Tíminn - 05.12.1931, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.12.1931, Blaðsíða 4
254 TlMINN Aukafundur Búnaðarsambands Suðurlands var haldinn að pjórsártúni mánu- daginn 23. nóvember 1931. Á fundin- um voru mœttir: Stjórn sambands- ins, form. Guðm. þorbjamarson og meðstjórnendur Dagur Brynjólfsson og Magnús V. Finnbogason. Fulltrú- ar vora mættir frá 20 búnaðarfélög- um. Einnig voru mættir Sig. Sig- urðsson búnaðarmálastjóri og þing- mennirnir Jón Ólafsson bankastjóri, Jörundur Brynjólfsson og séra Svein- björn Högnason. þá voru mættir sem æfifélagar Ingimundur Jónsson og Sæmundur Ólafsson. Líka var mætt- ur Ólafur læknir ísleifsson. Fonmaður sambandsins setti fund- inn og stýrði Jionum og nefndi sem skrifara Dag Brynjólfsson. Fyrir var tekið á fundinum: 1. Rætt um kaupgjald. Eftir nokkr- ar umræður voru bornar upp svo- hljóðandi tillögur: a. Vegna hinnar breyttu og örðugu fjárliagsaðstöðu framleiðenda lands- ins, er það knýjandi nauðsyn, að bændur bindist samtökum um það, að miða kaupgjald verkafólks við verð framleiðslunnar. Skorar fund- urinn á formenn hreppabúnaðarfé- laganna að beita sér fyrir samtökum bænda innan félaga sambandsins. En felur stjórn sambandsins að reikna út, hver sé viðeigandi kauptaxti fyrir hvern tíma, og að tilkynna niðurstöðutölur sínar til búnaðarfé- laganna fyrir lok febrúarmánaðar næstkomandi. b. Fundurinn skorar á Búnaðarfé- Jag íslands, að það hlutist til um að önnur búnaðarsambönd landsins beiti sér fyrir samskonar störfum er í framanskráðum tillögum getur, hvert á sínu sviði. c. Fundurinn skorar á búnaðarfé- lögin hvert í sinni sveit, að reyna að fá félaga sína og aðra í umdæmi sínu til að bindast samtökum um sparnað, bæði í neyzlu og klæðnaði meðan erfiðleikar heimskreppunnar standa. Ætlast fundurinn til þess að hvert félag finni út, livað helzt mætti án vera á svæði því, er það nær yfir og hvernig hægast sé að íramkvæma ráðstafanir þær er þau telja heppilegastar í þessu efni. — Jafnframt skorar fundurinn á félögin að styðja eftir megni að framleiðslu og notkun innlendrar framleiðslu á öllum sviðum. — Allir liðir þessarar tillögu samþykktir í einu hljóði. 2. J>á kom fram svohljóðandi til- laga: Búnaðarsamband Suðurlands skor- ar á næsta Alþingi, að það talú til athugunar á hvern hátt verði kom- ið í veg fyrir, að af innheimtu skulda hjá bændum leiði, að þeir neyðist til að hverfa frá ábýlisjörð- um sínum. — Tillaga þessi samþ. í einu hljóði. 3. Iíom fram fyrirspurn frá Magn- úsi Finnbogasyni um það hvað liði iramkvæmdum á skipulagsbreytingu Búnaðarfélags íslands. Upplýstist að engar breytingar væru gjörðar þar enn. — Spunnust um það nokkrar umræður, og kom fram eindreginn vilji fundarins viðvíkjandi skipun stjórnar Búnaðarfélags íslands, að óska þess, að Búnaðarfélag íslands sé sem sjálfstæðast og skipi sjálft sína eigin stjórn. — Samþykkt i einu hljóði. 4. Kom fram svoliljóðandi tillaga: Fúndurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd til að athuga í samráði við Kvenfélagasamband Is- lands möguleika og skilyrði fyrir stofnun liúsmæðraskóla á samliands- svæðinu.