Tíminn - 08.08.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.08.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 183 XI ii s m. æ dra.skóli 1. október hefst þriggja mánaöa námsskeið á húsmæðraskóla mínum. Verður kennt hvem virkan dag frá ld. 3—7 e. h. — Kennslugjaldið er kr. 45,00 hvern mánuð og fá nemendur eina máltíð. í september fer fram eins mánaðar námsskeið á sama tíma dags og hið fymefnda. Allar nánari upplýsingar veiti ég undirrituð. Reykjavík, 8. ágúst 1931. Kristín Thoroddsen Fríkirkjuveg 3. Sími 227. í Reykjavík er ekki meiri en á- ætlað er hér að framan, þá má nærri geta að margur maðuriim og, það sem lakast er, margt barnið, fái fáa mjólkursopana, og heilsa þess sé jafnvel í voða vegna mjólkurskorts. Fátæku mæðurnar munu svara því, að mjólkin sé svo dýr, að þær hafi ekki efni á að veita bömunum hana, nema af skorn- um skamti. Því miður er þröng í búi hjá mörgum, þegar líka at- vimiuleysið legst á eitt með fá- tæktinni, að banna mönnum bjargirnar, en hitt mun líka vera, að mörg heimilin, bæði efnuð og snauð, veita sér ýmislegt, sem síður skyldi en mjólkina, bæði af þekkingar- og hugsunarleysi um þýðingu mjólkurinnar og hka vegna þess, að meim halda að mjólkin sé of dýr. Þegar borið er saman hvað framleiðendurnir verða að gefa fyrir hana, þá er mjólkin dýr — sölukostnaðurinn ótrúlega mikill, enda þótt flutningskostnaðurhm sé vitanlega mikili á mjólkinni, sem hingað er flutt og einnig til mjólkurbúanna austanfjails. En beri maður saman mjólkurverðið við verð á ýmsum öðrum matvæl- um og með tilliti til næringar- gildis og hollustu, þá er mjólkin ekki eins dýr og menn halda og skal því til skýringar bent á að 1 lítri nýmjólkur eða 1,8 1. undan- rennu hefir sama næringargildi sem 4—500 gr. nautakjöt, 250 gr. flesk, 12—1500 gr. þorskur, 7 hænuegg eða 3300 gr. tomat- ar og eru þessar vörur allar hlut- fallslega dýrari en mjólkin og fyrirhafnarmeiri. Úr pilsner, sem kostar 50 aura, fær maður um 1,6 hitaeiningu fyrir eyririnn, en úr mjóikurglasi, sem kostar 25 aura fær maður nál. 10 hitaein- ingar fyrir eyririnn. Undanrenna og áfir hafa ríf- lega hálft næringargildi móts við nýmjólk. Vegna sýrunnar í áf- unum eru þær sérlega hollar og bezti svaladrykkur erfiðismanna. Af þessu má sjá, að ólíkt væri notadrýgra fyrir hvem sem er, sem kaupir sér svaladrykk á veit- ingahúsi að kaupa heldur ein- hverskonar mjólk en öl, og ætti því að vera hægt að fá markað fyrir hana á veitingaliúsunum, miklu meira en nú er, ef eitthvað væri að því unnið að örfa gest- ina til að kaupa þar mjólk. (Meira). M. St. ----o----- fjárhagsáætlun. Hvað mundu and- stæðingamir segja um þetta ástand í Reykjavík, ef Framsókn- armenn stjómuðu þessu bæjar- félagi? Ég ætla ekki að fara fleiri orðum um þetta ástand, til þess verður máske tækifæri síðar, en íhaldsmenn hefðu gott af að stinga hendinni í sinn eigin barm og rannsaka ástandið hér í Rvík þegar þeir eru að lýsa með svört- um litum ástandinu hjá ríkinu. Hið athyglisverða við atvinnu- bótatillögu íhaldsmanna á Alþingi er það, að eftir að þeir hafa feng- ið hina alvarlegu aðvörun við framkvæmd sinnar eigin fjárhags- áætlunar fyrir bæinn, heimta þeir að ríkið framkvæmi atvinnubæt- ur án þess að séð sé fyrir tekju- auka, þ. e. með nýjum lánum. Ihaldsmenn virðast ekki skilja það, að ef hjálpa á þeim, sem