Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 2
178 TÍMINN Jarðabæturnar 1930. Eins og að undanförnu birtast hér skýrslur um unnar jarðabæt- ur í landinu, og nu eru það jarða- bæturnar, sem mældar voru 1930 og styrkur er greiddur fyrir 1931. Taflan, sem hér birtist, sýnir jarðabætur, sem styrks njóta samkv. II. kafla jarðræktarlag- anna. I síðasta árgangi „Búnaðarrits- ins“, bls. 240—244, eru birtar til- svarandi skýrslur yfir jarðabæt- ur, mæidar 1929. Þá voru félögin 214 og jarðabótamennirnir 4931; dagsverkatalan var þá nálega 487,6 þús. og styrkurinn alls 487 þús. Nú eru félögin 215, en jarða- bótamennimir að eins 4658; dagsverkatalan verður þó nál. 606 þús. og styrkurinn 558 þús. kr. I þessum tölum eru taldar þær jarðabætur einar, sem styrks njóta samkv. II. kafla jarðrækt- arlaganna, og að eins sá styrkur, sem fyrir þær er greiddur til ein- staklinganna, en það eru 95% af öllum styrknum, en 5% ganga nú beint til hreppabúnaðaifélaganna síðan 1928 (útborgað 1929). — Alls eru jarðabætumar 1930 746261 dagsverk, og jarðabóta- mennirnir 4952. Við útborgun jarðabótastyrks- ins árin 1927 og 1928, fyrir jarðabætur áranna 1926 og 1927, var beitt ákvæði 10. gr. jarðrækt- arlaganna um frádrátt — 10 dagsverk fyrir hvern verkfæran mann — og nam sá frádráttur: 1927 ......kr. 25260.00 1928 ......— 29357.00 Ails kr. 54617.00 Ákvæði þetta þótti óréttlátt og ómögulegt reyndist í fram- kvæmdinni að beita því með jafn- rétti. Var það því numið úr lög- unum, er þau voru endurskoðuð 1928. En þá voru sett ákvæðin um það, að einungis meðlimir búnaðarfélaga gætu fengið styrk ,samkvæmt jarðræktarlögunum, og einnig það ákvæði, að leggja skuli 5% af jarðabótastyrknum í sjóð hlutaðeiganda búnaðarfélags, en það verji honum til sameigin- legrar starfsemi í félaginu. Þetta kom fyrst til fram- kvæmdar, þegar útborgaður var styrkurinn 1929 (fyrir jarðabæt- ur mældar 1928), og er hlutur Jarðabótastyrknr og Jarðabætiar á fillu landinu árið 1930 (skv. II. kafla jarðraktarlaganna). Hlöður, Til bún.fél. Styrkur Fé- Jarðabóta- Áburðarhús Túnrækt og garðrækt þurheys og votheys Samtals 50/o jarðyrkjum. lög menn Dagsv. Kr. Dagsv. Kr. Dagsv. Kr. Dagsv. Kr. Kr. Kr. 13 294 Gullbr,- og Kjósars. og Rv. 6718 10077,00 47097 47097,00 13372 6696,00 67187 63860,00 3193,03 60666,97 10 194 Borgarfjarðarsýsla . . . 1021 1531,50 28224 28224,00 1286 643,00 30531 30398,50 1519,93 28878,57 8 156 Mýrasýsla 966 1449,00 18261 18261,00 1560 780,00 20787 20490,00 1024,52 19465,48 11 182 Snæf.- og Hnappadalssýsla 1331 1996,50 14097 14097,00 3282 1641,00 18710 17734,50 886,73 16847,77 9 128 Dalasýsla 160 240,00 11465 11465,00 2608 1304,00 14233 13009,00 650,45 12358,55 11 147 Barðastrandarsýsla . . . 607 910,50 8788 8788,00 584 292,00 9979 9990,50 499,52 9490,98 15 250 Isafjarðarsýsla 2631 3946,50 24684 24684,00 7178 3589,00 34493 32219,50 1610,97 30608,53 7 144 Strandasýsla 566 849,00 7637 7637,00 3124 1562,00 11327 10048,00 502,40 9545,60 15 316 Húnavatnssýsla .... 834 1251,00 26243 26243,00 4009 2004,50 31086 29498,50 1474,93 28023,57 15 337 Skagafjarðarsýsla . . . 1804 2706,00 43162 43162,00 3550 1775,00 48516 47643,00 2382,17 45260,83 13 434 Eyjafj.s., Siglufj. og Ak. . 2720 4080,00 66074 66074,00 4621 2310,50 73415 72464,50 3623,22 68841,28 14 367 Suður Þingeyjarsýsla . . 840 1260,00 34162 34162,00 3973 1986,50 38975 37408,50 1870,44 35538,06 8 154 Norður-Þingeyjarsýsla . . 1202 1803,00 9331 9331,00 1135 567,50 11668 11701,50 585,08 11116,42 12 206 Norður-Múlasýsla . . . 