Tíminn - 14.11.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.11.1931, Blaðsíða 2
240 TlMINN Framsókiirtélai Reykjavíkur heldur fund í Sambandshúsinu þriðjudaginn 17. þ. m. kl. 8V2 sd. Formaður félagsins, Hermann Jónasson lögreglustjóri, hefur umræður um ný úrræði í íslenzkum atvinnuvegum. Nýir félagar teknir inn í fundarbyrjun. FÉLAGSSTJÓRNIN. aðstandendur bama í Reykjavík taki þessari nýjung vel, því hér er margt áunnið í einu. Bömin fá ódýrari mjólk en heimilin geta útvegað þeim, heimilunum að fyrirhafnarlausu, en mjólk er heppilegasta og heilsusam- legásta fæðan, sem börnin geta fengið í skólanum, þégar ekki er um full- komnar máitíðir að ræða. Auk þess er það stóf hagur að losast við matar- lyktiha úr skólastofunum, en hún fylgir því, að börnin koma með nesti i töskum sínum, sem þau_ taka upp og borða í frímínútum. Á Mjólkur- félagasambandið miklar þakkir skild- ar fyrir það, að það, bamanna vegna, hefir boðið kjör, sem eru svo ákjós- anleg fyrir börn, skóla og heimili. ASalbjttrg SigurSardóttir. ------o----- tef er» sekii? Mörgunblaðið er í öngum sínum út af því að þeir sem neytt hafa á- fengis á gistihúsum eftir lögleyfðan tíma, skuli ekki vera látnir sæta sektum. Blaðið vitnar í áfengislögin og telur neytenduma seka samkvæmt þeim. En þessi lagavizka er — sem önnur vizka Mbl. — í meira lagi hæpin. í 23. gr. áfengislaganna segir, að áfengi megi ekki selja, gefa eða láta af hendi á þeim stöðum sem ræðir um í lögum nr. 21 frá 1926, um veit- ingasölu og gistihússhald. þessir staðir eru svo tilteknir í 1. gr. laga nr. 21 frá 1931 um veitingasölu og gistihússhald: „veitingastofur og aðr- ir þeir staðir, sem almenningur á aðgang að, undir þaki í tjaldi eða undir beru lofti“. þessi ákvæði hafa hingað til ætíð verið skilin og framkvæmd þannig, að víns mætti ekki neyta á þeim stöðum gistihúsanna sem „almenn- ingur á aðgang að“ eða nánar til- tekið, sem opnir eru fyrir almenn- ing. Vínnaútn í lokuðum veizlum og einkaherbergjum gistihúsa hefir ekki verið talið fært að refsa fyrir. Að ekki sé um neina nýja aðferð eða framkvæmd áfengislaganna að ræða í Borgarmálinu, skal sýnt hér á eftir með dæmum, sem ætla má að Morgunblaðið muni næstu daga: 1. Lögfræðingaveizlan 1927 stóð með drykkju mikilli langt fram á nótt. I þeirri véizlu sátú hæstaréttardómarar íhaldsins, Jóhannes þáv. bæjarfógeti og margir aðrir íhaldslögfræðingar. Framkomu Jóhannesar og annara íhaldslögfræðinga, er hægt að lýsa nánar, ef Morgunblaðið óskar. því miður var talið ófært að koma lög- unum yfir þetta. Veizlan var ekki 1 húsnæði, sem almenningur hafði að- gang að. Héraðsskólinn í Reykholti Héraðsskólinn i Reykholti var vígð- ur síðastl. laugardag, 7. þ. m. Voru þann dag saman komnir í Reykholti 500—600 manns, úr svo að segja öll- um hreppum Mýra- og Borgarfjarð- arsýslu. Mættir voru á samkomunni ráðherramir Jónas Jónsson og As- geir Ásgeirsson, alþingismennirnir Bjarni Ásgeirsson og sr. Sveinbjörn Högnason, íræðslumálastjóri, rektor menntaskólans og nokkrir menn aðr- ir úr Reykjavík. Samkoman var haldin i leikfimis- húsi skólans, sem byggt var í haust