Tíminn - 14.11.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.11.1931, Blaðsíða 1
C í:» a 11 s er í CœfjarQötu 6 a. ©pin bagleaa* tl. 9—6 Símt 2333 (öfaíbfcrl og afgreiðslumaí>ur Clmaiti tt Hannneia, þ o rs t einsbóttir, Sívfjarijötu 6 a. ÆíYfjaDtf. XV. érg. Reykjavík, 14. nóvbr. 1931. 70. blað. Enn um innflutningshöftin Andstæðíngablöð ríkisstjórnar- innar hafa þyrlað upp miklu moldviðri út af innflutningshöft- unum og með því reynt að draga þau inn í pólitískar erjur. En það sem fært hefir verið sem ástæður gegn höftunum, eru venjulega aðeins fullyrðingar án nokkurra raka. I Mbl. 1. þ. m. stendur þessi klausa: „Það sem raunverulega er hægt að hefta innflutning á ___ getur í hæsta lagi numið nokkrum miljónum*), og það að- allega þær vörur, sem erfitt ár- ferði af sjálfu sér dregur úr"*). Og síðar í sömu grein: „Höftin koma sem voðalegt lamandi afl inn í atvinnurekstur margra"*). Og enn síðar í sömu grein er f jöl- yrt um tekjumissi ríkissjóðs vegna haftanna. Og margsinnis hefir það verið endurtekið í Mbl. að höftin valdi tekjumissi fyrir bæjarsjóð og atvinnumissi fyrir verzlunarfólk. Hér „rekur sig eitt á annars horn", því hvernig get- ur það samrýmst, að af höftun- um leiði atvinnumissi fyrir lands- menn og tekjumissi fyrir ríkis- sjóð og bæjarsjóð, ef hið erfiða árferði gerir það að verkum, að innflutningur þessara vara tepp- ist eða úr honum dragi, svo höftin sé óþörf ? Andstæðingar innflutningshaft- anna halda því stöðugt frairi svo sem hér er tilgreint, að höftin sé óþörf af því að hið erfiða árferði hefti innflutning lítt þarfra og óþarfra vara. En þetta er byggt á misskilningi. Þó ekki sé hægt að fá peningalán erlendis og erf- itt sé um greiðslufrest á nauð- synjavörum, þá er jafnan hægt að fá greiðslufrest á óþarfanum og hann venjulega langan. En það kemur þó um síðir að skulda- dögunum, og þá geta bankarnir ekki komizt hjá að láta af hendi erlendan gjaldeyri til greiðslu þessa óþarfa varnings. Þessvegna meðal annars eru innflutnings- höftin nauðsynleg, jafnvel í aug- um margra þeirra manna, sem annars eru andvígir höftunuin. Þó andstæðingum innflutnings- haftanna finnist ekki mikið til um það, að þau spari þjóðinni „nokkrar miljónir" á ári í er- lendum gjaldeyri, þá verð ég að telja það mikilsvirði. Og ég hugsa að atvinnurekendum landsins kunni að þykja það skifta tals- verðu máli, hvort hægt er að verja „nokkrum miljónum" til reksturslána til handa framleiðsl- unni í landinu, eða þessum sömu miljónum sé varið til að kaupa fyrir óþarfar og lítt þarfar vör- ur f rá útlöndum. Þá er enn ein mótbáran gegn höftunum, að þau spilli láns- trausti okkar erlendis. Þetta er margendurtekið í Mbl. og meðal annars í áðurnefndri grein 1. þ. m. Engin tilraun hefir verið gerð til að sanna eða rökstyðja þessa fullyrðingu um lánstraustsspjöll- in, enda er það ekki hægt, því að miklu sterkari líkur má færa fyr- ir því, að innflutningshöftin styrki lánstraust okkar erlendis. Lánardrottnar okkar sjá, að við erum að reyna að vera skilamenn og viljum eitthvað á okkur leggja til þess. Ég hefi