Tíminn - 28.11.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.11.1931, Blaðsíða 2
248 TlMINN vandamála nútímans. Samvinnu- fyrirkomulagið jafnar deilur, sem annars mundu geisa milli and- stæðra hagsmuna. Samvinnan jafnar lífskjör mannanna. Hún verður leiðarljós margra þjóða út úr öngþveiti vorra tíma. Það má segja, að hugleiðingar þessar séu sundurlausar, en þó eru þær allar af einu tilefni. Og þess vil ég óska þjóð okkar, að drengskapur í allri viðureign og samvinna í atvinnu- og viðskipt- um megi eflast svo hún verði öndvegisþjóð. Til þess eru hér mörg skilyrði og góð, ef lands- búar verða ekki sínir eigin níð- ingar. Ásgeir Ásgeirsson. ----o---- Kolabirgðir Englands. Nokkrir v,s- indamenn hafa nýlega lokið við víð- tækar jarðfræðirannsóknir í Man- chesterhéraði. — í skýrslu sinni gera vísindamennirnir að umtalsefni hið geisimikla kolamagn, sem á um- liðnum tímum hefir verið unnið úr jörð á þessuin slóðum, en þeir eru sannfærir um að enn séu þarna í jörð kol svo miljónum smálesta skiftir. þessi kolalög eru fæst nálægt yfirborði jarðar, en með nútíma námuvinnslutækjum er hægt að vinna kol úr jörð tiltölulega ódýrt, þótt þau liggi alldjúpt niðri. — Jarðfræðingamir segja, að í einni námu, sem þeir rannsökuðu, séu að minnsta kosti tíu miljónir smálesta og annað eins kolamagn í kolalögum lengra niðri í jörðunni þar undir. Telja þeir fullvíst, að á þessum stað séu þvi að minnsta kosti tuttugu miljónir smálesta af kolum. Á yfir- horðinu, þar sem kolalögin eru, er víðast hvar mannabyggð. M. a. eru kolalög undir sjálfri borginni Man- shester. Eigi er þó talið, að það muni koma að sök, vegna þess hve djúpt koialög þessi liggja. Undir gömlum námum hafa fundist þrjú kolalög, sem talið er að í séu 15 miljónir smálesta af kolum. — Gefa rann- sóknir þessar nokkra hugmynd um hve mikinn „varaforða“ England á ----o---- Guðm. Jónsson Ljárskógum féklt nú með Lyru 3 pör silfurrefi frá Noregi, sem eru verðlaunadýr af sérstaklega góðu refakyni. Ætlar hann sér í framtíðinni að hafa ein- ungis valin kynbótadýr i refagarði sínum, bæði silfurrefi og pólarrefi. Vigfús Guðmundsson gestgjafi í Borgarnesi og frú hans tóku sér far til útlanda með Lyru síðast. Ihaldsflokkurinn hér í Reykjavik hefir jafnan lofað stjórn bæjarmál- anna hástöfum i blöðum sínum og á mannafundum, enda hefir flokkur sá jafnan haft hreinan meirahluta í bæjannálum og ber því einn alla ábyrgðina. Tíminn hefir æði oft bent á ýmislegt sem aflaga fer í fjárstjórn bæjarins. Meðal annars hefir hann nokkrum sinnum vitt það blygðunarlausa siðleysi, að borgar- stjóri tekur umboðslaun — um 5000 krónur á ári — frá félagi því, sem tryggir húseignir hæjarbúa gegn eldsvoða. Jletta hefir borgarstjóri játað opinberlega en flokksbræður hans leggja blessun sína yfir fjár- dráttinn með algerðri þögn og að- gerðarleysi. En það stóð flokks- bræðrum Knúts nœst að sjá um, að hann greiddi bænum þetta fé, og segði af sér borgarstjórastöðunni strax þegar ósóminn sannaðist. Ihaldssálimar hafa þó rumskað að lokum. Ástæður bæjarins eru nú ekki betri en það, þrátt fyrir gífur- leg útsvör, að borgarstjóri verður að tilkynna bæjarbúum, að bæta verði 10% við útsvör þessa árs. Og flokks- menn boi'garstjóra