Tíminn - 12.09.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.09.1931, Blaðsíða 1
2^fgtei5sía 3T t m a n s er í £cefjargötu 6 a. ©pin öa$legafL 9—6 Sínii 2353 (2>jaíb£eri og afðrci5sluma6ur Cimans et Kannueig þorsteinsöóttir, Ccefjargötu 6 a. SeyfjaDÍf. XV. ár. Ef íslenzk framleíðsla fellur um tvo fimmtu hluta verðs. 60. blað. Arni Böðvavsson Kveðja fvá ungmennafélögunum i U.M.F. „Ólafuv pá“ Við komum hér saman í kirkjunni í dag til að kveðja þig, vinur og bróðir, — og til þess að syngja okkar síðasta lag um sólelsku þína og vormannabrag, — og við gerum það hrærðir og hljóðir. Því skarð er nú höggvið í leítanda lið og lífsglaði hópurinn minni, og kaldara og þrengra í svipinn það svið, sem sögu okkar geymir, er staðnæmumst við við krossinn á kistunni þinni. Við reyndum að skilja hinn stríðanda straum og starfa með vakandi samtíð.— Og oft er það mikið, þó orkan sé naum, sem æskan vill leggja í sinn fegursta draum um betri og bjartari framtíð. Við leituðum þroskans í samtaka sveit og sumstaðar árangri náðum. — Og þú varst svo glaður og hönd þín svo heit og hugurinn ríkari en nokkur veit af óskum og óbornum dáðum. Þú varst ástsæll í hópnum — því hrein var þín lund og heilsteypt þín löngun til frama. Og sóknin var djörf fram á síðustu stund. Þú sigraðir, stækkaðir, jókst þitt pund, og eggjaðir aðra á hið sama. Og út skyldi berast um æskunnar torg sá orðstýr að féllstu með hreysti. — Og hvort er það gleði — eða hvort er það sorg, að þig heimtaði allan sú stærsta borg, sem hönd þín að ráði okkar reisti? Hann bugast ei vill okkar vormannaher, þótti verði ’onum stormarnir þungir. — Og hver sá, er grætur, hann gái að sér; þeir sem guðirnir elska á jörðu hjer, þeir deyja — þeir deyja svo ungir. Því skal þeirra menning að makleikum hyllt af manndómsins framtíðar ráðum. — Með opinni gröf skal ei arfinum spillt — en auðu og tómlegu skörðin fyllt með vorhugans vaxandi dáðum. Því kveður nú hljóðlega hópurinn þinn og hugsar í stað þess að kvarta, og ritar í brennandi brjóstið sitt inn með blóðrauðum stöfum þann vilja sinn að ávaxta, hug þinn og hjarta. Vor æska á að sníða sjer eldlegan vagn, sem ofar því dauðlega brunar og vinna því eilífa áformi gagn að auka við lífsheimsins gróðurmagn. — Þá er guðsríkið nær en oss grunar. Jóhannes úr Kötlum. Hið mikla góðæri að því er snertir tíðarfar og sjávarafla hef- ir að nokkru leyti vilt mönnum sýn, þannig að Islendingar átta sig ekki svo glögglega sem skyldi á afleiðingum kreppunnar eins og þó er nauðsynlegt að gera. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma getur svo farið, að íslenzk- ar afurðir seljist erlendis nú í ár fyrir ekki meira en 3/5 hluta verðs, eins og það var árið 1929 og næsta ár þar á undan. Ofan á verðfallið bætist svo sölutregða, þannig að enn er óseldur lang- mestur hluti af framleiðslu yfir- standandi árs. Þá vakna eðlilega tvær spurningar: Er þetta verð- fall að meira eða minna leyti varanlegt? Og ef svo er, hvaða úrræði hefir þjóðin til að stand- ast þú stórbreytingu. Því miður virðist ekki um það að villast, að mikið af \erðhrun- inu er varanlegs eðlis, af því að framleiðsla heimsins gerist nú í mörgum löndum á miklu ódýrari hátt en áður, auk þess sem hern- aðarskaðabæturnar draga úr kaupgetu almennings. Margt bendir í þá átt, að margar fram- leiðsluvörur kunni að falla nálega í það verðlag, sem var fyrir stríð. Ef þetta nær til hinna þýðingar- meiri framleiðsluvara hér á landi verður þjóðin að breyta lifnaðar- háttum sínum á margan veg. Tökum eitt dæmi. Reykjavíkur- bær þarf nú, og það í undangengn um góðærum, allt að 700 þús. kr. til fátækraframfærslu, en notaði árið 1911 ekki nema 40 þús. kr. í sama skyni. Vitanlega hefir bærinn stækkað síðan. En dýr- tíðin veldur miklu um muninn. Ef tekjur manna í Reykjavík lækka niður í það horf sem þær voru 1911, hvernig á þá bærinn að standast hækkun á öllum lið- um í samræmi við hækkun fá- tækrastyrksins ? Ég hefi í síðasta blaði Tímans bent á að samvinnubændur lands- ins og kaupfélögin hafi