Tíminn - 26.09.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.09.1931, Blaðsíða 3
TlMINN 211 Hjúkrun arkona óskast á Landsspítalann frá 1. nóv. næstk. Urasóknir með upp- lýsingum um nám og starf, sendist skrifstofu spítalans fyrir 10. október. Fréttir SamYinnuskólinn Veítíngaleyfíð á Hótel Borg. Framkvæmdanefnd Stórstúkunnar boðaði á mánudagskvöldið var til tveggja „borgarafunda" til að ræða um „vínveitingamar á Hótel Borg'* 1. Voru fundimir haldnir í samkomu- húsum templara við Bröttugötu og Templarasund. Málshefjandi á öðrum fundinum var Jakob Möller en á hin- um Felix Guðmundsson. Báru málshefjendur fram tvær til- lögur, er báðar náðu samþykki. — Fyrri tillagan var um að „mótmæla fastlega þeirri ráðstöfun dómsmála- ráðherrans, að leyfa vínveitingar og vínsölu eftir kl. 9 síðdegis". í hinni er farið fram á „að sömu reglur gildi hér í bæ (þ. e. í Rvík) um sölu og afhending áfengis og í öðrum kaupstöðum landsins". Davíð Ámason rafvirki flutti eft- irfarandi tillögu: „Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að afnema til fullnustu veitingaleyfi á veitingahúsum nú þegar og segja tafarlaust upp Spánarsamningun- um . Var tillaga Davíðs samþykkt ó- breytt á öðrum fundinum en á hin- um var henni skipt í tvennt, og var seinnihlutinn, eftir tillögu frá Sigur- birni Á. Gíslasyni, samþykktur svo breyttur: „Ennfremur skorar fundurinn á ríkisstjórnina, að rannsaka, hvort ekki sé unnt að fá Spánarsamning- inn afnipninn". Á fundinum i Bröttugötu kom fram tillaga um afnám bannlaganna, en fundarstjóri (Borgþór Jósefsson) neitaði að bera hana undir atkvæði. Á fundunum munu hafa mætt alls 400—500 manns. Á báðum stöðunum komu fram óskir um að talin yrðu atkvæði, er greidd voru um tillög- urnar, en úr því varð eigi, og voru þær taldar samþykktar með „öllum þorra atkvæða". Uppþoti því sem orðið hefir hér í bænum út af breytingu veitingaleyf- isins, er nú sennilega lokið. Jakob Möller og samherjum hans mun hafa skilizt það fyllilega á fundunum, að tilfærsla sú og stytting á veitinga- tímanum, sem gjörð hefir v.erið til reynslu, af því að gamla fyrirkomu- lagið reyndist illa, muni ekki til þess fallin að gjöra hana að pólitísku „númeri" fyrir íhaldsflokkinn. Af því sem samþykkt var á fundunum, eru tillögur Davíðs Árnasonar vitanlega það eina, sem nokkru verulegu máli skiptir. En þeim var tekið með furðanlegu fálæti, að þeim, sem fyr- um bæjum í Mosfellssveit og vonanda víðar. Heysnúmingsvél mái nota al- staðar á þurlendi þar, sem .hægt er að slá með sláttuvél. Fyrir henni gengur einn hestur. Svo auðveld er hún við vinnu, að ung- lingur 12 ára getur eins auðveld- lega stjórnað henni eins og full- orðinn karlmaður. Ég gæti nefnt marga staði í Árnessýslu. þar sem naumast ætti að þurfa að taka á hrífu nema við hirðingar. Má þar til nefna öll þau tún s em fullraka má með vél. Allar sléttar engjar, sem eru svo þurrar, að heyið blotni ekki þó ekið sé um það. Það má ekki dragast lengi úr þessu, að þau lönd, sem eru slétt frá náttúr- unnar hendi, verði ræst svo fram að unnt sé að nota allar hey- vinnuvélar hvernig sem viðrar. Ef htið er til baka, sézt að aflað hefir verið heyja með orfi og hrífu frá því að landið