Tíminn - 24.10.1931, Side 1

Tíminn - 24.10.1931, Side 1
C t m a n s ec t jargötu 6 a. ©ptn öaglega fl. 9—6 Símt 2353 ©faíbferi og afgrci6sluma&ur Cimans «r Hannoetg þorsteinsöótttr, Cœfjargötu 6 a. SeyfjaDÍf. XV. árg. Reykjavík, 24. október 1931. Kreppan Meðan heimilin og- þjóðirnar búa mest að sínu, koma ekki upp aðrar kreppur en þær, sem stafa af breytilegu árferði. Þegar fram- leiðslan gengur mest til heimil- isþarfa, kjöts og mjólkur er neytt heima, kembt, spunnið og ofið úr ullinni og lítið keypt að, er afkoman öll komin undir ár- ferði og atorku. Sól og regn, ís og eldgos valda þá góðæri eða hallæri. En þegar viðskipti eflast, útflutningur og innflutningur vex, heimila og þjóða á milli, kemur verðlagið að miklu leyti í stað árferðis að því er snertir af- komu manna. Þá getur orðið hall- æri í góðæri og góðæri í hallæri, ef svo mætti segja, eftir því hvort verðlag er hagstætt eða ó- hagstætt. Lágt verð á afurðum og hátt verð á aðkeyptum vör- um getur gefið tap, þó afrakstur búsins sé mikill, og litlar afurðir góðan arð ef þær eru í háu verði, ef aðkeypta varan er ódýr. Viðskifti heimila og þjóða á milli fara í rauninni fram í vör- um, en þegar viðskiptin eru mik- il, verður ekki komizt af án pen- inga. Peningarnir eru bæði verð- mælir og verðmiðill. Auknum við- skiptum fylgir vaxandi peninga- notkun, og má segja að nú sé svo komið, að öll viðskipti, sem einhverju skifta fari fram í pen- ingum. En þar sem peningamir ráða, geta orðið mikiu stórfelld- ari breytingar á verðlagi einnar vörutegundar gagnvart annari, en þegar sldfzt er á afurðunum sjálfum. Peningaverzlunin skapar ekki sömu festu og vöruskifta- verzlunin. Auk þess geta hægiega orðið breytingar á verðmæti pen- inganna sjálfra, ekki sízt síðan hætt var að nota gullið sjálft og í þess stað teknir upp seðlar, sem raunar eiga að vei’a tryggð- ir með gulli. Þá getur og verðið á gullinu sjálfu, sem á að standa bak við seðlana, breytzt, og veld- ur það sömu truflunum. Einkum er það á síðasta áratug að gullið hefir reynst mjög stopull mæh- kvarði og lausara sambandið milli verðgildis þess og seðlanna en áður var. Veldur þetta allt trufl- unum í viðskipta- og atvinnulífi. Á síðari tímum, eftir að við- skipti tóku að eflast milli þjóð- anna og peninganotkun óx, hefir viðskipta- og atvinnulíf jafnan gengið í öldum. Verðlag hefir aldrei haldizt stöðugt um lengra tíma og hafa kreppur fylgt lágu verðlagi en velgengni háu verð- lagi. Hagfræðingum ber ekki sam- an um hvað veldur þessum öldu- gangi, en svo jafn hefir hann verið og óbrigðull, að það líkist náttúrulögmáh. Er það eftirtekt- arvert að þessi hringrás við- skiptalífsins hefir oftlega tekið um fjörutíu mánuði, og var það þó regiubundnara fyrir stríðið mikla en síðan. Árin 1928 og 1929 voru velgengnisár en 1930 og 31 kreppuár. Við erum nú í öldudalnum. En þessi hringrás viðskiptalífsins er þó ekki nægi- leg út af fyrir sig til að skýra hina geigvænlegu kreppu, sem nú stendur yfir. Ýmsar orsakir geta dregið úr öldu- ganginum eða aukið hann. Og nú ber svo til að breyttir at- vinnuhættir, aukin framleiðsla og skuldaskifti þjóðanna hafa aukið stórlega þær öldur, sem annars verður að telja eðlilegar og ó- hj ákvæmilegar í viðskipta- og at- vinnulífi. Undanfarin tíu ár hafa orðið stórfelldar breytingar í ýmsum atvinnugreinum. Hefir þess gætt mest í landbúnaði og ýmsum iðn- aði. Stórfeildastar hafa breyting- arnar orðið í Norður-Ameríku. Tekizt hefir að láta korntegund- ir þroskast á 100 dögum, sem áður þurftu 130 daga til að ná fullum þroska. Ilefir það flutt takmörk kornræktarinnar hundr- uð kílómetra norður á bóginn. Dráttarvélar og aðrar landbúnað- arvélar í sambandi við þær, hafa verið endurbættar og fjölgað stór- lega. Mannsaflið