347 520,50 12385 12385,00 128 64,00 12860 12969,50 648,48 12321,02 15 249 Suður-Múlasýsla .... 421 631,50 13733 13733,00 644 322,00 14798 14686,50 734,34 13952,16 6 138 Austur-Skaftafellssýsla . . 1807 2710,50 12476 12476,00 1156 578,00 15439 15764,50 788,24 14976,26 7 102 Vestur-Skaftafellssýsla . . 1267 1900,50 6073 6073,00 460 230,00 7800 8203,50 410,18 7793,32 1 88 Vestmannaeyjasýsla . . . 1527 2290,50 10424 10424,00 228 114,00 12179 12828,50 641,43 12187,07 9 344 Rangárvallasýsla .... 2957 4435,50 39639 39639,00 9676 4838,00 52272 48912,50 2445,63 46466,87 16 428 Árnessýsla 7445 11167,50 60872 60872,00 11325 5662,50 79642 77702,00 3885,11 73816,89 215 4658 37171 55756,50 494827 494827,00 73899 36949,50 605897 587533,00 29376,80 558156,20 búnaðarfélaganna nú orðinn þessi: 1929 ......kr. 18718.79 1930 ........— 25631.93 1931 ........— 29376.80 Alls kr. 73727.52 Þetta er töluverð upphæð í einu lagi, en þó eru það ekki nema um 114 kr. í hlut hvers búnaðarfélags að meðaltali árlega. Vert væri fyrir búnaðarfélögin að athuga það, að þau gætu með tímanum eignast myndarlegan sameignarsjóð, með því að leggja árlega, þó ekki væri nema helm- ing af þessum styrk í sameigin- legan sjóð, ef líkar reglur um styrkveitingar verða gildandi í framtíðinni og jarðabætur fara vaxandi árlega, eins og verið hefir nú um hríð. Þegar lögin voru endurskoðuð 1928, voru sett í þau ákvæðin um verkfærakaupasjóð, er mæla svo fyrir, að ríkissjóður veiti hverju búnaðarfélagi árlegan styrk, er nemi 10 aurum fyrir hvert unnið jarðabótadagsverk innan félags- ins á því ári, og koma þá til greina allar jarðabætur, sem á skýrslur eru teknar. Þótt styrkur þessi sé miðaður við dagsverkatöluna og fari þess vegna í heildinni eftir henni, þá skiptist hann þó milli búnaðar- félaganna eftir tölu jarðabóta- manna í hverju félagi. Er það hvöt fyrir hvert búnaðarfélag til þess að hafa sem flesta starfandi meðlimi. Auk þessa 10 aura styrks gi'eiðir og ríkissjóður fast tillag, 20000 kr., til Verkfæra- kaupasjóðs, og það tillag skiftist einnig milli búnaðarfélaganna eft- ir tölu jarðabótamanna í hverju félagi. Tilgangur Verkfærakaupa- sjóðs er sá, eins og mönnum er kunnugt orðið, að létta undir með bændum, einstökum, eða fleirum í félagi, að eignast hestaverk- færi til jarðræktar (jarðabóta- verkfæri), eftir þeim reglum er lögin ákveða. Þessa styrks hafa búnaðarfé- lögin nú notið í 3 ár, og hefir hann, að meðtöldu fasta tillag- inu, orðið sem næst því er hér segir: 1929 .......kr. 69918.00 1930 . -. . . . — 89800.00 1931 .......— 94088.00 Alls kr. 253806.00 Þessar tölur, að frádregnum 20 þús. árlega, sýna Viæ dagsverka- tölu allra unninna jarðabóta síð- astliðin 3 ár. I síðasta árgangi „Búnaðar- ritsins", bls. 243, er sýnt hversu miklu nemur jarðabæturnar 1925 til 1929 og jarðabótastyrkurinn 1926—’30. Ef þar við er bætt jarðabótunum, sem mældar voru 1930, og styrknum, sem fyrir þær var greiddur í ár, þá koma fram þessar tölur (og eru þá dagsverkin talin í heilum þús- undum): Jarðabætur mældar 1925—’30: a. Allar jarðabætur 2.961.000 dagsverk. b. Samkv. II. kafla jarðræktar- laga 2.003.000 dagsverk. Styrkur greiddur 1926—’31: Samkv. II. kafla jarðræktar- laga kr. 1.958.766. Sé hér við bætt hlutdeiid bún- aðarfélaganna í jarðabótastyrkn- um (5%) og tillögum ríkissjóðs tii Verkfærakaupasjóðs, þá verða þessir styrkir allir ríflega kr. 2.286.000. Tala jarðabótamanna, er styrks hafa notið samkvæmt II. kafla jarðræktarlaga, hefir farið hækk- andi ár frá ári, úr 1584 upp í 4658 (1929 voru þeir 4931), og