Tíminn - 12.12.1931, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.12.1931, Blaðsíða 1
©jaíbfeti og afgrci6sluma&ur Cimans et &£ n n d c i 3 p o r s t e i n s b ó 11 i r, €ccfjaro,ötu 6 a. ííeyfjamf. ^fgteibsía Cimans cr i €o2Íjargötu 6 a. (Dpin óaglega fl. 9—6 Sími 2353 XV. árg. Reykjavík, 12. desember 1931. 74. blað. ðliíiflkirsHiíldmiilíinlii Síðan 1926 hafa verið í gildi lög um einkasölu á síld. Höfund- ar einkasölu þesarar mega þeir teljast Ólafur Thors og Björn Líndal. Þeir báru fram frv. um einkasölu á síld á þingi 1926. Frv. þeirra var þá samþ. með stuðn- ingi okkar Framsóknarmanna. Við jj viðurkenndum að vísu, að frv. • væri gallað, en að ástandið um ; sölu ísl. síldar í höndum innlendra og' útlendra braskara og leppa væri svo hörmulegt, að sjálfsagt væri að gera tilrauri til að finna nýtt skipulag. Fvrir Ólaf Thors var fram- burður þessa frv. greinilegur per- sónulegur ósigur. Hann hafði hamast á móti allri tilhlutun rík- isvaldsins um verzlunina. Hann var einn hinn yfirlætismesti yfir- borðsmaður, sem fékkst við sölu á síld • þar sem samkeppnin drottnaði. Með því að koma á hnjánum og biðja samvinnumenn þingsins og verkamenn að hjálpa sér, móti sér sjálfum og sinni stétt, þ. e. þeim, sem verzluðu með síld, hafði hann játað sig yf- irunninn og gersigraðan sem fram kvæmdamann í frjálsri sam- keppni. Honum var þá líkt farið eins og ósjálfstæðum drykkju- manni, sem biður konu eða barn að geyma fyrir sig vínflöskuna, af því að hann hafi ekki nógan þrótt til að eiga „eldvatnið“ eins og frjáls maður. Og' hversvegna voru Ól. Th. og B. Líndal svo aðþrengdir í hinni frjálsu samkeppni að þeir urðu að draga upp hvítan fána og biðja andstæðinga sína um að hjálpa sér til að verða ekki „rúineraðir og knekkaðir“ eins og Tyrkja- soldán forðum? Eitt dæmi nægir til að sýna hversvegna -Mbl.-menn urðu 1926 að afneita kenningu sinni um frjálsa samkeppni í síldarverzlun. Það er hin fræga saga um Garð- ar Gíslason og Óskar Halldórsson frá 1919. Garðar hafði efnast á verzlun sinni, og mun um það leyti hafa verið álitinn vel efn- aður maður. Hann er það sjálf- sagt enn, því að kaupmenn myndu varla kjósa sér sem formann nokkurn þann, sem ekki væri múraður af peningum. En í þetta sinn missti Garðar þó stóra fé- fúlgu, eítir íslenzkum mæli- kvarða, á síldarbraski. Garðar gekk þá í félag við Óskar Hall- dórsson, sem að öllu samtöldu ber höfuð og herðar yfir keppinauta sína í síldarverzlun hér á landi: Raunin varð og sú í þetta sinn.Um haustið er talið að síld þeirra fé- laga liafi verið seljanleg fyrir 95 kr. tunnan. Óskar vildi selja. Garðar vildi ekki selja. Svo hrap- ar síldin skyndilega, eins og nú að því er virðist ofan í ekki neitt. Talið er að þeir félagar hafi tap- að þetta haust hátt upp í hálfa miljón króna. Af ástæðum, sem hér koma ekki til greina, mun tapið aðallega hafa lent á Garð- ari. Þó að maðurinn væri efnaður og sé það vafalaust enn, þá var engin von, að hann gæti snarað . út þessu fé. íslandsbanki hafði lánað mikið af því, og þar mun þessi skuld standa enn býsna þungbær, flutt yfir í Utvegsbank- ann. Þó að mikið af fasteignum standi að veði fyrir slíkri skuld, og þó að bankinn fái endanlega upp úr þeim veðum eða á annan hátt fulla borgun fyrir síldartap- ið á þessum lið, þá sjá allir hve mjög slík töp festa veltufé lands- manna, bæði fyrir einstökum kaupmanni og fyrir bankanum sjálfum. Slík óhöpp eins og þetta þurkuðu upp fé Islandsbanka, svo að hann veslaðist loks upp í hönd- um íhaldsins, sem stjórnaði hon- um. Afneitun Ólafs Thors og Bj. Líndals á kenningunni um „frjálsa verzlun" að því er sneri,- ir síld var alveg