Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.05.1931, Blaðsíða 2
144 TIMINN Framboðsfundi höldum við undirritaðir frambjóðendur í Dalasýslukjördæmi á eftir- greindum stöðum: Að Staðarhóli í Saurbæjarhreppi . . . laugardaginn 30. maí n. k. Að Skarði á Skarðsströnd.............sunnudaginn 31. — - - Að Dagverðarnesi í Klofningshreppi . . mánudaginn 1. júní - - Að Staðarfelli á Pellsströnd.þriðjudaginn 2. — - - Að Hvammi í Hvammssveit..............miðvikudaginn 3. — - - Að Búðardal..................föstudaginn 5. — - - Að Jörfa í Haukadal . .......sunnudaginn 7. — - - Að Nesodda í Miðdölum................mánudaginn 8. — - - Að Hamri í Hörðudal..................þriðjudaginn 9. — - - Fundirnir hefjast klukkan 1 eftir hádegi á virkum dögum, en á sunnudögum klukkan 3 e. hád. Reykjavík 20. maí 1931. Jónas Þorbergsson. Sigurður Eggerz. Nýja vörubííastöðin í Varðarhúsinu við Kalkofnsveg tekur að sér flutninga á alls konar vörum frá Reykjavík og til Reykja- vikur, þar sem bílfær vegur er. Samkomulag fæst altaf á flutningsgjöldum — Pljót og góð afgreiðsla. — Sími 12 32. Tilkynning. Jeg leyfi mér hér með að tilkynua heiðruðum viðskiftamönnum mínum, að eg hefi selt þeim herrum Marteini Steindórssyni og Sigur- gísla Guðnasyni, sem i mörg undanfarin ár hafa starfað hjá mér, ný- lenduvöruverzlun mína. — Þeir hafa tekið við henni 1. þ. m. og bera ábyrgð á henni síðan. öll úttekt og viðskifti til aprílloka á eg og stend straum af. Þeir reka verzlunina áfram með firmanafninu „Nýlenduvöruvepzlunin Jes Zimsen“ til þess hafa þeir fengið leyfi mitt, án þess að eg beri neina ábyrgð á firmanu. Um leið og eg þakka öllum mínum mörgu viðskiftaVinum fyrir öll þeirra viðskifti og viðkynningu í þau mörgu ár, sem eg hefi rekið nýlenduvöruverzlun mína, vonast eg til að hinir nýju eigendur megi njóta hinnar sömu velvildar, sem eg ætíð hefi notið. Að gefnu tilefni, vil eg taka það fram að eg rek áfram járnvöru- deild mína og aðra starfsemi á sama hátt og hingað til. Reykjavík, 18. maí 1931. Virðingarfyllst Jes Zimsen. Samkvæmt ofanritaðri tilkynningu höfum við undirritaðir yfirtekið nýlenduvöruverzlun herra kaupmanns Jes Zimsen í Reykjavík og rek- um hana frá og með 1. maí þessa ár3 á eigin ábyrgð undír firmanafninu „Nýlenduvöruverzlunin Jes Zimsen“. Leyfum við okkur að vænta þess að heiðraðir viðskiftavinir láti okkur njóta viðskiftanna framvegis, enda inunum við kosta kapps um að sýna sömu lipurð og vandvirkni í öllum viðskiptum eins og hingað til hefir verið gert af fyrra eiganda. Reykjavík, 18. maí 1931. Virðingarfyllst Marteinn Steindórsson, Sigurgísli Guðnason. settir í höfuðbænum, þarf ekki að óttast, að hagsmunir Reykjavíkur gleymist, enda eru þess engin dæmi. Af þessu er það auðséð, að hagsmunir Reykjavíkur krefj- ast ekki að gerð sé róttæl: bylting til að hjálpa því kjördæmi til meiri áhrifa, sem hefir nú þegar langsamlega mest áhrii' á störf Alþingis. IV. Af skeytum, sem borizt hafa til Danmerkur, munu