Tíminn - 11.07.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.07.1931, Blaðsíða 1
. J2^a.teibsía í t m a n s er í €a;fjaraötu 6 a. (Dpin baqleq,a> fL 9—6 Sími 2353 <S}aíí>feri og afgrei&sluma&ur Cimans e* Kannoeia, þ o r s t einsöótlir, Sœfjargötu 6 a. -XevfjaDÍf. XV. irg. Reykjavík, 11. júlí 1931. 51. blað. Ihalflii i. Fyrir nokkrum dögum barði maður að dyrum á heimili einu hér í bænum og leitaði upplýsinga um fólk, sem bjó á öðrum stað í húsinu. Enginn, sem viðstaddur var, þekkti þennan mann. En | gesturinn mælti á danska tungu. j| Hann hvorki skildi né talaði ís- I lenzku. Þetta þótti engum undar- ! legt, því að hér. í bænum eru margir Danir. En á treyjubarmin- um öðru megin bar útlendingur- inn merki, sem á var letrað: „Is- land lýðveldi"! Þeir, sem á horfðu, furðuðu sig á ræktarsemi þessa danska manns við hið ófædda íslenzka lýðveldi. Enginn, sem viðstaddur var, hafði séð merkið áður. En síðar kom á daginn, að ungir íhaldsmenn hér í bænum hafa gengist fyrir út- gáfu slíkra merkja og nota þau sem flokkseinkenni. Ihaldflokkurinn hefir alltaf ver- ið fremur illa þokkaður, ekki ein- ungis af andstæðingunum heldur einnig af sínum eigin mönnum. Það er nokkuð sjaldgæft, að íhaldsmenn kannist við flokkinn nema í sinn eigin hóp. Þegar þeir koma innan um aðra menn, telja þeir sig venjulega utan flokka. Foringjar flokksins njóta lítilla vinsælda. Blöð flokksins, einkum Mbl., eru hædd og óvirt af stuðn-. ingsmönnum sínum, og það jafn- vel í viðtali við andstæðinga. Árni Pálsson, sem er í talsverðu áliti fyrir greind og orðheppni hjá samherjum sínum á frægð sína mest því að þakka, að hafa farið meir eða minna opinberlega háðu- legum orðum um félaga sína, t. d. Valtý Stefánsson og Magnús Guð- muridsson. Árni sagði t. d. einu sinni, að ef hann ætlaði sér að skrifa í Mbl., þá yrði hann allt í einu svo heimskur (sjálfur tel- ur Árni sig gáfaðan), að það, sem hann skrifaði yrði alveg eins og „fjólurnar" hjá Valtý. Að þessu var mikið hlégið í íhaldinu, en í öðrum flokkum myndi hafa þótt drengilegra að þegja um ófull- komleika hins þarfa þjóns, meðan flokkurinn ekki þóttist of góður . til að'hafa hann til almennra verka. Það kemur stundum fyrir, að fólk, sem hefir lýti í andlitinu, fær óbeit á sjálfu sér. Þetta er mannlegur vanmáttur, þótt ástæðulaust sé. Samskonar ástand virðist vera nokkuð almennt í íhaldsflokknum. Einstaklingarnir, sem fylgja honum að málum, hafa óbeit á félagsskap sínum og sam- starfsmönnum. Fæstum þeirra dylst það í raun og veru, að mál- staður flokkksins er slæmur, og öllum þorra manna til meins, að hann nái fram að ganga. En mis- jafnlega ánægjuleg atvik, skap- ferli eða lífsstaða tengja þetta fólk við málstað, sem það í raun og veru sér, að er ósamboðinn sæmilegum mönnum. Þetta er ástæðan til þess, að svo margir íhaldsmenn fyr og síðar hafa þvegið hendur sínar á kostnað lítilsigldra manna við Mbl., þó að blaðið sé á engan hátt verra en flokkurinn yfirleitt. Sama tilfinn- ing kemur fram í áðbúð aðal- flokksforingjanna að mönnum eins og Guðmundi Jóhannssyni. Hefir Guðmundur þjónað flokkn- um af trú og dyggð í mörg ár og verið einskonar gangnaforingi í atkvæðasmölun flokksins hér í bænum. en hjá miðstjórninni og flokksmönnum sínum í bæjar- stjórninni fær hann álíka viður- kenningu og- Moi^gunblaðið hjá Árna Pálssyni. Það er að vísu engum óviðkom- anda til meins, þó að íhaldsfl. hafi óbeit á sjálfum sér og málstað sínum. En aðferðirnar, sem flokk- urinn nú á seinni árum er farinn að beita til þess að draga úr þess- ari óbeit hjá sjálfum sér