Tíminn - 08.08.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 08.08.1931, Blaðsíða 1
Címans er t Cœfjargötu 6 a. (Dpin öagJega*fL 9—6 Sími 2353 og afarcioslumaour Címans tt lS.ana.veiq, £>or5teinso$ttlr# Sœfjaraötu 6 a. Reytiamt. XV. ár. Reykjavík, 8. ágúst 1931. 55. blað. Orsakir erfiðMkanna Nú er ekki um aimað meir tal- að en hina aðsteðjandi atvinnu- kreppu. Einkum verður minni- hlutaflokkunum á Alþingi tíðrætt um hana. Um orsakimar til kreppu þess- arar er minna rætt. Reykjavik er sennilega hlut- fallslega stærsta höfuðborg í heimi. Býr hér meir en fjórði hver maður þjóðarinnar. Þá er það eigi síður vitanlegt, að ji Reykjavík er einhver allra dýr- 1 asta borg í heimi. Hlutfallslega | umsvif amikið athafnalíf hefir verið rekið hér undanfarið, til- tölulega mikill hluti af umsetn- ingu þjóðarinnar fer fram í Reykjavík. Fyrir þá sök hefir dýrtíðin í Reykjavík lagst enn þyngra og alvarlegar á athafna- líf þjóðarinnar allt. Skömmu eftir stríðslokin átti sér stað ein hin mesta verðbylting í veröldinni, sem sögur fara af. Afleiðingum þessarar verðbylt- ingar varð flest að lúta, fram- leiðsla og framleiðslutæki lækk- uðu í verði, allt varð að afskrifa — nema fasteignir í Reykjavík, þær urðu aldrei afskrifaðar svo neinu næmi. Aðstreymi fólks til höfuðstaðarins annarsvegar og öll stjórnarstefna sem hér hefir ráð- ið hinsvegar megnaði að halda uppi hinni óeðlilegu dýrtíð, sem hér á . sér stað. Tvær stjórnmálastefnur höfðu allt vald á bæjarbúum. Annars- vegar samkeppnismenn, sem til þessa hafa verið drottnandi í bæjarmálefnum öllum, en hins- vegar var flokkur minnihlutans, i afnaðarmennirnir. Samkeppnismennirnir hafa ráð- ið meginstefnum í öllum afkomu- og félagsmálum bæjarins. Þessi flokkur hefir treyst á einstak- lingsframtak og frjálsa sam- keppni og sér þess nú glögg merki á öllum sviðum. Lönd bæjarins hafa að miklu leyti lent í einstaklingseign og verðhækkun sú, sem átt hefir sér stað og verða hefði mátt til al- menningshags, hefir lent í hendur einstakUnga og eigi ósjaldan lent í spákaupmennsku (spekula- tion), en allt hefir þetta orðið til þess, að ofhækka verð landa og lóða, þessa frumskilyrðis til at- hafnalífs og afkomuaðstöðu manna. - , Fer því svo fjarri, að hinni drottnandi stjómmálastefnu sem ríkt hefir í bæjarstjórn Reykja- víkur sé það ljóst hversu hér er fólgin ein frumorsök til þeirra örðugleika, sem hin mikia dýrtíð ieiðir til, að ofan á ógætilegar lán- tökur, sem óðra hvoru er grip- ið til, og sem 'k þessu ári áttu að nema meir en miljón króna og sem velt er yfir á bak framtíðar- borgaranna í bæjarfélagiuu, þá er andvirði hinna seldu landa jafn- óðum gjört að eyðslueyri og lagt við reksturskostnað foæjarfélags- ins. Og enn alvarlegra og berara virðist þó hitt, hversu einstak- lingshyggjan er rík í höndum meirihluta bæjarstjómar, þegar saman fer, að hamlað ér á móti því að borgararnir geti átt kost leigulóða, en samtímis eru byggð- ar nýjar götur um lönd einstak- linga um vafasamar eignarlóðir þeirra og það jafnvel manna, sem sæti eiga í sjálfri bæjarstjórn- inni. . Þá hefir samkeppnisskipulagið eigi reynzt affarasælla um verzl- unina. Allar hinar mörgu verzl- unarbúðir með hinum óþarflega miklu vörabirgðum, óþarflega marga fólki og óþarflega mikla húsnæði og í einu orði — hinúm óþarflega . mikla tilkostnaði, sem legst á vöruna, en sem almenn- ingur þarf að borga. Stafar af