gripið til þess eina úrræðis, sem þeim stóð opið: Að draga úr útgjöldunum. Flest ef ekki öll kaupfélög hafa nú tilkynnt félagsmönnum, að þau muni um stundarsakir ekki flytja inn frá útlöndum neitt sem heitir af varningi nema blábera nauðsynjavöru. Jafnvel bygging- arefni verður sparað, ekki af því að það sé óhófsvara, heldur af því að óséð er hvort gjaldeyrir manna hrekkur nú í bili fyrir nokkru öðru en nauðsynlegustu lífsnauðsynjum. Ekki er vitað að kaupmanna- stéttin hafi enn sem komið er byrjað að draga úr innflutningi. En minnkuð kaupgeta almennings mun líka kenna henni að tímarnir eru breyttir. Bændurnir hafa fyrstir allra stétta eygt stórbreytingu þá, sem steðjar að, og byrjað á fyrstu sparnaðarráðstöfuninni, og jafn- framt hinni áhrifamestu: Per- sónulegum sparnaði. En þá kemur að öðrum lið, þar sem sparnaður er erfiður. Það eru skuldirnar. Flestir fram- leiðendur í sveit og við sjó skulda bönkum landsins mikið fé, mikið af þeim skuldum stafar frá lággengistímunum. Svo kom gengishækkunin 1925—26. Skuld- irnar hækkuðu þá með hækkun krónunnar um s/8- Sá þungi hvíl- j ir enn á íslenzku atvinnulífi. Og hann verður því tilfinnanlegri sem verðfall afurðanna er meira. Kreppan hefir sömu áhrif við sjóinn, eða öllu meiri ef hægt væri. Einna áþreifanlegast vita menn þetta hér í Rvík. Höf- uðstaðurinn hefir ekki getað staðið við nema nokkurn hluta af fjárhagsáætlun sinni nú í ár, og yfirleitt átt í miklum erfið- leikum, jafnvel með að fá smá- lán erlendis. Þá má nærri geta að minni kaupstaðir og kauptún hafa ekki síður fundið áhrif kreppunnar. Ef afurðir landsmanna skyldu falla um V5 hluta miðað við 1929, dregst öll verzlun saman. Innflutningur minkar af sjálfu sér, og þyrfti þó ef til vill að minnka meir með ráðstöfunum löggj af arvaldsins. Framleiðendur draga saman seglin, bankarnir fá ekki greitt nándar nærri það sem þeir þurfa af útistandandi skuldum, sveitarþyngsli vaxa, tekjur ríkissjóðs stórminka svo og hin almenna greiðslugeta borg- aranna. Ef svona fer, og allt bendir í þá átt að þetta sé stefnan, sem kreppan tekur, þá er óhugsandi fyrir þjóðina að halda að sér höndum. Hún verður að mæta nýrri hættu með nýjum úrræðum. íslenzka þjóðin býr á eyju. Og í fjármálaefnum er hún líka ein- angruð. Hún hefir ekki úr öðru að spila, í allar þarfir, en því sem inn kemur fyrir fram- leiðslu landsmanna í heild sinni. Ef tekjur þjóðarinnar minka um 2/5 hluta, verður að spara sem því svarar. Menn reyna auðvitað að lifa á lánum og jafna muninn þannig, bæði einstaklingar, sveit- arfélög og ríkið. En sú leið er ófær líka. Eyðslulánin fást held- ur ekki. Jafnvel stærri og ríkari þjóðir en Islendingar komast að raun um það, að það er hægt að fá lán til skynsamlegra fram- kvæmda sem bera arð, beint eða óbeint, en ekki til persónulegrar eyðslu fyrir heilt bæjarfélag eða heila þjóð. Verkefnið framundan er þá þetta: Að laga eyðsluna eftir framleiðslunni, þó að það þýði ef til vill allt að 40% lækkun frá því sem verið hefir. Fyrsta skilyrðið er að verjast hungurvofunni. Og það á að vera hægt. Landið er fullt af matvæl- um og ódýrum matvælum, sem ekki er hægt að selja út úr land- inu nema með harmkvælum. Það er betra að hafa á krepputíma fullar skemmur af fiski, síld, lýsi, kjöti og smjöri heldur en iðnaðar- varningi, sem ekki selst, og ekki er hægt að seðja hungur sitt með. Ég hefi áður hér 1 blaðinu sýnt, að það á að vera auðvelt að bjarga starfsorku þjóðarinnar gegnum verðlækkunina. Þar verða þeir, sem safnað hafa í góðærinu, að miðla meðbræðrum sínum yfi’’ hættutímann. Næsti liður eru skuldirnar. Og innlendu skuldirnar eru þungbær- Reykjavík, 12. sept. 1931. ari fyrir gengishækkunina. Þar er því miður ekki hægt að spara. Skuldir sínar verða þjóðir, bæjar- félög og einstaklingar að borga. Meira að segja er hætt við að ís- lenzku bankarnir verði að taka upp nýtt lag, að hætta að lána þannig að uppgjöf skulda komi til greina. En að frátöldum þessum tveim liðum hlýtur sparnaðurinn að verða stórfelldur. Háu launin hljóta að