Tíminn - 24.10.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.10.1931, Blaðsíða 4
230 TlMINN FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 32. Regluéjörð SJálfs er hðndln hollust KaupiO innlenda framleiðslu, þegar hún er jafngóð erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, gxænsápu, stanga- sápu, handaápu, raksópu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- konar, skósvertu, skógnlu, leður- feiti, gólfáburð, vagnáburð, fægi- lög og kreólínsbaðlyf. Kaupið H R E IN B vftrur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landsins H. í. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1825. Hallur Hailsson tannlæknir, um takmörkun á innflutningi á óþörfum yarningi Samkvæmt heimild í lögum nr. 1, 8. marz 1920, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að takmarka eða banna innflutning á óþörfum vamingi, eru hér með sett eftirfarandi ákvæði um takmörkun á inn- flutningi slíks varnings. 1. gr. Eftirgreindar vörutegundir er bannað flytja til landsins: a. Kjötmeti og pylsur nýtt, saltað, þurkað, reykt eða niður- soðið. Fiskmeti allskonar, nýtt, saltað, hert, reykt eða niðursoðið. „ Smjör, smjörlíki, ostur. Ávextir niðursoðnir, syltaðir og sykraðir. Ávaxtamauk, hnetur, niðursoðið grænmeti og makrónudeig. Brauð alls- konar kaffibrauð, kex, annað en matarkex. Brjóstsykur, karamellur, sykurgúmmí, súkkulaði, konfekt, marsipan, lakrís, hunang, og síróp, Öl, límonaði, sódavatn óáfeng vín, ölkelduvatn, ávaxtasafi (saft). Bmvötn, hárvötn, hársmyrsl, Blóm og jurtir lifandi og til- búin, jólatré og jólatrésskraut. Loðskinn og iatnaður úr þeim. Hanzk- ar, reiðtýgi, skinntöskur og veski. Silkivefnaður, silkihattar, floshatt- ar, silkiskór, flosskór, sólhlífar, silki og silkivarningur, flauel og flos. Knipplingar. Fiður, dúnn og skrautfjaðrir. Veggmyndir og málverk, myndabækur, myndarammar, rammalistar, allur glysvarningur og leik- föng, flugeldar og flugeldaefni. Hljóðfæri allskonar og grammófónplöt- ur. Gull- og silfursmíðisvörur, plettvörur, gimsteinar og hverskonar skrautgripii', eirvörur, tinvörur, nýsilfurvörur, nikkelvörur. Legstein- ar. Fólksflutningsbifreiðax1 og bifhjól. Frímerki og aðrir safnmunir. b. Hverskonar vefnaðarvörur, tilbúinn fatnaður og höfuðföt (nema fiskstrigi (Hessian), segldúkur, pokar og pokastrigi, lóðar- belgir, lampakveikir, sáraumbúðir, vinnuföt(ovei’alls)og sjóklæði). Egg ný og niðursoðin, eggjaduft, niðursoðin mjólk. Skófatnaður allskonar úr leðri og gúmmí. Nýir og þurkaðir ávextir og grænmeti, annað en kartöflur og laukur. Skósverta, kerti, sápui’, gólfáburðui’, leðuráburð- ur og hverskonar fægiefni, sápuspænir og sápuduft. Allskonar feit- meti, nema til iðnaðar. Vöruflutningsbifreiðar og reiðhjól. Hverskonar leður og skinn-vörur, sem ekki eru áður nefndar. Tilbúin stofugögn og hlutir úr þeim. Úr og klukkur. Kaffibætir. Bréfspjöld, Kvikmyndir. Efni til brjóstsykur- og konfektgerðar. Sjónaukar, ljósmyndavélar og hlutir í þær. Speglar og glervörur, aðrar en rúðugler, netakúlur, flösk- ur og lampaglös. Postulínsvörur allskonar. Hnífar, skæri, skotvopn. Skip og bátar. Mótorar allskonar. Skrifvélar, reiknivélar og aðrar skrif- stofuvélar. c. Tóbak, cigarettur, vindlar og aðrar tóbaksvörur, til 1. janúar 1932. Austurstræti 14. Reykjavík. Viðtalstími 10—6. Alltaf lægsta verð á tilbúnum tönnum. — Fljót afgreiðsla fyrir •----— aðkomufólk. — — — 2. gr. Nú telur einhver vafa á því, hvort vara sú, er hann vill flytja til landsins falli undir ákvæði 1. gr. eða undir hvern stafiið greinar- innar hún falli og getur hann þá leitað úrskurðar atvinnu- og sam- göngumálai’áðuneytisins um það og er það íullnaðarúrskurður sem og aðrir úrskurðir þess út af skilningi á ákvæðum reglugjörðar þessarar. 