Tíminn - 03.06.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 03.06.1931, Blaðsíða 2
TfMINN þingstörfunum, ekki að ríkis- stjóminni. í ríkisbúskapnum vill það hafa kyrrstöðu, því að ríkis- framkvæmdir kosta fé, sem ann- ars rynni í vasa braskara og kaupahéðna. En á þinginu vilja þeir gjarna hafa tungulipra mál- rófsmenn, til þess að tala kjós- endur góða, Þar getur verið gott að sé mikið um orð — orð innan- tóm. En hvort vill íólkið heldur, at- hafnamenn eða skrafskjóður — framkvæmdir eða orð ? ---o--- Knud Zimsen og „Albingia“ Það bar við í borg einni á Þýzkalandi nýlega, að Gyðinga- firma eitt, sem seldi allskonar vatnsleiðslutæki, þótti grunsam- lega fengsælt í viðskiptum sínum við bæinn. Borgarstjórinn var grunaður um að vera vilhallur þessu firma, en engar sannanir fengust þó á hendui- honum.Hann var ekki ríkur maður, en svo bar það við, að kona hans keypti dýrindis loðkápu, sem talið var að kostað hefði um 50 þús. mörk. Það þótti með ólíkindum að borg- arstjórinn hefði getað keypt þessa dýríndis flík og var málið athug- að. Við þá athugun kom í ljós, að áðurnefnt Gyðingafirma hafði gefið konunni loðkápuna. Engar sannanir lágu fyrír um það, að borgarstjóri hefði beinlínis látið nokkurt endurgjald í té, en hann varð að láta af embætti strax þegar þetta vai’ð uppvíst. Það mun flestum landsmönn- um kunnugt, að bæjarbúar Reyk- javíkur tryggja í sameiningu all- ar húseignir sínar gegn eldsvoða. Nást með þessu miklu betri kjör heldur en verða mundi ef hver einstaklingur tryggði húseignir sínar fyrir sig. Bæjarstjórn Reyk- javíkur annast samninga um brunatryggingarnar og er venj- an að gera samninga til nokkurra ára í senn. Síðast voru gerðir samningar fyrir rúmu árí. Bezt kjör bauð þýzkt brunatrygginga- íelag, sem heitir „Albingia“. A síðastliðnum vetri bar einn bæjarfulltrúi það á Knud Zim- sen borgarstjóra, að hann mundi taka móti umboðslaunum af „Al- bingia“. Borgarstjóri sá þann kost vænstan, að gangast við þessu og játaði um leið, að hann fengi 2% af iðgjöldimum eða um 5000 krónur á ári. Það er enginn efi á því, að íjölmargir bæjarbúar tniðu ekki þessai’i sögu þegar hún vai’ fyrst sögð, en nú veit hvert mannsbarn að sagan er sönn. Hitt er þö miklu ótrúlegra, en kvað þó vera alveg áreiðanlegt, að Knud Zim- sen sé enn ekki búinn að borga í bæjarsjóð hin rangfengnu um- boðslaun. Að vísu kemur ekki til mála að hann komist hjá því að skila aftur þeim peningum, sem hann þannig hefir tekið á móti, og svo verði umboðslaunin framvegis látin renna til bæjar- ins eins og vera ber. En þetta er ekki nóg. Borgarbúar verða að krefjast þess að borgarstjóri lát.i af embætti og ætti hann að hafa þá sómatilfinningu, að gera það strax þegar hneykslið varð upp- víst. Mál þetta hefir legið allt oí lengi í þagnargildi. Tíminn vítti þetta hneyksli strax í vetur, en hefir beðið átekta, meðfram vegna þess að hann bjóst við að dagblöð bæjarins, sem þykjast sjálfkjöm- ir málssvarar