fyrir atbeina nokkurra vina skólans, sem tóku að sér að standa straura af byggingunni. Er þar nú stærsti samkomusalur héraðsins, 18 m. langur og 9 m. breiður, 0g innan- gengt þangað úr sundlauginni inni í skólahúsinu. Samkoman hófst síðara hluta dags. Risu þá allir viðstaddir úr sætum, og var sungið „Ó, fögur er vor fóst- urjörð* 1 *. Andrés Eyjólfsson bóndi í Síðumúla, formaður skólanefndar, setti samkomuna, bauð gesti vel- komna, skýrði frá tildrögum skóla- byggingar í Reykholti og lýsti húsa- kynnum skólans og framtíðarhorf- um. Stóðu þvínæst ræðuhöld til kl. 8. Var þá um stund ræðuhlé og dans. Hófust þá aftur ræðuhöld og stóðu fram yfir miðnætti. Karlakór héraðsbúa, „Bræðurnir", Bkenamti með söng milli ræðuhalda. 2. Eftirlæti Mbl., Níels Dungal dó- cent, hélt í fyrra allfræga veizlu á Hótel ísland til þess að kveðja nokkra velmetna Morgunblaðsmenn, áður en hann færi til útlanda. Drukkið var í veizlunni fram á nótt. Var þetta lögbrot? Eftir kenningu Morgunblaðs- ins væri það, en lögin voru ekki framkvæmd þannig gagnvart Dungal og þessum Morgunblaðsmönnum, sem sátu veizluna, ekki vegna þess, að Dungal sé svo mikils metinn af Fram- sóknarmönnum, heldur vegna þess, að það var talinn réttur skilningur á lögunum. 3. Lögfræðingar héldu aftur talsvert fræga veizlu á s. 1. vetri. þá var drukkið fram eftir nóttunni. Voru þeir hæstaréttarmálaflutningsmenn- irnir Pétur Magnússon, Eggert Claes- sen, Guðm. Ólafsson o. fl. að fremja þarna vísvitandi lögbrot? Tíminn telur, að það væri mjög æskilegt, að koma lögum yfir þessa menn, ef þeir eru sekir, en álítur hinsvegar, að lögvitringamir hafi hlotið að gjöra ráð fyrir, að þeir væru þarna í sínum fulla rétti samkvæmt á- kvæðum bannlaganna. 4. Knud Zimsen hefir dmkkið inni á Hótel Borg ti) kl. 2 að nóttu. Var borgarstjóri íhaldsins að fremja vís- vitandi lögbrot með þessari vín- drykkju? 5. það er auðvitað óþarfi að geta þess, að Valtýr Stefánsson hefir verið einskonar landvættur drykkjuskapar- ins í höfuðstaðnum. það er vitanlegt., að Valtýr hefir haft forgöngu um að skipuleggja „fyllerí" á liótelum, undir nafninu „Öskudagsfagnaður" o. s. frv. þær samkomur hafa verið lokaðar. Eftir kenningu Mbl. nú, virðist Val- týr hafa verið að stofna til lögbrota með þessum samkomum. Tvennt verður ljóst af því, sem að framan er sagt: í fyrsta lagi, að framkvæmd áfeng- islaganna viðvíkjandi neytendunum á Hótel Borg er engin nýjung, heldur samkvæmt venju og þeirri fram- kvæmd, sem beitt hefir verið hér i bænum undanfarin ár. í öðru lagl sýna nöfnin, sem nefnd eru hér að framan, hverjir það eru, sem mundu hafa um sárast að binda, ef skýring Morgunblaðsins á áfengislögunum yrði ofan á. það er sjálfsagt hægt að benda á Framsóknaimenn, sem drukkið hafa staup af víni. þeir munu vafalaust, ef færi gefst, styðja Mbl. i þessari lögskýringu og greiða nokkrar krónur í Menningarsjóð og gefa með því Mbl.mönnum tækifæri til að gjöra þessa merku stofnun auðuga. — þeir menn í liði íhaldsins í Reykjavík, sem samkvæmt þessu hafa ekki brotið áfengislögin, munu vand- fundnari en hinir. En þótt Tíminn hafi mikinn