Tíminn - 29.08.1931, Page 1

Tíminn - 29.08.1931, Page 1
^fgteifcsía Cimans er t CcEfjarðötu 6 a. (Dpin öaglegO' fl. 9—6 Sími 2353 ©)a(bfeti og afgrciöslumaður Cimans et Kannoeig þorsteinsöóttir, Cœfjargötu 6 a. i?eyfjomf. XV. ár. Reykjavík, 29. ágúst 1931. 58. blað. Alþingi hefir að þessu sinni staðið 41 dag, að helgidögum meðtöldum, frá 15. júlí til 24. ágúst. Það hefir haft til meðferð- ar alls 126 mál: 100 lagafrum- vörp, 25 þingsályktunartillögur og eina fyrirspurn. Haldnir hafa verið alls 90 fundir í sameinuðu þingi og báðum deildum. Af- greidd hafa verið 46 frumvörp sem lög frá Alþingi. Samþykktar hafa verið 13 þingsályktanir. Lögin, sem samþykkt hafa ver- ið, eru þessi, talin í þeirri röð, sem þau voru afgreidd í frá þing- inu: 1. Lög um heimild handa ríkis- stjórninni til þes að ábyrgjast lán fyrir Byggingarsjóð verkamanna í Reykjavík. 2. Lög um löggilding verslunar- staðar að Súðavík við Álftafjörð í Norður-lsafjarðarsýslu. 3. Lög um breyting á lögum nr. 18, 20. okt. 1905, um lögreglu- samþykktir utan kaupstaðanna. 4. Lög, er heimila ríkisstjórn- inni að flytja inn sauðfje til sláturfjárbóta. 5. Lög um sjóveitu í Vest- mannaeyjum. 6. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að láta öðlast gildi alþjóðleg einkamálarjettar- ákvæði í samningi milli Island, Danmerkur, Finnlands, Noregs óg Svíþjóðar, um hjúskap, ættleið- ingu og lögráð. 7. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til þess að láta öðlast gildi ákvæðin í samningi milli Is- lands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar um inn- heimtu meðlaga. 8. Lög um breyting á lögum nr. 40, 19. júní 1922, um atvinnu við siglingar. 9. Lög um búfjárrækt. 10. Lög um framlenging á gildi laga um verðtoll. 11. Lög um framleng á gildi laga nr. 33, 7. maí 1928, um skattgreiðslu h.f. Eimskipafjelags íslands. 12. Lög um breyting á lögum nr. 47, 19.. maí 1930, um fiski- veiðasjóðsgjald. 13. Lög um embættiskostnað sóknarpresta og aukaverk þeirra. 14. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til ýmsra ráðstafana vegna útflutnings á nýjum fiski. 15. Lög um heimild fyrir Landsbanka Islands til þess að kaupa nokkurn hluta af víxlum og lánum útibúa Útvegsbanka Is- lands h.f. á Isafirði og Akureyri. 16. Lög um veiting ríkisborg- ararjettar. 17. Lög um endurgreiðslu á að- flutningsgjöldum af efnivörum til iðnaðar. 18. Lög um breyting á lögum nr. 22, 3. nóv. 1915, um fasteigna- mat. 19. Lög um breyting á lögum nr. 50 1927, um gjald af innlend- um tollvörutegundum. 20. Lög um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að ábyrgjast rekstr- arlán fyrir Útvegsbanka Islands 21. Lög um breyting á lögum nr. 60, 7. maí 1928, um heimild fyrir veðdeild Landsbanka Islands til að gefa út nýja flokka (serí- ur) bankavaxtabrjefa. 22. Lög um lendingabætur á Eyrarbakka. 23. Lög um fiskimat. 24. Lög um breyting á lögum nr. 56, 15. júní 1926, um notkun bifreiða. 25. Lög um viðauka við lög um Landsbanka Islands, nr. 10, 15. apríl 1928. 26. Lög um Ríkisveðbanka Is- lands. 27. Lög um breyting á lögum nr. 44, 10. nóv. 1913, um forða- gæzlu. 28. Lög um löggilding verslun- arstaðar við Rauðuvík við Eyja- fjörð. 29. Lög um breyting á lögum nr. 15., 14. júní 1929 (Útflutn- ingsgjald af síld 0. fl.) 0. fl. 30. Fjáiiög fyrir árið 1932. 