Tíminn - 03.10.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1931, Blaðsíða 1
Cimans er í £œfjargötu 6 a. (Dpin öaglegafL 9—6 Shni 2353 ©faíbferi 09 afgreiosluma&ur límans et Kannt>eia. þ 0 r s tctnsoóttir, Sarfjaryötu 6 a. ScYfjaoíf. XV. árg. Reykjavík, 3. október 1931. 64. blað. A vfðavaioíli Hláturmildi Ólafs Th«rs. Ólafur Thors hefir fengið al- þjóðar viðurkenningu fyrir að vera mesta fíflið í þingflokki í- haldsmanna, og er þá langt jafn- að. Æfintýrið um norðurför Ó. Th., þegar hann fór úr jakkan- um á Hvammstanga, er nú á hvers manns vörum. Síðastliðið vor glæptist íhaldsflokkurinn á því að senda Ólaf til fundahalda á ýmsum stöðum, og spillti hann í þeim ferðum svo mjög fyrir frambjóðendum íhaldsins, að orð var á því haft eins og um Valtý Stefánsson fyrrum, að Fram- sóknarmenn myndu þægja hon- um fyrir í kyrþey. Hvorttveggja er vitanlega fjarstæða. Ól. hefir nú undanfarið ritað greinar í Mbl. viðvíkjandi ummælum J. J. ráðherra, í Tímanum, þar sem vikið er að verðfalli íslenzkra af- urða og þeim úrræðum, sem til- tækileg séu til að ráða bót á kreppunni. 1 grein J. J. komu fram tvö meginatriði: Að eftir því sem horfur væru nú, mætti gjöra ráð fyrir að íslenzk fram- leiðsla félli um 2/5 verðs, og að eitt aðalráðið til að. vega móti þessu mikla verðfalli væri, að sá hluti þjóðarinnar, sem nú nýtur mestra lífsgæða, neitaði sér um eitthvað af þeim þægindum, með- an þjóðin ætti erfiðast. Þessar hugleiðingar hafa þau áhrif á ólaf eftir því sem hann sjálfur segir, að honum er „ómógulegt að verjast hlátri"! Náttúrlega er Ölafi ókunnugt um það, að ýmsir velmegandi menn í Bret- landi hafa sýnt af sér þann manndóm nú á krepputímanum, að leggja fram ótilkvaddir fé úr eigin vasa og að einn af mestu virðingamönnum þess lands hefir boðizt til að flytja úr „luxusíbúð" sinni í aðra óveglegri meðan erf- iðleikarnir eru mestir. Ólafi er sjálfsagt líka ókunnugt um það, að Jónas Jónsson ráðherra hefir sjálfur gefið fordæmi í þessu efni, þar sem hann hefir afsalað sér hluta af launum sínum nú fyrst um sinn. Sjálfur þarf Ólaf- ur ekki að kvarta, þó þröngt sé í búi hjá bændum og sjómönnum. Hitt er meira vafamál, hvort brýn þörf sé fyrir þennan hláturmilda mann í sölum Alþingis eins og nú stendur á, og hvernig sjó- mönnum og viðskiptavinum Kveldúlfs geðjast að „hlátri" hans yfir verðfalli íslenzkrar framleiðslu. Bílar og skemmtiferðir. Ólafur Thors segir í Mbl., að Jónas Jónsson hafi eytt 80 þús- undum af ríkisfé í bifreiðakostn- að handa sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni. Auðvitað fer ó. Th. hér með vísvitandi ósannindi. Ólafur veit, að bifreiðar ríkisins eru notaðar í ferðalög fyrir starfsmenn ríkisins í embættis- ferðum yfirleitt, þar sem því verður við komið og til eftirlits með umferð á vegum. Ólafur veit líka, að íhaldsstjórnin þurfti mikið á bílum að halda, en mun- urinn var sá, að hún tók þann kostinn að láta einstakhnga hagnast á bifreiðaflutningum, fremur en að ríkið ætti bifreið- arnar. Ef til vill þætti Ólafi hent- ugra að slíkir starfsmenn hins opinbera væru sendir á hestum um Suðurláglendið, þegar þeir eru í erindagerðum fyrir ríkið, eða að Kveldúlfur léti aka fisk- inum