Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 1
©falbferi
og afgrctosluma&ur Címans er
Kannpetg £>orsteins6ótttr,
Sœfjanjötu 6 a. HeyfjaDtf.
^.fgcetbsía
Cimans er í £œf jara,ötu 6 a.
(Dpin baaleaa fl. 9—6
Símt 2355
XV. árg.
Reykjavík, 23. maí 1931.
43. blaS.
Framhjóðendur Framsóknarflokksíns
víð kosningarnar 12. júní 1931
PállJZophoniasson
ráðunautur í búfjárrækL
Páll Zophoniasson er fæddur í
Viðvík í Skagafirði 18. nóv. 1886.
Foreldrar hans voru Jóhanna
Jónsdóttir, Péturssonar háyfir-
dómara og Zophonias Halldórsson
prófastur í Viðvík.
16 áva fór Páll í Hólaskóla.
Eftir það var hann hjá Rækt-
unarfélagi Norðurlands, en sigldi
síðan til Danmerkur, og stundaði
þar nám, meðal annars við Land-
búnaðarháskólann í Kaupmanna-
höfn. Þaðan tók hann próf 1910.
1910 kom hann upp aftur, og
gerðist þá þegar kennari á Hvann-
eyri. Árið 1912 kvæntist hann
Guðrúnu Hannesdóttur frá Deild-
artungu. Fyrri ár sín á Hvann-
eyri var Páll stöðugt á leiðbein-
ingaferðalagi á sumrum, ýmist
fyrir Búnaðarfélag íslands, Rækt-
unarfélag Norðanlands, Búnaðar-
samband Suðurlands eða Búnað-
arsamband Borgarfjarðar.
1914 fóru þau hjón að búa á
Kletti í Reykholtsdal, og þar
bjuggu þau samhliða því, er haim
kenndi á Hvanneyri, þar til 1920,
að Páll tók að sér skólastjóm á
Hólum eftir áeggjan Jóns fyrv.
alþm. á Reynistað og Jóns sál.
Magnússonar ráðherra.
Á Hólum var Páll skólastjóri til
1928, að hann eftir ósk. stjórnar
Búnaðarfélags Islands, tók við
ráðunautsstöðu í búfjárrækt hjá
félaginu.
Þrjú fyrstu árin á Hólum, hafði
Páll búið á leigu. Fyrir missætti
milli hans og ráðuneytisins, sagði
hann búinu lausu 1923. Var það
þá leigt öðrum. 1928 tók hann við
því aftur eftir ítrekaðri ósk
Magnúsar Guðmundssonar, sem
þá var ráðherra. Jón Sigurðsson
á Reynistað var alltaf eftirlits-
maður búsins. Lofar hann mjög
búskap Páls á Hólum, og kemur
það berlegast fram í úttektar-
gjörðum og bréfum hans til
stjórnarráðsins.
Þegar Páll fluttist alfarinn frá
Hólum 1928, lögðu þeir Jón á
Reynistað og Sigurður Björnsson
á Veðramóti til að honum yrði
greitt fyrir þær jarðabætur, sem
hann hafði gert fram yfir það,
er nam eftirgjaldi eftir jörð og
bú, rúml. 3 þús., og bæta svo við
meða) annars: „Því viðskilnaður
hans er að okkar dómi mjög góð-
ur".
Um tíma var Páll ritstjóri og
meðeigandi að mánaðarritinu
Frey, og eftir hann liggur mikið
af ritgerðum, mest um búnað og
búfræði, bæði í blöðum og tíma-
ritum.
Nú av Páll Zophoniasson, ásamt
sr. Sveinbirni Högnasyni, fram-
bjóðandi Framsóknarflokksins í
Rangárvallasýslu. Þekking hans
og áhugi á málum bændanna, og
störf hans í þeirra þágu, eru
trygging þess, að hann verði
þeim góður fulltrúi á Alþingi.
Steingr. Steinþórsson
skólastióri.
Hann er fæddur á Litlu Strönd
í Mývatnssveit 12. febr. 1893.
Foreldrar: Sigrún Jónsdóttir
skálds Hinrikssonar og Steinþór
Björnsson bóndi á Litlu Strönd.
Hann lauk prófi við bændaskól-
ann á Hvanneyri vorið 1919. Fór
þvínæst utan og stundaði nám
við landbúnaðarháskólann í Kaup-
mannahöfn og lauk prófi þaðan
1924. Sama ár varð hann kennari
við bændaskólann á Hvanneyri
og gegndi því starfi til 1928. Það
ár var hann settur skólastjóri við
bændaskólann á Hólum, er Páll
Zophoníasson ráðunautur lét af
því starfi.