magrir lesend- ur danskra blaða hafa fengið þá hugmynd, að ljós merki um óvild til dönsku þjóðarinnar hafi komið fram í sambandi við deilurnar um þingTofið. Allir leiðandi menn á íslandi munu hanna það, að hópur ung- linga úr áður nefndu hægrimanna- félagi, Heimdalli, skyldi sýna óaf- sakanlega ókurteisi gagnvart sendiherra Dana. Og til sönnunar því, að leiðtogar hægrimanna hafi fundið þannig til er rétt að geta þess, að einn af forkólfum fiokksins, Jakob Möller, gat með fortölum aftrað unglingum úr Heimdalli frá svipaðri mótmæla- samkomu kvöldið eftir. Sennilega lesa margir danskir borgarar út úr skeytunum um þetta efni, að íslenzka þjóðin eða að minnsta kosti vissir stjórnmálaflokkar, sé beinlínis full af óvild gagn- vart dönsku þjóðinni. Og þó er þetta rangt. Þrátt fyrir einstök dæmi, sem kunna að benda í gagnstæða átt, er enginn vafi á því að nálega allir Islendingar óska eftir að þjóðin lifi bæði í bráð og lengd í vinsam- legri sambúð við alJar frænd- þjóðimar á Norðurlöndum. En hvernig stendur þá á þess- um miður vingjarnlegu mótmæla- samkomum, sem blóðin herma frá? Ég hygg að ekkert sýni betur hve lítii tilfinning liggur á bak við þessi mótmæh en sú stað- reynd, að nálega öll hin danska nýlenda í Reykjavík, sem telur nokkur hundruð manna, hallast í íslenzkum stjórnmálum að hægri- • mönnum sérílagi og socialistum að nokkru leyti. Það er enginn vafi á að allur þorrinn af þessum dönsku mömi- um ann landi sínu og þjóð, þó að þeir séu jafnframt flestir ráðnir í að verða íslenzkir borg- arar. Og sú staðreynd að þessir dönsku menn vinna í pólitískum efnum á Islandi aðallega með hægrimannaflokknum, sem hefir Sig. Eggerz og Ól. Thors semleið- toga, bendir ótvírætt á, að í raun og veru sé ekki nein veruleg ó- vildartilfinning til dönsku þjóð- arinnar bak við þessi „mótmæli" af ýmsu tægi, sem eftir sím- skeytum að dæma, gætu verið sprottin af óvild frá þessum flokki. Þingrofið íslenzka var þannig í einu ekki aðeins löglegt, heldur stjómskipuleg skylda ríkisstjórn- ar, sem óskar að pólitísk þróun þjóðar sinnar gerist á lýðræðis- grundvelli. Og að því leyti sem bergmálið af deilunum um þunga- miðju valdanna í íslenzkum stjómmálum í framtíðinni gæti bent á byrjandi óvild eínhvers hluta af íslendingum til dönsku þjóðarinnar, og þar með spillt samkomulagi þeirra í framtíð- inni, þá sýnir veruleikinn að Danir á Islandi firma ekki neinn áberandi kulda til ætí> lands þeirra eða þjóðar, frá þeim flokkum tveimur á Is- landi, sem hæst hafa sungið og talað undanfarið. Því að það er með öllu óhugsandi, að Danir í Reykjavík gætu unnið jafnnáið og raun ber vitni um með hægri- mönnum og socialistum um póli- tísk mál, ef þeir fyndu þar annað en þann bróðurhug og vinsemd, sem jafnan á að vera sýnileg í sambúð skyldra þjóða. ----Q----- I Reykjavík I Reykjavík starfar löggjafar- vald þjóðarinnar. í Reykjavík situr stjórn lands- ins. í Reykjavík er útgerðarvaldið, auðvaldið, einskonar „merakóng- ar“ landsins. I