er nú margfalt máttugra en áður. Ný lönd eru tekin til ræktunar og hveiti og kornframleiðsla hefir aukizt stór- lega. En á sama tíma kornneyzla ekki jókst í heiminum. Launa. hækkun, bæði bein og óbein vegna gengishækkunar, hefir leitt af sér fráhvarf frá hinum ódýra kornmat og aukna eftirspurn eft- ir kjöt-, fiski- og mjólkurbúsaf- urðum. Fram á síðustu tíma hafa þær afurðir því haldizt í sæmi- legu verði, en þegar svo kreppan ágerðist, minnkaði eftirspurnin, og er þetta ein ástæðan til þess, að kreppan varð ekki tilfinnan- leg hér á landi fyr en rúmlega ári síðar en annarsstaðar. En um kornyrkjuna er það að segja, að óseldar bii'gðir hafa auk- izt ár frá ári og allar til- raunir til að halda uppi verðinu með verzlunarsamtökum bænda brúgðust þegar kreppan reið yfir. Vegna vaxandi vélanotkunar í akuryrkjunni færist hún meir yfir í stóriðju, og fjöldi smá- bænda og verkamanna flosnaði upp eða missti atvinnu sína. 1 Bandaríkj unum einum er talið að fjórar miljónir manna hafi síð- ustu árin horfið úr sveitunum vegna erfiðleika landbúnaðarins og sezt að í kaupstöðum, flestir sem atvinnuleysingjar. Eldri skuldir urðu þeim óbærilegar er afurðirnar féllu stórum í verði Á síðustu tíu árum hafa og crðið miklar framfarir í ýmsum iðnaði. Hátt kaup hefir gert al- menningi fært að kaupa ýms gæði, sem áður var ekki fyrir aðra en efnamenn að njóta. Nýj- ar uppgötvanir sköpuðu nýjan iðnað og freistuðu almennings til útgjalda, sem áður komu ekki til greina. Bílar, grammofónar, útvarpstæki o. s. frv. seldist óð- flgua. Silki og gerfisilki vann á gagnvart ullar- og baðmullarvör- um. Tízkan breyttist með vaxanda hraða. Gömlum plöggum var kastað hálfslitnum, þegar ný tizka heimtaði. Tízkukóngarnir kunna ráðin til að auka umsetn- ing sína, og hégómagirndin er öruggur viðskiptavinur. Eldri iðn- greinar voru þungar í vöfum og löguðu sig seinlega eftir þörfum nýrri tíma. Nýjar orkulindir, olía og rafmagn, háðu harða bar- áttu og sigursæla við kolin. En allar breytingar urðu til að auka atvinnuleysið, en styrkir og at- vinnubætur lögðust með miklum þunga á hið lifanda sta.rf. Til þess að auka sölumöguleikana voru hinar dýrari iðnaðarvörur seldar gegn afborgun, en það dró úr eftirspurn næstu ára, auk þess sem það freistaði almennings til meiri kaupa en efni stóðu til. Þannig undirbjó velgengnin kreppuna. Stórstígum framförum og breytingum á lifnaðarháttum fylgir jafnan afturkippur. Það var ekki við því að búast, að lækkanda vöruverð og vaxanda atvinnuleysi gæti til langframa staðið undir skuldabyrði fyrri ára. Einstaklingar höfðu á lág- gengistímum keypt jarðir og flutninga- og framleiðslutæki. Kaupin voru miðuð við lægra pen- ingagildi eða hærra vöruverð. En þegar peningarnir hækkuðu og afurðirnar lækkuðu, brast gjald- þolið. Myntir flestra þjóða voru komnar í fast horf árið 1928. Mörg lönd höfðu hækkað gjald- eyri sinn stig af stigi, en lækkun framleiðslukostnaðar, sem var skilyrðið fyrir því að hágengið gæti haldizt, kom aldrei. Ófriðar- skuldirnar, sem voru stofnaðar á tímum þegar peningarnir höfðu lágt gildi gagnvart vörum og vinnu, þyngdust að sama skapi sem vöruverð lækkaði. Auður verðbrjefaeigendanna óx en þjóð- irnar urðu fátækari. Gjaldeyrir sumra þjóða, eins og t. d. Þjóð- verja, hafði raunar orðið að engu og þar með voru allar inn- anlandsskuldir úr sögunni, en þeim var þá jafnframt gert að greiða svo miklar ófi'iðarskaða- bætur, að byrðin varð engu að síður óbærileg. Ríkisskuldir Eng- lendinga eru nú tífaldar móts við það sem var fyrir ófriðinn. Frakkar og Bandaríkjamenn eru nú auðmennirnir meðal þjóð- anna. Þeir hafa haft miklar tekj- ur að lieimta af öðrum þjóðum. En báðar þessar þjóðir flytja mikið út, en draga úr inn- flutningi