Tíminn - 31.10.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.10.1931, Blaðsíða 2
232 TlMINN Framsóknarfélag Reykjavíkur. heldur fund í Kaupþingssalnum kl. 4 síðdegis á morgun (sunnu- dag). — Hannes Jónsson dýralæknir hefur umræður um innflutn- ingshöftin. FÉLAGSSTJÓRNIN. Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavik Aðalfundur félagsins verður haldinn í Sambandshúsinu, þriðju- daginn þ. 3. nóvember 1931 kl. 8V2 e. h. Fundarefni: 1. Lagabreytingar og stjórnarkosning. 2. önnur félagsmál. Félagar, mætið vel og stundvíslega. Félagsstjórnin. um. Fyrir skömmu sagði einn af vitrustu þingmönnum socialista í Skandinaviu, að þegar flokkur hans kæmizt í algerðan meirihluta í þing- ;! inu, þá yrði reynt að fá kaupfélögln | til að taka að sér sem allra mest at verzluninni og iðnrekstrinum, til að komast hjá eiginlegum ríkisrekstri. En hér verður alveg hið gagnstæða uppi á teningnum. Blað verkamanna, sem á að berjast fyrir sönnum hags- munum fátækustu stéttarinnar i landinu, gerir sig að undri með þvi að fjandskapast við samvinnuhreyf- inguna, sem frekar en nokkur önnur stefna getur bætt lífskjör þeirra og mannfélagsaðstöðu. Slíkt syndafall hjá leiðtogum verkamanna er aðeins hugsanlegt í landi þar sem forkólfar socialista hafa lagt höfuð sín yarnar- laus í kjöltu Ólafs Thors og Jóns porlákssonar. Athugum nú rök Alþbl. í þessum tveim árásarmálum á kaupfélögin. Tökum fyrst dylgjur um að kaupfé- lögin hafi aflað samvinnuflokknum kjörfylgis með verzlunarkúgun. Hvar eru rökin? þau sjást hvergi. Alþýðu- blaðið hefir ekki enn nefnt eitt ein- asta dæmi um „verzlunarkúgun" frá hálfu forvígismanna kaupfélag- anna. Blaðið hefir flutt um þetta mál róg, dylgjur og ósannindi en ekki rök. Og ástæðan er augljós. ís- lenzkir samvinnumenn hafa aldrei notað verzlunarkúgun-, hvorki í sam- bandi við kosningar eða önnur mál- efni. Sigrar samvinnumanna eru unnir með gagnstæðum vopnuin. Samvinnufélögin hafa kennt þús- undum af sundruðu alþýðufólki að vinna saman um innkaup og af- urðasölu, um vöruvöndun, um vissar framkvæmdir í iðnaði og siglingum. í skjóli þessara samtaka hefir þús- undum af borgurum landsins vaxið kjarkur og manndómur, trú á land- ið og trú á þjóðina. í skjóli sam- vinnufélaganna hefir myndazt hinn sterkasti og stærsti umbótaílokkur, sem nokkumtíma hefir starfað hér á landi. Og sá álitsauki sem þjóðinni hefir hlotnazt hjá öðrum menntuð- um þjóðum, við umbætur síðustu ára, andlegur og efnalegur, er að langmestu leyti að þakka starfi kaupfélaganna, Sambandinu og sam- vinnuflokknum á Alþingi. það er þessvegna- um meiriháttar sögulega fölsun að ræða, þegar Alþbl. heldur að samvinnuflokkurinn hafi grætt atkvæði fyrir verzlunarkúgun i kaupfélögunum. — Kosningasigrar Framsóknarfl. eru að þakka frelsis- og menningarbaráttu samvinnufélag- anna og Sambandsins. En ósigur Alþfl. hinn síðasti er sérstaklega því að kenna, að fjöldi dugandi verka- manna horfði með lítilsvirðingu á þróttleysi Alþbl., á bandalag þess við Ólaf Thors, og ekki sízt fyrir athafna- leysi v.erklýðsleiðtoganna við að minnka dýrtíðina í landinu. En til að láta yfir ijúka í þessum málum, er hérmeð skorað á Alþbl., að rökstyðja dylgjur sínar um að Framsókn hafi aukið atkvæðamagn sitt með verzlunarkúgun í kaupfé- lögum. Geti blaðið það ekki, mun því vænst að nota rúm sitt til ann- ars en að flytja meira aí þessháttar kaupmennskuvamingi. Um innflutningshöftin segir Alþbl. 