og öðr- um, eru í mesta máta varhuga- verðar. II. Fyrsta ráðið, sem íhaldið fann upp til að gleyma sjálfu sér, voru nafnaskiptin vorið 1929. Einn af fyrverandi þingmönnum flokks- ins, Jónas Kristjánsson á Sauðár- króki, gjörði grein fyrir þessu fyrirbrigði á þann hátt, að íhaldið byggi, að 'vissu leyti, við sömu lífskjör og rjúpan. Bæði væru of- sótt af grimmum óvinum. Náttúr- an hefði miskunað sig yfir rjúp- una og gjört hana dökka á sumr- in eins og móana og hvíta eins og snjóinn á*veturna. Hisvegar hefði enginn miskunað sig yfir íhaldið á þennan hátt. Nafnbreytingin væri pólitísk litaskipti, sem flokk- urinn hefði fundið upp í sjálfs- vörn.. En ýmsir þeir menn, sem áður höfðu skipað Sjálfsiiæðisflokkinn undir forystu Björns Jónssonar, Skúla Thoroddsen og Bjarna frá Vogi, litu þetta tiltæki íhaldsfl. ómildum augum. Þeir voru ekki búnir að gleyma því, hvernig Jón Þorláksson hafði komið fram við Sjálfstæðisflokkinn 1908. Þeim fannst það náttúrlega hart, ef það flokksheiti, sem á sínum tírria var elskað af miklum meirahluta þjóðarinnar, ætti í framtíðinni að vera réttlaust gagnvart auðvirði- legum hagsmunaklíkum, sem þættust hafa hag af að taka það upp. Þeir vildu ekki una því, að „sjálfstæðis'.'-heitið kynni kannske fyr eða síðar að verða notað eins og nafn versta keisarans í Róma- borg handa vissri tegund húsdýra. Gamall Sjálfstæðismaður norður á Akureyri sagði, að foringjar íhaldsflokksins höguðu sér eins og líkræningjar, sem gengu í val- inn á nóttunni og plokkuðu dýr- gripi af hinum föllnu. Á fundi Sjálfstæðismanna (Frjálsl. fl.) í Reykjavík urðu miklar æsingar, en Sig. Eggerz og Jakob Möller, sem leyft höfðu „líkránið", voru hart leiknir. Afleiðingarnar af líkráninu voru dálítið misjafnar fyrir þessa tvo menn. Sjálfstæðis- mennirnir í Dölum sneru baki við Sig. Eggerz, 'en í Reykjavík voru „líkránsmennirnir" nógu sterkir til að gjalda Möller fyrir „leyfið". Næsta herbragð íhaldsflokksins var að taka trúmálin í þjónustu sína. Sú bardagaaðferð hófst fyr- ir alvöru í bæjarstjórnarkosning- unum í Reykjavík í janúar 1930, og var aðallega beitt gegn jafn- aðarmönnum. Mbl. birti þá dag- lega frásagnir (að því er bezt verður sé, tilhæfulausar að mestu leyti) um „trúarbragðaofsóknir" í Rússlandi, og lagði út af sögun- um með hæfilegri vandlætingu. Þessi mikli áhugi Mbl. fyrir trú- arbragðaofsóknum í Rússlandi rétt fyrir kosningarnar var ekki mjög torskilinn, og sízt eftir að Guðrún Lárusdóttir lýsti yfir því á pólitískum kvennafundi, þar sem andstæðingum var ekki boð- ið, að jafffaðarmenn væru höfuð- óvinir kristindómsins. Eftir þetta tók íhaldið miklu ástfóstri við kristindóminn og setti Guðrúnu í annað sæti á landlista um vorið. Guðrún Lárusdóttir hefir raunar bæði fyrir og eftir kosningar sýnt, að hún er saklaus af allri stjórnmálaþekkingu eða tilhneig- ingum til að gjöra meira gagn í þjóðfélaginu en títt er um reyk- vískar betri borgara frúr á henn- ar reki. En íhaldið þurfti hennar með til að sanna, að sementsverzl- un Jóns Þorl., „tankarnir" við Skerjafjörð og Kveldúlfstogararn- ir væru einskonar „foipóstar" himnaríkis á íslandi, og að sendi- bréf eins og það, sem Jóhannes bæjarfógeti skrifaði stjórnarráð- inu 1922, væru guði þóknanlegri en túnasléttur eða alþýðuskólar í sveitum. Tilraun íhaldsins til þess að skreyta sig með lýðveldishug- myndinni er alveg sama eðlis og nafnaskiptin eða framboð Guð- rúnar Lárusdóttur.