Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 1
ílmatis er i £œfjarQöíu 6 a. (Dpin oaajeaa' fL $—6 SiiM 2353 og afgrci&slumaour Címans et Xannceig $>orsteinso$tttc, £a>fjargótu 6 a. ^JeffjaDÍf. XV. ár. [ BBBBm ¦ Reykjavík, 1. ágúst 1931. 54. blað. Málgögn íhaldsins í Reykjavík, Morgunblaðið og Vísir, hafa nú undanfarnar vikur haldið uppi harðvítugum og sleitulausum árásum á landbúnaðinn og byggðir landsins. Aðalefni í skrifum þess- ara blaða hefir verið það, að í raun og veru væru engin lífsskil- yrði í sveitum landsins. Að dómi íhaldsblaðanna, eins og hann hefir komið fram í skrifum þessum, er Reykjavík sá staður á landinu, sem bezt lífsskilyrði hefir að bjóða. í Reykjavík er að þeirra dómi framleiðslan arðsömust. Og það er ekki nóg með, að Reykja- vík sjái sjálfri sér fyrir hfsviður- væri. Hún gefur líka að meira og minna leyti með fólkinu, sem býr í öðrum landshlutum. Frá Reykja- vík koma peningarnir í ríkissjóð- inn. Ef fólkið, sem nú er í Reykja- vík, væri dreift út um byggðirnar, myndi þjóðin ekki hafa haft fé afgangs til framkvæmda á undan- förnum árum. 1 stuttu máli. Vel- megun hinnar íslenzku þjóðar' hvílir á Reykjavík. » 1 framhaldi af slíkum hugleið- ingum, hafa svo „hagfræðingar" íhaldsins komizt að þeirri niður- stöðu, að Reykvíkingar gætu ekki unað því lengur, að standa á þennan hátt straum af hinum ís- lenzka þjóðarbúskap. Ráðið til að losna við hinar óeðlilegu byrðar átti að vera það, að Reykvíkingar segðu sig úr lögum við aðra lands- menn, stofnuðu sjálfstætt ríki, og sætu sjálfir að sínu. 1 augum allra vitiborinna manna, sem gjöra sér grein fyrir því, sem fram fer, og ekki voru blindaðir af taumlausri gremju út af kosningaósigri íhaldsins, voru þessar bollaleggingar íhaldsblað- anna einhver sú bjanalegasta fjarstæða, sem sézt hefir á prenti á Islandi. Undanfarin ár hefir bæjarstjórn Reykjavíkur, þar sem íhaldið á meirahluta, gengið fyr- ir hvers manns dyr í nærliggjandi löndum og beðið um lán til arð- berandi framkvæmda og alstaðar fengið afsvar, nema því aðeins, að ríkið gengi í ábyrgð. Þessi bæjarstjórn, svo átakanlegaósjálf- bjarga, átti nú að fara að spila upp á eigin spýtur, og koma fram út á við í umboði sjálfstæðs ríkis! Svo langt hefir líklega enginn stjórnmálaflokkur í veröldinni gengið í því að hæðast að sjálfum sjer eins og reykvíska íhaldið hefir gjört með hinni barnalegu uppástungu um „fríríkið". Ef skrif Vísis og Mbl. um „frí- ríkið" hefði komið fram á venju- legum tíma, hefðu þau verið til- valið efni í skopleik eins og „Haustrigningar" eða „Spanskar nætur" eða til að halda uppi góð- látlegu gamni í heimahúsum. En tímarnir, sem nú standa yfir leyfa það ekki, að slíkt fávita- hjal um mikilsvarðandi mál, af hálfu fjölmenns stjórnmálaflokks, sé látið óátalið. Alvara þeirra at- burða, sem nú gjörast í landinu dag hvern, heimtar það, að menn- irnir, sem að slíkum skrifum standa, séu krafðir reikningsskap- ar og látnir standa ábyrgð á orð- umi sínum og gjörðum. | II. Á síðustu tveim áratugum hefir íbúum Reykjavíkur fjölgað um 1 16 þúsundir. 