áhuga fyrir því að afla Menningarsjóði þessara miklu fjár- muna, er hann því miður vonlítiil Bjami bóndi á Skáney, söngkennari Reykholtsskólans, stýrði söngnum. M. a. voru sungin þrjú kvæði frum- ort eftir Halldór Helgason bónda á Ásbjarnarstöðum, Kristleif þorsteins- son bónda á Stóra Kroppi og Andrés Eyjólfsson bónda í Siðumúla. Tvö lögin, sem sungin voru, voru einnig ný, annað eftir Emil Thoroddsen og hitt eftir Björn Jakobsson á Stóra Kroppi. Ræður voru fluttar 18 alls. Ræðu- menn voru þessir (og í þeirri röð, sem hér er 'talið): Andrés Eyjólfsson formaður skólanefndar, Jónas Jóns- son kennslumálaráðherra, Freysteinn Gunnarsson settur fræðslumálastjóri, Guðmundur Björnsson sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, Friðrik jtorvaldsson formaður Ungmenna- sambands Borgarfjarðar, Bjarni As- geirsson alþm., Jón Sigurðsson hrepp- stjóri á Haukagili, Vigfús Guðmunds- son bóndi á Bjargi, Ásgeir Ásgeirs- son fjármálaráðherra, Kristinn Stef- ánsson skólastjóri í Reykholti, Sig- urður Fjeldsted bóndi í Ferjukoti, sr. Sveinbjörn Högnason alþm., sr. Eiríkur Albertsson á Hesti, sr. Einar Guðnason í Reykholti, þórir Stein- þórsson kennari í Reykholti, Helgi Hjörvar kennari, Gísli Guðmundsson ritstjóri, Pálmi Hannesson rektor. Flutt voru tvö kvæði frumsamin, auk hinna, sem sungin voru. Annað flutti Halldór á Ásbjarnarstöðum en hitt Sigurður Jónasson frá Bjart- eyjarsandi á Hvalfjarðarströnd. Er Sigurður nemandi i Reykholtsskóla í vetur. Að loknum ræðuhöldum hófst dans að nýju og stóð til kl. 6 á sunnu- dagemorgun. um að það takist. Sterkar líkur mæla með þv,í að framangreindir dómarar og lögfræðingar íhaldsins hafi vitað betur en Valtýr, hvemig skilja bar áfengislögin. En til þess að gefa ekki upp alla von um tekjuöflun handa menningarsjóði, skal nú stung- ið upp á nokkurri samvinnu við Mbl. Valtýr á manna greiðastan að- gang að þeim háttsettu og lögfróðu íhaldsm., sem nefndir hafa verið hér að framan og e. t .v. eru líka skrif hans í Morgunblaðinu gjörð i sam- íáði við þá. — Ef Valtýr að fengn- um upplýsingum frá einhverjum þeirra getur sannað eða gert senni- legt, að dómstólarnir muni fallast a hinar nýju lögskýringar hans á bann- lögunum viðvíkjandi neytendum, þá skal verða séð um sannanir fyrirþví að þeir menn, sem nefndir eru hér að framan með nöfnum eða titlum, hafa allir neytt áfengis á óleyfilegum tíma. Er svo tækifæri til í næstu blöðum, að ræðast frelcar við um þessi efni. Kannske væri þá líka fróðlegt að taka til athugunar t. d. hversu mikið ölvaður íhaldsmaður megi þrengja að öndunarfærum annars íhalds- manns, án þess, að það komi í bága við lögskýringar Mbl. Mbl. getur svo haldið áfram að fræða menn um að nafngreindur Framsóknarmaður hafi einu sinni á æfinni drukkið staup af brennivíni. -----------------o----- Edison, hugvitsmaðurinn heims- frægi, lézt í sl. mánuði. Grein um hann kemur í Tímanum innan skamms. Innflutningshöít í Englandi. Skeyti frá London í gær hermir, að enska stjórnin sé í þann veginn að fyrir- skipa innflutningshömlur á ýmsum erlendum vörum, og muni verzlunar- málaráðherrann tiikynna