Tíminn - 18.07.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.07.1931, Blaðsíða 2
174 TÍMINN ins hafa verið miklir og stjórn- endum útvarpsins og starfsfólki Ijósari heldur en þeim, sem mest rita um útvarpið og þykjast manna dómbærastir um þau mál. Stofnunina alla, skipulag hennar og vinnubrögð hefir orðið að byggja upp frá rótum og að sumu með frumlegum hætti. Starfsfólkið hefir smámsaman orðið að læra vinnu sína og þreifa sig áfram um bætta skip- un starfsins. Öefað má telja, að vegna fámennis okkar hafi hér verið mun færri mönnum skipað til verks við frumstörf þessarar nýmyndunar, heldur en annars- staðar hefir tíðkast. Við þetta bætast svo sérstakir örðugleikar vegna óhentugs húsnæðis. Til skýringar má benda á það, að störf, sem hvarvetna annarsstað- ar eru látin fara fram í tveimur stofum og auk þess stórum sal, hafa í byrjun hér heima orðið að fara fram í einni stofu, — út- varpssalnum. Þessi stofa hefir verið allt of lítil, til þess, að kórar eða stórar hljómsveitir hefðu þar viðunandi aðstöðu. í stofunni hefir allt orðið að fara fram samtímis: framsögn dag- skráratriða, flutningur dagskrár- efnis og tímamerki. — Það hef- ir verið fært í frásögur og talið mjög táknandi um ófullkomleika og „kultur“-skort útvarpsins ís- lenzka, að klukka hefir slegið í útvarpssalnum meðan á flutningi útvarpsins hefir staðið. Þetta hefir komið fyrir nokkrum sinn- um, vegna þess að flutningur út- varpsefnis hefir staðið yfir leng- ur en ráð var fyrir gert. Svo er til ætlast, að þögn sé í salnum meðan klukkan slær 9 að kvöldi og síðan hefjist fréttirnar sam- stundis. Byrjunarannmarkar þessir hafa að vísu verið hvumleiðir, en þeir hafa vissulega mætt meira á starfsfólki útvarpsins, sem hefir orðið að vinna verk sín við svo ófullkomin skilyrði, heldur en út- varpsnotendum. En byrjunarann- markar við útvai*p munu ekki vera einsdæmi hér á landi. í fyrstu árbók útvarpsins danska er mynd af fyrsta útvarpssalnum þar í landi. Mun sú stofa hafa veriö litlu eða engu stæni en út- varpssalurinn okkar. Og í þeirri stofu fór allt fram, eins og hér. 1 fyrra heimsótti ég höfuðút- varpsstöðvar í fjórum löndum og höfðu engar þein*a enn komið sér upp eigin húsnæði fyrir út- varpssali sína og skrifstofur, heldur störfuðu í bráðabirgðar húsakynnum. Nú hafa Bretai* reist geysistórt hús í London til nota fyrir útvarpið brezka. TJtvarpið er nú vaxið upp úr barnasjúkdómum sínum hvar- vetna í nágrannalöndunum. Er mikil ástæða til að vona, að því takist það einnig hér á landi. Með haustinu, áður en útvarpið byrjar næstu dagskrár með auk- inni dagskrá, mun það flytja að- setur sitt í nýtt og ágætt hús- næði í símahúsinu nýja við Aust- urvöll Mun þar verða bætt úr ýmsum vandkvæðum, sem hingað til hafa staðið fyrir þrifum. II. Útvarpið íslenzka hefir ekki, fremur en útvai*p annara landa, farið varhluta af gagnrýni. Gagnrýnendur eru reyndar háðir sömu lögum og útvarpið sjálft, að dómhæfi þeirra er áfátt, jafn- vel þótt af góðgimi sé dæmt, meðan útvarpið er hér enn í bernsku. Enda mun mega með sanni segja, að gagnrýnin hafi yfirleitt ekki verið útvarpinu mikils virði. Hefir þar oft brost- ! ið annaðtveggja: þekkingu eða j góðgimi og stundum hvort- tveggja. Sumt af gagnrýninni hefir borið höfundum sínum vitni, enda þótt þeir hafi viljað dyljast. I öðmm löndum, til dæmis í Danmörku, er útvarpsgagm*ýnin mikilsverð náma fyrir skopritara, svo sundurleitar, gagnstríðandi og hjákátlegar eru aðfinnslur útvarpsnotenda. Tæplega munum við íslendingar verða aðnjótandi slíkra hlunninda til verulegra drátta. 