Tíminn - 30.05.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.05.1931, Blaðsíða 3
T2MINN 147 Bændur Biöjið verzlanir ykkar um heyhrífur frá Trésmiðjunni Fjölni með aluminium- tindum og aluminiumstýfuðum haus, en gætið þess vandlega að kaupa að eins þær hrifur aem eru meb okkar stimpli bæði á hausnum og skaftinu. regla, sem gildir aðeins þegar um frestun er að ræða samkvæmt 19. gr., en ekki þegar um þingrof samkvæmt 10. gr. er að ræða, þar sem engin takmörk eru sett við fjölda þingvofanna. Og þar sem nú 20. gr. kveður ekkert á um það, að þingrof megi ekki verða fyr en fjárlögin séu sam- þykkt, hlýtur það að vera gefið mál, að það geti átt sér stað án tillits til þess. Jeg skal því bæta við, að það myndi jafnvel ekki vera heppilegt, að þingrof á und- an samþykkt fjárlaga værí bann- að með berum orðum, því að þingrof myndi þá líka vera úti- lokað, þegar þingið hefði fellt fjárlögin. Og gegn þessu er ekld hægt að sækja neina mótbáru frá því, að það sé til þess að tryggja sam- þykkt löglegra fjárlaga, að ekki megi slíta Alþingi fyr en fjárlögin hafi verið samþ. Því að tilgangur þingrofsins er sem sé alls ekki að slíta fundum Alþingis fyrir fullt og allt það ár. Tilgangurinn er allt annar, sem sé að láta kjósa nýtt Alþingi. En undir eins og kosningarnar eru um garð gengn- ar, á Alþingi að koma saman aft- ur samkvæmt 20. gr. til þess að hefja störf sín á ný, og þessu ný- kosna Alþingi má þá samkvæmt 18. gr. ekki slíta, fyr en fjárlög- in hafa veríð samþykkt. Á þenn- an hátt komast þessar tvær greinar í besta samræmi sín á milli. Raunar sé ég það, að próf. Ein- ar Amórsson mun halda því fram, að ég hafi í stjórnlagafræði minni gert mig sekan um tvísögn, með því að ég á að hafa sagt þar í 2. útgáfu I. bls. 414, að það „leiði af 19. gr. grundvallarlaganna, að hinu nýkjöma þingi (eftir þing- rof) verði ekki slitið — og því heldur ekki rofið með þeirri verk- un, að umboðin falli þegar niður*) fyrr en fjárlög séu afgreidd". Og rétt á eftir bætir hann því við, að eftir því yrði ríkisþingið í þessu tilfelli ekki rofið*) samkvæmt kenningu Berlins, fyrr en fjáriög væru afgreidd. Ef ekki má kalla þetta falska tilvitnun,1 þá veit ég ekki hvað ætti að mega kalla það, því þessi ummæli, er lögð hafa verið mér í munn og sem ég hefi auðkennt, en samkvæmt þeim ætti í þessu tilfelli ekki að vera hægt að rjúfa ríkisþingið, eru hreinasti til- búningur úr Einari Arnórssyni og beinlínis þveröfug við það, sem ég tek alveg skýrt fram. Ég segi sem sé á hinum tilvitnaða stað, aðeins það, að ef fjárlög eru ekki afgreidd, má ekki slíta hinu nýkosna ríkisþingi (eftir þingrof) samkvæmt 19. gr. grundvallariaganna, fyrr en fjár- lögin eru í lagi. Og ég bæti þessu skýrt við á eftir: „Hinsvegar er það heimildarlaust þegar það hefir verið álitið, að hið reglu- lega ríkisþing, þegar það eða annaðhvort þinganna væri einu sinni rofið, hlyti að hafa rétt til að sitja allt það starfstímabil, sem heimilað er í 19. gr. grund- vallarlaganna, án þess að truflast af nýju þingrofi“. Og ég færi *) Leturbreyting mín. Gef junarúf salan á Laugaveg 33 hefir ávalt fyrirliggjandi: Lopi, margar tegundir og litir. Band, margar tegundir og litir. Karlmannafataefni, margar tegundir. Yfirfrakkaefni, margar tegundir. Kápuefni, margar tegundir. Kjólaefni, margar tegundir. Drengjafataefni, margar tegundir. Ullarteppi, allskonar. Rennilásstakkar. Sportbuxur. Vörumar eru sérstaklega Vandaðar og verðið lágt. Vel þvegin ull (og ullartuskur) er tekin í skiftum fyrir vörur verksmiðjunnar. -— 1 ; Vel þvegin ull (og ullartuskur) er tekin til vinnslu, ef þess er óskað. 