byggð- ist. Ennþá er að miklu leyti sama heyöflunaraðferðin í þrem- ur góðum héruðum sunnanlands. Eða af hverjum 100 bændum nota 72,4 eingöngu orf og 97,5 eingöngu hrífu. Það er sannast að segja, að menn horfa ekki í smámunina við ræktunina nú orðið. Ég er líka viss um að menn verða ótrauðir til að breyta um heyvinnuverkfærin, þegar þeir eru búnir að átta sig á möguleikunum. Víða hljóta nú að vera komnir áhtlegir nýræktarblettir véltæk- ir fundunum stóðu, þó samþykki næðu að lokum. Á fundinum í Bröttugötu var þess farið á leit, að D. Á. tæki seinna hluta tillögunnar (um Spánarsamninginn) aftur, og eigi fékkst hún samþykkt óbreytt. — Mætti það og þykja tíðindum sæta, ef Jakob Möller og aðrir því- líkir gjörðust höfuðfrömuðir reglu- seminnar á fslandi! ----o---- Þakltir og kveðja til Hallgríms Jónassonar kennara. Við burtför hans héðan vilj- um við þakka honum fyrir mik- ið og vel unnið starf um tug ára hér í Vestmannaeyjum. Eftirsjá er að jafn góðum dreng, er vinnur sér traust og virðingu allra góðra manna, sem honum kynnast. Eftirsjá er að jafn góðum kennara, sem öll böm unna og virða sökum hæfileika og mann- kosta. Eftirsjá er, ekki sízt svo af- skekktu byggðarlagi, að jafn á- gætum ræðumanni, sem Hallgrím- ur er. — Og eftirsjá er að hon- um frá því menningarstarfi, er hann hefir unnið, sem bókavörð- ur kaupstaðarins. Hann beitti sér fyrir þvi á sínum tíma, að Eyja- búar legðu rækt við bókasafn sitt, sem þá var látið ónotað. Hann hefir síðan verið bóka- vörður kaupstaðarins, og sýnt í því starfi mikla alúð og víðsýni. Lán er það hverri menntastofn- un, sem fær að njóta starfs- krafta hans og hæfileika. Skarð hans er vandfyllt. Með beztu óskum og kveðju til hans og fjölskyldunnar. Vestm.eyjum 5. sept. Nokkrir vinir. -----o---- Dánardægur. Vigfús Guðmundsson, bóndi á Bjargi og kona hans, Sig- rún Stefánsdóttir, hafa orðið fyrir þeim harmi nú í vikunni, að missa dóttur sína Ásdísi, 4 ára að aldri. Var hún einkabarn þeirra, mjög efni- leg. Kemur þessi sorgarfregn mjög á óvart vinum þeirra hjóna, er þess höfðu vænst, að Ásdís litla á Bjargi myndi bera hið fagra nafn um langa æfi. -----0---- Bátaútvegurinn og vélarnar. I engu landi mun vera tiltölu- lega eins mikið af vélbátum og á íslandi, enda er vélbátaútveg- urinn önnur aðalgrein íslenzka sjávarútvegsins, og e. t. v. á margan hátt sú farsælasta. En skipulagið í innkaupum véla er að verða eitt af aðalmeinum þessa atvinnuvegar. í verstöðv- um, þar sem margt er um báta, t. d. í Vestmannaeyjum hefir ver- ið lagt óheppilega mikið kapp á að auka hraða vélbátanna, og er það vegna keppni þeirrar sem er í flestum verstöðvum um að kom- ast á undan öðrum á miðin. — Keppni þessi hefir haft alvarlegar afleiðingar á þann hátt, að óþarf- lega oft hefir verið skift um vél- ar í bátum, eingöngu til að auka hraðann, og mikið verðmæti farið á þann hátt til ónýtis. Auk þess eru oft og tíðum settar í báta vélar, sem eru svo aflmiklar, að þær bera bátinn ofurliði, er til lengdar lætur, svo að hann end- ist skemmra tíma en ella. Alt þetta er mikill kostnaðarauki fyr- ir útgerðina. Annað, sem leitt hef- ir af keppni þessari, samfara skipulagsleysi, er hinn miklifjöldi vélategunda, svo