Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 01.08.1931, Blaðsíða 1
jA.fgteibsía C f m a n s er í €œf jargötu 6 a. ©pin öaglega* fl. 9—6 Stmí 2353 Jlufta££að ©faíbferi 09 afgreiðslumaður íimans er Kannucig £>orsteinsðóttir, ítvfjargötu 6 a. ^eyfjaDÍf. II. árg. Reykjavík, í ágúst 1931. 6. blað. Kfiilit oin nnkkra litimsiiíliiiji Leifur heppni Fulltrúar Bandaríkja Norður-Ameriku tilkyntu á Alþingishátíð- inni í fyrra, að þing Bandaríkjanna hefði ákveðið að gefa íslenzku þjóðinni gjöf til minningar um þúsund ára afmæli Alþingis, og sú gjöf væri þá þegar ákveðin: Standmynd af Leifi heppna. Myndin var þá í smíðum. Standmyndin sjál'f, sem sýnd er hér að ofan, er úr bronse, 10 feta há og á að standa á fótstalli úr rauðleitum granít, 15 feta háum. Fímm ára áætlun Rússa. Hin margumtalaða 5 ára áætl- un rússnesku mðstjómarinnar gekk í gildi 1. okt. 1928 og á að vera komin í framkvæmd í árs- lok 1933. Þá á Rússland að vera orðið eitt af mestu iðnaðarlönd- um jarðarinnar. Eftir að heimsstyrjöldinni lauk gætti rússneskrar fi'amleiðslu fyrst í stað lítið sem ekkert á heimsmarkaðinum. Þjóðin fram- leiddi ekki meira en hún þurfti til .eigin notkunar, og auk þess var hið rússneska stjórnarfyrir- komulag því til fyrirstöðu, að viðskiptasambönd tækjust við umheiminn. Hið skyndilega hvarf rússneskrar framleiðslu af mai'k- aðinum olli fyrst í stað talsverð- um erfiðleikum í viðskiptalífinu. En þegar árin liðu fóru menn að hætta að gjöra ráð fyrir rúss- neskum vörum. Nú þegar Rúss- ar hefja útflutning í stórum stíl, veldur það álíka erfiðleikum, og hvarf rússnesku varanna olli áð- ur. Heimurinn var hættur að gjöra ráð fyrir útflutningi frá Rússlandi og enginn bjóst við samkeppni úr þeirri átt. Þess vegna valda rússnesku vörurnar nú svo mikilli truflun á heims- markaðinum, það sem áður var keypt af Rússum, voru menn nú farnir að framleiða annarsstað- ar. Framleiðendur víðsvegar um lönd líta rússnesku vörurnar ó- hýru auga og eigi sízt af því að þær eru seldar mjög lágu verði. í Bandaríkjunum t. d. selja Rússar unninn trjávið, sem er mun ódýrari en timbur, sem framleitt er í iandinu sjálfu, og eru þó Bandaríkin með skógauð- ugustu löndum jarðarinnar. Því hefir verið haldið fram, að þetta lága verð væri gjört mögulegt með óeðlilegum aðferðum, t. d. með því að láta kauplausa fanga vinna að framleiðslunni. Sum- staðar hefir innflutningur á rúss- neskum vörutegundum verið bannað'ur og þetta fært fram sem ástæða. En hvað sem kann að vera hæft í þessu, þá er hitt víst, að rússneska stjómin verð- ur að selja ódýit af því að hún þarf á peningum að halda. Og peningarnir fara fyrst og fremst í það að framkvæma 5 ára áætl- unina. Öllu sem þjóðin má án vera og seljanlegt er vierður hún að koma í peninga, og landsins eigin börn leggja hart á sig nú, í von um að hinn stóri draumur rætist, og þjóðin fái þá endur- goldið áralangt erfiði og sjálfsaf- neitun í bættum lífskjörum og aðstöðu til að lifa menningarlífi. Um hina stórfelldu aukningu rússneskrar framleiðslu síðustu árin má fá nokkra hugmynd af eftirfarandi atriðum. Árið 1913 var áætlað að kola- notkun Rússlands næmi alls ca. 33 milj. smálesta. Þá þurfti að flytja inn ensk kol. 1930 var kolaframleiðslan 46'/2 milj. smál. og útflutningur 2V2 milj. Kola- notkunin er þá 11 milj. smál. meiri en 1913. Sú aukning er vegna hins nýja iðnaðar. í árslok 1933 á kolaframleiðsl- an að verða 130 milj. smál. sam- kvæmt 5 ára áætluninni. i 1913 var olíuframleiðslan nál. ; 9 milj. smál. og út- og-innflutn- ingur stóðst nokkurnveginn á. 1930 var framleiðslan 17 milj. smál. og útflutningurinn S/o milj. I árslok 1933 á olíu (og ben- zin) framleiðslan árlega að verða 41 milj. smál. Fyrir stríð var lítið um raf- virkjun í Rússlándi. 