- Nefndin leggi tillögur sínar fyrir næsta aðalfund Búnaðarsam- bands Suðurlands. — Eftir noklcrar umræður var tillaga þessi sam- þykkt í einu hljóði. I nefndina voru kosnir: Guðmundur porbjárnarson Stóra- Hofi, Haraldur Guðmundsson Eyrar- bakka, Lýður Guðmundsson Sandvík. 5. Sæmundur Ólafsson á Lága- felli skýrði frá því, að Sigurður Sig- urðsson bóndi á Steinmóðarbæ hefði fundið upp útbúnað (tæki), sem hann festir á sláttuvél, og scm rak- ar heyinu jafnóðum aftur í hey- skúffu. Felur fundurinn stjórn Bún- aðarsambands Suðurlands að láta prófa notagildi þessarar uppfynding- ar og að hlutast til um útbreiðslu hennar, ef hún reynist þess verð og þá einnig að viðkomandi mætti verða PERÐAMENN sem koma til Rvíkur, fá her- bergi og rúm með lækkuðu verði á Hverfisgötu 32. 1 haust var mér dregið hvítt hrútlamb, sem ég ekki á, með mínu marki, sneiðrifað framan hægra og gagnfjaðrað vinstra. — Réttur eigandi getur vitjað and- virðisins til mín og samið við mig um markið. Gunnlaugur Bjarnason (frá Harðarbóli, Dalasýslu) Sjafnargötu 5, Rvík. Rafmagns-jólakerti — engin eldhætta — einfalt fyrirkomulag — tilbúin til tengingar. Ósram - jólakertalengjur koma öllum í hið rótta jólaskap og eru nothæfar ár eftir ár. Jólakerta- lengjur. jólakerta- lengjur. snnnn SniORLÍKS IECa.\ipfélagsstj órao? I Munið eftir því að haldbest og smjörílíkast er „Smára“ - smjörlíkí Sendið því pantanir yðar til: Fé’ag ungra Framsóknarm&nna heldur fund í Bambaudshúsinu miðvikudaginu 9. des. kl. 8*/2 e. h. FUNDAREFNI: 1. Fulltrúa-kosniug. 2. Baunmálid. Stjórnin Jörðin Sjávarhólar Hi. Smj örlikiséerðin, Reykjavík. * Allt með íslenskmn skipum! aðnjótandi maklegrar viðurkenning- ar. — Samþ. í einu hljóði. 6. Kom fram svohjjóðandi tillaga: Fundurinn felur stjórn Búnaðar- sambands Suðurlands að beita sér fyrir því við landsstjómina, að hún láti halda þjóðveginum frá Hellis- heiði austur í Fljótshlíð færum til bílflutninga yfir veturinn, svo mjólk- urflutningar teppist ekki. — Samþ. í einu hljóði. Fieira var ekki til meðferðar. Fund- argjörð lesin og samþykkt. Guðm. porbjamarson. Dagur Brynjólfsson. SKRIFSTOFA FRAMSÓKNARFLOKKSINS er á Amtmannsstíg 4 (niðri). Sími 1121. Hey-grímur á kr. 4,50. Haglabyssur, 2-hleyptar á kr. 85. Haglabyssur, 1-hlejTptar á kr. 65. Púður, högl, hvellhettur o. fl. Sportvöruhús Reykjavfkur. Brynjúlfur Björnsson tannlæknir, -----o---- Úr bréfi úr Dýrafirði. Bændur hafa heyjað sæmilega og hjúlpar mikið aukin ræktun undan- farinnar ára. Bóndi hér nál.egt fekk t. d. nú í ár í fyrsta sinn 70 hesta af sáðsléttu og girtri nýrækt með út- lendum áburði. Ég hafði til vonar og vara pantað nokkrar tunnur af síldarmjöli hjá ríkisverksmiðjunni, en sé nú að þetta hefir verið óþarfi, því að tún- aukinn minn vegna útlenda áburð- arins reyndist mér svo drjúgur, að hann bætti mér upp brestinn að öðru leyti. Erum við bændur hér þakklát- ir Framsóknarflokknum og ríkis- stjórninni fyrir allar þær mörgu framkvæmdir, sem eflt hafa mjög aðstöðu okkar til að sigra erfiðleika þá, sem yfir hafa dunið. Einhverjir menn á þingeyri liafa stöðugt verið að ala í Alþbl. á ónot- um og dylgjum í garð Framsóknar- manna bæði innan héraðs og utan. þetta er ákaflega ómerkilegt. pað hafa einmitt verið Framsóknarmenn hér, sem mest hafa lagt á ráðin til alhliða viðreisnar pingeyrar, svo sem stofnun samvinnufélags sjómanna o. fl. Og