Tíminn - 15.08.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.08.1931, Blaðsíða 1
(T {ni a n s er i í.œtjargötu 6 a. (Dpin baglea/ffl. 9—6 Sími 2535 ©falbfeti og afgrei&síumaöur Cimans ef Kannuetg þorsteinsbóttir, £œfjargötu 6 a. 2íevfjatHf. XV. 6r. Reykjavík, 15. ágúst 1931. 56. blað. Þíngstörfin. Yfirlit um nokkur mál. í dag er liðinn réttur mánuður síðan Alþingi kom saman. Ef eng- ar óvæntar tafir hamla, ætti það að geta lokið nauðsynlegustu störfum fyrir lok þessa mánaðar. Hér í blaðinu hefir jafnóðum verið birt skrá um þau mál, sem borin hafa verið fram í þinginu, af ríkisstjórninni og einstökum þingmönnum. Hinsvegar hefir ekki unnizt rúm til að greina frá umræðum eða meðferð mála til neinnar hlítar. í þessari grein og fleiri slíkum, verður gefið stutt yfirlit um nokkur helztu þingmál- in, og hvað þau eru komin áleiðis. Fjárlögin eru nú í nefnd í efri deild og væntanleg til 2. umr. eft- ir helgina. Lauk fjárveitinganefnd neðri deildar störfum á miklu skemmra tíma en venjulegt er eða rúml. vikutíma, en oftast tek- ur meðferð fjárlaganna í nefnd í nd. nokkuð á annan mánuð. Kom nú að góðum notum vinna sú, er lögð hafði verið í afgreiðslu fjár- laganna á vetrarþinginu. Helzta breytingin, sem nefndin gjörði á frv. frá) í vetur og samþykkt var í deildinni var um að hækka fram- lög til verklegra framkvæmda um í/o miljón. Breytingartillögur voru margar bæði við 2. og 3. umræðu í neðri deild, en flestar felldar. Þar á meðal var tillaga frá jafn- aðarmönnum um 300 þús. kr. framlag til atvinnubóta og önn- ur frá Einari Arnórssyni um l/% miljón í sama skyni. En ekki gáfu flutningsmenn neinar bendingar um, hvar taka ætti þessa peninga, og er slíkt merkilegt ábyrgðar- leysi. Framsóknarflokknum er hinsvegar ljóst, að ekki getur ver- ið um það að ræða, að leggja fram fé til atvinnubóta í harðæri, nema séð sé fyrir sérstökum tekjum í því skyni. Fjárlögin voru afgreidd til efri deildar með nál. 20 þús. kr. tekjuafgangi, og má hann vit- anlega ekki minni vera. Samkomulag varð um það milli flokkanna, að fresta eldhúsdegi, sem venjulega er við framhald 1. umr. í nd. (þegar fjárlögin koma úr nefnd), til 3. umr. En þegar til 3. umr. kom, lýstu stjórnarand- stæðingar yfir því, að þeir myndu ekki nota rétt sinn til eldhúsum- ræðna í deildinni að þessu sinni. í sjálfu sér er það líka alveg meih- ingarlaust að hafa eldhúsumræður á þingi, sem háð er, að nýafstöðn- um kosningum, þar sem flokkun- um hefir gefizt kostur á að ræða ágreiningsmálin í áheyrn kjós- enda í öllum kjördæmum landsins. Slíkt er óverjandi eyðsla á tíma og fé. Mun og ekki örvænt um, að íhaldsmenn hafi fengið nokk- urt samvizkubit út af þeim óhóf- lega löngu og óþörfu eldhúsum- ræðum, sem þeír hafa haldið uppi á undanförnum þingum, og þótzt sjá litla uppskeru í kosningunum. Við fyrstu umr. í ed. hurfu stjórnarandstæðingar hinsvegar frá hinum góða ásetningi í neðri deild, og stóðu þar eldhúsumræð- ur í tvo daga. Stóðu íhaldsmenn og Jón Baldvinsson þar saman og deildu á stjórnina. Tvennt bar einkum á góma í þessum umræð- um: Skýrslur þær um fram- kvæmdir ríkisins é árunum 1927 —'30, sem atvinnumálaráðuneytið hefir gefið út, og viðskipti stjörn- arinnar við Læknafélagið og að- gerðir hennar í þá átt að draga úr berklavarnakostnaðinum. Allir stjórnarand.stæðingar í deildinni, að tveim undanskildum, tóku þátt í þessum umræðum og töluðu sig flestir dauða. Af hálfu Framsókn- armanna töluðu forsætisráðherra, Jónas Jónsson, Einar Árnason og Ingvar Pálmason. Árásir stjórnarandstæðinga á ríkisstjórnina út af skýrslunum um framkvæmdir hins opinbera, eru í mesta máta furðulegar. Erf- itt er að segja, hversvegna al- menningur má ekkí vita, hvað það er, sem þjóðin eignast af verð- mætum