Tíminn - 30.05.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.05.1931, Blaðsíða 2
146 TfMINN Bylting Jakob Möller er gamail æsinga- maöur. Hairn var einn af þeim, sem reyndi að halda óróaliði íhaldsins í háspennu, þegar um- boðslausa þingið sat í viku. En ósigur þeirrar byltingar er hon- um ekki nægilegur. Hann er far- inn að undirbúa byltingu að nýju. Möller hefir alveg nýverið ritað grein í Vísi um næstu bylting- una. Hann segir, að ef Fram- sóknannenn vinni þrjú þingsæti í viðbót, svo að þeir hafi hrein- an meirihluta eftir kosningamar, þá sé tæplega um annað að gera, en að láta handaflið ráða. Jakob finnur að vísu, að þetta er ekki að öllu leyti gott. Hann viðurkennir, að það væri betra, ef flokkur hans gæti komið máli sínu fram með löglegum hætti. En ef það sé ekki hægt, þá er bylting eina ráðið. Sennilega glotta kommúnist- amir við tönn, er þeir heyra þetta frá einum af leiðtogum íhaldsins. Þeir prédika byltingu. Þeir ráðleggja þeim fátæku að sameinast gegn hinum ríku, láta handaflið skipta, og slá hendi sinni á eignir þeirra, sem eitt- hvað hafa milli handa. Þetta var gert í Rússlandi. Og þetta er draumur kommúnista um allan heim. En hvergi hefir málsvörum borgaranna orðið hið sama á og efsta frambjóðanda íhaldsins í Reykjavík. Hyggnir íhaldsmenn viðurkenna í orði, að þeir hlýði lögunum, en brjóta þau í kyrþey. Hyggnu íhaldsmennirnir vilja hafa lögin sem aðhald á fátæk- lingana, einmitt til þess að þeir ekki geri byltingu, og til þess að ríku mennimir geti setið að sínu í næði. En ofsi íhaldsins er svo mikill, að leiðtogar íhaldsins kunna sér ekki hóf. Þeim er ekki nóg að fræðimaður þeirra er orðinn að undri út um öll þau lönd, er þekkja til íslands, fyrir að vera kennari í stjómlagafræði, og- vita þó ekki hver munur er á að slíta þingi og að rjúfa það. Þeim er ekki nóg, að látið umboðslausa menn leika þingmenn í viku. Þeim er ekki nóg að hafa ætlað að gera lýðveldi og flúið svo hræddir bak við Gunnar á Sela- læk til að geta hætt við það. Þeim er ekki nóg að hafa búið til í ofanálag einskonar götu-al- þingi. Ofan á allt þetta, ofan á hin mörgu hneyksli, sem íhaldið hefir framið, bætir nú efsti mað- ur þess nokkurskonar kórónu of- an á verkið. Hann hótar bylt- ingu, ef flokkurinn sinn fái ekki frámgengt á einu augnabliki áskorun um aukið pólitískt vald. Ólíkt fór Jóni Sigurðssyni. í manns aldur berst hann við ofur- efli. Ár eftir ár líða svo, að hon- um og samherjum hans fannst sem ekkert hefði unnizt á. Aldrei greip Jón til örþrifaráða. Hann vann með viti og drengskap. Ef máli, sem hann taldi rétt, var vikið frá í dag, kom hann með ný rök, nýjar sannanir. Og að lokum yfirvann hann hverja hindrun. Með því að beita rök- um og drengskap í heilan manns- aldur tókst að gera kúgaða þjóð frjálsa. En nú er öldin önnur. Jakob Möller og ólafur Thors spyrja hvað götulýðurinn óski eða sé fáanlegur til að óska og hrópa um. Og þá er stefnuskráin feng- in. Ef bylting þykir líkleg fyrír augnablikið, þá er beðið um hana. Ef einhver hrópar um lýðveldi þykir sjálfsagt að krefjast þess. Og nú hefir verið talað um byltingu og talað um lýðveldi. Gunnar á Selalæk hefir að vísu slegið köldu vatni á hvortveggja í bili og þá hefir Jón Þorláksson lýst yfir fyrir hönd flokksins, að allt yrði að bíða betri tíma. En Möller