Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 4
140 TIMINN ans og g-egndi því starfi til hausts 1927, er hann tók sæti í ráðu- neyti Framsóknai-flokksins. — Hann varð landkjörinn þingmað- ur 1922 og síðan. Hefir átt sæti í lögjafnaðarnefndinni síðan 1926. Dóms- og kirkjumálaráðherra 1927—1980. Jónas Jónsson er þjóðkunnur maður vegna stjórnmálastarfsemi sinnar og margvíslegra rítstarfa. Höfuðáhugamál hans hafa jafnan verið menntamálin og hefir hann átt meiri þátt í því að hrinda í framkvæmd margvíslegum umbót- um og nýjungum í skólamálum þjóðarinnar en nokkur annar maður. Jafnframt hefir hann unn- ið mikið og gott starf fyrir sam- vinnuhreyfinguna. Og fá munu þau þjóðþrifamál vera, er á baugi hafa verið með þjóð vorri tvo síðustu áratugi, sem hann hefir ekki veitt lið og átt drjúg- an þátt í að bera fram til sigurs. Hann er kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur frá Granastöðum í Suður-Þingeyjarsýslu. J. J. er í 2. sæti á framboðs- lista Framsóknarflokksins í Rvik nú við kosningarnar. Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri. Hann er fæddur á Helgastöðum í Reykjadal í Suður-Þingeyjar- sýslu 22. jan. 1885. Foreldrar: Þóra Hálfdánardóttir og Þorberg- ur Ilallgrímsson bóndi á Helga- stöðum. Hann lauk prófi við Gagnfræða- skólann á Akureyri vorið 1909. Næsta ár sigldi hann til Vestur- heims og dvaldi þar 6 ár. Árið 1920 — í aprílmánuði — tók hann við ritstjórn Dags á Akureyri. Því starfi gegndi hann þangað til í septembermánuði 1927, er hann fluttist hingað suður og tók við ritstjórn Tírnans af Tryggva Þórhallssyni. En um næstsíðustu áramót var hann settur útvarps- stjóri og lét þá jafnframt af rit- stjórninni. Af ritstörfum sínurn er Jónas Þorbergsson löngu þjóðkunnur maður.Enginn þeirra manna, sem við blaðamennsku hafa fengizt hér á landi, á yfir beittara penna að ráða en hann. Það er almermt viðurkennt, að Jónas Þorbergsson sé nreðal þeirra, sem fegurst og þróttmest rita nú á íslenzka tungu. Eins og af hkum má ráða hefir J. Þ. í 10 ára pólitísku ritstjóra- starfi aflað sér slíkrar þekkingar um þjóðmálin, sem frekast verð- ur á kosið. Að því leyti er aðstaða hans til þátttöku í löggjafarstarf- inu nú, hliðstæð aðstöðu hinna reyndustu þingmanna. Samvinnumálin eru kærasta áhugaefni hans. Náið samstarf við glæsilegasta samvinnufélagið í landinu, hefir gefið honum óbil- andi trú á mátt samvinnustefn- unnar til lausnar á erfiðustu við- fangsefnum þjóðfélagsins. En J. Þ. á líka ýms áhugamál, sem eru utan við hin venjulegu deiluefni stj ómmálanna. Á bók- menntir er hann smekkmaður með afbrigðum, og er það margra manna mál, að hann myndi hafa verið líklegur til mikilla afreka á sviði listarinnar eigi síður en á þeim vettvangi, sem hann hefir valið sér. Alstaðar þar sem J. Þ. hefir •komið við sögu opinberra mála, hefir hann reynst liðsmaður í röskasta lagi. Þannig var hann t. d. einn af öruggustu hvatamönn- um þess, að Kristneshælið var reist noiðanlands, í því héraði, þar sem grimmilegastur var hei*n- aður „hvíta dauðans“. í kirkjumálanefndinni átti hann sæti sl. ár. Ef Dalamenn kjósa Jónas Þor- bergsson á þing 12. júní n. k., hafa þeir éignast þann fulltrúa, sem eigi er líklegur til að láta lilut þeirra manna eftir liggja, sem falið hafa honum umboð sitt. Jónas er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þorbjörg frá Arn- arvatni Jónsdóttir Þorsteinsson- ar. Síðari kona hans er Sigurlaug M. Jónasdóttir frá Uppsölum í Skagafirði. Jör. Brynjólfsson fyrv. 1. þm. Árn. Jörundui' er fæddur 22. febr. 1885 á Starmýri í Álptafirði. Hann stundaði nám við kennara- skólann og var svo í nokkur ár kennari í Reykjavík. Lét hann fljótt mikið til sín taka um op- inber mál og 1916 var hann kos- inn á þing í höfuðstaðnum, með fleiri atkvæðum en dæmi voru til áðui. Fannst mönnum mikið til um það, en það koma líka fljótt í ljós, að hér var maður á ferðinni, er mikið kvað að. Nokkru síðar