Tíminn - 04.07.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.07.1931, Blaðsíða 2
166 TÍMINN Fóíag ungra Framsóknarmanna heldur fund í Sambandshúsinu þriðjudaginn 7. júli næstk. kl. 8 Vg síðdegis. Eysteinn Jónsson hefur umræður um kosningarnar. Félagsstjórnin réttlœti og lýðræðisreglur, gripi til vopna til varnar ranglætinu og til þess að kúga meirahlutann og brjóta lýðræðið á bak aftur. það astand væri alveg sambærilegt við ástandið, sem nú er í Rússlandi og Italíu og til skamms tíma var á Spáni. t>að ástand er að vísu eðlileg afleiðing of- beldisstjórnar og minnahlutaveldis, en þegar svo er komið, held ég því fram, að það sé J. J. og aðrir for- ingjar Framsóknarflokksins, sem hafi tekið að sér að leika hlutverk og „endurfæða stjómmálastefnu þeirra Órækju Snorrasonar og feðganna úr Vatnsfirði". Og þetta á það að kosta, að þess er krafizt, að minnihlutinn misbeiti ekki völdunum! Reykjavík, 24. júní 1931. Jakob Möller. H. Ritstjóri Tímans hefir góðfús- lega leyft mér að sjá grein hr. J. M. í handriti og að gera við hana nokkrar athugasemdir. Hr. J. M. kemur ekki inn á byltingarskraf flokks síns yfir- leitt. Hann minnist ekki á þær greinar í Vísi, sem lúta að því að Reykvíkingum beri að slíta höfuð- bæinn með kjördæmi Ólafs Thors út úr hinu íslenzka ríki. Hann kemur heldur ekki inn á það fjár- hagslega hefndarstríð, sem pré- dikað hefir verið í sumum mál- gögnum íhaldsins' hina síðustu daga gegn bændastétt landsins. Hann minnist ekki, svo sem að líkindum lætur á þær tilfinningar, sem sumir flokksbræður hans, sem „eiga þak yfir höfuðið og skyrtu til að skýla bakinu“ eru nú famir að bera í brjósti við væntanlegar heimsóknir annara Islendinga, sem kynnu að vilja taka rétt sinn, til annara gæða lífsins, heldur en þeirra, sem íhaldsmenn vilja nú geta tekið með byltingu. Það sem hr. J. M. virtist meina er það, að hann og væntanlega einhver hluti af flokki hans telji réttmætt að taka með ofbeldi um- boð af Alþingi því, sem kosið var var 12. júní, ef hr. J. M. og flokksbræður hans telja sjálfir, að þetta þing eða sú stjórn er það velur geri eitthvað það, sem J. M. eða flokkur hans. telur að öðru- vísi hefði átt að vera. 1 stuttu máli liggur þá fyrir játning frá efsta manni íhaldslistans í Rvík frá kosningunum 12. júní, um að hann viðurkennir ofbeldis- og’ byltingaméttinn gagnvart þingi og stjórn, ef þeir óánægðu, sem ofbeldið fremja trúa sjálfir að þeir geti ekki komið málum sín- um fyrir nema með því að rjúfa þjóðskipulagið. Athugum nú málið nánar. Eins og áður hefir verið sagt hefir blað hr. J. M. og flokksbræður hans predikað áður í vor miklu víðtækari uppreist, svo sem að- skilnað Reykjavíkur frá öðrum landshlutum, heldur en þá, sem hr. J. M. vill nú viðurkenna. Það má þessvegna telja sennilegt, að íhaldsflokkurinn sjái ekki fært sem stendur að beitast fyrir „frí- ríki“ Reykjavíkur og Kjósai’- og Gullbringusýslu. Hr. J. M. virðist álíta að íhalds- menn hafi rétt til byltingar nú, ef þeim sýnist, af þvi að Framsókn- árflokkurinn hafi ekki hreinan kjósenda meirahluta bak við þing- meirahlutann. En íhaldið hefir bæði mikinn minnahluta á Al- þingi og í kjósendahópnum svo að þing og stjórn, sem það kæmi á laggir með ofbeldi yrði ekki meirahlutastjórn í þeim skilningi, sem hr. J. M. á við. Nú hefir blað jafnaðarmanna játað að flokki verkamanna