sér, að það, sem einu sinni hefir verið haft á orði, má nefna aftur. Úr því ekki varð úr bylt- ingu í apríl, mætti reyna 1 júlí. En Jakob gleymir einu. Nú. vill hann byltingu til að komast í bankann og ríkissjóðinn með Sæ- mundi sína, Gísla og Stefán Th. í nýrri útgáfu. En það eru fleiri til, sem vant- ar peninga. Þao eru íátæklingar, sem ekki skidda bönkunum neitt, en vantar margt, sem þeim finnst þeir þurfa, húsnæði, föt og mat. Þegar hart er í ári, finna þessir menn sárar til. Þá sverfur fast- ast að. Þá muna þeir eftir, að þeir hafa heyrt sjálfa burgeisana tala um byltingu. Þeir muna eftir, að Jakob Möller hefir sagt, að ef flokkur hans gæti ekki sigrað [Með þvi að Einar prófessor Arn- órsson hefir ráðist á skilning próf. dr. jur. Iínud Berlin og annara danskra stjórnlagafræðinga á ákvæð- um dönsku grundvallarlaganna um þingslit og þingrof, en eftir þeim eru ákvæði íslenzku stjórnarskrárinnar héraðlútandi sniðin.þykir rétt að láta hér koma fyrir almenningssjónir andsvör próf. Knud Berlin, er hann birti i Nationaltidende 8. maí]. Eitt aðaldeiluefnið í íslenzku kosningabaráttunni, sem nú er hafin, er það, hvort þingrof kon- ungs sé stjómarskrárbrot, eins og stjómarandstæðingar halda fram, eða ekki. Það kemur mönnum nú í sjálfu sér ekki algerlega að óvörum, að stjórnmálaflokkamir, sem urðu óvænt fyrir þingrofinu, skulu óskapast mjög og ráðast með heiftarorðum á þingrofið, er þeir nefna þingræðisbrot og stjórnar- skrárbrot. Vér Danir þurfum ekki nema að rifja upp fyrir okkur at- burðina 1920. Þá var ráðist á þjóðþingrof konungs á ofsaleg- asta hátt í blöðum stjórnarand- stæðinga, sérstaklega jafnaðar- manna, sein nú verja þingrof konungs á Islandi vel og dyggi- lega, sem algerlega óaðfinnanlegt í öllum atriðum. Þá var einnig þingrofið í Danmörku, eins og nú á íslandi, stimplað sem þingræðis- brot og stjómarskrárbrot, já, það var jaínvel brennimerkt í „Social- demokraten“ sem blátt áfram stjórnlagarof, í slíkum tón, að það minnti nærri því á hina geð- ríku Frakka, þegar raunveruleg misbeiting þingroísréttarins af konungs hálfu árið 1830 varð til- efnið til júlí-byltingarinnar og af- setningar konungs. Á íslandi em það þó ekki ein- ungis blöð stjórnarandstæðinga, sem mótmæla g’remjulega þing- rofinu — stundum með nokkuð ýktum orðum, eins og þegar t. d. aðalblað stjórnarandstæðinga þ. 17. apríl kvartar undan því, að „Alþingi, sú stofnun, sem staðið hefir vörð um sjálfstæði landsins, frá því er land byggðistjSé nú ekki lengur til“. Því að því slepptu, að Alþingi var auðvitað ekki til undir eins og landið byggðist, þ. e. mn 874, heldur, ekki ívr en frá 930, var það ekki sama Al- þingið, sem sat þar á verði í meira en 1000 ár — að öðmm kosti hefði nú ekki verið of snemmt að rjúfa það. Og þar að auki er alls ekki um það að ræða við þingrofið að afnema Alþingi sem stofnun, heldur aðeins að knýja fram nýj- ar kosningar fyrir lolc kosninga- tímabilsins — í þetta sinn jafn- vel aðeins fáum vikum áður en kosningar hefðu hvort sem er átt ‘ að fara fram að réttu lagi. En þingrofið hefir á íslandi orðið fyrir árásum sem tvímælalaust stjórnlagabrot frá vísindahgri hlið, sem sé frá kennara íslenzka Framsókn á kjördegi, þá væri bylting rétta svarið. Og þá muna þeir fátæku eftir, að Jakob Möller hefir 16 þús. kr. í laun fyrir