í hjólbörum til verkunar- stöðvanna utan við bæinn, og sækti salt og kol á róðrarbátum yfir Atlantshaf! — Þá gefur Ól- afur í skyn, að J. J. sé nú í „skemmtiferð" í Danmörku. Mun þar vera átt við för J. J. á fund lögjafnaðarnefndar. Koma slík um mæli úr hörðustu átt, þar sem J. J. einmitt á sínum tíma átti í þrálátu stappi við flokksbræður Ó. Th. um að fella niður kaup lögjafnaðarnefndar, þannig, að hún nú, fyrir atbeina J. J., fær ekkert greitt nema ferðakostnað. Hver skilur? 1 grein Ólafs Thors „um kreppuna", í Mbl. 13. f. m. stend- ur m. a., þar sem talað er um skálmöld þá, er nú gengur yfir heiminn: „þá er spaðagosinn í brús og nú er einn. þá kemur síra Magnús ríð- andi, gangandi, róandi, og þá er tveir. þá er skel og vasaklútur, og nú er hikstað". Hver skilur spekinginn? Er það Magnús „dósent", sem svona læt- ur? Heimspeki Mbl. Einhver af spekingum íhalds- ins birtir í Mbl. þessa dagana lang loku mikla um „ríkisbúskap og þjóðarbúskap". Gáfur og smekk- vísi þessa höf. sýnir, að hann er heimavanur í Mbl.-liðinu. Fyrst kemst höf. að þeirri niðurstöðu, að skuldasöfnun einstaklinga hafi aðalílega verið hjá kaupfélögun- um! Auðvitað er ekkert minnst á 33 miljóna eftirgjafir bankanna eða hvort þær hafi farið til kaup- félaganna. Þá virðist maðurinn halda, að ríkisstjórnir á Islandi hafi sjaldan eytt meiru en ákveð- ið er í fjárlögum,og sýnist veraó- kunnugt um það, að fjárlagaá- ætlunin hefir aldrei staðizt í tíð nokkurrar stjórnar og að þess- vegna þarf jafnan að samþykkja fjáraukalög eftir á. Næst kemst þessi MbL.-fagurfræðingur að þeirri niðurstöðu, að burstastíll- inn íslenzki sé „einstök skrípa- mynd í sinni röð", byggingar i þeim stíl séu „uppvakning aftur- haldsins á hinum víkjandi torf- holubyggingarbáttum eldsneytis- snauðrar þjóðar". Þá sér höf. of- sjónum yfir því fé, sem varið hefir verið til landhelgisgæzlunn- ar, og virðist ekki vita, að nýju skipi hafði verið bætt við á árinu 1929 og að Alþingi 1927 gat ekki áætlað gjöld til þess. Skýrslur stjórnarinnar um framkvæmdir ríkisins eiga að hafa kostað 50 þúsundir. Er það þó 10 þús. kr. lækkun frá fyrri áætlun Mbl. fyr- ir rúmlega mánuði síðan og lík- legt að bókin verði ódýr að lok- um ef hún lækkar um 10 þús. á mánuði. Þá vill höf. að ríkið „losi sig við" skipaútgerðina, þó að henni hafi tekizt að lækka ut- gerðarkostnaðinn stórum, svo sem skjalfest er. Þá þykir höf. of mik- ið að hafa 3 ráðherra og 3 banka- stjóra í hverjum banka, og bar þó ekki á öðru en að Mbl. þætti þetta sómasamlegt í tíð íhaldsins, þegar bankastjóralaunin voru miklu hærri en nú. Næsta spak- mælið er, að of litlar fórnir hafi verið heimtaðar „af almenningi", sem lifað hafi um efni fram — og að „margar húsfreyjur hafi ekki hugmynd um, hvað haframjöl, sykur eða kartöflur kostar". — Greinin er ekki búin ennþá. Von- andi reynir höf. undir lokin, að segja bænda- og verkamannakon- unum eitthvað um verðlagið á „haframjöli, sykri og kartöflum" og gjöra nánari grein fyrir hvaða fórnir hann vill heimta af „al- menningi" svo að eyðslustéttar- mennirnir geti „unað glaðir við sitt"! íhaldið „endurreist"! Eitt af því sem Mbl. oftast hefir fundið Framsóknarstjórn- inni til foráttu