hafi vegnað miður en biaðið vill vera láta, nú við kosn- ingarnar, af því að verkamenn vilji heldur Framsóknarþing- meirahluta og Framsóknarstjórn, heldur en íhaldsmeirahluta og íhaldsstjóm. Og verkamenn kenna yfirleitt og með miklum rétti gengisleysi sitt nú við kosning- amar óbeit kjósenda þess flokks á öllu samneyti við íhaldið. Einn af þekktustu leiðtogum socialista sagði í vor á fundi á Skeggja- stöðum í Ámessýslu, til afsök- unar því að eitthvert samstarf um eitt mál hefði komið til greina milli socialistanna og íhaldsns, að hann áliti, að flokkur hans yrði að vinna með sjálfum fjandanum undir vissum kringumstæðum, ef beinn hagnaður væri í boði. 1 þessum orðum lá skoðun þessa 'verkamannaforingja á íhaldinu. Og jafnvel hann var of bjartsýnn. Það er vitanlegt, að starf verka- mannaleiðtoganna á næstu árum hlýtur að verða það að þvo af sér blettina eftir allt samneyti við hið pólitíska myrkravald hér á landi. Hr. J. M. lendir því strax í vandræðum með byltingarkenn- ingu sína, fyrri liðinn. Enginn fræðimaður um þingi’æði í nokkru siðuðu landi, hefir nokkru sinni haldið fram vitleysu íhaldsins, að flolvkur, sem hafi beðið ósigur í kosningum, sem að öllu leyti eru löglega framkvæmdar megi grípa til ofbeldis. í Englandi hefir íhaldsflokkurinn nú miklu hærri kjósendatölu heldur en flokkur socialista. En socialistar í Eng- landi eru stærsti flokkur þings- ins, þ. e. hefir flesta þingfulltrúa. Þessvegna er hann nú stjórnar- flokkur. Og aldrei hefir heyrzt getið um, að íhaldsmönnum hafi dottið í hug að ná aftur völdum í Englandi nema með kosninga- sigri, byggðum á lögum og rétti, en ekki ofbeldi. En jafnvel á þeim ^rundvelli sem hr. J. M. velur sér er mál- staður hans óverjandi. Framsókn- arflokkurinn hefir ekki meira- hluta kjósenda að baki sér. En hann hefir þingmeirahluta löglega kosinn að lögum og landsrétti. íhaldsflokkurinn er heldur ekki meirahlutaflokkur, ekki hjá þingi og ekki hjá þjóðinni og myndi ekki öðlast neinn viðtökurétt, hvorki með skrílæsingum gagn- vart Alþingi, né þótt eitthvað af mönnum væri drepið eða limlest í því skyni að bæta þannig úr kosningaósigri þess flokks, sem hr. J. M. nú fyllir. Hr. J. M. virðist ganga úr frá því sem sönnuðu, að flokkur verkamanna vilji nú hjálpa fiokki hans til árása á vinnufrið þings- ins, ef íhaldið hefji þar óeirðir. En ekkert hefir heyrst um það frá verkamöimunum sjálfum. 1 vor tóku verkamenn engan þátt í skrílæsingunum með íhaldinu. Það er vitanlegt, að hinn prýðilegi maður, Erlingur Friðjónsson tap- ar fylgi mörg hundruð verka- manna á Akrueyri nú við kosn- ingarnar fyrir það að kommúnist- ar þar brigsluðu honum með vafasömum rétti um bræðing við íhaldið. Og blað verkamanna- flokksins er hreinlega búið að lýsa yfir, að það hafi greinilega komið í Ijós við kosningarnar, að vei’kamannak j ósendurnir - vil j a „allt fremur en íhaldið“. Eins og stendur þarf Fram- sóknarflokkurinn ekki yfirlýstan stuðning eða hlutleysi frá þing- mönnum verkamanna til að geta haft meirahlutavald á Alþingi. En kjósendur verkamanna hafa með kosningunum alveg lýst yfir ótví- rætt, að frá þeim þarf hr. J. M. ekki að vænta neinnar stjórnmála- liðveizlu. Verkamönnum er í fersku minni að íhaldsmenn hafa jafnan verið fúsir að féfletta þá í verzlun, sýna þeim fyrirlitningu og kulda í orði og verki, og að á hinn