fullkomin 1926. Óhöpp, sem gengu í svipaða átt eins og það sem hér er sagt frá, höfðu skaðað útvegsmenn og banka um miljónir. Ef rannsökuð væru lán Jóns Auðuns í síld á ísafirði um 1919 myndu sjást mörg og stór töp hjá vinum hans, sem fengu fé þjóðarinnar i síldar- brask og töpuðu því. Norðanlands, meðal hinna stærri síldarkaupmanna, gerðust einnig svipuð tíðindi. Ásgeir Pét- ursson, sem um þær mundir var talinn stórefnaður, tapaði þá fyr- ir samskonar verzlunarhyggindi gífurlegum upphæðum. Rétti hann aldrei við eftir það og tók bankinn við þrotabúi hans. Ólafur Thors og Líndal höfðu því ríkulega ástæðu til að snúast yfir á einkasölufyrirkomulag um síldarsölu, og þeir gerðu það ■hreinlega 1926. Næsta vor 1927 átti einkasala þeirra að byrja. Magnús Guðmundsson var tryggð- ur fyrirfram að gefa leyfið. En þó kom engin einkasala það ár. Þegar til átti að taka, fundu þeir kumpánar, að þeir voru hvorki menn til að skapa nýtt skipulag um síldarverzlunina né að fram- kvæma það. Þeir gátu ekki meira en afneitað sinni gömlu kenningu og beðið urn einkasölu. Þannig stóð er þing kom sam- an 1928. íhaldið hafði beðið ósig- ur við kosningarnar. Það hafði skilið við síldarmálin í sama ófremdarástandinu og þau höfðu altaf verið í. Eini arfurinn í þeim efnum var viðurkenning þeirra, að ríkisvaldið yrði að bjarga síld- armönnunum. Sjálfir höfðu þeir sprungið á framkvæmdinni. Þeir biðu eftir því að þeim væri bjarg- að. Á þingi 1928 komu tveir þing- menri úr sjávarkjördæmum með breytingar á hinu dauðfædda fyr- irkomulagi Ól. Th. og Líndals. Einkasalan átti að haldast. Ut- vegsmenn og verkamenn áttu að hafa jöfn völd, tvo fulltrúa hver, en stjórnarflokkurinn tilnefna oddamanninn. Ilann átti að stilla til friðar milli öfganna, og leggja til skiptis lóð sitt á vogarskálina, eftir því sem málavextir voru til. Skipulag síldareinkasölunnar var byggt á því að útgerðarmenn og verkamenn eða sjómenn ættu að ráða mestu. Oddamaðurinn frá miðflokknum átti að vera og varð friðstillir milli andstæðanna, íhalds og verkamanna. Skipulag einkasölunnar var að þessu leyti einskonar fyrirrennari þjóðstjórn- anna, sem sumar erlendar þjóðir tala nú um og reyna. Gallar og kostir þessarar tegundar af sam- bræðslu hafa komið í ljós, en ekki síður gallarnir. íhaldið kom tveimur af sínum helztu köppum úr síldarbraskinu, Ásgeiri Péturssyni og Birni Lín- dal í stjórn einkasölunnar. Verka- menn tilnefndu Erling Friðjóns- son og Steinþór Guðmundsson. Fi-amsóknarmenn völdu sem odda- mann Böðvar Bjarkan. Varð einkasölunni hið mesta traust að kunnugleika hans á þessum mál- um, óhlutdrægni hans og lögvísi. Fyrstu árin gekk einkasalan eftir vonum vel. Framleiðslan var nokkuð örugg, og verð fyrir salt- síld var þau ár miklu hærra en fyrir bræðslusíld, en áður var venjan að það héldist í hendur. Eins og ég hefi áður sagt fékk hver sitt hjá einkasölunni: Ut- vegsmenn, kaupmenn, verkamenn, sjómenn, bankar og ríkissjóður. Og þetta var nýtt fyrir flesta þessa aðila. Smátt og smátt .komu í ljós ágallar á „þjóðstjórn“ síldareinka sölunnar, og þeir ágallar valda nú því, að forsætisráðherra héfir neyðst til að taka í bili valdið af stjórn hennar af þeim tveim aðil- um, sefn eftir skipulaginu áttu að ráða þar mestu, þ. e. útvegsmönn- um og verkamönnum. Síldareinkasalan hefir lent í vandræðum af því að surnir af forkólfum íhaldsmanna 'og' sósíal- ista hafa innleitt í verzlunina „lífsvenjur", sein tilheyrðu hinu gamla brasklífi, en áttu ekki hér lieima. Eitt dæmi sýnir hvað hér var að. Árið 1929 kemur upp skemmd í síld, sem Björn Líndal hefir lát- ið verka á Svalbarðseyri. Slíkt getur alltaf