er, að hún hafi sett stjórnarandstæðinga hjá, þegar kvaddir hafi verið menn til opinberra starfa. Sannleikurinn ar vitanlega sá, að þeir íhaldsmenn, sem sótt hafa um opinber störf og trúanda er fyrir þeim, hafa yfir engu að kvarta. Mætti stjórnin fremur kvarta um, að illa hafi þeir gefist íhaldsmenn- irnir, t. d. Jón Þorláksson við undirbúning síldarverksmiðjunn- ar og Knud Zimsen sem skóla- nefndaríormaður í Rvík. En í dag kveður við annan tón í blaðinu. Er stjórninni þar harðiega legið á hálsi fyrir að hafa trúað tveim íhaldsmönnum fyrir verki, Einari Arnórssyni að gjöra nokkrar at- huganir viðvíkjandi Grænlands- málinu og Níelsi Dungal að taka á móti áhöldum þeim, sem Þjóð- vorjar gefa í rannsóknarstofuna. — Vel má vera, að þeir Einar og Dungal vinni þessi verk illa eins og J. Þ. og Knud Zimsen, en um það vill Tíminn engu spá að ó- reyndu. En trunað slíkan, sem þessum tveim mónnum hefir ver- ið sýndur, má skoða sem nokk- urskonar „endurreisn" íhaldsins, svipaða og nú tíðkast í góð- templarastúkum. Ætti Mbl. sízt að finna að slíku. „Bláa bókin". Dómsmálaráðuneytið hefir nú alveg nýlega sent út rit það, sem oft hefir verið umtalað í Mbl. og gengið þar undir heitinu „Bláa bókin". Hefir blaðið skýrt svo frá, að í riti þessu væru aðal- lega „skammir um stjórnarand- stæðinga". Gefur nú á að líta sannleiksást íhaldsblaðanna, því að innihald ritsins eru opinber skjöl, þar á meðal orðréttar niðurstöður og dómar, úr und- irrétti og hæstarétti, viðkom- andi nokkrum málum, sem at- hygli og umtal hafa vakið í landinu. Er það næsta hjákátlegt að Mbl. skuli telja niðurstöður opinberra rannsókna í málum, þar á meðal úrskurði dómstól- anna, „skammir um stjórnarand- stæðinga"! — Frásögn Mbl. um utgáfukostnaðinn verður auðvitað ekki tekin alvarlega fremur en þær ósamhljóða slúðursögur, sem íhaldið hefir flutt um kostnað við skýrslur atvinnumálaráðu- neytisins. — Óskiljanlegt er það, hversvegna almenningur má ekki sjá með eigin augum frumgögn frá rannsóknarnefndum og dóm- stólum viðvíkjandi Vífilsstöðum, Tervani, Árbæjarmálinu, Shellfé- laginu, vaxtamáli Jóhannesar, hegningarhúsinu í Rvík, Stokks- eyrarbrunanum, Bolungarvíkur- málinu og landhelgisgæzlunni. Um öll þessi mál hefir verið mik- ið deilt í blöðum og opinberum í'undum, og þau hafa vakið þjóð- arathygli. Dómabækur eru hins- Sparið peninga. Athugíð hinar viðurkendu Husqvarna og Juno saumavélar og BrítaHIlía prjónavélar áður en þér festið kaup annarstaðar. Samband ísL samvinnuféL vegar í fárra höndum. Eða er í- haldinu illa við, að almenningur fái að kynnast þeirri réttvísi, sem það sjálft telur henta í við- skiftum,- og fram kemur gleggst í bréfi fyrv. bæjarfógeta til stjórn- arráðsins, sem birt er aftast í „bláu bókinni"? ------o------ Héraðsskólinn á Núpi Nú eru liðin 25 ár siðan próf. síra Sigtr. Guðlaugsson hóf skólástarf sitt hér og stofnaði ungmennaskólann. Hefir hann, eins og kunnugt er, stýrt þeim skóla og rekið hann, jafnframt embœttisstarfi sínu, með fádæma elju og fórnfýsi, þar til lögin um héraðsskóla 'gengu í gildi nú fyrir tveimur arum. Ráðgert er að gefa út minningarrit í tilefni af ald- arfjórðungsstarfi skólans. Verður þar meðal annars