Tíminn - 30.05.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.05.1931, Blaðsíða 1
(Sjaíbferi 09 afgrci&slumafcur íimans « Hann p ci 9 þorsteins&óttir, ía’fjargötu 6 a. ÍÍeyfjaDÍf. ^fgteifesía I í m a n 5 er í Cœfjar^ötu 6 a. ©pin baglega fl. 9—6 Simi 2353 XV. árg. Reykjavík, 30. maí 1931. 45. blað. Vttktlii iisii írt thaldsmenn og socialistar hafa ekki lýst yfir neinni dagskrá um vinnu næstu ára, nema að þeir vílji brjóta niður kjördæmaskip- unina, til þess að bæta hlut þess kjördæmis, sem hefir nú ítök í 20 af 42 þingmönnum. Um sam- starf yfirleitt við lausn umbóta- mála milli íhalds og socialista virðist tæplega að tala. Til þess er of mikill eðlisfjandskapur milli liðsmannanna. Samband þessara flokka á Alþingi, getur ekki leitt af sér annað en hnignun þjóð- félagsins. Á undanfömum 4 árum hefir Framsóknarflokkurinn beitt sér fyrir alhliða framförum í land- inu. Vegamálin, símamálin, húsa- bætur, ræktun og uppeldismál landsins hafa aldrei verið tekin jafn sterkum tökum. Jafnhliða og bæimir hafa vaxið, hefir fólki í dreifbýlinu verið gert unt að vinna að djúptækum endurbótum á kjömm sínum. Ég hefi nýlega í sérstakn grein bent kjósendum í Reykja- vík á allmörg menningai-mál Reykjavíkm'bæjar, sem hrandið hefir verið áleiðis af Framsókn- armönnum. Ég gerði það til að gefa nokkram athafnalausum og áhugalausum málrófsmönnum, sem hafa verið og vilja vera um- boðsmenn höfuðstaðarins, ástæðu til að hugsa um hve lítilfjörleg vinnubrögð þeirra fyrir Reykja- vík hafa verið í samanburði við starf okkar Framsóknarmanna, sem erum fyrst nú fyrir alvöru famir að hafa verulegan kjós- endaflokk hér í bænum. Ég nefndi í þeirri grein átök Framsóknar um nokkur menn- ingarmál Reykjavíkur, til að skýra athafnamun flokkanna. Ég vil nú nefna nokkur dæmi af öðra tæi, til að sýna, að fólkið í Reykjavík hefir á ýmsan ann- an hátt orðið vart við þingáhrif Framsóknar, ekki síður en önn- ur kjördæmi. Tökum fyrst fjármálin. Geng- ishækkun Jóns Þorl. 1924—25 var að leggja allt atvinnulíf í rústir. Sú hætta var stöðvuð. Tekjuhalli var á ríkisbúskapnum 1926—1927, þó að framltvæmdir væra litlar. TJr því var bætt strax 1928. Bankarnir voru lam- aðir af hinum gífurlegu töpum til óskilamanna íhaldsins, og áttu margir þeirra heima hér í bæn- um. Skipulagi hefir verið komið á öll bankamálin, Landsbankiim gerður að virkilegum þjóðbanka, Útvegsbankinn, sem á að hjálpa útveginum yfirleitt, kom í stað íslandsbanka, sem var virki Sæ- mundar Halldórssonar, Coplands 0g Stefáns Th. Nýr banki hefir verið stofnaður fyrir ræktunina. Stjómin hafði undirbúið málið um sölu íslenzkra veðdeildar- bréfa frá Landsbankanum og Búnaðarbankanum á erlendum markaði, án þess að til ríkisá- byrgðar kæmi. Nú verður þar verri aðstaða eftir hin heimáku- legu uppþot og byltingarskraf Jakobs Möllers og Ólafs Thors. Um áhrif Helga Briem sem skattstjóra hér í Reykjavík verð- ur talað sérstaklega, en hinar efnaminni stéttir muna vel að- gerðir hans. Tökum ýms réttarfars- og skipulagsmál. Bókhald landsins var í megnasta ólagi. Sömuleiðis eftirlit með gjaldheimtumönnum. Hvortveggja hefir verið fært í nútímahorf. Tollgæzlan hefir ver- ið bætt stórkostlega og á það mik- inn þátt í hinum auknu tekjum ríkissjóðs. Landhelgin er nú var- in á þann hátt, aö ránsferðir tog- ara í landhelgina eru að verða sjaldgæfar við það sem áður var. Áfengisv £í zlun var almenn iáns- verzlun, tapaði stórfé á útlánum. Drykkj uskapur á almannafæri þótti sjálfsagður og öll mann- flutningaskip með ströndum fram voiu fljótandi vínbúðir. 