bóginn hefir hver þjóð- félagsleg umbót, sem verka- mannastéttin hefir fengið, verið framkvæmd annaðhvort með for- göngu eða stuðningi Framsóknar- manna. Þessvegna getur hr. J. M. verið fúllviss um að ef kenningar hans um að þeir óánægðu megi taka rétt sinn, fara að hafa ein- hver áhrif á verkamenn og sjó- menn, þá munu það verða bur- geisar íhaldsins, sem verkalýður Reykjavíkur talar við, ef ofbeldis- skraf íhaldsleiðtoganna leiðir þá rólyndu, en þjökuðu stétt nokk- urntíma á þær villigötur að gera það, sem íhaldið telur sér nú leyfilegt, ef það sé óánægt. Áður en skilið er við fyrri þáttinn í byltingarboðskap hr. J. M. þykir rétt að benda honum á að kenningu hans fylgja enn meiri annmarkar heldur en hann veit af. Ihaldsflokkuriifn sat í 4 ár á mjög vafasömu atkvæði „Sigurjónssonar Jónssonar á ísa- firði“. Socialistar í bænum voru í greinilegum meirahluta. — Málstaður Sigurjóns var meir en vafasamur yfirleitt, svo vafasamur að ef menn yfirleitt telja byltingar eðlilegt vopn eins og hr. J. M. vill vera láta, þá, var eðlilegt að verkamönnum á ísafirði hefði dottið í hug að „taka rétt sinn“ eins og Sigurð- ur barnaskólastj óri ráðleggur æskumönnum Reykj avíkur. Eftir því hefði hinn raunveruleg’i meiri hluti á ísafirði átt að kyrsetja Sigurjón með valdi og senda Harald á þing 1923. En um leið hefði íhaldsstjórnin orðið að hröklast frá völdum. Og íhalds- liðinu í Reykjavík datt ekki í hug að leiðbeina foringjum verkamanna inn á þessa braut, sem hr. J. M. mælir nú svo ákaft með. Annað dæmi er nú frá Snæ- 'fellsnesi. Þingmaður íhaldsins, Halldór Steinsson, hefir ekki meirahluta kjósenda í sýslunni á bak við sig. Framsóknarmenn og socialistar hafa mikinn meiri- hluta í sýslunni. Og þó að þá greini á um margt, þá munu ná- lega allir menn í þessum tveim flokkum vera samdóma um að þeir álíti hr. Halldór Steinsen ákaflega lítilfj örlegan þingmann, ög að þeir vænti einskis góðs af vinnu hans á þingi. En þrátt fyrir þetta er hr. H. St. löglega kosinn þingmaður Snæfellinga nú sem stendur. Honum verður ekki hrundið nema með ofbeldi. Andstæðingar hans eru í miklum meira hluta í sýslunni. Eftir kenningu hr. J. M. mega þeir hindra hann frá fulltrúastarfi sínu fyrir kjör- dæmið, með ofbeldi, ef þeim finst hann misbeita valdi sínu. Og það er enginn vafi á því, að Fram- sóknarmenn og verkamenn á Snæfellsnesi fá ærin tilefni í at- kvæðagreiðslum Steinsens á Al- þingi, til að grundvalla þá skoð- un, að hann misbeiti valdi sínu. Nú hefir verið sýnt fram á, að hr. J. M. ver ekki nema lítinn hluta af byltingarherlínu flokks síns. Ennfremur er sannað, að framsláttur hans um rétt kjós- enda til að taka rétt sinn öðru- vísi en með lögum, er hvergi heimilaður í alþjóðalögum né í stjórnarlögum íslands. Ennfrem- ur er sannað, að flokkur hr. J. M. er minnahluta flokkur í land- inu, líka hjá kjósendum, og að allar ráðstafanir Mbl. og Vísis með verkamannaflokkinn, eins og sérstaka deild af íhaldinu, virðast vera fullkomlega ástæðulausar. Ennfremur er sýnt með dæmum, að íhaldið hefir látið sér nægja, og lætur sér enn nægja, að taka sem lögleg umboð þingfulltrúa með þeim rétti sem H. St. hefir nú og jafnvel þeim mjög tak- markaða rétti sem Sigurjón Jónsson hafði til að vera fulltrúi meirahlutans á Isafirði 1923— 1927*). *) Iif íhaldið heldur að enginn liafi um sárt að