með háum tollum. Þær gátu því ekki tekið greiðslurnar í vörum. Það voru því ekki nema tvær leiðir til að jafna greiðsluhallann, annaðhvort að flytja inn gull frá hinum skuld- ugu þjóðum eða veita ný lán upp í gömul. Vegna ótryggs atvinnu- rekstrar var mjög tregt um nýj- ar lánveitingar og var þá ekki annars kostur en að heimta gull upp í greiðsluhallann. Þannig runnu þrír fjórðu hlutar alls þess gulls, sem til er í heiminum, til þessara tveggja landa, en gull- þurð annara landa olli samdrætti á seðlaútgáfu, sem stuðlaði að á- framhaldandi verðlækkun. Aðgangshörðu lánardrottnun- um er oft kennt um þegar skuldunautar komast í þrot, og er það mála sannast, að báðum er mestur hagur að því, að skuldu- nautnum verði ekki óbærilegt. Falla nú þung orð í garð Frakka og Bandaríkjamanna af hálfu margra annara þjóða. Og er það ljóst, að ekki verða vandræðin leyst, nema þjóðirnar sjái, að þær hafa sömu hagsmuni og ríka skyldu til að létta af vandræðun- um. 1 vor sem leið komust aust- urríkskir bankar í ógöngur, í sumar urðu þýzkir bankar að loka, þar til sex mánaða gjald- frestur var fenginn á erlendum bréfkaflar Ég hafði hugsað mér, kæri rit- stjóri Tímans, nú þegar slaknar á sumarannríkinu, að senda þér nokkr- ar sundurlausar hugleiðingar um daginn og veginn, ef þér sýndist að hola þeim niður í einhverju horni Tímans við tækifæri. I. Orðið „Iífsvenjubreyting“ er einn af þeim sáru broddum, sem Jónas Jónsson ráðlierra hefir í ritgerðum sínum stungið iim í hold íhaldsins. Orðið lætur í eyrum burgeisanna svipað því sem ætla mætti að lúður- hljómur hins efsta dags léti í eyr- um stórsyndarans. í orðinu birtist reiddur knefi staðreyndanna, sem ekki verða umflúnar og sem koma yfir þá með ómótstæðilegum þunga. þegar Framsóknarmenn héldu fund sinn í óróavikunni svonefndu síðast- liðinn vetur, höfðu nokkrir bylting- arforingjar íhaldsins látið flytja mikla lirúgu af beinum á tröppur Eimskipafélagshússins. Beinin voru nöguð. Nokkrir tugir af pólitískum skríl íhaldsins stóðu í hnapp um- liverfis beinin og æptu. Ilvað tákn- aði þetta? Beinin voru tákn um sál- arástand þeirra manna, sem ekki gátu lengur vaðið í fé bankanna upp yfir axlir. Ópin og skrílslætin voru reiðiteikn og heiftarbragur bur- geisanna út af því, að mega ekkiein- ir öllu ráða i landinu. það var vissulega eftirtektarverð „lifsvenjubx-eyting", að verða nú, í stað þess að eyða fé bankanua í ó- liófi, að æpa á strætum úti yfir nög- uðum beinum. Finnst þér ekki von, að reiði mannanna væri mikil? Verður hún ekki skiljanleg, þegar iiugleidd eru eftirfarandi dæmi: skuldum, í haust féll sterlings- pundið og margir aðrir gjaldaur- ar samtímis, og nú síðasta hálfa mánuðinn streymir gulhð frá Bandaríkjunum. Röðin er nú kom- in að þeirn, enda hafði gullið ekki reynst máttugt til að skapa vel- gengni þar í landi. Nú standa Frakkar einir eftir. Þar í landi er lítið atvinnuleysi og mikið gull. Mæna nú þangað augu allra. Alþjóðafundir um fjármál og at- vinnumál standa fyrir dyrum. Hafa þeir nóg verkefni. Án nýrra samninga um skuldaskipti þjóð- anna verður enginn bati. Án hækkanda verðlags á afurðum kemur engin velgengni. Og án þess að fundin verði ráð til að hindra stórfelldar verðbreytingar, verður velgengnin ekki varanleg. Máske verður gullfætinum ekki treyst lengur, svo illa, sem hann hefir þjónað tilgangi sínum síð- ustu tíu árin. Viðfangsefnin eru stór og nauðsynin mikil, enda má búast við stórum tíðindum á yfir- standanda vetri, hvort sem þau verða góð eða ill. Meðan óveðrið gengur yfir, er oss íslendingum skylt að skjótast undir þak innlendrar framleiðslu. Framleiðslan ber sig nú öll illa og þó er þangað skjóls að leita. Það er þrefallt gagn að því að búa nú meir að sínu en áður, í fyrsta lagi dregur það heldur úr verðlækkun fyrir framleiðend- urna, í öðru lagi skapar það at- vinnu innanlands og í þriðja lagi sparar það erlendan gjaldeyri. Það er því skylt að ganga lengra um kaup á íslenzkum afurðum en nokkur innflutningshöft geta tryggt. Ásgeir Ásgeirsson. 