Tíminn - 10.10.1931, Qupperneq 1

Tíminn - 10.10.1931, Qupperneq 1
^fgreifcsía í í m a n s er í €œf jargötu 6 a. (Dpin baglega fl. 9—6 Sirni 2353 ©jaíbfert og afgrciöslumaður Cimanj tt HannDCÍg þorsteinsöóttir, Coffjargötu 6 a. ÍÍCYfjoDÍf. XV. árg. Reykjavík, 10. október 1931. 65. blaS. Þegar rofar til i. Bylgja heimskreppunnar er skollin yfir Island. Þetta mikla veraldarböl er oss Islendingum óviðráðanlegt á hliðstæðan hátt og hafís, grasbrestur eða afla- leysi. Frammi fyrir verðhruni og gengissveiflum hinna stóru þjóðfélaga erum við jafn van- máttugir og gagnvart hafstraumn- um, sem ber hingað hinn hvíta vágest frá Grænlandsströnd. Við getum ekki knúið erlendar þjóðir til að borða íslenzkt kjöt eða íslenzkan fisk, ef þær vilja ekki gjöra það eða hafa ráð á að kaupa þessar vörur svo háu verði, sem nauðsynlegt er til þess að íslenzk framleiðsla beri sig. Við, sem í hópi þjóðfélag- anna, erum hinir smæstu meðal hinna smáu, verðum að sætta okkur við þau félagslegu mistök á sviði viðskiptalífsins, sem skammsýnt mannkyn hefir kallað yfir höfuð sér. Þeir kraftar, sem þar eru að verki, eru okkur ofur- efli eins og náttúruvöldin. Það er mikil gæfa okkar Islend- inga, að viðskiptakreppan og harðindi af völdum náttúrunnar hafa að þessu sinni ekki orðið samferða. Um flest það, sem undir náttúrunni er komið, hefir árið, sem nú er að líða verið hag- stætt. Hið slæma útlit um gras- vöxt, sem var í flestum sveitum landsins s. 1. vor breyttist svo til batnaðar, er á leið sumarið, að heyfengur mun nú vera fullkom- lega í meðallagi. Sumarið hefir verið þurkasamt og nýting heyja góð. Fóðurbætiskaup bænda í haust verða því miklu minni en búizt var við. Veldur þar tvennt um: Hagstætt tíðarfar og hin mikla nýrækt, sem unnin hefir verið í landinu síðustu árin, og nú eykur til muna heyfeng og sparar vinnukraft. Eigi hefir heldur skort aflaföng til sjávarins það, sem af er árinu. Náttúran verið gjöful hvarvetna. Hvergi skortir á innlend matföng handa mönnum eða skepnum nú, þegar veturinn fer í hönd. Þess ber að minnast, að krepp- an hér á Islandi, þó þungbær sé, er þó hvergi nærri eins ískyggileg og víðast annarsstaðar. Þó að hér sé nú atvinnuleysi við sjávarsíðuna, og búast megi við að það fari vax- anda, er á veturinn líður, er það þó enganveginn sambærilegt við það atvinnuleysi, sem nú er í al- gleymingi alit umhverfis okkur, og hvað mest í hinum auðugustu löndum. 1 Bandaríkj unum eru nú taldar um 6 miljónir atvinnuleys- ingja, það þýðir, að Bandaríkja- þjóðin þarf nú að sjá fyrir 6 mil- jónum vinnufærra manna til við- bótar þeim, sem sjúkir eru eða ósjálfbjarga sakir æsku eða elli. Þetta svarar til þess, að í Reykja- vík væru 1400 menn atvinnulausir eða 5 þúsundir á öllu landinu. I Englandi eru 3 miljónir og í Þýzkalandi 4 miljónir atvinnuleys- ingja. Mikið af þessum mönnum nýtur nú opinberra stykja til framfærslu sér og sínum. Þó að þessi samanburður sé oss Islend- ingum hagstæður, má hann samt enganveginn gjöra oss tómláta um það alvörumál, sem hér er á ferðum. Vér, sem höfum fyrir oss dæmin um félagslegan ófarnað stórþjóðanna eigum, að iáta þau verða oss til varnaðar. Opinber framfærsla atvinnulausra manna má aldrei verða landlæg á íslandi. Gæfa þjóðarinnar á komandi öld- um, verður mjög undir því komin, að takast megi að sjá svo um, að hér á landi hafi allir menn verk að vinna. En samanburður, sem þessi er þó eigi þarflaus, því að metnaðarsök má það vera oss Is- lendingum, að lyfta vorum byrð- um, þegar aðrar þyngri hvíla á ílestra herðum. Þrátt fyrir það umtal, sem orðið