1 Rvík býr nú rúm- ! lega fjórðungur þjóðarinnar. | Þessi mikla og óeðlilega tilfærsla ! fólksins hefir flutt atvinnulíf landsins út úr jafnvægi. Þrátt fyrir allan lofsöng íhaldsblað- anna um ágæti Rvikur og lífs- möguleika þeirra, sem þar búa, er raunveruleikinn sá, að Reykja- vík getur ekki séð' öllum þeim, sem þar búa, fyrir lífsframfæri. Á ári hverju leitar meira eða minna af verkafólki höfuðstaðar- ins út fyrir bæinn eftir atvinnu. Og þegar slík utanbæjaratvinna t. d. síldveiðin fyrir norðan bregst, er voði fyrir dyrum. Dýr- tíðin, sem skapast hefir hér í bænum fyrir taumlausa verð- hækkun lóða og önnur þvíhk þjóðlífsfyrirbrigði, sem þróast í skjóli íhaldsins, gjörir það að verkum, að það kaup, sem bænd- ur geta borgað, sér að skaðlausu yfir sumartímann, er ófullnægj- anda fyrir það fólk, sem ætlar sér að lifa í Rvík og greiða lífs- nauðsynjar sínar því verði, sem íhaldsskipulagið í bænum heimt- ar. Viðhorf verkafólksins í Rvík er því í raun og veru orðið á þá leið, að bærinn getur ekki veitt því nægilega atvinnu, en gjörir hinsvegar atvinnumöguleika þess í sveitunum lítils virði, með því að halda við dýrtíð, sem er í ó- samrænn' við verðlagið annars- staðar í landinu. Eins og nú er ástatt, hlýtur það að vera eitt aðal áhugamál vinnandi manna í Rvík, að ekki fjölgi verkafólki í bænum. At- vinnumöguleikarnir, sem fyrir hendi eru, nægja ekki fyrir Reykvíkinga sjiálfa, hvað þá aðra. Það minnsta, sem hægt er að heimta af þeim mönnum, sem með völdin fara í bænum, er að þeir gjöri sér þetta ljóst og gjöri ekki leik að því að blekkja al- menning í þessu efni. Ráðamenn bæjarins hafa ótvírætt þá skyldu, að benda á þessa áþreifanlegu staðreynd, að Reykjavík getur ekki eins og nú stendur á, fram- fleytt því fólki, sem þar býr og að hingað er ekkert gull að sækja, að það er þvert á móti stór- hættulegt fyrir bæinn og þjóðfé- lagið allt, að sá fólksstraumur, sem hingað hefir leitað undanfar- in ár, haldi áfram óhindraður. En hvernig hafa svo ráðamenn Reykjavíkurbæjar rækt þessa skyldu sína? Þeir hafa rækt hana með þvi að fylla blað eftir blað af Mbl. og Vísi með lofgjörð um Reyk- víska atvinnumöguleika. Reykja- vík er eftir því sem haldið er fram í íhaldsblöðunum, Gosen- land, þar sem smjör drýpur af hverju strái. Þaðan koma tekj- urnar í ríkissjóðinn. Þar er ekki sífellt tap á atvinnurekstrinum eins og úti á landsbyggðinni. Reykjavík er sjálfri sér nóg. Einu erfiðleikarnir fyrir þá, sem þar búa, eru þeir, að þurfa að hjálpa fólkinu, sem ennþá er ekki nógu skynsamt til að hafa flutt fsig á mölina. Þannig hljóðar boðskapur þeirra manna og þess stjórnmklaflokks, sem völdin hefir í Reykjavík, og það einmitt nú, þegar atvinnu- leysið í bænum fer vaxanda með degi hverjum og neyðin stendur fyrir dyrum með vetrarnóttum. í staðinn fyrir að vara fólk við að treysta á hina tæpu atvinnu- von í höfuðstaðnum, haga nú í- haldsblöðin sér líkt og amerískir „agentar" fyr á árum, þegar þeir voru að ginna fólk til Vestur- heims, með fyrirheitum um öll heimsins gæði. Einmitt nú, þegar sulturinn bíður við dyrnar geng- ur íhaldið í fávizku sinni ber- serksgang til að auglýsa eftir f ólki í bæinn. HI. Eftir þeim skýrslum, sem fyrir hggja af hálfu verkamannafélag- anna, má gjöra ráð fyrir, að í Rvík séu um 200 fjölskyldur at- vinnulausar. Sú tala hlýtur að aukast mjög með haustinu og fram eftir vetrinum. Eins og á stendur er fulit útht fyrir, að í- haldsblöðin fái innan skamms annað þarfara að hugsa en að leggja blessun sína yfir velmegun atvinnuveganna í Rvík og aug- iýsa eftir fólki. Ástæður verka- fólksins hér í bænum á komanda vetri verða fyrirsjáanlega á þann veg, að þar verður þörf aðgerða af hálfu hins opinbera. Og það er hollast öllum hlutaðeigendum að gjöra sér nú þegar grein fyrir því ástandi, sem framundan er. Fyrir Alþingi hggur nú frum- varp um sérstakan tekju- og eignaskatt, sem legður verði á á þessu ári og varið til atvinnu- bóta. Gjört