Tíminn - 07.11.1931, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.11.1931, Blaðsíða 3
TIMINN Seyðisfirði, öðru sætinu í Norður- Múlasýslu, Skagafirði öllum, Vestur- Húnvatnssýslu, Ströndum, Vestur-ísa- fjarðarsýslu, Barðaströnd, Dölum, Rangárvallasýslu allri og Vestur- Skaftafellssýslu. pá veittu þeir aðal- ritstjóra sínum þungar ákúrur fyrir, að deila á kjördæmaskipunina. En þegar málstaður flokksins gerðist svo hraklegur að vígi hans í sveitum landsins féllu eitt af öðru, þá ærðust forsprakkarnir og allur þeirra ringl- aði her. íhaldsmennina íslenzku vantar ekki kjördæmi, til þess að vinna kosning- ar. pá vantar málstað. Og engin höfðatala réttlætir illan málstau. V. Finnst þér ekki von, að nokkur dapurleiki grípi jafnaðarmannafor- sprakkana íslenzku yfir kosningafrétt- unum frá Bretlandi? þar sjá þeir í stækkuðum dráttum, ímynd síns cig- in ráðleysis og sviksemi við málstað alþýðunnar í landinu. þegar for- sprakkarnir skriðu upp í flatsængina til höfuðfjenda verkamanna síðastlið- inn vetur, hlutu þeir hið mesta ámæli og málstaður þeirra meiri hnekki i kosningunum, en dæmi séu til áður um málstað nokkurs ílokks á landi hér. Nú fóru forsprakkar brezka verkamannaflokksins eins að síðastl. sumar. þeir gerðu bandalag við and- stæðinga sína, enda er ósigur flokks- ins svo greipilegur, að hann stendur nú í sömu sporum og fyrir 20 ár- um síðan. Eru ekki þjóðirnar að missa trú á jafnaðarmennskunni? Hún virðist. hvorki vera fugl né fiskur fremur en nýja guðfræðin. Jafnaðarmanna- stjórnir hafa setið við völd í sumum nágrannalöndunum. En livergi sést þess neinn staður. Allt er í sömu óreiðunni um atvinnumál og við skipti, fjandskapurinn sá sami innan þjóðfélaga og þjóða á milli. Hér á landi hefir jafnaðarmennskan ekkert vei’ið annað en glamur um kaup- gjaldsmál. Einu tilraunirnar, sem gerðar hafa verið, til þess að leysa hinn eiginlega vanda málanna, liafa orðið á leiðum samvinnunnar. Um alllangt skeið hefir hún leitast við að tryggja mönnum sannvirði í við- skiptum. Nú eru að hefjast. merki- legar tilraunir að finna réttlát hluta- skipti i útgerð. Heldurðu að hávaða- seggirnir í farafbroddi jafnaðar- mannaflóttans fagni slíkum tilraun- um. Við bíðum og sjáum. VI. Mér þykir nýbreytni sú, sem orðin er á útgerð togaranna Andra og Vers eitt hið merkasta, sem nú er uppi á baugi. Frá ómunatið hafa hlutaskifti ráðið í atvinnuvegum ís- lendinga. Hjúin, sem tóku kaup- gjald sitt í kindafóðrum, voru ekki annað en hluthafar í búum bænd- anna og sjómennirnir, sem báru að lífskjör þess, eru eigi slík, að þau réttlæti þar greiðslur, sem þeim er gert að skyldu að inna af hendi til opinberra þarfa af þurft- artekjum sínum. Ennfremur er þess að gæta, að eigi taka allir þeir laun sín hjá öðrum, sem nauðsynjatolla þurfa að gjalda af vanefnum. Eigi geta bændur eða sjómenn þeir, er framleiða fyrir eigin reikning, heimtað hærra verð fyrir kjöt sitt eða fisk þótt á þá séu lagðir tollar, og er geta þessara manna til greiðslu opinberra gjalda oft sízt betri en þeirra, er laun taka fyr- ir vinnu sína. Nauðsynjavörutollar auka á fá- tækt þeirra, er sízt mega við efnalegum hnekki, og vinna því í þveröfuga átt við það, sem á að vera eitt af höfuðhlutverkum þess opinbera, þ. e. að jafna kjör þegn- anna og sjá um að þeir eigi líði slcort. Tollar þessir hljóta að skoðast óheppilegastir allra tolla, og er það hið fyrsta verkefni umbóta- manna í skattamálum að fá þá af- numda með