binda með ónotað kjósendafylgi bakvið þingmenu, sem ekki ná kosningu og hóta þó ekki að brjóta þjóðskipulagið í mola, þá gleymir það aðstöðu okkár Fram- sóknannanna hér i bænum. Ég fékk sem annar maður á lista Framsókn- ar hér í bænum meira kjörfylgi, heldur en stendur á bak við Hall- dór Steinsen, Pétur Ottesen og Jón Auðunn. Og Helgi Briem, efsti maður á lista Framsóknar hér í bænum fékk meira fylgi en nokkur af hin- um 9 kjördæmakosnu þingmönnum íhaldsins, sem kjördæmi eiga út á Þá er komið að síðara lið i byltingarstefnu hr. J. M., því, hvenær þeir, sem bíða ósigur í kosningum, mega að hans dómi gera uppreist gegn þjóðskipulag- inu og skapa sér með ofbeldi, þar með væntanlega talin mann- dráp, það vald sem þeir ekki gátu fengið á löglegan hátt. í augum hr. J. M. hvíla engin bönd á þeim óánægðu í þessu efni, nema þau sem myndast í þein’a eigin huga. Ef flokkur manna í landinu álítur að meirihluti Al- þingis eða stjómin taki öðruvísi í málin heldur en væntanlegum uppreistarlýð líkar, þá er að dómi hr. J. M. fengin ástæða til að beita ofbeldi. Réttur hinna óá- nægðu í þjóðfélaginu til uppreist- ar, er þannig fyllilega viður- kenndur af þeim íhaldsþing- manni, sem flokkurinn léði mest fylgi nú við kosningarnar. I blaði hans Vísi frá 27. maí s. 1. dylgj- ar hann að vísu sérstaklega um uppreistarréttinn gagnvart Framsóknarmönnum, ef þeir fái við kosningar meirahluta á Al- þingi, sem og varð 12. júní s. 1. En af lífsskoðun höf. sem kemur fram bæði í öðrum greinum hans í Vísi og í svari hans við spurn- ingum mínum, kemur berlega í ljós, að aðrir óaldarflokkar í landinu geta í skjóli þessara kenninga framið uppreist og hermdarverk gagnvart eignar- réttinum engu síður en gagnvart þjóðskipulaginu, úr því að lög og réttur eiga ekki lengur að vernda borgarana, heldur á upp- reist að vera leyfileg fyrir þá sem álíta sjálfir að einhverir að- ilar í þjóðfélaginu verðskuldi, að eignir eða vald sé af þeim tekið með ofbeldi. Hr. J. M. fullyrðir í áður- nefndri grein í Vísi, að stjórn eins og sú, sem farið hafi með völd undanfarin ár, hafi breytt þannig, að uppreist og þá vænt- anleg bylting að hans dómi, væri réttlætanleg. Þar sem nú að flokkurinn hefir sem stendur meirahlutavald á Alþingi, má telja sennilegt að hr. J. M. og skoðanabræður hans séu nú þeg- ar að búa sig undir að brjóta niður með ofbeldi þjóðskipulag fslendinga, enda hnígur mikið af blaðaskrifum þeirra í þá átt. Þar sem hr. J. M. fullyrðir að framkoma Framsóknarstjómar- innar á undanförnum árum hefði réttlætt uppreist og þar sem hann nú telur að óánægja and- stöðuflokks geti verið nægilegt tilefni til að hefja ofbeldisverk, þá er rétt að nefna nokkur dæmi úv stjórnmálasögu undangenginna ára, sem sýna hverskonar mál hefðu getað fullnægt kröfum hr. J. M. um tilefni til ofbeldisverka. Ég ætla ekki að tala um vega- lagningar, símabyggingar, brýr, aukning á skipastól landsins, um- bætur í skólamálum eða heil- brigðismálum. Framkvæmdir Framsóknaramnna í þessu efni hafa verið flokksbræðrum hr. J. M. óánægjuefni og það stundum til muna. Ég ætla að taka önn- ur mál, sem hafa verið íhaldinu sérlega viðkvæm. Ég nefni í því sambandi vextatökumál Jóh. laixli. Samt náum viö Ilelgi Briem ekki kosningu, en Ól. Th., Ottesen, Steinsen, Jón Auðunn, M. Guðm., ís- herg, Jón Ól., Jóhann í Eyjum og Bjarni í