Tíminn - 19.09.1931, Qupperneq 1

Tíminn - 19.09.1931, Qupperneq 1
^fgreibeía í i ni a n s et í £cef jargötu 6 a. ©pin óaglega fl. 9—6 Stmi 2353 ■ • -''(tt. • i .. ©jaíbfcri og af<jrcií>slumaí>ur Cimans et Kannneig þorsfeinsöóítir, Cœfjargötu 6 a. KeYfjaoif. i:| XV. árg. Reykjavík, 19. september 1931. 61. blað. „Lífsvenj ubreyting64 Jónas Jónsson ráðherra ritaði í síðasta tbl. Tímans grein um kreppuna og verðfall íslenzkrar framleiðslu. 1 grein J. J. er bent á það, að eina ráðið, sem þjóðin hafi til að standast erfiðleikana og færa atvinnulífið aftur í heil- brigt horf, sé að sá hluti hennar, sem nú eyðir mestu fé, breyti um lífsvenjur, og neiti sér um það af persónulegri eyðslu, sem ekki er í samræmi við kaupgetu þess verðmætis, sem framleitt er í landinu. Þessi kenning fellur Mbl. ákaf- lega illa í geð. Gremja Reykja- víkurvaldsins yfir því, að nú skuli eiga að fara að tala um „lífsvenju breytingar“ í landinu, kemur fram í greininni „Landstjórnin og kreppan“, sem birtist í Mbl. á sunnudaginn var. Mun Ólafur Thors vera höf. að grein þessari. En úr því að Ólafur Thors virð- ist draga það í efa, að „lífsvenju- breyting“ einstakra manna geti haft verulega þýðingu fyrir af- komu atvinnuveganna og almenn- ings í landinu, er vel við eiganda að rifja upp fyrir honum nokkur atriði úr sögu síðustu ára, þann hluta af æfiferli núlifandi kyn- slóðar, sem mest kemur „lífsvenj- unum“ við. Um síðustu aldamót, fyrir rösk- um 30 árum, var ekkert botn- vörpuskip til í landinu. Nú eru í íslenzka togaraflotanum um 50 gufuskip. Þá var í landinu einn lítill og fátækur banki, sem ekki réð yfir neinu veltufé, að heitið gæti. Islendingar höfðu þá ekki meiri kynni af fjármagni en svo, að einn af alþingismönnunum sundlaði við að heyra nefnda eina milj. króna. Nú er í umferð í bönkunum íslenzku fé, sem nem- ur hundruðum miljóna. Glysvarn- ingur og önnur óhófsvara flýtur inn í stríðum straumum og blöð íhaldsins hælast um það, að búðir fyrirferðamestu kaupmannanna í Reykjavík séu álíka stórar og skrautlegar og samskonar stofn- anir annarsstaðar á Norðurlönd- um, þar sem þjóðirnar eru mörg- um sinnum mannfleiri og mörg- um sinnum ríkari. En þetta mikla fé og þau miklu lífsgæði, sem verið hafa í umferð í landinu síðustu áratugina hafa ekki runnið jafnt gegnum hendur allra þeirra manna, sem landið byggja. Ennþá lifir í landinu í jöldi af fólki, sem tiltölulega lít- ið hefir getað bætt hag sinn þrátt fyrir hin ríkulegu fjárráð, sem þjóðin í heild sinni hefir haft. I Reykjavík búa margar verka- mannafjölskyldur í loftlitlum og sólarlausum kjöllurum og geta ekki keypt nema þriðjunginn af þeirri mjólk, sem bömin þeirra þurfa til að geta lifað fram á fullorðinsár. í sveitum landsins er ennþá margt af fólki, sem ekki hefir ráð á að rífa torfbæina með dimmu göngunum og leku bað- stofuþökunum. Og ennþá á ís- lenzka þjóðin eigi óálitlegan hóp af fróðleiksfúsum ungmennum, sem brennur af löngun eftir því, að afla sér þekkingar og kynnast af eigin raun einhverju af þeim iiluta veraldarinnar, sem liggur utan við dalinn þeirra eða fjarð- arbotninn, en geta ekki látið eft- ir þeirri löngun sinni. Þetta ástand stafar af því fyrst og fremst, að nokkur hluti fólks- ins í landinu hefir tamið sér of kröfufrekar „lífsvenjur“ og að þeim „lífsvenjum“ er ekki hægt að fullnægja, nema því að eins, að lífsvenjur annara manna standi í stað eða gjöri ekki meiri kröfur í