að gæta að því, að allt sé í lagi í bönkunum. Þeir vita, að aðrir menn hafa enn meiri tekjur. Og hvað er þá til fyrirstöðu, að hinir hungruðu og fátæku taki allt af Jakob Möller og hans nótum. Þeir hafa sagt, að rétt væri að taka völd af Fram- sókn, þó að löglegur þingmeirí- hluti stæði á bak við. Möller hef- ir prédikað ofbeldi og byltingu sem hæsta lögmál. Og hví skyldu þá ekki hinir hungruðu leita með byltingu eftir brauðinu, hinir húsviltu hrifsa hús hinna ríku, hinir klæðlitlu ræna fatahúsin? Það er hægra að kveikja eld ofbeldis og óstjórnar, en að kæfa hann. háskólans í stjómlagafræði, fyrv. ráðherra og núverandi meðlim hinnar dansk-ísl. ráðgjafanefnd- ar,Einari Arnórssyni prófessor. Og þetta gefur málinu sérstakt mikilvægi, einnig fyrir Dan- mörku. Því Einar Amórsson styður lagaskýringu sína við 18. gr. ís- lenzku stjómarskrárinnar 1920, er fjallar um það, hveirhg stefna skuli saman og slíta Alþingi. En þetta ákvæði er hér um bil sam- hljóða 19. gr. dönsku grundvall- arlaganna 1915 um setningu og slit ríkisþingsins, enda er þetta danska ákvæði uppruni íslenzka ákæðisins. Af þessu leiðir, að hafi próf. Einar Amórsson á i'éttu að standa, er hann segir, að Alþingi, og, úr því að reglum- ar eru hinar sömu, sömuleiðis nKieþingið, megi ekki rjúfa fyrr en fjárlögin séu samþykkt, þá værum við illa farnir hér heima. Því að þá hefir stjómin í Damnörku á seinni tímum engu færri en tvisvar gert sig seka um grundvallarlagabrot, án þess að nokkur maður hefði hugmynd um það, sem sé árið 1926, þegar stjóm Staunings rauf þjóðþingið 6. nóvember, og 1929, þegar stjóm Madsen-Mygdal rauf þjóð- þingið 22. marz, áður en nýju fjárlögin vom afgreidd. Og einnig fyrir þann, sem þessár línur ritar, væri það verri sagan. — Því að ef ’hinn íslenzki starfsbróðir minn hefir á réttu að standa í hinni nýju lagaskýringu sinni, þá hefi ég haidið fram kenningu sem ó- mótmæltri og að sjálfsögða réttri, ekki aðeins í hinni stóru lögfræðislegu doktorsritgerð minni: „Þingrofsrétturinn gagn- vart löggjafarþingum“ („Oplösn- ingsretten overfor lovgivende Forsamlinger“)frá 1906, þar sem ég hefi gagnrýnt réttinn til þing- rofs rækilegar en nokkur annar fyr eða síðar, heldur einnig í stjórnlagafræði minni frá því 1916 allt fram á þennan dag, er ætti nú allt í einu að sýna sig vera ótvírætt stjómarskrárbrot. Mönnum mun skiljast, að ég get ekki leitt þetta hjá mér al- gerlega andmælalaust, og að ég, þar sem próf. Einar Arnórsson snýr ritdeilunni beint gegn fram- setningunni í stjórnlagafræði minni, sem virnað hefir verið í af hálfu íslenzkra stjórnarsinna á móti honum, neyðist ’ðT ^ð andmæla íslenzka starfsbróður mínum án nokkurs tillits til þess, hvernig hinir ósamlyndu ís- lenzku stjómmálaflokkar kunna að notfæra sér ummæli mín. Einar Amórsson prófessor hefir ekki skýrt nánar frá hinni nýju lagaskýringu sinni fyrr en nú í íslenzku dagblöðunum, sem sé í „Morgunblaðinu" 16. og 18. apríl — seinni ummæli, er kynnu að hafa komið fram, hafa mér enn ekki borizt — enda þykist ég geta látið mér nægja að svara honum í dönsku dagblöðunum. Fyrst ætla ég að færa sönnur á, að eins og íslenzka stjómar- skráin er yfirleitt sniðin eftir dönsku grundvallarlögunum, enda þótt um nokkur mikilvæg afhvörf sé að ræða, sérstaklega að því leyti, að Alþingi er ein- kennileg-t