samþyklcja — skilyrðislaust. Útsvörin í Reykjavík árið sem er að líða, nema alls um kr. 2.3 milj., þ. e. íullum 80 krónum á livern bæj- arbúa að meðaltali, þótt með sé talið ómálga barnið í vöggunni og örvasa gamalmennið. Ofan á þetta bætast enn 8 kr. að meðaltali á hvern bæjarbúa eftir þessari síðustu á- kvörðun bæj arstj órnarinnar. þegar málið var til umræðu á bæj- arstjórnarfundi, upplýstist, að óinn- heimt útsvör frá þessu ári nema um 800 þús. kr. Um 200 þús. kr. á bær- inn hjá öðrum bæjarfélögum og um 600 þús. kr. er óinnheimt af útsvör- um frá fyrri árum. Á þessum sama bæjarstjórnarfundi las einn bæjar- fulltrúinn upp lista yfir allmarga gjaldendur sem skulduðu 1—2 ára útsvör og meðal þeiwa voru margir sterkefnaðir menn og tekjuháir. Mbl. sagði frá þessum útistandandi útsvörum á sunnudaginn var í hálf- gerðum kjökurtón. Sagði að þetta sýndi aðeins hvað ástandið væri hörmulegt i bænum! Vill það auö- sjáanlega láta hlífa þeim sem draga að borga útsvör sín, eða svíkjast al- veg um það, en láta leggja enn þyngri byrðar á hina, sem oft af litlum efnum, reyna að standa í skilum. Blaðið virðist þó vera búið að átta sig á því, að almenningur, og þar á meðal margir stuðningsmenn íhalds- broddanna, líti öðrum augum á þetta, því í gær kveður það upp úr með það, að ósanngjarnt sé að jafna á skilamenn bæjarins 230 þús. krón- um, en láta afskiftalaust þó bærinn á sama tíma eigi útistandandi um iy2 milj. króna í ógoldnum útsvör- um. það má nú sjá minna grand í mat sínum en þetta og Mbl. verður varla reiknað það til réttlætingar, þó það tvístigi í móli þessu, langi til að verja borgarstjóra og fylgilið hans, en þori það ekki. Timinn ætlaði að fá til birtingar lista yfir þá sem skuida útsvör, en hefir ekki tekizt þ'að enn. Hitt gelur blaöiö fullyrt, að meðal skuldunautanna er fjöldinn allur af efnamönnum og vel stæðum kaupsýslufyrirtækjum, sem beinlínis er hlíft við greiðslu útsvaranna. Dráttarvextir af útsvörum eru ekki nema 6% p. a. og því lægstu vextir, sem nú eru greiddir. Skjólstæðingar borgarstjóra og stuðningsmenn nota bæinn beinlínis fyrir lánsstofnun a.f því vextirnir eru s.vo lágir. En skil- vísu útsvarsgreiðendurnir borga brús- ann. Innheimta bæjargjaldanna hlýtur að vera slælega rekin. pað er á hvers manns vitorði, að menn, sem horga útsvör sín svo sem viku eftir gjalddaga, verða að greiða dráttar- vexti, en þeir, sem draga greiðsluna mánuðum og misserum saman, fá vextina þráfaldlega gefna eftir. Dæmi eru til að lögtaksmenn bæjarsjóðs hafa lagt af stað með föt og hús- gögn fátæks fólks, sem ekki gat greitt smáfjárhæðir, sem á það hafði verið lagt. Jletta er sjálfsagt heim- ilt og ekkert við því að segja, ef ekki væri liægt að benda á fólk, sem hefir miklar tekjur og lifir óhófs lífi, en borgar ekki útsvör árum saman, án þess að lögtaksmenn séu nokkurn- tíma látnir ónáða það. Svo scm kunnugt er, þarf hæjar- stjórnin að fá heimild ríkisstjórnar- innar til aukaniðurjöfnunar. Engin boiðni mun enn komin um það efni til atvinnumálaróðherra. En þess er að vænta, ef hann veitir leyfið, að þá bindi hann það því skilyrði, að eklci megi innheimta aukaniðurjöfn- unina fyr en búið er að innheimta t. d. 90% af öllum útsvörum, sem bærinn á