskólann. Var forstöðu- maður fyrir sláturhúsi Austur- Húnvetninga á Blönduósi 1919 og gegndi því starfi til 1922 er hann tók við forstöðu fyrir kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, er hann síð- an hefir haft á hendi. Hannes var kosinn á þing 1927, eftir harða kosningabaráttu, er sýndi að hann var kappsamur og fylginn sér, enda hefir kapp og dugnaður einlvennt starf hans á Alþingi. Hann gengur ótrauður til bardaga, og er maður orðheppinn og rökfastur, og einn af betri þingmönnum í orðadeilum. Heima í héraði er hann mikils metinn fyrir dugnað sinn í opinberum málum. Fjármálin hefir Hannes látið mjög til sín taka, og gætinn mjög í þeim efnum. í gengismálinu hefirhann verið einn af eindregn- ustu stuðningsmönnum þess, að öryggi væri tryggt í viðskiptum með festingu krónunnar. Andstæðingar Hannesar leggja mikið kapp á að bola honum frá þingmennnsku. Er það konum til lofs. En þótt bæði íhaldsmenn og jafnaðarmenn hafi menn í kjöri í Vestur-Húnavatnssýslu, þá mun það e kki stoða. Hannes vinnur sigur við kosningarnar. Hann er kvæntur Hólmfríði Jónsdóttur frá Hólmavík á Tjör- nesi. HanneK Jónsson dýralækuir Hann er iæddur að Hvarfi í Bái'ðardal 8. sept. 1882. Foreldr- ar: Helga Jónsdóttir bónda á Eyjadalsá Ingjaldssonar og Jón hreppstjóri Sigui'geirsson, Jóns- sonar prests í Reykjahlíð. Eru afkomendur sr. Jóns fjölmennir í Þingeyjarsýslu og kenndir við Reykjahlíð. En móðir Hannesar og Stephan G. iStephansson skáld voru systkinabörn. Hannes stundaði fyrst nám í Möðruvallaskóla. Eftir það dvaldi hann um hríð á lýðháskólanum í Askov. Þvínæst stundaði hann nám á landbúnaðarhaskólanum í Khöfn og lauk þar prófi í dýra- læknisfræði, með lofsamlegum vitnisburði. Vann hann sér hvar- vetna álit sökum glæsilegra hæfi- leika. Stundaði hann, að námi loknu, um hríð, dýralæknisstörf í Svíþjóð, og stóðu honum þá marg'ir vegir opnir til embætta eiiendis, en þó kaus hann fremur heim að hverfa. Eftir að Hannes kom til ls- lands aftur, tók haxm við dýra- læknisstörfum á Vesturlandi og hafði aðsetur í Stykkishólmi. En 1928 var honum veitt dýralæknis- embættið i Reykjavík og hefir hann gegnt því síðan. Hin síðari árin hefir Hannes, auk embættisstarfans, gegnt ýmsum ábyrgðarstörfum og gefið sig mikið að opinberum málum. 1928 var hann skipaður í ríkis- gjaldanefndina, ásamt Birni Bjarnarsyni hreppstjóra í Graf- arholti og Haraldi Guðmunds- syni þáv. alþm. og leysti sú nefnd af hendi mikið starf og merkilegt, sem sjá má af skýrsl- um hennar og tillögum, er út hafa veríð gefnar. M. a. lagði nefndin til, að byggð yrði sjálf- virk símastöð fyrir Reykjavík og Hafnarfjörð, til þess að spai'a hið mikla starfsmannahald sem nú er við símaafgreiðslu þar. Er það verk nú langt á veg komið. Þá hefir hann átt sæti í skóla- nefnd Gagnfræðaskóla Reykja- víkur. Snæfellingum hefir Hannes jafnan reynst haukur í homi, síðan hann fluttist til Rvíkur, og hafa þeir eigi átt annan tals- mann öruggari til að hrinda á- fram framfaramálum héraðsins hjá stjórnarvöldum landsins, þó að eigi hafi hann enn farið með umboð þeirra á Alþingi. Hannes er víðsýnn og vel að sér í þjóðmálum, svo að fáir komast þar til jafns við hann. Má fullyrða, að enginn frambjóð- andi nú við kosningarnar hafi aflað séi' gleggi’a yfirlits og stað- betri þekkingar á fjármálum rík- isins en hann. Ræðumaður er hann ágætur, fylginn