Það væri án efa mikill feng-
ur skagfirzkum bændum að eign-
ast bændaskólastjórann á Hólum
sem fulltrúa á Alþingi. Enginn
myndi málum bændanna hollari
en hann, eða, sökum þekkingar
og áhuga, betur til þess fallinn að
gæta hagsmuna landbúnaðarins.
1 þjóðmálunum hefir hann jafn-
an fylgst vel með tíðindum, og
verið framarlega í flokki sínum í
héraði. Með komu hans á Alþingi
myndi hinum gætnu, víðsýnu um-
bótamönnum bætast góður liðs-
auki. Ræðumaður er hann ágæt-
ur.
Hann er kvæntur Theodóru
Sigurðardóttur úr Reykjavík.
Tveir af bræðrum frá Litlu
Strönd eru nú í kjöri við þessar
kosningar: Steingrímur skóla-
stjóri, í Skagafjarðarsýslu, og
Þórir bóndi á Litlu Strönd, í
Borgarf jarðarsýslu. Báðir eru
þeir glæsilegir til forystu, báðir
Framsóknarmenn. Þriðji bróðir-
inn, iSigurður, veitir forstöðu
stærsta samvinnufélaginu við
Breiðafjörð.
Sveinbj. Högnason
prestur á Breiðabólstað.
Síra Sveinbjörn Högnason er
fæddur 6. apríl 1898. Voru for-
eldrar hans Högni Jónsson bóndi
á Eystri-Sólheimum í Vestur-
Skaftafellssýslu og kona hans,
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Lauk hann gagnfræðaprófi við
Menntaskólann í Reykjavík vorið
1916, sat í 4. bekk veturinn eftir,
en las tvo efstu bekkina á einum
vetri, og lauk stúdentsprófi vor-
ið 1918. Las síðan guðfræði við
Hafnarháskóla og lauk þar burt-
fararprófi með einni hæstu eink-
unn, sem þar hefir vevið tekin af
íslenzkum mönnum. Að því búnu
dvaldi Sveinbiörn um tíma í
Þýzkalandi við framhaldsnám og
lagði þá einkum stund á fornmál.
Eftir það kom hann alkominn
heim og varð prestur í Laufási,
en sótti þaðan um Bi-eiðabólstað,
var kosinn þar með yfirgnæfanda
meira hluta atkvæða og fluttist
þangað árið 1928 og hefir verið
þar prestur síðan. Síðastliðinn
vetur var hann settur skólastjóri
Flensboi garskólans, en gegnir þó
áfram prestsstörfum.
Síra Sveinbjörn er tvímæla-
laust einhver lærðasti guðfræð-
ingur þessa lands. Ræðumaður
er hann ágætur og vinsæll að
því skápi. En séra iSVeinbjörn
einangrar sig ekki við prests-
starfið. Jörð sína situr hanú
prýðilega. Og köllun hans nær
víðar en brauðið. Hann er víð-
sýnn áhugamaður í þjóðmálum
og því engin tilviljun, að hann
hefir skipast í flokk þeirra
manna, er stuðla vilja að alhliða
umbótum í landinu. Mun mörg-
um þykja aukast vegur Rangæ-
inga, ef þeir bera giftu til að
eiga slíkan fulltrúa á þingi.
Kæntur er sr. Sveinbjörn Þór-
hildi Þorsteinsdóttur frá Lauf-
ási í Vestmannaeyjum.
Sveinn Ólafsson
lyrv. 1. þm. S.-MAL
Sveinn ólafsson er fæddur í
Firði í Mjóafirði 13. febr. 1863.
Er hann elzti frambjóðandinn nú
\ ið kosningarnar. Foreldrar hans
voru Katrín Sveinsdóttir skálds á
Kirkjubóli í Norðfirði og Ólafur
Guðmundsson óðalsbóndi í Firði.
Á unga aldri fór Sveinn utan
og dvaldi um hríð á lýðháskóla í
Noregi. * Árið 1884 lauk hann
prófi við Möðruvallaskóla. 1885—
1886 stundaði hann kennaranám í
Kaupmannahöfn.