útistandandi. -----0----- Gestir í bæuum: Lúðvík þorgríms- son kennari Jökuldal, þoi’bergur þorleifsson bóndi Hólum, Gunnar Sigurðsson verkstjóri Hausthúsum, Bjöm Jóhannsson bóndi Laugalandi. ZE^æða. Ásgeirs Ásgeirssonar ráöherra við vígslu Reykholtsskólans. Okkur kaupstaðabúúnum líður vel við þetta tækifæri. það er okkur góð skcmmtan, að vera viðstaddir, þegar héraðsbúar halda fagnaðarfund á þessum merkilegu tímamótum. Hér eru saman komnir ungir og gamlir til að fagna yfir hinum nýju mögu- leikum uppeldis og félagslífs þessa fagra og frjásama héraðs. Ungir og gamlir hafa hér verið samtaka og lvft grettistaki. það er ekki langt að minnast upp- hafs þessa móls. Samhugur og sam- tök hafa stytt leiðina milli urðs og athafnar. Ungmennafélög hiraðsins áttu fi’umkvæðið um Reykholtsskóla og hinir rosknari menn bættast skjótt í hópinn. Jiað er ekki langt að minn- ast þess, er Halldór skólustjóri á 1-Ivanneyri gaf fyrstu þúsund krón- urnar til héraðsskólans og hleypti fjöri í íjársöfnunina. Friðrik þor- valdsson, Vigfús Guðmundsson og Lúðvík Guðmundsson eiga margt sporið og handtakið i þógu þessa máls. það er skylt að minnast áhuga Lúðvíks Guðmundssonar við þetta tækifæri, þó leiðirnar hafi nú skilizt af öðrum ástæðum. Eigend- ur Hvítárbakkaskólans létu engar hliðsjónir draga úr fylgi sínu við byggingu nýs skóla. þá er skylt að þakka hinn óvænta stórhug sýslu- nefndanna þegar til þeirra kasta kom og nefni ég úr þeim hópi fremstan Sigurð í Ferjukoti. Ég segi óvæntan stórhug, ekki vegna þess að ég vilji niðra sýslunefndum né öðrum, sem sérstaka skyldu hafa til að varðveita jafnvægið milli framtaks og forsjálni. Framtaks æskunnar og fyrirliyggju fullorðinsáranna þarf hvorttveggja, ef vel á að vera. Og að þessu sinni heimtaði fyrirhyggjan um uppeldis- og félagsmál héraðsins stór framlög, sem ekki voru þó talin ofurefli. Póli- tískra flokkadeilna hefir ekki gætt um Reykholtsskólann. í því efni hafa andstæðingar unnið saman, án þess að freistast til flokkadráttar um ein- stök atriði. Jafnvel skólastaðurinn hefir ekki valdið teljandi ágreiningi, og eru þó staðardeilur venjulega skaðvænlegar og illvígar, þegar koma á einhverri stofnun á fót. En vís- ast er það mest að þakka hverunum og minningu Snorra Sturlusonar, að slíkar deilur urðu ekki að fótakefli. Héi' ei-u tímamót í sögu héraðsskól- ans, sem var á Hvítárbökkum, en er nú risinn upp í Reykholti og ber einstakan vott um stórhug og sam- hug héraðsbúa. Leiðin milli huga og handar er oft löng, en hér hefir hún orðið stutt, og lágar hvatir og deilu- gimi ekki gert vart við sig. Nú eru tímamót í sögu skólans, og á sama tíma eru önnur tímamót, að vísu ógleggri og meir langvarandi, i sögu þjóðarinnar. þau tímamót varða skólann miklu, og hin mesta nauðsyn að starfshættir skólans fari eftir því, sem hefir gerst og er að gerast í sögu þjóðarinnar. Hin eldri menning lifði mest að sínu. Flestar nauðsynjar voru heima- teknar. það var unnið og numið heima. þekking og kunnátta fluttist á heimilunum frá einni kynslóð til annarar. Bókakostur var að mesau innlendur. Fjölmenn sveitabyli fóstr- uðu sterka en fábreytta menningu. þjóðin var að mestu sjálfri sér nóg. Nú eru komnir aðrir tímar. Fólk- inu hefir íækkað á