þessu ekki óverulegur þáttur í hinni ömurlegu dýrtíð, sem nú skapar örðugleika. Þá hef ir reynzlan sýnt, að álíka mikið kostar að vega fisk og verð- leggja og senda nokkrar hús- lengdir, eins og að eiga skip, veið- arfæri, kosta áhöfn og senda þetta út í hafsauga til þess að afla fiskjarins. Sama máli gegnir um mjólk- ina. Stenst á endum kostnaður- inn við að mæla mjólk og af- greiða eins og að eiga jörðina, áhöfnina og leggja til vinnuaflið, sem þarf til framleiðslunnar, og oft og einatt flytja hana eins marga kílómetra og heimsending mjólkurinnar frá mjólkurbúðun- um eru margir metrar. En öllu þessu ástandi hefir ver- ið haldið uppi af íhaldnu, einstak- lingshyggjufólkinu, sem trúir á „hina frjálsu samkeppni", fólMnu sem flesta á fulitrúana í bæjar- stjóminni, fólkinu sem sett hefir aðalsvip sinn á þennan bæ. markaður sá, sem fyrir hendi er, stendur ekki straum af tilkostn- aði og það þótt árferði af völdum náttúrunnar hafi leikið í lyndi. Af þessum orsökum skapast at- vinnuleysið. vTilfærsla á efnahag innanlands er skammgóður vermir, en lausn er það engin. Lausnin verður að vera fólgin í því að lækka þá dýrtíð, sem nú hvílir eins og mara á atvinnu- lífi þjóðarinnar og þá fyrst og fremst dýrtíðina hér í Reykja- vík. Húsaleigan verður að lækka. Brauðin verða að lækka. Mjólkin verður að lækka. Fiskurinn verður að lækka. Vöruverðið verður að lækka. Og þegar svo er komið getur kaupgjaldið lækkað — og vitan- lega veltur allt á að það lækkí, svo framleiðsla geti átt sér stað. Samhliða þarf að vinna að því, að endurbæta svo meðferð fram- leiðsluvaranna, að þær nái sem hæstu markaðsverði, má þar til nefna útflutning á ísvörðum fiski til dæmis. Getur þessu öllu orðið við kom- ið — ef borgararnir sjálfir vilja. Úrræðið sem til þarf em sam- tök — samvinna. Og meðan til hennar verður ekki tekið, þarf, ekki að æðrast út af þeirri neyð, sem aðsteðjandi atvinnuleysi skapar. Tjaidborg í Oífusdólum. Fáar fregnir utan úr heimi hljóta að koma ónotalegar við en fregnirnar af hinu ógurlega at- vinnuleysi. Milj ónir manna hungra undir veggjum troðfullra birgða- skálanna af mat og öðrum lífs- nauðsynjum. Og hljóta þessar fregnir að auka á þann ótta hugsandi manna, sem sjá fram á aðsteðj- andi atvinnuleysi hér heima á okkar eigin landi. Allt um það er þó atvinnu- leysið sjálft síður en svo aðal- meinið. Orsökin til þess er miklu al- varlegra áhyggjuefni. Og orsökin er fyrst og fremst sú ógurlega dýrtíð, sem þróast hefir í landinu og þó einkum í höfuðstaðnum. Við eigum hin auðugustu fiski- mið sem til eru að minnsta kosti í Atlantshafinu. Við höfum á allra síðustu áram, komizt upp á það, með hverjum hætti auðæfi verði numin úr gróðurmold þeirri sem búið er við. Allt veltur á því, að almenn- ingur þurf i ekki að verða hungur- morða milh þessara tveggja forðabúra. Og höfuðúrræðið er að fá létt af þeirri óeðlilegu dýrtíð, sem þrifizt hefir í landinu og þá fyrst og fremst hér í Reykjavík. Jafnaðarmenn hér í Reykjavík hafa að kalla einvörðungu neytt samtakamáttar síns til þess að fá kaupgjaldið hækkað eftir því sem dýrtíðin óx. En dýrtíðin hef- ir að minnsta kosti haldist í hönd við kaupgjaldið. Og nú vdrðist eigi lengra komizt þessa leið. Framleiðslukostnaður atvinnuveg- anna er orðinn svo mikill, að Eftir því, sem kaupstaðir lands- ins stækka og þá ekki sízt Reykjavík, vex þörf þeirra, sem þar búa til að hvíla sig um lengri eða skemmri tíma í ró og fegurð sveitanna. Með hverju ári vex út- streymið úr bænum um mitt sum- arið. Með sanni má segja, að all- ir sem geta, fari einhverntíma sumarsins sér til hressingar upp í sveit. Þétta er góður siður og lofs- verður. Dvöl í sveit á sumrin er í alla staði hentug bæja- og borgamönnum. En þvi miður geta ekki allir farið. Mikill fjöldi manna, einkum úr fátækustu stéttunum getur ekki flutt sig út úr bæjunum svo dögum skipt- ir á sumrin. 