bæjarbúa, létu eitthvað til sín heyra um þetta mál. Alþýðublaðið eitt skýrði frá þessu svona á líkan hátt og það segir frá loddarakúnstum erlendra trúða, sem ferðast hér um á veg- um Hljóðfærahússins. En Morg- unblaðið þegir alveg og Vísir líka. Það ber vott um alveg dæma- lausan siðferðislegan slappleika þegar annað eins hneyksli getur komið fyrir eins og það, sem hér er lýst og dagblöð bæjarins þegja við því með öllu, eða minnast á það eins og meinlaust gaman. Það fer varla hjá því, að Vísir og Morgunblaðið fara nú að skrifa um þetta hneykslismál. En ef að vanda lætur þá reyna þessi blöð að afsaka borgarstjóra og velta sér auðvitað yfir Tímann með sví- virðilegum skömmum fyrir það, að hann sé að ofsækja borgar- stjóra. Þessir ólánsbjálfar, sem að þessum blöðum standa skoða það ámælisvert að tala um ósóma af líku tagi og þann, sem hér hefir verið nefndur, en að fremja slikan ósóma er í þeirra augum ekki einasta afsakanlegt, heldur alveg sjálfsagt. --o-- 0 Hédinn bjargar „Sjálfstæðismönnum“ frá tortímingu. Eins og menn muna skutust þeir Jón Þorláksson, Jakob Möll- er og allar hinar „sjálfstæðis- hetjurnar" á bak við Gunnar á Selalæk, þegar þeir láku niður og lýstu yfir því að þeir þyrðu ekk- ert að gera út af þingrofinu. Hafði þó ekki vantað stór orð um stjórnarbyltingu og stofnun lýð- veldis. En „Gunnar vildi það ekki“ og þá hætti skrípaleikur- inn. Nú reka þessar sömu sjálf- stæðishetjur upp ógurlegt óp í Morgunbl. síðastl. sunnudag. Birtist þar grein með fjórum tví- dálka fyrirsögnum og er hún þess efnis, að Framsóknarflokk- urinn hafi hvorki meira né minna en ætlað sér að afmá alla „Sjálf- stæðismenn“ af jörðinni. Hafi Tryggvi Þórhallsson verið frum- kvöðull þessa ódæðis. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Og hjálpin birtist í mynd og líkingu Héðins Valdimarssonar. Hann á að hafa hafnað öllum boðum Tryggva Þórhallssonar um breytingu á kjördæmaskipun- inni, af einskærri samúð við í- haldið og meðfæddri réttlætistil- l'inningu. Allt tal íhaldsmanna um það, að Framsóknarflokkurinn hafi boðið Jafnaðannönnum samninga um að fjölga um einn þingmann í Reykjavík og gera Norðfjörð og Siglufjörð að sérstökum kjöi’- dæmum, eru helber ósannindi. Hitt er víst að Héðinn og e. t. v. fleiri Jafnaðannenn vildu fá þessi fríðindi sér til handa en Framsóknarmenn neituðu. íhaldið ber fyrir sig fyrir- spurnir frá Héðni Valdimarssyni til sönnunar staðhæfingum sín- um í þessu máli. En hversvegna þarf Héðinn að bera upp þessar fyrirspurnir, þar sem hann þyk- ist hafa verið viðstaddur þegar málin liafi verið rædd? Því get- ur hann ekki sjálfur sagt frá hvað þar hafi gerzt? Er það af því að hann sé farið að gruna, að menn trúi honum ekki sér- lega vel, og því grípi hann til þess að dylgja um málin, í stað þess að segja frá staðreyndum? Mikið mega verkamenn vera stoltir af foringja sínum Héðni nú, þegar haim er orðinn nærri því eins háttsettur skósveinn hjá ílialdinu eins og