Tíminn - 19.09.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.09.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 207 Tapast hafa: 1. Brúnn hestur 13 vetra mark: biti framan fjöður aftan hægra, biti aftan vinstra. 2. Rauður hestur 14 vetra mark: biti aftan hægra. 3. Grár — 7 — — — — — 4. Brúnn — 7 — — — — — 5. Jörp hryssa 7 — — — — — Þeir sem kynnu að verða varir við þessi hross eru vinsamlega beðnir að gjöra undirrituðum viðvart við fyrsta tækifæri. Gröf í Miðdölum í Dalasýslu, 15. sept. 1931. I Klemeaz Samúelsson. PYRIRLIGGJANDI: Vatnsleidslupipup glv. Dælur. Vatnslirútar. Kranar. Sambandshlutir. Atli. Vegna hinna geysi stóru innkaupa get eg selt vatnsleiðslupípur með sérlega lágu verði. Midstöðvaptæki svo sem: Miðstöðvareldavélar. Miðstöðvar katlar og ofnar. Kranar. Pípur. Sam- bandshlutir. Heitavatnsgeymar. Einangrunarefni. Hreinlætistæki svo sem: Vaskar. Handlaugar. Baðker. W.C. Kranar. Skólprör asfalterað. Eldavélap svartar og email. Þvottapottar ofnar Veggventlar. Paramount veggþyljurnar. Þær eru eldtraustar geta ekki undist eða bólgnað. Mikill vinnusparn- aður ódýrar. Þakpappi. Isleifur Jónsson Aðalstræti 9. Reykjavík Símar 1280 & 33 fisksðlisanlði Reykjauikir hefír síma S20 og 2266 (Klapparstíg S). heldur af því að það bjó í sams- konar nágrenni við Kveldúlfs- valdið og það hafði búið í við Bessastaðavaldið í fyrri daga. Landhelgisveiðar Kveldúlfs í Garðsjónum eru ekki vinsælar nú fremur en dagsverk fátæku bænd- anna á konungsjörðunum forðum. En Kveldúlfur hefir verið stór- veldi í útgerð og fiskverzlun í þorpunum á Reykjanesi. Þess- vegna skyldi enginn ámæla kjós- endum í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, þó að þeir hafi ekki hing- að til getað búið fulltrúa Kveld- úlfs sömu viðtökur og Vestur-ls- firðingar, sem eiga heima í öðrum landsfjórðungi, gjörðu síðastliðið vor. En atkvæðatala frambjóð- anda Framsóknarflokksins, sem þó var veikur í kosningabarátt- unni og ekki gat sótt fundina, sýnir berlega, að almenningur í þessu héraði er ekki í sjöunda himni yfir því að eiga þann fulltrúa, sem allra þingmanna ónýtastur — að Halldóri Steinsen undanteknum — hefir verið fyrir hérað sitt bæði innan þings og utan. En það er á allra vitorði, að tæplega muni svo fróður mað- ur finnast, að hann geti bent á eitt einasta mál, sem Ölafur Thors hafi beitt sér fyrir í alvöru eða komið fram kjördæmi sínu til hagsbóta. Hingað til hefir um- bótaþrá þessa málhvata manns fundið fullnægingu í því að græða fé ó fiskinum, sem kjósendur hans reita saman í slóð togar- anna við Reykjanes. En nú eru fullar horfur á, að sjómennimir suður þar, vilji líka fá að vita, hvað þeir hafi grætt á fulltrúa sínum á Alþingi. Allir forsetarnir bændnr. Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu var Einar Árnason bóndi á Eyrarlandi kosinn forseti sameinaðs þings í stað Ásgeirs Ásgeirssonar. Fróður maður hefir bent Tímanum á, að þetta sé 1 fyrsta sinn, sem allir forsetar Al- þingis séu bændur. Þetta er líka í fyrsta sinn, sem Framsóknar- flokkurinn er í hreinum meira- hluta á Alþingi og í fyrsta sinn, sem allir bændur í þinginu, að ein- um undanteknum, eru í Fram- sóknarflokknum. Eini þingbónd- inn, sem ennþá skipar sér í þann flokk, sem sveitunum er fjand- samlegur, er Pétur Ottesen þing- maður Borgfirðinga. Líklega næstl Saga, sem hingað hefir borizt norðan úr Skagafirði, hermir frá svofelldum atvikum í sambandl við atkvæðatalninguna á Sauðár- króki s. 1. vor: Viðstaddir taln- inguna voru frambjóðendumir Brynleifur Tobiasson, Magnús Guðmundsson og Steingrímur Steinþórsson, en Jón á Reynistað fann feigð á sér og reið heim, um það leyti, sem talning byrjaði. Framan af degi, meðan talin voru atkvæði úr austurhluta sýslunnar, var atkvæðatala Framsóknar- manna stórum hærri, en þegar að Sauðárkróki kom, réttist hlutur Magnúsar svo, að hann mjakaðist inn sem 2. þingmaður með 13 at- kvæða meirahluta. Þegar séð var um úrslitin, reis Brynleifur Tobíasson úr sæti sínu og óskaði hinum nýkjörnu þingmönnum til hamingju með sigurinn. Varð M. G. þá fár við, og fórust honum orð eitthvað á þessa leið: Mér þarf ekki að óska til hamingju, því að ég er fallinn (átti víst við að hann væri fallinn úr 1. þing- sæti kjördæmisins niður í 2.). „Ekki núna, en líklega næst“, svaraði Brynleifur. Er Skagfirð- ingum minnisstætt svar Bryn- leifs og ógleði Magnúsar. Liðsauki templara. Valtýr Stefánsson hefir í blaði sínu 17. þ. m.tekið upp þykkju fyrir templara og þykir þeim ekki vera nægilegur sómi sýndur í meðferð útvarpsfrétta. Það hlýt- ur að vekja eftirtekt er templar- ar hljóta liðsauka úr þeirri átt og mun ekki þykja spá góðu um framtíð Goodtemplarareglunnar. Stjórnmálaflokkur sá, er Valtýr hefir ritað fyrir undanfarin ár vottar með dapurlegri reynslu sinni um það, hversu liðsemd Val- týs hefir gefist. — Sjálfur hefir Valtýr ávalt ofsótt og svívirt hverja viðleitni löggjafar- og framkvæmdavaldsins um að koma í veg fyrir ofnautn áfengis. Þeg- ar slíkir menn, sem sjálfir ganga með hrikalegustu gler- augu, til þess að dylja glóðaraugu sín og músabrynningar, fara að viðra sig upp við templara, þá hefir fólk sannarlega ástæðu til þess að óttast um örlög Good- templarareglunnar. K. Valtýr á Laugarvatni. I tilefni af sögunni um Laug- arvatnsför Valtýs og frægð þá, sem gleraugu hans hafa hlotið (Valtýr sjálfur hefir aldrei orðið frægur), birtir Vísir sl. fimmtu- dag svofellda klausu: „— — Einum hinum allra-montn- asta, lítilmótlegasta og spaugilegasta framsóknarsnáða*) varð svo mikið um, er Jónas leyfði honum af náð sinni og höfðingdómi að „ganga i vatnið" þar á staðnum, að hann gleymdi að taka af sér gleraugun og lenti í mikilli mæðu og basli. — — — Að lokum krafsaði hann þó af sér gleraugun og skreiddist á þurrt land við lítinn orðstír" - , Eftir þessu hefir Valtýr ekki dottið í laugina, þó að honum hinsvegar, eftir því sem blaðið skýrir frá, hafi mjög förlast sundfimin. Til sanns vegar má það færast, að kalla Valtý „snáða“ í Framsóknarflokknum, því að hann náði þar aldrei