hefir um íslenzkar ríkisskuldir, má það þó einnig vera oss áhyggju- léttir, að samanborið við flest önnur lönd má ísland heita skuld- laust ríki. Og við íslendingar get- um borið okkar skuldabyrðar með glaðara geði en flestar aðrar þjóð- ir, því að okkar lánum hefir, a. m. k. hin síðari árin, verið varið til góðra verka og nytsamlegra, þar sem lánum stórþjóðanna vel flestum hefir. verið varið til tor- tímingar lífi og mannvirkjum í blóðugri styrjöld eða til undirbún- ings framhaldandi mannvígum og eyðing verðmæta. II. Verðhrun útflutningsvaranna og umfram allt sölutregðan lama nú atvinnuvegina, bæði til lands og sjávar. Tvær aðalútflutningsvörur landbúnaðarins, ullin og gærum- ar, eru nú svo að segja einskis virði, sama má segja um eina aðalútflutningvöru s j ávarútvegs- ins, síldina. Innfluttar vörur hafa ekki lækkað í hlutfalli við þær út- fluttu. Afleiðingarnar eru óhag- stæður verzlunarjöfnuður, þ. e. að þjóðin kaupir fyrir meira fé en hún getur selt fyrir. Viðskipta- kreppa umheimsins hindrar nú sem stendur aukning á verðmæti útflutningsvaranna. Það sem fyrst og fremst stendur í okkar valdi, eins og málum horfir nú, er að draga úr innflutningnum. Leiðirnar til þess að draga úr innflutningum eru tvær: í fyrsta lagi að nota íslenzkar framleiðslu- vörur til hins ítrasta, þar sem þær eru fyrir hendi og auka fram- leiðslu þeirra vara, sem nú eru keyptar frá útlöndum, en fram- leiða má í landinu sjálfu. I öðru lagi að neita sér að meira eða minna leyti um innflutning á þeim varningi, sem ekki telst til brýnustu lífsnauðsynja. Síðustu sundurliðaðar skýrslur, sem fyrir liggja um innfluttar j| vörur, eru verzlunarskýrslur hag- jj stofunnar fyrir árið 1929. Það ár nam útflutningurinn nál. 74,2 milj. Hallinn á verzlunarrekstri íslendingar við aðrar þjóðir var það ár nál. 2,8 miljónir. Hér fer á eftir yfirlit um verð- mæti nokkurra vörutegunda, sem fluttar voru inn á árinu 1929, en ýmist gæti komið til mála að framleiða í landinu sjálfu eða tak- marka til muna notkun á, þegar erfiðleika ber að höndum. Töl- urnar eru teknar eftir verzlunar- skýrslunum. Er þar að venju talið innkaupsverð varanna í útlöndum og flutningskostnaður til landsins, í svo að tollar og álagning koma eigi til greina í því sambandi ií (Minni tölum en þúsundiun er hér j sleppt): Garðávextir og aldini kr. 1,960 þús.1 Mjólkurafurðir...........— 517 — Egg......................— 140 — Niðursuðuvörur ......... — 143 — Kjöt.....................— 74 — Feiti....................— 259 — Kaífi, te, kakao.........— 1,675 — 2 Sykur....................— 1,655 — Tóbak....................— 1,319 — Vínandi..................— 288 — Efni í ullarfatnað .... — 992 — Silkivefnaður............— 303 — Tilbúinn fatnaður .... — 5,436 — Borðbúnaður úr postulíni — 103 — 3 Illjóðfæri allskonar .... — 660 — 3 Barnaleikföng............— 78 — Sú upphæð, sem hér er um að ræða, nemur hálfri sextándu miljón króna. Ef þjóðin hefði ár- ið 1929 getað sparað helminginn af þessum innkaupum ýmist með því að framleiða vörurnar, eða með beinni sjálfsafneitun, hefði verzlunarjöfnuðurinn orðið rúml. 8 milj. kr. hagstæðari en hann raunverulega var. Ef Islendingar hefðu farið að dæmi Bandaríkjamanna, myndu hér nú vera háir verndartollar á vörum eins og mjólkurafurðum, kartöflum og fataefnum úr ull. Þjóðin myndi á þann hátt hafa verið knúin til að búa að sínu. Það ráð hefir ekki enn verið upp tekið, og yrði þó naumast talið Is- lendingum til ámæhs í þeirri tolla- styrjöld, sem nú gengur yfir heiminn. Hitt þarf engan að undra, þó að hið opinbera verði áð- ur langt líður að gjöra aðrar ráð- stafanir til að draga úr innflutn- ingi, meðan tímarnir eru erfið- astir. III. íslendingar eru því ekki óvanir að sjá framan í harðæri. 