1 nánd við kauptúnin var tæplega hægt að halda samkomu svo að ölvaðir menn ekki gerðu herfileg veizlu- spjöll. Úr öllu þessu hefir mjög verið bætt. Á skipunum er sjald- gæft að sjá ölvaða menn, og drykkjuskapur á almannafæri er lítill borinn saman við það sem var. Áfengisverzlunin hefir hætt að vera banki til útlána. Skipta- ráðendum helzt nú ekki uppi að láta vexti af fé ekkna og munað- arleysingja renna í sjóð em- bættismanna. Lög um gjaldþrot og fjársvik hafa verið sett, og hvert gjaldþrot er nú rannsakað af dómara. Áður gat hver sem vildi grætt á gjaldþrotum. Bréf Jóh. Jóh. til Jóns Magnússonar 1922 sýndi, hvernig íhaldið leit á málið. Ef haldið er áfram sömu stefnu í gjaldþrotamálunum, eins og Framsókn hefir tekið upp, mun þar verða viðlíka umbót al- menningi til hagsbóta eins 0 g með drykkjuskapinn á skipum með ströndum fram. Um mál af öðru tagi má nefna útvarpið. íhaldið reyndi að leysa það mál undir forustu Lárasar Jóhannessonar og M. Guðmunds- sonar. Hugmynd þeirra var að láta fáeina menn græða á rekstr- inum. Og reksturinn vita menn um. Nú hefir landið fengið mynd- arlega útvai’psstöð, sem er að verða voldugur þáttur í menning- arbaráttu landsmanna, einkum þó efnanrinni stéttanna. Ég vil að lokum taka eitt dæmi, sem bendir á það, að Reykjavík sýnist ekki hafa neitt sérstaklega illt af forgöngu Framsóknarmanna í vissum um- bótamálum. Ég nefni þar til ástand lögreglunnar í Reylcjavík. I tíð íhaldsins var ástand lög- reglunnar hér í bænum hörmu- legt. Lögreglan var fámenn, van- hirt og nálega fyrirlitin. Og jafn- vel íhaldsmenn fundu, að lögregl- an veitti þeim og þeirra hags- munum of litla vernd. Framsókn- arfiOkkurinn leysti sundur hin óeðhlegu bönd milli tollgæzlu og lögreglustjómar, og stórbætti hvortveggja. Nú hefir Reykja- víkurbær myndarlega lögreglu, sem bæjarbúar geta verið ánægð- ir með. En ef íhaldið hefði haft forustu þessara mála myndi allt hafa setið enn í sömu skorðum. Fulltrúarnir á lista íhaldsins, Ja- kob, Einar og Magnús, myndu hafa getað setið mannsaldur á þingi, án þess að beita sér fyrir svo sjálfsagðri umbót eins og þessari, bænum til handa. Þessi dæmi sýna það, sem raunar allir vita, að Framsóknar- flokkurinn hefir komið með ger- samlega nýtt viðhorf inn í þjóð- lífið, að landið allt finnur greini- lega merki hinna margháttuðu umbóta, Reykjavík ekki síður en önnnur kjördæmi. Og í Reykja- vík bíða sérstaklega fjöldi um- bótamála, sem engin von sýnist til að verði leyst af nokkru viti, nema ef Framsóknarflokkurinn hefir til þess fylgi í bænum og á þingi-. Ég á þar við dýrtíðar- mál bæjarins. Dýrtíðin í höfuð- staðnum liggur eins og ógnandi ský yfir bænum. Húsaleigan, mat- vöruverðið, fötin, í stuttu máli: Allt sem almenningur þarf að kaupa til daglegra þarfa er í Reykjavík miklu dýrara en ann- arsstaðar á landinu og miklu dýr- ara en sem svarar framleiðsiu- getu bæjarins. Ljóst dæmi um þetta er það, að lítil fjölskylda á sveit í Reykjavík er oft dýrari bæjarfélögum eða hreppum út á landi, heldur en prestur í góðu kalli er ríkinu. Stundum getur ein lítil fjölskylda á sveit í Reykja- vík, sem fátækur hreppur borgar með t. d. 3000 kr., skapað al- mennt hallæri fyrir gjaldendur í litlu sveitarfélagi. Og þó er síður en svo, að slík fjölskylda geti lif- að í vellystingum. Dýrtíð Rvíkur gerir í þeim efnum allt að engu. Höfuðsök íhaldsflokksins í Reykjavík er sú, að hann hefir vitandi vits skapað og viðhaldið dýrtíðinni í bænum. Menn vita, í hvaða flokki lóðaspekúlantar og húsabraskarar eru. 1 einu góðær- inu keyptu á ahnað hundrað manns borgarabréf í Reykjavík, án þess að sýnileg þörf væri á fjölgun verzlana. Byggingar verða ótrúlega dýrar hér í bænum, og hefir lítið verið gert til að bæta úr því. Verð á saumuðum fatn- aði þekkja allir. Eftir opinberum skýrslum er stundum þriðjimgs- verðmunur á rúgmjöli og rúgi hér í bænum. En ekki hafa leið- togar Mbl.