mikl- um þroska og hröklaðist til í- haldsins á meðan Framsóknar- flokkurinn var á bernskuskeiði. En óþarfi er það af Jakob Möll- er að núa Valtý um nasir flokks- svikum hans og liðhlaupi. Sjálfur ætlaði Jakob að selja íhaldinu heilan stjórnmálaflokk, en Val- týr gat ekkert selt nema sjálfan sig. Hefir oft verið þagað um meiri kaup. Frá „vesturvígstöðvunum“. Eins og kunnugt er, heldur í- haldið í Reykjavík uppi einskonar pólitískum sunnudagaskóla fyrir „heldri manna böm“, og gengur sú stofnun undir heitinu: Félag ungra sj álfstæðismanna í Reykja- vík (öðru nafni Heimdallur). öl- afúr Thors, Jón Þorláksson og Magnús „dósent“ halda mánaðar- lega vakningarsamkomur meðal þessara ungu sálna. Stefnuskrá félagsins er mjög í anda sósía- lista (því að „fræðararnir“ vita að lítið spilltum unglingum býð- ur ósjálfrátt við íhaldsstefnunni eins og hvítvoðungi við „skraa“- tóbaki) nema niðurlagið, sem hljóðar um það, að félagið ætli sér að framkvæma sósíalismann með því að láta kjósa íhalds- menn á þing! Tvö „smárit“ hef- ir gamla íhaldið kostað, sem ætl- uð eru ungdóminum til frekari uppfræðingar: Vikublaðið Heim- dall (sem er á stærð við Norður- ljósið og flytur einkum lögfræði- legar skýringar á stjórnarskránni og smásögur um lagabrot Fram- sóknarflokksins) og pésann, sem Páll Kolka skrifaði um Helga á Kleppi. Var félagið látið dreifa þessum bókmenntum út um land- ið fyrir landskjörið í fyrra í 9000 eint. Eitt af því sem Heim- dellingum er trúlega innrætt,er að drengskap í opinberri baráttu sé hvergi að finna nema í íhalds- flokknum. Mestu hátíðisstundir í „skólanum“ eru, þegar elztu „bræðurnir“ fá að vitna um „drengskapinn“. Birtist vitnis- burður þeirra stundum í Mbl. á eftir. Svo var um ræðu, sem Guðni nokkur Jónsson kvað hafa flutt snemma á sauðburði í vor, þar sem hinir ungu hermenn voru hvattir til að temja sér *) Leturbr. Tímans. fagran vopnaburð eins og for- ingjar ■ íhaldsflokksins jafnan hefðu g j ört (!!). önnur grein, svipuð er nú að koma út í Mbl. eftir dreng, sem heitir Jóhann Möller og er norðan af Sauðár- króki. Sem dæmi um ástundun- arsemi þessa unglings er það sagt, að hann hafi tileinkað sér málróm Jóns Þorlákssonar svo vel, að Jóni sjálfum þyki nóg um. Sagt er, að suma íhaldsfor- eldra, sem muna þann tíma, þeg- ar „foringjarnir“ skiftust í Heimastjórnar- og Sjálfstæðis- flokk, setji stundum hljóða, þegar unglingarnir eru að tala um „drengskapinn“ í heimahús- um. En maðurinn, sem valinn hefir verið til að veita fyrirtæk- i inu forstöðu, er enginn aukvisi í ; „drengskapnum“, því að það er hvorki meira né minna en Thor Thors, hetjan frá „vesturvíg- stöðvunum“! Nýr rithöfundur. Maður, sem heitir Victor Helgason og segist vera formaður Veggfóðrarafélagsins hér í bæn- um, hefir í Vísi 17. þ. m. veitst að ritstjóra Tímans af mikilli vanstillingu út af greinarkorni sem birtist hér í blaðinu í sum- ar viðvíkjandi dúkalagningu í Landsspítalanum og nýju síma- stöðinni. Þó að Tíminn hafi enga sérþekkingu á gólfdúkalagningu, verður