öllu. Iilýtur það að verða sameiginlegt áhugamál allra þeirra, er hafa 'við erfið kjör að búa, og þeirra, er réttlæti vilja skapa í þessum efnum. Tollar á innfluttar vörur til framleiðslu og útfluttar vörur eiga að því leyti sammerkt við nauðsynjatollana, að þeir eru hver sinn rétta hlut frá borði í ver- tíðarlok, voru réttir hluthafar í sjávarútgerðinni, sem áttu hag sinn kominn undir atorku og trúmennsku skipshafnanna. pannig ríkti full samúð milli starfs og stjórnar, hús- bænda og hjúa, háseta og formanns. — En þegar útgerðin tók á sig stór- iðjubrag, slitnaði verkalýður lands- ins ekki einungis úr sambandi við hina gróandi jörð, heldur og úr tengslum við atvinnuvegina. í stað samúðar og bróðurlegra skifta reis fjandskapur og illvigar deilur. Verka- lýðurinn leit á atvinnurekendur eins og andstæðinga og gerðist hirðulít- ill um hag atvinnufyrirtækjanna. Atvinnurekendurnir fylltust ofmetn- aði, litu niður á verkalýðinn og liugsuðu mest um það að safna fé í eigin sjóði og til óhófseyðslu, að hverju sem kynni að reka fyrir at- vinnuvegunum. Nú hefir þetta öfga- skipulag borið upp á sker og virðist neyðin ætla að verða drjúgur kenn- ari í atvinnumálum, er hún fylkir mönnum að nýju saman til bróður- legra hlutaskifta, þar sem allir að- ilar láta sér jafnannt um velfarnað atvinnurekstursins. Um leið og atvinnubyltingin við sjóinn færði þjóðinni nýjan arð og ný úrræði og atorkú, færði hún henni nýjar öfgar og óíarnað. Eitt liið versta 1 fari nýrra hátta er trú svonefndra jafnaðarmannaforingja og byltinga- hrópenda á öreigamennskunni. Láta margir þeirra svo, sem velfarnaður þjóðarinnar sé þá bezt tryggður, ef landið væri fullt af mönnum, sem ættu ekki neitt, væru úrræðalausir um eigin lífsframfærslu og atvinnu, liæni enga ábyrgð á neinu, en gerðu aðeins nógu háværar kröfur til ann- ara. petta er vitanlega skaðlegasta falskenningin, sem nú er uppi á at- vinnumálum þjóðarinnar. Djúpið, sem nú gín milli atvinnurekenda og verkalýðs þarf að hverfa þannig, að allur verkalýður verði atvinnurekend- ur, verði sjálfbjarga og fullábyrgur aðili i atvinnulífi þjóðarinnar. pessi nýi fyrirburður um útgerð Andra og Vers er þvi eitt hið gleði- legasta tákn tímans. Hann er spor i áttina til þess að útrýma öreiga- mennskunni og fylkja verkalýðnum til sjálfsbjargar og samstarfs góðra drengja og atorkusamra. VII. Kokvídd Morgunblaðsins mun vera ekki lítið undrunarefni öllum þeim, sem veita athygli misfellunum í fari blaðsins. Fyrir nokkru siðan birti það ómengaða lýgi um skipti jfórðar Ey- jólfssonar lögfræðings á þrotabúi þórðar Flygenrings og varð að kyngja henni óbreyttri niður aftur og jafnframt birta ótvíræð gögn, er sönnuðu, að það liefði farið með vís- vitandi óhróður um þórð Eyjólfsson. Nokkru síðar fór það með óhróður lagðir á framleiðslufyrirtæki al- veg án tillits til afkomu þeirra, og eru að því leyti óréttlátir. Hins- vegar má segja þeim til réttlæt- ingar, að margar af hinum stærri framkvæmdum hins opinbera eru sérstaklega miðaðar við þarfir framleiðenda og þeim til hags- bóta, og verður því að telja þessa tolla að nokkru leyti sem endur- gjald fyrir þau verk, og greiðslu fyrir bætta aðstöðu. Því verður þó ekki neitað, að tollar þessir hafa mjög lamandi áhrif á frain- leiðsluna, þegar þeir eru orðnir háir, og eru að því leyti mjög óheppilegir. En það sem fyrst hlýtur að stinga í augun ef athug- að er um þessi mál, er sú stað- reynd, að þar sem jafnmikill