Tíminn - 28.11.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.11.1931, Blaðsíða 1
<T f :n a n s ec í £a>f jaraötu 6 a. (Dpin öaglcga fl. 9—6 Simi 2353 V vvv w ww w % ©íaíbtetl og afgrcibsluma&ur Cfmans « Kannoei$ £> o rs t einsbóttlr, Cœfjargötu 6 a. 2ícipfjaDÍf. XV. árg. Reykjavík, 28. nóvember 1931. 72. blað. Barátta - samvinDa. 1 síðasta blað „Tímans" skrifaði ég grein um hinar breyttu að- stæður viðskiptalífsins eins og nú horfir. Eins og tímarnir eru taldi ég ekki óviðeigandi að gera ís- lenzkum lesendum grein fyrir þeim straumum, sem nú eru stríð- astir í millilandaviðskiptum og áhrifum þeirra á okkar hag og alla aðstöðu. Við lifum í straumi tímans og verðum að taka okkar ákvarðanir og gera nauðsynlegar ráðstafanir með tilliti til þess, sem gerist í kring um okkur. í „Morgunblaðinu" á miðviku- dag birtist svo svar í leiðara við grein minni. Fyrirsögnin er „Póli- tískar veðurfregnir". Efnið eru athugasemdir við fjórar setningar eða svo úr grein minni, sem allar eru slitnar út úr samhengi og ein slitin í sundur til þess að auð- veldara yrði um útúrsnúninginn. Allar eru athugasemdirnar út í hött og hvergi komið nálægt meg- inefninu í grein minni. Ég hefi undanfarið ritað nokkrar greinar í ,-,Tímann", þar sem ég hefi rætt sum helztu viðfangsefni þessara síðustu mánaða án verulegrar áreitni, að ég held, og laust við persónulegar aðdróttanir. Grein- arnar voru skrifaðar frá sjónar- miði Framsóknarflokksins og var ekki nema sjálfsagt, að for- svarsmenn annara flokka fyndu hjá sér hvöt til að deila á mig frá sínu sjónarmiði með skýrum rökum og handföstum tökum á viðfangsefnunum. En þess hefi ég ekki fundið vott. Svörin hafa ein- göngu verið smáskætingur í ýms- um blöðum, meinlaus að vísu í sjálfu sér, en þó til þess gerður að klístra á mig „slagoroum". Það eru örlög margra stjórnmála- manna að verða með tímanum svo alþaktir af „slagorðum" andstæð- inganna, að almenningur sér hvergi móta fyrir hinum rétta svip þeirra eða rökum. Ég þekki merka menn hér í Reykjavík af öllum flokkum, sem vart geta tek- ið til máls á borgarafundum fyr- ir hrópum og ólátum af þessum sökum. Blaðamenn eru voldugir og það veldur miklu um örlög lýð- frjálsra þjóða, hvort þeir setja sér að skrifa fyrir þroskaða og velviljaða menn eða treysta mest á fávizku og óvild. Blaðamennskan á ekki minni þátt í því en skólar og kirkja, hvaða eiginleikar ná mestum þroska hjá þegnunum. I einu vestanblaðinu stendur þetta eitt um greinar mínar: „öll Reykjavík hlær". Ég get vel trú- að, að nokkuð sé til í þessu. öll sú Reykjavík, sem ekki hefir les- ið grein mína í síðasta blaði „Tím- ans" hlær, þegar hún les „Póli- tískar veðurfregnir" Morgunblaðs- ins, hlær að þeim firrum, sem hún veit ekki að eru útúrsnún- ingar og fyllist gremju og heift út af því, að fáráðlingar skuli vera í ábyrgðarmiklum stöðum. Tilgang- inum er náð. Háð og gremja geng- ur eins og alda um bæinn og breiðist út til barna og unglinga, sem í sinn hóp kasta háðsyrðum og upþnefnum, tilbúnum af hinum vísu feðrum stjórnmálanna, að fé- lögum sínum, sem eitthvað eiga skylt við andstæðinginn. Sú við- ureign, sem byggist á tilfinning- um og flokkaskipting einni saman er í fullum gangi, en þjóðin stendur fjær því marki, sem lýð- frelsi og almennum kosningarétti er ætlað að ná, að málefní hennar séu undirbúin og útkljáð með rök- föstum umræðum, sem byggjast á þekking og lífsskoðun þeirra, sem eigast við. En svo ég víki aftur að grein- um mínum, þá „hlæja" þeir ekki sem lesa þær. Það mun rétt vera, að þær hefðu mátt vera skemmti- legri, en ég á við, að. þeir hlæja ekki neinum hæðnishlátri, hvort sem þeir eru sammála eða á önd- verðum