23. okt., að Sambandinu haíi legið á að koma á höftunum „til þess að breiða yfir þrot það sem mörg kaup- iélög eru komiu í vegna gegndar- lausrar útlánsverzlunar“. Daginn eftir endurtekur blaðið sömu stað- lausu ósannindin nálega með sömu orðum. Mbl. hefir síðar bergmálað þessa uppgötvun socialistablaðsins. En Alþbl. hefir gefið þpóðinni enn meiri fræðslu um félagsmálaþroska þeirra, sem að blaðinu standa. það segir um innflutningshöftin: „Frá Alþýðuflokkssjónarmiði verða innilutningshöftin eingöngu að skoð- ast út frá því, hvort þau gagni eða skaði verkalýðinn". Svo mörg eru þessi orð. Samband- ið á aö hafa sett á innflutningshöft af því að kaupfélögin séu skuldug, af því þau hafi útvegað félagsmönn- um sínum fé að láni í kreppunni. Gætum nánar að. Lögin um heim- ild til að hefta innflutning óþarfa vamings em frá 1920. Jón Magnús- son var þá stjómarforseti og M. Guð- mundsson hans hægri hönd. Hvomg- ur þeirra var kaupfélagsvinur. Báðir voru þeir nánir fylgifiskar Mbl. Magnús Guðm. beitti sér á Alþingi fyrir að fá heimild þessa, og fékk hana. Og heimildin var notuð í sin 5 ár, seinast af M. Guðm. sjálfum sem atvinnumálaráðherra, sem þá starfaði við hlið Jóns porl., sem orð- inn var fjármálaráðherra. fhaldið bjó til lögin um höftin, og beitti þeim í mörg ár. Og ástæðan til þess að T. M., M. Guðm. og Jón þorl. notuðu höftin var alls ekki nein ofur- ást á kaupfélögum landsins.. Heldur ekki af fjandskap við kaupmenn landsins með því að áðurnefndir íhaldsleiðtogar vom í mesta máta þegnlegir vinir kaupmanna. íhalds- menn bjuggu til höftin og notuðu þau árum saman nákvæmlega af sömu ástæðu eins og núverandi landsstjórn til að verja þjóðina alla fyrirsjáan- legri hættu af gjaldeyrisskorti. það er mælt að núverandi lands- stjórn hafi spurt miðstjórnir íhalds- manna og socialista um viðhorf þess- ara flokka til innflutningshafta, er sett væru til að verja almenning fyrir hættu af verðhruni afurðanna. En það er fullyrt, að M.G. og J. þorl. hafi nú verið snúnir frá fyrri að- stöðu, og að vinir Alþbl. hafi gengið í slóðina, eins og stundmn áður, fylgt íhaldinu til þess sem ver gegndi. En M. Guðm. hafði skilið eftir þennan arf, lögin frá 1920, líklega eina arfinn frá allri sinni þingmanns- tíð, sem er nokkurs virði fyrir þjóðar- heildina. Og nú tók Framsókn vopnið upp og notar það með einhuga stuðn- ingi yfirgnæfanda meirahluta af borgurum landsins. En þegar Mbl. og Vísir fordæma innflutningshöftin, þá mega þau blöð aldrei gleyma, að það eru leiðtogar flokks þeirra, sem gerðu lögin frá 1920 og hafa lengst af not- að þau. Tveir af þrem bankastjórum Lands- bankans