er ráð fyrir, að sú upphæð neml um 360 þús. króna. Flutningsmenn þessa frv., sem báðir eru þó fuUtrúar fyrir sveita- kjördæmi, hafa sýnt það, að þeir gjöra sér grein fyrir því alvarlega ástandi, sem bíður verkafólksins í Reykjavík með vetrinum. Af hálfu þingsins hefir hér með ver- ið bent á þá leið, sem óhjákvæmi- legt verður að fara, ef hér á ekki að verða neyðarástand á næstu mánuðum. En hér er auðvitað ekki um neina fullnaðarúrlausn að ræða á yfirvofanda atvinnuleysi. Það vandamál getur rík«ð vitanlega ekki leyst. Þar verður fyrst og fremst að koma til kasta bæjar- félagsins sjálfs. Bæjarfélagið verður, að finna náð til þess, að sjá svo um. að hér verði ekki almennt atvinnuleysi og að verka- fólkið líði ekki neyð. Þá kröfu á almenningur á hendur þeim mönnum, sem fyllt hafa blöð sín með lofsöng um reykvíska at- vinnumöguleika og látið digur- barkalegast um það, að Reykja- vík sé sjálfri sér nóg. Hingað til hefir ekkert heyrst um það, að bæjarstjórn Reykja- víkur hafi neinar slíkar ráðstaf- anir á prjónunum. En nú er full- komlega tími til kominn, að þeir góðu menn fari að láta á sér bæra til skynsamlegra fram- kvæmda. Reykvísk alþýða er þegar búin að fá nóg af hreysti- yrðum braskarastéttarinnar um „Reykjavíkurvald" og byltingu, sem hún sjálf í rauninni óttast. Foringjar íhaldsins munu sann- færast um það áður en lýkur, að byltingarheimspeki Jakobs Möll- ers verður ekki staðgott lífsvið- urværi í harðindum handa snauðu Utan úr heimi. Grænlandsdeilan. Eins og kunnugt er hefir bændaflokksstjórnin norska lagt undir Noreg austurströnd Græn- lands, um 70 þús. km.2 svæði, milli Basserfjarðar og Carlsberg- fjarðar. Hefir þessi ákvörðun vakið mikla gremju í Danmórku og í öðrum löndum hefir málið líka verið mikið rætt í blöðum. Af Dana hálfu er því haldið fram, að Norðmenn hafi brotið Grænlandssamninginh frá 1924. En í þeim samningi stendui*, að fram til ársloka 1944 megi engin þjóð helga sér Austur-Grænland. 1 8. gr. samningsins stendur, að svo framariega sem deila rísi um skilning á einstökum atriðum, þá séu aðilar ásáttir um að skjóta máli sínu til alþjóðadómstólsins í Haag og skuldbindi sig til að hlíta úrskurði þess dómstóls. I 9. gr. stendur ennfremur, að samningurinn geti ekki fallið úr gildi vegna uppsagnar á næstu 20 árum, og sé honum ekki sagt upp 2 áirum áður en samnings- itíminn er útrunninn, framlengist hann af sjálfu sér önnur 20 ár. Með skýrskotum til þessara á- kvæða, telur danska stjórnin, að áðurnefnd ráðstöfun Norðmanna sé samningsbrot. Hefir hún skot- ið málinu til dómstólsins í Haag og krafizt þess, að landtakan verði dæmd ógild. Erlend blöð virðast yfirleitt taka málstað Dana og er víða farið hörðum orðum um Norðmenn í því sam- bandi, og þeim brugðið um að vilja beita valdi fremur en frið- samlegum málaleitunum. Sýnis- horn af umtali erl. blaðanna er t. d. þessi setning í franska blað- inu „Le Journal": „Það tekur mann sárt að verða að gjöra sér ^grein fyrir því nú, að sá tími, þegar rétturinn til landa, var að engu hafður, skuh ennþá ekki vera liðinn". Yfirleitt virðast menn í öðrum löndum vera þeirrar skoðunar, að hér hafi verið framið ofbeldi af hálfu Norðmanna. Fá eða engin erlend blöð hafa hingað til tekið svari Norðmanna. En frá þeirra sjónarmiði horfir deilan í stuttu máli þannig við: Hér er um land að ræða, sem Norðmenn upprunalega hafa upp- götvað (þessu halda Norðmenn sjálfir fram) og gjört tilraun til að nema. Norðmenn hafa miklu meiri hagsmuna að gæta á Austur-Grænlandi