Gunnar á iSela- læk. ----o---- íslenzk fataefni. Vísir segir, að „markaðurinn fyrir íslenzk fataefni er ekki mik- ill hér í bænum“. Þetta er í niðr- unargrein um saumastofu Gefjun- ar. Vill blaðið segja með þessu, að íslenzku klæðaverksmiðjumar vinni verk sín illa? Eða á það við hitt, sem líklegra er, að hinar þ j óðræknu (!) „sj álf stæðis“-hetj- ur kunni betur við sig í erlendum fötum en íslenzkum? Á víðavanéi Gefjunarútsalan á Laugaveg 33 hefir ávalt fyrirliggjandi: Lopi, margar tegundir og litir. Band, margar tegundir og litir. Karlmannafataéfni, margar tegundir. Yfirfrakkaefni, margar tegundir. Kápuefni, margar tegundir. Kjólaefni, margar tegundir. Drengjafataefni, margar tegundir. Ullarteppi, allskonar. Rennilásstakkar. Sportbuxur. Vörurnar eru sérstaklega vandaðar og verðið lágt. Vel þvegin ull (og ullartuskur) er teiíin í skiftum fyrir vörur verksmiðjunnar. Vel þvegin ull (pg ullartuskur) er tekin til vinnslu, ef þess er óskað. 1 sambandi við útsöluna starfar fyrsta flokks saumastofá. Forstöðumaður hennar er Guðmundur Vikar klæðskeri. Þar geta menn fengið saumuð föt eftir máli. Saumalaun (ásamt ,,tilleggi“) fyrir karlmannafatnað úr Gefjunnardúkum verða 57 krónur. Föt úr hinum ágætu Gefjunnardúkum, saumuð eftir máli í fyrsta flokks saumastofu, kosta þannig kr. 83,00—118,00 eftir verði dúkanna. Engum verður lánað, en allt er selt svo vægu verði sem unnt er. Sími útsölunnar og saumastofunnar er 538. Samband isl. samvinnufél. Hvað hefir Jakob Möller gert? Hver eru umbótaverk Jakobs Möllers? Hvað hefir hann gert fyrir Reykjavík? Hvað hefir hann gert fyrir landið? — Vísir er beðinn að svax*a þessu nú þeg- ar og Morgunblaðið er beðið að skýra almenningi fi’á því, hvað Jakob hefir gert. Enginn Þói’sfiskur. Alþýðublaðið segir frá því, að nú sé engan Þórsfisk að hafa lengur, í sama blaðinu, sem það bii'tir augiýsingu urn nýkominn farm af Þórsfiski. Ekki getur Al- þýðublaðinu þótt vænt um það, að fiskurinn sé mörgum sinnum dýraxi hér, en nemur erlendu markaðsverði, ekki ætti Alþýðu- blaðinu að vera illa við Þórsfisk af þeim ástæðum. En hvað kem- ur þá til? Alþ.bl. er illa við það, að einu úrræðin sem fram koma til þess að lækka dýrtíðina í Reykjavík, komi frá Framsókn- armönnum. Hverjir eru að leysa menn undan oki skraddaranna og fatnaðardýrtíðarinnar í þessum bæ? Ekki eru það Jafnaðarmenn. Alþýðublaðinu er það ljóst, að fólkið veit það, að Framsóknai’- menn muni liðtækastir um að lækka dýi’tíðina í Reykjavík. Tíminn skríður ekki fyrir Reykj avíkui’kaupmönnunum með því. að bii-ta mánaðarlega skrá yfir þá kaupmenn sem láti svo Htið að biðja hann fyrir auglýs- ingar. Alþ.bl. er sníkjudýr á kaupmönnunum! Kaupmennimir eru sníkjudýr á alþýðunni! Það er hin vonda samvizka Alþýðu- blaðsins um vanmátt og niður- lægingu, sem gerir hróp að Þórs- fiskinum og öðrum slíkum úi’ræð- um Framsóknarroanna. Reykjavík ríki. I Vísi sl. laugardag er grein um það að Reykjavík eigi að skilja við