Af opinberum trúnaðarstörfum,
sem Sveinn hefir haft með hönd-
um, má nefna: Sveitarstjórnar-
stöi'fum ýmsum hefir hann gegnt
urn 40 ára skeið. Hann átti sæti
í amtsráði Austuriands. Umboðs-
maður þjóðjarða í Múlaþingi hef-
ir hann verið siðan 1909. Þá hef-
ir hann átt sæti í jarðamats-
ur í Hestþingum í Borgarfirði og
bjó á Hesti til 1917. Var þá um
stund settur dósent í guðfræði
nefnd. Árið 1928 var hann kosinn
í Landsbankanefndina og er
formaður hennar. í sjávarút-
vegsnefnd neðri deildar hefir
hann löngum átt sæti og leyst
þar af hendi mikið og farsælt
starf. Hann átti sæti í milli-
þinganefndinni í vatnamálum,
sem þjóðkunnugt er fyrir löngu.
Fomiaður Framsóknarflokksins
var hann á árunum 1920—'21.
Sunnmýlingar kusu Svein á
þing í fyrsta sinn árið 1916.
Hefir hann jafnan síðan verið
fyrri þingmaður þess kjördæmis,
og er af öllum talið víst, að svo
muni verða einnig eftir þessar
kosningar.
Það mun allra manna mál, að
hjá þessum silfurhára héraðs-
höfðingja Austfirðinga fari sam-
an í óvenju ríkum mæli fágætir
hæfileikar, farsæl menntun og
löng lífsreynsla.
Sveinn er tvíkvæntur. Fyrri
kona hans, Kristbjörg Sigurðar-
dóttir, lézt 1895. Seinni konan,
Anna Þórsteinsdóttir prests á
Hofi í Álftafirði, er enn á lífi.
Tryggvi Þórhallsson
forsœtisráSherra, íyrv. þm. Strand.
Hann er fæddur í Rvík 9. febr.
1888. Foreldrar: Valgerður Jóns-
dóttir bónda Halldórssonar á
Bjarnastöðum í Bárðardal, fóst-
urdóttir Tryggva Gunnarssonar
og Þórhallur biskup Bjarnarson.
Tr. Þ. lauk stúdentsprófi
1908, heimspekisprófi við Hafn-
arháskóla 1909 og embættisprófi
í guðfræði við háskólann hér
1912. Áríð 1913 varð hann prest-
við háskólann. Tók við ritstjórn
Tímans haustið 1917 og annað-
ist hana þangað til í ágústmán-
uði 1927. Á Búnaðavþingi hefir
liahn átt sæti síðan 1919, í stjórn
Búnaðaifélagsins síðan 1924, og
formaður félagsins hefir hann
venð síðan 1925. 1 stjóm Fram-
sóknarflokksins hefir hann átt
sæti síðan 1919, síðustu tvö árin
sem formaður miðstjórnarinnar.
Af öðvum opinberum störfum
sem Tr. Þ. gegndi, fyrir stjórnar-
skiptin 1927 má nefna störf hans
í milliþinganefndinni í kæliskips-
málinu, gengisnefnd og við end-
urskoðun Landsbankans. •
Árið 1923 var Tr. Þ. kosinn
þingmaðitr Strandamanna og end-
urkosinn 1927. Eftir kosningarn-
ar það ár fól Framsóknarflokkur-
inn honum að mynda ráðuneyti
það, sem við tók af stjórn íhalds-
manna. Jafnframt forsætisráð-
herraembættinu hefir hann verið
atvinnu- og samgöngumálaráð-
herra lengst af. Við lát Magnúsar
Kristjánssonar seint á árinu 1928
var Tr. Þ. settur fjármálaráðh.
og . gegndi því starfi fram á
þing 1929. Við breytingu þá, sem
varð á ráðuneytinu í s. 1. mánuði
var gjörð ný starfaskipting milli
ráðherranna, og veitir Tr. Þ. nó
forstöðu dóms- og kirkjumála-
deild og fjármáladeild ráðuneytis-
ins.
Það yrði of langt mál að rekja
hér hin mörgu og áhrifaríku af-
skipti, sem Tr. Þ. hefir haft af
þjóðmálum hin síðustu árin. En
kærasta viðfangsefni hans hafa
landbúnaðarmálin jafnan verið.
Tr. Þ. er kvæntur önnu Klem-
enzdóttur, fyrverandi ráðherra.
Enginn efast um, að hann
verði enn endurkosinn
Þorleifur Jónsson
fyrv. þm. A.-Skapt.
Þorleifur Jónsson er fæddur í
Hólum í Hornafirði 21. ágúst
1864. Foreldrar hans voru Þórunn
Þorleifsdóttir bónda í Hólum og
Jón hreppstjóri Jónsson prests á
Hofi í Álftafirði.
Þorleifur dvaldi við nám í
Möðruvallaskóla 1881—82. En