Tíminn - 05.12.1931, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.12.1931, Blaðsíða 2
252 TlMINN eyðslustétt íslenzkra kaupstaða sett leiðinlegan blett á islenzku þjóðina með heimskulegri og meiningarlausri eyðslu. Ég á bágt með að skilja það, að nokkur hrollur þurfi að fara um bændur landsins eða fiskimenn, þó að kreppan hljóti að breyta lífsvenj- um eyðslustéttanna í landinu, þó að minna verði keypt af víni eða smygi- að inn fyrir hátiðir óliófsmanna. þó að iðjuiaust fólk íari að taka á ór eða hrífu, þó að börn foreldra, sem hafa orsakað bönkunum töp er nema hundruðum þúsunda, hefjist nú handa með að vinna í sveita síns andlitis. Dugandi menn þui'fa ekki að óttast kreppuna. Letingjar og óhófsmenn hafa heldur ekki ástæðu til þess, þvi að það aðhald, sem kreppan veitir * þeim mun einmitt vcrða þeim hin nauðsynlegasta hjálp til betra og íull- komnara lífs. En það skulu menn hafa til marks að hræðslumerkin munu þó koma frá þessum lýð, frá hinum eyðslusama og lingerða hluta þjóðarinnar, sem kvíð- J ir fyrir að draga úr nautn víns og vindlinga, sem ekki vill fækka bíó- ferðum, og álítur að sáluhjálp þeirra búi í skartklæðum fluttum úr fram- andi löndum, og í léttúðugum skemt- unum. En dugandi menn landsins mega ekki láta flóttamenn þessa draga úr sér kjark að óþörfu. J. J. Æskumenn á villigötum. Um nokkurt skeið hefir mátt sjá í einu Rvíkur:dagblaðinu einkennilega ritdeilu. Einn eða fleiri nemendur, sem voru i fyrra í 5. bekk menntu- skólans hafa ritað kaldranalegar greinar um gestaviðtökur á tveim skólaheimilum ó Norðurlandi síðast- liðið vor. þeir hafa samhliða þessu staðið í þrálátum ritdeilum við einn af kennurum skólans, vísindamann- inn Guðm. Bárðarson, sem hefir vilj- að bera klæði á vopn þau er þessir nemendur hans hafa snúið móti gistivinum sínum. Hvorttveggja er jafn óvcnjulegt, að sjá skólanemend ur í blaðadeilum við kennara sína, og að heyra langferðamenn Jauna með kaldyrðum auðsýnda gestrisni hjá ókunnu fólki. Hvorugt atvikið mundi geta komið fyrir nema frá hálfu nemenda, sem hafa mótast í þeim bæ, þar sem það fólk sem kveður sig „yfirstétt", hefir Valtý, Jón Kjartansson og Magnús staupa- réttardómara fyrir andlega hús- bændui'. Ég hefi áður á þingi lýst þvi á- standi, sem menntaskólinn var i þegar íhaldið skildi við, éstandi sem þá var orðið býsna gamalt. Menn þekkja berklahættuna í skólanum, útlit bekkjanna, sóðaskapinn úti og inni, erfiða sambúð kennara og nemenda, og þá gömlu andlegu sýki, sem landlæg var í skólanum og töluvert mun enn eima eftir af þar, að nemendur eigi að iæra fyrir prófið og ekki meira, prófið hjálpi til embættis, og af embætt- inu eigi að iifa létt og áreynslulitið meðan auðið er. Ég hefi hvað eftir annað í þinginu bent á, til varnar ýmiskonar veikleika í framkomu sumra lærisveina í þessum skóla, að þeim mönnum væri nokkur vorkun, sem ættu að baki sér hin sálar- snauðu heimili þröngsýnna brodd- borgara og bættu svo við vist í skóla þar sem um langan aldur hefir ver- ið landlæg andúð milli kennara og nemenda. þessi