1 sambandi við útsöluna starfar fyrsta flokks saumastofa. Forstöðumaður hennar er Guðmundur Vikar klæðskeri. Þar geta menn fengið saumuð föt eftir máli. Saumalaun (ásamt ,,tilleggi“) fyrir karlmannafatnað úr Gefjunnardúkum verða 57 krónur. Föt úr hinum ágætu Gefjunnardúkum, saumuð eftir máli í fyrsta flokks saumastofu, kosta þannig kr. 83,00—118,00 eftir verði dúkanna. Engum vei’ður lánað, en allt er selt svo vægu verði sem unnt er. Sími útsölunnar og saumastofunnar er 538. Samband ísl. samviimufél. Ó C 1 V c vagnar og vag'nh.jól eru vœnst og varanlegust og best bumannseign. Samband ísl. samvinnufél. Vondud Skólaorgei kosta hjá mér frá 210 ísl. kr. Stof uorgel — — — — 350 — — Smá-píanó — — — — 700 — — Venjul píanó - — — — 1226 — — Eg skifti við: Mtlller í Werdau, Nyström í Karl- stad og Schneider i Luckenwalde, íirmu, sem aliir mega treysta skilyrðislaust. Elías Bjarnason, Sólvöllum 5, Rvík. nánari ástæður fyrir þessu með því, að 22. gr. grundvallarlaganna um þingrof setur ekki, eins og sum eldri dönsk grundvallarlög, nein takmörk fyrír tölu þing- rofanna. Loks er það einnig röng tilvitnun, þegar Einar Am- órsson heldur því fram, að ég segi á sama stað, bls. 427, að þingrof „megi ekki“ fara fram í bága við 40. gr. grundvallarlag- anna; ég segi aðeins það, sem ég get alveg staðið við, að þing- rofi beri ekki að fara fram á slík- um tíma, að það fari í bága við 40. gr. grundvallarlaganna um rétt pkisþingsins til að koma saman sjálfki-afa fyrsta þriðju- daginii í október, ef konungur hefir ekki stefnt því saman fyrr. Skýring próf. Einars Amórs- sonar getur því alls ekki staðizt, enda hefir enginn áður haldið henni fram. Þverí á móti, eirmig á undan dönsku grundvallarlög- unum 1915 og á undan íslenzku stjórnarskránni 1920 voru kenn- arar í stjórnlagafræði jafnt í Danmörku og á íslandi á sama máli um, að það að 19. gr. dönsku grundvallarlaganna 1866 og eins 3. gr. íslenzku stjómarskrár- breytingarínnar 1903 kvæðu svo á, að ríkisþingi og Alþingi væri ekki hægt að slíta, fyr en þau hefðu setið í tvo mánuði, gerði konungi það ekld ókieift að rjúfa fyrir lok þess tímabils. Því sú staðreynd, að tíminn á meðan ekki má slíta Alþingi og ríkis- þingi hefir nú verið lengdur í stj ómarskránum 1915 og 1920, þannig, að þingslit má ekki verða, fyr en fjárlög eru af- greidd, breytir engu, eins og Ein- ar Amórsson í raun og vem dirf- ist að staðhæfa, í kjarna málsins, sem er sá, að möirnum hefir alit- af áður ver-ið ljóst, að þingrofs- heimild konungs takmarkast ekki af tímafresti þeim, sem settur er aðeins íyrir þingslit. Ég get því ekki, þótt ég feg- mn vildi, lýst hinní gjörsamlega nýju skýiingu próf. Einars Arn- órssonai- öðruvísi en sem skýr- ingu, sem sprottin er aí hinum æsta kosningahug augnabliksins, en sem hann mun ekki geta stað- íð fast við seinna við rólega íhug- un. Að vísu sé ég, að hann vísar til þess, að hann hafi þegar áður haldið fram nákvæmlega hinu sama, sem sé í Réttarsögu Al- þingis, sem fyrir liggur fullprent- uð síðan í júní í fyrra, og þar sem hann segir lauslega, að „nú megi ekki rjúfa þing (þ. e. a. s. senda það