Tíminn - 18.07.1931, Page 1

Tíminn - 18.07.1931, Page 1
^fcjteifcsía Cimans er t £ccfjargötu 6 a. ©pin 6a^Iega> fL 9—6 Sínti 2353 (S>}aíbfecí og afgrci&sluma&ur dimant t* Hannueic^ f)orsteins&óttir, Scefjargötu 6 a. iJeYfjaDÍf. XV. ár. Reykjavík, 18. júlí 1931. 52. blað. Keytjayík og landið i. Gremja íhaldsmanna út af vax- anda fylgi Framsóknarflokksins hefir brotizt út með ýmsum hætti á undanfömum árum. En eink- anlega hefir hún komið fram í ofsalegum árásum á foringja flokksins og fulltrúa á Alþingi. Af hálfu íhaldsins hefir verið lagt allt kapp á að vekja ótrú kjósendanna víðsvegar um land á þingmönnum Framsóknai'flokks- ins í þeii'ii trú, að kjósendur í byggðum landsins yrðu fráhverfir þeim mönnum, sem beitt hafa sér fyrir máhim þeirra. Þing- mönnum Framsóknarflokksins hefir verið brugðið um það, að þeir vildu með valdboði svifta bændur eignarrétti á jörðum þeirra, að þeir væru vitgrannir menn og fákunnandi, sem ekki bæru skyn á löggjöf eða stjórn- arstörf og jafnvel, að forvígis- menn þeirra, t. d. Ti'yggvi Þór- hallssoir og Jónas Jónsson, væru samvizkulaus fúlmemri, sem ein- skis svifust, og lífshætta væri að eiga yfir höfði sér! Þannig hefir „agitationin“ verið rekin í dálk- um Mbl., við búðai'boi'ð í smá- kauptúnunr og yfir súkkulaðiboll- um á „betri iborgara“ heimilum í höfuðstaðnum. En allt þetta hefir' mistekizt. Fólkið sá, að Framsóknarflokkur- inn fór með völdin í fjögur ár, og engimr ympraði á því að taka jarðirnar af bændum. Þvert á móti var bændum hjálpað til að auka eignir sínar og gjöra þær meir arðberandi en áður. Það kom ennfremur í ljós, að flokkurinn þurfti ekkert að spyrja íhalds- menn ráða um það, hvernig ætti að framkvæma lagasetningu eða stjórnarstörf. Og það sýndi sig líka, að Framsóknarstjórnin var hvergi nærri eins illviljuð almenn- ingi og af hafði verið látið, því að hún gjörði rneira á fjórum ár- um til að létta lífsbaráttu þjóð- arinnar en áður hafði verið gjört á fjórum kjörtímabilum. Ihaldsmaður í Reykjavík sagði snemma á síðastliðnu vori, að það væri alveg ómögulegt, að Fram- sóknarflokkurinn sigraði við kosn- ingarnar 12. júní. Það hefði aldrei komið fyrir áður á Islandi, að stjórnarflokkur bæri hærra hiut í kosningabaráttu. Ef svo færi nú hlyti stjórn Framsólararflokksins að vera „bezta ríkisstjórn, sem setið hefði að völdum á íslandi“. En það gæti vitanlega ekki átt sér stað! Kosningarnar fóru samt á þá leið, að kj ósendurnir fengu Fram- sóknarflokknum allt það fylgi, sem hann hafði áður haft og drjúga viðbót að auki. Fyrir kosn- ingarnar var hann stærsti flokk- ur þingsins og eftir kosningamar r hi'einum meirahluta. Eftir því sem áðurnefndur íhaldsmaður sagði ætti það þá að vera sann- að, og ríflega það, að Framsókn- arflokkurinn hafi lagt þjóðinni til þá „beztu ríkisstjórn, sem setið hefir að völdum á íslandi". II. Nú eftir kosningarnar hefir baráttan gegn Framsóknarflokkn- um tekið á sig nýjan blæ. Hún beinist nú minna en áður að for- vígismönnum flokksins. íhaldið virðist nú loks hafa gjört sér það ljóst, að það beri tiltölulega lítinn árangur að ofsækja þessa menn með persónulegu níði og stað- lausum getsökum. Þessvegna er nú árásunum snúið beint að þeim hluta kjósendanna, sem nú skipar sér* í Framsóknarflokkinn, og