ekki hjá því komizt, jafn- vel þó reiði Victors Helgasonar liggi við, að benda á eftirfar- andi atriði: Að tilboð Sigurðar Ingimundarsonar var lægra en tilboð Victors og því eðlilegt að hann yrði látinn setja fyrir þeirri vinnu, sem hann gat annað, að dúkalagning, sem Victor lét framkvæma í . Landsspítalanum hefir reynst talsvert ábótavant og að tilraunir, sem gjörðar hafa verið í nýju símastöðinni með „rúgsigtiklísturlími“ benda á að ekkert sé athugavert við það, ef rétt er með það farið. Kunnugur maður hefir tjáð Tímanum, að Victor muni ekki hafa kunnað að fara með þetta lím, e. t. v. af óvana, m. a. notað of lítið þurk- efni. Málsókn er Victor auðvitað heimil, hvenær sem hann telur sér þörf á, og mælist Tíminn á engan hátt undan slíkum að- gjörðum af hans hálfu. En ef dúkalagning hans er álíka vönd- uð og munnsöfnuður hans í á- minnstri Vísisgrein, skiftir það víst litlu máli, hvort það er „rúgsigtiklísturslím“ eða eitt- hvert annað lím, sem honum er fengið í hendurnar. Það er mis- skilningur hjá V. H. að smágrein sú, sem ýft hefir skapsmuni hans, hafi komið út 7. septem- ber. Greinin birtist í blaðinu snemma í ágúst, og hefir hann því haft röskan mánuð til um- hugsunar. Niður með dýrtíðina! Sem betur fer, virðast skrif Tímans um dýrtíðina í Reykjavík og viðleitni sú, sem hér er hafin til kaupfélagsmyndunar vera í þann veginn að byrja að hafa áhrif á verðlagið í bænum. Fisk- sölusamlag Reykjavíkur, sem hefir á boðstólum fisk frá sam- vinnufélagi smábátasjómanna og varðskipinu Þór, tók til starfa nú í vikunni og hefir nú þegar lækkað fiskverðið stórkostlega eins og frá er skýrt á öðrum stað í blaðinu. Önnur verðbreyting, sem orðið hefir nú í vikunni, er verðlækkun á brauði um 20%. Er enginn vafi á, að sú verð- lækkun er knúin fram beinlínis af þeim opinberu umræðum, sem orðið hafa um brauðverðið og því umtali, sem orðið hefir um að gjöra sérstakar ráðstafanir til að létta af almenningi í Rvík ein- hverju af hinu okurháa brauð- verði. Engin önnur ástæða getur verið til þess, að brauðbúðirnar hafa lækkað verðið svo stórkost- lega einmitt nú, því að vinnu- laun eru hin sömu og áður og ekki sú lækkun á kornvöru í inn- kaupi, að hún gefi tilefni til svo skyndilegrar lækkunar. Þau tvö atriði, sem hér hefir ver- ið bent á sýna áþreifanlega, að hægt er að draga úr dýrtíðinni. Hér má ekki láta staðar numið. Allar lífsnauðsynjar almennings í Reykjavík verða að lækka. Það er lífsnauðsynjamál bæjarins. Það er mál allrar þjóðarinnar, sem nú ber sameiginlega afleiðing- arnar af hinu háa reykvíska verðlagi . Það er réttlætismál, sem hinar vinnandi stéttir eiga að bera fram til sigurs með fé- lagslegum samtökum og sleitu- lausri baráttu við þau öfl, sem til tálmunar eru heilbrigðu við- skiptalífi. Eldsvoði á Hólmavík. Að kveldi 17. þ. m„ eftir háttatíma, kom upp eldur í húsum kaupfélagsins á Ilólmavik. Kviknaði út frá raf- magnsþræði í íbúð kaupfélagsstjór- ans, Sigurjóns Sigurðssonar. Vindur var hraðhvass af suðvestri, svo að eldurinn