samtala þeirra öll árin er 19694, en meðaltal allra áranna 3282. Væri jarðabótastyrknum sjálf- um deilt á samtölu jarðabóta- mannanna koma kr. 99,46 á hvem, og væri honum deilt á meðaltöluna kæmu því í hlut kr. 596.76. Lauslegur útreikningur á því, hversu mörg dagsverk, samkv. II. kafla, _koma árlega á hvern jarðabótamann, sýnir að þau eru sem næst því, er hér segir: Ár 1925 1926 1927 Dagsv. á mann 78 82,4 97 Ár 1928 1929 1930 Dagsv. á mann 95 99 130 Langmest er hækkunin síðasta árið og stendur að nokkru leyti í sambandi við það, að þá eru þurheyshlöður taldar með styrk- hæfum jarðabótum í fyrsta sinn. Þessi hækkun frá ári til árs kann í fljótu bragði að virðast lítil, en aðgætandi er, að yfirleitt at- hafnamestu jarðabótamennirnir hafa verið með frá fyrstu, en ár- lega viðbótin við tölu jarðabóta- mannanna kemur einkum frá þeim, sem minni máttar eru og áður Unnu ekkert. Réttari samanburður um vöxt jarðabótanna, er falla undir II. kafla jarðræktarlaganna, fæst með því, að athuga hver hlutföll eru á dagsverkatölunni frá ári tii árs, þegar dagsverkatalan, samkv. mælingunum 1925, er sett 1. Þau hlutföll verða þannig: Ár 1925 1926 1927 Dagsv. hlutföll.. 1 1,52 2,05 Ár 1928 1929 1930 Dagsv. hlutföll.. 2,81 3,96 4,92 Þessar tölur sýna, að á móti Framsöguræða Hannesar Jónssonar alþm. við 2. umr. fjárlaganna í neðri deild (fyrri hluti). Ég get lofað einu, og það er, að vera fáorður um fjárlagafrv. að þessu sinni. Fjál.frv. það, sem lagt var fyrir vetrarþingið í ár var allrækilega athugað af nefndinni þá. Sérstak- lega hafði nefndin lagt áherzlu á, að koma fjárl.frv. í sem bezt samræmi við undanfarandi reynslu um gjöld ríkisins, og far- ið mjög varlega í áætlun á tekj- unum. Niðurstaðan af tillögum nefndarinnar varð sú, að ýmsir gjaldliðir hækkuðu um rúm 550 þús. kr., en þar á móti kom lækk- un á nokkrum gjaldliðum, sem nam 155.900 kr. og var mestur hluti þess, eða 150 þús., á kostnað vegna berklavarna. Raunveruleg hækkun gjalda varð því um 400 þús. kr., en ýmsir tekjuliðir voru hækkaðir um 350 þús. kr. Þessar breytingartillögur hefir hæstv. stjórn tekið upp í fjárl,- frv. það, sem nú liggur fyrir, og er frv. því óvenjulega vel undir- búið í hendur nefndarinnar og tryggilegar gengið frá áætlun út- gjalda en venja er til. Ef ekki gefst sérstakt tilefni til mun jeg ekki fara nánar út í þær breytingar sem orðið hafa á fjárl.frv. samkvæmt tillögum nefndarinnar í vetur, en vísa til nefndarálits á þingskj. 340 um frekari skýringar. Vegna þess að nefndin gat þannig byggt á störfum fjárv.n. í vetur að svo miklu leyti sem þeim var lokið, eða það, sem þau náðu, hefir henni tekizt að skila áliti á þessum fáu dögum síðan þingið hófst. Það sem nefnd- in hefir sérstaklega lagt áherzlu á var að athuga hvað mikið hún treysti sér til að setja inn í frv. af fjárv. til ýmsra verklegra framkvæmda, en )áður en ég vík að því, vil ég gefa nokkrar upp- lýsingar um afkomu ríkisins s. 1. ár og tekjuvonir þessa árs. Samkv. skýrslu fjárm.rh. (E. Árnasonar) til þingsins í vetur var gert ráð fyrir um 80 þús. kr. tekjuafgangi. Þetta hefir breyzt allmikið síðan, svo að nú er tekjuhalli ársins um 1- miij. kr. Stafar þessi mikla breyting af því, að um % milj. kr. fyrir unnar framkvæmdir, sem gert var ráð fyrir að yfirfærðust á þetta ár, hafa verið teknar með gjöldum ársins 1930. Aðrar breytingar á áætl. fjárm.rh. hafa orðið þær, að tekjumar hafa reynst rúmi. 200 þús. kr. minni en ráðgert var, og stafar það að nokkru af óinnheimtum tekjum, sem koma til reiknings á þessu