3. gr. Nú telur einhver sér nauðsyn á að flytja til landsins einhverja af vörum þeim, sem nefndar eru í 1. gr. og getur hann þá leitað til þess leyfis innflutningsnefndar, sbr. 4. gr. Innflutningsleyfi á vörum þeim, sem greinir í 1. gr., staflið a. verður þó ekki veitt, nema ómiss- anda þyki og á vörum þeim, sem taldar eru í staflið b. og c. eklci nema nefndin sjálf telji þess sérstaka þörf. 4. gr. Atvinnumálaráðhei’ra skipar 5 manna nefnd til þess að athuga beiðnir um innflutningsleyfi og veita þau eftir því sem ástæða þykir til. Ef nefndinni þykir ástæða til að veita innflutningsleyfi á einhvei’ri af vörum þeim, sem taldar eru í 1. gr. staflið a. verður hún að bera það atriði undir atvinnumálaráðherra, sem þá ákveður, hvort veita skuli leyfið. Kostnaður við nefnd þessa greiðist úr ríkissjóði. 5. gr. Kaupmönnum og kaupfélögum er skylt að gefa innflutnings- nefnd nákvæma skýrslu um birgðir sínar af vörum þeim, sem innflutn- ingur er bannaður á samkvæmt reglugjörð þessari og um verð þeirra kominna í hús hér á landi að greiddum tolli og öðrum kostnaði. Enn- fremur ber þeim, sem sækja um innílutningsleyfi á téðum vörum að gefa nefndinni slíka skýrslu, ef hún óskar þess. 6. gr. Lögreglustjórar og tollstjórinn í Reykjavík skulu hver í sínu umdæmi hafa gætur á því að íyrirmælum reglugjörðar þessarar sé ná- kvæmlega framfylgt og er þeim heimilt að setja þær reglur og gjöra þær ráðstafanir þar að lútandi, sem þui’fa þykir. 7. gr. Þær vörur, sem komnar eru í skip í útlöndum áleiðis hingað, þegar reglugerð þessi öðlast gildi má flytja inn á sama hátt og hingað til. -•**" 'rx 8. gr. Brot gegn ákvæðum 1. gr. reglugjörðar þessarar varða sektum allt að 100000 kr. 9. gr. Með mál út af brotum á reglugjörð þessari skal fara sem al- menn lögreglumál. 10. gr. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öll- um þeim, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið, 23. október 1931. Tryggvi Þórhallsson Vigfús Einarsson. ir. Jakob bar fram dagsicrá til að eyða tillögu minni. Allur íhaldsflokkurinn studdi Möller í málinu. Og Guðrún og Ástvaldur þögðu. Ihaldið hafði með öllum þeim ofsa, sem því er laginn reynt að halda opinni vök íyrir embættis- mennsku Árna frá Múla. En þó að Möller sigraði í þinginu þá tap- aði hann hjá þjóðinni. Ihaldið hefir sýnt smekkvísi sína í áfengismálinu með því að bjóða Árna frá Múla tvisvar fram til þings síðan hann setti smánar- blett á land sitt og þjóð.. Hann féll í bæði skiptin og við síminnk- anda orðstír. Tilraun mín að vekja dómgreind þjóðarinnar um hvað væri sæmilegt starfsmönn- um þjóðfélagsins hafði mistekizt í þinginu, en lánast hjá kjósend- um. Á veti’arþingi 1930 létu templ- arar bera fram þingsályktun um að vínverzlun landsins skyldi vera lokuð um þinghátíðina. Slík til- laga var skilgetið afkvæmi grunn- færnasta stúkufleypurs. Ef hún hafði verið samþykkt, myndu all- ir drykkfeldir menn, og allir laun- salar hafa byrgt sig upp og velt flóði áfengis yfir hátíðagestina. Tillagan var ekki samþykkt. Launsalarnir voru jafngrunn- hyggnir og þeir, sem stóðu að til- lögunni. Þeir hugðu sig örugga um vínið. Þá lét landstjórnin skyndilega taka fyrir vínið. Og vínleysið átti þátt í að gera hátíð- ina glæsilega. Þjóðin tók enn í sama strenginn og með Árna frá Múla. Hún kunni þeim þökk, sem leystu málið á réttan hátt. En til- raun templara bar frá upphafi sinn dóm með sér. ‘Mér hefir meir og meir orðið ljóst, að fylking templara hafði verið rofin með undanhaldi leið- toga þeiiTa í Spánarmálinu. Síðan þá skorti þrótt í bai’áttu þeirra. Vínnautnin sótti á með nýjum hætti og til varnar þurfti ný vopn, alveg eins og þegar byssukúlur gerðu spangabrynjur gagnslausar í hei’naði, þótt