sveitirnar og verða isjálfstætt ríki. Og þetta á að verða til þess að bæta fjárhag- inn. En hversvegna getur Rvík ekki fengið Sogslánið né önnur ián nema með ábyrgð ríkisins? Ætli að það færi ekki um þessa byltingu hjá Möller eitt- hvað svipað og á dögunum þeg- ar stofna átti lýðveldið? Ætli það sti’andaði ekki á Gunnari á Selalæk eða einhvei’ju áþekku mikilmenni, þegar til kæmi. Þórsfiskur. Vísir í gær talar, í hjartans einfeldni íhaldsmennskunnar, um Þórsfisk. Bersýnilega skilja Möllersmenn ekkert í þeirri lát- lausu hagsýni J. J., að létta út- gei’ðarkostnað varðskipsins með því að láta það fiska, og lækka um leið dýrtíð í bænum með þvi að selja fiskinn sannvirði, þ. e. því verði, sem fyrir hami mundi fást, ef hann væri vexicaður og seldur á erlendum marlcaði. Hag- sýni íhaldsmanna nær aðeins til sjálfra þeii’ra, en er aldrei beitt ríkissjóði til gagnsmuna, né til hagsbóta alþjóð manna. Héðinn píslarvottur. Alþýðublaðið er að reyna að gera Héðinn að píslai*vætti. Þetta tekst ekki. Fyrst er nú nafnið. Það er alveg ómögulegt að setja það í samband við píslarvætti. Eða þá útlitið. Hugsið ykkur píslarvott: feitan, rjóðan og sæl- legan eins og Héðinn. Nei, ef Al- þýðublaðið þarf á píslarvotti að halda þá ætti það reyna að brúka þá Felix, eða dr. Guðbrand. Út- lit þeiiTa svíkur engan. G. Frá þingmálafundimum Jón Þorl. hélt fram kenningu Mbl. um að Trampe greifi hefði gert samskonar verk með því að slíta þjóðfundinum og Tryggvi Þórhallsson með því að rjúfa Al- þingi. Bergur sýslumaður sýn^i fram á, að líkingin væri skökk. Jón Þorl. gæti með engu rnóti verið annar Jón Sigurðsson. Og’ Tryggvi gæti heldur ekki verið annar Trampe. Það sem einkenndi verk Trarnpe. var ofbeldið — dönsku heimennirnir, sem áttu að hræða umboðsmenn íslendinga. Tr. Þ. hafði engan her, ekkert hervald, elckert til að hi'æða með. En Jón Þorl. hafði sinn her, sjálfboðalið- ana, sem dregnir voru saman ut- an um bústað forsætisráðherra á hverju lcvöldi þegar dimmt var orðið. Jón Þorl. og félagar hans voru Trampe frá 1851. í stað dönsku dátanna hafði Jón nú sitt eigið varalið. Það átti að hræða eins og’ herinn danski á þjóðfundinum. Ofbeldið var hjá Trampe og of- beldið var nú hjá íhaldinu og leið- togum þess. Hinn góði og drengi- legi-málstaður var hjá þjóðfundar mönnunum 1851 og Framsóknar- mönnunum 1931. V. ----o--- Jón i Gröfínní Hann Jón gamli hafði búið iangan búskap í koti síini, sem liét Gröf og stóð utarlega liér i þorpinu í sand- dield nokkurri, þar sem landiðvarað .ilása upp, en liér og þar stóðu dá- iilil böi’ð upp úr sandinum, með slút- andi bakka og liélfvisnuð vindstrá á kollinum. Kotið lians Jóns var fornfálegt, kaldur timburliúshjallur og ósjólegur. En einn góðan veðui- dag tók Jón gamli sig til og máiaði nússkrokkinn að utan með rauðum jg bláum Jit og tilkynnti síðan iiá liðlega, að héðan í frá liéti bústaður -'inn Fögruvellir. Reyndar héldu menn áfram að kalla það Gröf, enda máðist málningin