Reykjavík eru stefnumót stj órnmálaf lokkanna. í Reykjavík eru allskonar smá- þing háð: Búnaðarþing, ung- mennafélagaþing, kennaraþing, prestaþing o. s. frv. Allt þetta Jitast af Reykjavík, verður fyrir margskönar áhrifum af henni. I Reykjavík er verkamanna- valdið, með silkihúfur álnavalds- ins að kórónu. í Reykjavík einni er loks meira en fjórða hvert mamisbarn iandsins. Fái hún fjórða hvern þing- raaiui landsins, eins og henni ber samkvæmt kjördæmaskipun eftir höfðatölu, þá er þjóðfélagið komið í hlutafélagsform, og er þá auðsætt að hverju stefnir með aðstöðu henhar á vitoi'ði. Hvenær sem hagsmunir Reykja- víkur og sveita stangast á, þá mega þær, nauðugar viljugar, segja: „Verði þinn vilji“. Hvað ætla syeitirnar að segja 12. júní næstkomanda? Ætla þær að segja með Einari: „Og munum vér eigi það ófrelsi gjöra einurn oss til handa, heldur og allri ætt vorri, þeirri er þetta lana byggir“? Eða ætla þær að segja: Verði þinn vilji. Höfum við efni á því að gefa konunginum? Sóti Gríms var kostagripur. Kristján 9. vildi kaupa Sóta. Grímur gat ekki verið að því að „selja vin sinn vini sínum“. „Gefa þá“. Grímur hafði „ekki efni á því að gefa konunginum“. Kosningarrétturinn er kjör- gripur. Hann er kappreiðahestur- inn, sem sveitirnar eiga kost á að reyna, eftir hvítasunnu í vor við valdafáka höfuðborgarinnar. Kóngar hennar vilja kaupa. Sveitimar hafa ekki viljað selja. Þá skuluð þið gefa oklíur hann með atkvæði ykkar, segja kóng- arnir. Hvað segja þeir, sem í sveitum búa? Höfum við efni á því að gefa konunginum? Sveitamaður. ---—o---- Mikill á lofti! Iléðinn Valdemarsson heíir þótt mikill fyrirferðar á jörðinni. En nú er fengin ný reynsla fyrir rúmmáli þessa mikla manns. þegar ihaldið sendir hann út um landið loftleiðis, verður að flytja hann lausbeizlaðan í flugvélinni, því að megingjarðir þær, sem ætlaðar eru til að festa far- þega í sætunum, ná ekki utan um Héðinn. Mun lengd þeirra þó miðuð við þá menn, sem bezt eru í skinn komnir annarsstaðar í veröldinni. Gjöri aðrir Mhl.-menn beturl Leösteínar innlendir og útlendir Langmest úrval. Sendið fyrirspurnir yðar til elzta og reyndasta steinsmíðaverkstæð- isins á landinu. Magnús G. Guðnason Grettisgötu 29 Reykjavfk Sveitamenn er til Reykjavíkur koma, ættu sjálfs sín vegna, ef þá vantar rúmstæði eða önnur húsgögn, jafnt ný sem notuð, að koma á Fornsöluna, Að- alstræti 16. — J?að borgar sig. — Lax- og silungsveiðitæki allskonar í mjög fjölbr. og ódýru úrvali. Silungastangir frá kr. 2,00. Laxastangir frá kr. 20,00. Myndavélar, sjónaukar, filmur. — Lægst verð. — Sendum verðskrár þeim semóska. Sportvöruhús Reykjavflncr (Einar Bjömsson) Reykjavík. Box 884. Revhjavík Sími 249 Niðursuðuvörur vorar: Ejút.......í 1 kg. og kg. dóswva ..... 1 - - 1/2 - - hayjarabjúgu 1 - >/2 - FiskaboUur -1 — - */2 — Lax........