þjóðarbúið en þær áð- ur gjörðu. Á íslandi er munurinn milli „ríkra“ og „fátækra“ ekki fyrst og fremst fólginn í mismunandi peningaeign. Munurinn er fólg- inn í lífsvenjum. Hann kemur fram í því t. d., þessi mikli munur, að fátækt barn frammi í afdal eða í kjallara- holu við Hverfisgötuna gleðst að sínu leyti eins mikið yfir því, að eignast umbúðimar utan af leik- föngum „heldri manna“ bamanna í „fínu húsunum“ eins og ríku börnin yfir því að eignast inni- haldið sjálft. Hann kemur fram í því, að Ólafur Thors getur ekki sætt sig við annað en að búa í húsi, sem kostar 150 þúsundir, þó að ann- að fólk verði að gjöra sér að góðu íbúðir sem kosta 20 sinnum minna. Hann kemur fram í því, að sumt fólk verður að ganga í silki, þegar annað fólk gengur í vaðmáli, að sumir menn heimta að fara í luxusbifreiðum það, sem aðrir fara fótgangandi, að sumir menn þurfa endilega að senda börnin sín til útlanda, þegar aðrir verða að láta sér nægja nokkurra vikna farskóla í baðstofukytru fyrir börn, sem eru alveg nákvæmlega jafn gæfu- samleg. Til þess að þetta allt saman geti jafnast, þarf „lífsvenju- breytingu“. Og þegar atvinnuvegirnir kom- ast í fjárþrot, vegna aðkomandi heimskreppu, verður að taka til sömu ráða. Það er þýðingar- laust að ætla sér að taka tekju- halla atvinnuveganna af þeim, sem ekkert eiga. Það þarf „lífs- venjubreytingar“. Hér á landi var það fyr á ár- um háttur ýmsra fjárglöggra manna að safna peningum og grafa í jörðu. Þeir menn þekktu ekki önnur meiri lífsgæði en á- nægjuna af silfrinu og minning- arnar um fyrirhöfnina, sem það hafði kostað að safna því saman. Nú eru tímarnir breyttir. Hér á landi geyma menn nú ekki lengur silfur í veggjarholum. Reynslan sýnir meira að segja, að fjöldi þeirra manna, sem al- menningur hefir álitið auðuga, eru alls ekki ríkir í venjulegum skilningi, ríkir að peningum, sem þeir eiga sjálfir. En þessir menn hafa af ýmsum ástæðum auðg- ast að lífsgæðum. Lífsvenjur þeirra eru að hætti þeirra manna, sem í raun og veru eru auðugir að eigin fé. Bankarnir hafa tapað 33 milj- ónum af veltufé þjóðarinnar. Mikill hluti af þeim peningum hefir farið í það að fullnægja lífsvenjum þessara manna. Þjóðin hefir orðið að taka stór og dýr lán til þess að þessum „lífsvenj- um“ gæti orðið fullnægt. Almenn- ingur hefir orðið að greiða óeðli- lega hátt verð fyrir matvæli, húsnæði og jörðina, sem hann gengur á, til þess eins að gjöra þessum fáu mönnum til hæfis, sem hafa tamið sér dýrar „lífs- venjur“ og heimta þeim fullnægt. En hjá hinu vinnanda fólki dregst „lífsvenjubreytingin“ því meir. Engin barátta í veröldinni er eins hörð nú á dögum og barátt- an um „lífsvenjurnar“. Miljóna- eigendur stórþjóðanna spyrna á móti „lífsvenjubreytingunni“ á meðan kornið er brennt í forða- búrunum, en miljónir af klæð- lausu og hungruðu fólki líður sárustu neyð. Valtýr Stefánsson gekk úr þjónustu Búnaðarfélagsins og inn í flokk danskra kaupmanna í Reykjavík, af því að hann hafði tamið sér þá „lífsvenju“ að láta senda tóma „luxusbifreið“ eftir sér 50 kilómetra veg í stað þess að taka sér far með almennings- vagni, og af því að félag bænd- anna vildi ekki fullnægja þeirri lífsvenju. Og Ólafur Thors kýs heldur að eiga í harðvítugri og marg endur- tekinni baráttu við sjómenn sína á togurunum, en að sætta sig við sömu „lífsvenjur“ og þeir menn hafa, sem afla handa honum lífs- þægindanna. Þannig er baráttan um lífs- venjurnar. Og