þeim atvinnuvegi, sem þar hefir eink- um leitað trausts. Árásum höfuð- blaða íhaldsins, Mbl. og Vísis, hefir nú undanfar'nar vikur verið beint gegn bændastéttinni í heild og lífsmöguleikum hennar. Sveita- fólkinu hefir verið ógnað með „Reykjavíkurvaldinu“. Bændum á Suðurláglendinu hefir verið hótað því, að þeir skyldu ekki fá að selja framleiðslu sína í höfuð- staðnum, nema þeir kysu þá menn á þing, senr „Reykjavíkurvaldið“ léti sér vel líka. Og nú síðustu dagana hefir ver- ið gjörð ítarleg gangskör að því að ala á þeirri lífsskoðun, sem hættulegust er íslenzkri bænda- stétt: Þjóðinni hefir verið boðuð vantrúin á landið. Því er haldið fram, að landbúnaðurinn sé byrði á þjóðinni og geti ekki verið líf- vænlegur atvinnuvegur, að það sé í raun og veru Reykjavík, sem beri uppi atvinnulíf þjóðarinnar og að tekjurnar í ríkissjóðinn ís- lenzka komi að langmestu leyti af nokkrum malardagsláttum á Sel- tjarnarnesi, að Reykjavíkurbúar séu miklum órétti beittir í uiður- jöfnun ríkisgjaldanna, en séu hinsvegar tilfinnanlega sviftir að- stöðunni til að bera viðunanda hlut frá borði í þjóðfjelaginu. Blöð íhaldsflokksins hafa þann- ig í raun og veru opinberlega sagt bændastéttinni stríð á hendui'. Sá boðskapur, sem þessi blöð flytja, nú eftir kosningarnar', hlyti, ef honum væri almennt trú- að leiða af sér gjöreyðingu sveit- anna innan skamms tíma. Því að vitanlega væri það fásinna af þjóðinni að halda við atvinnuvegi, sem enga framtíð ætti og værí öðrum atvinnuvegum beinlínis til þyngsla. En frá sjónarmiði landbúnaðar- ins eru þessi skrif íhaldsflokksins á tvennan hátt heppileg. 1 fyrsta lagi sýna þau betur en áður, hvern hug íhaldið í Reykjavík ber til bændanna. I öðru lagi gefa þau tilefni til athugunar' og sam- anburðar á afkomu landbúnaðar- ins og annara atvinnuvega og leiðréttinga á margskonar mis- skilningi, sem átt hefir sér stað um þann skerf, sem landbúnaður- inn raunverulega leggur fram í líf sbaráttu þ j óðarinnar. Munu þessi atriði verða mörgum mönn- um íhugunarefni í náinni framtíð. III. Þegar talað er um framleiðslu- möguleika landbúnaðar og sjávar- útvegs, verður andstæðingum landbúnaðarins oft á að bera sam- an útfluttar landbúnaðarafurðir annarsvegar og' útfluttar sjávar- afurðir hinsvegar. Og þá stinga útflutningsskýrslurnar vitanlega mjög í augu. Árið 1928 voru, samkv. verzlunarskýrslum Hag- stofunnar fluttar út sjávarafurðir fyrri 70 milj. 634 þús. kr., en landbúnaðarafurðir fyrir aðeins 8 milj. 599 þús. kr. Sjávarafurðim- ar voru það ár 88,3% af öllum útflutningi landsins, en landbún- aðarafurðir aðeins 10,7%. En tölur útflutningsskýrsln- anna gefa mjög rangai' hugmynd- ir um raunverulega afkomu þess- ara tveggja atvinnuvega. Framleiðsla sjávar-útvegsins er yfirleitt seld á erlendum markaði og kemur því svo að segja öll fram á útflutningsskýrslunum. Ilinsvegar fer mikill meirihluti af framleiðslu landbúnaðarins til neyzlu í landinu sjálfu og um það ' segja útflutningsskýrslurnar vit- anlega ekki neitt. Nákvæmar skýrslur um verð- mæti íslenzkrar landbúnaðarfram- leiðslu liggja ekki fyrir. En eftir þeim gögnum, sem fyrir liggja í búnaðarskýrslunum, um búpen- ingsfjölda og uppskeru matjurta árið 1929 (síðasta árið, sem þær skýrslur eru til um) má við laus- lega