Tíminn - 31.10.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.10.1931, Blaðsíða 1
ítmans er í £a>fjaraötu 6 a. (Dptn baglega fl. 9—6 Simi 2353 ©iaíbtei oa. afgrci&slumaour QTímans «f Kannncio, p o r s t einsoóttir, Cæfjargötu 6 a. -Revf ja«f. XV. árg. Reykjavík, 31. október 1931. 68. blað. Grjaldeyrismálið og innflutningshöftin Ráðstafanir stjórnarinnar í sambandi við gjaldeyrismálið hafa vakið mikið umtal í blöðunum. Afskipti mín af málinu hafa ver- ið rangfærð á ýmsa vegu af Al- þýðublaðinu og Morgunblaðinu og einnig af bankaráðsmanni Magn- úsi Jónssyni guðfræðiprófessor. Tel ég mér skylt að fara um mál þetta nokkrum orðum. Mestur hluti af veltufé Lands- bankans er bundinn í útgerð og verzlun. Veltufjárþörfin er til- tölulega mikil af því svo langur tími líður frá því að framleiðslu- varanna er aflað og þangað til þær eru seldar. Útgerðarmenn verða að fá reksturslán í ársbyrj- un, en byrja venjulega ekki að af- borga þau svo neinu nemi fyr en kemur fram í ágúst og september ár hvert. Verzlunin er einnig mjög fjárfrek bæði vegna fjar- lægðar frá öðrum löndum og af því hvað gjaldeyririnn er fá- breyttur og tilfellst aðallega síð- ara hluta árs, en innflutningur er nokkuð jafn allt árið og þó venjulega meiri fyrra hluta árs. Þegar menn athuga þetta, þá er það ljóst, að miklu erfiðara er að reka hér bankastarfsemi en með þeim þjóðum, sem hafa margháttaða framleiðslu, sem selst nokkuð jafnt alla daga árs- ins. Forráðamenn lánsstofnana hér á landi verða að sjá nokkuð langt fram í tímann, ef vel á að fara. Þessu til skýringar skal ég geta þess, að það er venja, að taka ákvarðanir um, hve mikið skuli lánað út á fisk, strax í árs- byrjun. Og þar sem fiskurinn ekki selst að ráði fyr en seinna hluta árs, getur ófyrirsjáanlegt verð- fall komið lánsstofnunum í vand- ræði. Landsbanki Islands hefir ann- ast mestan hluta gjaldeyrisverzl- unar landsmanna undanfarin ár. Og af því að Islendingar hafa ekk- ert annað en andvirði framleiðslu- varanna til að greiða með inn- fluttar vörur, afborganir og vexti af skuldum ríkis og einstaklinga, skipaleigur, eyðslueyrir lands- manna í utanferðum o.fl., þá gef- ur viðskiptajöfnuður Landsbank- ans nokkuð glögga mynd af ár- ferðinu. Ef athugaðir eru reikningar Landsbankans undanfarin ár sést að bankinn á inni hjá erlendum bönkum kr. 11,7 milj. í árslok 1928, kr. 9,5 milj. í árslok 1929 og kr. 2,1 milj. í árslok 1930. Á árinu 1930 minnkaði innieign bankans erlendis um 7,4 milj. kr. og þó vöruleif ar í árslok 1930 væri að magni til meiri en í ársbyrjun, þá var verðgildi þeirra minna, vegna hins geysimikla verðfalls, sem varð á af urðum landsins seint á árinu 1930. Þar sem fyrirsjáanlegt var í ársbyrjun 1931 að árið mundi verða mjög óhagstætt verzlunar- ár, dró Landsbankinn úr útlánum sínum eftir því sem frekast var unnt. Þó hefir það komið því bet- ur í ljós eftir því sem lengra leið á árið, að viðskiptamönnum bank- ans hefir gengið illa að standa í skilum. Skýringin liggur nærri. Þrátt fyrir hið afarlága afurða- verð um síðastiiðin áramót, hafa þó flestar framleiðsluvörur stór- fallið í verði síðan, en tilkostnað- ur við öflun afurðanna er að mestu óbreyttur. — Landbúnaðarvörur hafa fallið í verði frá ársbyrjun til þessa dags um 20—30% og fiskur, — sem nú er allur seldur í umboðs- sölu — um ca. 20%, sé fyrir- framframgreiðsla lögð til grund- vallar. — Frá 1. jan. til 1. okt. 1930 vóru flutt út 53.084.580 kg. af fiski fyrir kr. 26.066,550, en á sama tímabili 1931 51.483.950 kg. fyrir kr. 15.867.630,00. Þessi mikli munur á andvirði aðalút- flutningsvörunnar gefur nokkra