1 fyrsta lagi er okkur kýmni ekki lagin. Og í öðru lagi mun forsjóninni, vegna fámenn- is okkar, tæplega þykja sann- gjarnt, að sæma okkur með nema einum Ágústi Jóhannessyni, þar sem Danir eiga vitanlega marga slíka furðugripi, sem ganga með „króniska“ útvarpsdellu. — Um gagnrýnina er það sérstaklega eftirtektai*vert, að mjög fáar að- finnslur hafa borist úr sveitum landsins, þar sem útvarpsstarf- seminni mun vera fylgt með enn meiri athygli, heldui- en í kaup- stöðunum, þar sem völ er dag- legra frétta, blaða og greiðari samgangna. Mjög mikið af gagn- rýninni hefir borið merki póli- tískrar óvildar til forstöðumanna útvarpsins og er fyrir þá sök einskis verð. Langmest af gagn- rýninni hefir til þessa verið reist á of lítilli reynslu og ónógri þekkingu og getur því ekki held- ur komið að liði. Eáar raddir í þessa átt hafa komið frá þeim mönnum er ætla má að séu eink- ,um dómbærir um málið. Eigi að síður hafa útvarpinu borist nokkrar þarfar bendingar, sem hafa 'verið teknar til greina, eftir því sem ástæður hafa leyft. Nálega allsstaðar í sveitum landsins nýtur útvarpið nú þegar mikilla vinsælda. Þakklátssemin, sem andar frá hinum afskekktu byggðum, verður starfsmönnum útvarpsins ljúfari hvöt og heil- brigðari, til þess að vanda til starfs og útvarpsefnis, heldur en meinfýsi sú, sem of mjög auð- kennir sumt af gagnrýni út- varpsnotendanna. Alþýðublaðið 22. f. m. lætur ummælt á þá leið „að því lengur, sem útvai*pið starfar, því hávær- ari verði óánægj uraddimar“ og að mjög margir, „sem ætluðu sér að fá útvai-pstæki séu nú hættir við það og telja þá ástæðu fyrir því, að starfsemi útvarpsins sé svo léleg, að ekki borgi sig að eyða fé í það“. Svona sleggjudómur hefði ver- ið skiljanlegm* frá hendi Ágústs Jóhannessonar, en hann er mjög vítaveiður frá hendi blaðs, sem ætlast til að mark sé tekið á um- sögnum sínum. Ef Alþýðublaðið hefði spurst fyrir um starfsemi útvarpsins, áður en það, að hætti slefbera, lagði þennan sleggju- dóm öðrum í munn, þá hefði það getað orðið fróðara um stai'fsemi útvarpsins á þeim tíma, sem liðinn er. Yfirlitið er í stuttu máli þetta: 1. Veðuríregnir á hverju kvöldi. 2. Fréttalestur, innlendra og erlendra, um 20—30 mínútur daglega. 3. Messur, ein eða fleiri, hvern helgidag. 4. Hljómlist: Söngur, bæði ein- söngur og söngsveitir og marg- víslegir hljóðfæraleikir. 5. Um 80 barnasögur, 10 mín- útur hver. 6. 54 — fimmtíu og fjórir upp- lestrar úr bókmenntum. 7. 191 — eitt hundrað níutíu og eitt erindi til fróðleiks eða skemmtunar. 8. Tnugumálakennsla 6 sinnum á viku, 20 mínútur. 