áætlun gjöra ráð fyrir, að það hafi verið nálægt því, sem hér segir. Sauðfjárafurðir má áætla svo: Eru þá enn ótaldar afurðir af alifuglarækt, silungs- og laxveiði í ám, svo og ýmsum hlunnindum, sem telja verður með landbúnað- arframleiðslu. Það er því alveg óhætt að gjöra ráð fyrir að land- búnaðurinn hafi árið 1929 gefið af sér um 25 miljónir króna r framleiðsluvörum. Tveir þriðju hlutar af þessu verðmæti eru notaðir í landinu sjálfu. IV. Það er augljóst af því, sem nefnt er hér að framan, að út- ! flutningsskýrslurnar gefa í raun- inni enga hugmynd um fram- leiðslumagn atvinnuveganna. En þó að nokkumveginn fullkomnar upplysingar fáist um framleiðsl- una, þá er sú vitneskja eigi held- ur fullnægjandi, þegar meta skal innlög atvinnuveganna í þjóðar- búið. Hvorki framleiðslumagnið eða verðmæti þess eru öruggur nrælikvarði á afkomu atvinnu- veganna. í verzlunarskýrslum Hagstof- unnar 1928 er gjörð sundurliðun 400 þús. lömb til slátrunar @ 20,00 kr. 8.000.000,00 8 — sauðir— — @ 50,00 — 400.000,00 2 — hrútar — — '@ 40,00 — 90.000,00 100 — ær — — @ 18,00 — 1.800.000,00 800 kg. ull @ 1,50 pr. kg. — 1.200.000,00 Mjólkandi kýr í landinu eru um , 21 þús. talsins. Ef gjört er ráð fyrir 2500 lítra meðalkýrnyt á ári, er árleg mjólkurframleiðsla í landinu 52 % milj. lítra. Ef mjólkurlítrinn er reiknaður á 20 aura til jafnaðar, hefir landbún- aðurinn nú undanfarið framleitt mjólk fyrir 10% milj. kr. árlega, en mjólkin hefir að heita má ein- göngu farið til neyzlu á heimil- unum, þar sem hún er framleidd eða kaupstöðum landsins. Sláturafurðir nautgripa má á- ætla sem hér segir, samkv. bún- aðarskýrslunum 1929: Samtals kr. 11.490.000,00 ; innflutnings í neyzluvörur og framleiðsluvörur. Neyzluvörur eru það, sem fólkið sjálft þarf til lífsframfæris, matvörur, klæðnaður, húsgögn o. þvíl. Framleiðsluvör-ur eru aftur á móti það, sem ekki fer beinlínis til lífsframfæris, en er nauðsyn- legt til þess að reka atvinnuveg- ina eða gjöra framleiðsluna mark- aðshæfa. Til framleiðsluvara telj- ast vélar og verkfæri, skip, veið- arfæri, efni í hús sem notuð eru til atvinnurekstrar og sumar vörur að nokkru leyti (hér á landi að mestu leyti) svo sem 1700 vetrungar @ 175/00 .....................kr. 297.500.00 1500 kýr @ 150/00 ...........................— 225.000.00 300 naut fullorðin @ 250/00................— 75.000.00 17800 kálfar @ 12/00..........................— 213.600.00 Þá mun láta nærri, að slátrað sé um 4 þús. hrossum árlega í landinu. Sé hvert sláturhross reiknað á 100 kr. nemur sú upp- hæð samanlögð 400 þús. lcr. Geitféð var árið 1929 um 3 þús. að tölu. Afui’ðir þess eru varlega áætlaðar- 150 þús. kr. Eftir eru þá garðávextirnir. Árið 1929 var landbúnaðarfram- leiðslan sem hér segir (meðalverð áætlað): Samtals kr. 811.100.00 salt, kol og olía. Árið 1928 var hlutfallið milli innfluttra neyzluvara og fram- leiðsluvara þannig, að neyzluvör- ur voru ekki nema 42%% eða rúnrlega 2/5 af innflutningnum. 57%% af innflutningnum voru framleiðsluvörur. Það ár nam innflutningurinn alls 64 miljón- um 394 þúsundum króna, samkv. skýrslum Hagstofunnar. Nú er það vitanlegt, að af inn- 40 þús. tn. kartöflur @ 20/00 ...............kr. 800.000.00 15 — — rófur @ 12/00..........................