Tíminn - 04.06.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 04.06.1931, Blaðsíða 1
2^f<greibsía C i m a n s er í €cef jargö.tu 6 a. 0pin óa^leg,a fl. 9—6 5imi 2353 ©Íaíbfeti og afgrci&slunia&ur Címans « K a n n d e i c, }Dorsteinsöóttir, Scefjargötu 6 a. KeyfjaDÍf. XV. árg. Héðinn Valdimarsson hefir í blaði verkamanna látið orð falla um að ég hafi talað mn ,,háskyíl“ og ,,lágskríl“ í Reykjavík. Ilann mun vilja láta líta svo út, að ég álíti suma fylgismenn Ól. Thors „háskríl“ og suma fylgismenn hans ,,lágskríl“. Ég hefi að vísu ekki sagt neitt í þessa átt. En það sem Héðinn mun eiga við, ef lýsing sú sem ég gaf á fundi á Patreksfirði af liðsdrætti að húsi forsætisráð- herra og að húsi fulltrúa fram- andi þjóðar meðan íhaldið og sumir socialistar héldu uppi æs- ingum í Reykjavík. Ég hefi jafnan, hvort sem ég hefi minnst á æsingar þessar á prenti hér á landi eða erlendis, eða í ræðum, tekið það skýrt fram, að verkamannastéttin í Reykjavík tók engan þátt í þess- um uppþotum, og sýndi uppþots- mönnunum kulda og jafnvel fyr- irlitningu í þessu máli. Kommún- ista-strákar voru eitthvað með í ólátunum, en þeir virðast yfir- leitt hafa hegðað sér miklu sóma- samlegar heldur en íhaldsæskan úr Heimdalli. Hún ber ábyrgð með foringjum sínum Thor Thors, Valdimai* hersi, Áma Pálssyni, Magnúsi guðfræðis- kennara, Ólafi Thors og Jóni Þor- lákssyni á skrílupphlaupum þeim sem gerð voru í Rvík, meðan byltingin stóð yfir. Að hve miklu leyti Héðinn Valdimarsson hefir óskað eftir skríluppþotum, verður ekki full- yrt. Hann mun væntanlega ekki hafa haft jafn ákveðnar óskir eins og bandamenn hans, Thors- bræður og Hersir. En að Ólafur Thors hefir hugsað sér að setja af stað þá krafta, sem komu fram síðar, er sú sönnun, að svo sem 10 mínútum eftir að forsæt- isráðherra hafði rofið þingið, kom Ólafur Thors æðandi til hans og sagði í mikilh reiði: „Ég ráðlegg þér að láta konu og börn fara úr bænum". Þetta er sama og að segja: Hér skulu verða æs- ingar, upphlaup og manntjón næstu daga. Ég óska að konur og börn tefji ekki fyrir hreysti- verkunum, eins og þegar Vatns- firðingai’ komu að Sauðafelli og hristu blóðugt sverð yfir Sól- veigu frá Odda. Ólafur Thors efndi heit sitt. Að undirlagi flokksleiðtoga í- haldsins voru stöðugir æsinga- fundir kvöld eftir kvöld við hús flokksins. Þar töluðu reiðir menn og drukknir menn. Þar talaði Magnús guðfræðiskennari um að í Englandi hefðu borgararnir eitt sinn drepið stjórnanda, sem rauf enska þingið. Á sama tíma héldu íhaldsmenn og socialista- leiðtogarnir einskonar aftur- gönguþing í Alþingishúsinu. Og þegar íhaldsmenn voru búnir að æsa sína fáfróðustu og óstiltustu menn við Varðarhúsið, þá var liðið flutt yfir að Alþingishúsinu og Jakob Möller, Jón Þorl. eða Héðinn héldu æsingaræður af þinghússvölunum. Þaðan var oftast haldið suður að ráðherra- bústað, og sungið, öskrað og gai’gað kring um húsið um eða eftir háttatíma. Það er haft eftir Jóni Þorláks- syni, að hann hafi sagt við trún- aðarmenn sína og þeir látið það berast út til liðsins, að ef haldið væri uppi stöðúgum hótunum og æsingum við hús Tr. Þórhallssonar I forsætisráiðherra, þá mýndi hann I og sifjalið hans ekki þola það, j og Tryggvi vinna það sér til lífs | og griða að segja af sér. Þá voru ! völdin komin í hendur íhaldinu, t og ]?