komið fyrir og þurfti ekki að vera viljaverk. Utflutn- ingsnefndin tók þvl eins og mönnum sómdi, og skipar Birni að endurborga skaðann, eins og vera bar, og hann virðist hafa beygt sig, en líklega ekki viljug- ur. Næsta ár kemur upp skennnd á sama hátt í síld, sem Steinþór Guðmundsson bar ábyrgð á og verkuð var af félagi nokkurra verkamanna á Akrueyri. Þá átti hann og verkamennirnir vitanlega að endurborga skaðann, eftir mati, En hvað skeður. Líndal og Steindór, fulltrúar auðvalds og öreiga ganga í eina flatsæng um málið. Steinþór og verkamenn sleppa við að endurborga sínar skemmdir, og Birni eru upp í hans bróðurhlut borgaðar skemdimar frá árinu áður. Á þennan hátt eyðilagðist „mórall“ þessarar þjóðstjórnar. Á þennan hátt hurfu áhrif Fram- sóknar úr stjórn einkasölunnar, þar sem mest reið á. Þegar hat- ursfullar andstæður tóku höndum saman um það eitt að afstýra eigin tapi og veltu því yfir á fyr- irtækið sem þeir stjórnuðu, þá var fótum kippt undan starfi þeirra sem trúnaðarmanna al- mennings. Mér er nokkuð kunn saga ís- I lenzku kaupfélaganna og Sam- | bandsins. Mér er ekki kunnugt ‘ um, að þar sé nokkurt dæmi hlið- stætt framkomu þessara tveggja trúnaðarmanna íhalds og sósíal- ista. Og ég leyfi mér að fullyrða að hvorki kaupfélögin né Sam- bandið hefðu lifað fram á þenn- an dag, ef leiðtogar þeirra hefðu komið fram eins og fulltrúar út- gerðarmanna og sjómanna í þessu dæmi. Rúmið leyfir ekki að þessu sinni að skýra nánar, hversu full- trúar íhaldsins og sósíalista í útflutningsnefnd og framkvæmda- stjórn svo sem Steinþór Guð- mundsson, Björn Líndal og Einar Olgeirsson, hafa komið fram í þessum málum. En ýmislegt af því tæi mun koma í dagsljósið við nánari rannsókn -málsins. En ekki verður komist hjá að nefna fáein dæmi. Björn Líndal hafði hina stóru söltunarstöð á Sval- barðseyri, og Steinþór og Einar komu upp svipuðum vinnustöðv- um fyrir flokksmenn sína. Þeim þótti léttir öllum, en einkum þó Steinþóri og Einari, að fá einka- söluna til að leggja fram fé fyrir tunnur og salt. Síðar bættist við verkalaun að nokkru leyti. Ef fyrirtækinu hefði verið vel stjórn- að, gat þetta gengið þolanlega. En þegar litið er á ráðsmennsku Einars Olgeirssonar, Steinþórs og Líndals var varla við góðu að bú- ast. Þátttaka Steinþórs og Líndals í síldarverzluninni hlaut að hafa áhrif á dómgreind þeirra og ekki alltaf til batnaðar. Vegna verk- uöar þeirra dróst einkasalan inn á að lána fé fyrir tunnur og salt og' í vinnulaun. Og að öllum lík- indum hefir einmitt þessi aðstaða þeirra félaga átt drýgstan þáttinn í höfuðóláni síldareinkasölunnar nú í sumar: Of miklum söltunar- leyfum. Til að fá skip og mörg skip til að sigla inn að Svalbarðseyri og Akureyri með síld, þarf að vera svo mikil aðsókn, að Siglufjörður hafi ekki undan. Nú virðast þeir félagar hafa veitt 30—40% of mikil söltunarleyfi. Vegna hinn- ar miklu framleiðslu eru nú um 50 þús. tunnur óseldar erlendis og álíka mikið geymt hér heima. Stórfé er falið í þessum tunnum, salti og verkalaunum síldar, sem ef til vill verður að einhverju leyti með öllu óseljanleg og einsk- is virði.' Einkasalan tapar á þessu. En stjórnendur hennar úr íhalds- og alþýðuflokki fengu mikla vinnu handa fólki sínu og leigu fyrir bryggjur sínar og söltunar- aðstöðu bæði á Svalbarðseyri og Akureyri. Einar Olgeirsson virðist hafa unnið með trú og áhuga fyrir einkasöluna fyrsta sumarið. En eftir því sem hann hefir sjálfur lýst nú nýlega, þá ofbauð honum svo mjög hin fyrstu misseri, hve rnikið svokallaðir andstæðingar hans, útgerðarmenn, græddu á einkasölunni, að hann byrjaði að reita gullhænuna handa flokks- bræðrum