Tíminn - 29.08.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.08.1931, Blaðsíða 2
194 TÍMINN ustu fréttum frá umheiminum myndi hann vita -að svo er ekki. Hann myndi vita að svo að segja öll ríki Norðurálfunnar berjast nú við tekjuhalla á fj árlögum sínum. Hann myndi vita, að þessar ríkis- stjórnir eiga ekki einn eyri af- gangs frá góðu árunum til að mæta atvinnukreppunni. Hann myndi vita, að sjálft brezka stórveldið, auðugasta ríki álfunnar, sér nú fram á tekju- halla á næsta ári, sem nemur 120 miljónum sterlingspunda, að Eng- lendingar hafa orðið að grípa til þess neyðarúrræðis, sem ekki hefir þekkzt þar síðan á styrjald- artímum, að mynda samsteypu- stjórn með þátttöku úr öllum flokkum til þess að forða ríkinu frá deilum um fjárhaginn. Hann myndi vita, að þetta auðuga land verður nú á næstunni að draga stórlega úr fjárframlögum til al- mennrar fræðslu í landinu, og til nauðsynlegustu samgöngubóta, að það hefir orðið að takmarka til mun það fé, sem undanfarin ár, í góðærinu, var notað til að draga úr neyð þeirra manna, sem ekki höfðu atvinnu. Ekki hefir þar verið „safnað í sjóði í góðærinu“, eins og ís- lenzka ríkisstjórnin átti að gjöra að dómi J. M. En það er líka hægt að benda J. M. á annað dæmi, sem homnn stendur sjálfum nær. Það er fjár- málastjórn Reykjavíkurbæjar í góðærinu. 1 Reykjavíkur ræður íhaldið. Það hefir meirahluta í bæjar- stjórn. J. M. á sjálfur sæti í þeim meirahluta. Enginn maður gat hindrað íhaldið í bæjarstjórn Reykjavíkur frá því að safna sjóðum í góðærinu, ef það hefði haft til þess vilja og mátt. Reykjavíkurbær hefir haft óvenju háar tekjur undanfarin ár, engu síður hlutfallslega en ríkið. Útsvörin hafa farið hækk- andi ár frá ári. Seinast í fyrra fékk bærixm heimild til þess að hækka þau um miljón. Var það til þess að safna í sjóði handa atvinnulausum mönn- um á krepputímum? Ennþá hefir a. m. k. enginn maður orðið var við þessa „sjóði“ hjá bæjarstjórn Reykjavíkur. Eftir því sem bezt verður séð, er bærinn nú sem stendur svo aumlega staddur fjárhagslega sem fremst má verða. Til þess að framkvæma fjiárhagsáætlun bæj- arins fyrir yfirstandanda ár þótt- ist íhaldið þurfa að taka milj. kr. að láni. Bærinn þarf að láta leggja nýja vatnsveitu, til þess að íbúarnir hér geti lifað eins og siðaðir menn. Ennþá virðist eng- inn sjóður frá góðærinu hafa fyrirfundist til að leggja í þessa vatnsveitu. Til þess að koma í framkvæmd þessu aðkallanda nauðsynjamáli þarf bæjarstjómin að taka 700 þús. kr. að láni, og hingað til hefir hún ekki einu sinni getað fengið þetta lán. Ihaldsmeirahlutanum í bæjar- stjórn hefir yfirleitt verið neitað um lán nema því að eins að hann fengi ábyrgð hjá ríkisstjórninni. Óneitanlega hefði það verið gott fyrir íhaldið að geta nú gripið til „sjóðanna“ og þurfa ekki að fara ibónarveg að hinum „eyðslusömu“ andstæðingum sínum í lands- stjórninni. En íhaldið virðist alveg hafa gleymt að safna sjóðunum. Og því miður virðist íhaldið í Reykjavík hafa verið svo óhepp- ið í góðærinu að hafa ekki getað komið á neinum varanlegum framkvæmdum í bænum nema fyrir lán. Barnaskólinn nýi er svo að segja eina framkvæmd góðær- isins hjá bæj'arfélaginu. Þessi nauðsynlega stofnun er í marga staði prýðileg. Eú hún er byggð fyrir lán, til mikillar sorgar fyrir fyrirhyggjusama menn eins og J. M., sem vilja láta safna í sjóði í góðærum. Þessar fáu staðreyndir úr