hugmynd um ástandið. Ég vil þá víkja nokkrum orð- um að ummælum þeim, sem orðið hafa í blöðunum út af aðgerðum ríkisstjórnarinnar í gjaldeyris- málinu og afskiptum mínum af því máli. Ég fór til útlanda um miðjan september og kom heim aftur 13. þ. m. Strax daginn sem ég kom hitti ég bankastjóra Landsbank- ans og talaði allrækilega við þá um gjaldeyrishorfurnar. Venju- lega byrjar Landsbankinn að lækka bráðabirgðaskuldir sínar erlendis um miðjan ágúst eða í byrjun september. En nú stóð allt í stað. Bráðabirgðaskuldir bank- ans erlendis höfðu ekkert lækkað, því allt,sem inn kom fyrir útflutt- ar vörur var keypt jafnóðum til að borga með innfluttar vörur. — Fundur var ákveðinn í bankaráð- inu þ. 15. s. m. og notaði ég þessa tvo daga fram að fundinum til að gera mér grein fyrir gjaldeyris- horfunum. Gaf ég svo lauslega skýrslu um málið á fundinum þann 15. okt. og lét þess þá strax getið að ég teldi óafsakanlegt af bankastjórninni að reyna ekki að benda á einhverjar leiðir til að draga úr gjaldeyrisnotkuninni, þar sem ekki væri fyrirsjáanlegt að hægt yrði að auka gjaldeyr- inn með lántökum, enda vafasamt að það væri gerlegt eins og horf- urnar væru, þó að lán væri fáan- legt. Ég lét þess jafnframt getið, að ég hefði í hyggju að kalla sam- an bankaráðsfund eftir tvo daga og leggja þá fyrir fundinn tillög- ur um að gengisnefnd tæki í sín- ar hendur allan gjaldeyri fyrir út- fluttar afurðir, og að skora á ríkisstjórnina að leggja bann við innflutningi á óþörfum og lítt þörfum vörum, ef ekki kæmi fram aðrar uppástungur, sem líklegri væru til að draga úr þeim gjald- eyriserfiðleikum, sem sýnilegir væru framundan. Magnús Jónsson segir, að á þessum fundi hafi komið í ljós, að meiri hluti bankaráðsins hafi ver- ið á móti innflutningshöftunum. Ég minnist þess ekki um neinn nema M. J., enda innflutnings- höftin ekki mikið rædd á þessum fundi. Á fundinum 17. okt. lagði ég fram tillögur þær, sem áður eru nefndar. Ég skoðaði gjaldeyrismálið sem almennt mál, en ekki eingöngu sem sérmál bankans, sem aðrir mættu ekki greiða atkvæði um en bankaráðsmennirnir. Tilgangur minn var, jafnframt því að skýra fjármálaráðherra frá gjaldeyris- horfunum eins og ég leit á þær, að bera fram ákveðnar tillögur í málinu. Og mér fannst, eins og á stóð, alveg sjálfsagt að leita at- kvæða bæði bankaráðsmanna og bankastjóranna um tillögurnar. Bankastjórarnir bera hitann og þungann af rekstri bankans og er auðvitað algengt að þing og stjórn leiti álits þeirra um ýms mál án þess að leita til banka- ráðsins*). Ég get því ekki fund- ið að ég við meðferð málsins hafi á nokkurn hátt brotið á móti anda eða bókstaf Landsbankalaganna, þó Mbl. og Alþbl. hafi vítt þessa meðferð á málinu. Á fundinum kom engin upp- ástunga eða tillaga fram um neina aðra leið til að draga úr fyrirs j áanlegum gj aldeyriserfið- leikum, nema það, sem fólst í til- lögum mínum. Fyrri tillaga mín, um að gengisnefnd taki gjaldeyri fyrir útfluttar vörur í sínar hend- ur, var samþykkt með samhljóða atkvæðum bankaráðsmanna og bankastjóra, en atkvæði um síð- ari tillöguna, um innflutnings- höftin, féllu þannig, að með til- lögunni greiddu atkvæði tveir bankaráðsmenn og tveir banka- stjórar, einn bankastjórinn greiddi ekki atkvæði, en á móti þrír bankaráðsmenn. Strax að loknum fundinum sendi ég fjármálaráð- herra afrit af fundargerðinni ásamt yfirliti því, sem ég hafði gert um gjaldeyrishorfurnar. Morgunblaðið og Alþbl. hafa bæði sagt að Landsbankinn hefði lagt á móti innflutningshöftunum, og vilja telja það ranghermi hjá fjármálaráðherra, að hann segir höftin vera sett „í samráði