31. Lög um breyting á lögum um byggingar- og landnámssjóð, nr. 35, 7. maí 1928. 32. Lög um breyting á lögum nr. 45 1929, um verkamanna- bústaði. 33. Fjáraukalög fyrir árið 1930. 34. Lög um breyting á lögum nr. 73, 7. maí 1928 (Slysatrygg- ingalög). 35. Lög um einkasölu ríkisins á tóbaki. 36. Lög um breyting á lögum nr. 46, 15. júní 1926, um útsvör. 37. Lög um breyting á lögum nr. 61, 14. júní 1929, um einka- sölu á síld. 38. Lög um ríkisbókhald og endurskoðun. 39. Lög um breyting á lögum nr. 16, 19. maí 1930 (laun em- bættismanna). 40. Lög um hýsing prestssetra. 41. Lög um hafnargerð á Akra- nesi. 42. Lög um hafnargerð á Sauð- árkróki. 43. Lög um hafnargerð í Dal- vík. 44. Fjáraukalög fyrir árið 1929. 45. Lög um samþykkt á lands- reikningnum 1929. 46. Lög um stækkun lögsagnar- umdæmis Reykjavíkur. Þessar þingsályktanir voru samþykktar, taldar í sömu röð og lögin: 1. Þál. um lengingu á starf- rækslutíma landssímans í kaup- stöðum. 2. Þál. um heimild fyrir ríkis- stjórnina að ábyrgjast greiðslu á víxlum, samþykktum af rúss- nesku ríkisstjóminni vegna sölu síldar. 3. Þál. um útvarp talskeyta. 4. Þál. um skipun nefndar til þess að ’ annsaka og gera tillógur um skipasmíðastöð (dock) í Reykjavík. 5. Þál. um skipun milliþinga- nefndar til þess að endurskoðá löggjöfina um skipun Alþingis og kj ördæmaskipunina. 6. Þál. um gæzlu hagsmuna Is- lands út af Grænlandsmálum. 7. Þál. út af athugasemdum yfirskoðunarmanna landsreikn- ingsins fyrir árið 1929. 8. Þál. um fátækraframfærslu. 9. Þál. um Hafnarfjarðarveg. 10. Þál. um dýrtíðaruppbót á laun embættis- og starfsmanna ríkisins. 11. Þál. um ráðstafanir gegn dýrtíð og atvinnuleysi. 12. Þál. um undirbúning lög- gjafar um byggingarfélög iðnað- armanna. 13. Þál. um kartöflukjallara og markaðsskála. Því var óspart haldið fram af hálfu stjórnarandstæðinga í kosningabaráttunni í vor, að þingrofið 14. apríl myndi hafa stórkostlegan kostnað í för með sér í auknu þinghaldi. Gengu sumir svo langt, að áætla út- gjöld ríkissjóðs vegna þessara ráðstafana 150—200 þús. króna. Nú er það komið á daginn, að þetta umtal stjórnarandstæðinga um aukinn kostnað vegna þing- haldsins er að mestu leyti mark- leysa. Þau tvö þing, sem háð hafa verið fyrir og eftir þingrof- ið, hafa samanlagt staðið mjög svipaðan tíma og gjörist um venjuleg þing. Vetrarþingið stóð frá 15. febr. til 14. apríl eða 59 daga alls og sumarþingið 41 dag. Bæði þingin samanlögð hafa því staðið rétta 100 daga. Til sam- anburðar má geta þess, að þingið 1930 stóð 93 daga og er það þó með styttri þingum. Þó að þingin samanlögð hafi ekki staðið lengur en þetta, hafa þau þó leyst af hendi mikið starf og á margan hátt merkilegt. Samþykkt hafa verið 58 laga- frumvörp (þar af 12 á vetrar- þinginu) og 13 þingsályktanir og er þá ótalinn sá fjöldi mála ann- ara, sem tekinn hefir verið til meðferðar og unnið að að meira eða minna leyti. Þegar tekið er tillit til þess, hversu stutt sumarþingið hefir staðið, gegnir í fljótu bragði furðu, hversu miklu það hefir komið í verk. En skýringin ligg- ur að nokkru leyti í þeirri undir- búningsvinnu, sem unnin var á vetrarþinginu og nú kom að góð- um notum. Einkum kom þetta fram í störfum fjárveitinga- nefndar í neðri deild, sem nú af- greiddi fjárlagafrv. á rúmri viku í stað þess að eyða í það meira en mánuði eins og venjulegt