heimilunum í sveitum landsins. Nú er margt að- fengið, sem áður var heimatekið. Af- urðir eru seldar úr landinu lágu verði og iðnaðarvömr keyptai- að dýrum dómum. Ull og skinn eru bændum lítils virði, en sköi' og klæði kosta landslýðinn stórfé árlega. Hjóli tím- ans verður ekki snúið aftur á bak og íámenn heimili geta ekki tekið upp aftur alla iðju hinnar eldri menningar. En með samtökum er liægt að flytja þann iðnað, sem á tryggan innlendan marliað aftur inn í landið. Hér hefir það sýnt sig að samtök og samhugur getur lyft grettistaki og svo þarf að vera í öll- um greinum. Fækkun fólks á bæj- um og í sveitum er hættulegt og veldur þvi að fásiimi vex, ef ekki aukast samgöngur og samvera utan heimila. Til þess eru skólarnir meðal annars að efia samliug og fé- lagslyndi æskulýðsins, sem svo birt- íst síðar i samtökum og félagsþroska hinna fullorðnu. það var sagt hér áðan, að skólinn ætti að vera eins og stórt heimili. þess er sveitunum þörí, að ungling- unum gefist tækifæri til samlifs á stóru heimili. Útþrá unga fólksins helst og fer vaxandi við fólksfækkun og strjálbýli. Útþráin tæmir sveitirn- irnar, ef ekkert er gert til að beina henni heim aftur. En takist að hverfa útþi'ánni yfir í hennþrá, þá verður hún sterkasta stoð vaxandi sveita- menningar. Útþráin er draumar og æfintýraþrá æskunnar. Ef héraðs- skólunum tekst að vekja þá drauma i brjóstum unga fólksins, sem geta rætzt heima, ef þeim tekst að setja æfintýrablæ á möguleika sveitalífsins, þá verða þeir heillastofnanir. Ef þeim tekst að vekja skilning á umhverfi og heimahögum og opna augun fyrir möguleikum mannsaflsins í sam- vinnu við moldina, opna augun fyrir Enn um ríkistekjur og bflun þeirra. Svar til Gunnars Viðars. Siðan ég ritaði grein mína um „ríkistekjurnar og öflun þoirra" hér i blaðinu hafa blöð hátekju- og eigna- manna hér í Reykjavík, Mbl. og Vís- ir, af og til verið að illskast út af þeim skoðunum mínum á skattamál- um, sem fram eru settar í ofan- nefndri grein. þarf þetta eigi að vekja undrun manna því að við öðru var eigi að búast frá málgögnum þeir'ra, er mestra hagsmuna hafa að gæta í því að viðhalda þeirri skipun skatta- málanna, sem nú er. Bera greinar þær, sem fram hafa komið fremur vott um vilja en mátt blaðamann- anna til þess að reka erindi hús- bændanna og verja hagsmuni þeirra. Allar greinarnar eru órökstuddar upphrópanir að einni undanskildri, er Gunnar Viðar ritaði í Morgunblaö- ið 15. þ. m., og mun ég taka þá grein tli athugunar í línum þeim, er hér fara á eftir. Grein þessi er hin eina tilraun, sem gerð hefir verið, til þess að færa rök á móti þeim skoð- unum, er ég hélt fram 1 áðurnefndri grein minni auk þess, sem greinin inniheldur misheppnaðar tilraunir til þess að snúa út úr orðalagi greinar minnar á 2 stöðum. G. V. byrjar með því að finna að því, að ég skuli telja tekju- og eigna- skattinn meðal þeirra skatta, er á menn eru lagðir eftir efnalegri getu þeirra. Segir hann, að hér á landi sé þetta ekki svo vegna þess, að skatt- urinn komi misjafnt niður á sömu raunverulegar tekjur eftir því hvar er á landinu. Ef G. V. hefir lesið alla grein mína hefði hunn átt að sjá, að ég tel það eitt af grundvallar- atriðum þess, að tekjuskatturinn verði rétt