við Landsbankann". Þessi ummæli ráðherrans eru alveg rétt, enda lítur út fyrir, að Mbl. finnist eitt- hvað þurfa um þetta að bæta og hefir nú blaðið breytt ummælun- um þannig, að sagt hafi verið, að höftin sé sett „eftir tillögum Landsbankans"! Það er nokkuð eftirtektarvert hvernig snúizt er við þeim ráð- stöfunum, sem gerðar hafa verið af ríkisstjórnarinnar hálfu í gjald- eyrismáhnu. Sú sjálfsagða ráðstöfun hefir verið gerð að Gengisnefnd fái í sínar hendur, til ráðstöfunar handa bönkunum, allan erlendan gjaldeyri, sem inn kemur fyrir útfluttar afurðir. Með þessu eru þó eigendur gjaldeyrisins, útflytj- endur landsins, sviftir umráða- rétti yfir lögmætri eign sinni. Formælendur sjálfræðisins í verzlun og viðskiptum greiða at- kvæði með þessu, og kaupmanna- blöðin, Mbl. og Alþbl., haía ekk- ert við þetta að athuga. En þeir hinir sömu ætla af göflum að ganga út af því, að reynt sé að reisa skorður við innflutingi á harmonikum, sælgæti og allskonar þarflausu glingri til þess að spara hinn mjög takmarkaða gjaldeyri, eftir því sem unnt er, svo minna þurfi að draga úr fram- leiðslu þjóðarinnar í nánustu framtíð. Heilskygnum mönnum getur ekki blandast hugur um það, að af hinu óheyrilega lága verði á framleiðsluvörum lands- manna hljóta að stafa gjaldeyris- örðugleikar. Nú er vitanlega um tvær leiðir að velja fyrir bankana, að draga sem allra minnst úr lánum til verzlunarinnar og láta gjaldeyrisskortinn bitna á fram- leiðslunni. Eða þá hitt, að gera sitt til að sporna við innflutningi þarflítils og óþarfs varnings og geta þá veitt framleiðendum sem því svarar meira stuðning. — Ég er ekki í neinum vafa, hvor stefn- an er hollari þjóðinni. Eitt af því, sem mótstöðumenn innflutingshaftanna hafa haldið fram, er að þau veiki lánstraust landsins í útlöndum. Um þetta má þrátta fram og aftur. Ég er sann- færður um að þau muni fremur styrkja en veikja lánstraustið, og virðast atvik, sem skeð hafa þessa síðustu daga, einmitt eftir að höftin komu, benda í þá átt að ekki hafi traust erlendra banka á Islandi rýrnað við þessar að- gerðir. Þess má líka geta, að flest- ar aðrar þjóðir gera sér nú mik- ið far um að draga sem allra mest úr innflutningi á erlendum varn- ingi. Frakkar hafa innflutnings- höft, meðal annars á matvælum. Ríkisbankinn norski hefir -sent út áskoranir til bankanna og almenn- lings að hindra innflutning allra vara sem hægt er án að vera á meðan kreppunni léttir ekki af, og mikil umræða var um það í Bretlandi fyrir kosningarnar, að hefta innflutning óþarfa varnings, annað hvort með tollum eða á annan hátt. En engu skal um það spáð hvað gert verður í því efni. Við erum engin undantekning, Islendingar, þótt við reynum að búa sem mest að okkar eigin, cg hindra innflutning á óþarfa. Væri eku úr vegi að við létum yíir- standandi kreppu kenna ok'-iur að nota inniendar framleiðsluvórur meira en hingað til hefir verið gert, og gæta meiri spun«,;ltr á óllum fcviðum en gert hefir verið síðustu 10—15 árin. Allar skyn- samlegar sparnaðarráðstafanir á erfiðleikatímum auka traustið en rýra það ekki. *) M. J. lét þess getið við umræð- urnar um innflutningshöítin, „að hann hefði ekki vit á þessu" og latti þið mig ekki að bera tillögurnar líka undir atkv. bankastjóranna. J. Á. Svo sem vænta mátti hefir Mbl. fundið ástæðuna fyrir því að innflutningshöftin voru sett á. Ástæðan var Sambandið. Það er nú svo sem ekki að því að spyrja, að ef eitthvað næðir ónotalega um Morgunblaðsmennina, þá er það Sambandinu að kenna. Eftir skýringu Morgunblaðsins eru inn- flutningshöftin sett á vegna kaup- félaganna. Nú er það vitanlegt, að