er þá að undra, þó að fyrsta neyðarráðstöfunin á krepputíma, hljóti einmitt að vera „lífsvenjubreyting"? Veitingaíeyfið á Hótel Borg. Bréfaviðskifti hóteleigandans og dómsmálaráðuneytisins. Út af umtali því, sem orðið hefir viðvíkjandi ráðstöfun sem gjörð hefir verið til næstu ára- móta, um tilfærslu og stytting vínveitingatímans á Hótel Borg, hefir blaðið fengið leyfi til að birta bréf þau um þetta efni, er farið hafa milli hóteleigandans og dómsmálaráðuneytisins. Fara þau hér á eftir: Bréf hóteleigandans. (Aírit). Reykjavík, 2. sept. 1931. það hefir komið í ljós, að tími sá, sem heimilaður er til vínveitinga á Hótel Borg, er ekki heppilega val- inn. Að morgninum er vínveitingar- tíminn lengri en nauðsyn krefur, en að kvöldinu er hann aftur á móti allt of stuttur. En einkum er það óþægilegt hversu snemma kvölds hætta verður vinsölu, einkum þegar veizluhöld eru. Er eftirspurnin eftir vinum mest á síðara hluta kvöld- tímans, en sökum þess, hve snemma verður að hætta sölunni, drekka menn þá stundum örara en góðu hófi gegnir eða verða myndi, ef menn mættu sitja lengur yfir drykkj- unum. Auk þess leiðir það af þessu að menn hafa önnur útispjót um útvegun víns, t. d. koma með það með sjer, og svo framvegis, og er því þessvegna fjarri, að þetta dragi úr vínnautn manna. Utan úr heimi. Eldspýtnakóngurinn þarf ekki að kvarta. Verð hlutabréfa ýmsra af stærstu fyrirtækjum heimsins hefir í sumar verið mun óstöð- ugra en undanfarin ár. Sökum verðfallsins á vörunum, hefir fjöldi manna viljað selja hluta- bréf sín, en fáir viljað kaupa, framboðið hefir orðið meira en eftirspurnin og verðið þar af leiðanda fallið. í sumar, þegar Hoover Banda- ríkjaforseti kom fram með til- iögu sína um eftirgjöf á skaða- bótagjöldum Þjóðverja, var sem ský drægi frá sólu, það lifnaði yfir viðskiftunum á kauphöllun- um, hlutabréfin hækkuðu í verði og eftirspurnin jókst. Fólk gerði sér vonir um, að ef tillaga Hoov- ers gengi í gegn, ykist verzlun og viðskifti að miklum mun, þegar skaðabótaokinu yrði létt af Þjóðverjum, kreppan myndi minnka eða jafnvel hverfa, og innan skamms yrðu viðskiftin komin í samt lag. En skýin dró brátt fyrir aft- ur. Frakkar neituðu í bili að ganga inn á tillögu Hoovers, sem alltaf mátti búast við, því að þeir voru eina þjóðin, sem nokkru verulegu tapaði við slíka eftir- gjöf, en hinar þjóðirnar hefðu vafalaust grætt á þessu í auk- inni verzlun. Þegar þessar tillög- ur strönduðu, færðist aftur deyfð yfir viðskiftin. Verðbréfin lækk- uðu niður fyrir það, sem var fyrir öldu þá sem reis kringum Hoovers-tillögurnar. Hlutabréf ýmsra stórfyrir- tækja, eins og t. d. byggingafé- lagsins Kreuger & Toll, sem er eitt af fyrirtækjum sænska eld- spýtnakóngsins Kreuger, lækkuðu í seinustu vikunni af ágúst um 25%. Sögur gengu um, að Kreug- er myndi hafa tapað miklu á pen- ingalánum til Suður-Ameríku og fé það sem hann hefði lánað til Þýzkalands væri mjög óviss eign. Menn stungu saman nefjum um, að Kreuger hefði spilað of djarft; veldi hans í fjármálum heimsins myndi brátt vera lokið. Til þess að bjarga áliti fyrir- tækja sinna sá Kreuger sér ekki annað ráð vænna en að leggja fram skýrslur um hag félagsins, og þá verður annað uppi á ten- Ég leyfi mér því, að fara þess á leit, að þér, hæstvirti dómsmálaráð- herra, hlutist til um, að vínsölu- tímanum verði breytt, þannig að kvöldtíminn verði lengdur og færður til, svo að vínsala verði