líka fyllstu á- stæðu til að ætla, að traust við- skiftabanka okkar erlendis hafi aukizt við ráðstafanir stjórnar- innar í gjaldeyrismálinu. Ég vil ekkert um það fullyrða, hvaða áhrif höftin hafa á láns- traust einstaklinga. En mér virð- ist líkurnar benda til að það muni engan hnekki bíða við þau, held- ur þvert á móti. Andstæðingar innflutningshaft- anna halda því fram, að draga tnundi úr innflutningi bannvar- anna án hafta og þá sjálfsagt af þyí að innflytjendur gætu ekki greitt vörurnar. Þegar svo væri komið, fæ ég ekki betur séð, en að lánstrausti innflytjenda væri hætta búin. Nú er innflutningur bannaður áður en veruleg brögð eru að því að menn geti ekki staðið í skilum. Af þessu banni getur því tæplega leitt lánstrausts spjöll, enda mun það koma á dag- inn, að ef við komumst slysa- lítið gegnum kreppuna, þá muni lánstraust innflytjenda vera ó- breytt þegar höftunum verður létt af. Það er eins og andstæðingar innflutningshaftanna viti ekki að nein vandræði séu hér á ferðum, og þá heldur ekki það, að ná- grannaþjóðir okkar, sem eru f jár- hagslega miklu betur stæðar, hafa komið á hjá sér innflutn- ingsbönnum með tilstyrk bank- anna, eða með beinum lagafyrir- ' mælum. 1 Frakklandi eru inn- flutningshömlur, sömuleiðis í Þýzkalandi. 1 Finanstidende, merkasta fjármálariti Dana, er komist svo að orði í ritstjórnar- grein 28. okt.:*) „Der foreligger ,et Par Minlstorud- talelser om den ökonomiske Situ- ¦ ation, som fortjener Opmærksomhed, Handelsminister Hauge har saaledes udtalt at Danmark for Tiden ikke kan opnaa Laan i Udlandet, og at det derfor maa sœtte Tœring efter Nœring mere end normalt. Om for- nödent maatte man gribe til en Begrænsning af Importen".**) Síðar í greininni er þess getið að aðalbankastjóri ríkisbankans norska hafi bent á samskonar ráðstafanir í Noregi, og að Finn- land hafi lengi haft strangar inn- flutningshömlur. Af þessum ummælum er það ljóst, að við Islendingar erum engin undantekning, þó við reyn- um að bæta viðskiftajöfnuð okk- ar við útlönd með innflutnings- hömlum. Þetta gera flestar þjóð- ir nú. Og ég hefi séð ummæli allmargra erlendra blaða um ráð- stafanir íslenzku ríkisstjórnar- innar og hvergi hafa ummælin verið óvingjarnleg í okkar garð *)¦ Leturbr. mín. *) Á íslenzku: „Sumir ráðherrarnir hafa látið sér um munn fara mjög eftirtektarverð ummœli viðvíkjandi núveranda fjárhagsástandi. Hauge verzlunarráðherra segir, að Danmörk geti, eins og á stendur, ekki fengið lán í útlöndum, svo að meiri áherzlu verði að leggja á það nú að búa að sínu, en venjulegt er, og ef í nauð- irnar reki, verði aö grípa til inn- flutnlngshafta". **) Leturbr. blaðsins. né bent í þá átt, að þær á nokk- urn hátt spilltu áliti okkar eða lánstrausti erlendis. Magnús Jónsson guðfræðipró- fessor er með ónot út af því að ég hafði eftir honum ummæli nokkur, sem hann lét falla á bankaráðsfundi nýlega. Mér finnst þessi umvöndun konia úr hörðustu átt. Sjálfur hljóp hann í blöðin fyrstur allra með frá- sögn af þessum bankaráðsfundi án riokkurs tilefnis. Og hann læt- ur ekki staðar numið við