Hafnarfirði verða þing- menn. Samt predikum við Helgi Briem ekki byltingu, heldur bíðum eftir næstu kosningum, að geta þá unnið þingsæti í Rvik, undirí vernd þjóðskipulagsins eins og það er. J. J. Jóh., Hnífsdalsmálið, afsetningu Einars Jónassonar og veitingar héraðslæknaembættanna á Seyð- isfirði, í Dölum og Stykkishólmi. Það er alkunna að blöð íhaldsins og leiðtogar hafa hamast út af framkvæmdum Framsóknar í öllum þessum málum. íhaldið var búið að svæfa Hnífsdalsmálið, og predikaði síðan ofbeldi gegn rannsóknardómai’anum. í Bol- ungavík hófu leiðtogar íhaldsins ofbeldi gagnvart dómaranum og verðsetti Hæstiréttur þá fram- komu gegn réttvísinni á 100 kr. Einar Jónasson fékk embætti sitt hjá Jóni Magnússyni, og stóð síðan undir sérstakri verad íhaldsins í 10 ár. Allir aðrir en leiðtogar íhaldsins vissu um ó- lagið á embættisfærslu hans. Samt tók Mbl. svari Einars, er hann hugðist með ofbeldi að sitja í embættinu. Um vaxtatöku Jóh. Jóh. vissi allur landslýður. Samt hafði íhaldsflokkurinn hann í hávegum, og kaus hann sem forseta Alþingis daginn eftir að undirdómur féll um sekt hans. Betur gat flokkurinn ekki undirstrikað meðhald sitt með brotlegri embættisfærslu Jóh. Jóh. og löngun síná til að fótum- troða lög og rétt. Um læknaem- bættin í Dölum, Snæfellsnesi og Seyðisfirði er hið sama að segja, að Framsóknafstjómin tók til greina eindregnar óskir héraðs- búa um veitingu þessara em- bætta. En þá reis íhaldið upp og egndi nokkra félagslega van- þroskaða lækna í Reykjavík út í beina uppreist gegn þjóðskipulag- inu. Með fullum stuðningi þess flokks sem nú predikar ofbeldi hefir klíka íhaldslæknanna leyft sér þá fáránlegu heimsku, að gera ráðstafanir til að taka í hendur alveg óviðkomandi manna rétt, sem framkvæmdarvaldinu einu ber að skýlausum lögura. Kjósendur á Seyðisfirði, í Dölum og á Snæfellsnesi hafa nú við kosningarnar mjög ótvírætt sýnt íhaldsmönnum hvemig þeir líta á uppreist læknaklíkunnar í Rvík gegn lögum og lahdsrétti. Eftir skýringu hr. J. M. hefði f ramkoma Framsóknarst j ómar- innar í hverju þessu máli verið nægilegt tilefni til ofbeldisverka frá hálfu þeirra óánægðu. Aftur mun það mála sannast, að hver ein þessi stjórnarframkvæmd og margar aðrar af sama tægi hafa skapað Framsóknarflokknum það traust hjá heiðarlegum borgur- um í landinu, sem glögg merki sáust um 12. jan. s. 1. Af því sem hr. J. M. hefir nú játað og af framangreindum at- hugasemdum, er það Ijóst, að allt skraf íhaldsmanna um bylt- ingu, um fríríki í Rvík, um Rvík sem lýðveldi með tveim sýslum í viðbót o. s. frv. er algerlega hlið- stætt við samskonar skraf frá hendi kommúnista bæði erlendis og hér á landi. Sá stjómmála- flokkur byggir stefnu sína á því að undirbúa byltingu og fram- kvæma hana við fyrsta tækifæri. Erlendis eru íhaldsflokkarnir taldir standa fjarlægastir slíkum ráðagerðum. 1 þeim flokkum eru fyrst og fremst efnamenn og menn sem lifa á annara fé eins og þeir væru ríkir. Þessir menn óttast byltinguna, og verða aldrei þreyttir á að láta blöð sín fordæma uppreistar- og ofbeldis- kenningar kommúnista. Erlendir íhaldsmenn vita vel, að ef þeir gefa kommúnistum nokkurt með- hald í orði eða verki, þá getur svo farið, að skamt líði þar til byltingarseggimir reka eyðslulýð borganna úr „villum“ þeirra, og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.