¦•¦-• Foringjar íhaldsflokksins vita, að lýðveldis- hugmyndin er glæsileg í augum; ungra manna. Alvaran, sem felst á bak við lýðveldisskrafið, kemur fram á ekki óskemmtilegan hátt, í smásögunni, sem sögð var f upp- hafi þessarar greinar, að því ógleymdu, að það voru einmitt ís- lenzku „lýðveldissinnarnir", sem ætluðu sér að fá konunginn hing- að heim í vor til að „skakka ieik- inn". Sýnilega hafa þeir munað meir eftir sjálfum sér en lýðveld- inu þá stundina. Hér að framan hata nú verið nefnd nokkur dæmi þess, hvernig íhaldið hefir misnotað viðkvæm tilfinningamál til þess að „breiða yfir nafn og númer" og skýla sínu sanna innræti. Það hefir rænt' vinsælu nafni af andstæð- ingaflokki til að hylja málstað, sem ýmsir þeirra, er þetta nafn báru áður, myndu fyrirverða sig fyrir. Það hefir notað trúmálin, sem öllum þorra einstaklinga eru við- kvæmari en svo, að sæmilegt sé að draga þau inn í opinbera og óskylda baráttu. Og það hefir hulið sig á bak við lýðveldishug- sjónina, sem stendur í ómælan- legri fjarlægð frá þeim yfir- drottnunar- og sérgseðings hugs- unarhætti, sem er lífsafl íhalds- stefnunnar. En hér með er ekki allt talið. Samskonar vinnubrögð og hér hefir verið lýst virðast eiga að halda áfram. Síðasta átakanlega dæmið er misnotkunin á íslenzka fánanum. Af öllu því, sem áunnist hefir i sjálfstæðisbaráttu Islendinga, mun fáninn, hið viðurkennda tákn íslenzks þjóðernis, vera það, sem þjóðinni er einna hjartfólgnast. Og svo er um allar þjóðir,,að fán- inn er þeim ímynd alls þess kær- asta, sem íbúar landsins eiga sameiginlegt. Islenzki fáninn er sameign aUra Islendinga eins og móðurmálið og rétturinn til að kenna sig við landið. Hvar sem Utan ár heimi< Fjárhagsvandræðin í Ástralíu. Ástralía er sú heimsálfan, sem síðast var byggð hvítum mönn- um. Mestur'hluti álfunnar liggur á suðurhelmingi jarðar. Megin- land Ástralíu er um 7,7 milj. fer- kílómetra, en auk þess telst til hennar fjöldi eyja, flestra ör- smárra, sem dreifðar eru víða um Kyrrahafið. Stærstar þeirra eru Nýja Guinea og Nýja Sjáland. Nýja Sjáland er syðsti b.luti álf- unnar, og er loftslag þar kaldast. Þar -eru jöklar á hæstu fjöllum. Þar fara heimskautafarar um, á leiðinni til suðuríshafslandanna. Meginland Ástralíu er heitt, þurrt og strjálbýlt. Þar eru gras- sléttur stórar og eyðimerkur. Englendingar byggja landið. Upp- haflega voru þangað fluttir saka- menn frá Englandi og hafðir þar í útlegð. Frumbyggjar landsins voru blökkumenn, Ástralíunegr- ar, sem voru mannætur og lifðu einnig.að öðru leyti mjög frum- stæðu lífi. Þeir eru nú tiltölulega fáir eftir, 1—200 þús. í öllu land- inu, og lifa villimannalífi. En alls eru íbúarnir nú rúmlega 6 milj., meginhlutinn Englendingar. Inn- flutningur hefir verið mjög tak- markaður á seinni árum. Hefir verið fylgt þar sömu reglu og í Bandaxikjunum að velja úr inn- flytjeridum, og leyfa ekki nema ákveðinni tölu frá hverri þjóð að flytja inn ár hvert. Einkum hefir verið amast við innflutningi gulu þjóðanna, Kínverja og Japana. Ástralía er sambandsríki á svipaðan hátt og Bandaríki Norð- ur-Ameríku. Sambandslöndin eru sjö og hafa stjóm og þing út af fyrir sig. Sambandsríkið er brezk sjálfstjórnarnýlenda á sama hátt og Canada og Suður-Afríka. Fram til síðustu áratuga vár landbúnaður, og þá einkum kvik- fjárrækt, aðalatvinnuvegur í Ást- ralíu. Síðar hófst akuryrkja. UU er nú sem stendur aðalútflutn- ingsvara, þá hveiti, kjöt, smjör og skinn. Kjötið er flutt kælt eða frosið til Englands. Um miðja 19. öld fundust í landinu miklar gullnámui*. Þá komst fyrst skriður á innflutning fólks þangað. Enn er Ástralía eitt aðalgullland jarðarinnar. Á allra síðustu árum hefir kom- ið upp mjög mikill iðnaður