1 fljótu bragði mætti það þykja fásinna, að afkomendur þeirra manna, sem héldu uppi byggð á íslandi í móðuharðindunum og á einokun- artímunum, létu á sjá í ári, þeg- ar nóg er um föng til lands og sjávar og ís hefir ekki komið í landsýn, og þegar þjóðin þar að auki, þrátt fyrir hið mikla verð- hrun, þó hefir efni á að kaupa inn skuldlaust lífsnauðsynjar fyr- ir nokkra tugi miljóna. Sannleikurinn er líka sá, að nú þrátt fyrir verðfallið' vinnur þjóð- in í heild sinni fyrir svo miklu fé, að fyllilega nægir til þess, að hér þurfi enginn maður að þola skort á lífsnauðsynjum, ef jafnt væri miðlað til allra. j Ef kröfur manna til lífsins væru þær sömu nú og þær voru fyrir 30 árum, þyrftu íslenzkir at- vinnuvegir ekki að safna skuldum nú í kreppunni. Við því er ekkert að segja, þó að þjóð, sem vill lifa menningar- lífi, gjöri kröfur til lífsþæginda, þegar góðæri er í landi, og hún hefir efni á að veita sér þau — a. m. k. ef þessi lífsþægindi gengju nokkurnveginn jafnt yfir allt vinnanda fólk. En í harðæri verður að gjöra þá kröfu til þjóðarinnar, og þá x) þar af kartöflur fyrir kr. 329,951. 2) þar af súkkulaði og konfekt fyrir kr. 435,988. 3) þar af grammófónar fyrir kr. 99,208 og grammofónplötur fyrir kr. 173,062. Utan úr heimi. Fréttabréf frá Kina. Um vatnsflóðin miklu í Kína ritar Ólafur ólafsson kristniboði á þessa leið 12 ágúst (Ólafur er búsetiur á vatnasvæðinu): Menn verða að róa á bátum milli húsa hér í Hankow. Samn- ingar hafa verið gerðir við nokk- uð á þriðja þúsund báta, sem svo eiga að annast umferðina þar sem vatnið er dýpst innan bæjartakmarka. Á stóru svæði eru reyndar flest hús í kafi, því þar eru mestmegnis kínversk hús, sem að eins eru ein hæð. I stóra almenna sjúkrahúsinu var alt í uppnámi í gær. Vatnið rann inn um dyr og glugga á annari hæð. Menn flýja þó ekki frá hí- býlum sínum undir slíkum kring- umstæðum fyr en á síðustu for- vöðum. Fyrr búa menn um sig á þakinu eða í trjátoppum. Slík „krákuhreiður“ sjást víða í bæn- um, rétt fyrir ofan vatnsflötinn. I þessum hreiðrum er lítið um matbjörg, regnverjur og önnur lífsþægindi, en bágindin eru naumast svo mikil, að ekki taki verra við, neyðist menn til að yf- irgefa þau. Liðlega 300,000 bág- staddra manna hafa streymt til Hankow síðustu viku og aukið vandræði bæjarmanna um helm- ing. En hér var þó helzt von til, að einhver bjargráð fyndust. Miklu er úthlutað af matvælum svo tiltölulega fáir hafa dáið úr hungri ennþá. En hreinlætisráð- stafanir allar virðast hafa farið út um þúfur, enda er kóleran þegar farin að gera vart við sig. Árið 1870 urðu mestir vatna- vextir í Yangtzedalnum, sem sög- ur fara af síðan nákvæmar at- huganir var farið að gera og mælingar. En þetta flóð sem nú er, er þegar orðið talsvert meira og hefir valdið svo ógurlegu tjóni, að tjónið sem þjóðin verð- ur fyrir af borgarastyrjöldinni á þessu ári mun ekki verða þjóð- inni tilfinnanlegra. 