Tíminn - 12.06.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.06.1931, Blaðsíða 1
XV. ár. Reykjavík, 12. júní 1931. Aukablað 8. Andsíæðingav íhaídsins i Reykjavík! Sameinisi um að koma Helga Briem inn í þingið í dagl Meiri framfarir! Fyrir mannsaldri stóð ísland öllum nálægum löndum langt að baki um verklega menningu og framkvæmdir. Það, sem af er þessari öld, hefir bilið milli vor og granna vorra minnkað stórum. En aldrei höfum vér% íslendingar gengið slíkum risaskrefum á framfarabrautinni sem undanfar- in f jögur ár — stjórnartíð Fram- sóknarf lokksins. Hvar sem farið er um landið blasa við framfarir og fram- kvæjndir, tröllauknar á íslenzkan mælikvarða. Öll héröð landsins hafa af framkvæmdunum að segja, meira eða minna. Ræktun landsins hefir aukizt stórlega fyrir margvíslegan at- beina Farmsóknarflokksins. Tímamót hafa orðíð í húsagerð sveitanna, með stofnun ' Bygg- ingar- og landnámssjóðs. Samgöngur hafa aukizt og greiðst að stórum mun, með meiri vegagerð, brúasmíð og símalagn- ingu en nokkru sinni áður á jafn- skömmum tíma, og stórauknum strandferðum. Bankamál landsins hafa komizt í stórbætt horf. Hlynnt hefir verið að menntun landsmanna, meir og betur en nokkru sinni fyr. Bamafræðslan hefir verið umbætt, héraðsskólum komið upp í sveitunum, og end- urbættir þeir, sem fyrir voru, gagnfræðaskólar stofnaðir í kaup- stöðunum, húsmæðraskólar stofn- aðir, Norðlendingar fengu menntaskóla, Reykjavíkurskóli endurbættur, undirbúin framtíð- arbygging fyrir háskólann og vönduð útvarpsstöð reist. Enn má nefna Menntamálasjóð, sund- laugar víða um land o. m. fl. Löggæzla, landhelgisvamir og tollvarzla hafa gerbreyzt til batn- aðar, og fangelsin komizt í nú- tímahorf. Bókhald ríkisins hefir verið umbætt og eftirliti komið á með embættisrekstri starfsmanna rík- isins. Margt hefir verið gert til spamaðar og hagræðis í ríkis- búskapnum (Arnarhvoll, ríkis- prentsmiðjan, skipaútgerðin, Landssmiðjan o. m. fl.). Framfarir þær og umbætur, smáar og stórar, sem þj óðin á að þakka Framsóknarflokknum og Framsóknarstjórninni, verða ekki tölum taldar. En „þeir, sem augu hafa, þeir sjái". Margvísleg og merk framfara- mál eru undirbúin, að meira leyti eða minna. Kosningarnar í dá'g skera úr því, hvort framfaraflokkur og framfarastjórn eiga að fara með völd áfram í þessu framfaraþurf- andi landi. Þær skera úr um það, hvort hér verða áframhaldandi umbæt- ur á hag, aðbúnaði og menningu þjóðarinnaiv eða ríkja skuli nú um stund dauðamók íhalds- mennsku og einstaklingssér- drægni. Þú svarar að þínum hluta, kjósandi, með atkvæði þínu í dag. Kj örlisti Framsóknarflokksins, listi athafnamannanna í vei-kleg- um og menningarlegum framför- um, er C-listi. „Sjálfstæðis"-herinn Ihaldsnafnið reyndist miður vinsælt. Þess vegna tóku íhalds- foringjarnir upp á því, að skipta um nafn. Þeir gátu ekkert nafn notað, er rétt lýsti einkennum flokksins og málum. Þá tóku þeir nafn, sem verið hafði vinsælt með þjóðinni og vonuðust eftir að geta ginnt að sér eitthvað af æskulýð á þvl Ihaldsmenn urðu að „sjálf- stæðismönnum". Og nú er fróð- legt að líta á „sjálfstæðis"-ljóma þeirra, er fremst ganga í hjörð- inni. Jón Þorláksson var uppkasts- maður 1,908 og andstæðingur fánamálsins 1906—1915. Magnús Guðmundsson beygði sig fyrir útlendingnum í Krossa- nesi og gerðist leppur útlendra auðmanna í Shell. Ólafur Thors er hálfur danskur maður að ætt og eðli. Einar Arnórsson gegndi utan- stefnu Danakonungs, samdi um- boðslaus við hann um mál lands síns og gerðist ráðherra „af kóngsins náð", án vitundar og vilja