fyrir þá peninga, sem hún leggur fram til umbóta í landinu. Enginn hefir neitt á móti því þó að stjórnir ýmsra- einstakra ríkis- stofnana, t. d. skóla, pósts, síma, vita o. s. frv. gefi út skýrslur um athafnir sínar á einstökum árum. Hér er í rauninni ekki um annað að ræða en að fá yfirlit í þessu efni, sem nær yfir nokkurra ára tímabil og alþýða manna hefir að- gang að. Kostnaðurinn við út- gáfuna er auðvitað hverfandi lít- ill fyrir ríkið raunverulega, þar sem það á sjálft prentsmiðjuna, og skýrslurnar eru sendar út með póstum ríkisins, sem hið opinbera þarf að standa straum af hvort eð er. Tölur þær, sem ihaldsblöðin hafa birt í sambandi við útgáfu- kostnaðinn eru því vitanlega markleysa ein. Berklavarnakostnaðurinn hefir, eins og kunnugt er, lækkað um 300 þús. kr. í stjómartíS Fraro- sóknarflokksins. Hefir þessu m. a. verið komið í kring með því að koma skipulagi á lækningarnar og beita meiri gagnrýni en áður viðvíkjandi þeim reikningum, sem ríkinu berast frá læknum og sjúkrahúsum. Af ræðum þeim, er fulltrúar læknastéttarinnar í deild- inni, þeir Bjarni Snæbjörnsson og Halldór Steinsson, fluttu, kom það fram, sem áður var vitað, að læknastéttin, sem alt fram á síð- ustu ár hefir haldizt uppi meiri aðgangsfrekja gagnvart því opin- bera en flestum öðrum, unir ekki allskostar sínum hlut. En forráða- menn Læknafélagsins munu nú hafa komist að raun um það, að læknastéttin muni ekki um fyrir- sjáanlegan tíma komast upp með það að beita aðstöðu sinni gagn- vart þjóðfélaginu á þann hátt, sem Læknafélagið ætlaði sér að gjöra, og að þjóðin í heild kann læknunum engar þakkir fyrir þann vafasama heiður, sem þeir hafa gjört henni með ýmsum þeim aðgjörðum seinni tíma, sem mest hafa verið umtalaðar. Sú nýlunda varð í neðri deild 11. þ. m., að allir íhaldsmenn og jafnaðarmenn í deildinni greiddu atkvæði móti samþykkt landsreikn ingsins 1929. Færðu þeir fram þær ástæður, að útgjöld á lands- reikn. 1929 hafi farið fram úr áætlun. Lét Ólafur Thors á sér skilja, að þessar umframgreiðslur myndu vera „tugthússök". Hann- es Jónsson benti hónum á, að eft- ir þessari kenningu myndi vænn hópur af fyrverandi ráðherrum hafa unnið fyrir tugthúsi, þvl að allar stjórnir hefðu notað fé um- fram ákvæði fjárlaga. En það fá- ránlegasta í þessu máli er það, að Ólafur Thors og Magnús Guð- mundsson höfðu báðir undirrit- að fyrirvaralaust iálit fjárhags- nefndar, þar sem deildinni er ráð- ið til að samþykkja landsreikn< inginn og ennfremur þær fjár- aukalagaheimildir fyrir árið 1929, sem farið hafði verið fram á vegna umframgreiðslna á árinu. Hafa þeir Ó. Th. og M. G. þannig greitt atkvæði á móti sjálfum sér(!), og er slík frammistaða fá- gæt á Alþingi. Frv. um einkasölu á tóbaki, sem flutt var í efri deild, er nú komið til neðri deildar og nær væntanlega samþykki þingsins. Tóbaksverzlunin hefir undanfarið gefið mjög mikinn gróða til ! þeirra einstaklinga, sem hafa hana með höndum, og er gjört ráð fyrir að hér sé um að ræða tekju- aúka handa ríkissjóði, sem nema muni á annað hundrað þús. kr. árlega án þess, að verð á tóbaki hækki. Ákvæði um að taka jafn- framt einkasölu á eldspýtum var fellt úr frv. eftir tillögu frá Páli Hermannssyni.' Frv. stjórnarinnar um umbætur á bókhaldi ríkisins, sem flutt var í ed., er komið þar til 3. umræðu. Munu nú flestir viðurkenna nauð- syn þess máis, enda hér um það eitt að ræða, að færa bókhald ís- lenzka ríkisins í sama horf og tíðkast í öðrum löndum, sem hafa viðunandi bókfærslu. íhaldsmenn í þinginu munu nú flestir hafa gjört sér ljóst, að andstaða þeirra við frv. síðastl. vetur er of hlægi- leg til þess að hyggilegt sé að halda henni til streitu. Frv. stjórnarinnar um búfjár- rækt, sem einnig var til umræöu s. 1. vetur, en