á lagður eftir getu manna, að rétt upphæð af tekjum þeirra sé tekjuskattsfrjáls, og verður sú upphæð að vera mismunandi í ein- stökum landshlutum eftir framfærslu- kostnaði. Var ég því í fyllsta rétti með að telja í grein minni tekjuskattinn meðal þeirra skata, er á yrði lagður eftir getu manna, og athugasemd G. V. um þetta efni tilefnislaus með öllu. G. V. eyðir mestu rúmi til þess að ræða um tekju- og eignarskattinn og galla hans, en því rúmi, sem hann ver til þess að tala um tollana vor hann þeim mun betur(!). Um þá segir hann: „Hins vegar verður auð- vitað, ef maður talar um tollana sem skattakerfi, að líta á þá i heild og athuga, livernig þeir snerta menn ú ýmsum stigum velmegunar. Er þá sennilegt að tollakerfið á neyzluvör- um komi til að verka sem stighækk- andi skattur eftir efnalegri getu í reyndinni, en hafandi þann kost, að hann dregur úr neyzlu manna“*). G. V. virðist ekki myrkur í máli, en þó hlýtur mönnum að verða það til að lesa þessar línur oftai' en einu sinni til þess að gera sér grein fyrir hvort höfundurinn muni ekki eiga við eitthvað annað en beinast liggur við að lesa út úr orðum hans. En þrátt fyrir góðan vilja hefir mér eigi tekizt a'ð skilja þau nema á einn veg. G. V. talar hér um neyzluvörur yfirleitt, enda er enginn ágreiningur um það, hvort tolla beri ónauðsyn- lega vöru. Nú er það vitanlegt að eftir því, sem menn hafa stærri fjöl- skyldu fyrir að sjá eftir því þurfa *) Leturbr. mín. E. J. menn á meiri nauðsynjavöru að halda, og greiða þvi meira í tolla, ef nauðsynjavörui' eru tollaðar, eins og á sér stað hér á landi. Hinsvegar j er það vitanlegt, að að öðru jöfnu ' rýrnar eínaleg geta manna eftir því, j sem menn hafa fyrir fleirum að sjá. , það er því beint öfugmæli hjá G. V. j að tollar á þessar vörur verki sem j stighækkandi skattur eftir efnalegri j getu. Jiá telur G. V. það kost á tollun- ■ um, að þeir dragi úr neyzlu manna. Jfetta á með engu móti við um toll ; á nauðsynjavörum. það er beinlínis rangt og með öllu ósæmandi að hið opinbera verði þess valdandi, að menn þurfi að draga úr nauðsynja- vörunotkun sinni. ,,Kostur“(!) þessi mundi skýrast koma fram ef menn þyrftu að ganga svangir og klæðlaus- ir vegna tollaálaga. Um mælum þeim um tollana, sem að framan eru nefnd, kastar G. V. fram órökstuddum, en menn hljóta að vænta þess. að hann rökstyðji þau. Eftir að hafa gert tollunum þessi skil snýr G. V. sér að því er hann kallar réttilega aðalatriði þessa máls: þeim anda ei' hann segir að ríki í grein minni, að fyrst og fremst beri að miða skattgreiðslur manna við efnalega getu þeirra. Byrjar hann þennan kafla greinar sinnar með því að halda því fram, að erfitt sé að skilja hvað ég eigi við með „efnalegri getu“ manna. Sjálfur notar hann þó oft í grein sinni þessi sömu orð auð- sjáanlega í nákvæmlega sömu merk- ingu og ég i minni grein. Hygg ég að leitun sé á þeim manni, er eigi skilur merkingu þessara orða í því sam- bandi er þau voru notuð í grein minni. Hefði G. V. átt að geta notað rúm það, er fór til útúrsnúings þessa, til þess að færa einhver rök að um- mælum sínum um tollana, sem að framan eru tilfærð. þrátt fyrir hið óglögga orðalag, sem G. V. telur ú þessu atriði i grein minni þykist hann