heim) fyrri en fjár- lögin séu afgreidd samkvæmt 18. gr. stjórnarskrárinnar 1920“. Hér talar hann þá um þingrof sem al- veg sammerkt heimsendingu, en þai' sem þetta er ríkisréttar- „reginafglöp“ (,,Bröler“) af versta tæi, ætla ég aðeins að skoða þetta sem augnabliks hugsunarleysi — jafnvel Homer varð stundum á að fá sér dá- lítinn dúr — og skjóta því til míns kæra embættisbróður að láta leiðrétta þessa leiðinlegu villu, áður en minningarrit hans birtist almenningi. Sem niðurstöðu verð ég því að slá því föstu, að ekki er hægt að stimpla Alþingisrofið 14. apríl sem stjómarskrárbrot frekar en dönsku þingrofin 1926 og 1929, þótt það hafi átt sér stað fyrir afgreiðslu fjárlaganna. Eigi er heldur af þeirri ástæðu hægt að stimpla það sem yfirgang eða misbeitingu þingrofsréttarins. Því að vísu mun það eðlilega, eins og próf. Einar Arnórsson vitnar í úr stjómlagafræði minni, vera „nærgætnasta aðferðin gagnvart ríkisþinginu, að láta það lúka störfum sínum og slíta því, áður en þingrof fer fram, enda er sú aðferð næstum skipuð af sjálfu sér, þar sem þingræðisstjóm er“, en ég set sjálfur þennan fyrir- vara: „svo framarlega, sem unnt er að fresta þingrofi". Og þegar þingið sjálft gerir áhlaup á stjómina, og samþykkir van- traustsyfirlýsingu á hana, þá verður stjómin, ef hún vill rjúfa, að gera það strax, enda varð það úr í Danmörku 1926 og 1929, því að eftir samþykki vantrausts- dagsskrár er ekki hægt að vænta árangursgóðrar samvinnu við st j órnarandstæðinga. iSem mistök og yfirgangur verð- ur því aðeins eftir það, að Al- þingi var rofið, áður en umræður um vantraustsyfirlýsinguna voru til lykta leiddar og áður en Al- þingi hafði kveðið upp dóm sinn. En þar sem ég hefi þegar áður farið orðum um þetta, sé ég enga ástæðu til að láta frekar í ljós álit mitt á því. Knud Berlin. -----o---- Bréfkafli úr DSIum Ég vil byrja þetta bréf með þökk til þín og allra þeirra, sem létu til sín heyra i útvarpinu í hinum póli- tisku umræðum nú hin síðustu kvöld. Et' til vill undrast þú yfh- því, að ég skuli flytja öllum þeim sem töluðu, þakkir. En ástæðan til þess er sú sem nú skal greina. Ég þakka íhaldsmönnunum fyrir það að þeir sýndu innræti sitt jafn greini- lega og þeii- gerðu, i niðurrifs- og vuldastreituáttina. Ég þakka þeim það, að þeir sönnuðu í útvarpinu fyrir fullum þriðjungi landsmanna, að þeir eru ófijóir og hugsjóna- snauðir eiginhagsmunaspekulantar, sem reyna ekki að vinna sér traust alþjóðar með baráttu fyrir menn- ingar- og þioskamálum alþjóðár, lieldur beita kröftum sinum og vopn- um til rógs og blekkinga, og til- rauna til hins lágfleyga niðurrifs á öllum sannleika um bændaflokkinn, sem auðkennt hefir bardagaaðferð þeirra nú um nokkurt áraskeið. Ég þakka þeim það, að þeir sýndu svo greinilega hug sinn til bændanna i kjördæmaskipunarmálinu, og viður- kenndu bæði beint og óbeint, að þeir ætla sér, i faðmlögum við þeirra mestu andstæðinga, að sparka áhrif- um bænda út úr þinginu, en setja í þess stað braskara- og fjárplógs- mannavaid Reykjavikur. Ég þakka þeim það, að þeir þorðu ekki að ræða fjánnálin á réttlátum grund- velli, en héngu áfram á gömlu hor- riminni, sem hefir það eitt til síns ágætis, að þeim ber aldrei saman í ijármálablekkingartilraununum, og hlýtur af því að leiða, að þeim trúir enginn hugsandi maður lengur, nema e. t. v. þeir, sem eru alveg steinblindir