1 Hafnarfirði og Reykjavík er mikill fjöldi, sjálf- sagt margar þúsundir af konum sjómanna, verkamanna og iðnað- armanna og börn þeirra, sem alls ekki geta „tekið sér sumarfrí". Konan kemst ekki frá börnunum, og fjölskyldan hefir ekki aðstöðu til að koma bömunum fyrir í sveit. Og þó er þetta ef til vill einmitt sá hlutinn af íbúum þess- ara tveggja kaupstaða, sem lök- ust hafa húsakynnin, venjulega enga grasbletti við húsin, og eng- in farartæki til að komast lengra en um bæina og í útjaðra þeirra. Mér hefir komið til hugar, að gera mætti tilraun til að skapa einmitt nokkru af fátæku fjöl- skyldunum í Hafnarfirði og Reykjavík skilyrði til að geta tek- ið sumarfrí í sveit, án þess að það væri þeim of dýrt. Ég hefi talað um þetta mál við áhuga- sama bæjarfulltrúa í Hafnarfirði og Reykjavík og þeir hafa tekið málinu líklega. Svo sem kunnugt er keypti rík- ið fyrir nokkrum ámm jarðir í Ölfusi vegna hverahita, sem þar var mikill. Á einni af þremur jörðum, Reykjum, er nú búið að reisa lítið hressingar- og vinnu- hæh fyrir berklaveikt fólk. Auk þess rekur landið þar allmikla garðrækt fyrir sjúkrahúsin í Reykjavík og skip ríkissjóðs. Ein jörð er innar í ölfusi held- ur en Reykir, og heitir hún Reykjakot. Það er ein af jörðum ríkissjóðs. Þar er hveraorka og náttúrufegurð mikil. Margir smá- dalir opnast þar móti suðri og er þar landslag í einu skýlt og marg- breytilegt. Á sínum tíma mun landið vafa- ' laust nota Reykjakot til ein- Ef úr framkvæmd ætti að verða í þessu efni gæti hún í fyrsta lagi orðið sumarið 1932, og þá vænanlega fyrir forgöngu áhugamanna í Hafnarfirði og Reykjavík, með stuðningi bæjar- stjórnanna í þessum tveim kaup- stöðum. J. J. Ihaldið og kirkjuspjöll á ÞingvöUum. hverra almennra þarfa, svo sem stað til lækninga fyrir gigtveika menn eða taugaveiklaða. En bæði mun sú framkvæmd dragast nokkuð, og auk þess er í Reykja- koti landrými mikið, svo að þar má korna fyrir margháttuðum dválarstöðum. Tillaga mín í þessu efni er sú, að athugað væri hvort ekki gæti verið um samstarf að ræða milli landsins annarsvegar og bæjar- stjórnanna í Hafnarfirði og Reykjaxn'k hinsvegar um að koma upp góSum en ódýrum sumar- dvalarstað fyrir fjölskyldur úr þessum tveimur kaupstöðum að Reykjakoti í ölfusi. Þessu myndi bezt að koma þannig fyrir, að bæjarfélögin ættu hæfilega mikið af sterkum tjöldum og einföld rúmstæði í þeim, lík þeim sem vegavinnu- menn hafa. Ennfremur ættu bæj- arfélögin eitthvað af stóram tjöld- um eða bárujárnsskúrum og væri miðstöðvarhitun í þeim. Skyldu það vera samkomustaðir fólks, einkum barnanna, þegar kalt væri eða rigning. Síðan leigði bæjar- stjórn tjöldin fjölskyldum úr sín- um bæ. Hver fjölskylda flytti með sér rúmföt og eldaði mat handa sér og sínum. Að nokkru leyti mætti elda við hverahita, og að minnsta kosti hafa heitt vatn til almennra afnota og til þvotta. 