er. Vel má á það minnast í sam- bandi við þingkostnaðinn, að rík- issjóður hefir að þessu sinni sloppið við kostnaðinn af hinum óhóflega löngu eldhúsdagsumræð- um í neðri deild, sem íhaldsmenn hafa haldið uppi undanfarin ár í þeim tilgangi að tefja þingtím- ann og hindra með því framgang mála. Þær umræður stóðu t. d. 9 daga á þinginu 1930. Þessi sparnaður er eingöngu þingrof- inu að þakka. Geta þó stjómar- andstæðingar eigi kvartað yfir því, að þeim hafi verið varnað máls, þar sem þeim hefir gefizt kostur á að deila á stjórnina á opinberum fundum um land allt, þó að árangurinn af þeim alls- herjar eldhúsdegi yrði hinsvegar talsvert minni en þeir munu hafa gjört sér vonir um. Áður hefir hér í blaðinu verið getið ýmsra helztu málanna, sem til meðferðar voru á þinginu og nánar frá þeim greint. Af ný- mælum 1 landbúnaðarlöggjöfinni má fyrst nefna lögin um búfjár- rækt og lög inn innflutning á út- lendu holdafé, undir eftirliti dýra- læknis, í því skyni að bæta slát- urfé bænda og gjöra vænna til frálags. Má eftir reynslu annara þjóða, mikils vænta af slíkum tilraunum, sé skynsamlega á haldið. Þá má nefna þingsályktun um að fela stjórninni að rann- saka möguleika til að geyma garðávexti, í Reykjavík, og greiða þannig fyrir sölu á þess- ari tegund af framleiðslu land- búnaðarins hér í höfuðstaðnum. Þá mætti það vekja almenna á- nægju, að ákveðið er nú, að gróði sá, sem einstakir kaupmenn hafa haft af því að tóbaksverzlunin var fengin þeim í hendur í tíð íhaldsins, skuli nú aftur eiga að verja til hagsmuna fyrir þjóðar- heildina. Er svo ákveðið í lögun- um, að þessum gróða verði varið til þess óskiptum að bæta húsa- kynni landsmanna. Gengur helm- ingur af honum til Byggingar- og Iandnámssjóðs og hinn helm- ingurinn til þess að koma upp húsum handa fátæku verkafólki í kaupstöðunum. Má telja útilokað, að íhaldsflokkur muni nokkru sinni verða svo sterkur, að hann þori að breyta þeirri löggjöf, sem svo bersýnilega miðar til umbóta á lífskjörum almennings. Af öðrum nytsemdarmálum, sem þingið hefir lagt samþykki á má sérstaklega benda á umbætur á bókhaldi ríkisins, lög um út- flutning á nýjum fiski, lög um hafnagerðir á Sauðárkróki, Dal- vík og Akranesi, ennfremur um- bætur á Eyrarbakkalendingunni, sem nú er í mikilli hættu vegna grynnkunar, og þingsályktun um að rannsaka möguleika til að við- gerðir á skipastól landsmanna geti farið fram hér á landi, en með því móti yrði landinu sparað mikið fé og íslenzkum verka- mönnum tryggð atvinna, sem nú er sótt til annara þjóða. Þá hefir Framsóknarflokkur- inn, fyrir sitt leyti, sýnt nokkura viðleitni í þá átt, að sjá svo um, að ríkið gjöri sitt til að draga úr afleiðingum þeirrar atvinnu- kreppu, sem búast má við í vetur í kaupstöðum landsins og þá eink- um í Reykjavík. Er stjórninni, samkv. tillögum flokksins, heim- iiað í fjárlögum 300 þús. kr. lán- taka, ef á þarf að halda, sem verja má til framkvæmda, ef at- vinnuleysi þrengir að. Er gjört ráð fyrir 3 manna atvinnubóta- nefnd, er ákveði hvað vixma skuh fyrir fé þetta og hverjir vinnuna skuh fá, enda ætlast til, að þeir verkamenn sitji fyrir henni, sem hafa fyrir fjölskyldu að sjá. Sé einn þessara manna skipaður samkv. tillögum Alþýðu- sambands Islands og einn eftir tillögum hlutaðeigandi bæjar- eða sveitastjórnar. En fjárframlag frá