afsökun gat verið réttmæt um stund, en ekki til lengdar. Að- staða skólapilta hefir breyzt. Bærinn hefir stækkað og áhrifa broddborgar- anna gætir minna en fyr. þing og stjórn hefir gert talsvert mikið fyrir skólann. Húsakostur hans hefir ver- ið bættur. Aðstaða til kennslu, bóka- safnsvinna, framhaldsnám og í- þrótta, hefir batnað í verulegum at- riðum. Nokkrir ungir og áhugasam- ir kennarar hafa komið til skólans og flutt með sér áhrif, sem meir voru í samræmi við nútímalíf, heldur vænta mátti frá gömlum og þreyttum mönnum. Álirif þessara aðgerða eru nokkur nú þegar. Íþróttalífið er til muna fjölbreyttara en áður, og lijá all- mörgum némendum virðist koma fram áhugi um að láta skólaveruna efla á ýmsan liátt eiginleika sem enn eru iagðir á vogarskál við burt- fararpróf, en koma þó að meira haldi en margt prófnám í hversdags- iegri lifsbaráttu nútímamanna. Ein af þeim nýjungum, sem brotið hefir verið upp ó við skólann, til að beina hug nemenda meira að við- fangsefnum samtíðarinnar eru ferða- lög 5. bekkinga um hálfsmánaðar- tíma hvert vor, í rannsóknarferð með náttúrufræðiskennara sínum, til merkilegra héraða, sem nemendur þekktu ekki áður af eigin sýn. Eitt vorið var farið austur í Hornafjörð og nú síðastliðið vor að Jökulsár- gljúfri, um Mývatnssveit til Akur- eyrar. I bæði skiftin voru nemendur sóttir og fluttir á varðskipum lands- ins. það heyrði undir „snattferðir", þær sem íhaldsmenn fordæmdu svo mjög, og töldu eingöngu gerðar fyr- ir gæðinga stjórnarinnar, en aldrei fyrir Mbl.-fólkið. Kennslumálastjórn- in hafði undirbúið þessar ferðir, út- vegað farkostinn, nægileg tjöld, teppi til að nota í tjöldunum um nætur og nauðsynleg suðuáhöld handa FrinsiknarfélaD Rökjauiknr heldur aðalfund í Sambandshúsinu þriðjud. 8. þ. m. kl. 81^ síðd. Dagskrá: 1. Skýrsla félagsstjórnar. 2. Uppkast að lögum fyrir Framsóknarfélög, samið af flokks- stjórninni, lagt fyrir fundinn til umræðu og atkvæðagreiðslu 3. Kosning félagsstjómar og endurskoðanda. 4. Kosning fulltrúaráðs. 5. Eysteinn Jónsson skattstjóri hefur umræður um skattamál. Félagstjórnin. hafi verið nægileg gestrisni sýnd þessum langferðamönnum í mennta- skóla Akureyrar og að gisting hafi verið of dýr i Laugaskóla. pó hefir gisting hvers ferðamanns þar að sögn nemandans sjálfs álíka dýr og kaffibolli með þjórfé í gildaskálum Reykj avíkurbæjar. (Meira). J. J. ---o--- Minningarorð. Síðastliðinn páskadag andaðist í Reykjavík, af hjartabilun, Salína Metúsalemsdóttir frá Bustarfelli í Vopnafirði. Hún var fædd að Bustar- felli 1884, og voru foreldrar hennar hin alkunnu merkishjón, Metúsalem Einarsson og Elín Ólafsdóttir, er langa tíð bjuggu að Bustarfelli, hinu nafnkennda höfuðbóli Vopnafjarðar, enda Metúsalem ættborinn af hinum fornu höfðingjum, er Bustarfell byggðu fyrrum, og ættin búið þar óslitið yfir fleiri mannsaldra, og býr enn. En Elín móðir Salínu var Ólafs- dóttir bónda á Sveinsstöðum í Húna- vatnssýslu Jónssonar prófasts í Stein- nesi Péturssonar. Kona Jóns próíasts, en móðir Ólafs, var Elísabet