Tíminn - 17.07.1931, Side 1

Tíminn - 17.07.1931, Side 1
^ZKfgceibsía ÍE í m a n s er t íœfjargötu 6 a. ©pin óaglega fl. 9—6 Simi 2353 JluftaMað ©jaíbferi og afgrci&slutrtaóur íímans et Kannueig o rsIeinsóóttir, Ccrfjar^ötu 6 a. 2?eyfjamf. II. árg. Reykjavík, 17. júlí 1931. 4. blað Klirlil m nokkra htinsvillliofði Byltingín á Spáni. Síðastliðið vor varð, eins og kunnugt er, stjórnarbylting á Spáni. Konungurinn, Alfons XIII. flýði úr landi og landslýðurinn, þar á meðal herinn, gekk upp- reisnarmönnum til handa. Bráða- birgðastjórn tók völdin í sínar hendur og boðaði jafnframt til almennra kosninga. Skipuð var nefnd lögfræðinga til að semja uppkast að nýjum stjórnskipun- arlögum, sem lagt verður fyrir hið nýkjörna þing. Formaður bráðabirgðastj órnarinnar er Al- cala Zamora. Undanfarjn 7—8 ár hafa Spán- verjar búið við einveldi. Komst einræðið á tíðindalítið, í sept- embermánuði 1923. Maðurimi, sem stjórnaði landinu næstu 6 árin hét Primo de Rivera og var hershöfðingi. Herinn og klerka- stéttin studdu hann til valdanna. Aðstaða hans til konungsins mun hafa verið svipuð og Mussolinis til konungsins á Ítalíu. Um það lleyti sem einvalds- stjórnin hófst voru erfiðir tímar á Spáni. Spánverjar áttu þá í ófriði suður í Marokkó í Afríku og höfðu beðið lægra hlut. Fjár- hagur ríkisins var illa kominn. Árlegur tekjuhalli á ríkisbú- skapnum var um 30 kr. á íbúa í landinu. Kommúnistar höfðu gjörst all umsvifamiklir víða um landið og komið á stað óeirðum meðal verkamanna og hvert hryðjuverkið rak annað. Á árun- um 1922—23 höfðu verið myrtir um 500 manns, sem riðnir voru við atvinnurekstur. I Cataloníu var sterk hreyfing í þá átt að slíta þann landshluta úr tengslum við ríkið, enda eru Kataloniubú- ar, að máli og menningu, frá- brugðnir öðrum Spánverjum. Gengi spánskra peninga var fallanda. Prirno de Rivera gekk til verks nreð harðri hendi. Hann réð yfir hernurn og beitti honum óspart. Sum vandamálin tókst honum að leysa á skömmum tíma, en önnur ekki. Honum tókst að leiða styrj- öldina í Marokkó til lykta á þann hátt, að þjóðin undi hlut sínum. Konnnúnistaóeirðimar bældi hann niður á svipstundu. Ilonum tókst að búa svo að Kataloniu- mönnum, að þeir létu við svo búið standa. En erfiðlegar gekk að reisa við fjárhaginn. Fyrstu árin tókst raunar að minnka tekjuhallann, en sú endurbót reyndist ekki til langframa. Og annað mistókst, sem miklu varðaði. Primo de River a varð aldrei vlnsæll með þjóðinni. Menn viðurkeimdu að vísu dugnað hans. Það orð lék á, að hann ynni 16 stundir í sólarhring. Það roun ekki verða hrakið, að á Spáni hafi orðið mjög stór- felldar framfarir þau 6 ár, sem Primo de Rivera stjórnaði land- inu. Honum tókst að skapa ör- yiggi um líf manna og eignir, og draga úr þeirri siðspillingu, sem ríkjandi var meðal dómarastétt- arinnar. Stjórnin kom á fót um .5000 skólum víðsvegar um iandið. Vegir voru lagðir og járnbraut- ir byggðar, þar á meðal tvær yfir Pyreneafjallgarðinn. Vatns- veitur voru byggðar í ýmsum borgum og byrjað á stórfelldum hefði láðst að framkværna. Þeir fengu alltaf góðar viðtökur en engin erindislok. Árið 1927 mun þeim konungi og Rivera hafa þótt hyggilegt að láta ekki lengur við svo búið