ráðstafanir þess efnis í þinginu á mánudag. Látinn er í Rvík Jens Lange mál- ari. Frá pýzkalandi. Kosningar til borg- arþingsins i Hamborg fóru fram sunnudaginn 27. sept. Atkvæðamagn flokkanna varð sem hér segir: Social- istar 214509 (240984), Nationalsocial- istar 202465 (144684), Kommúnistar 168618 (135879), Nationalistar 43269 (31376). Töiurnar í svigum eru at- kvæðamagn flokkanna í næstsíðustu kosningum. Fiskveiðar Breta. Ársskýrsla um fiskveiðar Breta 1930 leiðir í ljós, að 95% af fiskmagni því, sem Bretar veiða, er veiddur á gufuskipum. Aflinn síðastliðið ár var meiri en nokkru sinni eftir styrjöldina. Bretar veiða nú 4/5 hluta af þeim fiski, sem neytt er í landinu, og innflutningur á fiski eykst ekki. Botnvörpungar frá Bretlandi leita stöðugt fjarlægari miða, alla leið til Beringshafs, norður fyrir Svalbarða. Skólahúsið í Reykholti er vegleg bygging og vönduð, úr steinsteypu. Húsið er tvær álmur sem mætast í réttu horni og eru álmumar tengd- ar saman með ferhyrndri tumbygg- ingu, sem er nokkru hærri en þær. Veit framhlið annarar álmunnar til suðurs en hinnar til vesturs og horf- ir niður eftir dalnum. Sú álman, sem veit til suðurs, nær dýpra nið- 11 r en hin. Stendur sú álman i hól- barði, og varð að grafa lengra niður en ætlað var í fyrstu, því að djúpt var á fastri undirstöðu. Eru því kjallarahæðimar í þeirri álmu tvær. Á neðri kjallarahæð er smíðastofa, vatnssalerni, geymsla o. fl., en á efri kjallarahæð eldhús, borðstofa og íbúð starfsstúlkna. A fyrstu hæð of- an við kjallara eru kennslustofur, en á annari hæð heimavistir og í- búð skólastjóra. í hinni álmunni er sundlaugin og yfirbygging hennar, sem taka yfir hæð kjallara og neðri hæð, en í enda álmunnar er nem- endaíbúð og geymsla í kjallara. Á efri hæð em heimavistir og íbúð kennara. í turninum er eitt herbergi á hverri hæð ofan kjallara. Er bóka- safn skólans geymt í efra herberginu og hefir það herbergi hlotið nafnið Heimskringla. Sundlaugin er 12y2 m. löng, 6 m. breið og mesta dýpt 2% m. Skólinn er raflýstur með vatns- afli. Stendur aflstöðin hinumegin i dalnum, og reyndist virkjunin erfið, því að ræsa varð fram vatn lang- an veg og auk þess löng leiðsla raf- magnsins frá stöðinni. Stöðin hefir 25 hestöfl og njóta hennar tvö heim- ili í dalnum, auk Reykholts. Hverinn Skrifla er hitagjafi skól- Á víðavangi. Landhelgisgæzlan. Mbl. þykir það furðuleg ósvífni, ef varðskipið þór hvílir sig fáeinar vik- ur í skammdeginu til sparnaðar fyrir ríkissjóð. þrjú skip annast gæzluna samt, og sökum árvekni stjómar og yfirmanna á skipunum er vitanlegt, að gæzlan er í bezta lagi. Útgerð eins skips kostar frá 209—300 þús. kr. ár- lega. Og þegar íhaldsmenn og social- istar samþykktu að kaupa þór, bættu þeir ekki einum eyri við fyrir rekstr- inum. Hinsvegar átti hann að vinna fyrir Vestmannaeyjar. En fjárhagur- inn þar undir stjóm Jóhanns og Gunnars og íhaldsmeirahlutans er ekki betri en svo, að enn eru þeir ekki búnir að borga nema að nokkru leyti þær 15 þús. kr., sem Vest- manneyjar eiga að leggja til gæzl- unnar. Mbl. álítur þessvegna, að landstjómin eigi að hafa þór