Tíminn - 07.11.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.11.1931, Blaðsíða 1
tElnians er í Scefjaraötu 6 a. (Dpin baa\eo,a' fl. 9—6 Sirili 2353 (ðjaíbleti og afarcioslumaour Címani « Kannpeig porsteinsbóttlt, £crl jargötu 6 a. IfoffjaÐÍf. XV. árg. Reykjavík, 7. nóvember 1931. 69. blað. Tveír dómar í áfengísmálum. Ðómarnir. Síðastl. þriðjudag, 3. þ. m., kvað lögreglurétturinn í Reykja- vík upp dóm í tveimi áfengismál- um, sem talsverða athygli hafa vakið hér í bænum, en það eru mál forstöðumannanna á gisti- húsunum Hótel Borg og Hótel Skjaldbreið, sem hvorirtveggju voru sakaðir um óleyfilega með- ferð áfengis. Níðurstöður dóm- anna eru svohljóðandi: Dómurinn í Borgar-málinu. „Kœrður, Jóhannes Jósefsson, sœti 5000 króna sekt er renni í ríkissjóð og komi einfalt fangelsi í stað sekt- arinnar í 4 mánuði ef hún verður ekki greidd innan 30 daga frá lögbirt- ingu dóms þessa. Hann skal og sviftur gistihúss- og veitingaleyfi í 6 mánuði frá lögbirtingu dóms þessa að telja. Kœrð, frú Karólína Jósefsson, sœti 1500 króna sekt, er renni í ríkissjóð, og komi einfalt fangelsi í 50 daga i stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 30 daga frá lögbirtingu dóms þessa. Kærður, Jóhannes, greiði allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum ber að fullnægja að viðlagðri aðför að lögum". Dómuriim í Skjaldbreiðar-málinu. „Kærður, Erik Bernhard Andree Olsen, sæti 2000 króna sekt til ríkis- sjóðs og komi einfalt fangelsi í 35 daga í stað sektarinnar, sé hún ekki greidd innan mánaðar frá lögbirt- ingu dóms þessa. Hann skal sviftur gistihúss- og veitingaleyfi slnu í 4 mánuði frá lögbirtingu dóms þessa. Loks greiði hann allan kostnað sakarinnar. Dómi þessum skal fullnægja með aðför að lögum". Ákærðu lýstu yfir því þegar í stað, að af þeirra hálfu yrði dóm- unum eigi áfrýjað. Dómsmála- ráðuneytið ákvað sama dag að áfrýja ekki fyrir sitt leyti. Að fengnum þessum yfirlýsingum, gaf lögreglustjóri þegar í stað skipun um, að þessum tveim gistihúsum yrði lokað. Fram- kvæmdi lögreglan lokunina seinna hluta sama dags, á þriðjudag. Er Jóhannes Jósefsson, svo sem greint er frá hér að framan, sviftur veitingaleyfi næstu 6 mánuði og E. B. A. Olsen næstu 4 mánuði. Vínveitingaleyfið. Veitingamaðurinn á Skjaldbreið hafði ekki leyfi til vínveitinga. Allar vínveitingar, sem farið hafa fram á þeim stað eru þessvegna ó- löglegar. Veitingamaðurinn skýrði frá því í réttinum, að hann hefði aðallega selt Spánarvín, og hefði hann hellt víninu í flöskur, sem venjulega eru notaðar undir óá- fengt öl, og látið bera það þann- ig fyrir gestina. Hótel Borg hafði hinsvegar vínveitingaleyfi á ákveðnum tímum dags, um matmálstíma um miðjan daginn og á kvöldin kl. 6i/2 til 9. 1 haust var þó vínveitingatímanum breytt, styttur tíminn um miðj- an daginn, en kvöldtíminn færð- ur til, þannig, að hann bæði byrjaði og endaði síðar en áður var. Lögbrot þau sem framin hafa verið á Hótel Borg, eru því aðallega í því fólgin, að vín hefir verið selt eða látið standa á borð- um eftir að hinn lögákveðni tími var liðinn. Þegar Spánarsamningarnir voru gjörðir 1921, var ákveðið, að vínveitingar skyldu leyfðar á einu gistihúsi í Reykjavík. Lengst af hafði Hótel Island þetta leyfi, enda var það þá aðal gisti- og veitingahús bæjarins. En um það leyti sem farið var að hefjast handa um undirbúning Alþingis- hátíðarinnar, varð mönnum það ljóst, að gististaðir þeir, er þá voru í bænum, hlytu að verða ófullnægjandi meðan á hátíðinni stæði og að þjóðin myndi naumast geta veitt gestum sínum viðun- anlegar móttökur eins og á stóð. Varð það þá að ráði, að ríkið og Rvíkurbær í sameiningu