hluti teknanna er tekinn með tollum á nauðsynjum og tollum, sem beint koma niður á framleiðslunni án tillits til afkomu hennar og gert er hér á landi eru það milliliðirnir í landinu, sem léttast sleppa við greiðslur til hins opinbera, og auð- veldast eiga með að velta af sér tollunum. Framleiðslufyrirtækin greiða eignar- og tekjuskatt af eignum sínum og nettótekjum til jafns við verzlunar- og önnur fyrirtæki, sem milliliðastarfsemi stunda, og að auki þær álögur, er þau hljóta af tollunum og að framan er lýst. Er því ljóst hvor betur standa að vígi í þessum efnum. Á síðustu tímum hefir það um Hermann Jónasson lögreglustjóra og rendi honum jafnharðan niður, þegar lögreglustjórinn heimtaði, að það stæði við hann fyrir rétti. — það er í sjálfu sér engin nýlunda að blaðið nærist þannig á eigin spýju sinni. Hitt vekur undrun, hversu jafn- vel hin fyrirferðarmesta lýgi rennur hindrunarlaust niður um kok blaðs- ins. Er þar enn ein sönnun fyrir þró- unarkenningu Darwins. Líffærin laga sig eftir skilyrðunum, sem þeim eru búin. Snarfari. ----o---- Fréttir —...“O—-' ■ Málverkasýningu hefir Guðmundur Einarsson frá Miðdal opna í List- vinafélagshúsinu um þessar mundir. Er þar margt nýrra málverka frá sumrinu. Guðmundur ferðaðist þrjá mánuði um öræfi íslands siðastliðið sumar í fylgd meö jöklafræðingi þýzkum, Emst Hermann að nafni og þýzkum fuglafræðingi, Lamby að nafni. Gengu þeir víða á jökla. Myndir Guðmundar hinar nýju eru frá Torfajökli, Merkurjökli, þórs- mörk, Fiskivötnum eystri, Hofsjökli, Snæfellsnesi og víðar að. Eru sum- ar myndirnar forkunnarfagrar eins og til dæmis að taka Hrímþoka á fjöllum, Laugar við Torfajökul, Fiski- vötn eystri, Ljósufjöll, Nótt á fjöllum, Við Krossáraura o. fl. List Guð- mundar er frumleg og stcrk. Gefur að líta marga lirikalega fjallasýn, þar sem jöklar brotna um úfnar gnýpur og bergeitla. Hljóður og þungur nætursvipur liggur yfir sumum myndum Guðmundar. Og víða birtast fjöllin í óveðraliam og upprofum. Enginn málari ber nátt-. úru íslands trúlegar vitni en Guð- mundur, enda er hann náttúrubarn mikið, fjallgöngumaður í röskvasta lagi og ágætur listamaður. Hreinn Pálsson söngvari frá Hrís- ey söng nýlega hér í bænum fyrir fullu húsi. Var honum tekið jafn- vel sem ávalt fyrri. Hreinn er á leið til útlanda. Ætlar liann að syngja á grammofónplötur hjá Col- umbiafélaginu í London. Síra Magnús Bl. Jónsson, fyrrum prestur í Vallanesi, varð sjötugur j. þ. m. Hann þjónaði próstakalli í Vallanesi og bjó þar um 30 ára skeið og lét mjög til sín taka liéraðsmál öll og framkvæmdir manna alla þá tíð, er hann dvaldi þar. þegar hann kom að Vallanesi var allur ílutning- ur frá sjó fluttur á klöklium uin langa og torsótta fjallvegi og hérað- ið einangrað. En stuttu eftir að hann kom austur, gerði hann sér ferð niður Fagradal, til þess að at- huga vegai’stæði og átti síðan frum- kvæði að þvi, að Fagradalsbi'autin einnig reynst svo, að vænlegasta leiðin til góðrar efnalegrar af- komu hér á landi hefir verið verzlun en eigi framleiðslustarf- semi. Hygg ég, að fyrirkomulag skattamála okkar eigi stóran þátt í því að skapa þá erfiðleika, sem framleiðslan á nú við að stríða, og jafnframt í því að gefa milli- liðum færi á að auðga sig á hennar kostnað og alls almenn- ings. Niðurstaða þessa verður því sú, að mínu viti, að fyrst og fremst beri að afnema tolla af nauðsynjavörum til neyzlu og því næst lækka tolla á framleiðslu- vörum og útflutningsgjald. Það