í rekstri allt árið, þó að útgerðin kosti allt að 200 þús. og þó að íhaldið í Vest- mannaeyjum sé enn í vanskilum með hina sárlitlu upphæð, sem þvi lier að greiða upp í útgerðarkostnað þessa skips. Framsókn og íhald erlendis. íhaldsmönnum sviður það mjög, að einum af ráðherrum Framsóknar- flokksins skyldi vera svo vel tekið í Svíþjóð, sem raun ber vitni um. Er þetta því sárara fyrir íhaldsmenn,sem þeir vita vel, að ráðherrar þeirra hafa aldrei hlotið neina slika viður- kenningu erlendis, enda er' það varla von, þegar þess er gætt, að tveir af þeim heldri í þeirra hóp, J. M. og M. G., voru ekki betur menntir eða dugmeiri en svo, að þeir urðu að láta Pál Torfason og Kúlu-Andersen gera hin vandamestu verk fyrir sig og greiða úr ríkissjóði 100 þús. kr. fyrir störf þessara manna. En sárast hlýtur það að vera fyrir íhaldið, að það sem nábúaþjóðirnar meta við trúnaðarmenn Framsóknarfl. eru verk flokksins og samvinnufélaganna. í hinum mörgu sænsku stórblöðum, sem rituðu um fsland í sambandi við komu dómsmálaráðherra til Stokk- hólms, er hinn samí undirstraumur í viðurkenningu á ísl. framförum á síðustu árum, einmitt þeim framför- um, sem samvinnufélögin og Fram- ans. Er suðuheitu vatni úr hvernum veitt í steypta þró utan við skóla- húsið, rétt hjá Snorralaug hinni fornu. Gegnum þessa þró er leitt kalt brunnvatn úr hlíðinni ofan við skól ann. Hitnar það þar áður en það rennur í ofnana og sundlaugina inni í húsinu. Vatnið inni í ofnunum er 80 stiga heitt. Daginn sem samkoman stóð í Reyk- holti, var sundlaugin notuð í fyrsta sinn. Hafði verið hleypt vatni í hana nóttina áður, og gekk það greiðlega. Ymsir af hinum eldri „virðinga- mönnum" samkomunnar, í héraði og utan, gjörðust til þess að „vígja vatnið". En unga fólkið flykktist að og beið með sýnilegri tilhlökkun eftir óförum eldri kynslóðarinnar. En reyndin var sú, að allir gátu bjargað sér, og sumir mjög vel, þó sjálfsagt muni verða vissara fyrir þá að etja eigi kappi við nemendur Reykholtsskóla á vori komanda. Ungmennasamband Borgarfjai’ðar hefir haft forgöngu um byggingu Reykholtsskóla, og gengizt fyrir al- mennri fjársöfnun i því skyni. Mál- inu var fyrst hreyft fyrir alvöru á bændanámsskeiði á Hvanneyri fyrir 3 árum. pá gaf Halldór skólastjóri Vilhjálmsson 1000 kr. í byggingar- sjóð og ýmsir menn lofuðu dags- verkaframlögum. Sýslunefndir Mýra- og Borgarfjarðarsýslu samþykktu að að taka þátt i stofnkostnaðinum og hafa gjört það. En það, sem hratt skólabyggingunni í framkvæmd svo fljótt, eins og Sigurður bóndi í Ferju- koti réttilega benti á í ræðu sinni, voru lögin um héraðsskóla, sem samþykkt voru á Alþingi 1929. Eig- sóknarflokkurinn hafa hrundið í framkvæmd. Hinn mikli fjöldi er- lendra merkismanna, sem kom á Al- þingishátíðina, sá verk Framsóknarfl. tala, sá ræktunina, vegina, brýmar, skipin, skólana, sjúkrahúsin og hin nýju býli Byggingar- og landnáms- sjóðs. Útlendingunum skyldist, að hér væri að verki stjórnmálaflokkur, sem vissi hvað hann vildi, flokkur sem væri að endurreisa ísland og íslenzku þjóðina, svo að hún tæki sess meðal nútímamenningarþjóða. petta veldui