mæltu með að nota nú höft þessi til að verja fjárhagslegt sjálf- stæði landsins. Og sá þriðji greiddi ekki atkv. á móti till., bersýnilega af því hann hefir ekki álitið rétt að íordæma þessa gömiu varúðarreglu M. Guðm. Og sá bankastjórinn, sem mest beitti sér fyrir að nota höftin nú, almenningi til bjargar, er gamail stórkaupmaður, annar aðalstofnandi stærsta heildsölufirma í Reykjavik, sem rekið er á kaupmannavísu. Og það er vitað að hvorki hann sé aðrir af bankastjórum Landsbankans hafa nokkurntíma verið félagsmenn j nokkuru kaupíélagi. Sú staðreynd, að einn af fram- kvæmdarstjórum Sís var í bankaráð- inu, og greiðir atkv. með því að nota hið gamla bjargráð M. Guðm. sann- ar víst ekki að Sís hafi haft nokk- urra sérhagsmuna að gæta við höftin fremur en íhaldsmenn þeir er bjuggu lögin til, og gamlir stórkaupmenn, sem álíta höft nú bjargráð fyrir landið. Sannleikurinn er sá, að kaupfélög- in og Sís hafa engin afskipti liaft af haftamálinu nú, fremur en 1920 eða 1924. þegar M. G. notaði þetta sparn- aðarúrræði. Allar dylgjur kaup mannablaðanna um þetta atriði eru undirstöðulaus ósannindi, annaðhvort sett fram af miklum illvilja eða mikilli heimsku. Innflutningshöftin eru sett vegna kreppunnar, vegna þess að útfluttar vörur landsmanna seljast dræmt, og íyrir óvenjulega lágt verð. Ef fluttur er inn óþarfi, og gjaldeyrir landsins að verulegum mun notaður til að greiða hann erlendis, hlýtur að koma að því að gjaldeyri vanti til að borga lífsnauðsynjar almennings. Ef gjald- eyri skortir til að borga lögmætar crlendar kröfur, þó að mikið af þeim kynni að vera fyrir glingur og óþarfa, þá fellur krónan meir en orðið er. Enginn getur sagt hve mikið. Óskur Alþýðublaðið þessara tveggja góðu hluta til handa verklýðnum, auknu óákveðnu hruni krónunnar og hung- ursneyð, sem fyrst myndi bitna á hinum fátæku i kaupstöðunum, sem ekki hafa sjálfstæða framleiðslu, ef ekki væri til gjaldeyrir í þjóðbank- anum til lúkningar á matvöruskuld- um? Hin almennu brigsl Alþbl. til kaup- félagsmanna um skuldir eru bæði ódrengileg og órökstudd. Hér hafa verið kreppur fyr en nú, og bankar tapað fé hjá atvinnurekendum og verzlunum, en reynslan er sú, að af öllum miljónatöpum bankanna stafar aðeins hverfanda lítið frá samvinnu- félögum. Og ekkert bendir til að reynslan muni verða önnur nú, einkum þegar þess er gætt, að kaupfélögin hafa á undanförnum árum á ýmsan hátt bætt efnahag sinn bæði með auknuin sjóðeignum og breyttum framleiðslu- háttum. Ódrengileg er aðdróttun þessi enn- fremur af því að Alþýðublaðið sjálft hefir gert sitt til að gera samvinnu- erfitt fyrir. Alþbl. hefir stutt að þvi að gera framleiðsluna dýra í landinu, líka hjá bændastétt landsins. En Albþl. hefir verið athafna og áhugalaust um að minnka dýrtiðina í kaupstöðum landsins. En það er hið uppskrúfaða verðlag í kaupstöðunum, sem hefir lamað alla framleiðslu til lands og sjávar, en um leið haldið verka- mönnum á barmi neyðarinnar. Fjand- skapur Alþbl. við samvinnustefnuna og kaupfélögin er sprottin af