Björns- dóttir prests í Bólstaðarhlíð, og fyrri konu hans, Ingibjargar Ólafsdóttur frá Frostastöðum í Skagafirði. þau Bólstaðarhlíðarhjón eru talin ættfor- eldrar hinnar fjölmennu og merku Bólstaðarhlíðarættai'. Dætur þeirra voru níu, er til aldurs komust, og urðu allar kynsælar mjög. T. d. var Ólafur á Sveinsstöðum, einn af 16 börnum Elísabetar og sr. Jóns í Stein- nesi. Einn meðal þeirra systkina, var hinn þjóðkunni prestur og prófastur Halldór Jónsson ó Hofi í Vopnafirði. Systkini Salínu sál. eru sex á lífi. Ólafur kaupfélagsstj. á Vopnafirði. Metúsalem bóndi á Bustarfelli. Ein- ar heildsali á Akureyri. Halldór trje- smíðameistari í Winnipeg og Björn kaupmaður einnig í Ameriku, og Oddný kona Friðriks bónda Sigur- jónssonar í Ytrihlíð 1 Vopnafirði. Systkin þessu eru öll myndarmenn sýnum, og manndómsmennn í raun, Húsgögn og fatnaður, langt fyrir neðan allar útsölur. FORNSALAN Aðalstræti 16. Sími 1529. og svo var einnig hin látna systir. Salína var fjölgefin og hafði sér- staklega listræna gáfu. Hún lagði margt á gjörva hönd, og fleira en konur gera almennt, og fórust öll störf prýðilega úr hendi. Einkum var hún oddhög og fjekkst enda dálítið við útskurð í tómstundum sinum. Á listaskóla hefði Salína verið á rétt- um stað í lífinu, þó að allt færist henni vel er hún vann að. Hún hafði einkar glöggt auga fyrir öllu því, er í sér fól hagleik og list. pað var henni að erfðum komið, einkum frá móð- urætt, er svo fjölmenn er að listfeng- um mönninn. Salína flutti ung til Ameríku, en festi þar ekki yndi, enda veiktist þar af illkynjaðri „tauga- veiki“, er henni varð svo afleiðinga- þung, að hún beið þess aldrei bætur, og naut sín því aldrei eins, og annars mátti verða. Nú yfir allmörg ár hin síðari, hafði hún verið á sumrum ráðsltona hjá bróður sínum á Bustar- felli, og sýndi þar meðal annars, að hún var ágætlega húsmóðurstörfum vaxin, því heimili það, er eitt af prýðisheimilum þessarar sveitar. Sal- ína var glaðvær í framkomu og ein- urðarmaður, eins og hún átti kyn til að rekja. Myndarleg sýnum, nett og kvenlega vaxin, og bauð af sér hinn bezta þokka. Lík hennar var ilutt til Vopnafjarðar, og jarðað að Hofi, þar sem foreldrar hennar og fleiri vanda- menn hvíla. Ólafur bróðir hennar var staddui' i Reykjavík, þá er hún dó, og annað- ist flutning hennar heim. Vopnafjarðarsveit þakkar heuni starfið, og heiðrar hana látna, eins og þá, er hennar naut. Vopnfirðiugur. -----0----- Skýrslu þá, sem prentuð er hér neðanmáls, sendi húsameistari Mbl., en blaðið vildi eigi birta. Yélasalurinn í nýju símastöðiimi. [Út af orðrómi þeim, er gengið hefir, — nú siðast í sambandi við símagjaldamálið —, um mistök er orðið hafi viðvíkjandi lofthæð véla- salsins í nýju símastöðinni, og húsa- meistari ríkisins, hr. próf. Guðjón Samúelsson, hafi átt sök á, telur Tíminn rétt að birta skýrslu þá um málið, er húsameistari sendi ríkis- stjórninni 11. febr. s. 1., þar sem hann skýrir frá aðgjörðum sínum og afstöðu þessu viðvíkjandi. Jafnhliða eru birt þrjú vottorð, sem skýrslunni fylgja, frá Guðm. Hliðdal núv. sett- um landssímastjóra, Steini Steinssen verkfræðingi og Einari Erlendssyni byggingameistara. Bera gögn þessi með sér að ásakanirnar á húsameist- ai-a i þessu efni eru á misskilningi byggðar. — Ritstj.]