Tíminn - 10.10.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1931, Blaðsíða 3
TIMINN 221 ráðstjórninni til mánaðardvalar ó- keypis í Rússlandi, til að kynnast 5- ára áætluninni og öðrum tíðindum þar. Hefir kommúnistaflokkurinn hór haft milligöngu um utanför þessa, en meðal Rússlandsfaranna munu vera menn af öilum flokkum. Verðrannsóknarnefníl. Fjármála- ráðherra hefir skipað þriggja manna nefnd til þess að rannsaka og safna upplýsingum um verðlagsbreytingar á vörum og hlutföH milli verðlags- breytinga í hoildsölu og smásölu. Er nefndarskipunin gjörð til þess að fá vitneskju um, ef óréttmæt verð- hækkun á sér stað í skjóli gengis- breytinganna, svo að hægt sé að gjöra ráðstafanir til þess að hindra slíka verðhækkun. I nefndinni eru Eysteinn Jónsson skattstjóri, Sigurð- ur Jónasson forstjóri og þorsteinn þorsteinsson hagstofustjóri (formað- ur). Landhelgisgæzlan. í utanför dóms- málaráðherra liefir samizt um þá breytingu, að varðskipið Fylla hætt- ir hér strandgæzlu en „I-Ividbjörn- en“ kemur í hennar stað. Er það skip á ýmsan hátt hentugra til land- tiolgisgæzlunnar. Skólamir í Reykjavík voru flestir settir um síðustu mánaðamót, há- skólinn þó eigi fyr en 3. olct. Nem- endafjöldi mun verða nálægt því, sem hér segir: I menntaskólanum 170, í Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 170—180, í Gagnfræðaskóla Reykvík- inga 140—150, í Samvinnuskólanum 60, í Kennaraskólanum 60—70, í Iðnskólanum 250, í Vélstjóraskólan- um 40, í Verzlunarskólanum 200 (þar af 40 í kvölddeild). í Austurbæjar- i'arnaskólanum verða í vetur um 1320 börn og í Miðbæjarskólanum 1240. Kennarar 80 alls við báða skól- ana. — í háskólanum munu vera inn- ritaðir um 150 stúdentar, og er það svipað og undanfarin ár. í menntaskólanum á Akureyri verða í vetur um 180 nemendur. Héraðsskólinn á Laugarvatni var settur 1. okt., og er fullskipaður eins og áður. Hinir héraðsskólamir verða settir um veturnætur. —- í gagn- fræðaskólanum í Neslcaupstað eru 25 nemendur. Skólastjóri þar er sr. .Takob .Tónsson. þetta er fyrsta starfs- ár skólans í Neskaupstað. Enska þingiö var rofið 7. þ. m. Kosningar eru ákveðnar 28. þ. m. Sextugur varð í gær Guðmundur Sveinbjörnsson skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu. Karl Finnbogason skóiastjóri á Seyðisfirði var meðal farþega héðan með íslandi austur sl. miðvikudag. Embætti fræðslumálastjóra gegna nú fyrst um sinn Freysteinn Gunn- arsson skólastjóri og Helgi Elíasson kennari, sem undanfarið hefir verið starfsmaður á fræðslumálaskrifstof- unni. Hefir Freysteinn umsjón með æðri skólunum en Heigi með barna- fræðslunni. Björn Jakobssou fimleikakennari ekki sagt að við séum óbundnari af verðlagi og rás viðburðanna í viðskiptalöndunum en aðrar þjóð- ir, sem búið hafa við gullinn- lausn. Þegar gullinnlausn sleppir er það verðlagið innanlands og verðlag útfluttra afurða, sem verður að ráða um gengisskrán- ingu, ef hún á að geta staðizt til lengdar. Hér á landi er þjóðbankinn ein- ráðari um gjaldeyrisverzlunina en tíðkast annarsstaðar, og má telja það til kosta, enda er oft kvartað um illar afleiðingar þess, að gjaldeyrisverzlun sé mjög dreifð og aðhald þjóðbankanna ófullnægjandi. Skráning íslenzkrar krónu fer aðeins fram á