dæma- íáu getuleysi blaðsins til að sjá hver eru hin söniiu bjargráð verkalýðs- ins. Að lokum sýna hin tilfærðu um- mæli Alþbl. um það að socialastar cigi eingöngu að líta á höftin frá sjónarmiði vissrar stéttar, að flokkur þeirra er á góðri leið yfir í ábyrgðai- leysi kommúnismans. Eftir kenningu Alþbl. eru samherjar þess ekki ís- lendingar, ekki borgatar í landinu, og líklega l.clzt ekki menn með holdi og blóði, heldur socialistar, sem eru þó um lcið einskonar „undirsæng'* lijá broddum íhaldsins. Alþbl. virð- ist halda, að ef höftin geri grammo- fónplötur og silkisokka eitthvað dýr- ari, meðan kreppan er mest, þá sé það tordæmanlegt frá sjónarmiði verkalýðsins. Aftur finnst blaðinu það verkalýðnum óviðkomanda þó að gjaldeyrir landsins gangi til að borga silki og glymskrattaplötur, og ekkert sé t il fyrir kornvöru lianda þjóðinni, þar á meðal verkalýðnum. Greinar Alþýðubl., þær sem drepið hefir verið á hér að framan, sýna að þetta málgagn stendur á allt öðru þroskastigi heldur en samskonar blöð hjá öðrum þjóðum. Annarsstaðar hafa leiðtogar socialista samvinnu- stefnuna í hávegum og styðjast mjög við árangur af starfsemi kaupfélaga og samvinnusambanda. Hér flytur Alþbl. ósannindi og rætnar greinar um kaupfélögin og Sambandið, alveg eins og þetta blað væri aumasta am- bátt Garðars Gíslasonar eða Jóns þorlákssonar. í öllum næstu löndum taka socialistar (auðvitað elcki kom- múnistar) þátt í umbótabaráttu nú- tímans með öðrum framfaraflokkum. I Danmörlcu er stjórn socialisía, sem gætir í einu liagsmuna verkalýðsins og þjóðarheildarinnar. Hér predikar blað socialista, að þvi og flokki þess komi ekkert við þjóðarhagsmunir, heldur þrengstu flokkshagsmuna- sjónarmið. En þetta sjónarmið Al- þýðubl. breytist með málunum. þeg- ar atvinnuleysi ber að höndum í bæjunum, þá vill blaðið að aðrar stéttir leggi fram peninga til að hjálpa verkamönnum yfir erfiða tíma. En endranær virðist það vera skoðun Alþbl., að það eigi að ein- angra verkamenn frá öðrum stéttum og þjóðarheildinni í þau fáu skifti, þegar verkamönnum kynni að vera gagn að einangrun, en að aftur á móti eigi að hrópa sem hæst um „samábyrgð þjóðfélagsins" þegar verkalýðurinn getur haft eitthvert beint gagn eða stuðning af öðrum stéttum. Að öllu samtöldu er þessi herferð Alþbl. gegn kaupfélögunum og Sam- bandinu eitt af átakanlegustu dæm- unum um heimsku og vanþekkingu sem á siðustu tímum hefir gætt í ís- lenzku þjóðlífi. Samvinnumaður. Orðsending. í 50. tölubl. Tímans þ. 4. júlí þ. á. stondur auglýsing frá Kjartani Ólafs- syni augnlækni um, að hann dvelji á Egilstöðum 13.—16. ágúst. í tilefni af auglýsingu þessari kom ég undirrit- aður ásamt nokkrum öðrum að Egils- stöðum þ. 15. ágúst s. 1. til þess að finna nefndan augnlækni, en þá var hann horfinn þaðan burtu, án þess að nokkur á heimilinu vissi hvert hann hafði farið. Sumir af sjúkling- um þessum hurfu að kvöldi þ. 15. burtu írá Egilsstöðum, en jeg beið íil næsta morguns og vissi þá heldur enginn neitt um það, hvar auga- læknirinn væri niðurkominn, svo ég áleit þá til einskis að bíða lengur, þó illt væri, að vera á dýrum tíma gabbaður yfir tvær brattar heiðar. Sanngjai’nt virðist að augniæknirinn borgaði öllum þeim sjúklingum. sem fyrir gabbinu urðu, viðunanda ferða- kostnað. Stakkahlíð, 20. ágúst 1931. J. Baldvin Jóhannesson. Ofaníát enn. Mbl. og vínveitingamáliS. í Mbl. .. þ. m: birtist i Mbl. grein með yfirskriftinni: „Hvað er að gjör- ast á Hótel Borg?