9. Ymislegt annað: Stjómmála- umræður, sjónleikir o. fl. Þetta er yfirlitið um starfsem- ina á því hálfa ári, sem liðið er og mun mega nálega tvöfalda allt þetta, þegar heilt ár verður talið. Það verður ekki með sanni sagt, að starfsemin sé lítil að vöxtum, miðað við íslenzkar á- stæður. Og að telja þetta allt hafa verið „lélegt“, er óafsakan- legur sleggjudómur um alla þá mörgu og mætu menn, sem hafa staríað fyrir útvarpið. Alþbl. gerir tilraun til þess að draga nokkuð úr þessum gífur- yrðum, að því er virðist til þess að undanskilja þessum dómi flokksbróður sinn, séra Sigurð Einarsson, sem hefir annast flutning erlendra frétta. Er það hæpin smekkvísi, með því að mjög margir fleiri hafa leyst störf sín vel af hendi. Gagnrýni ýmsra útvarpsnot- enda hefir orðið einna háværust um grammófónhlj ómleikana. Hef- ir um það efni verið talað af minnstri þekkingu. Sumir menn virðast fyrir löngu vera komnir í algert þrot um nægilega fyrir- litleg orð til handa þessum lið í útvarpsstai’fseminni. Þeir kalla þessa hljómlist útvai-psins „urg“, „g'lamur“ og öðrum þvílíkum nöfnum. En ef litið er nánar á málið, verður það þegar ljóst, hversu þessi andúð og rakalausu dómar eru byggðir á litlu viti. Grammófónplöturnar geyma heimsfrægustu tónverk, leikin og sungin af mestu snillingum, sem uppi hafa verið. Með nýjum tækj- um og sífellt fullkomnari er unnt að flytja þessi verk gegn- um útvai*pið með upprunalegum tóngæðum og tónstyrk og útiloka annarleg hljóð, sem ávalt fylgja þegar spilað er á grammófóna. Ekki þarf nema meðalímyndun- arafl til þess að sjá það, að við íslendingar munum seint eiga þess kost, aö flytja í útvarpið af eigin ramleik hljómlist, sem geti á nokkurn hátt jafnast við þau heimsfrægu verk, sem við eigum völ á, sameiginlega með öllum þjóðum, í óþrjótandi og sívaxandi safni, horfinnar og vaxandi tónlistar mestu snillinga veraldarinnar. 1 nágrannalöndunum sumum hefir verið látin fara fram at- kvæðagreiðsla meðal útvarpsnot- enda um það, hvað af öllu því, sem útvarpið flytti mönnum, þeir mætu mest og vildu sízt án vera, og hefir grammófónninn hvarvetna orðið annar eða þriðji í þeirri samkeppni. Eiga þó ná- grannaþjóðir okkar meiri völ góðra krafta til flutnings hljóm- listar heldur en við íslendingar. Það er nokkur ástæða til þess að hnekkja þegar í byrjun þeim rakalausu firrum, sem ýmsir menn hafa haldið fram um þetta efni. Svo fjarri fer því, að van- þekkingar og óvildarskraf þeirra verði tekið til greina, að útvarpið mun framvegis leggja meira kapp á að hagnýta sér þá ágætu hljómlist, sem völ er á eftir þess- ari leið. Um þessar mundir er verið að smíða í London grammó- fón fyrir íslenzka útvarpið með sérstakii gerð og hinn fullkomn- asta, sem völ er á. Er þess vænst að næsta vetur verði hægt að flytja í útvarpið stór samfelld tónverk eins og til dæmis heilar óperur, sungnar af heimsfrægum snillingum. Er þá fundinn far- vegur milli afskektra sveitaheim- ila og sönghalla heimsins. Mun engu verða tekið með meirí þakk- látssemi meðal útvarpsnotenda. Útvarpsskráin íslenzka mun, það sem af er, fyllilega standast samanburð við samskonar byrj- unarstarfsemi annara þjóða. Með aukinni reynslu og bættri aðstöðu má vitanlega gera ráð fyrir framförum