-manna eða sósíalista gert neitt til að bæta úr svo und- arlegri misfellu. Brauðverðið þekkja allir. Þó að hveiti og rúg- mjöl falli á heimsmarkaðinum niður fyrir það verð, sem var á slíkum vöram fyrir stríð, þá helzt verðið á brauðum nálega jafnhátt og fyr. Brauðgerðarhús íhaldsins og socialistanna hirða því meiri ágóða. Þetta er hin mikla synd social- ista og íhaldsmanna. Þeir sjá, eða ættu að sjá, að Reykjavík er að sligast undir dýrtíðinni, og þeir gera ekki neitt til að bæta úr því. Þvert á mót. Vitandi vits auka þeir dýrtíðina. Hættan er þó mismunandi fyrir þær stéttir, sem hér eiga hlut að máli. Kjami íhaldsflokksins lifir á dýrtíðinni, á óeðlilegum gróða af lóðum, húsum, brauðum, fatn- aði 0. s. frv. Og ef sá gróði nægir ekki, þá er ekki annað en að láta bankana tapa. Undirdómur í Flygenringsmálinu er ný genginn. Þar sýnist tapið verða um hálfa miljón. Hvað mikið af því hefir sogast úr höndum mannsins í hringiðu óeðlilegrar eyðslu. Ihald- ið vill allt til vinna að ná taki á bönkum landsins, til að geta feng- ið þar lán, og lifað á þeim. Og íhaldið vill ekki láta rannsaka gjaldþrot. Hinn brosmildi Pétur Magnússon gerði sitt ítrasta til þess að mál Flygenrings yrði „lagað“ án rannsóknar síðastliðið haust. Og aðferð hans þá var sannarlega ekki einsdæmi. Þessi aðstaða íhaldsins er skiljanleg. Kjami íhaldsins er eyðslustétt Reykjavíkui-, það fólk sem græð- ir á dýrtíðinni, fólkið sem hefir valdið miklu bankatöpunum og vill fá að skulda þar meira og valda nýjum töpum. Fulltrúi þessa flokks, efstur á lista, er Jakob Möller. Hefir hann nokk- urntíma beitt sér móti of háu verði á lóðum, húsum og nauð- synjavörum? Hefir hann með eljusemi gengið í bankana og daglega litið eftir að gætilega væri lánað ? Reykvíkingar vita vel um þetta. Og þeir, sem velja Jakob Möller sem þingfulltrúa Reykjavíkur, gera það áreiðan- tega vitandi vits. Það má segja, að eyðslustétt Reykjavíkur, sem skapar og við- heldur dýrtíðinni, viti hvað hún er að gera. Hún er að hugsa um sig. Hún vill hafa litla eða enga vinnu, og- mikið til að eyða. Það er máske eðlilegt, að þessu fólki sé illa við þann flokk, sem vill bæta úr dýrtíðarbölinu. Það er ef til vill eftir eðh ekki óskiljan- legt, að eyðslustéttin hóti blóð- ugri byltingu, ef hún eigi ekki að geta óátalið haldið áfram sinni fyrri iðju. En það er annað fólk í bæn- um, sem ekki getur tekið málið svo léttilega. Það er fólkið, sein vinnur erfiðisvinnuna á sjó og landi. Það skapar þjóðarauðinn. Og þegar þarf að fara að borga skuldatöp eyðslustéttarinnar, eins og nú, þegar ríkissjóður greiðir hálfa miljón árlega fyrir Islands- banka sáluga, þá kemur þunginn af þeim töpum á þá, sem vinna í sveita síns andlitis. Leiðtogar verkamanna segjast vilja hjálpa þessum eljumönnum. Og með kaupkröfufélögunum hafa þeir gert verkamönnum gagn, það sem það nær. En þar hefir framförin numið staðar. Leiðtogar íslenzkra verkamanna era ekki enn famir að skilja það, sem Borgbjerg sagði við danska verkamenn fyrir 20 ár- um: „Þó að þið hækkið kaupið, þá er það jafn tilgangslaust og að hella vatni í botnlausa tunnu, ef þið hafið ekki ykkar eigin verzlun í ykkar höndum og tryggið ykkur réttlátt vöruverð". Leiðtogar verkamanna í Rvík hafa ekki séð þetta enn. Þekt- ustu menn flokksins vinna við ýms