heimiluð frá klukkan 7 til IIV2 að kvöldi, gegn því að sölutíminn fyrra hluta dags verði styttur að sama skapi, þannig að vinsala verði þá heimiluð aðeins á tímabilinu 12til 1%. Óbreytt haldist að gestir megi sitja hálfa klukkustund við neyzlu drykkjanna að sölutíma loknum. Ég vona að þér, hæstvirti dóms- málaráðherra, séuð mér sammála um nauðsyn þessara breytinga, að athuguðum málavöxtum. Virðingarfyllst. Jóh. Jósefsson. Til dómsmálaráðherra. Bréi ráðuneytisins. (Afrit). Reykjavík, 9. sept. 1931. þér hafið með bréfi 2. þ. m. farið ingunum. — Sögumar um töp félagsins reyndust þá tilhæfu- lausar, settar saman af kaup- hallabröskurum, sem hafa ætlað sér að kaupa hlutabréf í fyrir- tækjum þessum í stórum stíl og græða á því. Töp félagsins í Suður-Ameríku eru engin, segir Kreuger, og þó að þau hefðu einhver verið, hefði það ekki haft neina verulega þýð- ingu fyrir afkomu félagsins, því að það sem það á í Suður-Ame- ríku er ekki nema 28 milj. kr. í skuldabréfum eða aðeins 3% af öllum þeim skuldabréfum, sem félagið á. Reksturinn á þessu ári hefir gengið álíka og síðastliðið ár. Á fyrra helmingi yfirstandanda árs voru nettotekjur félagsins 52 miljónir króna, en þar sem tekj- ur seinnahluta ársins eru alltaf mun lægri en fyrra hluta, býst Kreuger við að árstekjumar muni ekki fara fram úr 89 milj. og 500 þús. kr., sem verður þá 4 miljónum minna en í fyrra. Tekjurnar af lánastarfsemi fé- lagsins eru einnig allálitleg summa, eða 21 milj. og 300 þús. kr. En slíkum tekjum, sem nokkru nemi, gerir hann ekki ráð fyrir það sem eftir er af þessu ári. — Allar nettótekjur hlutafélagsins Kreuger & Toll, ,yfirstandanda ár, munu þá verða rúmlega 110 miljónir króna. — Dýr mun Kreuger allur, þar sem aðeins eitt af fyrirtækjum hans gefur svo álitlegan arð á einu ári. — Eldspýtnahringurinn sænski er eitt af allra stærstu og voldug- ustu fyrirtækjum heimsins. Hann hefir ekki aðeins starfsemi í Svíþjóð heldur spennir hann greipar um flest lönd þriggja heimsálfa. Það er því skiljanlegt, að það veki eftirtekt fólks, ef einhverjar misfellur verða á slíku fyrirtæki. Maður sá, sem hefir stofnað fyrirtæki þessi og stjórnar enn, er sænski eldspýtnakóngurinn Ivar Kreuger. Ef Kreuger segir eitthvað opinberlega um rekstur þessara stofnana sinna, þykja það alltaf mikil tíðindi, og flest stærri blöð heimsins geta um það, sem skiljanlegt er, þar sem svo margir menn eru áhangandi fyrirtækjum hans á einn eður annan hátt. Guðlaugur Rósinkranzson. fram á, að stjómin heimilaði yður að breyta nokkuð vínveitingartím- anum á Hótel Borg, þannig að stytta tímann um miðjan daginn og lengja hann nokkuð á kvöldin. þér færið sem ástæðu erfiðleika þá, sem reynzt hafa á því að fá fólk til að hætta skyndilega á kvöldin, og að það hafi þá stundum hneigð til að neyta mun meira vins heldur en heppilegt pr áður en glösin eru tekin, og jafn- vel að pukra við að hafa vínföng með sér til að neyta í leyni með síðara hluta máltíðar og áður en farið er úr gistihúsinu. það er vitað að þessi rök hafa því miður við reynzlu að styðjast, og að full þörf er að freista að gera til- raun um, hvort þeir menn, sem ann- ars sitja að vínveizlum, geta yfir- leitt neytt áfengis á prúðmannlegra hátt, heldur en stundum hefir borið á síðan byrjað var að flytja Spán- arvín hingað. þessvegna heimilast yður breyting i þessu efni, sem tilraun i þá átt,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.