fjár- málastjórn Reykjavíkur eru óneitanlega mjög sorglegar fyrir J. M. nú þegar hann langar til að ámæla Framsóknarflokknum fyrir það, að hann hefir notað tekjur góðu áranna til þess, sam- kvæmt fyrirmælum þingsins, að bæta lífsskilyrðin í landinu. Og það raunalegasta fyrir J. M. og samherja hans er ekki það, þó að þeir hafi ekki handbæran „sjóð- inn“ frá góðærinu. Hitt er miklu raunalegra, að bæjarfélagið skuli ekki hafa eignast neitt það fyrir tekjur góðu áranna, sem geti létt borgurum lífsbaráttuna á kreppu- tímanum, eins og nýræktin nú sparar bændunum fóðurbætis- kaup. Framkvæmdir íhaldsins eru ósýnilegar eins og sjóðirnir. ---o—— Fyr og nú Eftir kosningarnar sumarið 1927 birtist í þessu blaði yfirlits- grein um ástandið eins og það var þá, og um horfurnar. Þá hafði íhaldið farið með völd í 4 ár. Það hafði lamað atvinnulífið með hækkun krónunnar. Það hafði rekið ríkisbúskapinn með halla í tvö ár, án þess að um nokkrar verulegar framkvæmdir væri að ræða. Það ha,fði látið anda kyrstöðunnar ráða, alstaðar þar sem vöxtur þjóðarinnar leyfði. Þá var bent á hversu bæta yrði úr syndum íhaldsins á öllum svið- um þjóðlífsins. f stað deyfðar og kyrstöðu yrði að koma framsókn. Og framsóknin kom. Næstu árin urðu mestu umbótaár, sem komið hafa yfir landið. Vegakerfi lands- ins var endurbætt, svo að nú er að verða akfært milli allra hinna stærri byggða á íslandi. Jafnhliða hafa samgöngur með ströndum fram verið bættar, svo að lestar- flutningur á fólki á nú að geta horfið, og flestar smáhafnir geta komið nýjum vörum til allra inn- lendra markaða. Túnræktin hefir tekið stórkostlegri breytingu. Iíraðvirkar vélar og aflmikill áburður hafa skapað túnauka á flestum býlum landsins, og það sem meira er um vert, að nú er sýnt, að líf sveitafólksins muni í framtíðinni byggjast á fullrækt- un landsins og vélavinnu með samsvarandi býlafjölgun. Fyrir þá, sem lifa á síldveiðum var komið skipulagi á söluna og reist öflug verksmiðja á Siglufirði. Nú í sumar hefir sú framkvæmd ver- ið líftaug þess atvinnuvegar. Gæzlu landhelginnar með skipum sem þjóðin á, hefir verið komið í það horf, að landhelgisbrot eru nú orðin það fátíð, sem líklegt er að þau verði, meðan nokkur veru- leg freisting er fyrir veiðiskip að láta greipar sópa upp við land- steinana. Þjóðbankinn fékk fast skipulag og fulla viðurkenningu sem meginstoð íslendinga í fjár- málum. En raunar hafði það kostað aldarfjórðungsbaráttu við íhaldsöflin í landinu, að hindra það, að erlendur hlutafélags- banki fengi æðsta sess í fjármál- unum. Þá var komið upp vísi að sjálfstæðri lánstofnun fyrir land- búnaðinn og að síðustu skapað eðlilegt skipulag til að koma ís- lenzkum verðbréfum á erlendan markað, án þess að ríkið væri lán- takandi þeirra vegna. Áður ríkti nálega alstaðar fullkomið sleifar- lag um framkvæmd ríkisvaldsins. Innheimtu skatta var svo fyrir komið, að Einar Jónasson sýslu- maður Barðstrendinga gat leynt árum saman sjóðþurð, sem var yfir 100 þús. krónur. Innheimtu- mönnum ríkisssjóðs var nú feng- ið í hendur skipulegt, nýtízku bókhald, og látnir gera ríkissjóði skil mánaðarlega. Árleg endur- skoðun kom í stað þess sem kalla mátti fullkomið endurskoðunar- leysi. 