styrktu Jóhs. Jós., með ábyrgð, (þannig að bærinn þó ber hina endanlegu ábyrgð) til að koma upp nýtízku gistihúsi, sem á allan hátt væri í samræmi við annan viðbúnað vegna hátíðarinnar. Þótti þá sjálfsagt, að vínveitingaleyfið væri fengið því gistihúsi, sem þannig var að nokkru leyti á vegum ríkis og bæjar, og láta það njóta þess hagnaðar, sem gjöra mátti ráð fyrir, að yrði af vínsölunni. En daglegur leyfis- tími var þó látinn standa ó- breyttur eins og hann hafði áður verið. Dómur lögregluréttarins í Borgarmálinu er byggður á játn- ingu Jóhannesar Jósefssonar sjálfs og konu hans. Höfðu fjór- ir þjónar á hótelinu fyrir milli- göngu Felix Guðmundssonar sent lögreglustjóra skýrslu um vínveit- ingarnar, og játuðu þau hana í aðalatriðum rétta. Tók Jóhann- es fyrir réttinum á sig fulla ábyrgð á þeim ólöglegu vínveit- ingum, sem fram hefðu farið. Gegn þjónunum, sem selt höfðu áfengi, var ekki höfðað mál, og gengu þeir inn á sektir fyrir sína þátttöku í hinum ólöglegu vínveitingum. Skýrsla lögreglustjórans. Um það leyti, sem kunnugfc varð, að rannsókn hefði verið hafin út af vínveitingum á Hótel Borg, fóru að berast út um bæ- inn ýmsar ýktar eða tilhæfu- lausar sögusagnir um málið. Var því haldið fram í Mbl., að eftir- liti og rannsóknum hefði eigi verið fylgt fram, svo sem vera bæri. Lögreglustjórinn stefndi þá þegar ritstjórum Mbl., Jóni Kjartanssyni og Valtý Stefáns- syni, til ábyrgðar fyrir dylgjur í hans garð í því sambandi. Tóku ritstjórarnir dylgjur sínar afturá sáttafundi. Jafnframt birti lög- reglustjórinn ýtarlega skýrslu um málið eins og því var þá komið, og kom skýrslan út í dag- blaðinu Vísi dagana 23.-26. okt. sl. — 1 frásögn þeirri, er hér fer næst á eftir, er stuðst við þessa skýrslu lögreglustjórans. Eftirlit lögreglunnar. Sumarið 1930 var yfirþjónninn á Hótel Borg sektaður fyrir að hafa selt vín eftir lögákveðinn tíma, en fyrir rétti bar hann það fram, að hann einn ætti sök á þessari sölu, en húsbændur sínir ættu þar engan hlut að máli. í fyrravetur voru 3 menn sekt- aðir fyrir að hafa setið að ólög- legri víndrykkju á hótelinu, „en þessir menn báru það allir, að þeir hefðu komið með áfengið með sér inn í hótelið en ekki keypt það þar". Þá skýrir lögreglustjórinn frá því, að uppi hafi verið orðrómur um ólöglega sölu á hótelinu, en sannanir hafi skort, þegar til átti að taka. Segist hann hafa reynt að fá menn „snemma á síðast- liðnum vetri .... til að afla sannana um vínsölu hótelsins, en menn vildu ekki gefa sig í það", og „Island á enga leynilögreglu". Afskifti templara. „Þegar ekki var hægt að afla sannana um Vínsölu hótelsins", segir í skýrslunni, leitaði lög- reglustjóri til Péturs Zophonías- sonar þáveranda stórtemplars. „Sagði ég honum", segir lögreglu- stjórinn, „hvernig málið stæði og spurðist fyrir um það hjá honum, hvort hann ekki treysti sér til að útvega einhverja áhugamenn í áfengismálinu til þess að afla sannana um hótelið; hann lofaði að athuga það, en úr aðgerðum varð ekki. Þá átti ég tvívegis tal við Felix Guðmundsson og bað hann — seni ég vissi að oft hafði fengist við þessi mál áður með dugnaði — að útvega áhuga- menn, til þess að rannsaka fram- ferði hótelsins. Þetta bar heldur engan árangur. Það var að vísu rætt um þessi mál á stúkufund- um, menn voru ekki á eitt sátt- ir, ýmsir góðtemplarar vildu láta það duga, að gefa Jóhannesi á- minningu. — í þessu sambandi vil ég láta þess getið, að Felix hefir síðan sagt mér, að hann hafi ekki séð sér það fært, að. standa í því að útvega sannanir um framferðið á Hótel Borg, meðan hann sjálfur stóð fyrir Iðnó*), því það mundi hafa verið lagt illa út ....". í