1 Ölfusinu er gott til matfanga, rjómabúið nærri og auðfengnar margar sveitavömr. Sjálfsagt væri að bæiarfélögin hefðu með- an tjaldborgin stæði, verslun með önnur matvæli fyrir þá sem þyrftu. Ódýrir almenningsbílar yrðu að ganga milli Hafnarfjarð- ar og Reykjavíkur og tjaldborg- arinnar, einkum um helgar, þegar fjölskyldufeður hefðu tíma til að koma frá vinnu og heimsækja vandafólk sitt. Hver móðir ann- aðist sín böm og hver f jölskylda byggi í sínu tjaldi. En auk þess væri eðlilegt að hver kaupstaður hefði riokkra af kennurum frá barnaskólunum til að sinna böm- unum sameiginlega, ganga með þeim norður um dalina, sýna þeim náttúru landsins, og æfa þau í íþróttum, er þar mætti við koma. Væntanlega mætti koma við sundi og margskonar böðum, þar á meðal gufuböðum, sem oft gera gigtveiku og slitnu fólki mikið gott. Ríkið legði til landið og náttúragæðin, en bæirnir tjöldin og sameiginlegan útbúnað. 1 langan tíma hafa íhaldsblöðin Vísir og Mbl. látið eins og það væri höfuðsynd af Guðm. Davíðs^ syni umsjónarmanni á Þingvöll- um, að hann gaf útvarpinu skýrslu um ofdrykkju og hermd- arverk nokkurra stúdenta á Þing- völlum í vor. Hafa þessi blöð og ýmsir siðferðilegir aumingjar, sem standa þeim nærri, viljað hafa endaskipti á sektarbyrðinni. Guðm. Davíðsson, senl gefur skýrslu um hið óvirðulega athæfi piltanna, á að vera sekur. En drykkjugarmarnir sjálfir, sem svívirtu elstu kirkju landsins meðan >eir voru viti sínu fjær af ölæði, þeir era saklausir, þeir eru píslarvottamir. Þeim hefir verið msboðið með því að láta lands- lýðinn vita um siðleysi þeirra á helgum stað. Að hér sé um spiUing að ra?ða á háu stigi innan íhaldsflokksins er nú engum vafa bundið, ekki sízt þegar þess er gætt, að aU- margir eldri embættismenn sendu hinum brotlegu ungUngum samúð- arskeyti til að örva þá að halda áfram með ruddaskap og ölæði á helgum stöðum. Menn furðar ekki á því þó að svikin í Brunabóta- félaginu, fölsunin í Hnífsdal, sjóðþurðin í Barðastrandasýslu, fiskveðssvikin í Hafnarfirði hafi fundið marga ofsækjendur í hópi þeirra, sem ótilkvaddir hafa geng- ið fram fyrir skjöldu til að verja helgispjöllin við Þingvallakirkiu. „Menn eiga að vera jafnir fyrir lögunum", segja leiðtogar og blöð íhaldsins. Fátækhngar utan íhaldsins eiga að verða fyrir barði laganna, ef þeir brjóta af sér. En íhaldsmenn, einkum ef þeir em hátt á strái í flokknum mega óvirða lög og rétt og góðra manna siðu, án þess að þeim sé hegnt. Þegar kommúnistar frömdu ofbeldisverk í Goodtemplarahús- inu í vetur, þá birti útvarpið ná- kvæma og hlutlausa skýrslu um athæfi þeirra. Sú skýrsla var byggð á frásögn lögreglunnar. Enginn íhaldsmaður hafði neitt við það að athuga. 1 hópi þeirra, sem þá lentu í óláninu var enginn svokallaður „heldri maður" eða „betri manna börn". ÖUum fannst sjálfsagt að útvarpið mætti segja satt frá hermdarverkum umkomu- lausra smæhngja. Þeir áttu eng- an að nema sekt sína. Og dóm- ar almenningsálitsins og laganna mátti faUa á þá. En hið sama gildir á Þingvöll- um. Þar er framið ósæmilegt at- hæfi af ungum tUvonandi há- skólanemendum. ÞingvaUakirkja er svívirt. Staður, sem Alþingi hefir gert að friðlýstum helgi- stað aUra Islendinga er svívirtur. Löggæzlumaðurinn á Þingvöllum gerir það sama við þessa lög- brjóta eins og lögreglan í Reykja- vík gerði í vetur við kommún- ístana. Hann segir útvarpinu satt frá athæfi þeirxa. Og í báð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.