á átti að halda áfi’am þingi sem ekki var til, og samþykkja allar þær lántökur, sem banda- mennina langaði til. Leiðtogar íhaldsins vissu að sumarið 1927 lá Tr. Þ. fyrir dauðanum af hættulegum sjúk- dómi. Þeir vissu að hann hefir af og til fengið aðkenningu af þess- um sjúkdómi síðan, og að honum eru af lækni hans bönnuð öll erf- ið ferðalög, svo og það að koma á hestbak. Leiðtogar íhaldsins vissu ennfremur að forsætisráð- herra átti 7 börn, flest lítil og konu sem ekki var heilsustei'k. Allt. framfei’ði íhaldsins bendir á, að þeir hafi reiknað með því, að á slíku bai’naheimili væri hægt að gera lífið með öllu óþolandi. Það væri ekki annað en æsa þá æstu, láta þá ærast urn göturnar í myrkrinu nótt eftir nótt með illyi’ðum þeim, sem slíku fólki er lagið, með hótunum um ofbeldi og árásir. Jakob Möller og Jón Þoi'l. áttu eftir að finna sjálfir þann eld brenna, sem þeir höfðu kveikt. ' Þegar Gunnar á Selalæk hafði i stöðvað byltinguna, komu þeir Jón og Jakob út á þinghússval- imar. Þá þótti liðsmönnum þeirra þeir vera deigir eftir öll stóru órðin. Þá hi'ópuðu Heimdalls- j menn hin mestu ókvæðisorð að j þeim báðum. M. a. fékk Jón að j heyra að „lýður“ hans áliti hann vera „svín“ og Jakob Möller var : beðinn að koma niður af svölun- j um, svo að hægt væri að beita j við hann vissi'i tegund af líkam- legu ofbeldi. í útlendum blöðum hafa þessar æsingar, afturgönguþingið og lýðveldisundii'búningur, sem j Gunnar á Selalæk hindraði að ! næði fi-am að ganga, orðið land- j inu til mestu hneisu. Það er enginn vafi á því, að atbui'ðir þessir stórspilla lánstrausti ís- lenzkra atvinnui’ekenda, bæjarfé- laga og’ landsins alls erlendis. Þar sem stjórnmálin eru rekin þannig, að heill landsmálaflokkur : ógnar þjóðskipulaginu með ski’íl- ræði og byltingu, þangað gengur ei'fiðlega að veita lánsfé með við- unandi kjörum. Menn úr íhaldsflokknum áttu þó eftir að sýna eina tegund af fólsku, sem enn meira umtal hef- ir vakið í öðrum löndum. Það var árásin á sendihen’a Dana og þá um leið á land hans. Eitt af þessum kvöldum, þegar Thor Thors og Valdimar hersir umkringdu bústað forsætisi’áð- herra með æpandi og ógnandi fé- lagsmönnum úr Heimdalli, fór ein deild af þessum mennilega her upp að húsi danska sendi- herrans og æpti þar illyrði um sendiherrann og þjóð hans. Við athugun hefir koniið í ljós, að Reykjavík, 4. júní 1931. Aukablað 4. einn af leiðtogum í þessu liði var Lárus sonur Guðrúnar al- þingiskonu. Sést af þessu, að jafnvel hin frómustu og guð- ræknustu heimili í Reykjavík hafa verið gegnsýi’ð af þeii’ri pólitísku hreyfingu, þar sem V aldimar hersir og dr. Guð- brandur frá Greifswald voru helztu andlegu uppsprettui'nar. Eiiendis koma slík uppþot við sendiheri’abústaðina fyrir á ein- stökiim br j álsemis-augnablikum þjóðanna, einkum þegar ófriður er að byrja milli landa. Sams- konar slu’ílæsingar eins og þær sem menn úr Heimdalli gei’ðu við hús danska sendiheri-ans áttu sér stað við bústaði franska sendiherrans í Berlín og þýzka sendihei’rans í París, þegar friði var sagt sundur milli þjóðanna 1870 og 1914. Á slíkum augna- bliltum, þegar blóðug styx'jöld er að byi’ja milli þjóða, er skiljan- legt, að slíkir atburðir komi fyr- ir. En að skrílhópar ráðist með svívirðingarorðum að bústað sem fulltrúi vingjamlegrar frænd- þjóðar býr í, er glæpur í þjóð- rétti, sem aldrei verður tekið nógu hart á. Slík rnóðgun við ná- búaþjóð er hin grófasta, sem hægt er að veita. Og slíkár móðg- anir setja djúp spor og gleymast seint. Jón Þoi’l. sagði á fundum í Bai’ðastrandarsýslu að framkoma flokks hans hefði verið „prúð- niannleg“ í