læst.i sig um húsin á svip- stundu, og björgun reyndist ókleif, en hitt tókst, að hindra frekari út- breiðslu eldsins um þorpið. Öll hús félagsins brunnu nema eitt, sem er á öðrum stað, ennfremur mestallar vörubirgðir þar, þ. á m. 80 sekkir ullar og mikið af fiski. Úr ibúð kaupfélagsstjórans varð engu bjarg- að nema lítilsháttar af rúmfatnaði, og slapp fólkið með naumindum út á náttfötum einum. — Húsin, sem voru úr timbri, voru vátryggð, sömuleiðis útlendar vörur, en inn- lendar vörur óvátryggðar. Innan- stokksmunir kaupfélagsstjórans voru óvátryggðir. Afleiðingar eldsvoðans eru því mjög tilfinnanlegar bæði fyrir félagið og kaupfélagsstjórann. Garðar porsteinsson og Einar Kristjánsson sungu, i Nýja Bíó á fimmtudagskvöldið var. Var hvert sæti skipað og meira til. Söng hinna ungu stúdenta var ágætlega tekið og voru þeir „klappaðir fram“ hvað eftir annað. Ungfrú Anna Péturss lék á hljóðfærið. Eftir því sem blað- ið hefir frétt, syngja þeir Garðar og Einar aftur á sunnudaginn. Verður það í síðasta sinn, sem bæjarbúum gefst kostur á að hlýða á söng þeirra í haust, því að þeir eru á förum til útlanda nú á næstunni. AUGLÝSING. Ljósberinn heitir barnablað, sem komið hefir út nú í 10 ár í Rvík. Hann kemur út á hverjum laugar- degi í stóru áttablaðabroti. Hann er kristilegt barnablað, sem vill með fallegum hugleiðingum við barnahæfi og skemtilegum sögum vekja og glæða alit hið góða og göfuga hjá börnúnum. Blaðið kostar aðeins fimm krónur um árið, 52 tölublöð. Og geta menn fljótt séð hvað það er ódýrt. Allir, sem senda pantanir að næsta árg. (1932) fá blaðið fritt sent frá 1. okt. nú í haust til nýárs (12 tölu- blöð og þar í fallegt jólablað). Foreldrar! Reynið Ljósberann eitt ár handa börnunum yðar. Skrifið strax til afgreiðslunnar í Bergstaða- stræti 27. Pósthólf 304. Reykjavík. Heimilisblaðið hefir nú komið út i samfelt 20 (um næstu áramót). það kemur út í stóru sextán blaða broti einu sinni á mánuði og stundum í tuttugu síðum og kostar fimm kr. árgangurinn. pað flytur aðallega út- iendar fréttir og fróðleik mcð mynd- um og fallegar, spennandi sögur. „Örlög ráða“ heitir aðalsagan, sem í því birtist núna. — það mun og vera eina íslenzka blaðið, sem flytur hann- yrðir með myndum handa kvenfólk- inu. — Falleg sögubók, sem er 363 bls. að stærð fylgir í kaupbæti, ef blaðgjaldið er sent og 50 aurar að auki í burðargjald. Reynið Heimilisblaðið í eitt ár. — Sendið pöntunina til afgreiðslunnar í Bergstaðastræti 27. Pósthólf 304. Rvík. Grammófónplötur Ef ykkur þykja falleg lögin sem spiluð eru i Útvarpið, þá skrifið upp númerið á plötunui og sendið okkur pöntun. — Ný og skemmtileg fiðlu- plata, sem allir þuría að eignast. — Vörur sendar gegn póstkröfu um allt land. KATRÍN VIÐAR, hljóðfæraverzlun. Lækjargötu 2. Reykjavík. Sigurður Kristinsson forstjóri kom úr utanför um síðustu helgi. Hallgrímur Jónasson kennari í Vestmannaeyjum er fluttur til Rvik- ur og er settur kennari við Kennara- skólann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.