en Danir, og ástandið er nú þannig, að á- kvörðun um yfirráð landsins þarf að taka þegar í stað. Undanfar- inn tíma, áður en landtakan var ákveðin, áttu sér stað samninga- umleitanir milli landanna, í því skyni að finna viðunandi lausn, og komast hjá frekara árekstri, og voru þá um skeið horfur á að Haag-dómstólnum yrði falið að jafna ágreininginn, eins og ráð er fyrir gjört í samningnum frá 1924. En það strandaði á tveim skilyrðum frá Dana hálfu. Danir vildu ekki ganga inn ál að vísa á- greiningnum til alþjóðadómstóls- ins, nema fyrirfram væri yfirlýst af aðilum, að Austur-Grænland væri danskt eða að öðrum kosti, að enginn ætti tilkall til þess. En þar sem að slíkar yfirlýsingar hefðu útilokað alla möguleika til þess, að umrætt landsvæði yrði dæmt Norðmónnum, akvað norska stjórnin að leggja undir sig landið, til þess að fuUur yfir- ráðaréttur Norðmanna yfir land- inu gæti einnig komið til greina fyrir alþjóðadómstólnum. — Þannig gjöra Norðmenn grein fyrir sinni afstöðu. Stjórnin hefir í ákvörðun sinni farið eftir tillögum norskra sér- fræðinga í þjóðarétti, þó ekki einróma, því að jafnvel norskir þjóðréttarfræðingar virðast ekki vera á einu máh um það að þessi framkvæmd málsins sé hyggileg. Bændaflokkurinn norski hefir ekki sterka aðstöðu í Stórþing- inu. Stjórn Kolstads verður á- reiðanlega fyrir hörðum árásum í þinginu undir eins og það kem- ur saman í haust. Vafalaust kemur vantraustsyfirlýsing frá Verkamannaflokknum. En þ að, sem gjört hefir verið í Græn- landsmálinu, er ekki hægt að aft- urkalla, og sennilega verður það heldur ekki gjört að umtalsefni í þinginu. Búizt er við að málið komi fyrir alþjóðadómstóhnn í júní 1932. Báðir aðilar hafa gefið yf- irlýsingu um, að þeir muni mót- mælalaust hlíta úrskurðinum, hver sem hann verður. Það al- varlegasta nú sem. stendur er hvernig fara muni um samkomu- lag milli hinna norsku og dönsku yfirvalda, sem fengið hafa umboð hvor frá sinni stjóm til að fara með lögregluvald í Austur-Græn- landi. Norska stjórnin hefir falið þetta vald norskum veiðimanna- foringjum og skift landinu í um- dæmi milli þeirra, en foringi hins mikla danska vísindaleið- angurs, Lauge Koch, fer með lög- regluvald af Dana hálfu. Svo framarlega sem þessum tveim valdhöfum lendir saman, má gjöra ráð fyrir að taka þurfi máhð til meðferðar fyr en nú er ákveðið. Á þessu er þó almennt ekki talin mikil hætta, því að stjórnir beggja landanna hafa brýnt fyrir sínum mönnum, að gæta fyllstu varkárni. Fyrir alþjóðadómstólnum eiga að mæta þrír málfærslumenn af hálfu hvors lands. Fyrir hönd Noregs mæta væntanlega formað- ur íshafsráðsins, dr. jur. Smedal og Rygh, sem var einn af þeim, sem vörðu Bergestjórnina, þegar hún var ákærð fyrir landráð um árið. Talað er um að Danir muni, auk tveggja danskra lögfræðinga, fá útlendan málfærslumann fyrir sína hönd. En opinberlega er ekk- ert um það ákveðið ennþá. S. verkafólki. Alþýðan í Rvík lifir ekki á því í hallæri, að kjósa í- haldsmenn á þing, jafnvel þó að þeim yrði fjölgað um helming. Alþýðan í Rvík, mun ekki fyrst og fremst spyrja um það, þegar neyðin fer að sverfa að, hvort hún geti ekki fengið fleiri menn eins og Jakob Möller eða Magnús Jónsson inn á Alþingi. Hitt mun hún spyrja um, hvar peningarnir séu, sem hinir forsjálu stjórnend- ur reykvískra atvinnuvega hafi lagt til hliðar á góðu árunum. Og þá skyldi maður vona, að í- haldinu í bæjarstjórn yrði ekki svarafátt. ---------Q---------

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.