má að vísu ætíð deila um það hversu margháttuð verkefni hið opinbera eigi að hafa með höndum fyrir almenning og þar af leiðanda, hve mikið fé ríkis- sjóður eigi að taka af mönnum í því skyni. Mun ég eigi fara inn á þá hlið málsins hér, en aðeins skjóta því fram, að þróun síð- ustu ára bendir í þá átt, að ríkið taki í sínar hendur æ fjölbreyttari og fleiri störf, og fjárþörf ríkis- sjóðs muni því eigi fara minnk- andi. x4f þessu leiðir að eigi mun þykja hlýða að leggja til, að tekjustofnar ríkissjóðs verði rýrðir, án þess að tillögur séu settar fram um það hversu upp skuli unninn sá tekjumissir, er af því hlýtur r.ð h:ÍT;. 237 Jarðir til söln. Tunga og Skeið í Fljótum í Skagafjarðarsýslu, hvorttveggja kostajarðir, fást til kaups með mjög aðgengilegum greiðsluskilmál- um, eða til ábúðar frá næstu fardögum. Skrifstofa Siglufjarðar, 5. nóv. 1931. G. HANNESSON. Gullfallega B L Á R E FI, fyrsta flokks undaneldisdýr, á öðru og þriðja ári, hraust og gæf, seljum við mjög sanngjörnu verði og með aðgengilegum greiðsluskilmálum. Kaupendur mega sjálfir velja úr hinum framboðnu dýrum. — Sölutilboð þetta gildir til ársloka. — Ef kaupendur óska geta dýrin verið í okkar vörzlu til næsta sumars gegn hóflegu gjaldi, og gæti komið til mála, að við ábyrgðumst kaup- anda ákveðna tölu yrðlinga með hverju pari, eftir því sem um semst. íslenzka refaræktarfélagið h.f. var löggð. En sú braut hefir átt hvað mestan þátt í stórstígum framförum Héraðsbúa liin síðari ár. þá var síra Magnús, ásamt síra Einari þórðar- syni, hvatamaður að stofnun Búnað- arsambands Austurlands og formað- ur þess um nær 20 ár. Félag þetta hefir komið mörgum og miklum um- bótum til leiðar, og var síra Magn- ús jafnan hvað athafnamestur um byggingar- og jarðabætur. þá átti síra Magnús drjúgan þátt í endur- reisn Eiðaskóla og stofnun Eimskipa- félags íslands. Ilann var einn af að- al hvatamönnum þess og mun hafa safnað meiru hlutafé en nokkur annar einstakur maður liér á landi. Sira Magnús lie.fir dvalið hér í Reykjavík síðustu árin, síðan hann lét af prestsskap og jafnan látið fjármál og útgerðarmál til sín taka. Hann hefir mikið ritað bæði fyr og síðar um hlutaskifti meðal sjómanna að fornum sið, sem liina einu skyn-' samlegu lausn á vandamálum út- gerðarinnar. Tveir togarar, Andri og Ver, hafa nú verið gerðir út af sjó- mönnum sjálfum, og fara vel af stað, og munu tillögur síra Magnús- ar hafa átt sinn þátt í nýbreytni þessari. Atvinnulausir menn í Reykjavík voru skrásettir nú í vikunni. Alls voru skrásettir 730 menn, þar af i7 konur. Atvinnubætur hafa verið ræddar en ekki komið neitt til fram- kvæda. Dánardægur. Nýlega er látinn síra Stefán Jónsson fyrrum prestur á Staðarhrauni, 71 árs að aldri. Illviðri mikið gekk yfir Snæfells- nes fyrra föstudag, og fennti þá fé á sumum stöðum og hrakti fram af klettum. í Neshreppi utan Ennis, voru fundnar er síðast fréttist, 19 kindur dauðar, en víða vantaði fé, og bjuggust menn við að það lægi í fönn dautt eða lifandi. Allmikið tjón varð á bátum í sama veðri og símalínur slitnuðu og lögðust niður á allstóru svæði. Til þess að vega upp á móti afnámi eða lækkun tolla þeirra, er að framan eru nefndir hygg ég vænlegast að hækka tekju- og eignarskatt og fasteignaskatt og leggja undir ríkissjóð verzlun með ýmsar vörur, er mikirm verzlunarhagnað gefa. Tekju- og eignarskatturinn er af fjölmörgum og reyndar flest- um, sem með sanngirni líta á þessi mál, álitinn