breytast, bæði hjá rík- inu, bönkunum og hlutafélögum, af þeirri einföldu ástæðu, að ekki verða efni til að greiða þau. Ef sveitafólkið og verkamenn bæjar- ins neita sér um allt nema að halda við starfsorkunni og greiða vexti og afborganir af skuldum, þá verða aðrir að spara líka. Og það verður aðalverkefni hjá bæjarstjórnum og Alþingi, að finna leiðir til að færa niður út- gjöldin, í samræmi við hið nýja verðlag afurðanna. I raun og veru er hér ekki um neinn voða að ræða. Aðalvandinn er að hætta óhófseyðlsunni, hætta að fóstra dýrtíðina viljandi, hætta að ala fjölmenna iðjuleysis- stétt, sem eyðir miklu en aflar lítils. Þetta verður vitaskuld ekki sársaukalaust. Þeir sem hafa lif- að óhófslífi spara ekki fyr en þeir þurfa. Hinir iðjulausu fara ekki að vinna, meðan þeir geta látið aðra vinna fyrir sig. En ef þjóðin skilur, að hér þarf að vera stefnu- breyting, og að þar er ekki nema ein leið opin, þá verður breyting- in auðveldari. Menn þurfa að hafa það hug- fast, að erfiðleikarnir, sem yfir standa eru ekki annað en verð- breyting og lífsvenjubreyting í landinu sjálfu. Þjóðin er þrátt fyrir allt betur undirbúin að mæta harðæri en nokkurntíma áður. Menn kunna að vinna að framleiðslunni með góðum tækj- um og miklum dugnaði. Þjóðin á skip til allra nauðsynlegra flutn- inga og veiða. Landið hefir verið stórbætt með ræktun, vegum, brúm, símum, almennum húsabót- um, skólum og sjúkrahúsum. Með mikilli atorku hefir þjóðin breytt og bætt lífsskilyrðin. Og framtíð Islendinga er glæsileg, ef þeir kunna tvennt: Að láta alla vinna gagnlega vinnu, og að skera niður óhóf í persónulegri eyðslu og venjum hjá nokkrum hluta þjóð- arinnar. Takist þetta, er sigurinn unninn. Þá byrjar aftur gróður í þjóðlífi Islendinga. Þegar hirrn nýi verðlagsgrundvöllur er fund- inn, og hann skapast af verði framleiðslunnar á heimsmarkaðin- um, þurfa laun öll og persónuleg eyðsla að komast í samræmi við verðlagið. Og þá er kreppan bú- in, og ný starfsöld byrjar. J. J. ----o----- Úr Vopnafirði 16. ágúst: Tíðarfar ágætt að undanförnu. Spretta orðin sæmileg. Menn hafa náð inn all- miklu af heyjum. Nýting ágæt. — Aflabrögð sæmileg. Síld veiðst með alli-a mesta móti, fram að þessu, en er nú horfin. — þ. 14. þ. m. andað- ist að Fossi í Hofssókn Gestur Sig- urðsson, í hárri elli. Hann var tengdafaðir Stefáns sál. Eiríkssonar tréskurðarmeistara í Reykjavík. — Fyrir nokkru var vígður heima- grafreitur í Fagradal. Vígsluna fram- kvæmdi Jakob prófastur Einarsson á Hofi. ----O----- Á víðavangi. Gleraugun á Laugarvatni. Allt frá því að hornsteinninn var lagður að Laugarvatnsskólan- um, hafa blöð íhaldsins og mál- skrafsmenn haft allt illt á horn- um sér út af því mikla menning- arframtaki, sem þar hefir verið af hendi leyst. Mun óhætt að fullyrða að naumast hafi svo ver- ið handtak unnið að þessari menntastofnun sunnlenzku sveit- anna, að ekki hafi það jafnskjótt verið bannfært í Mbl. með herfi- legasta munnsöfnuði. En svo eft- irminnilega' hefir viðbrugðið, að hagur skólans og vinsældir hafa blómgast því meir, sem hann hefir hlotið verri fyrirbænir í íhaldsblöðunum. Er ekkert til á þessu landi sem betur sýni, hví- líkur gæfuvegur það er, að verða fyrir aðkasti illviljaðra manna og óviturra. Strax á fyrsta ári komu að LaugarVatni svo margir nem- endur sem skólinn gat frekast rúmað og sama var hið næsta ár. Síðastliðið haust varð að neita fjölda ungmenna um skólavist, og höfðu þó húsakynni skólans verið stórlega aukin á árinu. Nú í sumar hefir Laugarvatn verið fjölsóttastur gististaður á land- inu, og ljúka allir upp einum munni um fegurð staðarins og hin ágætu húsakynni skólans. Hefir fólk eins og við mátti bú- ast, kosið sér sumardvöl á þeim stað, þar sem því þótti bezt að vera, og ekki látið pólitískar vær- ingar hafa áhrif á slíkt. Hafa rnargir stjórnarandstæðingar, sem lítt voru málinu kunnugir áður, látið það í ljós, að þeir skildu ekkert í þeim ósköpum, sem á hefðu gengið í blöðum samherja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.