meið. Og þeir sem lesa hvorttveggja, grein , mína um „Viðskipti" og grein .Mbl. um „Pólitískar veðurfregnir" munu hugsa að eitthvað sé til í því, sem Kristján Albertsson skrifaði hér um árið um íslenzka blaða- mennsku (Þessi setning mun lík- lega vel f allin til að taka hana út úr samhengi og heimfæra upp á einn stjórnmálaflokk, sem Kr. A. átti í höggi við!). Það sem ég á við er, að það sé meinsemd í íslenzkri stjómmálaviðureign ekki síður en kreppa í viðskiptalífinu, og að það eigi allir flokkar nokkra sök á því, hvað viðeignin er oftlega ljót og ósamboðin þjóð, sem er af góð- um stofni og í áliti fyrir alþýðu- menning sína. Það sem okkur bag- ar nú mest er kreppa í viðskipt- um og ófyrirleitni í opinberum umræðum. Ég hefi trú á því, að nokkur bót geti orðið af því að gera sér ljóst eðli og uppruna kreppunnar og íhuga ráð til að mæta afleiðingum hennar. En ég hefi litla trú á því að viðureign- in batni af beinum umræðum um hana, þó ég að þessu sinni hafi leiðst út í þessar hugleiðingar. Slíkum umræðum hættir til að falla í sömu gryfju og kerlingin, sem bað krakkana „að hætta þessu bölvaða ragni". Það sem að er eru ekki eingöngu ókvæðisorðin, sem falla heldur og lausatökin á viðfangsefnunum. Bardaginn milli andstæðinga gleypir oft alla bar- áttuna við hin örðugu viðfangs- efni, og viðfangsefnið situr hjá eins og Helga fagra meðan Gunn- laugur og Hrafn börðust. Er þó nokkuð ólíku saman að jafna, því þjóðin öll nýtur þess, sem áork- að er, þó áunnið sé í barátt- unni milli andstæðra flokka. Bein- ar umræður um leikreglur hrökkva skammt. Það eitt er ein- hlýtt að fleiri og fleiri verði til að vanda málstað sinn og allan málatilbúning og riti og ræði eins og þeir tali við greinda menn og góðgjarna, þó misjafna hafi þeir hagsmuni og ólíkar lífsskoðanir. Islendingar allir, hvorki að Reyk- víkingum né öðrum undanskildum, eiga þá kröfu, að þeim sé sá sómi sýndur. Bið ég svo velvirðingar á þessum langa formála; ég hefi ekki tekið greinar mínar og hin stuttu, kesknislegu svör við þeim af því ég þurfi sérstaklega að kvarta, heldur af því það lá hendi næst í sambandi við það, sem ég ætlaði að segja. Og víkjum nú aftur að hinum „Pólitísku veður- fregnum". Mbl. segir svo í áminnstri grein: „ „Straumur tímans fellur í hinn forna farveg vöruskipt- anna" segir fjármáladúkka Aft- urhaldsins. Þetta á að sætta bænd- ur við, að afhenda kaupfélögunum búsafurðir sínar fyrir óuppkveð- ið verð, sem að lokum verður venjulega mun lægra en orðið hefði annarsstaðar í frjálsri sölu, og að taka í staðinn vörur, sem venjulega eru mun dýrari en í nokkurri annari heildsölu. Nei, það er 'víst hvergi nema í kaup- félögunum, sem viðskiptin eru fallin í hinn forna vöruskipta- og skuldafarveg selstöðu- og einok- unarverzlunarinnar. Þetta er eitt af því, sem „Tíminn" verður að endurtaka sex sinnum". Fjármáladúkkan er að sjálf- sögðu ég. En greinarhöfundur leikur sér frekar ófimlega að dúkkunni eins og nú verður rakið. I orðaleiknum við dúkkuna eru þessi ranghermi: 1. Setning mín um vöruskiptin, sem nú eru að ágerast í milli- landaviðskiptum átti ekki að sætta bændur við neitt og kom kaupfélagsskap ekkert við. Hún er aðeins rétt frásögn um það, sem nú er að gerast í viðskipta- málum þjóðanna. Áherzlan er sí- vaxandi á gagnkvæmum viðskipt- um. Danir tala um að auka sem mest innflutninga frá Englandi til þess að tryggja sem bezt útflutn- ing sinn til Englands. Englend- ingar tala um forgangsrétt fyrir afurðir nýlendanna gegn því að nýlendurnar láti heimalandið njóta þess. Frakkar hafa sett strangar reglur um innflutninga og miða þær við það, hvað aðrar þjóðir kaupa mikið af þeim. Svona mætti lengi telja. Er nú mikið um þessa hreyfingu rætt meðal allra þjóða og hvarvetna nefnt því nafni, að vöruskipti séu að aukast stórlega. 