sér og læt- ur hvergi sinn hlut. Væri Fram- sóknarflokknum mikill fengur að honum sem liðsmanni á þingi og hverju kjördæmi sómi að slíkum fulltrúa. Við kosningamar 1927 var Hannes í kjöri í Snæfellsness- og Ilnappadalssýslu af hálfu Fram- sóknarflokksins. Var sú kosning litt undirbúin af hálfu flokksins, enda framboðið seint ráðið. Þó fékk Hannes þá þegar mikið fylgi í sýslunni. Nú gefur hann kost á sér í annað sinn, og er enginn vafi á því, að fylgi hans hefir stórlega aukizt á síðasta kjör- tímabili. Hannes er kvæntur Júlíönu Jóiisdóttur frá Stykkishólmi. Helgí Briem bankastjóri. Helgi Briem balikastjóri er fæddur á Akureyri 18. júní 1902, sonur Páls Briem amtmanns og Álfheiðar Helgadóttur lektors Hálfdánarsonar. Tók hann stúd- entspróf vorið 1921, las síðan hagfræði við ýmsa háskóla er- lendis og lauk prófi í þeirri grein 1928. Á námsárum sínum hlaut hann verðlaun úr sjóði Jóns Sig- urðssonar fyrir ritgerð sögulegs efnis. Að loknu námi kom Helgí heim og hlóðst brátt störfum. Hefir hann á hverjum vetri haft á hendi hagfræðikennslu við Sam- vinnuskólann. Sumarið 1928 starf- aði hann að endurskoðun hjá sýslumönnum og bæjarfógetum og sat síðan í nefnd, er skipuð var til að gera tillögur um endurbæt- ur á bókhaldi þeirra. Reiknings- hald sýslumanna var þá víða í megnasta ólagi og eftirlitslaust að mestu, en af starfi þessarar nefndar hefir leitt, að fullkomið skipulag og nákvæmt eftirlit ríkir nú í þessum efnum, og á Helgi Briem hvað mestan þátt í því. En Reykvíkingum er H. Briem kunnastur fyrir afrek sín í skattamálum. Var hann um tíma aðstoðarmaður hjá milliþinga- nefndinni í skattamálum og í árs- byrjun 1929 var hann skipaður skattstjóri í Reykjavík, og gegndi hann því starfi unz hann varð bankastjóri við Útvegsbankann, er hann var stofnaður vorið 1930. Er ekki ofmælt, að Helgi Briem hafi valdið straumhvörfum 1 l'ramkvæmd skattalaganna í Reykjavik, svo mjög breyttust til batnaðar framtöl manna fyrir að- gerðir hinna nýju skattstjóra. Sem formaður niðurjöfnunar- nefndar beitti hann sér fyrir rétt- látari útsvarsálagningu á bæjar- búa, þar sem áður ríkti hið mesta handahóf og ósamræmi. í þessari viðureign sinni við skattsvikin og skilningsleysi manna á rétt- mæti þessara umbóta, færði Helgi Briem höfuðstaðarbúum heim sanninn um, að hann var gæddur óvenjulegum áhuga og réttsýni og skorti ekki einurð til að fylgja því fram, er hann hugði rétt vera. En slíkra eiginleika er víðar þörf en í framkvæmd skattalaganna, og hvergi frekar en á Alþingi. Fáir eru þeir frambjóðendur við þesssar þingkosningar, er betur uppfylla þær kröfur, sem gera verður til góðs þingmanns, heldur en Helgi Briem fyrir sakir með- fæddra hæfileika og hagnýtrar þekkingar. Er það og almælt, að Framsóknarflokknum hafi tekist giftusamlega valið, er hann í fyrsta sinn hefir mann í þing- manns í höfuðstað landsins. Helgi er kvæntur, og er kona hans af enskum ættum. Helgi Briem er nú í 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík. Hann er yngsti fram- bjóðandi flokksins við þessar kosningar. Ingólfur Bjarnarson fyrv. þm. S.