einnar málstofu þing eftir fyrirmynd norska Stór- þingsins, þannig er einnig á- kvæði það, sem próf. Einar Am- órsson styðst aðallega við, 18. gr. íslenzku stjórnarskrárinnar 18. maí 1920, eins og áður er tekið fram, vafalaust mótað nákvæm- lega eftir 19. gr. dönsku grund- vallarlaganna frá 1915. Þótt ein- kennilegt megi heita, virðist þetta alls ekki vera hinum ísl. starfsbróður mínum Ijóst, því að hin gildandi dönsku grundvallar- lög, sem hafa það langa heiti: „Grundvallarlög hins danska rík- is frá 5. júní 1915 með breyt- ingum 10. september 1920“ (Danmarks Riges Grandlov af 5. Juni 1915 med Ændringer af 10. September 1920) nefnir hann stuttlega Grundvallarlög Dan- merkur 1920, en segir um leið, að gildandi dönsk grundvallarlög hafi fyrst gengið í gildi 17. sept- ember 1920. Já, seinna segir hann jafnvel beinlínis, að Danir hafi sett núgildandi ákvæði, um bann við ríkisþingssliti fyr en fjárlög væru afgreidd, í stjórn- skrá sína 1920, þótt það hafi ver- ið sett þegar 1915, þ. e. a. s. fjórum árum á undan samsvar- andi ákvæðum í íslenzku stjóm- arskránni, þar eð seinni breyt- ingar 1920 snertu alls ekki 19. gr. 19. gr. dönsku grundvallarlag- anna 1915 hljóðar þannig: „Konungur stefnir saman reglulegu þjóðþingi ár hvert og á- kveður hve nær því skuli slitið. Þetta getur þó ekki orðið, fyr en útveguð hefir verið lögleg heimild til innheimtu skatta og til greiðslu útgjalda ríkisins, samkvæmt 48. gr.“. 18. gr. íslenzku stjóinarskrár- innar 1920, 1. og 2. málsliður, hljóðar þannig: „Konungur stefnir saman Al- þingi ár hvent og ákveður, hve nær því skuli slitið. Þinginu má ekki siíta fyr en fjárlög eru sam- þykkt“. Eins og menn sjá er efni þessara tveggja ákvæða alveg það sama, nema hvað íslenzka orðalagið er styttra, rækilegi-a og skýrara en hið staglsama danska orðalag, sem að formi til er því miður ekki hægt að kalla sérlega heppilegt. Loks skal þess getið, að 19. gr. íslenzku stjómarskrárinnar fjallar um frestun Alþingisfunda, en 20. gr. hennar um rétt kon- ungs til að rjúfa Alþingi, en þessar greinar samsvara 21. og 22. gr. dönsku grundvallarlag- anna*). Til varnar lagaskýringu sinni nefnir próf. Einar Arnórsson nú þetta: Þegar ákveðið er í 18. gr. íslenzku stjómarskrárinnar, að konungur geti ekki slitið Alþingi fyrri en fjárlög eru samþykkt, þá er þar með gefin almenn regla, en í samræmi við hana ber að skilja öll önnur fyrirmæli stjói'narskrárinnar eftir því sem sambandið krefst þess. Og þegar því er sagt í 20. gr., að konungi *) Á íslenzku heitir „slutte'* slíta, „udsætte" fresta og „opiöse“ rjúfa. í samtali í „Dagens Nyheder" 27. apríl hefir Finnur Jónsson prófessor gert nokkrar beinlínis málfræðisleg- ar athugasemdir um hina ýmsu merkingu þessara orða, en þetta hefir enga lögfræðislega þýðingu. Einnig á dönsku má nota orðin „slutte" og „oplöse" i málfræðislega mjög mismunandi merkingu, en í iögfræðislegi-i heitaskipun hafa þessi orðatiltæki ákveðna sérstaka merk- ingu sem tvær algerlega ólíkar heim- ildir, sem ekki má villast á. sé heimilt að rjúfa Alþingi, þá verður að skilja þetta síðar- nefnda ákvæði með fullri hlið- sjón að 18. gr., þannig að þing- rof megi ekki eiga sér stað fyr en fjárlög séu samþykkt. Því hefir verið haldið fram á móti þessu, að 20. gr. fjalli, alls ekki um það, að þingrof