fljótt af og upp runalegu litirnir gægðust út á hús- skrokknum og grasbörðin blésu upp smátt og smátt og foksandurinn jókst. Oft dctta mér Fögruvellir lians Jóns gamla í bug, þegar ,ég sé heit- jð „sjálfstæðisflokkur" sem nafn á samrúna þeim, er nú befir myndast í islenzku þjóðlífi síðustu áratugina og kallað hefir sig ýmsum nöfnum. „Sjálfstæðisfiokk" kalla þeir þetta þessa stundina. Fógruvelli kallaði Jón kotið sitt, þegar hann var búinn að klessa utan á kofann málningar- myndinni. Fýrir 20—30 árum var oft heit bar- átta um sjólfstæðismálin gagnvart Dönum. þá vildu þjóðræknir og hug- stórir íslendingar ráða sér sjálfir. þeir vildu hafa sinn eiginn fána. Samt gekk ekki slíkt baráttulitið, en foringjarnir voru öruggir, þeir Björn Jónsson, Skúli Thoroddsen o. fl. En afturlialdsliðið, sem linnt var í kröf- Sambandshúsinu sími 1121 er opin allan daginn. um við Dani og vildi alls okki ís- lenzkan fána, var liæði l'jölmennt og sterkt. í því liði voru flestir kaup- sýslumenn, fjöldinn af embættismönn- um, þó ekki allir, en svo að ségja liver einasti útl. búsettur í landinu. Ég man að þá voru kaupmennirnir bér í þorpinu minu, sýslumaðurinn og læknirinn aðalmáttarstólpariui-, sem börðust á móti sjálfstæðiskröf- um þeirra Björns og Skúla og voru æstir á móti ísleuzka fánanum. þess- ir menn lifa allir enn og eru nú traustar stoðir í „núveranda sjált'- stæðisflokki" og börn þeirra lialda uppi félagi „ungra sjálfstæðismanna" og teyma inn i það eitthvað af börn- um verkamanna, með dansi og sæta- brauðsáti. Ætli þetta sé tilviljun? Eða er þetta eklci sárha sagan alstað- ar, að harðsnúnustu andstæðingar sjálfstæðis ísiendinga fylli „núver- anda sjálfstæðisflokk"? þekkir nokk- ur fjárglæframenn, sein almenningur befir tapað á hundruðum þúsunda, sem ekki eru í „núveranda sjálf- stæðisflokki". þekkir nokkur búsetta danska káupsýslumenn í landinu, sem ekki eru öruggir flokksmenn í „núveranda sjálfstæðisflokki". Og hvers vegria eru þeir þar allir? 'Svara þú, bóndi eða verkainaður, sem enn kannt að styðja hinri „núver- anda sjálfstæðisflokk“ í bugsunar- leysi. Nei, vegna óhcilindanna um íslenzkt sjálfstæði hlýtur liið gamla, stolna sjálfstæðisnafn, er flokkur þeirra Björns og Skúla bar, að skarta illa og» sem öfugmæli á þessum dansklunduðu „spekúlanta“-samtök- um afturhaldsins. Og þeir reyna liráðlega ennþá einu sinni að skipta um nafn til að liylja með fortíð sína. Og enn kemur inér í liug Jón í Gröfinni. Mátli hann fari ekki bróð- um að mála kofann sinn aftur að utan og kalia hann þá Blómstur- velli? Gamall sjálfstæðismaður. ----O—— Jónas þorvaldsson kennári á Núpi í Dýrafirði var meðal íarþega með e.s. Gullíoss til Kaupmamiahafnar 19. f. m. Dvelur Jónas ytra í sumar bæði í Danmörlcu og Svíþjóð, sækir þar kennaranámsskeið og kynnir sér skóla- og fræðslumál. Ritstjóri: Gisli CoðmuudscoQ. Ásvallagötu 27. Síml 1345. Prent&xaiaja* Aeta.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.