vörur þær, sem bannaðar verða og takmarkaðar, eru ein- mitt þær vörur, sem seldar eru með mestum hagnaði. Hvernig geta kaupfélögin grætt á því að hætta að verzla með þessar vör- ur? Morgunblaðið segir að kaup- félögin sé svo illa stæð að þau geti ekki flutt inn nema mjög takmarkað vörumagn. En úr því þau, að dómi Morgunblaðsins, geta flutt eitthvað inn, hvers- vegna ættu þau þá ekki að flytja inn þær vörur, sem seljast með mestum hagnaði? Eða er Mbl. þeirrar skoðunar, að skylda kaup- félaganna sé að flytja aðeins brýnustu nauðsynjavörur inn í landið, en kaupmenn eigi aS verzla með glingrið? Þessi rökfærsla Morgunblaðsins sannfærir líklega fáa um það, að innflutningshöftin sé sett vegna Sambandsins. Mbl. hefir aftur byrjað á róg- burði sínum um fjárhag Sam- bandsins. Hefir það hvílt sig frá þeirri iðju um skeið. Ég ætla ekki að svara blaðinu, en aðeins geta þess, að skuldir Sambandsins voru iægri 1. þ. m. en á sama tíma í fyrra og læt ég ósagt að svo sé háttað um mörg verzlunar- fyrirtæki í landinu. Ég get ekki neitað því, að ummæli Mbl. um fjárhag Sambandsins vekja hjá mér mikla löngun til að sjá sam- anburð á fjárhag þess og nokk- urra af „stærstu innflytjendum landsins", sem sitja í Reykjavík. „Þeir hafa, með eigin fé*), ann- ast mikinn hluta af innflutnings- verzlun landsmanna", segir Mbl. í ritstjórnargrein 29. þ. m. Vili Mbl. ekki nefna nokkra af þess- um „stóru innflytjendum"? Jón Árnason. --------O-------- Alþýðublaðið og íslenzk sanninnufélög Sú nýlunda hefir gerst hér á landí í sumar, haust og vetur, að blað hér í bænum, sem verkamannaflokkur- inn gefur út, hefir flutt hvað eftir annað illgjarnar og ósannar greinar um íslenzk samvinnufélög. þetta blað hefir hvað eftir annað haldið því fram, að starfsemi kaupfélaganna hafi haft í frammi einskonar kosninga- svik, með því að kúga einhverja af kjósendum landsins til að kjósa til Alþingis með einhverjum hætti móti sannfæringu sinni. Og nú eftir að stjórnin notar lögin frá 1920 um inn- flutningshöft, til að bjarga greiðslu- getu landsmanna erlendis, þegar ó- dæma verðfall hefir komið á allar vörur landsmanna, þá íullyrðir Al- þýðublaðið, samhliöa hinu haturs- fulla málgagni ísl. kaupmanna, Mbl., að kaupfélögin og Samband ísl. sam- vinnufélaga hafi látið landsstjórnina setja á innflutningshömlur til að bjarga kaupfélögunum úr beinum fjárhagsvoða. Enginn er hissa á þótt Mbl. flytji ósannindi um samvinnufélögin. Sú iðja er lífsstarf blaðsins. f hópi stuðningsmanna þess blaös eru ná- lega allir þeir menn hér á landi, sem er illa við sjálfbjargarviðleitni neyt- endanna í landinu um allskonar verzlunarmál. Og sú skoöun að ekkert sé gert með það sem Mbl. og ísafold segja, ér svo almenn, að hitt dagblað milliliðanna, Vísir, hefir ný- lega lýst yfir því skýrt og skilmerki- lega, að ekki þýddi að senda blöð Valtýs Stefánssonar og félaga hans út um land. Ef blöð ættu að gagna málstað eyðslustéttanna út um sveit- irnar, yrðu gáfaðir og vel færir menn að skrifa þau. En hitt er í sjálfu sér meiri furða að bandalag verkamannaleiðtoganna við Ólaf Thors og Jón po'rL síðast- liðið vor, skuli hafa gert blað ís- lenzkra verkamanna að hreinum og beinum skynskiftingi í samvinnu- málum. I öllum nágrannalðndunum reyna skynsamir verkamannaleiðtogar að mynda kaupfélög til hjalpar verka- mönnum í lífsbaráttunnL Og allir sómasamlegir leiðtogar verkamanna í Englandi, þýzkalandi, Danmörku, Svíþjóð og Noregi standa i hinum nánustu vináttu- og þakklætistengsl- um við kaupfélögin í átthögum sín- *) Leturbr. mín. J.Á.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.