— 180.000.00 Kál o. fl. lausl. áætl.. .....................— 20.000.00 Samtals kr. 1.000.000.00 Verðmæti landbúnaðarfram- leiðslunnar ætti því árið 1929 að lrafa verið eitthvað nálægt því sem hér segir: fluttum framleiðsluvönim fer hverfandi lítið til landbúnaðar- ins. Hagskýrslurnar telja það að- eins 1 milj. 830 þús. kr. árið 1928 . . kr. 11.490.000.00 .. — 10.500.000.00 ca. — 811.000.00 .. _ 400.000.00 .. — 150.000.00 . . — 1.000.000.00 Samtals kr. 24.351.000.00 Sauðfjárafurðir.............. Mjólk........................ Sláturafurðir nautgripa.. . . Sláturafurðir hrossa ........ Afurðir af geitfé............ Garðávextir.................. eða 2,8% af öllum innflutningn- um. Af framleiðsluvörunum kaup- ir landbúnaðurinn því ekki nema um 5% eða V20 til sinna þarfa. Allt hitt, þ. e. 95% af fram- leiðsluvörunum, hefir farið til framleiðslu í kauptúnum og kaup- stöðum og þá auðvitað að miklu leyti til sjávarútvegsins. Það liggur í augum uppi, að þeir atvinnuvegir, sem flytja inn i landið 95% af framleiðsluvör- ur.um (en þær eru nærri 3/5 af inn- flutningnum alls) verða að láta nokkuð mikið af framleiðslu sinni ganga til þess að greiða þann innflutning, og að þann hluta framleiðslunnar, sem til þess fer, má ekki telja með, þegar gjöra skal upp það, sem atvinnuvegimir leggja inn í þjóðarbúið. Jafnframt er þá full ástæða til að benda á þá staðreynd, að í hinni nriklu innflutningsþörf frarnleiðslutækja handa einstök- um atvinnuvegum, liggur mikil hætta fyrir afskekkta þjóð. Hindrun flutninga til landsins, t. d. vegna ófriðar, þýðir fullkomna stöðvun slíkra atvinnuvega. — Mætti þá jafnframt vekja athygli á því, að reykvíska „fríríkið“, sem undanfarið hefir verið talað um í íhaldsblöðunum, myndi sennilega verða hunguimorða á hálfum mánuði, ef það ætti að standa einangrað frtá öðrum landshlutum og styrjöld hamlaði samgöngum við umheiminn. (Meira). Utvinjjkisiis Dagekrá þess og gjaldskrá. I. Morgunblaðið 21. júní síðastl. hefir í viðtali við Einar H. Kvar- an rithöfund látið mnmælt á þessa leið: „Um álit E. H. Kvarans á stjórn og tiltektum útvarpsins að öðru leyti er ekki ástæða til að fjölyrða að þessu sinni“. Sama blað hefir í viðtali við Önnu Borg leikkonu 1. júlí síð- astliðinn látið ummælt, sem hér segir: „— Talið berst að íslenzka útvarp- inu og viðkynningu Önnu Borg við það. — En, segir hún, setjið ekkert urn það i blaðið, því þegar ég kem hingað heim, til að hvíla mig, þá vil ég ekki fara að skifta mér af einu eða neinu til aðfinninga". Drýgindi Morgunblaðsins eru auðsæ yfir því, að geta farið hér með dylgjur merkra manna út- varpinu til álitshnekkis. Sú af- staða blaðsins er að vísu ekki nýstárleg né umtalsverð. Hitt skiftir meiru máli og vekur furðu, er þau Einar H. Kvaran og Anna Borg láta Mbl. óátalið fara með dylgjur í þeim tilgangi að óvirða útvarpsstarfsemina. Aðfinnslur byggðar á velvild og viðleitni til skilnings á byrj- unarörðugleikum útvai’psins eru þakkarverðar hvaðan sem þær koma. Aðfinnslur og árásir byggðar á eðlilegum þekkingar- skorti eru tíðar og afsakanlegar. En nafnlaust níð og nafngreind- ar dylgjur er hvorttvieggja óaf- sakanlegt, enda ekki vert viðlits né svara. Byrjunai’örðugleikar útvarps-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.