nú var flutt í efri i deild, er nú komið gegnum 2. | umr. í neðri deild og á vissan framgang í þinginu. Er þar á ferðinni mjög merkilegt mál fyrír landbúnaðinn. Annað búnaðarmál, er frv. um innflutning- sauðfjár til sláturfjárbóta, og hefir það verið afgreitt sem lög frá þing- inu. Frumvarp Jörundar Brynjólfs- sonar um ráðstafanir til að lækka húsaleiguna í Reykjavík flutt í neðri deild, er nú í nefnd í deild- inni. • Er þar um að ræða merki- legan lið í þeirri viðleitni, sem Framsóknarflokkurinn hefir fyrir- hugað til að draga úr dýtíðinni í höfuðstaðnum og því ósamræmi, sem nú er á verðlagi í landinu, og einkum kemur hart niður á þjóð- inni á þeim erfiðu tímum, sem nú standa yfir. Frv. um að leggja Skildinganes undir Reykjavík er komið gegn- um neðri deild og er nú nefnd í efri deiid. Nær væntanlega sam- þykki, enda um sjálfsagt rétt- lætismál að ræða, þó að nokkrir stóreignamenn, sem flúið hafa úr bænum til að komast hjá opinber- um gjöldum hafi beitt sér á móti því nú og láður. Frumvörpin um hafnargerðir á Sauðárkróki, Dalvík og á Akra- nesi, sem flutt voru í neðri deild, en komin til efri deildar. Frv. um útflutning á nýjum fiski, er komið gegnum neðri deild og nú í nefnd í efri deild. Úti um land, einkum á Austfjörð- um er þegar hafinn undirbúning- ur um stofnun félagsskapar með samvinnusniði til að skipuleggja útfTutninginn. Er mikið í húfi fyrir bátaútveginn, að vel takist að hagnýta það bjargráð, sem Al- þingi býður fram í þessu máli. Hefir Pálmi Loftsson útgerðar- stjóri ríkisins unnið manna mest að því að hrinda málinu áleiðis. Er ætlast til, að skipaútgerð rík- isins annist útgerðarstjórn þeirra skipa, sem ríkið væntanlega tek- ur á leigu í þessu skyni. Annað merkilegt mál, sem P. L. hefir beitt sér fyrir og m. a. ritað um hér í blaðinu, bygging á þurrkví í Reykjavík, þar sem hægt sé að framkvæma aðgerðir á skipinu, sem nú þarf að gjöra erlendis, er nú til umræðu í þinginu, og lík- ur til, að stjórninni verði falið að láta rannsaka það mál milli þinga. Frumvarp Jónasar Þorbergsson- ar og Steingríms Steinþórssonar um tekju og eignaskatt til at- vinnubóta, hefir undanfaiið verið til athugunar í fjárhagsnefnd neðri deildar. Eftir því sem blað- ið hefir frétt, er nefndin klofin í málinu. Vill íhaldið eins og vænta mátti hlífa stóreignamönnum Reykjavíkur við að taka afleið- ingum af hinum mikla flutningi fólks í bæinn. Hinsvegar hefir íhaldsflokkurinn, eins og drepiiJ var á hér að framan, látið einn af sínum mönnum flytja tillögu um 1/2 milj. kr. ríkisframlag til at- vinnubóta, sem væntanlega hefir þá átt að fá með lántöku, þar sem ekki var gjört ráð fyrir neinum tekjustofni til að standast þau útgjöld. Sjást á þessu sem fleiru heilindi íhaldsmanna, sem deilt hafa á Framsóknarflokkinn fyrir lántökur. Jafnaðarmenn hafa fyr- ir sitt leyti borið fram frum- varpsbálk mikinn, þar sem gjört er ráð fyrir, hvorki meira né minna en 11 miljónum tll atvinnu- bóta. Er engu líkara en að slíkt sé gjört til að hæðast að verka- mönnum, því að ekki verður séð, hvernig útvega ætti þá fjárfúlgu. Er og ekki að sjá, að mál þetta hafi verið mildð hugsað af þeirra hálfu, þar sem frumvarpið er eigi fram komið fyr en langt er liðið á þingtímann, og virðist auk þess í miklum flýti samið. Frv. um framlengingu verð- tollslaganna er komið geghum efri deild. Jón Baldvinsson og Guðrún Lárusdóttir greiddu þar atkvæði gegn því. Ihaldið virðist að vísu hafa haft mikla tilhneig- ingu til að neita stjórninni um þennan tekjustofn, nema því að- eins að Framsóknarfl. gengi að tillögum stjórnarapdstæðinga í kjördæmaskipunarmálinu og jafnvel ríkisábyrgð fyrir Sogs- virkjunina, en horfið frá því ráði af ótta við að stjórnin yrði þá neydd til að hækka