í vali, fjölbreytni og flutningi útvarpsefnis. Virðist í því efni þurfa að keppa að tvö- földu markmiði. í fyrsta lagi að seðja andlegt hungur þjóðarinn- ar. í öðru lagi að opna henni nýja heima fróðleiks og lífsgleði. Þuría þeir, sem fyrir standa vali útvarpsefnis, að vera ríkulega gæddir hugkvæmd, djörfung og smekkvísi. III. Eitt af örðugum viðfangsefn- um útvarpsins íslenzka er að stilla í hóf gjaldskrá sinni fyrir flutning útvarpsefnis. Rekast þar á tvær andstæður, sem seint munu semja með sér fullan frið. Annarsvegar eðlileg viðleitni þeirra, sem flytja útvarpsefni, að bera sem mest úr býtum. Hinsvegar skynsamleg varfæmi í fjárhagsstjórn útvarpsins. íslendmgar verða í þessu sem öðrum efnum að sníða sér stakk eftir vexti. Þegar litið er á fá- menni þjóðarinnar og fjárhags- aðstöðu, er það ofraun að hyggja okkur í því efni geta staðið á sporði öðrum þjóðum. Utvarp annara þjóða hefir gnægð fjár úr að spila og skifta tekjurnar sum- staðar mörgum tugum miljóna. Samt sem áður er mjög stilt í hóf greiðslum fyrir flutning út- varpsefnis, svo að öðrum út- varpsrekendum mun þykja, sem við íslendingar munum, að til- tölu, hafa verið furðu örlátir það sem af er. Þjóðin og stjórn út- varpsins verður að sætta sig við það, að meiru verði fómað fjár- hagslega að. tiltölu hér á landi en annarsstaðar, til þess að út- varpið nái viðunandi tilgangi. Hinsvegar mun verða bægt frá hóflausri ágengni og viðleitni miðlungsmanna að gera útvarpið að mjólkurkú fyrir sig. Útvarpið og þeir, sem fyrir það vinna, verða að mætast á miðri leið um það, að taka á sig tiltölulegan hlut afleiðinganna af fámenni okkar og fjárskorti til bráðra framkvæmda þeirra menningar- verka, sem allir ei*u þó sammála um að vinna beri og unnið muni verða í lífi þjóðarinnar og fram- tíðarvexti. Jónas Þorbergsson. ATHS. Blaðið Vísir, sem hefir flutt blaða mest af niðrandi og villandi greinum um starfsemi úit- varpsins, neitaði þessari grein um upptöku. J. Þ. ----o--- Svar til M. J. I Morgunbl. 17. þ. m. sendir M(agnús) J(ónsson) fréttapistil frá setningu Alþingis. Sýnir hann þar dálítið innræti og hug þeirra mann, er fengu hina eft- irminnilega ráðningu hjá þjóð sinni 12. júní s. 1. En þar sem hann drepu r þar ofurlítið á að- stöðu mína til þingsins, er ekki nema sanngjarnt að litur sé á sýndur að svara því. Magnús Jónsson prestakennari hefir um allmörg ár undanfarin verið eini starfsmaður kirkjunnar á Alþingi. Ekki hefir það farið neitt leynt til hvaða flokks hann teldist, því að hann situr nú jafn- vel í miðstjóm hans. — Það er flokkurinn, sem síðastl. vor reyndi að æsa þjóð sína til upp- reisnar og hermdarverka. Það er flokkurinn, sem reynt hefir undanfarin ár, að verja hverja óhæfu, jafnvel glæpsamlegt fram- ferði í fari manna sinna. Það er flokkurinn, sem vill láta yfir- gangs- og fjárplógsmenn þjóðfé- lagsins hafa að öllu frjálsar hendur til að arðræna og okra á meðbræðrum sínum. í miðstjóm þessa flokks situr presturinn og prestakennarinn Magnús Jónsson. Og fyrsta kveðjan, sem hann og flokkur hans senda mér í blaði sínu, kemur frá honum og hljóð- ar svo m. a.: „Er þetta