fluttist Jörundur burt úr Reykjavík og fór að búa i Múla í Biskupstungum. Nokkni seinna fluttist hanri að Skálholti og hefir búið þar síðan. Jörundur leitaði því ekki endurkosningar í Reykjavík, en síðan 1928 hefir hann setið á þingi sem fulltrúi Árnesinga. Hann var í nokkur ár endui skoðunarmaður lands- reikninganna, en síðan 1927 hef- ii hann átt sæti í milliþinganefnd i landbúnaðarmálum, á síðustu þingum var hann varaforseti neðri deildar, en í vetur var hann kosinn forseti deildarinnar. Jörundur er mikill atkvæða- maður á þingi. Vel máli farinn, og sómir sér vel í forsetastól, kappsamur og fylginn sér í hverju máli. Hann hefir tekið rnikinn þátt í héraðsmálum, sveitarstjórn og kaupfélagsmál- um og nýtur almenns trausts og virðingar héraðsbúa og allir vita, að hann verður framvegis 1. þingmaður Árnesinga. Jörundur er kvæntur Þjóð- björgu Þórðardóttur trésmiðs í Reykjavík. Dr. Kr. Guðmundss. kennari á Akureyri. Dr. Kristinn Guðmundsson, f ramb j óðandi Framsóknarflokks- ins í Akureyrarkaupstað, er fædd- ur í Króki á Rauðasandi í Barða- strandarsýslu 14. okt. 1897. For- eldrar: Guðrún Einarsdóttir og Guðmundur bóndi Sigfreðsson. Dr. Kristinn lauk stúdentsprófi við menntaskólann í Reykjavík voriC 1920 og heimspekisprófi við háskólann. Eftir það byrjaði hann á lögfræðinámi, en hvarf frá því og tók að leggja stund á hagfræði við háskólann í Kiel á Þýzkalandi. Doktorsprófi í hagfræði lauk hann árið 1926. Eftir að dr. Kristinn kom heim til Islands aftur stundaði hann verzlunarstörf o. fl. í Reykjavík. En haustið 1929 fluttist hann til Akureyrar og hefir síðan haft á hendi kennslu í þýzku við mennta- skólann þar. Sumarið 1930 hafði hann ásamt íleirum með höndum endurskoðun á embættisrekstri og bókfærslu hjá sýslumönnum landsins. Síð- astliðinn vetur átti hann sæti í skattanefnd í Akureyrarkaupstað. Jafnframt kennslustarfinu rek- ur dr. Kristinn búskap í Iáig- roannshlið í Eyjafirði, og eru i'oieldrai' lians þar til heimilis, hjá syni sínum. Konu á hann af ] ýzkum ættum. Hann er mjög álitlegt þing- mauiisifni, þó eigi hafi liann gef- ið sig mikið opinberlega við stjófnmálum hingað til. Má af honum mikils vænta, þar sem saman faia ágætis hæfileikar og sérnárn í þeirri vísindagrein, sem næst stendur þjóðmálastarfinu. Færi óneitanlega vel á því, að menntaskólinn nýi legði nú til þingmanninn í höfuðstað Norður- lands. Lárus Helgason fyrv. þm. V.-Skapt. Lárus bóndi á Kirkjubæjar- klaustri er fæddur 8. ágúst 1873 á Fossi á Síðu. Hann byrjaði búskap 1901, en síðan 1905 hefir hann búið á Kirkjubæjarklaustri og er heimili hans þjóðfrægt fyrir gestrisni og rausn. Enda er Lárus einn hinn merkasti hér- aðshöfðingi í bændastétt íslands. Hann hefir verið forvígismaður sýslunga sinna í nálega öllum velferðar- og hagsmunamálum héraðsins. Hann hefir verið for- maður kaupfélags Vestur-Skapt- fellinga síðan 1911, í stjórn Slát- urfélags Suðurlands um langt árabil, og útbússtjóri félagsins eftir að slátrun hófst í Vík. Hann hefir verið formaður hluta- félagsins ,,Skaptfellingur“ frá upphafi, og eru samgöngur Skaptfellinga við Reykjavík sjó- leiðina honum mest að þakka. Yfirleitt má segja, að flestar góðar tillögur um samgöngubæt- ur í Skaptafellssýslu, séu frá Lárusi komnar, og hann hefir líka haft hug og dug til þess að berjast fyrir þeim. Lárus var fyrst kosinn á þing við aukakosningu 1922, en árið eftir féll hann, og vakti það mikla undrun víða um land. En Skaptfellingar hefndu þess við æstu kosningar og kusu Lárus aptur, og það er enginn vafi á því, að hann mun halda velli við kosningar þær er í hönd fara. Annað sæmdi heldur ekki Skapt- fellingum. Lárus er kvæntur Elínu Sigurð- ardóttur frá Breiðabólstað á Síðu. Magnús Torfason fyrv. 2. þm. Árn. Hann er fæddur í Reykjavík 12. maí 1868. Foreldrar: Jóhanna Jóhannsdóttir verzlunarstjóra í Vestmannaeyjum og Torfi bók- haldari Magnússon prests í Ey- vindarhólum. Magnús Torfason lauk stúdents- prófi 1889 og embættisprófi í lög- fræði við Hafnarháskóla 1894. Sama ár varð hann sýslumaður í Rangárvallasýslu. 