þó skilja að ég eigi við, að æskilegast sé að skattamir séu nógu mikið stighækkandi í hlutfalli við velmegun gjaldenda. þykir G. V. þetta þröngt sjónarmið. Get ég ekki stillt mig um að tilfæra hér ummæli hans um þetta atriði: „Mælikvarðinn sem leggja ber á ágæti skatta, er ekki sá, hvort þeir eru lagðir á í hlutfalli við efnalega getu manna. Höfuð-atriðið er, hversu miklar fórn- ir frá hálfu þjóðfélagsins felast í skattinum. Eitt atriði í því máli er, að fórnir einstaklinganna séu sem jafnastar hlutfallslega. Séu þær það, eru þær líka með minnsta móti í heild að öðru jöfnu“. þessi klausa verður eigi að mínu viti skilin á annan hátt en þennan: Fyrst er því slegið föstu, að úgæti skatta fari ekki eftir þv., hvort þeir séu lagðir á í hlutfalli við efnalega getu manna, heldur sé höfuðatriðið hversu miklar fómir frá hálfu þjóð- félagsins felist í skattinum. Siðan er sagt, að fórnir þjóðfélagsins verðí minnstar í heild ef fórnir einstak- linganna séu sem jafnastar hlutfalls- lega. Hér hlýtur að vera átt við hlut- fallslega við efni og getu manna. Hér er því G. V. kominn í greinilega mót- sögn við sjálfan sig, og hljóta menu að vera jafnnær um skoðun hans eftir lestur þessarar klausu. Ræð það þó af því, að G. V. fer síðan að færa rök í móti tekjuskattinum og einnig umsögn hans um tollana, að hann meini það, sem hann scgir fyrst í klausunni, að ágæti skatta fari ekki eftir því hvort þeir eru lagðir á með tilliti til efnalegrar getu manna. Rök G. V. á móti tekju- og oigria- skattinum eru tvennskonar. Annars- vegar að hann dragi úr framkvæmda- löngun manna, og hins vegar að hann hamli upp á móti auðsöfnun einstak- linga, se msé þjóðfélaginu nauðsynleg til myndunar nýs fjármagns. Leggur hann aðaláherzluna á síðara atriðið. í grein minni sýndi ég fram á, að eins og skattamálum okkar er nú fyr- ir komið er miklu meiri hætta á, að dregið sé úr i'ramkvæmdalöngun manna í framleiðslunni, en þótt tekjuskatturinn væri hækkaður og aðrir tollar lækkaðir að sama skapi. Tek ég ekki upp hér ummæli min um þetta, en leyfi mér að visa tii þeirra til svars ummælum G. V. unx þetta atriði. í síðari mótbáru G. V. kemur ljósar fram en ég minnist að ég hafi áður séð, meginskoðanamunur þeirra manna, sem að Mbl. og íhaldsflokkn- um standa, og vilja auðsöfnun og vel- líðan nokkurra manna á kostnað fjöldans, og allra umbótamanna í þessu landi, sem telja það hlutverk sitt að vinna að vellíðan og jafnari kjöium íbúa þess. í grein ininni um skattamálin taldi ég það cinn o.f kostum tekjuskattsins, að hann hefði mikla þjóðfélagslega þýðingu nxeð því að liamla upp á móti auðsöfnun ein- staklinga og dreifa efnunum tii al- mennings fyrir atbeina hins opinbera. Um þetta segir G. V. að kynlegt hljóti að virðast að ég álíti að liér sé um heppileg áhrif að ræða. Auk þess gerir G. V. tilraun til þess að snúa út úr þessunx orðum mínum og- held- ur því fram, að með tekjuskattstöku verði efnunum eigi dreift þar sem slíkt sé neikvæð ráðstöfun. I-Ilýtur þó hvert mannsbarn að sjá að með því að taka af þeim, sem efnaðir eru, og verja til sameiginlegra þarfa almenn- ings ,er efnunum dreift. í vissum dæmum getur einnig verið um nýja

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.