þær hefðu hlíft vel fyrir bogaskotum. Reglan hafði átt ágætlega við í barátt- unni við áfengið á síðasta fimmt- ungi 19. aldar. En á 20. öldinni voru samkomur „templara og gesta þeirra“, dansskemmtanir þeirra og kaffigildi of veik vörn móti straum þeim, sem Mbl. og Vísir höfðu veit yfir landið undir forustu Jóns Magnússonar og Sig. Eggei’z. Á síðasta þingi gerði ég litla tilraun til að taka á ölvunarmál- inu fi’á nýrri hlið. Ég bar fram tillögu um það, að þingið heimil- aði liðug þrjú þúsund kr. til fræðslu í skólum landsins um skaðsemi áfengis. Guðrún Lárus- dóttir og Jakob Möller ætluðu al- veg að ganga af göflunum yfir þessari eðlilegu tilraun og allur íhaldsflokkurinn beitti sér á móti. Tillagan náði samt fram að ganga. Ég fól Brynleifi Tobíassyni að hafa forystu í þessari fræðslu í öllum skólum landsins og vinna með fræðslumálastjórn, kennurum og templurum þeim, sem lið vildu veita. Ég álít að með því að ráð- ast beint og hiklaust móti of- drykkjubölinu, með fræðslu og bindindisstarfsemi hjá ungu kyn- slóðinni, þá sé von um árangur. Það duga engin kaffigildi og dans- samkomur með hálffullu fólki til að stöðva áfengisbölið eins og það er nú, síðan vínflóðinu var aftur veitt yfir landið. Undir þessum kringumstæðum er aðstaðan í áfengismálinu afar einföld. Þjóðin hleypti inn víninu til að halda hærra verði á söltuð- um fiski á Spáni. Leiðandi menn templara voru þar fremstir í flokki. Síðan þá er flóttalegt yfir- bragð á leiðtogum þeirra. Síðan þá er vínið alstaðar í landinu. Síð- an þá verður að vinna móti áfengisbölinu með nýjum ráðum. Á Hótel Borg ætti að mega halda uppi fullum mannasiðum með því að setja veitingabann á þá, sem misnota frelsið til að sitja þar við vín. Utan Borgar þarf að setja þá menn, sem drekka sér til smán- ar og öðrum til leiðinda á sams- konar svartan lista. Þeir menn, sem vilja fá að drekka eins og Grænlendingar eiga ekki að fá mannvirðingar né sitja í trúnað- arstöðum. Og þær stofnanir, sem velja sér sjálfar ólæknandi og óhæfa drykkjumenn til að gegna vandasömum störfum eiga að finna að þjóðin treystir þeim ekki. Það getur verið skemmtilegt að halda fundi um bindindi og reglu- semi fyrir þá menn, sem ætíð hafa heykst í knjáliðunum, þegar taka þurfti karlmannlegt átak í áfengismálinu. En þegar til al- vörunnar kemur er ekki spurt um hvað þeir menn vilja, heldur um hina, sem þora að láta dóm al- menningsálitsins ganga í málum þeirra íslenzku valdamanna, sem vilja óátalið mega nota áefngið eins og verkamenn dönsku verzl- unarstjóranna í Grænlandi. J. J. -----o---- Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Ásvallagötu 27 Sími 1245 Prentsmiðjan Acta 1931 * Allt með íslensknm skipuni! Ríkisútvai’pið hefir sett á stofn viðgerðastofu í húsnæði útvarpsins við Thorvaldsensstræti. Sími viðgerðastofunnar verður 459. Viðgerðastofan tekur að sér allar viðg’erðir og bi’eyting- ar á útvai’pstækjum og hlutum þeim tilheyrandi, uppsetn- ingu viðtækja og loftnetja o. s. frv. Forstöðumaður viðgerðastofunnar er herra Jón Alex- andeison, rafvirki. Móttöku og fyrirgreiðslu viðtækjanna annast Viðtækja- verzlun ríkisins og útsölumenn hennar. Grreiðslufrestur á gjaldi fyrir viðgerðir ekki veittur. Reykjavík, 21. október 1931 Jónas Þorbergsson Tilkynning. Ráðuneytið vill hérmeð vekja athygli almennings á því, að heimild sú, er gefin er í 52. gr. 1. nr. 75, 27. júní 1921, um stimpiigjald til að lækka og láta falla niður sektir fyrír vanrækslu á að láta stimpla skjöl innan lögákveðins tíma, fellur niður 1. janúar n. k. Frá þeim tíma verður því eigi hægt að veita nokkrar undanþágur frá stimpilsekt. Fjármálaráðuneytið, 9. október 1931. Fjármálaráðuneyíið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.