í land- inu. Af hálfu hins opiribera hefir verið gjört mjög mikið til að styðja iðnaðinn, einkum með því að leggja háa verndartolla á inn- fluttan iðnaðarvarning. En sú lög- gjöf hefir haldið uppi háu verði á þessum vörum og komið hart niður á landbúnaðinum. En það á aftur á móti ríkari þátt í þeirri miklu fjárhagskreppu, sem nú er í landinu. Atvinnuleysi hefir vax- ið, en stjórnin hefir reynt að hindra það með lántökum er- lendis, jafnframt því, sem sam- bandsríkið og einstök fylki hafa haft með höndum stórfelldar framkvæmdir. Lánsféð hefir Ástralía aðallega fengið hýá bönkum í London. En sumar-ið 1930 voru Englendingar búnir að lána frændum sínum þar syðra svo mikið fé, að ekki þótti fært að halda áfram. Englands- banki sendi þá mann til Ástralíu til þess, í samráði við sambands- stjórnina, að rannsaka og gjöra áætlanir um fjárhag ríkisins. Ástralía skuldaði þá um 800 milj. kr., sem ósamið var um greiðslu á, í London. Sendimaður bankans fór fram á, að ríkið tæki ekki meiri lán erlendis, fyr en þessi skuld væri .að fullu greidd. En það er enginn hægðarleikur, því að skuldin nemur um 130 kr. á hvert mannsbam í Ástralíu. En hér er ekki talinn nema lít- ili hluti allra skuldanna. Samein- aðar skuldir sambandsríkisins og einstakra fylkja (sem sambands- ríkið ber ábyrgð á) eru um 22 miljairðar króna, eða ca. 3900 kr. á hvert mannsbarn í landinu*). Árlegir vextir af þessum skuldum námu 1930 ca. 12,4% af verði ársframleiðslu landsins. Samhliða því, sem skuldirnar hafa aukizt, varð stórkostlegt verðfall á útfluttum vörum, og útflutningur minnkaði einnig til stórra muna. Verðmæti útflutn- ingsvara var 31% minna árið 1930 en 1929, en verð innfluttra vara aðeins 9,% minna. Verzlun- arjöfnuðurinn héfir því versnað stórkostlega. Tekjuhalli á gildandi fjárlögum sambandsríkisins er áætlaður um 480 milj. króna eða 80 kr. á mann í landinu! Englendingum er þetta fjár- hagsástand Ástralíu ekki lítið áhyggjuefni. Eitt fylkið, New South Wales, hefir beinlínis neit- að að borga, og almennt er sú skoðun að ryðja sér til rúms, að ekki komi til mála að greiða þess- ar skuldir nema að einhverju leyti. 1 Ástralíu er bent á þær þungu fórnir, sem Ástralía hafi hafi fært í ófriðnum vegna Eng- lendinga. Ófriðarskuldir Ástralíu eru nú um 6 miljarðar (6000 milj.) króna, þar af ^A í Eng- landi, en auk þess greiðir sam- bandsríkið árlega hátt á annað hundrað milj. árlega til uppeldis fötluðum hermönnum og aðstand- um þeirra, sem féllu undir fán- um Breta í styrjöldinni. » *) Til þess að geia hugmynd um þessa miklu skuldasúpu, má geta þess hér til samanburðar, að saman- lögð lan, sem íslenzka ríkið ber ábyrgð á eru um 40 milj. eða 400 kr. á mann. framandi Islendingur fer um heiminn og sér fána þjóðarinnar blakta við hún, vekur það í brjósti hans viðkvæmar tilfinn- ingar til landsins síns og fólksins, sem þar býr. En einnig þennan helgidóm hafa „líkránsmennirnir" frá 1929 vanhelgað í þjónustu pólitískra flokkshagsmuna. Við undanfarnar kosningar síðustu tvö árin hafa kosninga- bílar íhaldsins vaðið í atkvæða- smölun um götur -höfuðstaðar- ins — undir íslenzka fánanum, rétt eins og hann væri llokks- merki íhaldsins, en ekki sameign þjóðarinnar. Og þó mun öllum góðum ls- lendingum hafa þótt taka út yfir, þegar íhaldið í Reykjavík gekk til „orustunnar" 12. júní s.l. með íslenzka fánann sem kosninga- upphrópun framan á háifdönsku Morgunblaðinu! Merkur maður sagði þann dag við ritstjói-a þessa blaðs: „Héðan af get ég ekki fengið af mér að

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.