skýrslunni segir lögreglu- stjórinn ennfremur: „það sem ég varð mest af öllu var við er reynt var að afla sann- ana um vínveitingarnar í hótelinu var áhugaleysið. Menn virtust yfir- leitt vilja að þetta gengi sinn gang. En þegar góðtemplarar vildu ekki sinna því að afla sannana um vín- veitingar hótelsins, sneri ég mér til dómsmálaraðuneytisins og bað það að fá Friðrik Björnsson góðtemplara, sem hafði verið löggæzlumaður hér fyrir ofan bæinn — til þess að koma á kveldin við annan mann á hótel- ið og vita hvers hann yrði vís. Frið- rik gerði þetta, en ekki bar þetta verk hans neinn árangur. — Hann ritaði mér um þetta bréf, segir að óleyfileg vínsata muni fara fram i hótelinu, en treysti sér ekki til að sahna nein sérstök tilfelli". Fleiri menn sektaðir. Þá skýrir lögreglustjóri svo frá, að „tekizt hafi að fá menn til að gista .... á hótelinu og afla sannana um vínveitingarnar". Arangur þeirra eftirgrennslana var sá, að skrifstofustjóri hótels- ins var sektaður um 1000 kr., en hann neitaði ákveðið að eigendur *) Iðnó, samkomuhús Alþýðu- flokksins í Rvik, er notað til dans- skemmtana, leiksýninga o. fl. þess- háttar, og var Felix umsjónarmaður þess um þessar mundir. hótelsins hefðu verið í vitorði með sér. Seint á sumri 1931 átti lög- reglustjóri tal um málið við dómsmálaráðherra. Kvað ráð- herrann „sjálfsagt að reyna að afla sannana um meðferð hótels- ins á vínveitingaleyfinu, en lagði þó aðaláherzluna á það, að hann teldi sýnt, að vínveitingar hó- telsins myndu ekki komast í sæmilegt horf, fyr en vínveiting- artímanum yrði breytt og gæzlu- maður settur yfir vínin". Ósamhljóða framburður þjónanna. Þá bendir. lögreglustjórinn á það, að rannsókn málsins hafi verið sérstaklega erfið vegna þess, að starfsmenn hótelsins, sem hafi verið yfirheyrðir í rétti, hafi þrásinnis borið það fram, að Jóhannes Jósefsson og kona hans vissu ekkert um hina óleyfilegu áfengissölu. En undir lok rann- sóknarinnar báru þeir hið gagn- stæða. Þessu til sönnunar hefir verið birtur framburður Ólafs Jónssonar fyrv. yfirþjóns í rétti 25. sept., og þvínæst framburður sama manns í rétti nokkrum dög-. um síðar. Framburðurinn 25. sept. er svohljóðandi, orðréttur úr réttarbókinni: „Yfirþjónn á hótelinu kveðst yfir- heyrður hafa verið síðustu 8 mán- uðina, sem hann var þar. þennan tíma sem yfirheyrður var þjónn á Hótel Borg kveðst hann aldrei hafa orðið var við það, að þjónar hótels- ins seldu vín á óleyfilegum tíma. Hann kveðst heldur aldrei hafa vit- að til, að Jóhannes hóteleigandi eða kona hans, Karólína, hafi sjálf selt vín á ólöglegum tíma, hann kveðst heldur ekki hafa vitað til þess, að Jóhannes hafi hvatt þjónana eða eggjað þá að selja vín ólöglega. Yf- irh. kveðst ekkert vita um ólöglega áfengissölu á Hótel Borg, en held- ur því fram, eins og í greininni") stendur, að ef ólögleg áfengissala eigi sér þar stað, þá geti hún ekki farið fram án vitundar húsbændr anna, því að engir afgreiði vín i hendur þjónanna nema þau....... Yfirheyrður kveður þau hóteleigend- urna hafa verið mjög ströng með það að láta ekki vín úr kjallaranum eftir kl. 9 á kveldin, meðan yfirh. var þjónn á Hótel Borg. Kveður yfirh. það oft hafa komið fyrir, að þjónarnir hafi sent vínmiða niður nokkrar mínútur yfir kl. 9 og feng- ið miðann upp aftur með áletrun frúarinnar um það, að komið væri yfir tímann og vín fengist ekki..... Yfirh. kveðst engar upplýsingar geta gefið um ólöglega áfengissölu á Hótel Borg, hvorki af hálfu .