Tíminn - 22.08.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 22.08.1931, Blaðsíða 2
190 TlMINN ekki-dýr matur. Það fer eftir því, hve mikið er af henni, og það er eins og gengur mjög misjafnt. I fyrravetur í febrúar kom til mín bóndi, ■ til að ræða við mig um mjólk til fóðurs. Hann hafði fjóra í heimili, átti 7 kýr, sem mjólk- uðu þá 68 lítra á dag. Hann hafði engan mjólkurmarkað, en gaf kálfum og folöldum mjólkina. Um sama leyti kom til mín annar bóndi. Hann var einn með konu sinni, átti 4 kýr og fékk úr þeim 32 lítra á dag. Hann gat selt smjör fyrir 2,50 kg., en undan- rennuna gaf hann ánum. Báðum þessum bændum kom saman um, að þeir yrðu að hafa svona margar kýr vegna mjólkur- þarfar að sumrinu. En ætli það sé nú víst? Ég kom inn. hjá báð- um efa, og ég vildi gera það hjá fleirum. Ég hygg, að það geti verið á ekki svo fáum stöðum, sem mjólk- in er óþarflega mikil eins og hún var hjá þessum bændum. Og þar á að skera kýr af fóðrum. Hrossum má og á að fækka víða. Að vísu réttlæta sumir óþarfa hross með því að þau fái ekki nema úrgang, „moð og rekj- ur“ og því sé ekki svo kostnaðar- samt að halda þau. En „moð og rekjur“ þarf ekki að verða hesta- matur. Svo má ganga um og svo má hirða að hvorugt tilfalli frá fénu né kúnum. Aðstaðan til hrossanna hefir breyzt. I stað þess að vera þarf- asti þjónninn eru nú margir hest- ar réttnefndir óþarfa þjónar. Og þá má drepa af fóðrum. Það getur meira að segja sum- staðar verið töluvert vafamál hvort bóndinn getur fengið ódýr- ari fóðurbæti á annan veg en þann, að slátra óþarfa hesti og nota ketið og mörinn til fóður- bætis. Að minnsta kosti er meira fóður í því en því síldarmjöli, sem hægt er að kaupa fyrir afsláttar- hestsverðið. Þetta vildi ég biðja bændur í hrossasveitunum, og þar sem óþarfahestar eru, að athuga. Ég segí því: Sauðfé á hvergi að drepa af fóðrum, stofninn má ekki minnka. Sumstaðar getur verið réttmætt að drepa kýr af fóðrum. Það eiga bændur að at- huga vel. Víða getur verið réttmætt að Bólusetnmg viö brádafári Eftir Pál Zóphóníasson. Um langt skeið hefir bráðafárið, fárið eða pestin, verið einn af vá- gestum sveitabóndans. Féð hrundi niður og menn stóðu varnarlausir. Á sumum jörðum var pestarhæxt- an &’to mikiþ að menn siátruðu aldrei heima og áttu þó fullerfitt með að koma öllu pestarkjötinu í lóg. Þær jarðir voru kallaðar pestarbæli, og það talið þeim til stórgalla, hve þar var pestarhætt. Nú er þetta mikið breytt, síð- an farið var að bólusetja féð til varnar gegn pestinni, Þeir menn, sem þar voru brautryðjendur, éiga miklar þakkir skyldar af bændum landsins. Fé var fyrst bólusett til varnar við fári hér á landi 1896, fyrir tilstilli Magnúsar heitins Einarssonar dýralæknis, en bólu- efnið var búið til af prófessor C. 0. Jensen, sem jafnan síðan hefir búið til bóluefni það, sem hér hefir verið selt, og hin síð- ari ár verið kallað danskt bólu- efni meðal almennings. Fyrstu árin, sem hér var bólu- sett, voru nokkurskonar tilrauna- ár á þessu sviði. Þá var bólusett með „hvíta bóluefninu“, „bláa bóluefninu", „rauða bóluefninu“ og silkiþráðunum. Síðar komst bólusetningin í fastara form og var þá farið að selja bóluefnið og þá missterkt, þar sem talið var að fé væri misþolið fyrir bólu- setningunni. Skemtilegar bækur með skínandi lýsingum. Erich Maria Remarque: Vér héldum heim. Þessi bók er beint framhald af Tíðindaiaust á vesturvígstöðvunum, sem út kom í fyrra, hefir lilotið eindregið lof ritdómara og er talin enn betri en fyrri bók höf., sem þó hlaut heimsfrægð á nokkrum vikum. Kauoið þessa ágætu bók við fyrsta tækifæri. — Báðar bækurnar fást hjá bóksölum um alt land og gegn póstkröfu