sannleik- ur og sýnir, hve erfitt er að sam- rýma það tvennt, að vera prest- ur og fylgja ósvífnum stjóm- málamönnum“. Mér þykir nú í raun og veru vænt um, að fá þessa játningu M. J. opinberlega, þótt ég vissi áður frá kunnugum, að hann hefði talið eríitt að „um- stilla sig“ (eins og hann kallar svo) frá því að vera að prófa í kristilegri siðfræði og fara að verja eða mæla með íhaldinu. Mér hefir sámað um æði mörg ár, að eini starfsmaður kirkju vorrar á Alþingi skyldi að öllu sameinast og styðja svartasta afturhald í landinu, en nú viður- kennir M. J. það sjálfur, að sér hafi sárnað það líka, því að nú frásagnir um alvarlegustu mál þjóðai’ sinnar, í vil, ekki aðeins er og vei'ðui* bezta smjörlíkið, sem framleitt er hér á landi og þó víðar væri leitað. Það er búið til úr beztu efnum, sem fáanleg eru á heimsmarkaðinum, og fram- leiðslunni stjórnar eini lærði efnafræðingurinn sem vinnur við smjörlíkisgerð á íslandi. Ungfrú Helga Sigurðaidóttir (búnaðarmálastjóra), ein af þekktustu matreiðslukonum þessa lands segir meðal annars um „Svana“ smjöriíki, eftir að hafa þrautreynt það: Svana-smjörlíkið er svo líkt góðu smjöri, að mjög lítinn eða engan mun er að finna á því of- an á brauð. Til að steikja og brúna úr því er það sérstaklega gott, það verð- ur fljótt og fallega brúnt án þess að brenna við. Fiskur brúnast jafnt og vel og með fallegum gljáa eins og úr góðu smjöri, og sama er að segja um kjöt, það brúnast jafnt og fljótt. Kartöflur: Ætli maður að brúna kartöflui’ sérlega vel, hefir mér reynst nauðsynlegt hingað til að nota smjör til þess, en úr Svanasmjörlíki eintómu reyndust mér kartöflui’nar brúnast jafnvel eins og úr smjöri. Brætt með fiski hafði það greinilegan smjörkeim og undir það safnast svo að segja eng- inn sori eða botnfall. Til baksturs reyndist mér það sérlega vel, sérstaklega í hnoðað fínt brauð og kökur. Það er sér- lega gott að hnoða úr því, og þar af leiðandi eins létt að breiða deigið út eins og smjör væri í því. Sérstaklega finst mér þó eftir- taktarvert, hve vel það reyndist í ,,smjörkremi“. — Mér hefir aldrei tekist að búa til verulega gott smjörkrem úr smjörlíki fyr en ég reyndi Svana-smjörlíki. — Smjörkrem úr því varð svo gott, að að mínum og margra annara dómi vai* ekki hægt að finna annað en smjörkremið væri úr bezta smjöri. Yfirleitt get ég sagt, að Svana- smjörlíki hefir reynst mér miklu betur, og að vera líkara góðu smjöri, en annað smjörlíki, sem ég hefi notað hér heima. Þetta segir þessi kunna kennslukona í matreiðslu um Svanasmjöiiíkið, og sama hafa fjöldamargar húsmæður sagt, sem reynt hafa þetta ágæta smjörlíki. Notið ávalt hið bezta! Notið „Svana“ smjörlíki. Sími 590. H.F. SVANUR smjörlíkisgerð, Reykjavík. H. J. Hólmjárn, efnafræðingur. notar hann fyrra flokksnafn sitt sem skammai*yrði um andstæð- inga sína. Þetta þykir mér vænt um, að fá opinberlega játningu um frá M. J. Og skal þess nú vænst, að hann einnig reyni að sýna þetta í breytni sinni á Al- þingi. Að hann sýni það, að hann telji sér ósæmanda sem <presti og prestakennara, að rangfæra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.