1 stjórnarráðinu var bók- haldið jafn úrelt eins og allt ann- að, er að þessu laut, en því var breytt í nútímahorf með löggjöf og stjórnarframkvæmd. Réttar- farinu var þannig háttað að lög- in virtust helzt ekki ná í mörg- um tilfellum nema til þeirra um- komulausu. I mörg ár hafði mað- ur, sem að jafnaði gekk með hvítt lín um hálsinn aldrei framið neitt það, sem virtist gera hann hæfan til fangelsisvistar. En fangelsið í Reykjavík rúmaði þó ekki nema um helming þeirra umkomulausu, sem hlotið höfðu dóm. Þegar íhaldið lét af forstöðu réttarfars- málanna voru nálega tveir ár- gangar af dæmdum mönnum, sem biðu eftir afplánan. Til þess var góð og gild ástæða, því að fang- elsið í Reykjavík var svo hörmu- legt, að læknir stofnunarinnar varð venjulega, hin síðustu ár, að leggja til að enginn væri þar nema nokkra mánuði. Annars var líf og heilsa í veði. Úr þessu var bætt, með því að gera fangelsið í Reykjavík að mannabústað og bæta við hælinu á Eyrarbakka. Með því var hafinn nýr kapituli í réttarsögu Islendinga. Fangelsis- vistin hætti að vera heilsuspjöll og líkamlegt kvalræði. Vinna undir hreinu lofti eða við smíðar í góðu verkstæði kom 1 stað inni- lokunar í daunillum pestarklefum, þar sem rotturnar skriðu yfir andlit fanganna um nætur. Jafn- hliða umbót fangelsanna kom breyting á framkvæmd réttar- farsins. Ihaldið hafði gefizt upp við Hnífsdalssvikin, og ætlaði að láta margra ára sjóðþurð í Brunabótafélaginu sofna án rann- sóknar. Og þegar upp komst um einn af máttarstólpum þesa flokks, að til hans höfðu runnið vextir af fé dánar- og þrotabua, sem nam allt að 60 þús. kr. Þá gerði íhaldið allt, sem það gat til að kæfa niður rannsókn og skipu- lagsbreytingu og gekk þó hvort- tveggja fram að flokki þess nauðugum. Sama var raunin, þeg- ar vitnaðist um hin miklu svik með fiskveðin í Hafnarf. síðastl. haust. Þá gekk einn af þingmönn- um íhaldsins bónleiður milli búða til að hindra rannsókn, alveg eins og reynt hafði verið í brunabóta- málinu áður fyrr. I heilbrigðismálunum hafði hópur lækna í Reykjavík raun- verulega náð undir sig valdi yfir veitingu héraðslæknaembætta út um land og ætlaði að færa sig upp á skaftið. Sú óvenja er nú brotin á bak aftur, og í stað þess hefir þróast frjálsmannleg stefna, að borgarar landsins ráði sem mestu um, hvaða lækni þeir nota. Lokið var við byggingu Landspítalans og var það slíkt átak að til þess húss gekk allt að því miljón króna árið, sem lokið var við stofnunina. Þar er nokk- uð af því fé, sem íhaldið telur Framsóknarfl. hafa varið til eink- is. Um sama leyti var byggt hið fyrsta hæli, þar sem brjóst- veikir menn geta unnið nokkuð undir góðum skilyrðum, og þar með flýtt fyrir bata sínum. Sú framkvæmd er líkleg til að marka stórt spor í heilbrigðismálum iandsmanna. Og það spor hefir verið stigið án nokkurs stuðn- ings, og enn síður íorgöngu, frá þeim félagsskap lækna, sem hugð- ist að ná undir sig stjórn ís- lenzkra heilbrigðismála. Undir stjórn íhaldsins höfðu útgjöld ríkissjóðs til berklavarna farið sí- vaxandi, en með breyttu skipu- lagi tókst Framsóknarmönnum að færa þann lið úr einni miljón króna árlega niður í 700 þús. krónur. Sá sparnaður gekk að mestu út yfir aukatekjur ýmsra manna, sem engan eðlilegan rétt höfðu til stórtekna af veikindum brjóstveikra manna. Einhver mesta umbót síðustu ára gerðist í skólamálunum. Ihaldið taldi sig eiga einn skóla, og vilja honum vel. En jafnvel þennan eina skóla vanrækti það svo sem mest mátti vera. Húsið var orðið svo óheilnæmt, að eftir skýrslum skólalæknis urðu oft 20—30 brjóstveikir þar árlega. Hús