. Skýrsla húsameistara. 11. febi'. 1931. Vegna þess orðróms sem gengur, að aðal vélasalurinn í hinu nýja símahúsi sé of lágur, og þetta stafi jafnvel af yfirsjón minni, þá vildi ég gefa hinum hæstvirta ráðherra eftirfarandi upplýsingar viðvíkjandi þessu. pegar ég byrjaði að teikna síma- húsið sumarið 1929, ræddum við landssímastjóri og verkfræðingur Guðm. Hlíðdal og Gunnl. Briem um allt innra fyrirkomulag hússins, og þá einnig um lofthæðirnar, en ekkert, var þá fast ákveðið um neitt af þessu, enda var þá lauslega rætt um aðalatriðin. Eftir að fyrsti uppdrátturinn var gerður, voru hæðir á steypu í véla- sölunum áætlaðar, i minni vélasaln- um á 1. hæð 3,50 metrar, og í aðal- vélasalnum á 2. hæð 3,51 metrar, (hæðirnar mældar frá gólfi að neðri brún bita). Um hæðirnar í vélasöl- unum var svo ekki frekar rætt, enda var þá ákveðið að ég færi til Stokkhólms, við allra fyrsta tæki- færi, til að ræða við firma það sem seldi vélarnar, um ýmislegt fyrir- komulag bússins, í sambandi við vélarnar, og þá einnig lofthæðina. Ég kom til Stokkhólms í febrúar- mánuði 1930, og ræddi þá við for- ráðamenn vélafirmans um ýms at- riði viðvíkjandi húsinu, og þar á meðal um lofthæðina, og sögðu þeir mér þá, að hæðin á aðalvélasalnum þyrfti að vera 3,80 metrar. Meðan ég dvaldi í Stokkhólmi, sýndu forráðamenn vélafii-mans mér þrjá vélasali þar, tilsvarandi okkar. Ég sá að salir þessir höfðu töluvert mismunandi lofthæð, en lofthæðar- mismunurinn kom aðallega — eða eingöngu — fram á því, að hæðin frá vélunum (grindunum) að loftinu var mishá. Ég spui'ði forráðamenn vélafirm- ans að því, hvers vegna salurinn mætti ekki vera lægri en þeir gáfu upp (3,80 m), en þeir sögðu, að það væri aðallega af því, að auðveldara væri að leggja allar leiðslur ef hæð- in frá grindunum að lofti væri ríf- leg, og svo væri salurinn miklu „flottari" ef lofthæðin væri mikil, en á hinn bóginn sögðu forráðamenn vélafirmans, að allir hinir þrir fyr- slíkum leiðangursmönnum. Landið borgaði allt sem með þurfti nema nestið. F.n allur útbúnaðurinn var miðaður við það, að skólaleiðangrar þessir gætu verið sjálfum sér nógir. Nemendur áttu að ferðast eins og skátar, sem þjóðfélagið bjó að öllu leyti vel út, og lagði þar að auki til sem leiðsögumann, einn hinn merki- legasta vísindamann sem þjóðin á. í hvaða landi sem er, hefðu nem- endur úr skóla með heilbrigðum lífsvenjum og skoðunarhætti, fagnað slíku tækifæri. Svo er og um alla nemendur Akureyrarskólans, og meirahluta nemenda úr Rvíkurskóla. En þar hefir orðið á nokkur mis- brestur hjá einstöku nemendum héð- an úr bænum. Eftir hina fyrstu ferð til Hornafjarðar, kom af völdum sunnanmanns skætingur um eitt hið prýðilegasta og gestrisnasta heimili í Hornafirði, fyrir það að þar hefði skort á um rausn gagnvart ferðafólki þessu. Var allt það last vanþakklæti