hjá Birni Benediktssyni, Tjarnargötu 47, Reykjavík. öagnlegar bækur með gullyægum hugsjónum. drepa hross af fóðri, og það getur komið til athugunar, hvort ekki beri að nota óþarfahrössin til fóðurbætis; (Meira). Páll Zóphóníasson. Magnúar Torfasonar, framsögu- manns utanríkismálanefndar, um till. til. þál. um gæzlu hagsmuna Islands út af Grænlandsmálinu. Flutt í sameinuðu Alþingí 20. ág. Tillaga sú, sem hér er til með- ferðar, hljóðar svo: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að gæta hagsmuna Islands út af deilu þeirri, sem nú er risin milli stjórna Noregs og Danmerkur um réttindi til yfir- ráða á Grænlandi“. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að þál.till. þessi er bor- in fram fyrir þær sakir, að Norð- menn hafa tekið land á Austur- Grænlandi og efnt þar til búða- gjörðar. Þótti, sem von var að, ekki mega lengur hjá sitja er fram- andi þjóð tók slíkan upp, þar sem oss Islendinga vissulega mun skipta máli, hvernig fara kann um forráð Grænlands og Grænlandsbyggða. Að vísu verður því ekki neit- að, að vér höfum enn ekki hag- nýtt oss gögn og gæði þessara landfláka. En það skiptir ekki máli, því að hér ræðir ekki fyrst og fremst um hagsmuni líðandi stundar. Hér er framtíðarmál á ferðum, mál sem getur haft ómetanlega þýðingu fyrir oss á ókomnum öld- um. Með aukinni þekkingu cg bætt- um tækjum verður æ auðveldara að hafa uppi á auðæfum þeim, sem búa í skauti ísauðnanna, og handsama þau. Þessvegna vaxa þær árförum í verði, eins og kappRlaupið, sem háð er um yfirráð þeirra, ber svo ljósan vott. Og víst er um það, að enginn sem þar ber skin á, er efins í að hér geti orðið til mikilla muna að slægjast. — Að því nú tekur til Græn- lands, standa Islendingar allra þjóða bezt að vígi um að hagnýta sér það. Ber þar margt til, sem hér ei hvorki staður né stund til að rekja. Það skal þó drepið á tvennt. Við erum þar í nágrenni og færumst tiltölulega nær, með bættum samgöngutækjum, en aðr- ar þjóðir tiltölulega fjær. Mun- ar þar stórum í að þurfa ekki að sækja þangað yfir Islands ála eða gegn um þokubakkana fram af Furðuströndum, enda nú þegar borið í munni, að ekki verði komist hjá að hafa flugstöð á Is- landi, ef hafa eigi samband við Austur-Grænland. — Þá er það nokkurs vert, að Is- lendingar eru eina þjóðin, sem virðist vera í færum um að rækta landið. Það er haft fyrir satt, að Græn- lendingar séu alls ófærir til þess að rækta það. Og nefnd danskra þingmanna hefir nú nýlega lýst því yfir, að Dönum muni það heldur ekki fall- ið. Hinsvegar hafa Islendingar að fornu ræktað landið, eftir land- kostum að þeirrar tíðar hætti, og haldið þar uppi háborinni menn- ingu, á borð við það, sem þá gerðist hér í landi. — Og raun ber vitni, að landinn á enn í fórum það þol og þrek, þrautseigju og langlund, sem þarf til slíks landnáms í afskekktum óbyggðum, því að sú þjóð, er áratugum saman hefir beitt sér fyrir handplóginn, er sannarlega ekki á vegi til grafar. Og loks — vér einir þjóða ber- um þá elsku til landsins, sem megnar að byggja það og ldæða. I umræðu um tillöguna hefir verið spurt um, hvert tilkall vér hefðum til réttinda á Grænlandi. Þessu ber ekki að svara hér, því að tillagan gjörir einmitt ráð fyrir málatilbúnaði af vorri hendi og hæfir þá alls ekki að láta neitt uppi um, hver gögn eru í máli. Því einu skal yfir lýst, að vér höfum hvorki fyr né síðar samið af oss rétt í því efni, er hér um ræðir, heldur á sínum tíma gjört aðvart um, að geymt væri ekki gleymt. — En hvað sem öðru líður, þá efi enginn, að tómlæti af vorn hálfu um þetta mál mundi verða virt oss Islendingum til ógagns. Væntir mig því að hæstvirt Al- þingi samþykki