réttlátastur allra skatta. Tekjuskatturinn er miðað- ur við tekjur manna, að frádregn- um kostnaði við að afla þeirra, og vissri upphæð fyrir hvern þann, er skattgreiðanda er skylt að framfæra. Að vísu er upphæð sú, sem nú er ætluð til frádráttar vegna framfærslu of lág miðað við framfærslukostnað, en því atriði þyrfti að breyta, og gera lögin um þetta efni þannig úr garði, að menn þyrftu eigi að greiða tekj u- skatt fyr en brýnustu þörfum væri fullnægt. Stærsti kostur þessa skatts er sá, að hann greiða þeir, sem getuna hafa ef rétt er gengið frá því atriði, er að ofan getur. Jafnframt því, sem þessi skattur er réttlátur og sjálfsagð- ur tekjustofn fyrir ríkið, hefir hann mikla þj óðfélagslega þýð- ingu með því að hamla upp á móti auðsöfnun einstaklinga og dreifa efnunum til almennings fyrir atbeina hins opinbera. Það er vænlegra til afkomu og menn- Brynjálfur Björnsson tannlæknir, Hverfisgötu 14, Sími 270. Móttökutími 10-6. (Aðrar stund- ir eftir pöntun). — öii tannlælcn- isverk framkvæmd. Lægst verð. Mest vandvirkni. FERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 82. Tapast hefir brán hryssa, mark heilrifað hægra. Finnandi vinsamlega beðinn að gera aðvart í síma 57 i Hafnarfirði Landhelgisgæzlan. í Morgunblaðinu, 30. okt. þ. á. er smágrein um landhelgisgæzlu og í lienni slúður um eítirlit íslenzku varðskipaforingjanna, endurprentað athugasemdalaust, eftir eða upp úr ensku útvegsbændablaði, „TheFishing News“, dags. 3. okt. þ. á. þar segir: „Togaraeigendur eru ekki að sakast um þótt yfirtroðslum sé refsað réttlátlega (Hvílíkt umburðar- lyndi við íslendinga!).-------Einn af merkustu útgerðarmönnum í Hull lýsti yfir þvi-------að á islenzku strandvarnaskipunum væri ekki sjó- liðsmenn---------væru lögreglumenn og kvaðst ætla að laun sín fengi þeir af sektarfé togara". pað er svo sem óhætt að endur- prenta þetta athugasemdalaust, og saklaust þótt skýrt sé frá því að lög- reglumennirnir í Hull eru ekki bein- línis prófessorar í lögum — ekki allirl Hinsvegar eru allir varðskipafor- ingjar okkar sannkallaðir „prófess- orar“ í lögum um landhelgisgæzlu. Sig. Sigurðsson frá Arnarholti. ingar fyrir hvert ríki, að íbúar þess séu yfirleitt í bjargálnum, en að margir séu öreigar og fáir auð- menn. Það ber og að hafa í huga sérstaklega í þessu sambandi, að allir þeir, sem komast vel af eða græða, njóta eigi aðeins dugnað- ar síns, þótt oft sé nokkur, heldur einnig, og oft eigi síður, aðstöðu þeirrar, sem hið opinbera veitir með sínum aðgjörðum. Fyrir þetta verða menn því að gjalda skatt af þeim tekjum, er þeir hafa fram yfir kostnað við atvinnu sína og framfærslu. Því er oft haldið fram, sem aðalrökum gegn hækkun tekjuskatts, að hann dragi úr framkvæmdalöngun manna ef hann sé hafður of hár. Það er að vísu rétt, að þar sem framleiðsla byggist svo að segja öll á einkarekstri eins og á sér stað með því þjóðskipulagd, er ríkir, verður að leggja mikið upp, úr því að mönnum verði eigi gert of erfitt um framleiðsluna með álögum af hálfu þess opinbera. En hið einkennilegasta við þessi rök er það, að þau koma venju- lega frá þeim mönnum, sem taka þá leið að afla ríkistekna með toll- um á framleiðslu- og útflutnings- vörum eða neyzluvörum almenn- ings. Það er sameiginlegt um all- ar þessar Ieiðir, að þær hlífa milli- liðum við skattaálögum og koma þyngst niður á framleiðendum og fátækara hluta þjóðarinnar, og eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.