sínurn, kommúnistunum. Tók hann þá að espa verkamenn í landi við Eyjafjörð til að gera kaupkröfur, sem á rnargan hátt voru í ósamræmi við síldarverðið. Varð niðurstaðan sú af framkomu hans og Steinþórs, að verkunin í landi varð æ dýrari, en að sama skapi féll hlutur sjómannanna. Af þessu skapaðist eðlileg sundrung í flokki verkamanna. Sjómenn fundu, að Einar og Steinþór hugsuðu næsta lítið um rétt þeirra og hagsmuni og gættu hvorki hófs né framsýni í kröfum fyrir þá, sem að síldinni unnu í landi. Myndi Alþýðuflokknum verða erfitt að leysa þennan hnút, ef þeir ættu að hafa veg og vanda af þessum málum lengur. Saga þessa máls er þá sú, að síldarspekulantar höfðu um mörg ár íþyngt fjárhag bankanna með braski sínu. Eymd og vesöld þeirra komst á það stig', að Ólaf- ur Thors og Líndal flýja á náðir ríkisvaldsins 1926. En fyrirkomu- lag það, sem þeir fengu sam- þykkt var svo óviturlegt, að þeir treystust ekki til að starfrækja það. Á þingi 1928 gera þeir Er- lingur og Ingvar einskonar „þjóð- stjórn“ í síldarmálunum, og veita aðalvaldið þeim tveim stéttum, sem atvinnuna stunda, útvegs- mönnum og verkamönnum. Með þessari ummyndun á einkasölu Ólafs Thors og Líndals var starfað í tvö, þrjú ár, með sýnlega bærilegum árangri. En er til lengdar lætur kemur í ljós, að þær tvær stéttir, sem einkasalan var gerð fyrir, og sem höfðu þar mestra hagsmuna að gæta, út- vegsmenn og sósíalistar, höfðu ekki á þessu sviði nægilega mik- ið af mönnum, sem að öllu sam- töldu höfðu til að bera þann manndóm og þroska, að þeim væri trúandi fyrir slíku umboði. Enginn Framsóknarmaður, sem nokkuð hefir verið riðinn við lagasmíði um einkasöluna eða framkvæmd hennar, hefir haft þar nokkurra sérhagsmuna að gæta. Þeir hafa hvorki átt síldar- plön eins og Líndal, eða leigt þau eins og Steinþór, eða átt atkvæði um sína eigin framleiðsluvöru eins og þessir tveir menn, eða haft ílokkshagsmuni um að hækka verkunina í landi óeðlilega eins og Einar Olgeirsson. Sama má segja um Erling Friðjónsson. Hans ólán í þessu efni er að hafa haft sem samherja og trúaðar- menn Steinþór Guðmundsson og Einar Olgeirsson. Framsóknarmenn hafa tekið við verzlunaróstandi íhaldsins og einkasölu Ólafs Thors og Líndals í ófremdarástandi. Þeir hafa reynt að laga hugmynd Ólafs. Þeir hafa ekki tekið valdið 1 sínar hendur, en reynt að fá leiðtoga útvegsmanna og verkamanna til að vinna eins og sæmilegir borg- arar. Þetta hefir tekizt að sumu leyti, en ekki nægilega vel. Þess- vegna verða þeir Svavar Guð- mundsson og Lárus Fjeldsted að bjarga úr höndum þessara manna því, sem bjargað verður. Einkasala Ólafs Thors og Lín- dals hefir strandað í bili. En reynsla hefir fengizt, sem nokkuð má byggja á í fr^mtíðinni. Og einn verulegasti þáttur þeirrar reynslu er það, hve lítið má byggja á fólki eins og Asgeiri Péturssyni, Líndal, Steinþóri og Einari Olgeirssyni, þegar um þjóðnýta vinnu er að ræða. J. J. -----o---- Rausnarleyan stuðning hefir einn meðal marga Borgfirð- inga veitt Reykholtsskóla. það er Vig- fús Guðmundsson bóndi og veitingam. í Borgarnesi. Hann hefir lagt í sjóð ungmennafélaga 4^-5000 kr. í framlag þeirra í Reykholtsskóla. Hann hefir gefið og safnað um 800 kr. í hljóð- færasjóð skólans, og hann og þorgils íþróttakennari hafa beitt sér fyrir að reist var hið mikla íþróttahús í Reyk- holti, þar sem 600 manns gátu rúm- ast við skólavígsluna. Og í þetta hús hefir Vigfús gefið og lánað framundir helming byggingarkostnaðar. Eru slíks fá dæmi hér á landi, að efna- litill maður leggi svo riflegan skerf til almennra framkvæmda. -----o----

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.