1913 var rafmagnsframleiðslan um 2000 milj. kílówattstunda. Árið 1920 var eftir tillögum Lenins skipuð nefnd til að gjöra tilraunir um almenna virkjun fallvatna. Nú er í-afmagnsframleiðslan 8800 milj- ónir kílówattstunda. í árslok 1933 á hún að vera 33 miljarðar kílówattstunda, eftir 5 ára á- ætluninni. Stærsta virkjunin, sem nú er unnið að, er við Dnjeprfljótið. Járn- og stálframleiðslan er um 10% meiri nú en fyrir stríð, en einnig á því sviði hafa Rúss- ar stór áform í huga. Járnvinnsl- an er aðallega fyrirhuguð á 2 stöðum, í Úralfjöllunum, og í Mið-Síberíu. Til þessara staða hafa nú verið lagðar járnbrautir og er verið að byggja þar risa- vaxna ofna til járnbræðslu eftir amerískri fyrirmynd. Útflutningur á timbri hefir vaxið ákaflega síðustu árin. Um og eftir styrjaldartímann hvarf rússneskt timbur alveg af heims- markaðinúm, en í stað þess kom sænskt, norskt og pólskt timbur og timbur frá Eystrasaltslönd- unum. 1930 nam timburfram- leiðsla Rússlands 110 milj. kúbik- metra en var 61 milj. kbkm. árið 1929. Útflutningur er nú svip- aður og fyrir stríð. Útflutningur á vefnaðarvörum er helmingi meiri nú en 1913. Baðmullarræktin hefir aukizt geisilega í Suður-Rússlandi, Ivaukasus og suðurhluta Síberíu. 1913 var baðmullarframleiðslan 700 þús. smál. 1930 var hún 1 milj. 400 þús. smál. Fyrir styrjöldina var Rússland talið eitt af komauðugustu löndum j arðarinnar. Árið 1913 ' fluttu Rússar út 8/2 milj. smál. af korni. Þar af var helmingur- inn hveiti, hitt rúgur, bygg og hafrar. Eftir byltinguna hættu Rússar að flytja út korn og kom þá um tíma innflutningur í stað útflutnings áður. 1930 var korn- framleiðslan 871/) milj. smál. en 1913 var hún 68 milj. smál. Kornútflutningur liefrr þó ekki hafizt enn svo nokkru nemi þrátt fyrir þessa miklu aukning framleiðslunnar. Fólkið er rúml. 20 milj. fleira nú en þá og þjóðin þarf af þeim ástæðum meira til lífsviðurværis, en auk þess gefur ráðstjórnin þá skýringu, að brauðneyzlan hafi aukizt meir að tiltölu, því að áður hafi mikill hluti bændastéttarinnar soltið heilu hungri. Kornframleiðsla i stórum stíl er nú rekin á búum stjómarinnar víðsvegar um land- ið, þar sem landið hefir verið brotið með vélaafli. Járnbrautarlínurnar voru 1913 rúml. 58 milj. km. 1930 voru þær 78 milj. km. Farþegaflutn- ingar höfðu þrefaldast og vöru- flutningar nærri tvöfaldast. En innflutningur hefir líka aukizt stórum, einkum á vélum. Um það verður því ekki sagt, hvort verzlunarjöfnuður landsins sé hagstæðari nú en fyrir stríð. En vélainnflutningurinn er að sjálfsögðu undanfari hinna risa- vöxnu framkvæmda, það eru Bandaríkjamenn og Þjóðverjar, einkum hinir fyrnefndu, sem með vélunum leggja til aflið í hina rússnesku endurreisn. Ilinar ótæmandi auðsuppsprettur lands- ins kalla á aflið og hugvits- semi mannanna til að hagnýta þá lífsmöguleika, sem fólgnir eru í skauti náttúrunnar. Svo sterkt er aðdráttarafl náttúruauðæf- anna, að hið vestræna auðvald, sem í hjarta sínu hatar hið rússneska þjóðskipulag og óttast veldi hinnar risavöxnu austrænu þjóðar, fær eigi staðizt. Og vest- rænu þjóðirnar leggja tíl meira en vélarnar, þær leggja líka til verkf ræðingana, sem st j órna framkvæmdunum, eftir boði hinna rússnesku stjórnmála- manna, sem nú vinna að því af alefli að kollvarpa þjóðskipulag- inu í föðurlöndum vélanna. Frá þjóðabandalaginu. Frakkneski utanríkisráðherr- ann Briand vakti máls á því fyrir nokkrum árum, að hag- kvæmt myndi vera, að Norður- álfuríkin gjörðu samtök sín á milli í því skyni að gæta sameig- inlegra hagsmuna. Er Briand nú talinn aðalforvígismaður hug- myndarinnar um Bandaríki Ev- rópu. Á þingi Þjóðabandalagsins 1930 var ákveðið að skipa nefnd til að taka þetta mál til athug- unar. Nefnd þessi hélt fundi dagana 16.