skrá um alla nem- endur skólans. Til þess að sú skrá geti orðið sem fyllst og sönnust, eru nemendur skólans, einkum hinir eldri, vinsamlegast beðnir að láta vita um sig; hvar þeir eiga heima, hvaða starf þeir einkum stunda o. s frv. Kœrkomnar væru og stuttar greinar frá nemendum í ritið, eftir því sem rúm leyfði. Síðastliðið sumar var byggð rafstöð hér við ána, með 40 hestafla orku af Bjarna Runólfssyni frá Hólmi. Kostaði stöðin tæpar 30 þús. krónur með öllum tækjum til Ijósa, hitunar og suðu. Stöðin hefir reynzt ágæt- Ofaníát Nú í sumar er verið að byggja hluta úr fyrirhugaðri skólabyggingu. Vegna aukins húsrúms mun því hægt á næsta vetri að auka og bæta íþróttakennslu að miklum mun og að einhverju leyti koma a handavinnu fyrir pilta. Sundlaug verður í þessum hluta, sem nú er byggður. Verður hún hituð með raf- magni, vatnið siað og dauðhreinsað. Rúmgóðan leikfimissal er yerið að útbúa í gamla húsinu. Lögð verð- ur stund á skíða- og skautaferðir, og tilraun gerð með að nemendur smíði skíði sjálfir og sitthvaö ann- að nothæft fyrir þá og skólann. Hinn góðkunni íþróttakennari Viggó Nat- hanaelsson kennir iþróttirnar. Bj. Guðmundsson. Mbl. tekur aftur ósannindi sín og Árna frá Múla um skiptin í þrotabúi Þórðar Mygenring. Allt meö islenskuiii skipum! »fi Út af slúðri Mbl. og Austfirð- ings um skiptin í þrotabúi Þórð- ar Mygenrings, hefir Mbl. 29. f. m. orðið að birta eftirfarandi leiðréttingu frá skiptaráðandan- um, Þórði Eyjólfssyni lögfræð- ingi: „í dagbókardalk Morgunblaðsins í gær er greinarkorn, sem sagt er prentað upp úr „Austfirðingi" frá 19. þ. m. Er því haldið fram í grein þessari, að ég, sem skiftaráðandi þrotabús þórðar Flygenrings hafi selt „útistandandi skuldir búsins, um 24 þúsund krónur, félaga Stefáns Jó- hanns fyrir 15 hundruð krónur", og „að þessi félagi Stefáns Jóhanns inn- heimti samstundis eina kröfu með 18 hundruð krónum". Hér er farið mieð rangt mál í öllum atriðum. Útistandandi skuldir þrota- bús þórðar Flygenrings voru seldar málaflutningsfirma Gunnars E. Bene- diktssonar og þorleifs Jónssonar í Hafnarfirði fyrir 3200 krónur, sain- kvæmt ákvörðun skiftafundar í bú- inu og skilanefndar búsins (þeirra Eggerts Claessen hrm., Júlíusar Guð- mundssonar stórkaupm. Og Ásgeirs Guðmundssonar lögfræðings). Úti- standandi skuldir h. f. Drangsness, sem kynni að vera átt við í grein- inni, voru seldar á opinberu uppboði af bæjarfógetanum í Hafnarfirði, samkv. beiðni minni og varð Garðar þorsteinsson hrm. kaupandi að þeim fyrir 1830 krónur. Áður hafði þrota- búið innheimt af þeim skuldum 500 krónur (ekki 1800 krónur) með að- stoð Ásgeirs Guðmundssonar lögfr., sem skrifaði skuldunautum busins fyrir þess hönd og krafði þa um greiðslu samkvæmt innheimtuum- boði. þá er ennfremur sagt í sömu grein: „Barði Guðmundsson fékk 15 þús- und króna innbú þórðar Flygenring fyrir 2800 krónur". Hér er sannleik- anum umhverft á sama hátt og um skuldirnar. Innbúið var virt af virð- ingarmönnum í skiftarétti á 3500 krónur (ekki 15 þúsund krónur). Var samþykkt með samhljóða atkvæðum á skiftafundi í búinu, að selja það fyrir uppskriftarverð utan uppboðs,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.