Alþingis. Guðrún Lárusdóttir lifir og starfar á fé því, er Danir greiða til heimatrúboðs. Þetta fólk gengur fremst í „sjálfstæðinu". Og aðalmálgagn flokksins, Morgunblaðið, er stofnað fyrir danskt fé. Fyrir fáum árum var formaður útgáfufélags þess al- danskur. Og skammt er síðan, að allverulegur partur hlutafjárins var eign danskra manna, búsettra í Danmörku*). Ef þetta er ekki „danskur mál- staður", þá er hann hvergi til á Islandi. D-listi = Danski listinh. Hefir ihaldið beðið konnng að „skakka leikinn"? Grein, sem út kom í danska blaðinu „Finanstidende" rétt eft- ir þingrofið, vakti talsverða at- hygli og umtal hér heima og það að vonum. Þar var nefnilega að því vikið, að í raun og veru væri þörf á því, að konungur færi þá þegar til íslands í þeim erindum að binda enda á þá deilu, sem nú ætti sér stað milli stjórnmála- flokkanna íslenzku. Flestir álitu þá, að þessi fárán- legu ummæli stöfuðu af ókunn- leik um afskifti konungs eins og þau hafa tíðkast, af íslenzkum málum. En skýring þessa fyrirbrigðis er nú fengin. Hún er fengin með íregnum, sem hingað hafa bor- ist frá Kaupmannahöfn allra síð- ustu daga. Þessar fregnir herma, að frum- kvæðið um för konungs hingað til að „skakka leikinn" sé kom- in héðan af Islandi. Fregnirnar herma, að einn nafnkenndur borgari búsettur hér í Reykjavík, sem er hirðmaður konungs, hafi af íhaldsins hálfu haft í frammi slíka málaleitun við konung sjálfan. Ihaldsmennirnir hafa þá eftir þessu ekki látið sér nægja, aS fara fram á það við Konungs- valdið, að virða að vettugi ráð- stöfun íslenzkrar þingræðisstjóm ar og setja hér konungkjörið þing. Þeir hafa þá líka farið fram á það við konunginn, að hann kæmi hingað í eigin persónu til að setja „hina konungkjömu" inn í umboðin. Þetta eru hinir íslenzku „sjálf- stæðismenn", mennirnir, sem í dag flaggá með íslenzka fánan- um á kosningabílum og fremstu síðu í Morgunblaðinu. Slíkum mönnum geldur þjóð- in í dag verðskuldaða fyrirlitn- ingu. A að vera skríll í Reykjayík? *) Fyndinn maður nefndi Mbl. eitt ] sinn „gamanblað Dana á íslandi". Forsprakkar íhaldsflokksins segja að Framsóknarmenn tali um skríl í Reykjavík. En það eru einmitt andstæðing- ar Framsóknarflokksins, sem frek ast hafa gengið fram í því, að sanna að Reykjavík eigi skríl. Þeir sön^uðu það vikuna eftir þingrofið 14. apríl s.l. og þeir sönnuðu það með vinnubrögðum sínum í barnaskólaportinu á kjós- endafundunum síðastliðna daga. Að undirlagi Jakobs Möllers og Magnúsar Jónssonar var safnað saman illa vöndum drengjum við ræðupallinn, til þess að æpa að ræðumönnum Framsóknarflokks- ins og vama áheyrendum að heyra mál þeirra. íhaldsmennimir þorðu ekki að láta kjósendur í Reykjavík heyra þau rök, sem ræðumenn Fram- sóknarflokksins höfðu fram að bera. Þeir þorðu því ekki af því, að þeir voru búnir að skrökva þyí að fólkinu, að Framsóknarmenn- imir væru óvinir Reykjavíkur. En geta kjósendur Reykjavík- ur þolað það, að þeim sé vamað að heyra rök stjórnmálaflokkanna sem þeir eiga að velja um við kjörborðið ? Er það ekki frekleg móðgun við reykviska kjósendur, að hóa saman æpandi götudrengjum til þess að taka frá þeim tækifærið til að dæma milli flokkanna? Er það ekki skylda kjósendanna að koma í veg fyrir að slík ó- svinna verði oftar höfð í frammi? Er þáð ekki skylda kjósend- anna að refsa þeim, sem þannig vnna að því, að setja skrílssvip á höfuðstaðinn? Reykvískir kjósendur eiga að gefa upphafsmönnum ófagnaðar- ins áminningu, sem dugir. Þá áminningu er auðveldast að gefa við kjörborðið og þar verð- ur hún eftirminnilegust. Löghlýðnir