það, heldur birtir í Mbl. 4. þ. m. á- lyktun, sem gerð var á banka- ráðsfundi tveimur dögum áður. Ég veit ekki hvar hann lætur staðar numið með söguburð af bankaráðsfundum. M. J. er enn að berjast við skuggann sinn og reyna að af- sanna það, sem aldrei hefir verið haldið fram. Hann segir í Mbl. 4. þ. m.: „ætti þá með þessu að vera skorið úr því, hvort það sé rétt að það sé „í samráði við" bankaráð Landsbankans" o. s. frv. Ég veit ekki til, að neinn hafi haldið því fram, að innflutn- ingshöftin séu sett í samráði við „bankaráð Landsbankans". Hér í blaðinu hefir veríð, að gefnu til- efni frá M. J., skýrt frá því, að samþykkt um, innflutningshöftin var gerð á sameiginlegum fundi bankaráðsmanna og bankastjóra og þess jafnframt getið, hvernig atkvæði féllu, en það var á þá leið, að 4 greiddu atkv. með til- lögu um innflutningshöftin (2 bankaráðsmenn og 2 bankastjór- ar), en 3 bankaráðsmenn á móti, einn bankastjórinn greiddi ekki atkvæði. Ályktun sú, sem M. J. birti í Mbl. 4. þ. m. og samþykkt var á bankaráðsfundi 2. þ. m., var því með öllu tilgangslaus En Mbl. notar þessa ályktun M. J. til að bera mig ósönnum sökum. í grein, sem kölluð er Reykjavík- urbréf og birtist í Mbl. 8. þ. m., er sagt frá því að ég hafi skyrt ríkisstjórninni frá samþykkt bankastjórnarinnar í haftamálinu og bætir svo við: „Hann (þ. e. J. Á.) lét minna uppi um það, hvernig samþykkt Landsbankans var tilkomin". Er hér fyllilega gefið í skyn, að ég hafi falsað frásögn mína um samþykkt bankastjórnarinnar. Læt ég mér nægja að lýsa þessar dylgjur blaðsins tilhæfulaus ósannindi. M. J. er að reyna að sanna það, að tillagan um innflutnings- höftin hafi ekki verið „lögleg á- lyktun frá bankans hálfu". Til- greinir hann sem ástæðu, að eftir 43. gr. Landsbankalaganna sé það aðeins tvö atriði, sem bera skuli undir úrskurð banka- stjórnarinnar (bankaráðs og bankastjórnar), sem sé, að á- kveða vexti og skifting starfs- fjár milli atvinnuveganna. „Þessi upptalning er tæmandi", segir M. J. Ég held honum gangi illa að standa við þessa staðhæfingu. 1 lögunum er hvergi bannað, að leggja mál undir álit bankaráðs og bankastjóra. Og þó í áminnstri grein Landsbankalaganna séu nefnd tvö mál, sem bera skuli undir úrskurð bankastjórnarinn- ar, þá er það ekki tæmanda, eins og M. J. segir, því í sömu laga- grein er enn eitt mál nefnt, sem samþykki bankastjóranna þarf Frú Salbförg Ásg eir sdo tt ir trá Ang&TÖi (Sungið við útför hennar) Orðstí sæmdar æfi engum tekst að f arga, — augu hvarfla yfir áratugi marga. — Fylling dýrra dáða dagur sérhver léði, — gjörfugleiki og gifta garði þessum réði. Upp frá goðans arni eldar stöðugt brunnu, — garðsins rausn og góðvild grannar allir kunnu, — dáður er um Dali drengskaparþegninn mesti — heiður Ásgarðs-hjóna héraðssóminn bezti. í garðinn flokkar fara fyrri daga minnast — húsfreyjunni horfnu heilar þakkir innast. — Lyftir hönd í ljósið líf sins dýra arði, — hreinum skildi heldur húsfreyjan úr garði. Ásgarð vissu allir æðsta héraðsstaðinn, — vandi er þó að vera virðing slíkri hlaðinn. — Átti kona önnur erfiðleika