skólans og bókasafn var endurbætt, svo að þess munu lengi sjást merki. Jafnframt var gagnfræðaskólinn á Akureyri efldur svo að hann er nú jafn- framt menntaskóli, og þannig bætt úr aldargamalli yfirsjón, er Hólaskóli var lagður niður. Kenn- araskólanum var hrófað upp laust eftir aldamótin, og hann síðan vanræktur svo sem mest mátti vera um alla meðferð hússins og lóðir umhverfis. Úr hvortveggja því var bætt á síðasta kjörtíma- bili svo að lengi má við una, nema ef um viðbætur er að ræða. Sér- menntun kvenna var yfirleitt vanrækt sem mest mátti verða, en úr því er nú töluvert bætt með húsmæðraskólunum á Staðarfelli, Laugum og Hallormsstað. Ihaldið hafði lagt hina mestu fæð á ung- mennaskóla í sveitum. Á fyrstu starfsárum Framsóknarflokksins voru tveir ungmennaskólar til í sveitum, báðir einkafyrirtæki, báðir í fátæklegum húsum og báðir vanræktir af þjóðfélaginu. Þetta voru skólarnir á Núpi og Hvítárbakka. Fyrstu átök Fram- sóknarflokksins voru að gjöra Eiðaskólann að almennum ung- mennaskóla, og síðan að knýja fram fjárveitingu til byggingar þar, í trássi við allan íhaldsflokk- inn í neðri deild, nema einn mann sem þá var þingmaður Norðmýl- inga. Næst kom baráttan um Laugaskóla í Þingeyjarsýslu, þar sem íhaldið beitti öllum kröftum móti skólunum, og menn eins og Jón Þorláksson og Björn Líndal fóru með staðlaus óvildarorð um stofnum þessa á þingi og mann- fundum úti um land. En Fram- sókn bar sigur úr býtum í því máli. Laugaskóli var byggður á hverastað, og fékk litlu síðar sundlaug, líka að óvilja íhaldsins. Og svo mjög skipti um giftu flokkanna í þessu máli, að irm- an skamms var það viðurkennt af alþjóð manna, að Laugaskóli markaði nýja stefnu í uppeldis- málum landsmanna, og einn af þekktustu mönnum Háskólans lét svo um mælt, að Laugaskóli væri eina nýsköpunin í uppeldismálum, sem lægi eftir Islendinga. Ihaldið gafst ekki upp, þótt það biði ósig- ur í viðureigninni um Lauga- skóla. Vorið 1926 var sýslunefnd Árnesinga búin að ákveða að veita 50.000 kr. til héraðsskóla- byggingar á Laugarvatni. En þá kveikti íhaldið ófriðareld í héraði um máhð, og þegar átti að byrja á verkinu, ne'itaði Jón Magnússon að samþykkja teikningu af hús- inu, og að samþykkja skólastað- inn, og að láta fé úr ríkissjóði til verksins. Varð þá að hætta í bili, og mun íhaldssálunum sunnan- lands hafa þótt vænlegt, að um langa stund myndi æskulýður suðurlands geta verið án skóla eins og verið hefði. Þó fór þetta á aðra leið. Eftir kosningaósigur íhaldsins 1927 mynduðu leiðandi menn í 5 hreppum í Árnessýslu samband sín á milli um að hrinda málinu áleiðis og tókst það. Er nú á Laugarvatni stærsti skóli í sveit á íslandi. Og æskan lítur öðrum augum á þörf fyrir slíka stofnun, heldur en íhaldið, því að um 150 umsóknir munu nú vera komnar um skólann fyrir næsta vetur. En dyggilega hefir íhaldið haldið áfram óvild sinni til þeirr- ar stofnunar, en á því óhægra um vik þar sem náttúrugæði staðar- ins eru svo mikil, að það er nú orðinn vinsælasti hressingar- og skemmtistaður höfuðstaðarbúa, er þeir leita í sveit um sumar- tímann. 1 Borgarfirði var Hvítár- bakkaskólinn að grotna niður. I stað hans hefir nú risið upp skól- inn í Reykholti. Var þar um- myndað fjós og hlaða, sem íhald- ið hafði látið reisa í þá byggingu, sem margir telja einna fegursta af íslenzkum húsum. Geta þar með tíð og tíma stundað nám 60—80 ungmenni á vetri undir skilyrðum svo sem þau geta orð- ið bezt hér á landi. Þá hafa Strandamenn og V.