ríkinu í þessu skyni er bundið því skilyrði, að hlutaðeigandi bæja- eða sveitafélög leggi fram 2/3 af kostnaði við verkið. Er þannig réttilega lögð áherzla á það, að það eru bæjarfélögin, sem fyrst og fremst verða að ráða fram úr atvinnukreppunni, hvert hjá sér, þó að aðstoð ríkisins komi til að einhverju leyti. Tekjuöflunarleið sú í þessu skyni, sem gjört var ráð fyrir í frumvarpi Jónasar Þorbergssonar og Steingríms Steinþórssonar varð eigi útrædd að þessu sinni, enda fyrirsjáanlegt, að íhalds- menn myndu tefja afgreiðslu þess með málþófi og að þingið þá hefði staðið mun lengur. Var Framsóknarflokkurinn frá upp- hafi einhuga um það, að hraða þingstörfunum svo sem frekast væri unnt, enda verður ekki ann- að sagt en það hafi vel tekizt. Af öðrum sérstökum ráðstöf- unum vegna kreppunnar má nefna þingályktun, sem borin var fram af þrem Framsóknarmönn- um í neðri deild (Bergi Jónssyni, Sveinbirni Högnasyni og Stein- grími Steinþórssyni) rétt undir þinglokin og samþykkt, þar sem stjórninni er falið að gjöra fyrir næsta þing rannsókn á möguleik- um á ráðstöfunum til að draga úr dýrtíð og atvinnuleysi í landinu. Er sérstaklega gjört ráð fyrir ráðstöfunum í því skyni að lækka húsaleigu og vöruverð í Reykja- vík. Engum skynbærum manni, sem kynni hefir af þessum mál- um, getur blandast hugur um, að dýrtíðin í Reykjavík, er nú ekki lengur sérmál höfuðstaðarins heldur alþjóðarmál, sem snertir hvern borgara í landinu, og að lausn þess alvarlega máls hlýtur að verða eitt af höfuðviðfangs- efnum þingsins í vetur. ----o---- Hverjir hafa »safnað sjóðum í góðærinu?« Jakob Möller hefir í blaði sínu 25. þ. m. haldið því fram, að F'ramsóknarflokkurinn hefði átt að láta ríkið safna peningum í „sjóð“ í góðærinu. Honum telst svo til, að þessi „sjóður“ ríkisins hefði nú í upphafi krepunnar átt að vera rúmlega 15 miljónir króna, og reiknar út, að sú fjár- uphæð hefði nægt til að veita 2000 verkamönnum atvinnu hálft þriðja ár. Hitt sézt J. M. alveg yfir, sem þó vel má taka til greina í þessu sambandi, að ekki lítill hluti af því, sem þessi ráðdeildarsami íhaldsmaður ætlaði Framsóknar- stjórninni að leggja í „sjóð“ hef- ir einmitt runnið til verkamann- anna í landinu. Þeir peningar, sem varið hefir verið til að byggja vegi og brýr o. fl. hafa að mestu leyti verið greidd út sem verka- laun. Ef ekki væri búið að greiða verkamönnunum þessa peninga, hlyti hagur þeirra nú, þegar at- vinnukreppan skellur yfir, að vera þeim mun lakari en hann raun- verulega er, nema því aðeins að J. M. vilji halda því fram, að verkamennirnir hafi kastað þess- um peningum í sjóiim. En grein J. M. gefur þó fyrst og fremst til efni til að íhuga eitt atriði, sem mestu máli skipt- ir í þessu sambandi. Hefir yfir- leitt verið lifað eftir þesari nú- uppfundnu kenningu J. M., að „safna sjóðum í góðærinu“? Hafa þá allir aðrir en íslenzka ríkis- stjórnin „sjóði“ handbæra frá góðærinu til þess að taka á móti atvinnukreppunni ? Ef J. M. hefði nokkurt vit á þessu máli, myndi hann t. d. hafa athugað, hvort ríkisstjórnirnar yfirleitt í öðrum löndum hafi fylgt þessari reglu, hvort þær hafi nú handbært sparifé, sem samsvarar 15 miljónum hjá þjóð, sem telur 100 þúsundir manna. Ef J. M. hefði gjört sér það ómak að fylgjast með almenn-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.