einum stað. Á venjulegum tímum annast þjóð- bankastjórnin daglega skráningu. En þegar örlagaríkar ákvarðanir þarf að taka um gengið og stærri breytingar eru yfirvofandi, kem- ur til kasta gengisneíndar. Er svo fyrir lagt af þinginu, og er það raunar sjálfsagt að fulltrúar atvinnuvega, banka og ríkis- stjórnar gangi saman til þeirra ákvarðana um gengi, sem hafa stórfellda þýðingu fyrir at- vinnulíf og þjóðarbúskap. I öðr- um löndum fer fram sjálfstæð skráning flestra annara mynta en íslenzku krónunnar í kauphöll- og námsmeyjar hans héldu tvær fimleikasýningar hér i bænum fyrir skemmstu, rétt áður en Björrt flutt- Félag ungra Framsóknarmsnna ist að Laugarvatni. Vakti flokkur Björns mikla athygli nú sem fyr. Útvarpiö er flutt í nýja landsíma- húsið við AusturvöR. Ný stjóm og einræöi í þýzkalandi. þýzka stjórnin sagði af sér 7. þ. m. Samstundis fól Hindenburg Brúning ríkiskanzlara að mynda stjóm á ný. Forsetinn liefir jafnframt gefið út boðskap um stofnun strangs einræð- is. Yms réttindi, sem mönnum eru tryggð í stjómarskránni, hafa verið afnumin um stundarsakir, svo sem viðvíkjandi friðhelgi heimilanna og ýms persónuréttindi. T. d. eru mjög takmörkuð réttindi manna til þess að láta i ljós skoðanir á stjórnmál- um o. s. frv. bréflega og á prenti, til fundahalda og félagsskapar. Fascistar í Austurríki gjörðu stjómbyltingartilraun 14. sept., en tilraunin misheppnaðist. Annar aðal- foringi Fascista, dr. Pfrimer, komst á flótta til Italíu en hinn, Stahren- berg fvrsti, var tekinn höndum. Norska verkfallinu lauk 11. f. m. Hafði þá staðið 5% mánuð. Brezki rithöfundurinn Hall Caine er látinn. Kaupdeila kom upp á Hvamms- tanga, fyrir nokkrum dögum út af vinnu við Brúarfoss. Vildi stjórn verlcamannafélagsins fá 10 aura kauphækkun á klst. og forgangsrétt fyrir félagsmenn að upp- og fram- skipunarvinnu hjá kaupfélaginu. En nú undanfarið liafa bændur sjálfir unnið að þessu eftir megni, enda ekki þótt af veita í því verðhruni, scm framleiðsla bænda hefir orðið að sæta. Stjórn verkamannafélagsins á Hvammstanga sneri sér til verka- málaráðsins í Reykjavík, og lagði það afgreiðslubann á Brúarfoss, þar eð hann hefði tekið vörur á Hvammstanga. Jafnframt tilkynnti verkamálaráðið ríkisútgerðinni, að afgreiðslubann yrði lagt á strand- ferðaskipin, ef þau settu vörur í land eða tækju vörur á Ilvammstanga. Bæði ríkisútgerðin og Eimskipafélag- ið litu svo á, að þeim væri kaup- deila þessi óviðkomandi. þegar Brú- arfoss kom til Akureyrar, var hann afgreiddur, og reyndu engir þar til að hindra það. í fyrradag var Súðin á Hvammstanga og skyldi m. a. flytja þaðan frosið kjöt til Reykjavíkur. , Um það leyti, sem afgreiðsla skips- ins var að byrja, fengu hásetarnir á Súðinni skeyti frá stjórn Sjómanna- félags Ileykjavíkur um að hætta vinnu við afgreiðsluna, og urðu þeir við þeirri áskorun, enda cru þeir í Sjómannafélaginu. Hélt þá skipið áfram til Borðeyrar. En í morgun komust sættir á í vinnudeil- unni, og er Súðin afgreidd á Hvammstanga í dag. Skrifstofa Framsóknarflokksins er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. og sterlingspundsins, sem hag- stæðust var fyrir atvinnulíf þjóð- arinnar. Gengi atvinnuveganna ræður gengi krónunnar. Hags- munir útgerðar og