nokkrir samvinnusjómenn og bændur gjörðu, með stuðningi alþing- ismannsins, Ásg. Ásg., tili-aun með samvinnuútgerð í fyrravetur. Og Framsóknarmaður í verkalýðsfélag- inu fór til ísafjarðar þá, til að kynna sér starfsemi félagsins þar í því skyni að koma henni upp hér. Og er kemur til ræktunarmála þingeyrarbúa, vinnur sóknarprestur, sem er Framsóknarmaður, mjög að því að þorpsbúar hefjist handa með ræktun í landi prestssetursins, svo að börnin á eyrinni þurfi ekki leng- ur að vera „föl og svöng". Er því mjög ómaklog hnúta brcf- ritarans í Alþbl. 25. ágúst urn að Framsóknarmenn vilji setjast á vel- ferðarmál fátæka fólksins á þing- eyri. Sannleikurinn er hið gagn- stæða. Vandræðin verða leyst með bróðurlegri samvinnu bænda og verkamanna — alþýðunnar í firðin- Hverfisgötu 14. Reykjavílc. Allskonar tannatilbúningur og tannlækningar. Tannrétting, gullað- gerðir og tannaúrtaka. — Allskonar deyfingar. Lægst verð. Mest vandvirkni. Astma Lungnaveiki, Bronchitis nef-, háls- og kok-kvef, svefnleysi, taugaveiklun. Dr. Hassencamps „Medictus“ Bækur, notkunar-leiðbeiningar og með'næli sent ókeypis og án burð- argjalds. Verð 10 kr. M'. Bro, kem, tekn.Fabrik, Danasvej 32, Kebenha.vn V. /•3 co Reybjavíb Síml 249 Niðursuðuvörur vorar: Kj«t......i 1 kg- og lh kg. dósum Ktefa . ... - 1 —; - Vl —.. - Bayjnrabjúgn 1 - 1/2 - Fiskabollur -1 - - */i — Lax......... 1 - . i/2 - _ hljóttt almonalng'Blof Ef þér haflð ekki reynt vörur þessar, þá gjöriö það nú. Notið innlendar vörur fremur en erlendar, með þvi stuðliö þér að þvi, að íglendlngsr verðl sjálfum sér nógir. Pantanir afgreiddar fljótt og vel hvert i land sem er. um. Er hún því leiðinleg þessi til- raun bréfritarans, til að sundra þeim sem saman eiga liér að standa gegn hinu sterka íhaldi á pingeyri, sem nú ræður lögum og lofum og hefir sett allt i rústir.. í Kjalarneshreppi fæst nú til kaups og laus til ábúðar í fardögum næstkomandi. Á jörðinni er vandað, nýbyggt íbúðarhús úr steinsteypu, einnig fjós fyrir 14 nautgripi með haughúsi undir og heyhlöðu áfastri, nýbyggt úr steinsteypu með járnþaki. Fjárhús yfir 100 fjár og heyhlaða. Hesthús fyrir nokkra hesta. Heyskapur: taða 300 hestar, úthey 3—400 hestar. Allt land jarðarinnar afgirt. Jörðin liggur vel í sveit, og mjög álitleg bújörð. — Undirritaður gefur upplýsingar og tekur á móti verðtilboðum. ÓLAFUR BJARNASON Brautarholti. Munið að ÞÓRS - MALTÖL er uú bragdbesta en annað maltöl, nær- ingarríkara en annað maltöl og því ódýrara en annað maltöl. Biðjið ávalt um Þ órs-maltöl. Maltextrakt Filsner Biór Bayer Vald. Poulsen. Klapparstig 29. Simi 24. Hefír á lager: Vélareimar. Reimalása. Verkfæri. AJIt ineð islenskiim skipuni! SJálfs er hðndln hollust Kaupið innlenda framleiðslu, þegar hún er jafngóð erlendri og ekki dýrari. framleiðir: Kristalsápu, grænsápu, stanga- sápu, handsápu, raksápu, þvotta- efni (Hreins hvítt), kerti alls- kon&r, skósvertu, akógulu, leður- feiti, gólfáburð, vagnábuið, fægi- lög og kreólínsbaðlyí. Kaupið HREINS vörur. Þær eru löngu þjóðkunnar og fást í flestum verzlunum landalna H. £. Hreinn Skúlagötu. Reykjavík. Sími 1826. Ritstjóri: Gísli Guðmundsson Mímisveg 8. Sími 1245. Prentsmiðjan Acta 1931

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.