tillöguna einum rómi. ---o--- Fréttir Látin er hér í bænum 17. þ. m. Valgerður Arnljótsdóttir alþm. og prests Ólafssonar. Hún var 61 árs að aldri, fædd 13. maí 1870, orðlögð gáfu- lcona, en átti við þungbæran lieilsu- brest að stríða mikinn liluta æfi sinnar. Helgi Briem bankastjóri hefir sagt lausri stöðu sinni við Útvegsbank- ann frá næstu mánaðamótum. Tck- ur hann þá við starfi því, scm Helgi Guðmundsson nú gegnir í Miðjarð- arhafslöndunum, en Helgi Guðmunds- son verður bankastj. Útvegsbankans. Aflafréttir að norðan. Síldarverkun síðastliðið laugardagskvöld: Grófsölt- un 41654 tn., sérverkun 36368 tn., samtals 98022 tunnur. Ríkisbræðslan hefir á sama tíma tekið á móti 74000 máltunnum. Gísli J. Ólafson landssímastjóri and- aðist í Kaupmannahöfn 15. þ. m., eftir uppskurð á sjúkrahúsi þar. Hann var, eins og kunnugt er, sonur Jóns Ólafssonar ritstjóra, fæddur 1888, varð símritari í Rvík 1906, þá stöðvarstj. á Akureyri og í Rvík og landssíma- stjóri eftir O. Forberg. Flugslys. Amei’ískur flugmaður Cramer að nafni, kom hingað rétt eftir síðustu mánaðamót í flugvél við annan mann á leið yfir Atlantshaf. Höfðu þeir félagar hér skamma dvöl Við Fæi’eyjar lxlekktist flugvélinni eitt livað á. En síðan hún fór fram hja Shetlandseyjum hefir ekkert til lienn- ar spurst. Hafa þeir félagar farizt einhversstaðar á leiðinni milli Shet- landseyja og Noregs. Félag það, sem gjörði út þennan leiðangur, er þó ekki af baki dottið vegna þessarar ógæfu og er nú önnur flugvél frá því lögð af stað sömu leið, og er væntanleg hingað innan skamms. I Ameríku er nú, eftir því sem fregnir herma, tals- vert um það rætt, að koma á föstum flugferðum yfir norðanvert Atlantshaf með viðkomu á íslandi. „Vér héldum heim“, framhald af „Tíðindalaust á v.esturvígstöðvunum“, eftir hinn heimsfræga þýzka höfund Erich Maria Remarque, er lcomin út í íslenzkri þýðingu eftir Björn Franz- son. Fyrri bókin fjallaði um stríðið sjálft, sú síðari um heimkomu hex’- mannanna, sem lifðu af mannraunir styi’jaldarinnar. Enginn höfundur hef- ir eins og Remarque vakið almenn- ing í hlutlausum löndum til skiln- ings á því, í hverju hörmungar ófrið- arins raunverulega voru fólgnar. Hernaðai’- og þjóðernissinnar, einltum í þýzkalandi og á Ítalíu hafa lagt mikla fæð á þessar bækur og í Italíu hafa þær beinlínis verið bannaðar, enda ei-u þær til þess fallixar að draga úr þeim dýrðarljóma, sem liégóma- gjamir hei’shöfðingjar hafa reynt að varpa yfir miljónamorðin fyr og síðai’. Alþingi verður væntanlega slitið á mánudag. Skýrsla um bólusetningu við brúðafári haustið 193 0. Bólusett með imilendu Bólusett með dönsku § u ** oð 4-3 þ- •C3 U U Nr. bólu- efnis bóluefni bóluefni 4J U-J > 4-3 E* S œ 70 ^ w. -4-3 Þai af drapst 4J <D Þai af drapst CD vo § t/3 0 rO œ < Af bóhi- setning’u Úr pest Alls dautt i °/o W 0 z rO Xfi <í 2 b£ S| Úr pest Alls dautt i o/o u 0 '0 0^ ~0 '0 ci p ö rO 0 -O -4-0 Ö CT» g I 0 .0 O ’ tn ci 1 699 5 0,71 569 9 1,58 47 I 14 fullorðin (af mörgu 2 2012 7 0,35 211 »• 3 1,42 38 5 af 60 3 3584 n 26 0,72 509 n 11 2,16 122 (11 af 45 1 lömbum 4 3676 14 48 1,69 192 V 12 6,25 47 5 fullorðið 5 200 n n n n n n n marg't n 6 1546 12 0,77 oOb n 4 1,31 100 (3 af fáu full- | orðnu 10 11 2173 2179 13 3 4 5 0,78 0,32 353 701 n 17 4 4,81 0,57 marg't (21 af 170 j fullorönu mai’g’t 10 fullorðið 12 663 1 0,02 36 n n nokkuð n (5 fullorðið 13 1211 V) 13 1,07 ” n n n 7 1 lamb af ( fimm 14 1888 20 45 3,44 208 » 3 1,44 4,90 5 51 1 af fáu í 7 af möi'g'u 15 2791 44 9 1,90 491 V 24 (fullorðnu í 2, annað eitt 16 543 24 6 5,25 10 n n nokkuö lamb af ^ tveim 18 425 n 4 0,91 282 n 8 2,83 10 „ 19 806 n 3 0,37 277 ; n 4 1,44 9 2 