eitt fyrir greiða, sem engin skylda bar til að veita. þetta atvik kastaði skugga nokkr- um yfir ferðalag menntaskólapilta það ár. En ekki var þar nema ein- um um að kenna og allir hinir virð- ast hafa haft gott af ferðinni og komið fram til sæmdar skóla sínum. Var tæplega að sakast um eindæmið. En í vor tók verra við. Nemendur höfðu verið fluttir norður og norðan með varðskipi. Ferðin hafði lánazt vel. Farið hafði verið um nokkur hin fegurstu héruð landsins, þar sem náttúra landsins býður ungum iræðimönnum fjölbreytileg viðfangs- efni. Eftir heimkomu piltanna nær Vartýr Stefánsson í einhvern nem- andann og birtir einskonar samtal. Var þar dylgjað um að nokkuð hefði skort á um góðar móttökur við sunnanmenn, bæði í Laugaskóla og menntaskólanum á Akureyri, hjá Sigurði skólameistara og frú hans. þetta umtal þótti bera vott um litla smekkvísi frá hálfu blaðsins og nemandans. En flestir munu hafa gert ráð fyrir því, að ritstjóri Mbl. hefði sökum alviðurkends gáfna- leysis misskilið piltinn og þvi fært gott mál til verra vegar. En með haustinu byrjar einhver pilturinn sókn í málinu aftur í öðru ihaldsblaði hér í bænum. Og smátt og smátt hefir komið i ljós, að til- gangur þessa rithöfundar var sá, að koma óorði á þessi ferðalög, ef til vill svo, að þau legðust niður, að því er snerti Reykvíkinga, en jafn- framt að láta gremju og óvild bitna á þeim hjónum, Sigurði skólameist- ara og frú hans, einmitt þeim hús- bændum norðlenzka menntaskólans, sem hafa með svo mikilli giftu mót- að eitt hið fegursta skólalíf, sem þekkst hefir hér á landi. Dylgjurnar hafa snúizt um, að ekki nefndu vélasalir í Stokkhólmi gerðu nákvæmlega sama gagn, og einkenni- legast var það, að nýjasti salurinn (þar var verið að setja vélarnar niður) var loftlægstur. Auðsýnilega gert til að spara í byggingarkostn- aðinum. Ég skal fyllilega játa það, að mér fannst óþarfi að eyða stórfé í loft- hæðina, ef það væri aðallega til þess að salurinn sýndist „flottari", ef gagnið annars yrði það sama. þegar ég kom heim í marzmánuði, byrjaði ég að hreinteikna símahúsið, og tjáði ég þá landssímastjóra og verkfr. G. Hlíðdal og G. Briem, að íorráðamenn vélafirmans hefðu sagt mér, að lofthæðin í aðalvélasalnum þyrfti að vera 3,80 metrar. Ég sagði þeim einnig, að ekki væri unnt að fá þá lofthæð nema með miklum kostnaði, sökum þess að lofthæðar- mismunurinn yrði þá allt of mikill á fram- og bakhúsi. Lofthæðirnar i framhúsinu gat ég ekki hækkað nema að lækka húsið um eina hæð, sökum þess, að skipu- lagið og byggingarnefnd höfðu á- kveðið hæð veggbrúnai' að Thor- valdsensstræti, og til þess að fá þann hæðafjölda í húsið, sem nú er, varð ég að hafa veggbrúnina að Thor- valdsensstræti eins háa og frekast var leyfilegt. þegar ég hafði tjáð forráðamönn- um símans frá þeim örðugleikum sem stafaði af því hvað lofthæðamis- munurinn var mikill á fram- og bakhúsi, og ég á hinn bóginn vildi alls ekki kosta stórfé til þess að sal- urinn sýndist „flottur", ef gagnið yrði sama, þá skildist mér svo að sam- komulag v**ri um