2. Hjá kaupfélögunum hefir meðalverð landbúnaðarafurða jafnan verið hærra en meðalverð kaupmanna. Það getur ríáttúrlega hent, að kaupmaður selji betur einstaka sendingu og það komi íram í kaupverði hans á afurðun- um, þegar uppbætur eru greiddar eftir á, eins og stundum er gert, einkum vegna samkeppninnar við kaupfélögin. ' Kaupfélögin ráða yfirleitt mestu um það hvaða verðlag aðrir ákveða, enda er sam- band þeirra langsamlega stærsti útflytjandi landbúnaðarafurða og hefur um þann útflutning unnið stórmerkilegt og ágætt starf. 3. Verðlag á þeirri vöru, sem kaupfélögin selja félagsmönnum ber ekki að miða við heildsölu- verð. Þeir einstakhngar, sem ekki eru í kaupfélögum, skipta við smásala, en ekki heildsala. Kaup- félögin hafa yfirleitt þá reglu, að setja útsöluverð nálægt gangverði á verzlunarstaðnum, og venjulega nokkuð neðar. Þess eru og morg dæmi að gangverð verði lægra fyrir það, að kaupfélag starfar á staðnum. Þessi regla að miða við gangverð í öðrum verzlunum á rót sína að rekja til frumherja samvinnunnar, Rochdalevefar- anna, og hefir gefizt vel, enda safnast félagsmönnum þá meiri arður til sjóðmyndana og útbýt- ingar en ella. 4. Um skuldafarveg einokunar- og selstöðuverzlunar er réttara að tala í sambandi við einhverja aðra en kaupfélögin. Kaupfélögin hafa enga einokun. Það er öllum frjálst, hvort þeir eru í kaup- félagi eða ekki. Og selstöðuverzl- anir eru þau ekki, heldur eigin ¦ S Utan úv heimi. Kosningarnar í Bretlandi. Þann 27. október s. 1. fóru fram almennar kosningar í Bretlandi. Þykir rétt að gefa nú stutt yfir- lit um aðdraganda þeirra kosn- inga og úrslit með því að eigi hef- ir unnizt rúm til þess fyr hér í blaðinu. í ágústmánuði í sumar urðu stjórnarskipti í Bretlandi. Var hið ískyggilega f jármálaástand ástæð- an til stjórnarskiptanna. Forsæt- isráðherra jafnaðarmannastjórn- arinnar, sem þá var, Mac Donald, taldi nauðsyn á samkomulagi við aðra flokka um stjórnarmyndun, og fylgdu honum þrír af ráðherr- unum, en meirihluti ráðuneytisins var á móti samsteypustjórn. Mac Donald baðst lausnar fyrir ráðu- neytið, en gjörði jafnframt sam- band við Baldwin foringja Ihalds- flokksins og Sir Herbert Samuel, sem þá var foringi Frjálslynda flokksins í sjúkdómsforföllum Lloyd George. Hið nýja ráðuneyti var samsteypustjórn með þátt- töku úr öllum flokkum, sem sæti áttu í þinginu. Lýst var yfir því, að hin nýja stjórn væri „utan við alla flokka". Hún var nefnd „þjóð- stjórnin" (the national governe- ment) og undir því heiti gekk hún til kosninganna. Þrír jafnaðar- mannaráðherrar, auk Mac Don- alds, áttu sæti í „þjóðstjórninni" þ. á m. fjármálaráðherrann, Philip Snowden, og nýlendumálaráðherr- ann Thomas. Jafnaðarmannaflokkurinn gekk til kosninga í stjórnarandstöðu. Arthur Henderson fyrv. utanrík- isráðherra var kosinn flokksfor- ingi í stað Mac Donalds. Lloyd I George neitaði að vinna með ¦ „þjóðstjórninni", og Frjálslyndi j flokkurinn klofnaði. Talið var, að ! fylgismenn stjórnarinnar kæmu J fram sem einn flokkur, en þó átt- I ust áhangendur íhaldsí'lokksins, ! Frjálslynda flokksins og Mac ! Donalds víða við innbyrðis í kjör- ! dæmunum. En Baldvin lýsti yfir \ því, að hans flokkur myndi ekki i fyrir sitt leyti neyta meirahluta- | aðstöðu, ef hann fengi hana, til að taka einn völdin í sínar hendur og Mac Donald yrði aftur for- sætisráðherra. Tvennt var það einkum, sem „þjóðstjórnin" ætlaði að gjöra fyrst í stað: Að draga úr útgjöld- um ríkisins, sérstaklega með því að færa niður atvinnuleysisstyrki og lækka laun, og að halda við gengi sterlingspundsins. Það fyrra tókst, þrátt fyrir ærna mótspyrnu — leiddi m. a. af sér nokkurskon- ar uppreisn á flotanum. En hið síðara mistókst. Pundið féll fyrir kosningarnar og hélt áfram að falla eftir að þær voru afstaðnar. Kosningarnar gjörbreyttu að- stöðu flokkanna í þinginu. Þjóð- stjórnin fékk 554 þingsæti af 615. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem áð- ur hafði á þriðja hundrað þing- sæta og var stærsti flokkur þings- ins, fékk aðeins 51 þingsæti. Alls eru stjórnarandstæðingar aðeins rúmir 60. Ihaldsflokkurinn einn hefir mikinn meirahluta. Hender- son foringi verkamanna féll sjálf- ur í kosningunum, og af f yrv. ráð- herrum úr flokki hans féllu allir nema einn, Sir George Lansbury. Frjálslyndi flokkurinn er enn klof- inn eftir kosningarnar. Lloyd George er sem fyr í stjórnarand- stöðu og fylgja honum einir þrír þingmenn, sem eru dóttir hans, sonur og tengdasonur. Róttækir jafnaðarm. undir for- ystu Sir Oswald Mosley, komu eng um að. Eigi heldur kommúnistar. Tala þingsætanna er þó ekki í réttu hlutfalli við atkvæðatölu þingflokkanna. Fékk þjóðstjórnin um 14. milj. atkvæða, en stjórn- arandstæðingar um 7 milj. Ef miðað hefði verið við höfðatölu hefðu stjórnarandstæðingar feng- ið um 200 þingsæti. Rétt eftir kosningarnar baðst þjóðstjórnin lausnar og ný var mynduð. Mac Donald er áfram forsætisráðherra. Helztu breyting- arnar eru þær, að Neville Gham- berlain (Ihaldsmaður) er nú fjár- málaráðherra í stað Snowdens, sem nú hefir verið aðlaður og tekið sæti í lávarðadeildinni, og Sir John Simon er utanríkisráð- herra í stað Reading lávarðar. Sir John Simon er kunnur af starfí sínu sem formaður Indlandsnaála- nefndarinnar. Hinn mikli ósigur verkamanna- f lokksins kom mörgum á óvart.En Henderson hefir látið svo um mælt, að við þessu hafi mátt bú- ast, því að brezka þjóðin „hneigist æfinlega í íhaldsáttina, þegar illa láti í ári". Fyrsta stórafleiðingin af úrslit- um kosninganna eru þau, að þing- ið hefir nú samþykkt háa inn- flutningstolla á erlendum vörum, að matvælum undanskildum. — Hingað til hefir Bretland verið aðalvígi óhindraðrar milliríkja- verzlunar. En í kosningunum hef- ir tollastefnan unnið mikinn sig- ur, enda ótta slegið á þær þjóðir margar, sem mest viðskipti hafa haft við Bretland til þessa. fyrirtæki félagsmanna sjálfra. Svo óþarft er að grípa til þessara líkinga. Og um skuldirnar, þá íþyngja þær nú mörgum fleir- um og ýmsum fremur en kaup- félögunum. Og er óþarft að fara lengra út í þann samanburð. Eru" þetta ærnar leiðréttingar á ekki lengri kausu. En þó skal því bætt við, að þar virðist gert ráð fyrir, að það sé eitt og hið sama, að verðlag í kaupfélögum á af- urðum, og raunar á aðkeyptri vöru, er ekki ákveðið til fulls fyr en eftir á og það, að kaupmaður hefði sömu reglu. En þar er ólíku saman að jafna. Eftirkaup við sjálfstæðan kaupmann eru af eðli- legum ástæðum ekki heppileg. En í kaupfélagi er félagsmaðurinn rauhar hvorttveggja, bæði kaup- maður og viðskiptamaður, og að sjálfsögðu ekki hægt að gera upp til fulls fyr en afurðasölu og árs- viðskiptum er lokið. Kaupfélagið eru bændurnir og kaupstaðabú- arnir, sem hafa tekið verzlunina í sínar eigin hendur. Viðgangur kaupfélaganna sýnir bezt að árangurinn hefir jafnaðar- lega verið góður. Þar sem sam- vinnan er, er um að ræða eina hina sterkustu og ágætustu hreyf- ingu í viðskiptamálum á seinni tímum. Samvinnan færist nú óð- um yfir á fleiri svið. Samvinna í útgerð og iðnaði á hér mikla framtíð, þó hún sé nú á byrjunar- stigi. Á samvinnunni hvíla vonir um lausnir ýmsra hinna mestu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.