-þing. Hann er fæddur í Haga í Gnúp- verjahreppi í Ámessýslu 6. nóv. 1874. Foreldrar: Ingibjörg Jóns- dóttir bónda á Fornastöðum og Bjöm Guðmundsson bónda á Fagranesi í Suður-Þingeyjar- sýslu. Ingólfur lauk prófi við Möðru- vallaskóla vorið 1892. Eftir það fékkst hann nokkur ár við kennslu og verzlunarstörf. Síðar var hann um nokkurt skeið skrif- ari hjá bæjarfógetanum á Akur- eyri og gegndi þá stundum em- bættinu á eigin ábyrgð í forföll- um bæjarfógeta. Árið 1905 byrj- aði hann búskap i Fjósatungu í Fnjóskadal og hefir búið þar síðan. I hreppsnefnd og sýslu- nefnd hefir hann setið árum sam- an og verið hreppstjóri síðan 1907. Árið 1906 varð hann for- maður og framkvæmdastjóri Kaupfélags Svalbarðseyrar og hefir verið það síðan. 1919 var hann kosinn í stjórn Sambands ísl. samvinnufélaga, og síðan Öl- afur Briem lézt, 1925, hefir hann verið formaður Sambandsins. Eftir lát Péturs Jónssonar frá Gautlöndum, 1922, var Ingólfur kosinn þingmaður Suður-Þingey- inga. 1923 og 1927 var hann end- urkosinn með yfirgnæfanda meirahluta atkvæða. Síðan Ingólfur kom á þing hefir hann lengst af átt sæti í fjárveitinganefnd neðri deildar og verið framsögumaður fyrra hluta fjárlaganna hin síðari árin. Á síðasta þingi var hann kjör- inn fyrri varaforseti neðri deild- ar. Ingólfur er kvæntur Guðbjörgu Guðmundsdóttur bónda í Fjósa- tungu. Ingvar Pálmason lyrv. 2. þm. S.-Múl. Ingvar er fæddur á Litla-Búr- felli í Svínadal í Húnavatns- sýslu 26. júlí 1873. Voru foreldr- ar hans Pálmi Sigurðsson bóndi á Litla-Búrfelli og kona hans, Guðrún Sveinsdóttir frá Þor- brandsstöðum. Skömmu fyrir aldamótin fluttist Ingvar austur á Norðfjörð og þar hefir hann dvalið síðan. 1896 byrjaði hann að reka þar útgerð, en 1906 hóf hann búskap á Ekru í Norðfirði og hefir búið þar síðan. Á þess- um tíma hefir Norðfjörður orðið blómlegasta kauptún á Aust- fjörðum og er ekki vafi á því, að mikið af viðgangi sínum á bær- inn Ingvari að þakka. Frá því á unga aldri hefir Ing- var gegnt ýmsum opinberum störfum fyrir sveit sína og hérað. Hreppsnefndarmaður hefir hann verið síðan um aldamót og oddviti um langt skeið, sýslunefndannað- ur yfir tvo áratugi, í stjórn Sparisjóðs Norðfjarðar frá stofn- un hans og formaður íshúsfélags Norðfjarðar frá 1922. Forseti fjórðungsþings Fiskifélags ls- lands í Austfirðingafjórðungi var hann frá 1917—1923 og þannig mætti lengi telja. 1928 og 1929 var hann framkvæmdastjóri hjá Síldareinkasölu Islands. Á Alþingi hefir Ingvar setið tvö síðastliðin kjörtímabil, öll ár- in í efri deild. Hefir hann reynst einhver allra nýtasti þingmaður og einn atkvæðamesti þingbóndi Framsóknarflokksins. Hann hefir átt sæti í þýðingarmiklum nefnd- um og haft forgöngu og framsögu fjölda mála, enda er hann vel máli farinn og fylginn sér, og þó manna prúðastur. Einlcum hefir hann látið til sín taka sjávar- útveg og fjárhagsmál. Bindindis- málið á hauk í horni, þar sem hann er. Er þess að vænta, að Ingvar njóti sama trausts nú hjá Sunnmýlingum og við undanfar- andi kosningar, enda eiga þeir ekki völ neins þess fulltrúa, er fylla myndi skarð hans á Alþingi. Ingvar er kvæntur Margréti Finnsdóttur frá Tungu í Fá- skrúðsfirði. Jcnas Jónsson íyrv. ráðberra. Jónas Jónsson er fæddur 1. maí 1885. Ilann stundaði nám við Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þar prófi vorið 1905. Stundaði síðan nám við ýmsa skóla erlend- is, meðal annars við Ruskin College í Oxford. 1909 kom hann heim og varð kennari við Kenn- araskólann í Reykjavík, en lét af því starfi 1919. En það ár varð hann skólastjóri Samvinnuskól-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.