at- vinnulausir eru og ekkert eiga, verður að taka peningana til þess frá þeim, sem eitthvað eiga og eru aflögufærir. Tillaga íhalds- manna á Alþingi er alveg sama eðlis og tillögur þeirra í bæjar- stjóm Reykjavíltur. Þeir vilja gjarnan auka atvinnuna, því und- ir kaupgetu almennings og áfram- haldandi peningaveltu eiga marg- ir þeirra sína eigin afkomu. En þeir vilja framkvæma hjálpina án þess, að hún komi við þeirra eigin pyngju; þeir vilja taka peningana Veðdeildin og húsaleigudýrtíðin. Fátt hefir verið hrópað um öllu hærra í íhaldsblöðunum í seinni tið en fé tn veðdeildarinnar. Og Framsóknarflokkurinn hefir verið sakaður um tómlæti í þessum efn- um. Sannleikurinn er sá, að í tíð Framsóknarst j órnarinnar síðast- iiðið kjörtímabii var mjög miklu ié varið til veðdeildarbréfakaupa. Og er það vafasamur heiður, með- an f jármagn þetta hefir óhindrað runnið eftir þeim leiðum, sem stjórnarstefna íhaldsins hafði troðið í þessum efnum. Samileik- urinn er sá, að veödeildin hefir hingað til átt sinn þátt í því að auka á húsaleiguneyðhxa hér í bænum. Hún kann að hafa skap- að húsaleiguokrinu nokkurt að- hald með því að stuðla að auknum byggingum. En einkum hefir hún verið einskonar baktrygging þeirra fyrirtækja, sem auðgast hafa á því að selja hverskonar byggingarefni. Og ennfremur hef- ir henni yfirsést að hafa engar skorour reist við því, að ekki væri megninu af fjármagninu varið í íburðarmikil einstaklingshús og óþörf verzlunarhús. Lítil ánægja hlýtur það að vera fyrir þá, sem hafa haft töglin og hagldirnar um veðdeildarlánin að vita til þess að margir þeir góðu menn, sem hvað mest eru krítugir hjá láns- stofnunum verða nú að borga sem nemur hæstu launum sem ríkið borgar trúnaðarmönnum sín- um í húsaleigu eina saman, fyrir það, að búa í hinum íburðarmiklu húsakynnum og hafa það jafn- framt á tilfinningunni, að þessi óþarfi leggist ásamt öllum ððrum ágöllurn hinnar svokölluðu frjálsu samkeppni á iífsnauðsynjar al- menn«ags í iandinu. Og lítil hugg- un má það vera þótt jafnvel fjög- ur salerni sé þar að fimia í ein- stökum tilfeilum! Veðdeild á að vera starfandi, en hún á að miða að því að fjölga hentugum en umfram allt ódýi-um húsum í bænmn — verða liður í þeirri viðureign, sem nú hlýtur að hefjast við eitt hið mesta böl höfuðstaðarins — húsnæðisdýrtíð- ina. Landhelgisgæzlan. Út af ummælum Alþýðublaðs- ins um landhelgisgæzluna, hefir Tíminn orðið sér úti um eftir- farandi upplýsngar: Meðan Óðinn var að dýptar- mælingum annaðist hann jafn- framt landhelgisgæzlu á Húna- flóa. En Fylla og Þór síldarsvæð- ið að öðru leyti, jafnframt því að lám, velta byrðinni yfir á seinni tímann og fresta því að horfast 1 augu við raunveruleik- ann. Þessi tillaga á Alþingi er líka framborin af Einari Arnórs- syni, sem er þingmaður Reykja- víkur, meðhmur- í bæjarstjórn Reykjavíkur og einn helsti mað- urinn í fjárhagsnefnd Reykjavík- urbæjar. — Einmitt þetta er ef til vill hvað mestrar athygli vert. Það er venja í öllum ríkjum, að ríkið sjálft grípi ekki inn í með atvinnubætur í einstökum bæjar- eða sveitafélögum innan ríkisins fyr en bæjai’félagið sjálft er kom- ið í þrot. Þetta leiðir af hlutar- ins eðli, hvert bæjarfélag gerir fyrst og fremst það, sem það getur og ríkið tekur svo við, þar sem bæjarfélagið þrýtur. Eins og bent hefir verið á hér að framan