og friðsamr borg- arar, sem ekki vilja að Reykja- vík sé skrílbær, eiga ekki að láta atkvæði sín falla á Jakob Möller og Magnús Jónsson. Áminning kjósendanna við kjör borðið er það eina, sem getur komið í veg fyrir, að óhlutvandii' ofstopamenn leyfi sér að gjöra ráðstafanir til að spilla fundafriði og koma óorði á höfuðstaðinn. C-listiim er Framsóknarlístinn. Kjósið C-listann. Meiðyrðamál hefir Helgi Briem bankastjóri höfðað gegn ritstjór'a Vísis fyrir ósæmilegar aðdróttanir, sem í blaðinu hafa birzt nú í kosninga- baráttunni. Dróttaði blaðið því að Helga Briem, að hann hefði farið með falskar tölur viðvíkjandi verzlanaf jölda hér í bænum í sam- bandi við dýrtíðina. En tölur þær sem H. Br. nefhdi, voru teknar upp úr Árbók Hagstofunnar. Togarastöðvunin. Ný skýring. Andinn kemur yfir Jón ólais- son með seinheppilegum hætti í Þykkvabæ.Á fundi þar í fyrradag gaf hann þá skýringu, að togar- amir hefðu verið bundnir við hafnargarðana hér í Reykjavík á hávertíð í vetur af ótta við það að sjómennirnir mundu fá inflú- enzul Allir kjósi C-listann. C-listinn er Framsóknarlistinn. Til minnis 10 atriði af nokkrum hundruðum. Við kjörborðið er nauðsynlegt að muna þetta: 1. Það var fyrir íhaldsflokkinn, sem atkvæðin vom fölsuð í Hnífs- dal 1927, og það voru íhaldsblöð- in, sem vörðu fölsunina. 2. Það voru íhaldsmenn, sem frömdu mesta ódrengskap, sem kunnur er í stjómmálum, er þeir reyndu að fá Jónas Jónsson úrskurðaðan geðveikan. 3. Það voru íhaldsmenn, sem sáu ekki ólagið hjá Einari Barðastrandaryfirvaldi, breiddu yfir sjóðþurðina í Brunabótafé- laginu og vörðu vaxtatöku Jó- bannesar. 4. Það eru íhaldsmenn, sem sólundað hafa 33 miljónum af fé bankanna — fé almennings — og orsakað með því háa vexti og al- menna fjárþröng. 5. Það voru blöð íhaldsins, sem báru út róg um hag og láns- traust landsins s. 1. sumar og reyndu með því að hindra það, að ríkislán fengist. 6. Ihaldsblöðin, sem kenna sig við „sjálfstæði", hafa dróttað glæpum að æðstu mönnum lands- ins og sett með því skrílsmark á þjóðina í augum erlendra manna. 7. Ihaldið reynir að breiða yf- ir hugsjónaleysi sitt og viljaskort til framfara — reynir að fela hagsmunastreitu sína fyrir fá- menna auðborgaraklíku, — með því að segjast heita „sjálfs.tæðis- flokkur". Með þessu reynir það að vekja deilur um mál, sem all- ir Islendingar eru einhuga um og hafið er yfir flokkadeilur. 8. Ihaldið hefir gerzt svo ó- heyrilega ósvífið að nota helg- ustu mál manna, trúmálin, sem beitu til að veiða sér á kjörfylgi. 9. Það var íhaldslýður (= „sjálfstæðismenn"), sem gerði aðför að bústað sendiherra er- lends ríkis að náttarþeli, landi og þjóð til uppiverandi skammar. 10. Ihaldsmenn höfðu í frammi skrílslæti í barnaskólaportinu að kvöldi 9. þ. m., Reykjavíkurbæ til stórhneisu. Svona mætti telja óendanlega. Enginn samvizkusamur Islending- ur getur kosið ihaldsmenn á þing. Listi íhaldsins er D-listi, en A-lista-menn eru bandamenn þess. Einu andstæðingar íhaldsins eru Framsóknarmenn. Listi -þeirra er X C-listi. Kjósið hann! Ein sönnunin enn. Ólafur Thórs og Guðbrandur Jónsson héldu fund í Keflavík á sunnudaginn. Fundur þessi stóð í tvær klukkustundir, og hafa viðstaddir jafnaðarmenn sagt frá því, að framsöguræða Guðbrands Jónssonar hefði verið afsakan- leg lokaræða á þingmálafundi, sem staðið hefði í 10 klukku- stundir. Framsóknarmenn sendu engan ræðumann á fund þennan og þá höfðu þessir fullhugar íhaldsins og jafnaðarmanna ekk- ert til að deila um. Ekki er óværð- in í flatsænginni þarna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.