landbúnaðar, en það eru hagsmunir framleið- enda og verkamanna, kröfðust þess að fylgt væri sterlingspund- inu. Til hvers annars átti svo sem tillit að taka? Hvaðan annarsstað- ar frá kemur svo sem sá erlendi gjaldeyrir, sem nauðsynlegur er til að hægt sé að halda skráningu, j en fyrir útflutningsafurðir ? Og ; hvaðan annarsstaðar kemur okkur : hinn innlendi gjaldeyrir til launa- ; greiðslna handa launamönnum en j frá atvinnuvegunum? Nei, kjörið j var ekki örðugt milli atvinnuveg- j anna og hins eldra gullgildis. Það | er afkoma þjóðarinnar og líðan, sem gjaldeyririnn á að þjóna en ekki öfugt. Nú skal ekkert fullyrt um það, að fljótlega verði teljandi verð- hækkun á íslenzkum afurðum frá því sem áður var vegna gengis- hreyfinganna. En hvað hefði orð- ið, ef haldið hefði verið fast við hið eldra gullgildi? Þá hefði 20% lægra verð í íslenzkum krónum fengist fyrir ull, kjöt og fisk. Þá hefði líka tap atvinnuveganna orðið svo gífurlegt á þessu ári, að vonlaust hefði orðið um; áfram- haldandi rekstur margra fyrir- Kosningar og kynsjúkdómar. Mbl. segir núna í vikunni, að kynsjúkdómarnir í Reykjavík hafi verið eitt af aðal kosninga- málum Framsóknarflokksins í vor. Timanum er ekki kunnugt um, að nein kynsjúkdómapólitík hafi verið rekin í þessum kosn- ingum, nema ef vera skyldi það, að íhaldið gjörði Magga Magnús, sem er „sérfræðingur“ í þessum efnum, að frambjóðanda sínum norður á Ströndum. Kynsjúk- dóma-sérfræðingur íhaldsins gafst þó elcki betur en svo norð- ur þar, að á einum fjölmenn- asta fundinum, gengu velflestir áheyrendur, þ. á m. bróðir fram- bjóðandans, út undir ræðu hans. Hafði svo saurugur munnsöfnuð- ur aldrei heyrst fyr á Ströndum. Reyndist íhaldinu lítil stoð í „sér- fræðinni“ þá eins og endranær. Valtýr á „rústunum“. Valtýr Stefánsson hefir nú undanfarið legið á því lúalagi, að láta blaðsnepil sinn birta ill- kvitnislegan og uppspunninn þvætting um Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra. J. Þ. og V. St. gengdu til skamms tíma sams- konar ábyrgðarstöðum, hvor hjá sínum stjórnmálaflokki. En mjög hefir skipt í tvö horn um afrek þessara manna. í ritstjórnartíð J, Þ. fór flokkur hans stöðugt vaxandi og um það er J. Þ. lét af starfi sínu, voru samherjar hans búnir að taka við æðstu völdum í landinu. J. Þ. hefir í flokki sínum notið því meira trausts, sem hann hefir starfað lengur, og á nú sæti á löggjafar- þingi þjóðarinnar. Auk þess gegnir hann nú einu af ábyrgð- armestu og vandasömustu em- bættum landsins, og hefir leyst það af hendi svo prýðilega, að jafnvel römmustu pólitískir and- stæðingar hafa þar ekki getað með rökum að fundið. — En íyrir V. St. hefir allt gengið niður á við. Síðan hann kom að Mbl. hafa áhrif íhaldsins þorrið með ári hverju. Aldrei hefir V. St. verið neinn sómi sýndur hvorki af samherjum sínum né öðrum — og þó jafnan hafður til hinna verstu verka. Er slíkt þungt hlutskipti, þó ekki sé um stórbrotnara mann að ræða en V. St. „Enginn ámælir“ þessum pólitíska lítilmagna, þó að hon- um sé órótt á „rústunum" og tækja á næsta ári. Þá hefði fyrir- sjáanlega dregið svo úr fram- leiðslu og útflutningi á næsta ári, að vonlaust hefði verið um nægi- legan erlendan gjaldeyri til að svara brýnustu þörfum ok tök- in