er mjög mikill hluti af verklegum framkvæmdum Reykjavíkurbæjar, sem fé er veitt til á þessu ári óframkvæmdur. Af því er augljóst, að ef bærinn er ekki kominn í algjört strand, með sínar áætluðu framkvæmdir, verður talsvert mikið um vinnu hér til áramóta og sama verður ofan á, ef bærinn ætlar elcki að stöðva þær allra nauðsynlegustu verklegu framkvæmdir er bíða næsta árs. Það hlýtur því að vekja menn til alvarlegrar umhugsunar, þeg- sem Þór veiddi síld þegar hentug- leikar leyfðu. Auk þess var einn af yfirmönnum Þórs jafnan í flugvélinni til frekari gæzlu, þeg- ar hún var í síldarleit. — Meðan Ægir var til viðgerðar í Reykja- vík, voru Óðni gefin fyrirmæli um að koma í hans stað til hinnar al- mennu landhelgisgæzlu, en þá hlekktist honum á svo sem kunn- ugt er. Samstundis var Þór gefin skipun um að gefa sig einvörð- ungu að landhelgisgæzlu. Síðari hluta fyrri viku lá fyrir beiðni frá sjómönnum á Þórshöfn og Raufarhöfn um það, að þeir þörfnuðust beitusíldar, var Þór þá veitt heimild til að bæta úr þörf þessari ef hann væri á þessum slóðum. Gerði haim það, en fékk þá svo mikið af síld, að hann varð að sleppa nokkru af veiðinni, og þar eð það var kunnugt um að síldarbræðslustöð ríkisins var hætt störfum af síldarskorti, fór hann með aflann til Siglufjarðar og affermdi þar s. 1. laugardag rúm 1100 mál. En næsta dag tók hann enskan botnvörpung í land- helgi á Skjálfandaflóa, varð að skjóta á hann 18 skotum, þar af 9 í gegnum reiða og reykháf. Út af árásum íhaldsblaðanna á Þór í vetur, er ekki úr vegi að gera þann samanburð hér, að gamli Þór, sem hafði 47 mm fall- byssu þoldi svo illa skotin, að skipinu lág við skemmdum, þegar til hennar var tekið, en þennan Þór, sem hefir 10 mm stærri fallbyssu sakaði hvergi eftir svona tíða skothríð. Geðvonska Alþýðublaðsins út af síldveiðihj áverkum Þórs mun runnin frá Finni Jónssyni frá Isa- firði og sprottin af því, að ein- hverju sinni munu bátar hans hafa orðið að bíða affermingar meðan verið var að afgreiða Þór, en eigi af hinu, að fyrir land- lielgisgæzlunni væri ekki séð. Viktor Helgason nefnist iðnaðarmaður, sem hef- ir ritað lítið prúðmannlega og því lakar rökstudda grein í Vísi nýlega út af úthlutun verkefna í landssímastöðinni nýju, og veitzt sérstaklega að forsætisráðherra í því sambandi. Svo er mál vaxið, að útboð hafði verið gjört á dúk- lagningum í landssímastöðina. — Lægst tilboðið hafði komið frá Sigurði Ingimundarsyni, en með því hversu rekið var á eftir um framkvæmd verksins af lands- símastjóra, vegna komu þeirra manna, sem setja áttu niður vél- arnar, var tilboði Sigurðar ekki ar Einar Arnórsson þingmaður bæjarins og meðlimur í fjárhags- nefnd bæjarins ber fram tillögu um Ú2 miljón króna styrk frá rík- inu til atvinnubóta. Þessi upphæð er vitanlega aðallega ætluð Vest- mannaeyjum og Reykjavík. Þetta kom engum á óvart um Vest- mannaeyjar. Allir vita um fjár- hag þess bæjarfélags og ástand atvinnuveganna þar. — Ihaldið stjórnar líka í Vestmannaeyjum og hefir gert það lengi. Hitt mun vekja meiri undrun og alvarlegri áhyggjur, að þing- maður Reykjavíkur, sá, sem á að þekkja manna bezt fjárhag og f ramkvæmdagetu bæ j arf élagsins skuli koma með Jóhanni úr Eyj- um til Alþingis og biðja um fé til atvinnubóta. Af því, sem að framan segir, hlýtur að vakna þessi spurning: Boðar þessi