uppreistarvikunni. Sést af þessu dómgi'eind Jóns, að hann kallar prúðmennsku, að ætla að breyta um landstjóm með of- beldi og að hafa í frammi við aðra þjóð algerlega tilefnislaust þvílíkar móðganir eins og menn úr Heimdalli gerðu sig seka um gagnvai’t dönsku þjóðinni*). í í’aun og vem er skiljanleg þessi vesalmennska nokkurs hluta af íhaldsæskunni, þegar athuguð er framkoma leiðtoga flokksins. Hvað eftir annað gera leiðtogar íhaldsins sig að undri. I fyrra- vetur er sett fimm manna nefnd lækna héi’ í bænum til að ryðja mér úr landstjóminni með fals- vottorði. Litlu síðai’ notar Jón Þorl. Kolku lækni í kosningahríð landkjörsins til að afla hinni guð- elskandi Guðrúnu Lárusdóttur 1‘ylgis, með þeim hætti sem kuim- ugt er. Litlu síðar setur Jón Þorl. met er hann hug’ðist að reyfa hina hneykslanlegu framkomu Helga Tómassonai’ frammi fyrir fulltrúum hálfi’ar Evi’ópu á þús- und ára þingi íslendinga. Skömmu þar á eftir gerir prófessor í lög- um við Háskóla íslands sig að álíka undri í augum erlendi’a þjóða, eins og’ þeir vom áður orðnir, Jón Þorláksson og Helgi Tómasson, með því að vita ekki hver munur er á þingsliti og þingrofi, og með því að búa til tilvitnan í rit erlends fræðimanns máli sínu til framdráttar. Þá er framkoma íhaldsins alla bylting- arvikuna beinlínis hliðstæð við *) Eftir fregnum að dæma hefir þetta atvik sett blæ sinn á viðliorf al- mennings i Danmörku til íslendinga. Söngflokkar frá Norðurlöndum gista nú Kaupmannahöfn, m. a. einn úr mestu íhaldsheimilum Reykjavikur. llafði gengið vel að fá Hafnarbúa til að taka sænska, norska og finnska söngmenn, en nokkuð tregar með samlanda Thors Thors og Hersis. Verður Dönum varla láð, þó að fi-amkoman \ið sendiherrabústaðinn kæli fremur en bæti hag þeirra til íslendinga. aðgerðii’ Einars Jónassonar, J»eg- ar hann úrskurðaði sig inn í em- bættið. Aldrei hafa þingfulltrúar hjá siðaðri þjóð gert sig seka um meiri bjánaskap, heldur Jón Þorl. og Ólafur Thors meðan þeir héldu upp hinu ólöglega þingi, sem þótt- ist ætla að samþykkja lög og mynda stjóm eftir að þingið var rofið. Og svo sýnir lýðveldisum- talið og feluleikar íhaldsins bak við • Gunnar á SelaJæk betur en flest annað þi-oska íhaldsleiðtog- anna. Það er óþarfi af Héðni Valdi- marssyni að gera svo mikið fyrir Ólaf Thoi-s að reyna að draga verkamenn þessa bæjar inn í skugga þeirrar ofbeldisframkomu, sem nokkur hluti íhaldsins hafði í fyrsta lagi af því, að þeir j fordæma makk Héðins og Ólafs Thors. Verkamenn vita, að Ólaf- | ur er svarinn andstæðingur þeirra. Þeir vita, að Ólafur sýnir verkamönnum ekki annað en gorgeir og andúð. Verkamenn vita, að launmakk Héðins við ól- af gengur út yfir stétt verka- mannanna. Þeir kunna eklti við að sjá þingmann sinn í faðmlög- um við vei-sta andstæðing sinn á svölum þinghússins. Vei'kamenn vita, að það voru Framsóknarmenn, sem komu Sigurjóni Ólafssyni að 1927, og að það var ekki minnsti neisti af von um endurkosningu Sig- urjóni til handa 1931, nema hann fengi kjörfylgi Framsóknar í Rvík. En með makki Héðins við Ólaf Thors var loku skotið fyrir að Sigurjóni yrði bjargað. Fram- sókn er á móti íhaldinu, eini flokkurinn sem hefir bæði vilja og mátt til að brjóta spillingu íhaldsins á bak aftur. Þessvegna kjósa Framsóknarmenn í Rvík heldur ekki lista Héðins, þar sem hann er bandamaður Ólafs Thoi’s. En af þessu leiðir það, að úr því Framsókn ekki kýs lista verkamanna í Rvík eins og 1927, þá verður Sigui’jón Ólafsson ekki kosinn. Vei’kamenn