það, að hseðin í aðalvélasalnum yrði 3,51 metrar, enda var það sú ýtrasta hæð som unnt var að fá, án mjög mikils kostnaðar. Um mánaðamótin marz og apríl, bað verkfræðingur G. Briem mig um að láta sig fá uppdrátt (grunnmynd og þverskurð) af báðum vélasölunum 1. og 2. hæð — bakbyggingarinnar, með öllum málum, liæðar- og flatar- málum, nákvæmlega eins og þau yrðu, því hann vildi senda þennan uppdrátt til vélafiimans í Stokk- hólmi, svo firmað gæti hagað sér eftir því, með tilliti til vélanna. Uppdráttur þessi er dagsettur 2. apríl f. á. og þar var skýrlega sýnt með hæðartölum að salshæðin (steypumál) er 3,51 metrar. G. Briem fjekk svo afrit af fyrnefndum upp- drætti, og gerði hann engar atliuga- semdir um hæðina á aðalvélasaln- um, eftir að hafa séð þennan upp- drátt; enda bjóst ég ekki við því, þar sem mér skildist svo, að vélasalurinn væri ákveðinn frá okkur 3,51 metrai'. Enda eins og áður er sagt, gekk ég aldrei inn á það, að kosta stórfé fyrir það að liækka vjelasalinn upp í 3,80 metra, þótt sænska firmað óskaði þess, því óg þóttist sjá það, eftir því sem ég hafði athugað í Stokkhólmi, að vel mátti koma vélunum fyrir þó salurinn væri lægri, með litlum eða engum aukakostnaði, hefði það verið ákveðið frá byrjun. Ég fullteiknaði svo símahúsið, og skrifaði á uppdrættina öll hæðarmál, og þar gengið út frá, að hæð aðal- salsins væri 3,51 metrar. Síðan er húsið boðið út til byggingar, og fær landssímastjóri ásamt Gunnl. Briem eftirrit (Kopi) af þessum uppdráttum, enda þurfti Gunnl. Briem sérstaklega að fá eftirrit af öllum uppdráttunum, þar sem hann gerði uppdrætti af öll- um síma- og raflögnum í húsið. Einn- ig eftir að hafa séð alla þessa upp- drætti, gerir Gunnl. Briem og lands- símastjóri engar athugasemdir við salshæðina sem updrættimir sýna. Fyrst daginn sem landssímastjóri sigldi í haust, 20. nóv., kemur at- hugasemdin. Jiann dag fyrir hádegi geng ég ásamt landssímastjóra og Gunnl. Briem verkfr. niður í síma- húsbygginguna. þegar við komum í aðalvélasalinn, talar landssímastjór- inn um það, að sér sýndist lágt und- ir loft, við mældum þá lofthæðina (salurinn var þá að miklu óhúðað- ur) og reyndist hún að vera 3,47 metrar, og töluðum við þá ekki frek- ar um þetta. Laust eftir hádegi sama dag hring- ir Gunnl. Briem mig upp í síma, og segir að salshæðin sé 0,30 metra of lág. Ég sagði að þetta gæti ekki ver- ið rétt, því við hefðum mælt sals- hæðina saman um morguninn, og hafi hún reynst rétt. Gunnl. Briem segir mér þá, að komið hafi upp- dráttur frá Stokkhólmi, og þar séu hin réttu mál. Ég sagði þá að þessi upplýsing kæmi nokkuð seint, en þá segir verkfræðingurinn, að hann hafi símað mér hin breyttu mál, en þa8 er alls ekki rétt. Ég hefi aldrei heyrt um þau fyr en 20. nóv., eða þennan sama dag. Ég sagði einnig verkfræð- ingnum, að það væri ófyrirgefanlegt hirðuleysi, að senda ekki slíkan uppdrátt sem þennan, þegar í stað upp á teiknistofuna, svo hægt væri að breyta málunum á húsuppdrætt- inum eftir því.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.