atvinnubótatillaga Einars Arnórssonar það, að íhaldsmenn sjái fram á, að þeir geti alls ekki framkvæmt fjár- hagsáætlun sína fyrir Reykjavlk á þessu ári og að þeir fái ekki hjá því komist að stöðva fjár- framlög til verklegra fram- kvæmda bæj arfélagsins á næsta ári ? P. K. —— o-—-, tekið, en sjálfur Viktor Helgason látinn framkvæma verkið, vegna þess að hann var talinn að eiga ráð á fleiri samverkamönnum, en frestur hafði ekki verið settur í útboðið um framkvæmd verks- ins. Út af þessu lét forsætisráð- herra orð falla um það við skrif- stofu húsameistara, að hún léti Sigurð Ingimundarson sitja fyrir verki að öðru jöfnu við fyrstu hentugleika. Þá hefir þessi sami Viktor haft allt á hornum sér út af útlending, sem vinnur að því, að leggja gúmmídúka á stiga og ganga í landsímastöðinni. Útboð um þetta verk voru því skilyrði bundin, að seljendur efnisins legðu til sérfróðan mann, til þess að leggja þessa dúka og hefir firma það, Brynja, sem í hlut á, fengið útlending til verksins. Var þessu hagað svona vegna þess, að æðimiklir ágallar höfðu komið fram í landsspítalanum við sams- konar dúklagningu, sem fram- kvæmd hafði verið af innlendum stéttarbræðrum Viktors. Tíman- um er kunnugt um, að Viktor þessi ætlaði sér að mynda eins- konar hring með stéttarbræðrum sínum um veggfóðrun og önnur shk ,verk. Maður nokkur hafði vahð veggfóður í verzlun einni hér í bænum, en stéttarbræður Viktors, sem varð að sækja til um veggfóðrun, neituðu að taka að sér veggfóðrunina nema vegg- fóðrið yrði keypt í þeirra eigin nýstofnuðu verzlun. Kemur þessi ofrausn Viktors heim við blæ þann sem er á skrifi hans, og vísast að svo gæti farið að hún yrði fremur til þess að skaða hann en ábata, þegar til lengdar lætur. Kjördæmaskipunin. Fyrsti sigurinn er nú unniim á Alþingi yfir þeim mönnum, sem mest hafa fundið að núverandi kjördæmaskipun. Alþingi hefir nú ákveðið að skipa nefnd manna sem rannsaki allt sem gjörst, sem mál þetta snertir og gjöri rökstuddar tillögur um það til Al- þingis á sínum tíma. Hafa íhalds- menn og jafnaðarmenn, sem á þetta fallast þar með óbeinlínis fellt dóm yfir þeirri breytni sinni sem alkunn er frá síðasta þingi, að ætla sér með leyni- makki í flokkshagsmunaskyni að hlaupa að þessu máli og það al- þjóð að óvörum. —— Níræðisafmæli. Á morgun, 9. ágúst, á níræðisafmæli frú Elín G. Blöndal í Stafholtsey i Borgarfírði. Ilún er dóttir Jóns skálds Tlioroddsens; er fædd 9. ágúst 1841 og giftist 19. júlí 1870 Páli J. Blöndal héraðslækni i Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Tvö börn áttu þau: Guðlaugu Ragnhildi, f. 24. maí 1871, dáin 2. júni 1880 og Jón, sem var læknir í Borgarfjarðar- sýslu, f. 2. nóv. 1873 og druknaði i Ilvítá fyrir nokkrum árum. Einnig höfðu þau 2 fósturhörn: Benedikt Blöndal skólastjóra á Hallormsstað og Guðlaugu Jónsdóttur hjúkrunar- konu. þau hjón bjuggu í Stafholts- ey allan sinn búskap og gerðu garð- inn frægan. Gestakoma var þar mikil og oft teknir sjúklingar til lengri og skemmi’i dvalar á heimilið. Var þeim látin í té öll sú hjálp sem unnt var að veita og munu þeir margir sem fóru frá Stafholtsey heilir meina sinna og þakka það fyrst og fremst hjúkrun og umhyggjusemi húsmóð- urinnar. þrátt fyrir sinn háa aldur, mikið æfistarf og alit það andstreymi sem frú Elín hefir átt við að stríða, er hún ern ennþá og gengur