“ í grein þessari var því dróttað að Hermanni Jónas- syni lögreglustjóra, að hann myndi liggja undir álcæru fyrir óleyfilega áfengisneyzlu á Hótel Borg og bæri honum þvi að víkja sæti sem rann- sóknardómara í réttarhöldum þeim, er fram hafa farið út af vínveiting- unum á nefndu hóteli. Hermann Jónasson hvað þegar í stað niður dylgjur þessar með yfir- lýsingu um, að slúðursaga Mbl. um kærur á hendur honum væri til- hæfulaus með öllu. Lét hann stefnu- votta birta ritstjórunum leiðrétting- una og knúði þá þannig til að láta hana koma fram opinberlega í blað- inu. Jafnframt því að knýja Mbl. til að birta ofangreinda leiðréttingu, stefndi lögreglustjórinn ritstjórunum til ábyrgðar fyrir aðdróttanir í sinn garð sem dómara. Kom málið fyrir sátta- nefnd s. 1. þriðjud. 27. þ. m. Mætti Jón Kjartansson þar fyrir sína hönd og Valtýs. Fer hér á eftir svohljóð- andi: „Útskrift úr sáttabók Reykjavíkur. Árið 1931, þriðjudaginn 27. október, hélt sáttanefnd Reykjavíkur fund á venjulegum stað og tíma. Var þá tekið fyrir málið 426/1931 Hermann Jónasson gegn Jóni Kjartanssyni og Valtý Stefánssyni út af meiðandi og móðgandi aðdrótt- unum i 244 tbl. 18. árg. Morgunblaðs- ins. Kærandi mælti sjálfur og sýndi kæruskjal. Kærður Jón Kjartansson mætti fyrir sína hönd og Valtýs Stefánssonar, og sýndi umboð hans. Sátta var leitað og varð sú sátt, að Jón Kjartansson lýsir yfir því f. h. ritstjórnar Morgunblaðsins, að um- rædd grein hafi verið birt vegna sögusagna, sem gengu um bæinn, en í henni hafi ekki átt að felast nein meiðandi aðdróttun til lögrgelustjóra Hermanns Jónassonar sem embættis- manns*). Kærandi lýsir þvi hins veg- ar yfir, að Morgunblaðið muni, sem önnur blöð, fá aðgang að gögnum Borgaimálsins að rannsókn lokinni. Sættin birtist í Morgunblaðinu á morgun. Sátt þessa undir rita aðilar ITermann Jónasson. Jón Kjartansson. Sáttafundinum slitið. Árni Sigurðsson. Jón Sigurðsson. Rétta iitskrift staðfestir í sáttanefnd Reykjavíkur, 27. okt. 1931 Árni Sigurðsson." Hingað til hefir það verið almanna- rómur, að þrennt væri óteljanda á íslandi. Bráðum bætist hið fjórða við: Ofaníát Morgunblaðsins. Almenningi er enn í fersku minni, hvernig þeir Jón og Valtýr, jafnskjótt sem farið var fram á, buðust til að éta ofan í sig óhróðurinn um Pálma Hannes- son rektor. Nú fyrir fáum vikum hafa þessir sömu menn jafn greiðlega og tregðulaust játað að hafa farið með staðlausar lygar um búskipti þórðar Eyjólfsonar lögfræðings. Og nú síðast éta þeir ofan í sig hinn ódrengilega áburð á lögreglustjórann, og segja, að dylgjur þeirra hafi „ekki átt að vera meiðandi fyrir