1904 varð hann sýslumaður í Isafjarðarsýslu og gegndi því embætti ásamt bæjar- fógetaembættinu í Isafjarðar- kaupstað til 1921, er hann varð sýslumaður í Árnessýslu, en því embætti hefir hann gegnt síðan. Á hann nú að baki lengstan embættisaldur allra sýslumanna á íslandi. Árið 1901 var M. T. kjörinn á þing í Rangárvallasýslu og 1916 i Ísaíjarðarkaupstað. 1923 kusu Árnesingar hann á þing og 1927 var hann endurkosinn. Árin 1927—29 var hann forseti sam- einaðs Alþingis. Áður en hin nýja flokkaskipt- ing hófst var M. T. jafnan í flokki Sjálfstæðismanna og í hópi þeirra, er kröfuharðastir voru fyrir hönd Islendinga. Greiddi m. a. atkvæði gegn sambandslaga- samningnum 1918. Á hinum langa embættisferli sínum hefir M. T. jafnan verið skörulegur og réttlátur valdsmað- ur og glöggskygn á umbætur á lífskjörum almennings. Hin frjáls- lynda lífsskoðun hefir eigi horfið honum með aldrinum. Árnesing- um hefir hann reynzt gott yfir- vald og tryggur umboðsmaður á Alþingi, og m. a. gengið að því með miklum dugroaði að rétta við fjárhag sýslunnar. Vafalaust verður hann nú endurkosinn. Hann var kvæntur Camillu Stefánsdóttur sýslumanns Bjarn- arsonar, en hún er nú látin. Páll Hermannsson íyrv. 2. þni. N.-Múl. Hann er fæddur á Þorgerðar- stöðum í Fljótshlíð 28. apr. 1880. Foreldrar: Soffía Guðbrandsdótt- ir og Hermann Jónsson bónda í Firði í Mjóafirði. Árið 1909, að loknu námi í Möðruvallaskóla, lor Páll að búa á Vífilsstöðum í Hróarstungu og bjó þar til 1923, er hann fluttist að skólasetrinu Eiðum og tók við bústjóm þar. Heima í héraði hefir Páll gegnt mörgum trúnaðarstörfum. Hann heíir verið hreppsnefndaroddviti, sýslunefndatmaður, átt sæti 1 stjórn Búnaðarsambands Austur- lands og Kaupfélags Héraðsbúa og verið fulltrúi þess á aðalfundi S. I. S. Norðmýlingar kusu Pál á þing árið 1927. Hefir hann átt sæti í efri deild og reynst hinn nýtasti maður. Hefir hann verið kjörinn í fjárveitinganefnd deildarinnar og framsögumaður þeirrar nefndar. Ber það vott um mikið traust til þingmanns á fyrsta kjörtímabili. Hann er eindreginn samvinnu- maður og ötull forvígismaður landbúnaðarins. Páll er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Þórey Eiríksdóttir frá Bót en er nú látin. Síðari kona hans er Dagbjört Gnðjónsdóttir fiá Saurum í Helgafei'.'sveit. Pálmí Loftsson útajörðarstjóri. Ilann er kunnur af niargra ára starfi við siglingar á skipum Eim- skipafélagsins og víðar. Hann er fæddur 17. sept. 1894. Lauk stýri- mannsprófi vorið 1913, fór utan í árslok 1914 og var þá tvö næstu árin í siglingum víða um heim. Árið 1917 varð hann 1. stýrimað- uá „Sterling“, en síðan var hann i þjónustu Einmskipafélags- ins, ýmist sem 1. stýrimaður eða skipstjóri fram til ársins 1928, lengst á „Goðafossi“. Um vorið 1929 er Þórólfur Beck lézt tók Pálmi við skipstjórn Esju þangað til í október s. á. En um það leyti var sameinuð útgjörð rikissldp- anna, sem áður hafði verið í ýmsra höndum, og var Pálmi ráð- inn forstjóri hennar og hefir síð- an gegnt því starfi. — I for- stjórastarfinu hefir Pálmi reynzt hinn nýtasti maður, ötull, gætinn og samvizkusamur. Ilann var kvæntur Guðríði Vil- hjálmsdóttur úr Reykjavík, en hún er látin fyrir nokkrum ár- um, og hefir hann eigi kvænst aftur. Pálmi Loftsson er í 4. sæti á framboðslista Framsóknarflokks- ins í Reykjavík nú við kosning- arnar. -----o----- Frambjóöendur Framsóknarflokks- ins eru alls 34 nú við kosningarnar, fleíri en nokkru sinni áður. Flokkur- inn liefir nú í fyrsta sinn við al- þingiskosningar menn i kjóri í Reykjavík, Akureyri, Vestmannaeyj- um og Norður-ísafjarðarsýslu. Við kosningarnar 9. júlí 1927 voru alls 27 frambjóðendur í kjöri af Iiállu flokksins. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson, Ásvallagötu 27. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.