því, að Framsóknarm. fá allt aðrar viðtökur hjá núbúaþjóðunum, heldur en leiðtogar íhaldsins. Jafnvel Mbl. ætti að geta skilið, að lokun áfengis- búðanna, sem Framsókn framkvæmdi rétt fyrir hátíðina, þótti myndarlegra tiltæki heldur en sú tillaga Jóns por- lákssonar að hafa afrek Helga Tómas- sonar í þágu íhaldsmennskunnar sem umræðuefni að Lögbergi, á þúsund ára hátíð Alþingis. Jafnvel Mbl. ætti að geta skilið, að framkoma formanns íhaldsflokksins var af hinum útlendu gestum álitin svo aum, að verri gæti hann ekki verið þó að forkólfar í negralýðveldi ætti í hlut. Innræti Ólafs Thors. Landstjórnin hafði fengið Ól. Th. öll spil á hendina til að koma á sættum milli Keflvikinga og Garð- búa. Hann reyndi í marga daga og tókst ekki. Loks kom hann óvænt og óbeðið af formönnum Keflvíkinga suður þangað fyrir hálfum mánuði, á laugardag, og ætiaði að sætta. Beitti hann frekju og þjösnaskap, sem for- mönnunum gazt ekki að. Létu þeir hann fara heim, og þóttust lítil þrif hafa af honum. Ólafur vissi að dóms- málaráðherra ætlaði að koma suður daginn eftir, og hafði pantað þar íundarhús til að ræða þessi vanda- mál með sjómönnunum i Keflavik, ef Ólafi tækist ekki að ná sættum. Ann- ars ætlaði hann ekki að koma. Ólafur fann glöggt ósigur sinn og segir við Keflvikinga áður en hann fór, að hann biðji þá einnar bónar: Að ganga ekki inn á sömu sætt við Garðmenn, þegar dómsmálaráðherra komi, sem þeir hafi neitað hjá sér. pessi bæn sýnir innræti Ólafs. Hann veit að Keflvíkingar eru í vanda staddii. peir höfðu reynzt honum vel. Hann hafði aldrei gert neitt fyrir þá. Nú lá þeim á liðveizlu. Og þá reyndist endur Hvítárbakkaskólans gamla hafa einnig gjört sitt til að leiða þetta mikla menningarmál héraðs- ins til farsællegra lykta. I hljóðfærasjóð skólans söfnuðust á samkomunni um 300 kr. með frjáls- um samskotum. Á Vigf. Guðmundsson bóndi á Bjargi upptökin að sjóðs- stofnun þessari og hefir styrkt sjóð- inn með fjárframlögum. Er það eklci fyrsta drengskaparbragð hans í máli þessu. í sumar útvegaði hann skól- anum álitlega fjárhæð með því að halda þar uppi gistingu og veiting- um fyrir ferðamenn. Og frumkvæðið um byggingu leikfimishússins, sem komið hefir verið upp í skyndi nú í haust, og gjörði þessa stóru sam- komu héraðsbúa mögulega, mun vera frá honum lcomið, og framkvæmd sú honum að þakka öðrum fremur. Skólastjóri í Reykholti er Kristinn Stefánsson guðfræðingur, áður kenn- ari á Laugarvatni, ungur og áhuga- samur menntamaður. Kennarar auk hans eru: pórir Steinþórsson bóndi í Reykholti, sr. Einar Guðnason, por- gils Guðmundsson íþróttamaður og Bjarni bóndi í Skáney. Kennir por- gils sund og íþróttir. Má telja, að skólinn sé prýðilega búinn kennslu- kröftum. Nemendur eru í vetur 57, þar af 3/s hlutar úr Mýra- og Borg- arfjarðarsýslu. Að náttúrufegurð og lifsskilyrðum ber Borgarfjörður af flestum öðrum héröðum á Islandi. Og að öllu sjálfráðu ætti að mega gjöra sér bjartar vonir um þá nýju kynslóð, sem á komandi árum elzt upp á þeim fomhelga stað, þar sem hæst bar áður íslenzka, menningu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.