1 nágrenni Hankow er afar- þéttbýlt, því sléttlendi er þar mikið og frjósamt. Tugir þús- unda manna hlaða flóðgarða til þess að stemma stigu fyrir flaumnum. Aðkomumönnum og fólki úr bænum, sem hefir neyðst til að flýja frá heimilum sínum, þykir flóðgarðarnir ákjósanlegir aðsetursstaðir. Þar úir og grúir af fólki, svo þeir líkjast afar- langri mauraþúfu. Svipað er að segja um jámbrautina, sem er á nokkuð upphækkuðu landi. En járnbrautin gefur eftir fyrir vatnsþunganum, flóðgarðamir bresta og hæstu stíflurnar em hættulegastar. Vatnið fossar inn yfir sléttlendið, sópar húsum með sér, fólki og kvikfénaði. Þar sem áður voru blómleg þorp og gulln- ir akrar, er nú gárótt, gulmó- rautt haf, eins langt og augað eygir. — Bærinn hefir orðið að I leigja 80 báta til að safna líkum J á reki, innan bæjartakmarkanna. J Er miklum erfiðleikum bundið að fyrst og fremst til þeirra, sem mestra lífsþæginda njóta, að þeir breyti háttum sínum og sníði við hóf. Sú þjóð, sem heldur sig af jafn mikilli rausn í harðæri og góðæri, lífir um efni fram, og er jarða þau, en það má ekki drag- ast lengi á þessum tíma árs. Tvo síðustu dagana hafa 600 manna drukknað í Hankow. En alls hafa 8000 manna drukknað þar í flóð- unum, þegar þetta er skrifað. Frá því saga Kínaveldis hófst, hefir fljótið Yangtze verið eitt af lífæðum landsins. Fljótið hefir upptök sín við rætur „himinstoð- anna“ í Tibet, 2400 kílómetra frá hafósum og klýfur landið frá vestri til austurs, í tvo ekki mjög ójafna hluti. Stór eimskip komast nálega þriðjung þessarar miklu vegalengdar upp eftir Yangtze- fljóti. Á þeirri leið er það 80—60 feta djúpt og víða breitt eins og stór fjörður. — Yangtzefljótið rennur í gegnum sex fylki, sem hvert um sig eru í rauninni stór ríki eftir Evrópu-mælikvarða. Á bökkum þess standa, auk höfuð- staðarins, margir stórbæir, sem annast a. m. k. 60% af verzlun- arviðskiptum landsmanna við er- lend ríki. Er Hankow þeirra þekktastur. Samgöngur eru mjög erfiðar inni í landi, en meginrás þeirra streymir öll um Yangtse- dalinn. Eru fljótabátarnir ennþá helztu farartæki Kínverja. Dalur- inn er víða breiður og óvenjulega frjósamur. Veðuráttan er hag- stæð, þótt hitar séu miklir á sumrin. Þar er aðallega ræktað te, hrísgrjón, silki og bómuU. Er af þessu skUjanlegt, þótt Yangtse- fljótið sé stundum kaUað GuU- fljótið. — Rigningartíminn byrjar vanalega ekki í Mið-Kína fyrr en í ágúst. En nú var naumast þur dagur allan júlímánuð. Vatna- vextir hafa verið miklir í öllum ám, en einkanlega í Yangtsefljót- inu. Er leysingavatnið frá Hima- laya bættist við í byrjun ágúst- mán. urðu hamfarir fljótsins svo miklar, að 60 miljónir manna hafa orðið að flýja frá heimilum sín- um, Neyð þessa fólks er átakan- leg, þegar tekið er til greina hve mikið illt það verður að þola. En þegar það, eftir rúman mánuð, getur horfið heim til sín aftur, eru allar líkur til að pestin verði farin að grípa um sig fyrir al- vöru, síðari uppskera þessa árs eyðilögð og öll hús úr jarðsteypu hrunin að grunni. Efalaust rekur nú marga minni til þess að Gull- fljótið hefir oft áður valdið ógur- legu tjóni, enda kalla Kínverjar það „Sorg Kína“. Flóðgarðar hafa verið hlaðnir meðfram bökkun- um, alt að 20 feta háir. En fram- burðurinn er mikill og þarna niðri á láglendinu er straumhraðinn minni og sezt þá framburðurinn allur á botninn. Farvegurinn hækkar því jafnt og þétt og flóð- garðarnir hlutfallslega og verður þannig með tímanum miklu hærra en flatlendið beggja megin fljóts- ins. En Gullfljótið lætur ekki þröngva sér til þess að renna ei- líflega eftir þessum upphækkuðu farvegum. Einhvemtíma hljóta flóðgarðarnir að láta undan. Árið 1877 breytti fljótið skyndilega um rás, drukknaði þá ein miljón manna, og 20 árum seinna ger- eyddust 1300 þorp af völdum þessa mikla flaums. ekki þess umkomin að vera fjár síns ráðandi. 4—5 síðsutu árin hafa verið glæsilegt tímabil. Þjóðinni hefir liðið vel, bæði til lands og sjávar. Á þessu tímabili hafa jafnframt

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.