arðsöm gróðafyrirtæki, en beita ekki kröftum sínum, enn sem komið er, til að minnka dýr- tíðina. Kaupið hefir farið hækk- andi, en fátækt almennings hefir aukizt að sama skapi. Peningar verkamanna hverfa eins og vatn, sem helt er í botnlausa tunnu. íhaldsmenn og sociahstar era lengi búnir að takast á um mál- efni Reykjavíkur, án þess að snerta á þessu mikla máli bæjar- ins, þessu hallæri í bænum og landinu, sem dýrtíðin veldur. Nú kemur þriðji flokkurinn til skjal- anna 0g segir: Ég hefi á undan- förnum árum unnið að því að bæta úr fjölmörgum almennum vandkvæðum. Ég sé, að Reykja- vík er að sligast undir dýrtíðinni, og lama þjóðina alla. Ég ætla að leggja hönd að umbót Reykjavík- ur. Verkefnið virðist vera nægi- legt — fyrir alla flokkana. Eða öllu heldur: íhald og socialistar hafa skilið þriðja flokknum eftir ærið verkefni. Mér þykir sennilegt, að þessi uppástunga falli eyðsluklóm Reykjavíkur ekki sérlega vel í geð. Þeim mun lítast álíka vel á þessa tillögu, eins og drykkju- görmunum, þegar innsiglað var vínið á skipunum, eða fjársvikur- unum, þegar farið var að rann- saka gjaldþrot og hegna fyrir fjárdrátt í því sambandi. En við Framsóknaimenn látum okkur það litlu skipta, hvað slík- ir menn segja. Við vitum, að dýr- tíðin hér í Reykjavík er mesta og hættulegasta fjárhagsböl þjóð- arinnar og við álítum, að það sé óhjákvæmilegt að taka þar til starfa. Rannsóknir, sem núverandi for- sætisráðherra lét gera í vetur, sýna, að húsaleigan hér í Reykja- vík leggur að óþörfu um 2 mil- jóna skatt á leigjendur í bænum. Úr þessu verður að bæta með húsaleigulögum, sem fyrirbyggja okur, án þess að stöðva bygging- ar. Fyrir þessari löggjöf mun Framsóknarflokkurinn beita sér, þegar á næsta bingi. Og ef slík löggjöf kemst á, verður það ein- göngu að þakka forgöngu þess flokks. Kjarninn í íhaldsflokkn- um mun berjast af alefli gegn húsaleigulögum, sem takmarka okrið. Og af einhverjum dularfull- um ástæðum sýna leiðtogar socialista enga viðleitni í þessu máli heldur. Framsóknarmenn hafa nú ný- verið beitt sér fyrir verðlækkim á tveimur vörum, fiski og fatnaði. Með fiski þeim, sem Þór hefir aflað, og seldur hefir verið með sannvirði í bænum, hefir tekizt að sýna, hvað má gera til að lækka dýrtíðina í bænum. Fyrir þessa aðgerð hefir hið almenna fiskverð í bænum lagast stórvægi- lega, og húsráðendur á mann- mörgum heimilum viðurkennt opinberlega, að þessi framkvæmd hafi létt þeim til muna dýrtíðar- baráttuna í vetur. íhaldið hefir látið sér fátt um finnast, og einn af leiðtogum socialista líkti þess- ari sannvirðissölu, í útvarpsræðu, við korngjafimar í Róm. Tilraun sú, sem Sambandið er nú að gera með nýtt skipulag á fatasölu og fatasaumi, sýnist lík- leg til að bera glæsilegan árang- ur. Þar er í fyrsta skipti tekið föstum tökum á dýrtíðinni um fatnað í Reykjavík. Það er byrj- un. En sú byrjun sýnir hvert stefnir. Framundan liggur næsta verk- efni næstu ára: Að minnka dýr- tíðina í Reykjavík. Að halda „spekulation“ og fjárglæfram í skefjum. Að lækka á sanngjarn- an hátt okur með lóðir og hús. Að koma skipulagi á matvöra- verzlunina í heild sinni, og fata- gerðina. I stuttu máli: Búa svo um hnútana, að þeir menn, sem vilja vinna, fái að launum erfiðis síns betri húsakynni, hollara og ódýrai’a fæði, hentugri og ódýr- ari fatnað fyrir sig og sína. — Leiðtogum íhalds og socialista kann að þykja þetta lítið verk- efni. En við Framsóknarmenn teljum þetta nægilega erfitt til að vera aðalverkefni þingmanna höfuðstaðarins í nokkur missiri. J. J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.