-Húnvetn. reist sfr héraðsskóla að Reykjum við Hrútafjörð og mun sá skóli, er tímar líða í engu þurfa að kvíða samkeppni við aðrar skyldar stofnanir, því að náttúruskilyrðin á Reykjum eru að sumu leyti betri en nokkur annar skóli á við að búa. Að síðustu hefir verið komið upp mikilli rafstöð við Núpsskólann og er byrjað að reisa þar myndarlega steinbygg- ingu. Hefir æskulýður sveitanna nú aðgang að 6 ágætum skólum í sveit, við hin beztu skilyrði til bóknáms, íþrótta, og sumstaðar til verklegs nánas. Jafnhliða þessu hefir, fyrir forgöngu Framsókn- arflokksins verið komið skipulagí á ungmennafræðslu kaupstað- anna, í Vestmannaeyjum, Hafnar- firði, Isafirði, Akureyri og Nes- kaupstað. Á öllum þessum stöðum starfa nú í vetur skólar imdir nýrri löggjöf, sem orðin er til fyrir forgöngu Framsóknar- manna. Tæplega verður skilizt svo við þetta mál að eigi verði að minn- ast á þróun sundlaugabygginga í landinu. 1 tíð íhaldsins var veitt- ur Vs af byggingarstyrk sund- iauga í sveitum, og dræmt tekið á öllum þeim málum. Fyrir for- göngu Fi-amsóknarmanna var hlutfallinu breytt þannig, að ríkissjóður legði helming fram af kostnaði við sundlaugar í sveit- um, og fjárveitingin hækkuð. Jafnframt var Jóhann Kristjáns- son byggingafræðingur sendur til að rannsaka sundlaugarstæöi á suðurláglendinu, í Borgarfirði, Mýrum, Húnavatnssýslu, Barða- strandasýslu, Dölum og Snæfells- nesi. Á síðustu árum hefir hver sundlaugin annari vandaðri risið upp í þessum héruðum og sund- íþróttin eflst meir en nokkru sinni fyr. Á Alþingi 1923 hafði einn af þingmönnum Framsókn- armanna beitt sér fyrir því að byggð yrði vönduð sundhöll í Reykjavík. Jón Magnússon, Knút- ur Zimsen og aðrir íhaldsforkólf- ar eyddu málinu í það sinn. Framsókn þokaði þó málinu áfram, og á þinginu 1928 var samþykkt frv., sem heimilaði ríkisstjórninni að leggja úr ríkis- sjóði 100 þús. kr. í sundhöll í Reykjavík, ef fylgt væri ákveðn- vun skilyrðum. Margir íhalds- menn á þingi lögðust fast á móti málinu, og í Mbl. og af mörgum ræðumönnum íhaldsins á fundum út um land var Framsókn legið á hálsi fyrir forgöngu í málinu. Lét Mbl. sem þessi aðstaða væri sönnun þess, að Framsókn sæti á svikráðum við sveitirnar, því að bændaflokkur hlyti að vera á móti öllum umbótum fyrir bæjar- fólkið. Iþróttamenn buðu Zimsen að grafa skurð fyrir sjóveituna í laugina sunnan frá Skerjafirði. En svo mikil er tregðan, að það boð hefir ekki verið þegið. Hús- ið er orðið þakhelt nú, og lítur út fyrir, að verða hin mesta bæjarprýði. En bæinn vantar fé til að halda byggingunni áfram, og þó máske öllu meira vilja til að koma verkinu í það horf, að það uppfylli skilyrði laganna frá 1928. Þó mun að því ltoma að sundhöllin verður fullger. En lít- ið mundi því verki nú hafa þok- að áfram, ef íhaldið hefði ekki í því sem mörgu öðru notið for- göngu umbótamanna, sem lítið er um í fjölskyldu Mbkmanna. Eftir kosningarnar 1923 skírði Jón Þorláksson flokk sinn á mjög viðeiganda hátt, og nefndi hann íhaldsflokk til að tákna sem gleggst andstöðuna við Fram- sóknarstefnuna. Báðir flokkamir hafa verið trúir nafni sínu og flokkur Jóns engu síður eftir að hann hefir talið sér hagkvæmt að afneita heiti því, sem flokksfor- inginn valdi liði sínu. Saga síð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.