standa og sýna viðleitni í þá átt, að koma á föstu stj ómarformi. Var þá boðað til kosninga og sett nefnd til að semja nýja stjórn- surnu leyti mildari tökum á and- stæðingum sínum en áður hafði verið. Ýmsir pólitískir fangar voru látnir lausir og öðrum leyft að hverfa heim úr útlegð, og verkföll voru ekki hindruð með valdi. En blaðaeftirlitinu var haldið. Á rneðan Primo de Rivera var við stjórn hafði athygli marnia út opinber uppreisn. Stjórninni tókst að bæla hana niður, og foringjar uppreisnarmannanna voru hnepptir í fangelsi. En Berenguer varð að fara frá völd- um. Aznar sjóliðsforingi kom í hans stað. Og nú lét stjórnin fyrir alvöru undan síga. Andstaðan í landinu var orðin sterkaii en svo, að við Aðalgatan í Barcelona (höfuðborg Cataloniu) og standmynd af Columbusi. áveituframkvæmdum í Ebrodaln- um. Stjórnin lagði sig fram til að auka aðsókn erlendra ferða- rnanna og kom á fót skrifstofum í því skyni. 1 Sevilla og Barce- iona voru haldnar sýningar, sem vöktu heimsathygli. En peningamáJin tókst Primo de Rivera ekki að leysa. -Gengi spönsku myntarinnar var alltaf óstöðugt og féll mjög undir það síðasta. Á „normal“ tímum jafn- gilda 25 spanskir pesetar ensku pundi. Á styrjaldartímanum var gengi spanskra peninga mjög hátt. Þá jafngiltu 16 pesetar ensku pundi. Um áramótin 1929 —1930 jafngilti enskt; pund 38 pesetum, en um það leyti sem Marokkóstríðinu lauk aðeins 27. Svo mjög lækkaði gildi spánskra peninga þann tíma, sem Primo de Rivera fór með völdin. Lántökur í því skyni að hækka gengi pe- setans reyndust árangurslausar. V erzlunar j öf nuðurinn var alltaf óhagstæður og því óhagstæðari sem lengra leið. Þannig komu fram út á við afleiðingar hins óheilbrigða stjómarfars. En um gagnrýni á einstökum atriðum var ekki að ræða, því að öll blöð voru undir eftirliti lengst af ein- valdstímanum, og þingið var ekki kvatt saman. Með því að kalla ekki saman þingið hafði konungur brotið stjórnskipunarlög ríkisins, sem mæla svo fyrir, að ekki megi líða meira en þrír mánuðir án þess að þingið sé starfandi. Með á- kveðnu millibili gengu þing-forset- arnir á fund konungs til að vekja athygli hans á þessu ákvæði stjórnarskrárinnar, sem honum arskrá. 1 þessari stjórnarskrá var vald konungs stóraukið. Blaðaeftirlitið var þá afnumið um stundarsakir, og þjóðinni gefinn kostur á að ræða breyt- ingarnar. Blöð andstæðinganna nötuðu sér óspart frjálslyndið og reðust heiftarlega á frumvarpið. Blaðaeftirlit var þá fyrirskipað á ný og stjórnarskráin lögð á hylluna. Primo de Rivera gjörði á síð- ari árurn tilraun til að koma upp einskonar Fascistaflokki, að í- talskri fyrirmynd. I því skyni stofnaði hann félag ættjarðarvina (Union Patriotica). En það náði aldrei sama vexti og Fascista- flokkurinn í Italíu. Og loks lenti Rivera í andstöðu við herinn, og það réð úrslitum. Eftir að hafa ráðfært sig við konunginn og fylgismenn sína, lagði hann niður völd 26. jan. 1930 og hvarf úr landi — þreytt- ur á sál og líkama eftir því sem fregnir hermdu. Erlendis reit hann nokkrar blaðagreinar og tók á sig ábyrgðina af einveldinu. Neitaði hann því ákveðið, sem ýmsir höfðu haldið fram, að konungur hefði átt frumkvæði að einvaldsstefnunni, en