67. blað. 1. Copland og nokkrir félagar hans úr hópi íslenzkra burgeisa höfðu um eitt skeið 8 miljónir af fé íslands- banka á milli handa í einu. Af því fé töpuðust 1900 þúsundir króna. Eftir það hélt hann áfram að fá endurtekin stórlán ofan á endurtekn- ar stóreftirgjafir, unz tap bankans á lionum nam á 4. miljón króna. þá lokaði breyting á stjóm bankans fyr- ir þann austur. 2. Sæmundur Halldórsson í Stykk- ishólmi átti í ársbyrjun 1929 af- sagða víxla i íslandsbanka er námu til saman rúmlega 500 þús. kr. og hafði um langt skeið engin grein verið gerð fyrir vöxtum. Ekki vissu menn til að Sæmundur ætti það, sem teljandi væri, annað en þessa víxla. Hann hafði litla verzlun og enn minni útgerð. þetta þótti stjóm- endum bankans, þeim Eggert Claes- sen og Sig. Eggerz, slik fyrirmynd, að þeir bókstaflega opnuðu bankann fyrir Sæmundi. Gekk Sæmundur síð- an í bankann og hóf þar upphæðir mánaðarlega, ýmist 10, 15 eða 20 þús. unz hann hafði tekið til viðbót- ar um 150 þús. kr. Ekki var af bankans hálfú minst á tryggingar fyrir viðbótarlánum né vexti aí hinu eldra. Upphæðirnar voru greiddar refjalaust eins og mánaðarlaun. Tap bankans á Sæmundi nam um 700 þús. kr. 3. Árið 1927 og árin þar á undan átti Gísli Johnsen í Vestmannaeyj- um örðugt með vaxtagreiðslur af sinum stóru lánum í íslandsbanka og féllu miklar greiðslur niður. það ár gerði hann kaupmála við konu sína og gaf henni húsið við Túngötu 18 i Reykjavík, metið á 140 þús., auk liúsgagna, er metin voru 30 þús. kr., samtals 170 þús. kr. Banka- stjórar íslandsbanka ympruðu á þvi við Gísia, að kaupmálinn væri at- hugaverður, þar sem hann skuldaði bankanum mikið fé. Gísli bauð bank- anum upp á gjaldþrot. þá lét bank- inn sér nægja að taka 60 þús. kr. veð i eigninni, en gaf konu Gisla af- ganginn, 110 þús. kr. Ekki er mér kunnugt um tap bankans á Gísla. þessi dæmi um íjárstjórn burgeis- anna eru tekin af handahófi og eins og liandfylli úr ámu. þau eru eklii annað en stuttur kafli úr löngum róman, þar sem menn eins og Sand- gerðis-Loítur, Stefán Th. og þórður Flygenring eru aðal söguhetjurnar. Brestur rúm til þess að rekja þá sögu hér. Enda grefur fortíðin nöfn hinna gleymdu. En á þennan og sviplíkan hátt hafa 33 miljónir af fé bankanna farið i súginn á siðast- liðnum áratug. Finnst þér ekki von, að orðið „lifs- venjubreyting" láti illa í eyrum þess- ara manna Áður fyrri óðu þeir i fé bankanna eins og þeir ættu það sjálfir og vissu ekki aura sinna tal. Nú reka þeir sig á nokkrar hömlur nýrra skipu- lags um fjárstjórn. Áður fyi’ri kunnu þeir sér ekkert hóf um eyðslu og yfirlæti. þeir byggðu hallir með stórum skraut- sölum, til þess að lialda í burgeisa- veizlur; þeir keyptu laxár landsins milli fjalls og fjöru eða leigðu þær um langt árabil sér til leikfangs og byggðu sér þar skraut-„villur“; þeir jusu fé bankanna i pólitíska flokks- sjóði og hóflausan blaðakost, leigðu heilan her ófyrirleitnustu manna, til þess að halda uppi sorpritun, blaðalygum, flugumennsku og mút- um. Gullöld svindilbrasksins með öllu óhófi sínu og fjáraustri fylti huga þessara manna vitfirringsleg- um draumórum en hjörtu þeirra drambi, svo að þeir hugðu að jörðin væri sköpuð handa þeim einum: að öll viðleitni til almenningsheilla væri fyrirlitleg, allar aðrar stéttir manna til þess eins fallnar að vera fórnardýr á altari oflætisins og vera troðnar undir hæl hóflausrar, vit- lausrar samkeppni.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.