megi ekki fara fram, fyr en fjárlögin séu samþykkt, en Einar Amórsson álítur, að það sé hinn mesti mis- skilningur að byggja neitt á því. Því, endurtekur hann, ákvæðið í 18. gr. um nauðsyn undanfarandi samþykktar fjárlaganna er al- menn regla, og þessvegna er al- geriega óþarft að endurtaka hana í öðrum ákvæðum stjórnarskrár- innar. Að þessu leyti vísar hann til þess sem svipaðs dæmis, að þegar það nú hefir verið ákveðið í 15. gr. ísl. stjómarskiárinnar, að undirskiift konungs á stjómar- ráðstöfunum sé ekki gild án undirskriftar ráðhen'a, þá gildi þetta allsstaðar, þar sem um ákvarðanir konungs er að ræða, þannig að konungur getur t .d. ekki skipað ráðherra og veitt þehn lausn samkvæmt 11. gr. án með-undirskriftar ráðherra, þótt eiíki sé það beinlínis tekið fram í 11. gr. Loks vísar hann til þess, að ákvæðið í 18. gr. sé sett til þess að tryggja löglega af- greiðslu fjáríaganna; þessvegna megi ekki slíta þingi, fyr en fjár- lögin séu í lagi, og þessvegma megi heldur eleki rjúfa það fyrr. Þessi skýring- próf. Einars Am- órssonar getur- ef til vill látið nokkuð sennilega í eyram ólög- fróðra manna, en •hún hvílir á algerðum misskilningi, og er sem betur fer mjög auðvelt að sanna það. Því að það er að vísu rétt, að ákvæðið í 15. gr. um nauðsyn meðundirskriftar ráðherra til þess að ákvörðun konungs í stjómar- ráðstöíunum geti öðlast gildi, er almenn regla, sem gildir um allar ákvarðanir konungs, og þarf þess- vegna ekki að endurtaka í Jbin- um einstöku greinum, sem fjalla um ýmsar heimildir konungs sem stjórnanda. Þessvegna þarf auð- vitað meðundirskriftai' ráðherra jafnt til þess að konungur rjúfi Alþingi og til þess að hann slíti því eða fresti og til þess að hann slyp.i ráðhen-a eða veiti þeim lausn. En ákvæðið viðvíkjandi sam- þykkt fjárlaganna er engin al- mennregla, er gildi í öðrum tilfell- um; hún gildir aðeins við Alþing- isslit, en ekki í neinu öðni tilfelli. Þetta er alls ekki hægt að rengja í alvöru. Einai* Amórsson getur þó ómögulega ætlað sér að halda því fram, að konungur geti ekki, svo að notað sé dæmið, sem hann tók sjálfur til, skipað ráðherra eða veitt þeim lausn, fyrr en f járlögin hafa verið samþykkt. Eða, að kon- ungur geti ekki, áður en fjárlögin hafa verið samþykkt, skipað aðra embættismenn samkv. 16. gr.,ekki staðfest samninga við önnur ríki samlívæmt 17. gr., ekld látið leggja lagafrumvörp fyrir Alþingi samkvæmt 21. gr., ekki stað- fest lagafrumvörp, sem sam- þykkt hafa verið á Alþingi sam- kvæmt 22. gr., eða náðað eða veitt leyfi samkvæmt 24. og 25. gr. hinnar íslenzku stj órnarskrár. Jafnvel að því er snertir heimild konungs til að fresta fundum Al- þingis samkvæmt 19. gr. getur próf. Einar Arnórsson þó ómögu- lega haldið því fram, að ekki skuli vera hægt að neyta hennar fyr en fjárlögin hafa verið sam- þykkt. Ákvæðið í 18. gr. þess efnis, að Alþingi megi ekki slíta fyrr en fjárlögin séu samþykkt, er þess- vegna séri'egla, sem gildir aðeins þegar um þingslit er að ræða, en ekki í öðrum tilfellum og þess- vegna ekki heldur þegar um þing- rof samkæmt 20. gr. er að ræða, á alveg sama hátt og álcvæðið í 19. gr. þess efnis, að konungur geti ekki frestað fundum Alþing- is nema einu sinni á ári, er sér- Var þingrofið stjórnarskrárbrot?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.