þá missts á því að varðveita nokkura fasta gengisskráningu. Þá hefði atvinnuleysi aukist stór- lega frá því sem nú er og at- vinnuleysið aukið enn á byrðar lamaðra atvinnuvega. Þá hefði enginn lengur getað lokað augun- um fyrir því, að gullkálfurinn var ekki þess verður að falla fram og tilbiðja hann. En þá var það og orðið of seint að beita honum íyr- ir vagninn. Töp, atvinnuleysi og auknir skattar, afborganir og rentur hefðu lagt íslenzka krónu í gröf þeirra gjaldaura, sem farn- ir eru veg allrar veraldar. Á tímum sem þessum hefir al- menningur ríkari skyldur gagn- vart gengi og gjaldeyrisverzlun en í annan tíma. Þær skyldur eru hluti af skyldum góðs þegns gagn- vart þjóð sinni. Þjóðarbúið er samnefnari hinna mörgu heimila. Ráðstafanir heimilanna og hvers einstaklings safnast saman og styðja eða fella gengið. Á þess- um tímum er skylt að forðast óþarfan innflutning. Aukin neyzla og nautnir eiga sinn þátt í krepp- unni. Iburður um föt og fæði heldur fund í Sambandshúsinu miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 8Vz síðd. Dagskrá: Félagsmál. Þeir, sem inntöku óska í félagið, eru beðnir að gefa sig fram á skrifstofu Tímans. Félagsstjórnin Vil kaupa hrein og ógölluð eintök af SKINFAXA frá upphafi, þar til hann breytt- ist í tímarit. — Tilboð óskast. Afgreiðsla Skinfaxa, Pósthólf 406, Reykjavík. endrum og sinnum hælbíti sína gömlu keppinauta, sem meiri frama hafa hlotið! Jakob Möller segir í Vísi, að Reykvíkingar kaupi kjöt til að hjálpa bændum á Suðurláglendinu. Væntanlega kaupa þeir þá kaffi til að hjálpa Brazilíumönnum, sement til að hjálpa Dönum, kol til að hjálpa Englendingum og hveiti til að hjálpa Bandaríkjunum. Vill J. M. ekki kynna sér, hvort fólkið í þessum löndum er eins vanþakk- látt við Reykjavík og bændumir á Suðurláglendinu! Vitlausustu greinina sem skrifuð hefir verið um dýr- tíðina, birtir Jakob Möller í Vísi í gær. „Vönduðu húsin hafa engri dýrtíð valdið“ segir J. M. Þ. e. dýrtíðin er alveg jafn mik- il, hvort sem fólkið býr í dýrum íbúðum eða ódýrum! Verðlækkun á fiski og fatnaði hefir heldur engin áhrif á dýrtíðina að dómi J. M. Jakob virðist yfirleitt ekki skilja, að neitt sé hægt að gjöra til að minnka dýrtíðina, og sjálf- sagt ekki það heldur, að þjóð- inni myndi vera talsverður hag- ur í því, að hætta að borga hon- um 18—20 þúsundir á ári fyrir að gjöra ekki neitt. „Sveitamaður“. Dagblöðin í Reykjavík eru nú almennt farin að nota orðið „sveitamaður“ sem skammar- yrði. Ætli frambjóðendur íhalds- ins og jafnaðarmanna gjöri það líka í næstu kjördæmakosning- um? -----o---- Frá Noregi. A ríkisráðsfundi 19. f. m. neitaði ríkisstjórnin að fallast á fjárhagsáætlun Oslo-borgar. Krefst ríkisstjómin þess, að útgjöldin verði minnkuð um 3 miljónir króna. skapar óhagstæðan viðskiptajöfn- un. Minnkandi kaupgeta vinnur nokkuð að því að hefta óþarfan innflutning. En þeim sem meiri hafa efnin er og skylt að haga ráðstöfunum sínum eftir þörf tön- anna. öllum almenningi er skylt að draga úr kaupum á erlendum varningi og auka kaup sín á inn- lendri framleiðslu. Tnnlend mat- vara og fatnaður á heimtingu á þeim markaði, sem hægt er að skapa innanlands. Erfiðir tímar mildast, ef það lærist, að búa sem mest að sínu. Kreppan flytur