- 1 - - lh - hljóta almennins’slof Ef þér hafiö ekki reynt vörur þeesar, þá g-jiirið það nú. Notíð innlendar vftrur fremur en erlendar, með þvl stuðlið þér að þvi, að ÍMlendingnr verði sjálfum sér néffir. Pantanfr afgreiddar fljótt og vel hvert á land sem er. Sr. Jakob Kristinsson skólastjóri á Eiðum biður þess getið, vegna um- tals, sem orðið hefir um, að hann muni sækja um Saurbæjarpresta- kali í Eyjafirði, að hann sé nú horf- inn frá því ráði. Höfðu honum bor- izt áskoranir úr prestakallinu um að sækja, og hafði í fyrstu í hyggju að verða við þeim, en af ýmsum ásta‘ð- um er hann nú hættur við þá fyrir- ætlun. Má þvi gjöra ráð fyrir, að harm gegni skólastjórastarfinu á- fram næsta vetur. þorsteinn þorsteinsson hreppstjóri á DaSastöðum í Núpasveit átti sextugsafmæli 10. þ. m. GjÖrðu hon- um þá heimsókn noltkrir vinir hans og færðu honum að gjöf skrifborð og stól, en frá Kaupfélagi Norður-þing- eyinga voru honum afhent radio- tæki. Hefir þorsteinn verið formaður félagsins eða í stjórn þess meii'a en 30 ár. KOSNIN G ASKRIFSTOFA F AMSÓKN ARFLOKKSIN S BH ER I SAMBANDSHÍjSINU SÍMI 1121 Thor Thors „talar máli Sjálfstæðisflokksins“. Blað íhaldsunglingarxna s kýrði svo frá för Thors Thors til Vest- fjarða á dögunum: „Ilans síðustu orð voru: Ég fer vestur til að tala máli Sjálfstæðísflokksins“. Stíllinn á þessari frásögn er svip- aður og þegar vitnað er í and- látsorð píslarvotta. Það hefir Tíminn heyrt, að Vestur-ísfirð- ingar hafi tekið Thor fremur fá- lega, enda hafi hann lítt hætt sér úr sjávarsýn. Eitthvað hafði hann af skriflegum meðmælum í vasanum, m. a. eitt frá húsgagna- verzlun í Reykjavík, en ekki þótti viðtakendum hann líklegur til að verða mikið „stofustáss“ í sölum Alþingis. Á einum stað har sem hann kom í sveit var hann spurð- ur, hvort hann væri kominn til að „reita mosann úr skeggi bænd- anna“. — Frambjóðandi Fram- sóknarflokksins, Ásgeir Ásgeirs- son, hefir ekkert skipt sér af þessum pólitíska ferðamanni, enda ekki ástæða til. Mikið skal til mikils vinna. Á fundinum í Vík gjörði Sveinn bóndi á Reyni skoplega lýsingu af ástæðum þeim, sem í- haldsmenn nú færa fram fyrir framboði Gísla Sveinssonar sýslumanns. Kvað hann einn af sendimönnum íhaldsins hafa ver- ið í meðmælasmölun fyrir G. Sv. Hvatti sá nágranna sína til að beita sér eindregið fyrir kosningu sýslumanns, því að jafnskjótt sem G. Sv. kæmist inn á þing myndi íhaldið gjöra hann að ráð- herra og myndu þá Skaftfelling- ar losna við hann sem yfirvald. Margir munu hinsvegar álíta, að of mikið væri til þess unnið að losna við G. Sv. úr sýslunni, ef að héraðsbúar ættu að kaupa hann af höndum sér með því að kjósa íhaldið, bylta kjördæma- skipuninni og láta af hendi helm- inginn af því valdi, sem V.- Skaftafellssýsla nú hefir á lög- gjöf landsins. Hjónaband. þann 21. þ. m. voru geíin saman í hjónaband af séra Bjarna Jónssyni dómkirkjupresti, ungfrxi Bryndís Nikulásdóttir frá Kirkjulæk í .Fljótslilíð og Lárus Ág. Gíslason frá Akureyjum i Dalasýslu. Ritstjóri: Gísll Guðmundsson, Ásvallagötu 27. Símí 1245. PrentsxnlOÍan Acta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.