—-21. jan. sl. og mættu þar fulltrúar allra Norðurálfuríkja, sem í Þjóðabandalaginu eru. Eng- in endanleg ákvörðun hefir þó verið tekin. En störf nefndarinn- ar hafa vakið Þjóðabandalagið til athugunar og rannsókna á ýmsum sameiginlegum vanda- málum Norðurálfunnar, og þá aðallega þeirri miklu viðskipa- kreppu, sem nú gengur yfir heiminn. Þau tvö atriði, sem einkum hafa verið athuguð í þessu sambandi, er komvöru- verzlun álfunnar og lánsþörf landbúnaðarins í hinum ýmsu löndum. Sérstökum undirnefndum var falin rannsókn þessara mála. Á fundi komvörunefndarinnar, sem haldinn var í París dagana 23.—26. marz sl. var upp tekið til rannsóknar, kornvörufram- leiðsla og kornvörunotkun ein- stakra landa. Viðvíkjandi hveiti- framleiðslunni lágu fyrir ná- kvæmar upplýsingar. Þau lönd, utan Rússlands, sem íramleiða meira hveiti en til eigin notkunar eru Ungverjaland, Rúmenía, Jugoslavía og Búlgaría. Hveiti- innflutningur er hinsvegar mest- ur í Englandi, þá í Ítalíu og Þýzkalandi, þá í Frakklandi og Belgíu. I hveitilöndunum liggur nú framleiðslan óseld. Ilinsvegar er hveitinotkun hinna landanna svo míkil, að mörgum sinnum nemur því, sem út þarf að flytja. Belgía ein þai'f :á meira hveiti að halda árlega en út er hægt að flytja í öllum hveitilöndunum ut- an Rússlands. En nú sem stendur er kornið flutt vestan yfir At- lantshaf, meðan birgðirnar í Suð- austur-Evrópu fúna í kornhlöðun- um af því að enginn vill kaupa. Undirnefndin, sem rannsaka skyldi peningamál landbúnaðarins í hinum ýmsu Norðurálfulöndum kom saman á fund 20. apríl s .1. Á þessum fundi var einkum um það rætt, að nauðsyn bæri til að halda lánastarfsemi landbúnaðar- ins sem mest út af fyrir sig með því að landbúnaður allra landa þyrfti ódýr lán til langs tíma. Hollendingurinn Ter Meulen, sem sérstaklega hefir rannsakað þessi efni af hálfu þjóðabandalagsins, hefir gjört tillögur um stofnun og fyrirkomulag sameiginlegs landbúnaðarbanka fyrir alla Norð- urálfuna. Gjörir hann ráð fyrir, að með því megi koma á svipuð- um lánskjörum . fyrir landbúnað- inn í öllum löndum álfunnar. Samkvæmt tillögu hans eiga ríkis- stjórnirnar að leggja bankanum til í upphafi 10 milj. dollara hlutafé og varasjóð, þvínæst er gjört ráð fyrir sölu skuldabréfa, er nemi tífaldri þeirri upphæð, eða 100 milj. dollara, með 1. veð- rétti í eignum, sem lánað er út á. Að því loknu er áætlað að bjóða út hlutabréf fyrir 50 milj. dollara. Gjört er ráð fyrir, að bankinn hafi aðsetur í París, og er aðal- lega vænst markaðar í Frakklandi fyrir skuldabréfin fyrst um shm. I byrjup marzmánaðar var haldinn fundur hagfræðinga og fulltnáa frá hagstofum ýmsra landa til að .ræða um viðskipta- kreppuna og orsakir hennar. Einn af þekktustu hagfræðingum álf- unnar, sænski prófessorinn Ohlin, taldi orsakir kreppunnar einkum tvær: Verðfallið á hráefnum, sem síðar hefði haft í för með sér markaðsrýrnum fyrir iðnaðarvör- ur, af því að kaupmáttur land- búnaðarins þvarr um leið og hrá- efni þau, sem hann framleiðir, féllu í verði. Aðra höfuðorsökina taldi hann vera þær miklu sveifl- ur á peningamarkaðinum, sem átt hefðu sér stað og oi’ðið landbún- aðinum í flestum löndum ofur- efli. Fundinum lauk með því, að fulltrúum þeim og stofnunum, er þátt tóku í fundinum var falið að rannsaka þau atriði, er mestu þykja máli skipta í atvinnu- og viðskiptalífinu, hver í sínu landi, Framhald á 4. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.