um allt. ITún ies blöð og bækur og fylg- ist vel með því sem gerist. Æfi- kvöldi sínu eyðir hún hjá Páli sonar- syni sínum og konu hans, í Staf- iioltsey, þar sem hún hefir unnið sitt mikla dagsverk og þangað eru nú sendar lilýjar kveðjur. og þakkir til afmælisbarnsins. Leiðrétting. í greininni Jai’ðabæt- urnar 1930, í síðasta blaði, þar sem sagt er neðarl. í 3. dálki, að þar umræddar tölur sýni 1/io dagsverka- tölunnar átti að standa Vio — og þar sem nefnd er heildarupphæð styrksins í niðurlagi greinarinnar, á að standa 2490,000 en ekki 2290,000. Dánardægur. Nýlátinn er á Seyðis- firði Jón Sigurðsson kennari. Hafði hann annast barnafræðslu í 40 ár. Um mörg ár veitti hann forstöðu barnaskólanum á Vestdalseyri í Seyðisfirði, en hin síðari ár var hann kennari við aðalskóla lcaup- staðarins á Fjarðaröldu. Jón heitinn var vinsæll af öllum og virtur af nemendum sínum. Hann var ijúf- menni eitt hið mesta. Átti sæti í bæjarstjórn Seyðisfjarðar um skeið. Banamein lians var heilablæðing. Tíminn átti, samkvæmt auglýsingu í Alþýðublaðinu í fyrradag, að ber- ast út og seljast á götunum í gær, en vegna véiarbilunar í prentsmiðj- unni gat ekki orðið af því. „Morgunblaðið" flytur s. 1. laugar- dag smágrein um Guðmund Bergs- son, póstfulltrúa, í tilefni af 30 ára starfsafmafli hans í þjónustu pósts- starísins hér á landi. Greinarhöf. talar með venjulegum „Morgun- blaðs“-rembingi um, að hin „and- styggilega" hlutdrægni í embætta- veitingum hafi orðið þess valdandi, að Guðmundi hafi ekki verið veitt forstöðumannsembættið við pósthúsið i Reykjavik, sem hafi, að því er greinarhöf. virðist, vegna hæfileika og viðtækrar þekkingar á sviði póst- málanna hér á landi, verið hinn eini umsækjandi, ,e,r hæfur gæti tal- ist til þessa starfa. — það var illa tilfundið af greinarhöf., að fara að gera einskonar samanburð á Guð- mundi Bergssyni og núverandi for- stöðumanni Sigurði Baldvinssyni, því sízt mundi Guðmundur vaxa við þann samanburð, ef þeir gerðu hann, sem kunnugir eru störfum þessara manna, hvors um sig. — Guðmund- ur Bergsson var settur póstmeistari í Reykjavík, aðeins um stundaraali- ir, eftir að þorleifur heitinn Jónsson lét af því starfi og mun liann þá þegar liafa gert sér góðar vonir um að fá embættið, þótt sú von hlyti að hyggjast á starfsaldri hans ein- göngu. Sú mun vera venjan, að póst- málastjóri mæli með einhverjum sérstökum umsækjanda þegar um slíkar embættaveitingar er að ræða innan póstsstarfsins, og má því telja vist, að hann hafi mælt með þeim umsækjanda, er hann taldi hæfastan. — Nú ber þess að gæta, að þótt Sig. Baldvinssyni hafi verið veitt embættið, án tillits til óska póst- málastjóra, þá var það ekki Guð- mundur Bergsson, sem póstmálastjóri lagði til að fengi það. þótt undarlegt kunni að virðast, þá mun póstmála- stjóri alls ekki hafa mælt með því, að Guðmundi yrði veitt embættið. það er og vitanlegt, að engum hefði þó átt að vera kunnugra um starfs- hæfni og dugnað Guðmundar en ein- nfitt póstmálastjóra sjálfum, en livers- vegna mælir hann þá ekki með hon- um í stöðuna? það er því allkynlegt, að „Morgunblaðið“ skuli enn vera að senda tóninn út af þessari veitingu, þar eð sú hlutdrægni, ef hlutdrægni getur talizt, hefir átt upptök sín inn- an íhalds-herbúðanna. Amicus. ----O-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.