meiri? — Enginn svanga saddi sínu brauði fleiri. Bærinn miklu mestur margir þangað sóttu. — Ásgarð gista allir eins á miðri nóttu. Hlið að goðans garði gesti opin standa — matur, hús og heyin heimilt vegfaranda. Aldrei heyrðist æðra yfir neinu tapi, ýms var stundin örðug, aldrei brugðið skapi. Húsfreyjunnar heiður hefja kostir góðir, — framar öllu öðru eiginkona og móðir. Heiðurskona háttprúð — heil í starfi góðu, — þreytti ei með þysi þá er nærri stóðu — fálát mjög í fasi, fjarlæg allri kynning; stilling hennar stendur styrk í hverri mimtíng. Garðinn kúnna gistú gestir í stórum lestum, — vakti' hún þá og vermdi vosklæðin af gestum; — svefninn er þó sætur seytján barna móður. ... Þjáning, fórn og þreyta — þetta er lífsins óður. Lýsir æfi-auðna yfir dauðans myrkur lífið allt til enda öðrum traust og styrkur. — Fús til líknar ferða framar hverjum manni — sólargeisli sannur sængurkonu ranni. Farsælt lán og friður fylgdu dánu vífi. Móðurhöndur mjúkar mættu barna lífi — lyfti hún þeiin í ljósið létti þjáning sára; . hóf þau fyrst að faömi fjóra tugi ára. Ennþá vakir auðna yfir þessu setri — arfi skilar enginn auði þínumj betri, annan hlutann áttu — orðstí sæmdar nægan — góðverka er gjörðu garðinn þjóðu frægan. Andlát kyrt, sem æfin — enginn fegurr breyttá — enginn starf ög auðlegð öðrum glaðar veitti; eftir þína æfi' eigum minning sœla. — Guðsþökk fyrir greiðann gestir þínir mæla. Stefán frá Hvítadal. til, eigi það að fá löglega af- greiðslu. 1 ályktun þeirri, sem M. J. lagði fram á bankaráðsfundi 2. þ. m., er komizt svo að orði um innflutningshöftin, „að þau geta ekki náð þeim tilgangi, sem þeim var í upphaf i ætlað, að haf a á- hrif á greiðslujöfnuð um næstu áramót"..... Þetta er villanda. 1 greinargerð sem fylgdi tillög- unni um innflutningshöftin, er meðal annars komist svo að orði: „Hér er aðeins gerð áætlun um afkomuna fram að áramótum, en það verður að líta lengra fram í tímann. Strax eftir áramót verður að hafa til handbært fé til reksturs sjávarútveginum, ef hann á ekki að stöðvast......". Ég hélt því einnig framl í greinargerðinni, að höftin myndu hafa áhrif á greiðslujöfnuðinn strax á þessu ári, og ég efast ekki um að svo muni reynast, verði fyrinriælum reglugeröar- innar stranglega fylgt, sem ég hefi enga ástæðu til að efast um. Jón Árnaaon. Nýmæli það hefir verið tekið upp í barna- skóla Reykjavíkur, að skólabörnin geta nú fengið ádýra mjólk keypta þar. Hefir Sigurður Thorlacíus skóla- stjóri við nýja barnaskölann samið við MjólkurfélagasambandiO um þessa sölu. Mjólkurfélagið flytur ger- ilsneydda mjólk í skólann á ákveOn- um tíma fyrir og eftir hádegi og legg- ur hverju barni til glas að drekka úr. Verður potturinn seldur í skólanum á 40 aura, og er það 9 aurum ódýrara en hægt er að fé gerilsneydda mjólk fyrir annarsstaðar. Er 611 meðferO og afhending mjólkurinnar frá heilsu- frœðilegu sjónarmiði sniðin eftir fúll- komnustu erlendu fyrirmyndum, því þar hefir víða verið tekin upp slik mjólkursala í skólum. Er vonandi «9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.