beina skatta til verulegra muna og koma þann- ig óvægilegar við buddu stór- eignamannanna en íhaldinu þykir þægilegt. Samkomulagið milli stjórnar- andstöðuflokkanna hefir gengið misjafnlega í þinginu. Fyrstu vonbrigði íhaldsflokksins voru þau, að jafnaðarmenn neituðu að hafa samvinnu við hann um kosn- ingar í nefndir og til efri deildar. Komst Mbl. svo að orði einhvern næstu daga „að vonandi hefðu jafnaðarmenn ekkert ljótt í huga" með þessu. Lengi framan af sýndi þó Mbl. mikla ástundun í því, að skýra sem nákvæmlegast frá ræðum Héðins og Jóns Baldvins- sonar, einkum árásum þeirra á stjórnina. En síðustu dagana hef- ir kveðið við nokkuð í öðrum tón í garð jafnaðarmanna í herbúð- um íhaldsins. Bera þeir Jón Þor- láksson, Ölafur Thors og Jakob Móller annarsvegar og Héðinn og Jón Baldvinsson hinsvegar hvorir öðrum á brýn, að hafa svikið í kjördæmaskipunarmálinu og geng- ið í einskonar bandalag við Fram- sóknarflokkinn, og sami söngur- inn er svo endurtekinn í Morgun- blaðinu og Alþýðublaðinu. Er nú mjög skipt um samlyndi vopna- bræðranna úr kosningunum, hvað sem það ósamkomulag stendur lengi. En um það er engu að spá, því að þessir menn eru „eins og veðrið í loftinu". -------0—— Mbl. og Sigurður Nordal. Morgunbl. birti nýlega alllanga grein og í alla staði réttmæta, þar sem blaðið taldi það mikinn heiður fyrir Island og Sig. Nordai að honum er boðið að vera skip- aður prófessor eitt ár í heiðurs- sæti við einn hinn merkasta há- skóla í Bandaríkjunum. En hverj- um er það að þakka,- að Island hefir nú þennan sóma af Sig. Nordal ? Ekki Mbl. og flokki þess, því að á þinginu 1924 beitti Jón Þorl. og nálega allur íhaldsflokk- urinn öllum kröftum sínum til að flæma Nordal úr landi til Noregs. Hefði starfsafl hans þá verið tap- að þjóðinni. Framsóknarmenn og jafnarmenn björguðu þá málinu, þrátt fyrir leyndan og beran fjandskap íhaldsins. Þeim fannst ekki of mikið þótt varið væri smáupphæð til að bæta launkjör viðurkennds hæfileikamanns, svo að hann gæti starfað hér við há- skólann, úr því að mjög mikið af tekjum ríkissjóðs færi hvort sem er í svokallaða kaupgreiðslu til miðlungsmanna. Sig. Nordal starfar enn við hái- skólann, þrátt fyrir allt, sem Jón Þori. og lið hans gerði í gagn- stæða átt. En nú miklast Mbl. af því og með réttu, að Sigurður gerir landinu heiður. En hverjum er að þakka, að landið fær þennan heiður? Ekki íhaldinu. B. P. Fyrirspurnir til borgarstjórans í Reykjavík. Jón Þorláksson hefir í efri deild borið fram tillögu um það, aö forstöðumanni væntanlegrar tóbakseinkasölu ríkisins skuli bannað að taka þóknun fyrir um- boðsstörf, og skuli brot gegn því ákvæði varða hegningu. I tilefni af þessari framtaks- semi J. Þ. þykir blaðinu rétt að fara þess á leit að flokksbróðir hans, borgarstjórinn í Reykjavík svari eftirfarandi spurningu: Er borgarstjórinn í Reykjavík búinn að endurgreiða bæjarfélag- inu þá fjárupphæð, sem hann hef- ir veitt móttöku sem umboðslaun- um frá þýzka vátryggingarfélag- inu „Albingia", og ef svo er ekki, hvenær hugsar borgarstjórinn sér þá að endurgreiða þetta fé? En úr því, að minnst er á nefnt vátryggingarfélag, þykir einnig rétt að spyrja umboðsmann þess, borgarstjórann, sem jafnframt er aðili fyrir hönd bæjarfélagsins, hvort það sé satt, sem sumir ótt- ast, að vátryggingarfélagið „Al- bingia", hafi mjög takmarkað fé fyrirliggjanda hér á landi, þannig að hætta sé á, að það geti ekki fullnægt skuldbindingum sínum, ef útflutningur peninga væri bannaður í Þýzkalandi. Óskað er eftir, að borgarstjór- inn svari þessum fyrirspurnum sem allra fyrst. Látinn er hér í bænum 14. þ. m. Kristinn Kjartansson trésmið- ur, 66 ára að aldri, ættaður frá Bíldudal.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.