þjóna né hóteleiganda. Yfirh. kveðst ekki geta bent a rieínn, sem geti gefið upplýsingar um áfengissölu af hálfu hóteleig- andanna nema helzt Guðjón Einars- son, ef hann geti skýrt frá hvernig hann hafi fengið vín það, sem hann hefir verið sektaður fyrir að seíja. Yfirh. kveður að hann hafi heldur aldrei vitað til að vín væri veitt á Hótel Borg eftir vínveitingatíma fyrri hluta dagsins". Nokkrum dögum síðar er svo sami maður aftur í yfirheyrslu. Um þá yfirheyrslu er bókað á þessa leið í réttinum: „Dómarinn bendir yfirh. á að hann hafi tvisvar ttiætt hér fyrir rétti áður vegna vínsölu á Hótei Borg, fyrra skiftið 15. apríl 1930, er hann gekkst inn á sekt fyrir að *) Grein, sem yfirheyrður hafði skrifað í Mbl. og varð tilefni til þess, að hann var kallaður fyrir rétt. hafa veitt eina flösku eftir löglegan vínveitingatíma, hafi hann ekk- ert blandað Jóhannesi við það mál. par til svarar yfirh. því, að Jóhannes hafi ekkert vitað um söl- una á þeirri flösku. Dómarinn bend- ir yfirh. þá á að í réttarhaldi 25. sept. s.l. hafi hann alveg þvertekið fyrir að Jóhannes Jósefsson eða kona hans seldu vín á óleyfilegum tíma, og ekki heldur getað bent á neina er fært gætu sönnur á það mal. Yf- irh. segist ekki hafa þorað að segja annað en þetta þá, vegna þess að hann óttaðist að þjónarnir á Borg mundu allir snúast a móti sér, og standa með Jóhannesi, en hann standa einn uppi með framburð sinn og ekki geta fært sönnur á hann". Þannig hefir fyrv. yfirþjónn, sem jafnframt er einn af þeim fjórum þjónum, sem skýrsluna gefa um áfengissöluna, sjálfur orðið tvísaga í réttinum. Gefur þetta nokkra hugmynd um, hversu erfitt muni hafa verið að afla sannana í málinu, og hversu erfið viðfangs rannsóknin yfir- leitt hefir verið. Það mun hafa vakið talsverða athygli meðal almennings í Rvík, hversu dómar þeir, sem lögreglu- rétturinn hefir kveðið upp yfir veitingamönnunum, eru strangir. Virðist refsingin hafa verið ákveðin sú þyngsta, sem lög gjöra ráð fyrir í slíkum tilfellum. Sjálfsagt vekur það ahnenna ánægju, hversu röggsamlega hef- ir verið unnið að rannsóknum þessara mála, og að lögunum skuli vera framfylgt til hins ítr- asta. En hitt er á vitorði alls þorra almennings í Reykjavík — og ein- mitt þessvegna vekja úrslit þess- ara mála sérstaka athygli —, að svipuð eða e. t. v. samskonar brot hafa verið framin fyr á árum, án þess að viðkomandi menn þá væru látnir sæta ábyrgð fyrir — á þeim tímum, þegar aðrir menn en nú höfðu yfirstjórn löggæzlunnar og dómsmálanna með höndum. Árásir Mbl. á lögreglustjórann og dómsmálastjórnina, meðan rannsókn málsins stóð yfir, bera það ótvírætt með sér, að aðstand- endur þess blaðs hafa búizt við, að mál þetta yrði látið sofna þeim langa svefni, sem hliðstæð mál jafnaðarlega enduðu í, á þeim tímum, þegar samherjar þess blaðs áttu lögum að ráða í land- inu. Það er heldur enginn vafi á því, að allur þorrinn af þeim „fínu mönnum", sem að Mbl. standa, eru í hjarta sínu sárgramir yfir því að Hótel Borg skuli hafa verið lokað, og að þeir hafa ekki bú- izt við, að svo myndi verða, en hinsvegar ætlað sér að nota linkind þá, sem þeir sjálfir óskuðu eftir, að sýnd yrði í þessu máli, til árása á pólitíska andstæðinga. Almenning í Reykjavík, sem. ekki á nema fyrir brýnustu lífs- nauðsynjum, og varla það, skiptir það ekki miklu máli persónulega, þó dýrasta veitingahús bæjarins sé lokað um stundarsakir. Verka- menn og sjómenn í Reykjavík sakna ekki „úrvalskvöldanna" á Hótel Borg, sem stofnað hefir ver- ið til af „betri borgurum" bæj- arins. En í hinu sællega Mbl.-liði er grátur og gnístran tanna. Það vita allir. Þeim, sem svo er ástatt um, mætti vera það til nokkurr- ar huggunar, að hagsmunir lands- ins og bæjarins, fára í þessu til- felh að nokkru leyti saman við

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.