koma í mesta lagi einum að. En það er ekki nóg með þetta, að fjöldi vei’kamaima vill ekki kasta atkvæði sínu á glæ með því að kjósa Sigurjón, sem ekki kemst að. Þeir vilja heldur ekki með nokkru móti að Magnús docent komist að. Þessvegna verður niðurstaðan sú, að mikill fjöldi verkamanna kýs að þessu sinni með Framsóknarmönnum í því skyni að koma Helga Briem að. Og til þess hggja margar á- stæður. I fyrsta lagi er Helgi einn aí þeim fáu mönnum, sem hef- ir eitthvað gert verulega fyrir alþýðuna í Reykjavík. Þegar Magnús heitinn Kristjánsson gerði Helga að skattstjóra í Rvík, þá lækkuðu útsvörin stór- vægilega á hinum efnaminni mönnum og stéttum. Meðan Ein- ar Arnórsson var skattstjóri, var hann ósköp vingjamlegur yið þá, sem höfðu miklar tekjur 0g miklar eignir. Þeir fengu til- tölulega líkt útsvör, en fátækl- ingamir því hærri. En Helgi hér í frammi frá 14. til 21. apríl. Verkamenn eru þar með öllu sak- lausir og hafa þvert á móti gert milcið til að draga Héðinn sjálfan út úr þrældómshúsi íhaldsins. En eftir því sem bezt verður séð eru allir af leiðtogum íhaldsins í Reykjavík sekir um að hafa kynt undir fáfróða og lítilsiglda menn í sínum flokki, í þeim tilgangi að koma fram pólitískum málum með ofsa, hótunum og skrílsæðis- kenndum athöfnum. Og hámarki sínu nær þessi andstyggilega framkoma, þegar farið er að fremja skrílslegar athafnir gagn- vart vinsamlegri frændþjóð, sem ekki hafði gefið hið minnsta til- efni til þess að vera móðguð. J. J. Briem réðist móti þessari stefnu og tókst að létta mikið skatta- byrðinni af þeim fátæku yfir á þá efnuðu, sem Einar Amórs- son hafði látið sleppa með of lítil gjöld. Alþýðan í Reykjavík man þetta. Ilún veit að Helgi Briem er betri maður og réttlátari en Einar Anxórsson. Alþýðan hefir reynt að svo er. Vei’kin hafa tal- að sínu máli. I öðru lagi er alþýðan í Rvík mjög mótsnúin íhaldinu og hefir meg-nustu óbeit á því að svo- kallaðir leiðtogar hennar gangi inn á leynisamninga við íhaldið. Héðinn gat ekki fengið verka- menn til að starfa að neinu of- beldi eða æsingum í byltingar- vikunni, beinlínis af því, að verkamenn skyldu að hér var verið að reka erindi Ólafs Thors, en vinna á móti alþýðunni í bsen- um Þessvegna ei’ það nú, að fjöldi sjómanna og verkamanna segir: Við verðum tryggir við atvinnu- félagsskap okkar. Við stöndmn iast í Dagsbrún, sjómannafélag- inu og verkakvennafélaginu. En foringjar okkar hafa brotið móti rétti'i stefnu flokksins. Þessvegna viljum við hegna þeim hæfilega mikið. Við viljum 1 þetta sinn láta þá finna, að þeix’ geti ekki farið með okkur til Ólafs Thors eða annara þeirra manna, sem eru okkur verstir. Ef Iiéðinn sér að sér, hættir öllu rnakki við íhaldið, þá viljum við gjarnan gefa honum tækifæri í annað sinn. Og svo kemur lokaástæðan. Verkamenn og sjómenn eru móti íhaldinu. Þeir vilja lama það en ekki styrkja. Þeii’ vita, að ef þeir kjósa Sigurjón, er það sama og að kasta atkvæðinu á glæ. Það er sama og styrkja íhalds- listann. En þessir menn vita, að ef þeir kjósa Helga Briem, þá geta þeir komið að duglegum andstæðingi • íhaldsins. Það er eina leiðin til þess að hegna á hæfilega n hátt afvegaleiddum foi’ingjum socialista, og sýna réttmætt traust góðum dreng, sem ekki hefir gleymt verka- mönnum, þegar hann hafði að- stöðu til að styðja þeirra mál móti Einari Amórssyni, Sigur- birni í Vísi og öðrum dándis- þjónustupiltum Morgunbl.manna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.