al' fáu óvíst 504 í 2 0,59 304 r 2 0,66 12 » 25202 119 190 1,22 4448 ” 99 2,23 xnarg’t 871) ’) Þar af fjórða livert lainb, sem var óbólusett á þessum bæjum. Jafnframt þessu var mönnum sjálfum kennt að búa til bóluefni úr nýrum úr pestarfé. Þetta lærðu nokkrir menn og hafa sumir þeirra árlega síðan gert töluvert að því að búa til „nýrna-bóluefni“ eins og það er kallað meðal bænda, og bólusetja með því. Einn þeirra manna er Sveinn Benediktsson á Skipalóni í Eyjafirði. I full 30 ár hefir hann bólusett með „nýrna- bóluefni“og sérstaklega hefir oft verið til hans leitað þegar pest hefir farið að drepa fé, eftir að búið var að bólusetja það með dönsku efni. Hefir þá aldrei brugð ist að hætt hefir að drepast, ef hann hefir bólusett með bóluefni, sem búið var til úr nýrum úr kind á bænum, en komið hefir fyrir að féð hefir drepist áfram, hafi hann bólusett með nýrna- bóluefni, sem búið hefir verið til úr nýrum úr kindum af öðrum bæ. Annars væri reynzla þessara manna þess verð að hún væri skráð og frá henni sagt, en hér verður það ekki gert í þetta sinn. Reynsla manna á danska bólu- efninu hefir verið misjöfn. Sum ár kom það fyrir að fé drapst af bólusetningu. Bóluefnið var þá talið of sterkt. Önnur ár aftur þótti mönnum ekki vörn í bólu- setningunni, og töldu menn, oft að lítt rannsökuðu máli, að bólu- efnið væri gagnslaust. Þetta varð til þess, að á Bún- aðarþinginu 1925 var þessu máli hreyft, og þar samþykt: 1. „Að skora á Stjórnarráð Is- lands að hlutast til um að nóg bóluefni sé fáanlegt hér á landi á hverju hausti“, og 2. „Að hlutast til um, á þann hátt er hentast þykir, að bólu- efnið sé sem bezt“. Síðar komst málið til landbún- aðarnefnda Alþingis, og eftir að það hafði verið rætt mikið, var, að tilhlutun landsstjórnarinnar, farið að reyna að búa til bóluefni hér á landi. Var það Níels Dungal læknir, sem það gerði á rannsókn- arstofu Báskólans. 1928 var þetta Dungals-bóluefni fyrst reynt hér á landi og kallað meðal almenn- ings innlent bóluefni. 1929 var það nokkuð notað, og hefir Dung- al sjálfur, í grein í júníblaði Freys í fyrra, skýrt frá árangrinum af því, hvernig það þá reyndist. 1930 var það enn búið til og þá selt í yfir 30000 fjár. Sagnir hafa gengið milli manna um að það liafi reynst misjafnt, og til þess að menn fylgist með í því, hvernig það raunverulega hefir reynzt, vil eg hér birta árangurinn af þeim bólusetningum, eins og þær nú liggja fyrir. Til þess að geta fengið að vita hvernig bóluefnið reyndist, var þeim, er það fengu, send eyðu- blöð til útfyllingar. Þetta var nauðsynlegt til þess að á því og danska bóluefninu fengizt sem beztur samanburður. En það var þó enn nauðsynlegra, til þess að hægt væri að laga þær misfellur, sem kynnu að reynast á bóluefn- inu. Á ferðum mínum um landið hefi eg lagt að bændum að senda skýrslurnar, og árangurinn er sá, að komið hafa skýrslur um 25202 kindur, sem hafa verið bólusettar með innlenda bóluefninu. Þetta eru mjög góðar heimtur og betri en menn gerðu sér vonir um. Og eg vona að bændum sé það ljóst, 1 að svona þarf þetta að verða áfram, meðan bóluefnið er að ná festu og verða gott og örugt, sem vörn við pestinni. Það getur ekki orðið það, nema með samvinnu milli þeirra og þess, sem býr það til, og með því að skýrslurnar komi vel útfyltar aftur og segi satt og greinilega frá árangrinum. ! I haust er leið voru 15 númer á bóluefninu, sem selt var. Skýrslan hér að ofan sýnir hvernig hvert númer hefir reynst og hve margt fé, sem skýrsla hefir verið send um, var bólusett með hverju númeri: Það sézt af skýrslunni, að af sumum númerunum hefir féð

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.