hann sem embættis- mann“, með öðrum orðum, að rit- *) Auðkennt hér. stjórarnir hafi ekki skiIiS þaS, sem þeir höfðu sjálfir skrifað! Svo langt eru nú þessir vesalingar leiddir í virðingaleysinu fyrir sjálf- um sér og baráttuaðferð síns eigin blaðsl ]3að getur oftlega ltomið fyrir, að staðhæfingar um menn og málefni séu fyllilega réttmætar, þó að ekki sé unnt að sanna þær frammi fyrir dómstólunum, svo að fullnægt sé ítr- ustu lagakröfum í því efni. Mun það sannmæli allra góðra drengja, að betra sé að þola sektir í slíkum til- fellum, en að „láta satt kyrrt liggja“. Drenglyndir menn og einarðir þurfa aldrei að taka orð sín aftur og gjöra það aldrei, ekki einu sinni framml fyrir dómstólunum. En þeir pólitísku sveitarlimir, sem nú stjórna blöðum íhaldsins hafa sínar eigin aðferðir í þessum efnum. Hæfileikar þeirra til að segja ósatt og óttinn við að standa reikningsskap frammi fyrir heiðarlegum mönnum, vega salt á „kærleiksheimili" íhalds- ins! ---O---- Leíðrétting. Morgunblaðið hefir síðasta laugar- dag haft eftir mér þessi ummæli: „Innflutningshöftin eru sett í sam- ráði við Landsbankann, samkvæmt bréfi til landsstjórnarinnar frá bankaráði og bankastjórn hans“. Ummælin eru rétt höfð eftir. Morg- unblaðið flytur svo á þriðjudag „leiðréttingu" frá Magnúsi Jónssyni guðfræðiprófessor, þar sem hann segir: „Hver maður sem les þessi orð, hlýtur að skilja þau þannig, að „Landsbankinn" eða „bankaráð og bankastjórn lians'' sé fylgjandi þess- um innflutningshöftum og hafi i nefndu bréfi „lagt" með þeim. En þetta er alls ekki rétt“ o. s. frv. í umræddu bréfi frá Landsbankan- um til ríkisstjómarinnar stendur svo: „Bankastjóm (= bankaráð og bankastjórar)*) Landsbanka íslands skorar á ríkisstjórnina að gjöra nú þegar eftirfarandi ráðstafanir: 1....................... 2. Að gefa út bráðabirgðalög, sern banni innflutning á öllum óþörfum og lítt þörfum vörum" o. s. frv. þess er og getið í bréfinu, að þessi annar liður -áskoranarinnar hafi ver- ið samþykktur með 4:3 atkv. en einn hafi ekki greitt atkvæði. Ummæli mín við Morgunblaðið eru því fyllilega réttmæt. þar er haldið óbreyttu orðalagi Landsbankabréfs- ins og talað um „bankaráð og banka- stjóm" í sameiningu. í Landsbánkalögunum er svo fyrir mælt, að bankaráð og bankastjórn skuli greiða atkvæði sameiginlega um tiltekin mál, t. d. um vexti, og formaður bankaráðsins hefir tjáð mér, að hann hafi talið sjálfsagt að bankastjórn hefði atkvæði með bankaráði í umræddu máli, þar sem það var almenns eðlis. Er það og eðlilegt að bankastjórnirnar taki þátt í atkvæðagreiðslu með bankaráði, þegar um gjaldeyrisverzluii er að ræða og þau mál, sem hana snerta, því gjaldeyrisverzlunin og fram- kvæmd hennar heyrir alveg sérstak- lega undir þá. Ekki er þess getið í bréfi Landsbankans til ríkisstjómar- innar, að nein mótmæli eða um- kvörtun hafi komið fram á fundi bankaráðsins gegn þessari tilhögun atkvæðagreiðslunnar, enda hefi ég *) þannig í bréfinu og fundargerð bankaráðsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.