flokksmenn. Og að lok- um vil ég þakka þeim það, að þeir sönnuðu með öllum umræðum sin- um, að þeir notuðu þau vopn ein, sem lltlum mönnum hæfir einum, þegar þeir berjast fyrir tllum mál- efnum. ... Ég þakka ykkur, Framsóknar- menn, fyrir hina glöggu reikninga, sem þið hafið lagt á borðið í ölium málum, frammi fyrir kjósöndum landsins. Ég þakka ykkur alla bar- áttuna, sem þið hafið háð fyrir við- reisn landbúnaðarins, i vegamálum, símamálum, jarðræktarmálum og öðrum verklegum málum landbúnað- arins. Ég þakka ykkur hinn rétta skilning og brennandi áhuga í menntun alþýðunnar, fyrir alþýðu- skólana, sem veita sv.eitafólkinu kost almennrar og hagrænnar fræðslu, fyrir búnaðarskólana, sem hafa full- komnast fyrir ykkar atbeina. Og fyrir húsmæðraskólana, sem hafa ýmist fullkomnast frá fyrri tið og ílestir þó fæðst að nýju og flutt hús- mæðraefnunum tækifæri til að búa sig undir sitt starf. Ég þakka ykkur það, að þrátt fyrir hinar hraðstigu framfarir á landi og sjó, til hags- bóta fyrir landbúnaðinn, hafið þið þó einnig haft tíma, vilja og getu til að veita kaupstöðum og sjávar- útveg stuðning, þrátt fyrir það, að þið hafið verið rægðir sem fjand- menn sjávarútvegs og kaupstaða.. - Að síðustu, af því að ég er Dala- maður, vil ég flytja Sig. Eggerz kveðju mína. Hann á þakkir skilið fyrir það, að nú er hann algjörlega búinn að kasta gærunni, og úlfur- inn kominn fram. Hann á þakkir skilið fyrir það, að hann sem þótt- ist vera „frjálslyndari" en Fram- sóknarmaður, þegar hann bauð sig fram við síðustu kosningar, hefir nú gengið inn í íhaldið úr ðllu „frjáls- lyndinu" og er nú farinn að „brosa“ framan í sósíalista líka. Heldur hann að kjósendur þakki honum það eklci að makleikum, að hann me'ð aðstoð íhalds- og jafnaðarmanna ætlaði að þurka Dalaþingmanninn burt af þinginu? Dalamenn þakka honum með því að fella hann í kosningunum. Útvarpshlustandi. -----o---- Ýmsir stjómmálamenn eru nú á ferð og taka þátt í fundum, þó að þeir séu ekki frambjóðendur. Forsætisráðherra er farinn norður í Skagafjörð með Goðafossi til að heilsa þar upp á „síðustu þingmenn“ Skag- firðinga, Magnús og Jón. Ey- steinn skattstjóri er í Suður- Múlasýslu, og hefir knésett Áma Pálsson, svo að Ámi er orðinn jafn aumur og þegar hann á að skrifa í Mbl. Gísh ritstjóri er að þjappa að nafna sínum, sýslu- manninum í Skaftafellssýslu, og Jónas Jónsson frá Hriflu er að leggja af stað í ferð á fundi í Húnavatnssýslu og máske víðar. Níðpési frá íhaldinu um Tr. Þórhallsson forsætisráðherra og Framsóknar- flokkinn kvað nú vera fullprent- aður og í þann veginn að fara út um land. Talið er að hann eigi að geymast þar til 8. júní. Þá i eigi að dreifa honum í skyndi út j til kjósenda. Þá vita íhaldsmenn að eigi verður komið við leiðrétt- ingum. Skyldi Guðrún Lárus- dóttir hafa fundið upp þetta hag- nýta form fyrir kristilegri breytni? Spyrjist fyrir um verð á Saltkjðti og tólg áöur en þér festið kaup annarstaðar. Samband ísl. samYÍnnnfélaga Sími 496 Handhægt og auövelt er að nota hinar heimsfrægu suðuvólar. Ómissandi á hverju heimili. A B. B. A. HJORTH & Co. Umboðsmenn á íslandi: pórður Sveinsson & Co. Sveitamenn er til Reykjavíkur koma, ættu sjálfs sín vegna, ef þá vantar rúmstæði eða önnur húsgögn, jafnt ný sem notuð, að koma á Fornsöluna, Að- alstræti 16. — Þaö borgar slg. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.