Rivera verið verkfæri í hendi hans. — Rivera lézt skömmu síðar — í marzmánuði 1930. Stj órnarfyrirkomulagið var hið sama og áður, eftir að Rivera lét af völdum. En þeir sem á eftir komu, voru ekki jafnokar hans. Eftinnaður hans var Be- renguer hershöfðingi, sem lýð- veldisstjórnin nú hefir stefnt fyrir herrétt. Stjórnin tók að lítið beinst að Alfons konungi eða hlutverki hans í því sem fram fór. En eftir að Rivera lagði niður völd, fór að verða breyting á þessu, enda lét kon- ungur þá meira til sín taka. And- staða frjálslyndra manna í land- inu gegn stjómarfyrirkomulag- inu beindist eftir þetta fyrst og fremst að konunginum. Alfons XIII. er fæddur árið 1886, og varð konungur strax í vöggunni, því að faðir hans var látinn, þegar Alfons fæddist. Ekki virðist hann hafa verið neinn þjóðskörungur. Mun hann hafa verið vel þokkaður meðal al- roennings en þó ekki notið mik- illar virðingar eða álits, en skap- stói’ og eigi ófús til stórræða. Nú eftir byltinguna er honum borið á brýn, að hann hafi verið fjáraflamaður meiri en góðu hófi gegndi. Ýms atvik eru tilgreind sem nokkra hugmynd gefa um sam- búð konungsins ' við ýmsa helztu menn þjóðarinnar síðustu árin. Konungurinn varð að sætta sig við það, að háttstandandi liðs- foringjar í hemum væru allt í einu „hættir að reykja“, ef kon- ungurinn bauð þeim vindling. Einn af þekktustu lögfræðingum og fjármálamönnum landsins neitaði að vinna eið með þeim ummælum, að á Spání væri eið- stafurinn orðiron markleysa, úr því að konungurinn sjálfur hefði brotið stjórnarskrána, sem hann hefði svarið að vemda. Jafnvel aðalforingi spanska íhaldsflokks- ins kallaði konunginn „pestar- skrokk“ (putrefying corpse“)! í desembermánuði 1930 brauzt henni yrði spornað. Blaðaeftir- litið var afnumið og fyrirheit gefið um nýjar þingkosningar. En s-á boðskapur kom of seint. Við bæjastjórnakosningar, sem fram fóru um allt land í apríl- mánuði fengu lýðveldissinnar yf- irgnæfanda meirahluta. Mótmæl- ín kváðu við hvaðanæfa. Verka- menn héldu kröfugöngur. Stud- entar við háskólann í Madrid tróðu mynd konungsins undir fótum. Þá brast einveldið. Kon- ungurinn hvarf úr landi eins og Primo de Rivera rúmu ári áður, og byltingamennimir, sem setið höfðu í fangelsi, voru fluttir upp í stjórnarsætin. Fregnir, sem borizt hafa af at- burðum á Spáni eftir byltinguna eru fremur óljósar. Það er þó víst, að talsverð ókyrð hefir verið í landinu og að stjómin hefir orð- ið að bæla niður óeirðir með her- valdi. Iierinn virðist ekki hafa sett sig upp á móti hinum nýju valdhöfum. Og óeirðir þær, sem átt hafa sér stað, hafa ekki verið sprottnar af andstöðu við lýð- veldið, heldur beinst aðallega gegn klerkastéttinni. Klaustur hafa verið brennd og aðsúgur gjörður að munkum og prestum. Kirkjan á Spáni hefir verið vold- ug og íhaldssöm, og klaustur- múrarnir standa fyrir augum byltingasinnaðra manna sem tákn gamallar kúgunar. Lýðveldis- stjórnin hefir nú orðið að vernda líf og eignir síns fyrrum voldug- asta andstæðings fyrir ásókn sinna eigin manna. I hinu nýja stjórnarskrárfrv. er gjört ráð fyrir skilnaði ríkis og kirkju. Því hefir verið spáð, að bylt-

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.