ári. Auk þess hafa gjöldin orðið nokkuð meiri en gert var ráð fyrir, og mun það stafa mikið af útgjöldum, sem á hafa fallið hjá innheimtumönnum ríkisins, og þeir dregið frá tekjunum, þegar þeir gerðu upp. Þessi upphæð nemur rúml. 300 þús. kr. Verri afkoma ríkisins 1930 nemur því um milj. kr. frá því sem gert var ráð fyrír í skýrslu fjár- málaráðh. (E. Á.) í vetur. Það, sem liðið er af þessu ári, má heita sæmilegt með tilliti til tekjuöflunar, miðað við sama tíma á fyrra ári. Tekjur til júníloka hafa orðið svipaðar og næsta ár á undan á sama tíma. Þó getur hér munað einhverju og er ekki svo gott að segja um það enn, því enn eru ó- innkomnar tekjur úr 13 umdæm- um fyrir síðasta mánuð, þar á meðal frá Akureyri, Isafirði og úr S.-Múlasýslu. En aftur á móti var á sama tíma í fyrra ókom- -ið frá ísafirði allan fyrri árs- helming og úr Vestmannaeyjum fyrir 2 mánuði. Það sem af er þessu ári sýnist því gefa sæmilegar vonir um tekjur ríkisins, en hv. þm. mega ekki gleyma því að óséð er enn um afkomu þess hluta ársins, sem mestur hluti teknanna kem- ur inn á, og þingið má ekki tefla mjög djarft í von um að þær tekjur haldist því þar kemur /svo mjög til greina afkoma at- 'vinnuveganna, sem nú sýnast eiga erfitt uppdráttar. Þrátt fyrir það, að mönnum hafa þótt framkvæmdirnar mikl- ar á undanförnum árum, svo miklar, að sumum sýnist keyra fram úr öllu hófi, berast óskir um auknar framkvæmdir hvað- anæfa að. Það er eins og þessar miklu framkvæmdir hafi vakið menn til meðvitundar um það, hvað mikið er ógert, og hvað þyrfti að gera. Og þeir, sem með stjórnmál landsins fara, verða að finna ráð til þess, að fullnægja þessari framfaraþörf þjóðarinnar; það verður ekki á móti því staðið og er heldur ekki rétt. Við verðum að taka á okkur erfiðleikana við það, að taka við ónumdu landi, eins og segja má, að þessi kynslóð hafi gert, og við verðum að halda áfram að byggja upp og rækta landið. Við verðum að gj öra það af því, að þjóðin er farin að sjá og skilja, að við kyrstöðu í þeim efnum, getur ekki lengur setið. En þó við sjáum þörfina til aukinna framkvæmda, verður að sníða þær við getu þjóðarinnar á hverjum tíma. Það má að vísu lengi um það deila, hvað óhætt sé að treysta á tekjur ríkissjóðs, sérstaklega er erfitt að gera sér grein fyrir hvað þær muni reyn- ast það ár sem fjárlagafrv. nær yfir. I þetta sinn er alveg sérstök ástæða til að gera sér ekki of bjartar vonir um afkomu næstu ára, þegar fjárhagskreppan herð- ir að á öllum sviðum. Nefndin þorir því ekki, í þetta sinn, að fara lengra í till. sínum um fjárveitingar til ýmsra verk- legra framkvæmda (brúa, síma, vega og hafnarbóta) en sem nem- ur 540 þús. kr., en ýmsar beiðn- ir um smærri fjárveitingar mun nefndin athuga nánar til 3. umr. Með þessum till. fjárvn. verð- ur fjárlagafi'v. með rúmi. 400 þús. kr. tekjuhalla, ef till. nefnd- arinnar verða samþykktar. En svo verður ailt það, sem kynni að verða bætt við till. nefndarinnar, til að auka á tekjuhallann. Nú hefir nefndinni ekki þótt ráðlegt, að bæta við hækkun teknanna meira en um Vz milj. kr. og er því sjáanlegt að varlega verður að fara í aukningu gjalda fram yfir það sem nefndin leggur til. Nú munu ýmsir segja, að þessi áætlun fjái'vn. sé ekki annað en ágizkun ein, og að tekjurnar muni reynast miklu meiri. En þó svo yrði, þá verða menn að gæta þess, að ekki er tekið með í áætl- uninni fjárlagagreiðslur samkv. sérstökum lögum og heimildum í fjárlögum, sem oft hafa reynst allháir útgjaldaliðir. o~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.