að segja má, að í sumum verstöðvum fyrirfinnist naumast tveir bátar með sams- konar vél. Af þessu leiðir þrá- sinnis vöntun varahluta, af því að hver vélategund þarf sér- staka varahluta og getur ekki gengið með varahlutum úr annari vélategund. — Sam- vinnufélag Isfirðinga er eina útgerðarfyrirtækið, sem fyllilega hefir skilið nauðsynina á að vél- ar á sama stað séu sömu tegund- ar, því að það hefir samskonar vélar í öllum skipum sínum. — Hér er um mikið nauðsynjamál að ræða. Sumir hafa stungið upp á að ríkið tæki einkasölu á báta- vélum til þess að koma á skipulag í þessu efni. Hugsanlegt er að ríkissmiðjan gæti þá tekið að sér smíði vélanna að meira eða minna leyti og að því hefir stjórn smiðj- unnar vikið í skýrslu þeirri, sem getið var um í síðasta blaði. En hér er stórfé í húfi, því að vélarn- ar, sem íslenzka bátaútgerðin notar, eru margra miljóna virði. Og á einhvern hátt verður að firra hana því fjártjóni sem hlýzt af núveranda ástandi. ForsætisráSherra er væntanlegur úr utanför á morgun. Látinn er á Borgareyri í Mjóafirði öldungurinn Benedikt Sveinsson póstafgreiðslumaður þar. Tíminn minnist með þakklæti langs og far- sæls samstarfs við þennan mæta mann, sem var einn af elztu og á- hugasömustu útsölumönnum blaðs- ins. Óöld í Ijármálum. þau óvæntu tíð- indi bárust bingað í símskeytum síð- astliðinn mánudag 21. þ. m., að Englandsbanki hefði hækkað for- vexti úr 4%% upp í 6% og gullinn- lausn seðla væri afnumin i Eng- landi. Reyndust þær fregnir sannar. Brezka stjórnin lagði þá þegar íyrir parlamentið frumvarp um af- nám gullinnlausnar og gekk það í gegnum þingið þann sama dag. Or- sök stórtíðinda þessara er hið alvar- lega fjárhagsástand ríkis og atvinnu- vega í Bretlandi. Vöktu þau þegar í stað ókyrð í fjármálum um gjörvall- an heim. Var flestum kauphöllum Norðurálfunnar lokað 1—2 næstu daga, til þess að forðast breytingar á gildi peninga og verðbréfa, meðan tími ynnist til íhugunar. Nú hafa flestar kauphallirnar verið opnaðar aftur. En eins og við var búizt hef- ir sá fjárhagslegi vanmáttur, sem nú kemur fram hjá Englendingum, haft alvarlegar afleiðingar, þó eigi sé víst, hversu lengi standa. Sterl- ingspundið er fallið niður úr gull- gildi, og hefir a. m. k. í bráð dreg- ið dönsku krónuna með sér, hvað sem verða kann um gengi á pening- um annara þjóða. — í næsta blaði verður gjör sagt frá þessum tiðind- um öllum og þeim er þá kunna að hafa við bæzt. — Hér á landi hefir gengisskráningu verið frestað þessa daga og beðið átekta. „Minnisbók ferðamanna'1, samin af Sigurði Skúlasyni, gefin út af Ósk- ari Gunnarssyni, Reykjavik, hefir Tímanum borizt. Kver þetta er rúm- lega 70 bls. að stærð, auk auglýs- inga, í hæfilegu broti til að bera í vasa, og kostar eina krónu. Efni m.a.: Reykjavík, ýmsar leiðir frá Reykja- vík, Akureyri og leiðir þaðan, Frá Borgarnesi um Snæfellsnes til Stykk- ishólms, Fljótsdalshérað, Helztu fjall- vegir, Flugferðir, Útilega, Hjálp í væri, með því að margir keyptu 1 einu. Eitt þýðingarmikið atriði við notkun heyvinnuvéla er, að hafa duglega, stillta og vel tamda hesta. Sömuleiðis þurfa menn að læra að fara með verkfærin á réttan hátt. Það hefir komið fyrir, að verkfæri hafa verið tal- in óviðeigandi af því að ekki var beitt hinni réttu aðferð. Ekki ætti að spenna tvo óvana hesta fyrir sláttuvél, af því getur hlot- izt slys. Bezt að geta æft -mann og hesta á léttslægu landi, mýri eða sáðsléttu. Gömlu túnin eru þyngri undir og því vandunnari. Hver er afkastamunur hey- vinnuvélanna og handaflsins, og hvað kosta þær? Eftirfarandi athuganir hefir hr. Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum góðfúslega gefið mér: „Sláttuvél 31/2—4 feta, slær á móti 5—7 mönnum á sléttu, ræktuðu landi. — Einkum má mæla með Herkules, MC. Cor- mick og Deering. Verð á hinum ýmsu sláttuvélum er mér ekki kunnugt um, þó má ég fullyrða að verð á 4 feta Herkules er nú kr. 360,00. Rakstrarvél rakar á við 4—8 stúlkur eftir staðháttum (að- eins þurt hey). Einnig blautt hey raka þær furðanlega vel ef farið er 2—3var yfir sama blett- inn. Einkum má mæla með Deer-. ing 8 feta, sem hefir reynst mér mjög vel og kostar kr. 220,00. verður settur fimmtudaginn 1. okt. kl. 1«/,. Skólastjórinu. Nýbýllð Bjarg við Borgarfjörð vil ég lána góðu fólki nú strax. Nokkur at- vinna getur fylgt. Uppl. gefur Eggert Jónsson Óðinsgötu 30 Rvík og eigandinn. Einnig er til leigu eða sölu veitingaskálinn á Brákarey í Borgarnesi. Vigfús Guðmundsson. viðlögum, Ljósmyndun á ferðalögum, Nokkrar veiðiár og veiðivötn, Nokkr- ar vegalengdir (yfirlit), Hœð nokk- urra fjalla og jökla, Nokkur ártöl úr sögu íslands. Rit þetta er, eins og efnið bendir til, ætlað til leiðbein- ingar ferðamönnum og var brýn þörf á slíkum leiðarvísi fyrir þá, er um ókunnug héröð fara og óska að vita skil á því, er fyrir augu ber. Tveir uppdrættir fylgja: Kort af fslandi og uppdráttur, er sýnir helztu akvegi landsins. Reykhoit. Skólinn þar hefst fyrsta vetrardag. Ráðið er að reisa leik- fimishús við skólann nú í haust og er þegar byrjað á byggingu þess. Verður leikfimissalurinn 9X18 m. að stærð og verður því rúmbezti leik- fimissalur á landinu. Sundlaugin er nú fullgerð og verður vatninu hleypt í hana innan skamms. Vatnsdýpið verður mest 2% og frá vatnsyfirborði upp að lofti er 3% m. Er því auð- velt að koma fyrir dýfingarpalli og verða því kenndar dýfingar samhliða sundkennslunni. — Útiíþróttir verða stundaðar hvenær sem veður leyfir og er góður leikvöllur skammt frá skólanum.íþróttakennari verður hinn góðkunni íþróttamaður, þorgils Guð- mundsson, sem áður var íþrótta- kennari á Hvanneyri. Gert hefir ver- ið ráð fyrir að skólinn tæki um 60 nemendur, en sökum þess að skóla- stjóri notar ekki alla íbúð sína, verð- ur hægt að taka allt að 70 nemendur að þessu sinni. Er því enn hægt að bæta við nokkrum nemöndum. Mc. Cormick ogHerkules góðar vélar. Heysnúningsvél snýr á móti 4—6 mönnum. Þýzk vél, sem heitir „Luna“, kom fyrst hingað til lands í sumar (á vegum S. I. S.) og virðist taka þeim eldri fram. Snúningsvélar hafa kostað um kr. 325,00 og þessi þýzka mun kosta eitthvað svipað, eða ef til vill heldur minna“. Af þessu vona ég að menn sjái að hér er ekki um, neitt hégóma- mál að ræða, eða skýjaborgir. Nú er svo komið hér á Vífils- stöðum, að hrífa er ekki snert, nema þegar sætt er upp eða hirt. Engin ljá eða dreif rökuð með hrífu. Ekki snúið flekk með