þann boðskap öllum landslýð hárri raustu, að hann hefir ríkar skyld- ur gagnvart innlendri framleiðslu. Það er gengisnefnd, sem skráir gengið og þjóðbankinn, sem ann- ast gjaldeyrisverzlunina að mestu, en bæði gengisnefnd og þjóðbanki er bundið af afleiðingum þeirra ráðstafana sem almenningur gerir á kaupgetu sinni. Það verður ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum, að nú má ekki bregðast að þeir ræki skyldur sínar gagnvart þjóð- arheildinni. Ásgeir Ásgeirsson. ----------------o----- Námskeið í rómönskum málum. þórhallur þorgilsson málfræðingur heldur í vetur námsskeið í frönsku, spönsku og ítölsku. Kennslubók, sem þórhallur hefir samið í spönsku, er nú í prentun og kemur út í vetur. Þeim, sem eru organistar við kirkjur eða ráðnir til að verða það, enda hafi yfirlýsingu við- komandi sóknarnefndar um það, veiti ég ókeypis kennslu — meðan rúm leyfir — í orgelspili og öðru því er að kirkjusöng lýtur. Nem- endur geta valið um að koma þeg- an kennslan byrjar, 1. nóv. næstk. eða 15. febrúar næsta ár og sjá þeir sjer sjálfir fyrir verustað o. s. frv., svo og hljóðfæri til æf- inga. Nauðsynlegt er að væntan- legir þátttakendur láti mig vita sem fyrst hvenær þeir koma. Barnakennarar njóta sömu hlunn- inda. Reykjavík, 7. sept. 1931. Páll ísólfsson. Þórhalls Þorgilssonar (3. ár) Sérgrein: rómönsku málin (franska, spænska, ítalska). Nákvæmur framburður. Málaplöt- ur hafðar við kensluna. Samtöl á erlenda málinu. Leskaflar valdir úr ritum nýustu höfunda, blöð- um og tímaritum, auk þess sem lesið er í kenslubókinni. Skrifleg- ar æfingar á málfræðinni og samn- ing almennra bréfa og verzlunar- bréfa. Á 20—50 tímum hafa menn lært að tala, skilja og akrifa venju- legt mál. ( Nánari upplýsingar gefur Þórhall- ur Þorgilsson, Bergstaðastræti 56, heima daglega kl. 4—7 e. h. Auglýsing Ingibjörg Jónsdóttir huglæknir er flutt á Rán- argötu 10. Afllfgan dýra. Við aflífgan sauðfjár og annara húsdýra hafa verið notaðar ómann- úðlegar aðferðir, sem ekki eru sam- boðnar siðferðislega þroskuðum mönnum. Hefir það þó nokkuð breytzt til batnaðar A síðari árum, enda hafa verið gefin út lög um af- lífgan húsdýra, sem ákveða að þau skuli deydd með skotvopni. Nú mætti ætla að hverjum einum væri það metnaðarmál að framfylgja þessum lögum. En á því mun þó vera allmikil vöntun. í tilefni af þessu leyfir Dýravemd- unarfélag íslands sér að skora á alla þá, sem á einhvern hátt hafa af- skifti af aflífgan húsdýra, að stuðla að því, að lögunum sé stranglega fylgt í þessu efni. Ennfremur skorar það á hlutaðeigandi yfirvöld, að láta þá sæta refsingu, sem gera sig seka í þvi að óhlýðnast álcvæðum greindra laga. það hefir verið kvartað undan því, að skotvopn (byssur) sem fengizt hafa, hafi reynst misjafnlega vel. Stjórn Dýraverndunarfélags Islands hefir því biðið Samúel Ólafsson i söðlasmið, Laugaveg 53 B í Reykja- | vík, að annast innlcaup á skotvopn- um, og hefir hann nægar birgðir af þeim. Vil ég geta þess til athugunar fyr- ir þá, sem það vildu nota sér, að sú tegund af byssum, sem hann hefir, hefir reynst örugg við sauðfé og alla stórgripi. þorleifur Gunnarsson p. t. formaður Dýraverndunarfélags fslands. -----O-----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.