hrífu. Það eru myndarleg vinnu- brögð góðan þerridag, þegar í gangi eru 2 snúningsvélar, 3 rakstrarvélar, 1 heyíta 2 hey- vagnar og 1 bíll, allt á sama tíma. Mér verður að hugsa til •einyrkjans með 2—3 hrífur í gangi. Þvílíkur munur. Ekkert búnaðarfélag á landinu má þola slíkan mismun, án þess að hefj- ast handa. Það mætti gera marg- víslegan samanburð um ýmislegt eins og hér hefir verið leitast við, en hér skal staðar numið, og ef einhverjum sýndist að taka þetta til frekari athugunar og bæta um það, sem vanhugsað kann að vera, .er tilganginum náð. I ágúst 1931. Kristinn ögmimdsson. ir. Það er vissulega verkefni fyr- ir hreppabúnaðarfélögin, að láta athuga, hvert hjá sér, hversu mikið er af véltækum túnum í félaginu og svo jafnframt, að gera gangskör að umbótum eftir þörfum. Nú, þegar dráttarvélar eru komnar í margar sveitir og fjölgar sjálfsagt ört hér eftir, ætti ekki að taka mjög langan tíma að tæta gömlu túnin. Enda held ég að það sé mest aðkall- andi nú, svo að allir geti fylgst að. Hversu mikið skuli tekið fyr- ir í einu, er undir ýmsu komið. En ef verulegt skrið ætti að komast á þetta, þá ætti að vera óhætt að taka fyrir V3 af tún- inu á ári. Það þarf enginn upp- skeruhnekkir að verða við það. Hafragrasið er eins gott og taða, og spretta þeirra bregst sjaldan. Þá ætti að láta fasta húsdýraá- burðinn ganga í flögin, en lagar- áburðinn og útlendan á graslend- ið. Með því getur nýræktin feng- ið eins mikið og hún þarf. Þá mundu líka gömlu túnin, sem eru í alda gamalli rækt á sína vísu, fljótlega endurgjalda kostnaðinn. Ef menn snúa sér að þessu í krafti ætti sláttuvél, rakstrarvél, heysnúningsvél og heyíta að vera orðin aðal heyvinnuverk- færin eftir næstu fimm ár á hverju einasta býli í Búnaðar- isambandi Suðurlands og helzt um allt land. Þá fyrst fara jarð- ræktarlögin að ná tilgangi sín- um, enda einn höfuðtilgangur þeirra. Slátturinn hefir jafnan verið talinn bjargræðistími sveitabónd- ans. Undir honum er komin að langmestu leyti, líðan fólksins, annan tíma ársins. Það hefir víst aldrei komið fyrir að þann bónda, sem hafði gnægð heyja, vantaði björg handa sér og sínum. Hey- skortur hefir oft kveðið efnalít- inn bónda svo í kútinn, að hann hefir gugnað. Þó að bjargráð séu nú betri en áður var, er mikill heyfengur samt, frumskilyrðið fyrir góðri afkomu. Kjarnfóðrið er nauðsynlegt með í mörgum til- -fellum. En að verða að spara heyin og auka fóðurbætinn, þegar langvarandi harðindi steðja að, hefir stundum haft svo alvarleg eftirköst, að raunalegt er að rifja það upp. En til þess eru vond dæmi að varast þau. Ég vil því beina máii mínu til hreppabúnaðarfélaganna með, að þau láti athuga hvert hjá sér, hvað mikið muni véltækt af tún- um. Þegar á næsta vori sé aðal- áherzlan lögð á að tæta þau tún sem óslétt eru. Að hafa sam- tök um kaup á heyvinnuvélum. Safna pöntunum, sem svo væru sendar búnaðarsamböndunum, sem þau samræmdu og sendu í einni heild Búnaðarfélagi Islands og ætti það að láta verkfæraráðu- naut sinn annast kaupin. Með því ætti að vera tryggt að þau ein verkfæri væru keypt, sem hentuðu okkar staðháttum og innkaupsverð eins lágt og hægt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.